Lögrétta


Lögrétta - 19.11.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 19.11.1919, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA 2 LÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, Verð kr. 7.50 árg. á Islandi. erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. konung um, að hann mundi gera alt, sem í hans vildi stseði, til a8 bæta úr óánægjunni þar og stilla til friðar. Hann sagöi líka, aS keisarinn væri farinn aS breyta skoðun á þeim mál- um. VriS 1907 skrifast þeir Lútken og Moltke á um máliíS, og 28. marts hitt- ast þeir enn og Lala saman. L. segir honum þá, að sú skoðun sje mjög tíkjandi hjá öllum dönskum stjórn- málamönnum, sem til ábyrgSar þurfi svara, að Danmörk megi alls ekki skipa sjer í óvinaflokk Pýskalanas, og ef ógerlegt reyndist aS halda uppi hlutleysi Danmerkur x str'rði millt Þýskalands og Englands, mundu Danir verða með Þjóðverjum. Moltke kvaS þá yfirlýsingu sjer hiS mesta, gieðiefni. Ef ÞjóSverjar gætu reitc sig á Dani að þessu leyti, þá væru þeir fúsir til að láta sem mest eftir óskum Dana. Þeir mundu, ef nauðsyn þætti, hjálpa þeim til aS koma upp varnar- tækjum i Jótlandi. — Vegna stækk- unarinnar á höfninni í Esbjerg, sem J>á var í framkvæmd, þótti honum þetta enn nauðsynlegra en áSur. Hann sagði, aS því væri nú svo fyrir komið. að ÞjóSverjar gætu fljótlega dregið saman allmikinn her í NorSur-Sljes- vík, og yrði honum þegar stefnt tii Esbjerg, ef til kæmi, að Englendingar reyndu aS setja þar her á land, og Danir gætu ekki varist þeim, eða verSust þeim ekki. En hann sagði, aSS það yrði sorgardagur í líf sínu, ef hann þyrfti að fara með her gegr? Danmörku. Stríð við England gæti komið þá og þegar. Þýskaland óskaði þess ekki. En það væri yfirvofandi. Öll strandvirki frá Memel til ósa Sax- e!far yrðu nú hiö bráðasta endurnýj- uð að vopnaútbúnaði, og hann vildi ráða Danmörku til að fara eins. að, sjerstaklega við Khöfn. Ef samning- ar kæmust á milli Danmerkur og I’ýskalands, væri Þýskaland reiðubfi- ið til þess að tryggja Danmörku land hennar óskert, og um hjálendur,henn- ar sagði hann, að Þýskaland vildi skuldbinda sig til þess, að taka jafnt tillit til hagsmuna Danmerkur við friðar samninga og sinna eigin hags- muna. Landbúnaðarafurðir allar frá Danmörku gætu farið til Þýskalands meðan á striðinu stæði og borgast þar hæsta verði. Svo var talað um, að ef enski flotinn rjeðist á Khöfn, kæmi þýski flotinn gegn um Stórabelti til varnar. Á eftir þeim upplýsingum um má! ið, sem hjer hefur verið frá sagt, fer að lokum löng greinargerð eftir I. C. Christensen. Hann segir, að þegar vinstrimenn hafi tekið við völdum i Danmörku 1901, hafi það verið markmið flokks þeirra í utanríkis- málum, að tryggja landinu hlutleysi, if til ófriðar kæmi í Evrópu, og reyna að fá það viðurkent af stórveldun- um. En það hafi þá verið mjög al- menn skoðun í Þýskalandi, að við hinar tiðu heimsóknir þjóðhöfðingja á Fredensborg væru ráð brugguð gegn Þýskalandi. Stjórnin hafi litið svö á, sem þessari skoðun, sem bæði væri röng og lika skaðleg Danmörku. bæri að útrýma. Hún hafi því stutt að því, að Friðrik krónprins heim- sótti Vilhjálm keisara í Berlín í okt. 1902, og sú heimsókn hafi vel tekist. Síðan hafi keisarinn komið til Khafn- ar næsta ár og flutt Kristjáni kon- ungi IX. hamingjuósk á 85 ára af- mælisdegi hans. Sú ferð hafi verið farin til að votta Danmörku velvild- arhug. Skýrslur Lútkins til utanrikis- ráðaneytisins-hafi að sjálfsögðu vak- ið mikla eftirtekt, ekki sist þau um- mæli, að ef Þjóðverjar gætu ekk, treyst Dönum, mundu þeir þegar í byrjun ófriðar taka Danmörku. Eft- ir konungaskiftin í Danmörku í árs- byrjun 1906, segist I. C. Chr. oft hafa talað við Friðrik konung VIII. um þessi mál og hann hafi lofað, að færa það í tal bæði við Vilhjálm keisara óg Játvarð Bretakonung, að fá hlut- leysi Danmerkur viðurkent og virt, þótt til ófriðar drægi. Skýrslur urn þau viðtöl hljóti að vera til í einka- skjólum Friðriks konungs. En kon- ungur hafi síðan sagt sjer, að samn- ínga gæti hann ekki fengið. Þessi við- töl hafi þó ef til vill stuðlað að því, að Danmörk hafi komist með í samn- ingana um Eystrasalt og Norðursjó frá 23. apríl 1908. Það hafi verið nauðsyn, að upp- ræta þá skökku skoðun hjá hermála- forkólfum Þýskalands, að Danmörk sæti á svikráðum við það og væri í bruggi með óvinum þess. Þetta hafi verið erindi Lútkens til viðtals við Moltke. Hann hafi átt að sannfæra h.ann um, að fullkomið hlutleysi væri ósk Danmerkur. Setningin í erindis- brjefinu um „verulega hagsmuni í , n’.óti“, Danmörku til handa, ef hún hætti sjer í samninga við Þýskaland, hafi verið sett til þess að fá vissu um, hvort ráðandi menn í Þýska- landi vildu nokkuð til þess vinna, að íá Danmörku sín megin, eða, hvort þeir ætluðust til, að hún kæmi þang- að að eins gegn loforðum um hjálp, ef á þyrfti að halda, og líka til þess að sýna Moltke, að mikið þyrfti til, ef Danmörk ætti að hverfa frá strang- asta hlutleysi. í orðunum felist ekk- ert tilboð um bindandi fastmæli eða samninga, enda hafi Lútken ekki haft neitt því líkt umboð, en að eins átt * að leita upplýsinga. Orð L. um skoð- anir „allra danskra stjórnmáltmanna, sem til ábyrgðar eiga að svára“, seg- ir I. C. Chr. ofmælt, og að ekkert hafi verið ákveðið um það heima i Danmörku, að slík ummæli ættu að koma fram, en L. muni hafa notað þau til að leggja sem mesta áherslu á, að það væri alls ekki vilji Dana, að komast í ófrið við Þýskaland. — Annars segir hann, að samtöl og brjefaskifti L. við M. hafi án efa ver- ið til mikils gagns fyrir Danmörku, því þau hafi sannfært ráðandi menn Þýskalands um, að það hefði ekk ert að óttast frá Danmerkur hálfu. þótt það lenti í stríði. En fyrir X90T hafi gagnstæðar skoðanir verið ráð- andi í Þýskalandi, eins og áður seg- ir. L. var einlægúr föðurlandsvinur, segir I. C. Chr. og að það sje sín skoðun, að Danmörk eigi viðskiftum hans við Moltke það framur öllu öðru að þakka, að hún lenti ekki inn í heimsstyrjöldina. Ef sömu skoðanir hefðu verið ríkjandi í Þýskalandi á afsröðu Danmerkur 1914 og ríkjandi voru 1901, þá hefði hún ekki umflú- ið hörmungar stríðsins. Lútken er nú dáinn, en hefur lát- ið eftir sig skrifaði æfisögu. I. C. Chr. hefur fengið aðgang að henni og iilfærir kafla þaðan,. sem fjallar um þessi mál. Þar segir, að Molke yfir- hershöfðingi sje mjög velviljaður Danmörku og kona hans telji sig ram-danska; hann sjálfur bæði tali og skrifi dönsku í besta lagi og eigi marga nánustu vini sína í Danmörku. Búlow kanslara segir hann einnig vinveittan Danmörku, enda sje hann sonur dansks embættismanns. Báðir . þessir menn segir hann að hafi beitt , áhrifum sinum hjá keisaranum, til , þess að skapa betra samkomulag | milli Þýskalands og Danmei'kur, en j afskiftum þeirra Friðriks VIII. og ! I. C. Christensen hrósar L. rnikið og álítur, að einmitt vegna þeirra hafi Danmörk komist hjá þátttöku í heimsstyrjöldinni. En auðvitað er það, segir I. C. Chr,, að einnig var grenslast eftir skoð- rnunum Englendinga megin, eftir því sem- hægt var. En ekki segist ' hann vita til, að neitt sje skjalfest um það. Þó hafi danska stjórnin haft á- kveðnar skoðanir um það, að þess væri ekki fremur að vænta af Eng- landi en Þýskalandi, að Danmörk gæti fengið hlutleysi sitt viðurkent með samningi, en hún yrði, eins og onnur lönd, að koma hervörnum sín- um í það horf, að þær væru nothæfar til þess að varna því, að aðrir færu með her yfir landið, eða notuðu sjer það í stríði. Til frekari skýringar um afstöðu Englands í málinu, kom I C. Chr. fram með brjef frá Frijs greifa, er talað hafði við Játvarð kom ung einu sinni á Amalienborg um þessi mál og þá skýrt I. C. Chr. munnlega frá viðtalinu, en síðan skrifað það sjer til minnis. Greifinn vakti máls á þvi við konung, hve ó- friðlegt útlit væri í álfunni, en kon- imgur dró heldur úr því, en sagðist þó verða að játa, að þar sem jafn- örlyndur maður og þáverandi Þýska- kndskeisari sæti við stjórn í sterk- asta herveldi álfunnar, mætti við öllxx búast. En komi Evrópustríð og standi England þar gegn Þýskalandi. ] á verður afstaða Danmerkur mjög vandasöm, sagði Játvarður konung- rr. Hann sagði enn fremur, að þótt Þýskaland bryti hlutleysi Danmerk- ur, væri þess ekki að vænta, að hjálp frá Englandi gæti komið svo skjótt, að hún hindraði, að Danmörk yrði tekin. En ef hún reyndi eftir rnegni c ð verja hlutleysi sitt, þá gaf hann vonir um, að England mundi nota óll áhrif sín til verndar hagsmunum Danmerkur, þegar til friðarsamninga kæmi. Það er enginn efi á því, segir I. C. Chr., að Játvarður konungur hefur einnig talað þessu líkt við Frið- rik konung VIII. Það verður ekki betur sjeð, en að I. C. Chr. hafi fremur unnið en tap- að við birtingu þessara skjala — að hann hafi vaxið af málinu. Rjúpur nýskotnar kaupa háu verði Friðg’eirsson & Skúlason, ' Bankastræti 11. Úr ferðapokanum. Um Jónsmessuleytið 1918. Undir Kaldadal. Jeg bið ekki’ um íslenskt remmiregn, nje rjúkandi storm á Kaldadal: jeg veit hvað það er, að vökna í gegn og velkjast um snjóvgan heiðasal. Jeg man ei það fjalla-mollu-loft, í myrkur sálinni’ er hafi steypt, en hrakviðrin hafa eymt mig oft og óró og kvöl í skap mitt hleypt. Þótt aðrir sjer kunni’ að óska þess að ilskuveður þeim strjúki’ um kinn, í góðblænum einkxlm heill og hress jeg horfi yfir fararkostinn minn. Og brautargengið mjer best þá finst, er bráðna ísar úr fjallasal. Og horfi sólin í hug mjer inst, þá hygg jeg með gleði’ á Kaldadal. Suður úr Kaldadal. Farðu hægan, fákur! Förunautar hleypa skeið ofan allar götur. Ekki’ er nxjer um þeysireið: hjer er engin þröng af þyrnigreinum. — Segir fátt — á fjöllunum -— af einum. Farðu hægan, fákur! Fjallablærinn lokkar mig inn í víðan álfheim — ekki’ er gott að vai’a sig: töframáli talað er frá steinum. — Segir fátt — á fjöllunum ■— af einum. —■ Blikar yfir Brunnum broshýr geisli sumardags. Skýlaust er um Skjaldbreið. Skarnt að bíða sólarlags. — Gamlar sagnir sveima’ að minnis-Ieynum. —- Segir fátt — á fjöllunum — af einum. Svipir eru á sveimi------- seiða eld x huga minn? — eða blærinn blóðið bruna-hitar mjer í kinn. — Augum lyk jeg. —■ Andinn sjer í leynum — Segir fátt — á fjöllunum — af einum. Niður úr Jórukleif. Hjer hefur Jónas farið fjöllin. — Finst mjer andarblærinn hans leggja helgi-hjúp á Völlinn, hýrga þennan tindakrans, signa daggir brekku-blóma, brosa þýtt við hverri laut, vekja djúpa hörpu-hljóma huldunnar við fjallaskaut. — Eyðislóðir þessar þeysti ’ann, þegar hann gamla Skjaldbreið leit, þegar minnis-merkið reisti ’ann miklifengum' heiðareit. — Vinleg blómdís ljett.af leiti lyfti væng og til hans sveif: fríðra vætta föruneyti fjekk hann kringum Jórukleif. — Sá er ei einn á eyðiheiðum, andar þeim er fylgi ljá: yfir þöglum auðnarleiðum ástarstjörnur tindra þá, varpa ljósi á hrauna-hjalla, hvar sem fæti stigið er —- hverja sprungu’ og götu-galla glöggvar sá, er þannig fer. — Huldar vættir heiðalandsins hlustuðu til á eyðislóð, þegar tunga töframannsins túlkaði fram hið dýra ljóð. Ómuðu víðar hamra-hallir hugðarmálin þungum dyn. Vildu fjalla andar allir eiga hann fyrir trygðavin. Umdi við um hvilft og hjalla: „Hver hefur fengið betri gesf? Hann, sem þekkir okkar alla ætt og göfgi manna best. Voggum honum — vorsins syni, vpitum honum guðaföng, svo .að slíkum vildarvini verði’ ei nóttin þung og löng. Náttljóð. (Hjá Ármannsfelli). Glaða, nóttlausá tíð, þú ert fögur og fríð er um fjallauðnir breiðirðu skínandi vænginn. — Gefur öryggisþrótt svona yndisleg nótt. Þá er ættjörðin barninu hægasta sængin. Syngur kvöldljóð í hlíð hugljúf, barnsleg og blíð einhver blómdís, er svefnþrungið auga ei greinir, snertir inst inn í hug, veitir vonunum flug út á víðlendi góðdrauma förinni beinir. Bæði staður og stund, eins og mannúðug mund leggur mýkjandi smyrsl yfir fortíma örin, þokar æskunni nær — sem að farin er fjær — þar sem framþráin göfug er hásætisskörin. Ef að huglíf er kalt . eða kúgað og halt getur kliðþrungin vornóttin unnið því bætur. Því að alt verður hlýtt og svo heillandi-frítt, þegar himinn tindrandi vordöggum grætur. Glaða, nóttlausa tíð, þú sem hjúfrar við hlíð, eins og himneskur engill þar strjúki um blómin: legðu kraft inn í alt, sem er hnipið og halt, gefðu hörpunum styrkan og ástþrunginn róminn. Við Almannagjá. I. Sjáið tröllasmíðið, með turna há! Hvílík töfraveröld er þessi gjá! / H. Nú er sólblik yfir og sigurblær, því að sumargyðjan á stengi slær, snertir ástarhjómi við yngdri jörð alt frá andnestá inní fjalla skörð. Undir geislavængnum hún vermir alt, sem í vetrarhörkum lá sjúkt og kalt — eins og móðir góð, sem um barn sitt býr, eða brúður ung, er að sveini snýr. III. Hjer fer blómaangan um breiðan reit — það fer bjarkailmur um fríða sveit, verður hljótt og sammála loft og láð um tvö lögmálsatriði: f r i ð og n á ð — með þann helgisamninga hróður fer einhver himinvera, er auga’ ei sjer. IV. Hjer má finna lífsveig í „dauðans dal“ — það má drekka goðmagn í slíkurn sal! — V. Ef þú stigur fæti á steinrið hjer er sem strengir titri á móti þjer yfr’ í bergsins leynum, og bylji við einhver bumbusláttur á aðra hlið----------------- Hvort mun víkingsandinn, sem áður bar fram sitt orku-merki um búðirnar hafa smogið bergið og berjast enn inn í bjargsölum — og kalla á mefxn? Skyldi víkingsandinn það eiga mál, sem að óma festir við klettastál, sem að snxýgur dunandi loft og láð, sem-að lifar aldanna skaparáð — sem að endurfæðist á fjöldans vör, þegar fólkið lýstur með sigurhjör á þá hami-aveggi, er verða helst því að vegartálma, svo förin dvelst? — Ef þú hlustar vel inn í hamrakór muntu heyi'a svörin — svo skýr og stór: Það er liðnu tímanna líf og hel, sem er lagt í hljóminn — og túlkað vel. VI. Þú fær táp í hugann: að hlusta á gamlar hétjusagnir. — En viltu sjá!: Þarna í hliðarveggjium á hamrasal sýnist hengt uþp furðulegt mynda-val. — Ekki’ er gull í „römmunum“ — grjót það er. Ekki’ er gljáskygð „platan‘‘ sem hálagler. Þó er einhver fágun þar fólgin í: eins og fjallablámi og morgunský

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.