Lögrétta


Lögrétta - 10.09.1919, Síða 2

Lögrétta - 10.09.1919, Síða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETT'A kemur út á hverjum mi8- vikudegi, og auk þess aukablöð við og vi8, VerB kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí.. lifiS. Auk þess hafi fjöldi Kínverja veitt Bretum hjálp í Mesópotamiu og Austur-Afríku; mörg ensk skip hafi notað kínverskar skipshafnir, og það hafi verið viðurkent alment, að þessir menn hafi reynst betur en aðr- ir innfluttir verkamenn. 9 gufuskip hafi Kínverjar látiS bandamönnum í tie til flutninga, þótt þeir hefSu haft æriS meS þau aS gera heirna fyrir. Þeir hefSu og boSiS fram 100 þúsund hermenn til þess aS bejjast á vígvöll- unum í Evrópu meS bandamönnum og þaS boS veriS þegiS af yfirher- stjórninni í París, en sökum skipa- skorts hefSi sú mannasending aS austan farist fyrir. Loks er í þessari skýrslu lýst á- nægju Kinverja yfir hugmyndinni um stofnun alþjóSabandalagsins. Á því segjast þeir byggja vonir um verndun sjálfstæSis síns og sinnar gömlu menningar. Kínverska þjóSin var til, löngu áSur en Evrópa reis upp fra j-ústum hins forna Rómverjaveldis, segja þeir. Hjá okkur voru kend fög- ur trúarbrögS og siSspeki meSan þjóSflokkar Evrópu höfSu ekki af neinu slíku aS segja, og listir og bók- mentir þrifust hjá okkur löngu áSur ?n Parísarborg varS til. ViS viljum rækta okkar gömlu menningu í skjóli alþjóSasambandsins, óhindraSir af á- sælni þeirra þjóSa, sem reisa vílja framtíSarveldi sitt á hermenskunni og valdi sverSsins. Þetta eru aSalatriSin úr boSskap þeim, sem elsta menningarþjóS heims ins baS blaSamenn friSarþingsins aS f'ytja EvrópuþjóSunum frá sjer. Itiirnnsðlinir ð fsludi. Eftir dr. Helga Jónsson. The Botany of Iceland, edited by L. Kalderup Rosenvinge Pd. d. and Eug. Warming Pd. d., Sc. d. Vol. I, 675 bls. (published by aid of the Carlsberg Fund), Copen- hagen J. Frimodt, London John Wheldon & Co. 1912—1918. Fyrsta heftiS af bók þessari kom út 1912. 1 því er skýrt frá sæþör- ungagróSrinum viS strendur lands- ins (The marine algal Vegatation by Helgi Jónsson). AnnaS heftiS kom út 1914. Er þaS JandfræSileg dýsing á íslandi meS sjerstöku tilliti til jurtagróSurs (An account of the physical Geography of Iceland with special reference to the plantlife by Th. Thoroddsen). ÞriSja og fjórSa heftiS komu út 1918. Um fyrsta 0g annaS heftiS mun jeg ekki fara fleiri orSum aS þessu sinni, enda mun þeirra eflaust hafa veriS getiS í íslenskum blöSum og Cmaritum, er þau komu út. ÞriSja heftiS er um kísilþörunga (eskilagnir) í sjó viS strendur ís- lands (Ernst Östrup : Marine diatorns from the coasts of Iceland). Af smá- jiirtum þessum eru- ósköpin öll í haf- inu og mjög mikiS situr oft á öSrum sævarplöntum. Östrup hefur aldrei komiS hingaS, en hann rannsakaSi 438 sýnishorn íslenskra sæþörunga, er safnaS hafSi veriS af Ólafi DavíSs- syni, Helga Jónssyni, Chr. Grönlund, R. Hörring, W. Lundbeck, C. H. Ostenfeldt, O. Paulsen og Bjarna Sæmundssyni. Östrup telur um 226 tegundir og afbrigSi samlagt. Af þessum tegund- um eru 7 áSur alls óþektar, eSa nýj- ar fyrir vísindin eins og komist er aS orSi, og þess utan eru afbrigSi og tilbrigSi, 5 aS tölu, ný fyrir vísindin. Aftan við hverja tegund er getiS út- breiSslu hennar viS strendur íslands og annarstaSar i heiminum. Á eftir upptalningu tegundanna eru töfluí. er sýna útbreiSslu þeirra í hinum 5 álfum heimsins og þess utan í Græn- landi og NorSurheimskautshöfunum. í töflum þessum er einnig sýnd út- breiSsla tegundanna viS strendur ís- lands (suSur-, suSvestur-, norSvest- vr-, norSur- og austurströnd). AS lokum er getiS um einkennis- tegundir í eskilagnagróSrinum á rauSum, brúnum og grænum þör- ungum. RitgerSinni fylgja myndir af 15 tegundum. Óskilahestur, stálgrár aS lit, mark: standfjöSur a. v. og klipt E á vinstri síSu og hægri lend, er á DrumboddsstöSum í Bisk- upstungum, hjá Þorsteini Jónssyni bónda þar, og má vitja hestsins þangaS. FjórSa heftiS er um mosagróSur íslands (Aug. Hesselbo; Tho Bryop- hyta of Icelánd, with 39 figurs in the text). ísland er mosanna land. VíSa má sjá þess dæmi, hvernig mosarnir leggja landiS undir sig, bæSi á vot- lendi, t. a. m. dýin, og á þurlendi, t. a. m. mosaþemburnar. Frá því rannsókn á jurtagróSri landsins byrj- aSí, hafa menn eitinig rannsakaS mosana, ert þó er einkum ástæSa til aS geta þar tveggja danskra grasa- fræSinga, þeirra Chr. Grönlund og Aug. Hesselbo, er báSir hafa ferSast hjer um land. tri®Ja manninn, einnig danskan grasafræSing, C. Jensen apotekara í Hvalsö, ber aS nefna í þessu sambandi. Hann hefur nafn- greint íslenska mosa, t. a. m. alt mosasafn mitt og Stefáns, í mörg ár, eSa frá því Grönlund hætti aS fást \iS mosana og þangaS til Hesselbo tók íslensku mosana aS sjer. Grönlund ferSast hjer á landi 1868 cg 1876, og munu margir kannast viS hann og ekki mun íslands Flóra hans vera gleymd enn þá. Hesselbo ferSaSist hjer 1909, 1912 og 1914. í fyrstu ferS sinni (1909) rannsakaSi hann í byrjun júnímán- aSar nágrenni Reykjavíkur og LfafnarfjarSar. 9. júní fór hann sjó- veg til HornafjarSar og svo landveg þaSan um Stafáfell, Hof, Djúpavog, BerufjörS, HöskuldsstaSi og Valla- nes til SeySisfjarSar. ÞaSan fór hann sjóveg til Húsavíkur, og þaSan um As og Svínadal til ReykjahlíSar viS Mývatn. Eftir nokkra dvöl þar fór hann til Akureyrar. ÞaSan fór hann svo vestur í HrútafjörS um Þverá, Öxnadal, VíSimýri, VíSivelli, Geita- skarS, Hnausa og Lækjamót. Frá StaS fór hann HaukadalsskarS og svo Bröttubrekku og í Borgarnes. í annari ferS sinni (1912) fór hann um KolviSarhól til Reykja í Ölvesi og svo um Skálholt, Laugardal og Þing- velli til Reykjavíkur. SíSan fór hann sjóveg til DýrafjarSar, á þeirri leiS kom hann í Stykkishólm og var þai 24 tíma. Frá DýrafirSi fór hann land- veg til ísafjarSar. ÞaSan fór hann smáferSir um nágrenniS, til Súg- •andafjarðar, JökulfjarSar, ArngerS- aieyrar og víSar. Hann fór þá aftur sjóveg til Reykjavíkur, og svo land- veg kringum HvalfjörS, og rannsak- aSi mosagróSur viS hverina í Reyk- holtsdalnum, fór svo um Lunda- reykjadal til Þingvalla og svo til Reykjavíkur. í þriSju ferS sinni (1914) athugaSi hann mosagróSur í Vestmannaeyj- um og kom því næst til Reykjavík- ur. ÞaSan fór hann svo austur i FljótshlíS og nam staðar aS BreiSa- bólsstaS og BarkarstöSum. Þá fór hann austur yfir Markarfljót og safn- aSi á Seljalandi, Holti og Drangs- hlíS og fór síSan til baka um Þjórs- ártún, Skálholt, Geysi og Þingvelli til Reykjavikur (1. ág.). I bók þessari er nú skýrt frá árangrinum af ferSum hans og auk þess tekiS tillit til alls, sem fyrir- rennarar hans hafa gert. Fyrst er skýrt frá hverjar tegund- ir hjer eru fundnar (bls. 402—544). Alls telur höf. hjer 325 teg. mosa. Eru fróSlegar athugasemdir um hverja tegund og getiS útbreiSslu hetnnar. Annar kaflinn er um mosagróSur- inn (bls. 545—628). Eru þar ítarleg- ar lýsingar á hinum ýmsu_ gróSrar- íjelögum í mosariki landsins, og til frekari skýringar eru þar margar ljómandi góðar myndir af gróSrin- um. ÞriSji kaflinn sýnir hvernig teg- undirnar skiftast í flokka eftir út- breiSslu þeirra í NorSur-Evrópu. FjórSi kaflinn er um útbreiSslu tegundanna upp á viS, til 300 M, 300 —600 M og ofar en 600 M, og fimti kaflinn sýnir útbreiSslu tegundanna í hinum ýmsu landshlutum (austur-, norSur-, norSvestur-, vestur-, 0 g suðurhluti) í töfluformi. Frh. Tvö rit. Islandica, 11. árg. Hinn ágæti Is- landsvinur, Williard Fiske , hefur ækki veriS viltur í ’vali forstöSu- manns stofnunar sinnar fyrir þjóS vora í Ameríku, viS Cornellháskólann í íþöku, New York, þá er hann kaus Elalldór Hermanns’son. Hver árgang- ur, sem út hefur kamiS síSan Fiske prófessor dó, hefur veriS öSrum betur úr garSi gerSur. En þó mun þessi síSasti árgangur mörgum þykja merkilegastur, og þaS mikiS mein, aS hann er allur saminn á enskri tungu. RitiS ér nákvæm saga og verS- lciksmat blaSamensku vor Islendinga frá fyrstu byrjun hennar á 18. öld til 1874. Er þaS aSdáanlega vel samiS rit og bygt á sífeldum tilvitn- unum, því allar heimildir hefur höf. haft viS hendina og notaS meS stakri dómgreind og samviskusemi; hefur þaS ekki veriS áhlaupaverk, heldur útheimt hina mestu elju, enda er Halldór aS sama skapi ljettur, lipur og orSheppinn aS rita bókfræSislegt mál á enska tungu. Jeg get ekki stilt mig um aS þýSa hjer, rjett til smekks, kafla úr síSustu blaSsíSu ritsins: „Þannig hef jeg í stuttu máli skýrt frá blaSamensku og tímaritum ls- lendinga á nefndu tímabili, alls um 50 tímarit. Flest þeirra lifSu skamm- na aldur, en yfirleitt eru þau mik- iílar þýSingar, . .. . þar sjáum vjer, hvernig fólkiS fer fyrst aS rumska et'tir þess langa svefnmók undir er- lendu valdi, og smám saman reisir höfuS frá kodda....... Fyrst lengi áttu blaSamenn viS mikla erfiSleika og vandræSi aS stríSa. Nálega alt var í ólagi, og fyrst og fremst sam- vinnu- og samtakaleysi; póstgöngur varla teljandi, svo þær yrSu notaSar, urSu útgefendur því aS nota aSrar ferSir og ferSamenn, og fluttu þann- ig margir blöS og bæklinga, ýmist fyrir borgun eSa ókeypis, til aS geSj- ast gistivinum. Þá var lítiS um ann- aS gjald og viSskifti en vöruskifti, sem leifar eru eftir af enn; urSu því kaupmenn oftast milligöngumenn. Borgun fyrir auglýsingar var lengst um lítil. Af tímaritum eingöngu lifSu nálega engir menn á þessu tímabili, heldur ræktu menn þetta starf af öSrum og hærri hvötum en hagnaS- arins, enda voru ritstjórarnir oftast úr flokki bestu og mentuSustu manna þjóSarinnar." Ársrit Hins ísl. fræðafjelags, 4. ár, Þessi árgangur er svo fróSlegur og íagurlega úr garSi gerSur, aS hann táknar meS efni sínu ný tímamót í ritstefnu til vakningar alþýSu — eins og ár þetta í stjórnmálasögu lands vors — tímamót, svipaS og á dög- um Fjölnis-manna fyrir 80 árum. Stingur þessi árgangur mjög í stúf ■viS allan hávaSann af blöSum og rit- um hjer heima, því sjerdrægni og oírembingur (chauvinisme) smásál- armanna minkar oft ótrúlega þegar út yfir hafiS kemur, enda er Höfn gamla í miSjum hugsjónastraumi NorSurlanda. Fyrst flytur ritiS ljómandi skemti- lega æfisögu hins mikla og ágæta Alex. Humbolts (d. 1859, níræSur), eftir snilling vorn Þorv. Thoroddsen, bara til aS mýkja munninn, og líkt má segja um æfiágrip hinnar miklu skólakonu Zahle, eftir Ingibj. ólafs- son. En svo byrjar meistari Bogi Th. MelsteS langar og merkilegar kenn- ingar um vor stjórnarfarslegu tíma- skifti, og 12 greinir um skyldur þjóS- ar varrar, kosti og bresti, hag og horfur, og jeg veit ekki, hvort meira má undrast, gerþekking höfundarins á öllu ástandi hjer heima, ellegar á- huga hans og vandlæting um, aS öll umbótaviSleitni vors nýfædda kot- ríkis megi stefna i skynsamiega og s.Sbætandi átt. Svo er höf. kunnug- ur öllu, og einkum göllunum, aS 1 vern sem les rekur í rogastans, enda er athugandi, aS Melsted hefur aldrei búiS langdvölum ytra í senn, heldur aftur og aftur komiS heim 0g kynt sjer landiS horna á milli, og svo aS segja hvorki gleymt búri nje eld- húsi, auk heldur öllu úti viS. „Hann fór rjett aS öilu, og kom hverju lambi á spena,“ segir Svb. Egilsson, aS ITómer segi lum risann Polyfemos. MelsteS er framúrskarandi hagsýnn, rærgætir.n og glöggskygn á alla verulega hluti. Hefur honum mjög heimskulega veriS ámælt, sem litlum hugsjónamanríi og stirSum ritara, en þaS hafa veriS sleggjudómar óvild- armanna hans. Hitt er satt: Hann lætur staSreyndir ávalt ganga fyrir getgátum og hugsmíSum, og fyrir þá sök hygg jeg aS íslendingasaga hans sje merkilegra ritverk en alþýSa vor kann aS meta, og engin ísl. söggurit þykja mjer þroskaSri en MelsteSs, þó aS þur sjeu á köflum. En hjer kemur Bogi MelsteS fram meS nýjan anda og alvöru.á nýjum tímamótum. Matth. Joch. Orðabókin á Alþingi. Eins og kunnugt er, hafa margir menn deilt um íslensku orSabókina á síSkastiS — og ekki allir stigiS í vitiS. Er þaS þó leiSinlegt, ef þetta mál, sem í rauninni er ofur-einfalt, þyrfti aS flækjast inn í flokkadrætti annara mála óskyldra, eSa hendast eins og leiksoppur milli heimskra manna og skammsýnna. — En nú er máliS komiS til Alþingis, og verSur tæpast sagt', aS þaS hafi bætt úr skák þaS sem af er. — ÞaS hefur s. s. veriS fariS fram á aS hækka framlagiS tii orSabókarinnar um 2—3 þús. krónur á ári, en þaS var áSur 6 þús. Tæpast veiJSur sagt, aS mikil frekja felist í pessari beiðni, þegar boriS er saman viS aSrar kaugkröfur þeirra, sem fyr- ir landsfje vinna, og þegar þess ei gætt, aS aS bókinni vinná tveir menn fastir, og sá þriSji aS nokkru leyti. Fjárveitingin var vitanlega svo lítil, aS engin tök eru á því, aS fyrir þessa upphæS geti mennirnir gefiS sig ó- skifta aS þessu starfi. En ef svo fer, aS þeir verSi aS slá mjög slöku viS það, til aS elta uppi aukavinnu, þá fer sparnaSurinn aS verSa æriS tví- sýnn. Því þaS ætti aS vera augljóst, að annaS hvort er aS veita svo sæmi- lega til orSabókarinnar, aS unt verSi aS vinna áS henni meS festu og alúS frá upphafi, eSa þá aS hætta alveg viS iyrirtækiS, áSur en eytt hefur veriS mörg þúsund krónum í málamyndar- undirbúning, sem hætt verSur kann- ske viS hálfkaraSan, þegar þaS dettur í þingiS einn góSan veSurdag. Þetta ætti þingiS aS sjá, þar sem sæti eiga svo margir skynsamir menn. Annars var þaS ekki ætlunin, aS ræSa alt þetta orSabókarmál, heldur r.S eins benda á eitt atriSi, sem útund- an virSist hafa orSiS á Alþingi. — Eins og kunnugt er, veitti þingiS ný- iega ungum manni, Þórbergi ÞórSar- syni, ofurlítinn styrk til aS safna al- þýSuorSum, aSallega þeim, sem ekki stóSu áSur i orSabókum — og skyldi safn þetta síSan renna til vísindalegu orSabókarinnar svo nefndu. Þetta síS- asta ákvæSi hefur orSiS til þess, aS þessu starfi hefur ávalt veriS bland- aS saman viS orSabókina og maSuirnn talinn starfsm. hennar. Og jafnframt liefur þá verijS ætlast til þess, aS hann tæki styrk sinn af orSabókarfjenu. En þaS er hvorutveggja, aS styrkur hans var frá upphafi of lítill, þegar þess er gætt, hvaS hjer er utnfangsmiTdT) starf fyrir ötulan mann og merkilegt fyrir íslenska orSfræSi, — og svo hitt, aS þegar framlagiS til orSabók- arinnar hefur veriS numiS svo viS nögl, sem raun er á orSin, má þaS ekki viS því, aS bera meiri gjöld en þau, sem til ritstjórans, eSa ritstjór- anna, eiga aS fara beinlínis. En áSal- ritstjórinn ætti í rauninni ekki aS hafa minna en prófessorar viS Háskólann, og aSstoSarmaSurinn, eSa mennirnir, t. d. eins og dócentarnir. En þegar litiS er á orSabókarstarf- iS sjálft, er þaS auSsjeS, aS eins nauS- synlegt og þaS er, aS fá unniS úr þvi sem unt er af prentuSum og skrif- uSum heimildum, eins nauSsynlegt cr aS fá orStekiS alþýSumáliS og annaS daglegt mál, sem hvergi er á bækur sett og víSa er á fallandi fæti og aS gleymast nema gömlu fólki. Auk þess er margt í þessu máli einna emkennilegast fyrir íslenskan orSa- forSa, og.væri því skarS fyrir skildi í orSabókinni, ef þaS vantaSi. Nú er paS einmitt starf Þ. Þ., aS safna slík- um orSum, og á hann þegar á 6. þús- und orS, sem mörg eru hvergi til ann- arsstaSar. Til þess aS safna þeim, þarf hann aS ferSast um landið, kynn- rst fólki af ýmsum stjettum og dvelja meS því. En til þess aS þetta geti komiS aS fullum notum, þarf aS vera hægt aS vinna aS þvi eftir fastri áætl- un frá öndverSu — en þaS er margra ára verk. En þaS má vinna aS mestu leyti sjálfstætt og aSskiliS frá orSa- bókinni fyrst um sinn. Og þaS heldur íullu gildi sínu, hvaS sem annars kymti aS verSa um orSabókina, og gæti jafnvel staSiS sem sjerstök viS- tót viS eldri orSabækur, þó þessi fyrirhugaSa bók horfjelli fyrir Al- þingissparsemi og tímanlega bölvun. En af því sem Þ. Þ. hefur þegar unniS aS orSabókinni, er ekki ástæSa tii að örvænta um áframhaldiS. Hann cr áhugasamur um þessa fræSigrein og fróSur, og hefur stundaS hana undir handarjaSri Háskólans hjer í yfir 10 missiri, og er samviskusamur og vandvirkur vinnumaSur. ÞaS er því vonandi, aS efri deild siái sjer fært, aS taka upp handa hon- im sjerstakan styrk, eins og hann sækir um, og sömuleiSis aS góSir menn í neSri deild verSi fúsir til aS leiSrjetta þann misskilning, sem þar hefur orSiS, þegar hans styrk var blandaS saman viS orSabókarfjeS. MeS þessu gæti þingiS gert hvort- tveggja: rjett dálítiS hlut hinna tveggja orSabókarstarfsmanna, þar sem þeirra laun hækkuSu dálítiS, án þess veitingin til þeirra hækkaSi bein- linis, og um leiS styrkt nokkuS af- rekavænlegan íslensku-fræSing og einkennilegan gáfumann uni ýmsa hluti, mann, setri brotiS hefur sjer braut af eigin ramleik og efnalaus. X Skortur i lÉninIéi. í strjálbýlinu hjá oss á útkjálkum landsins er þaS hörmulegt, þegar sjúkdóm eSa slys ber aS höndum, aS geta ekki fengiS neina mannlega hjálp, hvort sem fyrir slysinu verSa ntenn eSa dýr. Þó þaS sje allra sárast, þegar um menn er aS ræða, þá er þaS all-tilfinnanlegt, aS ekkert sje nema dauSinn, sem getur dregiS úr þján- ingum skepnanna, sem verSa fyrir al- varlegum sjúkdómum eSa slysuiw, sökum þess aS mann skortir alla þekkingu til aS geta hjálpaS, sem oft mætti, ef rnaSur ætti kost á dálitlum leiSbeiningum, og skal jeg í þessu sambandi segja dálitla sögu, sem dæmi: SíSastliSiö haust skarst hestur á kviönum, er nágranni minn átti, svo hroSalega, aS innýflin komu út í sáriS, og eigandanum kom ekki ann- aS til hugar en aS hesturinn væri dauSans matur og ætlaSi aS láta skjóta hann. Þá vildi svo heppilega (il, aS gamall maSur á sania bæ átti dýralækningabók dr. Jóns Hjaltalíns, er prentuS var í Kaupmannahöfn 1837. Fóru þeir aS blaSa í bókinni og fundu ráS viS þess konar til- ielli; þar var ráölagt aS leggja hest- inn niSur og sauma saman sáriS, hvaS þeir gerSu eftir leiSbeiningu bókarinnar, og tókst þaö ágætlega, cg varS hesturinn jafngóSur aS nokkrum tíma liSnum, án allra meS- ala, nema sáriS var baöaö vel úr köldu vatni. Geta má nærri hvaS eig- anum þótti vænt um þetta, þar sem hesturinn var ungur og ágætur gæö^ ingur. Þó aS bók Hjaltalíns hafi komiö ruörgum fleirum til hjálpar, þá er hún nú orSin í mjög fárra höndum og á eftir tímanum meS margt, og er óskiljanlegt, aS dýralæknar vor- ir skuli ekki fyrir löngu hafa sam- ið og gefiö út handhæga dýralækn- ingabók í hennar staS, því ekki þurfa dýralæknarnir aS óttast þaS, aS þess konar bæklingar dragi frá þeim auka- tekjur svo nokkru nemi, meöan þeir eru ekki fleiri en þeir eru nú. Ef cýralæknarnir eru svo önnum kafnir a8 þeir hafi ekki tíma til aS semja lækningakver, þá Væri betur en ekki aS einhver góSur maSur, þó ekki væri læknir, vildi þýöa þess konar bók af erlendu máli. Getur ekki Al- þingi hjálpaS hjer upp á sakirnar? Þaö er variS stórfje til aS semja islenska oröabók, en engum eyri til aS semja þá bók, er meiri hluti lands- manna mundi taka á móti tveim höndum, sem er handhæg og alþýö- leg lækningabók, eins og lækninga- tækur þeirra Jóns læknis Pjetursson- ar og dr. J. Jónassens, sem hafa ver- iS hvor annari vinsælli meöal lands- nianna, vegna þess aS þær mörgum sinnum frelsuöu menn frá þjáning- um og dauSa. Lækningabók Jóns Pjeturssonar var prentuð í Kaupm.- höfn 1834 en Jónassens í Reykjavík 1884. Þá var bók Jóns Pjeturssonar orðin fyrir löngu ófáanleg og aS sumu leyti á eftir tímanum, og sama má nú segja um bók Jónassens. ÞaS hefur vérið skoSuij allra land- lækna vorra, aS svokölluS húsmeðöl

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.