Lögrétta - 10.09.1919, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
3
a-ttu að vera a sem flestum heimil-
um, en til hvers væru húsmetSöl, ef
fólk hefði engan leiSarvísir um not-
kun þeirra? Menn hafa vonað og
vonaS, a'ð landsstjórnin mundi hlut-
ast til, að læknar vorir semdu nýja
aiþýðlega lækningabók, en sú von
hefur brugðist til þessa tíma. Það
hefur reyndar kvisast, að hinn mikil-
hæfi og að allra dómi ágæti rithöf-
i.ndur og læknir hr. Steingrimur
hieraðslæknir Matthíasson, sje þeg-
ar byrjáður á þess konar bók. Hvort
som nú að nokkur fótur er fyrir sögu
þessari eða ekki, þá hugga menn sig
-við þá veiku von, að þetta reynist satt
aö vera, því maðurinn er þegar orö-
inn þjóöfrægur fyrir áhuga sinn á
Jví að fræða þjóð sína, og sýnist
vera þar óþreytandi.
Karl.
Eftirmæli.
Árni Ásgrímsson, hreppstjóri.
Snemma i martsmánuöi í vetur
sem leið andaðist norður í Skagafirði
gamall merkismaöur, Árni Ásgríms-
son, fyrrum bóndi á Kálfsstöðum í
Hjaltadal og hreppstjóri i Hóla-
hreppi, svo tugum ára skifti. Foreldr-
ar hans voru Ásgrímur hreppstjóri
Arnason prests á Tjörn og Þórey
Þorleifsdóttir frá Pálmholti. Bjuggu
þau hjón rausnarbúi i Neöra-Ási i
ríjaltadal um og fyrir miðja siöustu
öld og áttu mörg mannvænleg börn,
sem nú efu öll dáin, nema þeir Magn-
ús, er lengi bjó á Sljettubjarnarstöð-
um i Kolbeinsdal og varð hreppstjóri
ettir bróður sinn, og Þorleifur, fyrr-
um bóndi á Nautabúi, Eru þeir báöi]
a lífi vestan hafs nú. Dáin eru: Jón
bóndi i Hrísey, andaðist siðastliðiö
haust, Þorgrímur bóndi i Hofstaða-
seli, Áslaug, kona Klemens Friðriks-
sonar bónda á Vatnsleysu í Viðvíkur-
sveit, — þeirra sonur Friðrik, póst-
aigreiðslumaður í Reykjavík, —• Guð-
íún, kona Jóns oddvita Sigurðssonar
á Skúfsstöðum og Hólmfríður, kona
Gísla Þorfinnssonar, 1)ónda‘á Hofi
í Hjaltadal. — Árið 1868 kvæntist
Árni Ásgrímsson Margrjetu Þor-
iinnsdóttur (f. 1836, d. 1902), systui
Gísla á Hofi og Jóhannesar bónda á
Reykjum í Hjaltadal, og bjuggu þau
allan sinn búskap á Kálfsstöðum.
Born þeirra voru: Hólmfríður,
kenslukona, er nú kennir íslensku og
dönsku við háskóla í New York, Þór-
ey, kenslukona, er andaðist á Hólum
í Hjaltadal fyrir nokkrum árum, og
Arni búfræðingur frá Hólum, er tók
■' ið jörðinni eftir fööur sinn, og býr
síðan á Kálfsstöðum.
Það eru ekki margar bæjarleiðir
milli Kálfsstaða og Neðra-Áss, þar
s"m jeg ólst upp, en ekki man jeg
íil að jeg heyrði neitt annað en gott
um Kálfsstaðahjónin, Árna og Mar-
grjetu, á æskuárum mínum. Þótti
rnjer Árni bera af öðrum bændum í
dalnum í fyrirmannlegri framkomu,
enda þótt mjer þætti þá vænna um
mág hans, Jóhannes bónda á Reykj
um. Jóhannes dó 1894, er jeg var ny-
kominn í skóla, og kyntist jeg hon-
um því lítið, en Árna kyntist jeg all-
vel síöar, og varð því betur við hann,
sem jeg kyntist honum meira. Það
var ekki siður hans að hleypa mörg-
um inn að kærustu nje sárustu hugs-
ununum, en það sem jeg vissi um
1 ær, vakti hjá mjer innilega samúð
og virðingu. Kálfsstaðaheimilið var
orðlagt fyrir gestrisni og allan mynd-
arskap, og var þar oft all-gestkvæmt,
einkum eftir að börn þeirra voru npp
komin. Sagði fólkið að margir efni-
legir bændasynir úr nágrannasveit-
unum hefðu þótst eiga brýnt erindi
að Kálfsstöðum — en fariB þó erind-
isleysu. Árni stundaði öll störf sín
með mestu samviskusemi, bseði fyrir
heimilið og sveitafjelagið, og varði
meira fje til að menta dætur sínar
en þá var títt um flesta bændur í ná-
grenni hans, enda voru þær báðar
prýðilega vel gefnar, og hún engu
síður, sem heim fór aftur í sveitina
til að kenna börnum, og kvaddi vini
og vandamenn alt of fljótt, en hin,
sem nú er háskólakennari í erlendri
stórborg. Seinustu ár æfinnar>var
Árni alveg búinn að missa heilsuna
og dvaldi hann þá hjá syni sínum Og
tengdadóttur á Kálfsstöðum, en elli-
lasleikann og dótturmissirinn bar
hann með trúartrausti og jafnaðar-
geði, og því var það, að þótt jeg bæri
5 æsku töluverða virðingu fyrir
myndarlega hreppstjóranum, þá virti
jeg hann talsvert meira er jeg hafði
átt tal við hann veikan í hinsta sinn
hjer á jörðu fyrir nærri t'veimur ár-
um. —
Þeir eru orðnir fáir eftir, bændurh
ir, er bjuggu í Hólahrepp, þegar jeg
kvaddi dalinn minn í fyrsta sinn til
skólaferðar. Það gengur svo. Menn
koma og fara, æði fljótt, þegar litið
cr til baka. Líðandi stund finst mörg-
um fúlllöng, en liðin æfi ekki nema
þverhönd. Mætti gamla sveitin mín
jafnan eiga völ slíkra bænda sem
Árni Ásgrímsson var.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Bjarni Björnsson
frá Neðra-Vatnshorni.
Það hefur dregist lengur en skyldi,
að geta opinberiega andláts Bjarna
sál. Björnssonar, sem andaðist að
heimili sinu, Neðra-Vatnshorni í
Kirkjuhvammssveit i Húnavatns-
sýslu, xi. nóv. 1917, og stafar það
þó ekki af þvi, að ómerkur rnaður
þætti til moldar genginn, því óhætt
niun' að fullyrða, að þótt hann hefði
bvorki „veraldarauð nje völdin há“,
þá hafði hann vinsældaauð rnikinn og
naut trausts og virðingar allra, sem
þektu hann, sem vel gefinn maður og
drengur hinn besti. — Bjarni sál. var
fæddur að Eyrurn i Eyrarsveit 28.
október 1851. Faðir hans var Björn
Konráðsson, Konráðssonar Gíslason-
ar á Völlum. Var faðir Bjarna sál.
þannig bróðursonur Gísla skálds
Konráðssonar. Er það merkisætt
mikil. Þannig var Bjarni sál. 13. mað-
ur frá Birni Þorleifssyni riddara hins
rika og 16. maður frá Birni Einars-
syni Jórsalafara. Móðir Bjarna sál.
var merkiskonan Sigurlaug Brynj-
úlfsdóttir prests í Miklaholti i Snæ-
fellsnessýslu, Bjarnasonar prests á
Mælifelli; voru þau hjón Björn og
Sigurlaug systkina börn.
Þegar Bjarni sál. var 3 ára fór
hann til Kára föðurbróður síns i
Hraunfirði i Helgafellssveit og ólst
upp hjá honum til tvítugsaldurs; fór
hann þá suður og dvaldist þar lengst-
um fram yfir þritugsaldur, stundaði
' par formensku á ýmsum stöðum,
Þerney, Skildinganesi, Gufuskálum
og viðar; þótti honum láta sá starfi
mjög vel, aflamaður ágætur og gleði-
maður hinn mesti og gat því alt aí
valið um háseta. Ekki mun hann
camt hafa hafa safnað fje þessi ár,
því greiðvikinn og gjöfull var hann
alla tíð, og gætti ekki ætíð hófs í
þeim efnum, gaf meira en eínin leyfðu
í raun og veru. — Vorið 1884 kom
i:ann norður að Hvoli i Þverárhreppi
til frænda síns, Skarphjeðins Einars-
sonar. Giftist hann Ingibjörgu. dótt-
ur hans, en misti hana frá 2 börn-
um 1893; brá hann þá búi en byrjaði
aftur bú á Neðra-Vatnshorni 1894;
þar bjó hann til dauðadags. Á Neðra-
Vatnshorni giftist hann aftur frænku
sinni, Soffíu, dóttur Jóhanns Þor-
kelssonar og Þorbjargar yfirsetu-
konu Steingrímsdóttur, Pálssonar
prests á Undirfelli, Bjarnasonar
prests á Mælifelli. Syrgir hún nú
mann sinn ásamt 4 börnum þeirra.
Bjarni sál. var meðalmaður á vöxt
og fríður sýnum. Viðkynningarmaður
var hann hinn besti, greindur vel og
skemtinn, var því ekki furða, þó oft
væri gestkvæmt hjá honum, enda er
mjer það þhrsónulega kunnugt, að
svo var það á Vatnshorni, að oft
mátti heita húsfyllir og var öllum
„heimill matur og hey/‘ eins og sagt
var um forföður hans, Bjarna ridd-
pra Þorleifsson, og einkar var þeim
hjónum báðum lagið, með höfðings-
lund sinni, að leyna því, þó af litlu
væri að taka. — Hagyrðingur var
Bjarni sál. góður, eins og foréldrar
hans, orkti oft smellnar tækifæris- og
hestavísur, því hann hafði mjög
gaman af hestum, og átti jafnan eitt-
hvað, sem fallega bar fótinn, og eftir
hann er einhver besta heimslista vís-
an, sem jeg hef heyrt:
„Hesti góðum hleypa’ um grund,
hlunna renna svini,
syngja ljóð um silkihrund
og súpa á brennivini.“
Þarna er áreiðanlega tekið fram það
sem honum var rnestur ánægjuauki,
meðan lífsgleðin var ólömuð. — Síð-
ustu árin, eftir að veikindin fóru að
þjá hann, hneigðist hugur hans meir
?ð alvarlegum efnum, og rjett fyrir
andlátið orkti hann þessa vísu:
„Lækka boðar lífs á dröfn;
líkn hvar veitist þjáðum
blasir við mjer heilög höfn,
hliðið opnast bráðum.“
Hann er nú kominn inn fyrir hliðið,
inn i ókunnu æfintýralöndin, i hóp
farinna vina, manna og málleysingja,
en við kunningjar hans og vinir, sem
eftir erum hjernamegin, geymum
11 inningu hans i þakklátum huga og
h.lökkum til að hitta hann bak við
kafið, og heyra eþna eða tvær skrítn-
ar sögur, eins og í gamla daga.
Eggert Levy.
Þorsteinn Einarsson
írá Berjanesi í Vestur-Landeyjum.
Fæddur 24. des. 1888.
Dáinn 2. des. 1918.
Kveðja vina og vandamanna.
Að hugum hljóður kveðinn
er harmur við þitt lát,
og blessuð bjatta gleðin
í beiskan snúin grát:
Þú hneigst svo ern og ungur
með æskuþrótt í val.
En hvergi harmur þungur
vor hjörtu buga skal.
Því guð þeim lifið gefur
í geislum kærleikans,
er skýrast skrifað hefur
á skjöld sinn nafnið hans
og starfað ævi alla
í anda’ og krafti þeim,
unz klukkur helgar kalla
að kvöldi barnið heim.
Og verk þín vanst þú dyggur
og vinsæld mikla hlaust, —
þú varst svo trúr og tryggur,
að trausts þú alt af nautst.
Þin sál var prjál-laus prýði
í prúðra drengja sveit,
er furðar sist, þótt sviði,
að sumri fljótt hjer sleit.
Við ljúfu jólaljósin
hjer lífið fyrst þú sást.
Og upp þú ranst sem rósin
við röðulblik af ást.
Þú áttir útsýn djarfa
og andans sumarþrá:
Til æðri’ og æðri starfa
þú yngist guði hjá.
Vjer öll, sem heitt þjer unnum,
og aldrei gleymist þú,
þjer kærar þakkir kunnurn
og kveðjum þig i trú:
á ást, er göfgar andann
og eilíft gildi bér, —
á himin fyrir handan,
þar hittast munum vjer!
Guðm. Guðmundsson.
Frjettir.
Alþýðleg veðurfræði heitir bók,
sem nú er að koma út, eftir Sigurð
I’órólfsson skólastj. á Hvítárbakka.
Sögur Rannveigar, eftir Einar H.
Kvaran, eru nú fullprentaðar og
koma innan skams í bókaverslanir.
Flugæfingar í Rvík. 3. þ. m. lyfti
flugvjelin sjer í fyrsta sinn frá flug-
vellinum hjer sunnan við bæinn. Það
var um kveldið og veður var kyrt og
fagurt, og fjöldi manna var saman
kominn inni á vellinum til að horfa
a. Fyrst var vjelin sýnd inni í hús-
inu, sem reist hefur verið þarna
kanda henni, en síðan rann hún fram
á völlinn, og þar stje upp í hana for-
maður Flugfjelagsins, Garðar Gísla-
son stórkaupmaður, og ávarpaði á-
horfendur með ræðu, tók fram, Fve
mikils mætti vænta af fluglistinni til
bóta á samgöngum, er fram liðu
stundir, og lýsti gleði sinni yfir því,
að útlit væri fyrir, að flugferðir gætu
áður langt liði komist á hjer á landi.
Var ræðunni svarað með miklu lófa-
klappi og húrraópum. En síðan stje
Faber flugmaður upp í vjelina og
rann hún á stað eftir flugvellinum
og sveif svo að lítilli stundu liðinni
hátt í lofti yfir höfðurn manna. Hr.
Faber er þaulæfður flugmaður' og
hefur lengi verið i flugsveit enska
hersins á vesturvigstöðvunum.
Næsta dag fór vjelin upp með far-
þeg-a, einn eftir annan, og svo hex-
ur gengið síðan á hverjum degi.
Hafa nú þegar margir farið í loft
upp með henni, bæði karlar og kon-
ur, og þykir mikið til koma. Vjelin
er alt af öðru hvoru á sveimi yfir
l>ænum og heyrist frá henni sterk
suða, eins og á ferðinni væri risavax-
Radiumstofnunin
Lækningastofan er i Póthússtræti 7 (hús Nathan Olsen). Viðtalst:mi
daglega kl. 2-3.
Gunnlaugur Claessen.
Dansk-íslenska fjelagið.
Frá 1. sept. þ. á. er skrifstofa fjelagsins í Kaupmannahöfn: Nyhavn
22 3 (Charlottenborgarmegin). Opin daglega ix—1. Sími: Byen 2793. .
)
in hunangsfluga. 25 kr. kostar að !
fara upp í henni og er hún'þá í lofti
5'—10 mínútur. Með suma hefur hún
þó verið miklu lengur, alt að hálf-' j
tíma.
Minningarsjóður Eggerts ólafsson-
ar. Þegar Guðm. G. Bárðarson, nátt- |
útufræðingur, í Bæ í Hrútafirði, var
hjer á ferð í sumar, afhenti hann
gialdkera sjóðsins kr. 44.50, er hann
hafði safnað i nágrenninu. — Þeir
sem komið hafa á Náttúrugripasafn-
ið, hafa eflaust tekið eftir bauknum, j
cr tekur á móti gjöfum til sjóðsins.
Baukurinn var tæmdur í fyrsta sinni
10. dag júlímánaðar í sumar, og voru
þá í honum 17 kr. og 13 aurar.
Síldveiðamar. Þær hafa verið
daufar á Siglufirði og Eyjafirði í
ágústmánuði, en betri á Vestfjörðum.
Þar hefur aflast í sumar meira af
siid en nokkru sinni áður. Það er
sagt, að komnar hafi verið á land 16.
ág. á ísafirði 34 þús. tunnur, i Álfta-
firði 30 þús., á Hesteyri 6 þús. og á
Önundarfirði 4 þús. tunnur, eða sam-
tals 74 þús. tunnur. Þó ekki hafi afl-
ast tiltölulega eins vel norðan lands,
i) á þó telja, að-síldaraflinn sje yfir-
leitt góður á þessu sumri.
Á 12. þús. tn. hafa veiðst frá stöð
Elíasar Stefánssonar í Djúpsvík við
Reykjafjörð.
Blaðið „Fram“ á Siglufirði segir
þ. 23. ,f. m., að síldveiðin sje þá orðin
samtals á öllum veiðistöðvum 210
þús. tunnur: Á Sigulfirði 77 þús.,
á Vestfjörðum 68 þús., á Ströndum
25 þús., á Eyjafirði 40 þús. tn. —
Fyrir utan landhelgi höfðu Norð-
menn þá veitt og flutt til Noregs
45 þús. tn. Síldveiði í hringnætur
mun nú lokið að þessu sinni og eru
sum síldveiðiskipin þegar komin, en
önnur á leiðinni eða að eins ófarin
oð norðan.
Spánska veikin. „Morgunblaðið“
gat þess fyrir nokkru, að stjörnuspek-
ingar hefðu spáð því í fyrra, að „pest-
in“ mundi koma, en menn hefðu ekki
trúað þeim, og þó hefði spádómurinn
reynst sannur.
Blaðið getur þess, að nú hafi
s’-jörnuspekingar aftur spáð því, að
ný „pest“ kæmi upp í haust, og bendir
a að betra sje, að menn sjeu varir
um sig.
Jeg hef átt kost á, að kynna mjei
athuganir þær, sem færustu stjörnu-
spekingar Englendinga hafa gert í
þessu efni, og segja þeir meðal ann-
ars, að í haust muni dánartalan vaxa
mjög í Englandi meðal allra stjetta,
en þó einkum meðaj æðri stjettanna,
og muni það ná til opinberra starfs-
manna í ýmsum greinum, og þing-
manna, og ef til vill muni konungs •
húsið ekki verða varhluta af þessum
áhrifum. Yfir höfuð muni heilbrigði
þjóðarinnar verða um eitt skeið á
veikum fæti, og farsóttir komi upp,
glæpir vaxi og morð, og sjálfsmorð
eigi sjer jafnvel stað.
Jeg hef athugað plánetu-afstöður
þær, sem spádómar þessir eru bygðir
á með tilliti til hnattstöðu Reýkjavík-
ur, og fundið, að þær eru nokkru
vægari í áhrifum sínum hjer en í
I'nglandi, en þó er vissara fyrir alla
þá, sem hjer eiga að sjá um sóttvarn-
Þ, að hafa betri gætur á, en þeÍT
gerðu í fyrra, er „pestin“ geysaði, —
og „ekki veldur sá er varar“.
Jón Árnason.
Alþingi.
Þingmannafrumvörp.
70. Frv. um landhelgisvörn. Frá
sjávarútvegssamvinnunefnd. — 1. gr.:
Landsstjómin skal kaupa eða láta
byggja, svo fljótt sem verða má, skip
til landhelgisvarna með ströndum ís.
londs, og heimilast henni að taka lán
td þess. -— 2. gr.: Kostnaður við út-
gerð strandvarnarskipsins greiðist úr
ríkissjóði. — 3. gr.: Lög þessi öðlast
gildi þegar i stað. '
í greinargerð segir m. a.: Eins og
kunnugt er, er í sambandslögunum
svo um samið, að Danir, í notum rjett-
inda þeirra, er þeir njóta hjer, haldi
uppi þeim landhelgisvörnum, sem þeir
hingað til hafa gert, og ekki frekari.
En hitt er jafnkunnugt, að sú vörn er
allsendis ónóg og að miklu leyti sama
sem engin vörn, þar sem hana brestur
einatt þar og þá, er mest þarf við.
Er þetta í sjálfu sjer eðlilegt, því að
ekki er unt, að eitt skip geti leyst
þetta starf af hendi, og ekki má held.
ur vænta, að útlendingar sjái með
sömu augum hag vorn, sem vjer
mundum sjálfir gera, og mætti þó, ef
til vill, vera nokkur bót í þessari vörn
um sinn, til viðbótar, ef vjer kæmum
sjálfir upp vörn jafnhliða, sem um
munaði. Að vísu bryddi á þeirri skoð-
un í nefndinni, að trygg verði vörnln
aldrei, fyr en vjer að öllu leyti +ök-
um hana sjálfir í vora hönd, en til
þíss mundi engan veginn nægja.það
eina skip, sem í frumvarpinu er farið
fram á að kaupa. En að öllu athuguðu
áræddi nefndin þó ekki að telja fært
nje framkvæmanlegt að sinni, að fara
lcngra en ráðgert er í þessu frum-
\arpi. Að minsta kosti muni eigi
meiru verða í framkvæmd komið áður
en alþingi kemur saman afturoggefst
kostur á að auka, ef fært þykir, það,
sem hjer er til stofnað. Nefndin hefur
sflað sjer þeirra upplýsinga, er hún
ótti kost á, um rekstrarkostnað vænt-
anlegs varnarskips, og er sú áætlun
á þessa leið:
Skipstjóri 10000 kr., 2 stýrimenn
8000, 1. vjelmeistari 6000, 2. vjel-
meistarÍ45oo,2 kyndarar 6000, 1. mat-
sveinn 3600, 2. matvseinn 1200, 5 há-
setar 15000, kol 96000, olía, tvistur
2000, vátrygging 16000, viðhald 8000,
\istir 20000, fyrning 60000 kr. Sam-
tals 256300 kr.
71. Um lestagjald af skipum. Frá
fjárhagsnefnd. — 1. gr. Af hverþt
skipi, sem er 12 smálestir brúttó eða
stærra og skrásett hjer á landi, skal
greiða í ríkissjóð 2 kr. gjald á ári
af brúttó-smálest. Hálf smálest eða
meira telst heil, en minna broti skal
slept. — 2. gr.: Lögreglustjórar inn
heimta gjald þetta á manntalsþing
um, i fyrsta skifti 1920, og skal það
greiðast í því lögsagnarumdæmi, þar
sem skip er skrásett. Um greiðslu
gjaldsins í rikissjóð fer sem um önu-
ur manntalsbókargjöld. — 3. gr.:
Gjald þetta hefur lögtaksrjett, og er
skip að veði fyrir því i 2 ár frá gjald-
daga. — 4. gr.: Lausaf járskattur af
skipum, sem eru 12 smálestir brúttó
fcða stærri, fellur burt.
í greinargerð segir: Lausafjár-
skattur af skipum er mjög lágur, og
skattur þessi hvílir alls eigi á öðrum
“skipum en fiskiskipum. Nú er svo
komið, að vjer erum teknir að eignast
vöruflutningaskip og einnig stærri
fiskiskip en gengið var út frá, er nú-
gildandi lög um lausafjártíund voru
sett. Sennilegt er, að skattur þessi
muni gefa ríkissjóði um 40000 kr. á
ári, því að sanni mun næst, að skipa-
stóll landsins nemi nú um 20000 smá-
lestum, er frá eru talin skip og bátar
undir 12 smálestum.
72. Um breyting á lögum nr. 22.
14. des. 1877, um húsaskatt. Frá fjár-
hagsnefnd. — 1. gr.: í stað orðanna
, \x/2 króna“ í 1. gf. laga nr. 22, 14.
des. 1877, um húsaskatt, komi: 3
krónur. — 2. gr.: Lög þessi öðlast
gildi 1. jan. 1920, og gilda til ársloka
1921.
I greinargerð segir: Flestir skattar
ríkissjóðs hafa verið hækkaðir síðan
hin nýafstaðna heimsstyrjöld hófst.