Lögrétta - 03.12.1919, Síða 4
4
LÖGRJETTA
muri ver ganga í Noregi eins og þeg-
ar hefur komiS í ljós.
Flestir, sem jeg talaði viiS, ljetu illa
yfir hvaS mikiS væri drukkiö í blóra
viö lögin, og feiknin öll af koges,
hárvatni o. fl. Lögreglan þyrfti altaf
aö vera aö eltast við leynibruggara
út um sveitirnar jafnt sem í kaup-
stöðunum, stöðugt væri smyglað, og
svo færu ótaldir pottar af spíritus frá
lyfjabúðunum, bæði til svonefndra
íðnaðarnota, og svo væru sumir
iæknar óprúttnir á að láta úti á-
fengisresept. Víða sá jeg drukkna
menn, og á strandferðaskipunum sá
jeg menn fara lítið í launkofa með að
tá sjer í staupinu. Þeir tóku uppferða-
pela með viský eða konjaki og blönd-
uðu saman við sódavatnið, sem þeir
pöntuðu um borð.
3. Bannmálið á fslandi.
Reynslan heima hefur gert mig
tndvígan banninu. Jeg hef altaf ver-
ið á móti fullkomnu banni og greiddi
atkvæði mitt á móti því. Þó hef jeg
ckki til þessa haft mig í frammi í
íiokk bannfjenda, meðfram af því.
að jeg vissi svo marga meðal þeirra
vera of mikla áfengisvini; en það er
jeg ekki. Mín vegna mætti áfengið
fara til skollans. Jeg vil berjast móti
böli því, sem af ofdrykkjunni leiðir,
með öllum skynsamlegum ráðum, og
kenna mönnum að stilla hóf sitt í á-
fengisnautn, eins og jeg þykist sjálf-
ur kunna (án þess að hrósa mjer
?.f). En til þess hygg jeg mörg önnur
láð affarasælli en fullkomið bann.
Og jeg hef styrkst í þeirri skoðun við
að kynnast lögum Svía og reynslu
þeirra, og vínsölubanni Færeyinga,
eins og síðar skal minst á. En úr því
bannið komst á hjá okkur, var það
í fyrstu ósk mín, að því mætti verða
vel framfylgt. Reynslan hefur sýnt
hvílíkum örðugleikum það er bundið,
og svo opinberlega eru þessi lög nú
brotin, að mjer finst ekki viðunandi
Iengur, nema lögunum verði ræki-
lega breytt eða þau algerlega afnumin
cg önnur takmörkunarlög sett i stað-
inn.
Mest sárnar mjer að sjá þann
straum af áfengi, sem nú gengur
gegnum lyfjabúðir landsins. Mjer
finst óhæfilegt, að lyfjabúðirnar
skuli þurfa að skenkja á kompása
og til allskonar svonefndra iðnaðar-
þarfa. Og svo er lyfjaáfengið. Við
læknarnir erum auðvitað meira og
minna sekir. En hver getur haldið
sjer hreinum og heilögum þegar okk-
ur eru engar reglur settar aðrar en
að fara eftir eigin geðþótta? Hvað
er lyf? og hver er ekk' sjúkur? Þeg-
ar landlæknir vildi setja okkur skorð
ur, fjekk hann því ekki framgengt.
Jeg skrifaði Læknafjelaginu í sum-
s.r og lagði fram tillögur mínar um
í ð skamta lyfjabúðunum og okkur
læknum ákveðinn skamt. Það vanst
ekki timi til að taka neina ákvörðun
: málinu. Mjer skilst að við læknarn-
ir sjeum alveg einráðir um að hella
eins miklu áfengi í fólk og það heimt-
ar. Þetta hefur komið mjer til að
vera frjálslyndari en ella. Því mega
minir karlar ekki líka fá á ferðapel-
ann? Þeir hafa sannarlega eins til
þess unnið og aðrir. Svona hugsa
;eg og freistast daglega af djöflinum
Svo er best að jeg skrifti enn betur.
Mjer er engin launung á því, að það
er meðfram fyrir auknar aukatekj-
ur af áfengisreseptum, að jeg sá mjer
fært nú, þrátt fyrir dýrtíð, að takast
á hendur þessa ferð til útlanda, sem
lrostar mig ærið fje. Nú má hver
ldaga mig sem vill. En hlustið fyrst
á. Reseptin voru aðallega handa út-
!endin<nim, einkum norskum skips-
höfnum. Skipstjórarnir komu til
mín — jeg held nærri þvi af hverju
skipi, sem til Eyjafjarðar kom, og
þau voru mö‘rg. Allir áttu sama er-
indið, að biðja um lyfseðil upp á þau
lyf, sem vantaði í lyfjaskrínur skip-
inna. Jeg spurði hvort þá vantaði
karból, ópíum, laxerolíu eða önnur
venjuleg lyf. Nei, þeir höfðu nóg af
því öllu. Þá vantaði aldrei nema
spritt og konjak! Þar sem þeir lögðu
fram skilriki fyrir því, að þessi eit-
urlyf væru heimiluð þeim eftir þeirra •
landslögum, þá hikaði jeg ekki við
að skrifa þeim reseptið og stundum
íiet jeg þá hafa ríflega þann skamt
sem þar var ákveðinn. Því jeg hugs-
aði á þá leið, að hjer í landi væri að-
f'utningsbann en ekki útflutnings-
bann og það væri ekki nema gott
ívrir landana, að sem mest af eitr-
inu færi út úr landinu! Með þessu
móti Ijetti jeg á birgðum Akureyr-
arapóteks um nókkur hundruð lítra.
í fyrstunni áskildi jeg mjer að eins
5 kr. fyrir reseptið, en þegar þeir ,
pamfílar hlógu að mjer, hvað jeg
væri billegur, þá hækkaði jeg verð-
ið upp í 10 krónur, og það fanst
þeim afar sanngjarnt. Með þessu
móti innvann jeg mjer nokkur hundr-
uð krónur, sem hafa komið sjer vel
við dvöl mina í Noregi.
Það er einlæg ósk mín, að við
læknar gætum losnað við eilíft re-
scptakvabb. Það er hægra sagt en
gert að neita öllum, því áfengi er þó
oneitanlega gott lyf í mörgum las-
Íeika. En mjer finst sennilegt, að
hægt væri að ná samkomulagi um
að setja áfengisaustri lyfjabúðanna
skorður.
Það er þó langt frá þvi, að jeg
halda að með því móti væri alt unn-
fð, því einmitt við það mundi aftur
aukast smyglun og koges—drykkja
o. fl. Það er sannfæring mín, að
bannið muni stöðugt leiða af sjer aðra
iesti engu betri en drykkjuskapinn.
Lygar, undirferli, smyglun og þjófn-
aður er ekki betra.
í Noregi var mörgum forvitni á að
heyra hvernig bannið gengi heima.
Jeg sá í einu blaði mikið af því lát-
k ið hve ágætlega það gengi og þar
var t. d. haft eftir góðum heimild-
um, að sveitarlimir væru ekki leng-
ur neinir í Reykjavík. Jeg hef ekki
sjeð neinar skýrslur um það og þori
ekki að neita því, þó jeg efist um að
svo sje. Jeg skrifaði grein í „Tidens
Tegn“ til að segja frá minni skoðun
á málinu. Gerði jeg það til þess að
síður væri hægt að hafa rangt eftir
mjer, því jeg talaði við marga. Jeg
gat ekki annað en sagt það, sem jeg
vissi sannast, þó jeg geti hugsað
mjer að ýmsir sjeu mjer ósammála
í ýmsum atriðum.
Á leiðinni til Noregs kom jeg til
Færeyja. Þar hitti jeg Sigurð lækm
Jónsson sem er bæjarlæknir í Þórs -
höfn, og fræddi hann mig um margt.
Hann sagði mjer af vínsölubanninu
þar. Það gengur sjerlega vel.
Drykkjuskapur var mikill, en má nú
heita alveg horfinn. Það hefur hjálp-
að, að loka knæpunum og útsölu-
stöðum. Þegar ekki er lengur hægt
?ð ná í vínföng nema með því að
panta þau frá fjarlægum löndum,
hætta flestir að sækjast eftir því.
Efnaðir menn útvega sjer það, en
efnalitlir ekki. í Þórshöfn er klúbb •
ur, sem hefur samkomur við og við.
Meðlimir panta í sameiningu vín-
föng til glaðnings við hátíðleg tæki-
tæri þar í húsum klúbbsins. Þetta
befur þó litla ofnautn í för með sjer.
Yfirhöfuð sagði Sigurður ekkert efa-
mál að vínsölubannið hefði blessún-
arríkan árangur. Það bannaði mönn-
tim ekki að drekka, en gerði öllum
almenningi svo erfitt að ná í vín að
ílestir Ijetu það vera að seilast leng-
ur eftir því. Læknarnir væru svo sem
aldrei beðnir um resept, enda hefði
lyfjabúðin^í Þórshöfn þegar í byrj-
un sett sjer það, að hafa engar á-
fengisbirgðir.
En nú er nóg komið af svo góðu.
Júlíus biður að heilsa þjer.
Þinn einlægur
Steingr. Matthíasson.
„ilplpa siDunnir".
Karl í Garðshorni hefur hnýtt at-
bugasemdum við greinarkorn mitt í
siðasta tölubl. Lögrjettu, um getsak-
irnar sem hann hafði gert stórþjóð-
uftum, sjerstaklega Englendingum, í
grein sinni um fossamálið. Athuga-
semdir hans sanna það, sem jeg gerði
íáð fyrir, að hann hefði sína vitsku
ekki frá neinum þeim, er á komandi
árum mundi ráða neinu meðal stór-
þjóðanna. Hann segir: „Vitska min
1 þessu efni stafar blátt áfram frá
sögunni, frá aðförum stórþjóðanna í
Kína og Japan frá 1840 og þangað
til þessi riki urðu að opna alveg hafn-
ir sínar og lönd fyrir öllum þjóðum.
Jeg er því málpípa sögunnar, sem
ekki verður vefengd."
Og hann ber mjer á brýn, að jeg
segi það, sem jeg hef aldrei sagt, „að
enginn fullvita íslendingur megi leyfa
sjer að tala eða rita um sögulega við-
burði, sem gerst hafa úti í heimin-
um og öllum mentuðum mönnum eru
kunnir.“ Hvorttveggja þetta sýnir,
að Karl í Garðshorni er ekki kominn
á það þroskastig, að hann kunni að
greina milli fortiðar og framtíðar,
r.úlli sögu og spádóms eða getsaka.
-Hann má vissulega fyrir mjer skrifa
eins mikjð og hann vill um sögu Kín-
verja, Japana og Englendinga, eða
hverra annara þjóða, en har.n getur
ekki skrifað sanna sögu um annað
en fortíðina. Þegar hann, eins og hann
gerði í grein sinni, fer að tala um
hvað verða muni í framtíðinni, þá
ler hann að spá, þá lætur hann sjer
ekki nægja að vera „málpípa sög-
unnar“, heldur vill hann vera spámað-
ur. Hann þykist byrja á sögu Kín-
verja og Japana. Vill hann þá ekki
gera svo vel og'sýna fram á, að af-
staða Englendinga til vor sje nú svo
lík afstöðu þeirra til Kínverja og Jap-
ana um 1840, að þeir muni fara eins
að við oss og þá, ef vjer ekki látum
fossana sem greiðlegast af höndum
Hann á eftir að sýna fram á það.
Það sem jeg vítti í grein minni,
voru getsakirnar til annara þjóða,
spádómurinn um rangsleitni af þeirra
hálfu í vorn garð. Mundi það þykja
sæmandi, að væna mann um það, að
hann væri reiðubúinn að fara hjer
:neð ránum fyrir það eitt, að langafi
hans hefði reynst ágengur í Kina?
Jeg býst ekki við því. En getsakir
Karls í Garðshorni í garð stórþjóð-
anna eru sams konar. Og það er lúa-
legt, að koma með þær, undir grímu
ciularnafnsins, að því er virðist í því
skyni að reyna að hræða íslendinga
t,l þess að halda sem linlegast á rjetti
sínum. Vilji Karl í Garðshorni fá ís-
lendinga til að leyfa útlendingum
fossana, þá ætti hann að gera sjer
sem mest far um, að sýna fram á,
hve fullkomnar trygginsrar hann býð-
ur þjóðerni voru og sjálfstæði, þegar
fossarnir verða komnir í hendur út-
iendinga. Á það mun verða litið, en
ckki á montaralegar tilvitnanir í sögu
Kínverja og Japana, sem enginn veit
hvort Karl í Garðshorni kann nokkur
d.eili á.
28. nóv. 1919.
Guðm. Finnbogason.
IMuppsjftr ulnnubjöa.
Hinn fyrsta mánudag í ágústmán-
uði voru lagðar í aðaldeild Söfnunar-
sjóðs íslands nálega 2000 kr., sem
þá voru inn komnar í Verðlauna-
sjóð handa vinnuhjúum til okkar Ein-
ars Helgasonar. Eins og kunnugt er,
er Söfnunarsjóðurinn einhver hinn
tryggasti og arðvænlegasti staður,
sem til er á íslandi, til fjárvarðveitslu
og til ávöxtunar á fje, sem eigi er
eyðslueyrir. Síðan hafa komið loforð
frá ýmsum góðum mönnum um tillög
i sjóðinn og er vonandi, að fleiri og
fieiri styðji hann. Allir eru sammála
úm, að fyrirtækið er þarft. Allir, sem
leggja í sjóð þennan, eru beðnir um
að gera svo vel að senda tillög sín til
Einars garðyrkjumanns Helgasonar
í Reykjavík, og mun hann jafnóðum
leggja þau í Söfnunarsjóðinn.
Þá er Verðlaunasjóðurinn handa
vinnuhjúum er orðinn 20000 kr., verð-
ur farið að veita verðlaun úr honum;
er vonandi að hann verði það innan
fárra ára. Það má líka búast við því,
að alþingi veiti Verðlaunasjóði þess-
um nokkurn styrk á næsta þingi,
svo sem 5000 kr., í eitt skifti fyrir
öll; er það svo sanngjarnt, að alþingi
mun eigi vilja neita vinnuhjúastjett-
inni um slíka uppörfun og viðurkenn-
ingu. Því mun vera ljúft að styðja
að því, að góðum vinnúhjúum verði
veitt viðurkenning eins og öðrum.
Enn fremur á landssjóður enn nokkr-
ar jarðir, og slík fjárveiting gæti og
orðið tillag fyrir þær jarðir í sjóð-
inn, sem framvegis verða landssjóðs
jarðir.
Þá er á þetta er litið, ætti Verð-
launasjóðurinn að geta vaxið svo á
næstum þremur árum, að hægt verði
að fara að veita verðlaun úr honum.
Khöfn 30. okt. 1919.
Bogi Th. Melsteð.
Eftirmæli.
Húsfrú Guðrún Brynjólfsdóttir, ljós-
móðir, á Litlu-Heiði í Mýrdal.
Hún andaðist 14. sept. þ. á. á Vest-
mannaeyjahöfn ; var á leið til Reykja-
víkur til þess að leita sjer lækninga;
hafði legið sjúk heima 12 síðustu vik-
urnar; þessi för siðustu hugsanlegu
bjargráðin. Banameinið var illkynjuð
nýrnaveiki. -— Guðrún var fædd í
Breiðuhlíð í Mýrdal 4. marts 1864, en
ólst að mestu upp á Litlu-Heiði og
Útvegar: Byggingu á botnvörpuhgum vid 1. flokks
smíðastöð, — stærð 140, vjel 600 hestöfl. — Verð ca.
300.000 kr.
Mótorfiskibáta bygða við 1. flokks byggingarstöð í Dan-
mörku. Stærð 15—18 smálestir. Vjel 25—30 hestöfl. Bygg-
ingartími ca. 3 mánuðir. Verð 30—35,000 kr.
Síldartunnur og salt, mjög ódýrt. Cement frá nýrri
verksmiðju í Danmörku, • 20-25% ódýrara en annarstaðar.
Utanáskrift:
Mottll. IhOrdOrSOR, Clr. noprops Hlll U, Hellenp,
Det kgfl. octr. Söassurance-Compagfni
tekur að sjer allskonar wjí^v&tr-ysrsíin^nr’.
Umboðsmenn úti um land:
á ísafirði: Ólafur Davíðsson kaupmaður
á Sauðárkróki: Kristján Gíslason kaupmaður
á Akureyri: Pjetur Pjetursson kauprnaður
á Seyðisfirði: Jón bókhaldari Jónsson í Firði.
Aðalumboðsmaður fyrir Island
Eggert Claessen, yfírrj.málaflutningsmaður.
Aktiebolaget
Svensk-Isláudska Handelskompaniet
(Hlutafélagið Sænsk-Islenska verslunarfélagið)
Stockhol m. Reykjavlk,
Utflutningur. Aöflutningur.
Aðalskriístoía: Malmtorgsgatan Q,
Stockholm.
Framkvæmdarstjóri: Ragnar Lnndborg.
Öli brjefaviðskifti við ísland fara fram á íslensku.
Vidskiftafjelagid, Reykjavik.
Símnefni: Talsími 701.
Póstsveinsson.
Útvegar verslunum úti um land vörur úr Reykjavík með lægsta heild-
söluverði.
Útvegar tilboð í íslenskar afurðir.
Gefur upplýsingar um vöruverð og fleira.
Annast ýmiskonar erindi kaupmanna 0g kaupfjelaga.
Fyrirspurnum svarað símleiðis eða brjeflega.
bjó J)ar síðan allan búskap sinn. Hún
giftist 5. júlí 1895 eftirlifandi manni
sínum, Páli Ólafssyni, Pálssonar, um-
boðsmanns á Höfðabrekku. Þau
eignuðust 9 börn, 3 sonu og 6 dæt-
ur, öll á lífi og hin mannvænlegustu,
yngsta 10 ára, elsta 23 ára. Auk þess
þrjú fósturbörn. Guðrún var vel ætt-
uð. Foreldrar hennar, Brynjólfur
Guðmundsson og Þorgerður Jóns-
GÓttir, ljósmóðir, bjuggu lengi á
Litlu-Heiði, og þóttu merk hjón fyr-
ír margra hluta sakir. Brynjólfur and-
aðist 19. sept. 1900, en Þorgerður er
cnn á lífi og nú háöldruð, fædd 12.
des. 1830. Jón, móðurfaðir Guðrún-
-?r, var Þorláksson og bjó á Litlu-
Heiði; hann átti fyrir konu Sigríði
Sturludóttur; Sturla bjó á Þórustöð-
um í Grímsnesi, og var sonur Jóns
Jónssonar bónda í Skáneyjarkoti í
Reykholtsdal. Föðurforeldrar Guð •
rúnar voru Guðmundur Guðmunds
son og Guðrún Hallgrímsdóttir, hjón
á Norður-Götum í Mýrdal. Sú Guð-
tún var dóttir Hallgríms Brynjólfs-
sonar bónda á Efra-Velli í Flóa,
Guðmundssonar bónda í Skipagerði.
Bróðir Hallgríms var sjera Þórður
prestur í Reynisþingum, faðir Mar-
grjetar, móður Magnúsar Stephen-
sens landshöfðingja. Hallgrímu»"
Brynjólfsson átti fyrir konu Guð-
ríði Ögmundsdóttur, prests Högna-
sonar í Krossþingum í Landeyjum.'
Sigurðssonar prests á Breiðabólsstað
í Fljótshlíð, þess er átti átta sonu
og urðu allir prestar.
Guðrún Brynjólfsdóttir var ein af
ágætustu konum þessa hjeraðs, virr
og elskuð af öllum, er þektu hana.
Hún gegndi ljósmóðurstörfum hjer í
1:reppi í samfleytt 26 ár, og lánaðist
mæta vel. Guðrún var kona vel að
sýnum, prúð óg alúðleg i fram-
komu allri, - glaðlynd, greind og
skemtileg í viðræðum og svo hjarta-
góð og nákvæm við alla, sem eitthvað
amaði að, að fáar konur þekti jeg
slíkar. Heimili hennar var hið á~
nægjulegasta, og rjeði þar miklu um
jafnlyndi hennar og glaðlyndí sem og
búhygni og dugnaður. — Var hún
manni sínum jafnan samhent í því
£ ð halda uppi fornri risnu Litlu-Heið-
ar heimilisins. Guðrún var ástrík eig-
inkona og móðir og einkar hjúasæl.
Er mikill harmur kveðinn að því
beimili við fráfall hennar og sveit-
inni í heild sinni. Guðhún var jarðsett
i.ð Reynikirkju 27. september, og
fylgdi henni mikill mannfjöldi til
grafar.
Vík, 6. nóv. 1919.
Þorvarður Þorvarðsson.
Fj ela gsprentsmiðjan.