Lögrétta - 17.12.1919, Blaðsíða 4
4
LÖOEJKTTA
Útvegar: Byggingu á botnvörpungum við 1. flokks
smídastöd, — stærð 140, vjel 600 hestöfl. — Verd ca.
300.000 kr.
Mótorfiskibáta bygða við 1. flokks byggingarstöð í Dan-
mörku. Stærð 15—18 smálestir. Vjel 25—30 hestöfl. Bygg-
ingartími ca. 3 mánuðir. Verð 30—35,000 kr.
Síldartunnur og salt, mjög ódýrt. Cement frá nýrri
Aerksmiðju í Danmörku, 20—25% ódýrara en annarstaðar.
Utanáskrift:
Mattl. Ihordirson, Clr. Hipps Hl U, Helleryp,
Vidskiftafjelag-id, Reykjavik.
Símnefni: Talsími 701.
Póstsveinsson.
Útvegar verslunum úti um land vörur úr Reykjavík meö lægsta heild-
söluveröi.
Útvegar tilboö í íslenskar afuriSir.
Gefur upplýsingar um vöruverð og fleira.
Annast ýmiskonar erindi kaupmanna og kaupfjelaga.
Fyrirspurnum svaraB símleiöis eöa. brjeflega.
Aktiebolaget
Svensk-Islándska Handelscompaniet
(Hlntaíélagið. Sænsk-Islenska verslunarfélagið)
ifote . '_
S t oekhoj R e y k í a v í k.
Utflutningur. Adflutningur
Aöalskriístofa: Malmtorgsgatan 8,
Stockholm.
Framkvæmdarstjóri: Ragnar Lnndborg.
Öll brjefaviðskifti við ísland fara fram á íslensku.
Verslunartíðindi
Máuaðarblað, geflð at aí XTersltiiiarró.01 ís).
Árgangurinn kostar 4,50. Meöan upplagíð hrekkur geta nýir áskrif-
endur fengið I. og II. árg. (1918 og 1919) fyrir 6 krónur báða.
Afgreiðsla:
Skrifstofa Verslunarráðs íslands Kirkjusfcrœti 8 B. Pósthólf 614.
Talsimi 694.
íslands sje sýnilegt hjá sendiherrum
Dana og ræöismönnum. Á þá sendi-
lierra íslands aö feröast á milli þeirra
bæöi í Evrópu og öörum heimsálfum,
til þess aö líta eftir því? Ef svo er,
þarf aö veita honum nægilegan farar
eyri til þess, og gætu þáð orðið marg-
ir tugir þúsunda á ári, þá er það kost-
ar nú ísland 5500 kr. að einn af þess
háa herrum fari til Kaupmannahafn-
at, eða 3675 kr. að senda þangað svo
htinn mann á nefndarfund sem herr-
ann frá Vogi.
Þá talar sami herra um, að það sje
„sjálfsögð kurteisisskylda", „sjálf -
sögð hæverska við sambandsþjóð
vora“, „að sendur sje til Danmerkur
íslenskur maður með sendiherratign“.
Það er svo skrítið, að heyra þennan
herra tala um hæversku og kurteisis-
skyldu við Dani. Það er að vísu alveg
rjett hjá honum, að rjett er að sýna
sambandsþjóðinni fulla kurteisi eða
næversku, — svo á það að vera við
allar þjóðir, — en því sýnir hann þá
eigi sambandsþjóðinni eða sambands-
nefndinni fyrir hennar hönd þá kur-
teisi, að bera þar upp fyrst fimm ára
búsetuna, áður en hann flutti hana
inn á þing? Var það af einurðarleysi
eða öðru lakara? Það var þó meir
en ókurteisi að gera það 'eigi; það
var líka ódrengskapur eða „illoyali-
tet“ og andstætt sambandslögunum;
er það minkunn fyrir hina íslensku
l)jóð, er fulltrúar hennar fara svo
að. En nú grípur herra Bjarni til
allra bragða og ráða, til þess að geta
komið á óþörfu, dýru og hægu em-
bætti, því að nú á að búa til feita
stöðu handa stjálfstæðismanni, rjett-
eins og 1909. Annars þykir í Vog-
heimi ekkert haft upp úr sjálfstæðinu.
III.
Herrann frá Vogi getur þess, að
úilltrúarnir í sambandsnefndinni í
íyrra vildu hafa sendiherra. Það et
rjett, að mál þetta á upptök sín til
hans og nokkurra fylgifiska hans.
Jóhannes Jóhannesson hefur sjálfur
sagt mjer, að hann áliti sendiherra
i Khöfn ónauðsynlegan, en til þess
að halda friði í sapibandslaganefnd-
inni, mun hann eigi hafa risið upp
á móti því. Þá er rætt var um málið
rneðal þingmanna, taðaði forsætisráð-
berrann á móti sendiherra, en enginn
j)inginanna tók þá í sama strenginn.
Þeir þögðu allflestir, sökum þess, að
þeir höfðu þá eigi áttað sig á málinu,
og voru því með öllu ókunnugir; svo
hefur einn hinn merkasti maður á
þingi skýrt mjer frá. Auðvitað hefur
herrann frá Vogi talað og einn eða
tveir af fylgifiskum hans. Þessir
menn vilja keyra málið áfram, áður
en þjóðin hefur áttað sig á því, en
þs.ð verður hún að gera sem fyrst,
að minsta kosti fyrir næsta þingýþví
þá þarf að taka málið fyrir aftur.
— Hvernig róið var að þessu máli
i vor í Kaupmannahöfn, hef jeg skýrt
frá í Lögrjcttu 3. sept.
Þjóðin vill eigi setja á stofn óþört
embætti, en hún vill launa nauðsynleg
embætti sómasamlega, og fá það aftur
á móti að þeim sje gegnt vel og sam-
viskusamlega. Þetta kemur í ljós á
hverjum þingmálafundi, þá er á mál
þetta er minst. Ýmsir þingmenn hafa
cg einlægan vilja á að fylgja þessu
íram, en þeir hafa eigi mátt til þess
fyrir nokkrum ofsamönnum og undir-
róðramönnum á þingi.
Eftir því sem eitt af Reykjavíkur-
hlöðunum segir frá, hefur tillagan i
fiárlagafrumvarpinu um sendiherrann
verið samþykt í neðri deild með 12
atkvæðum móti 12. Einn þingmaður
hafði verið fenginn til þess að svíkja
skyldu sina og greiða ekki atkvæði;
(hver var það?), til þess að sendi-
herrann yrði eigi feldur. Svona mörg
atkvæði hefði sendiherrann þó eigi
fengið, ef því hefði eigi verið skrökv-
aö af fjárveitinganefndinni, að Island
væri skuldbundið að senda sendiherra
tíl Kaupmannahafnar. Margir þing-
menn trúðu því, og hugðu að samn-
ingur hefði verið gerður um það við
Danastjórn. Jeg þóttist vita með-
riettu, að það væri ósatt. En til frek-
ari fullvissu rannsakaði jeg þetta, er
jeg kom til Kaupmannahafnar, og
reyndist það hrein og bein ósann
indi; sendi jeg þegar forseta hins
sameinaða þings símskeyti um það.
Það er Islandi algerlega í sjálfs-
vald sett, hvern það lætur vera fyrir
sig í Kaupmannahöfn, og hvað það
kallar þann mann. Slíkt er algerlega
íslenskt og innlent málefni.
En tillagan á fjárlögunum um
sendiherra er hlægileg. Enginn getur
í þessari tíð verið sendiherra og um-
gengist sendiherra annara ríkja, þeg-
ið boð af þeim og boðið þeim aftur
með 2000 kr. til risnu. Hann mætti
þá aldrei veita annað en kaffi. Mein-
ing tildurherranna er eigi heldur önn-
ur með þessu en sú, að koma þessu
a stofn; síðar á smátt og smátt að
veita margfalt meira fje til sendiherr-
ans.
Næsta alþingi þarf að afnema
sendiherrastöðuna.
Danastjórn lánar enn ókeypis ís-
lensku skrifstofunni húsnæði. Til þess
er eigi veitt fje í fjárlögunum. Á
t>að lengi að ganga?'Væri eigi þarf-
í.ra fyrir ísland að eignast húsnæði
fyrir sig í Kaupmannahöfn en tildur-
herra ?
Herrann frá Vogi og þeir tildur-
herrar eru langt á eftir tímanum. Þeir
lifa enn i tildurhugmyndum einveldis-
tímans. Hinn margnefndi herra frá
Vogi hyggur, að hann „einn viti,
livað þjóðinni sje fyrir bestu“. Hann
hugsar eins og menn á einveldistím-
anum, að „þeim sem guð gefur em-
hætti, gefi hann einnig vit til að
gegna því“.
Nú er alt orðið breytt. Heimsófrið-
urinn hefur kollvarpað hinu gamla
iyrirkomulagi á milli ríkjanna, eins
og Calonder utanrikisráðgjafinn í
Sviss hefur nýlega sagt. Hann kvað
menn verða að gera sjer það ljóst,
þá er um samband þjóðanna væri að
ræða, að nýtt tímabil væri runnið
upp. „Heimsófriðurinn hefur sýnt, aö
allar þjóðir og ríki eru háð hvert
óðru. í smáum ríkjum mega menn
eigi lengur lifa í þeim hugarburði, að
þau hafi fullkomið fullveldi. 1 raun
íjettri hefur sjálfsákvæðisrjettur
þeirra verið takmarkaður um langan
aldur. Menn komast að eins í ógöng-
ur, ef menn fara ekki að því eins og
astandið er í raun og veru. Nú verður
í'ð skifta á hinu þjóðlega fullveldi ög
hugmyndinni um sameiginlega al-
þjóðaábyrgð. Sú hugmynd verður að
vera leiðarstjarna í landsmálastjórn
smárra og stórra ríkja. Að eins a
1 ann hátt má takast að bjarga menn-
ingunni, og forðast þau ragnarök, sem
hljóta að verða, ef nýr heimsófriður
hefst aftur. Það er ekkert útlit til
þess, að smáríkin muni geta lifað nýj-
an heimsófrið.“
Svona lítur nú utanríkisráðgjafinn
i Sviss á ástandið, og er þetta sett
hjer mönnum til íhugunar.
1 sumum ríkjum er nú verið að
endurskoða alt utanríkisstjórnarfyrir-
komulagið. En hvað duga endurbæt-
ur á því, segja menn þó, ef hæfir
menn eru eigi skipaðir í þær stöð-
tr, sem um slík mál eiga að fjalla.
Það er og verður ávalt mest undir
því komið, að valdir sjeu til þess
þeir menn, sem eru stöðu sinni vaxnir.
En í langan aldur hafa menn þó
sjeð það, að óhæfa er að senda þá
menri sem fulltrúa, hverju nafni sem
þeir annars nefnast, til annarar þjóð-
ar, er hafa verið henni óvinveittir,
talað illa um hana og ófrægt, eða
jafnvel logið að konungi hennar.
Menn hafa jafnan reynt að vanda
valið í þess konar embætti meira en
svo, að slík ósvinna gæti komið fyrir.
Nú er aðrar þjóðir eru að íhuga
fyrirkomulag utanríkismálanna hjá
sier, er það illa farið, ef íslendingar
emir vilja flaustra slíku máli af, án
þess að þeir hafi kynt sjer það, hugs-
að um það og rætt. Þeir hljóta að láta
það bíða til næsta þings, og fara eftir
því sem íslandi er fyrir bestu.
Kaupmannahöfn, Ole Suhrsgade 18.
x6. okt. 1919.
Bogi Th. Melsteð.
Eftirmæli.
Margrjet Eiríksdóttir, Lækjamóti,
dáin 14. sept. 1919.
Margrjet Eiríksdóttir er fædd 11.
írarts 1850 í Kollafirði á Kjalarnesi.
Foreldrar hennar voru Eiríkur bóridi
Jakobsson, Snorrasonar prests að
Húsafelli og Guðríður Jónsdóttir pró-
fasts á Auðkúlu, Jóns sonar biskups
Teitssonar á Hólum og Margrjetar
Finnsdóttur biskups Jónssonar í
Skálholti.
Þegar hún var barn að aldri, flutt-
ust foreldrar hennar búferlum til
Reykjavikur og ólst hún þar upp.
Að þeim látnum fluttist hún árið
1874 norður í Húnavatnssýslu til frú
Elinborgar Vídalín, er þá bjó á Þor-
kelshóli. Árið 1876 giftist hún Jakob
Sigurði Jónssyni á Lækjamóti;
bjuggu þau þar samari þar til hann
liets í febr. 1913. Síðan bjó hún á-
fram á Lækjamóti þar til vorið 1917,
að hún ljet jörðina í hendur tengda-
syni sínum og dóttur, er þá fluttust
þsngað, en heimili átti hún á Lækja-
móti til dauðadags.
Þau hjón eignuðust 4 börri, 2 dóu
í æsku en 2 dætur eru á lífi: Guðríð-
ur gift Jónatan J. Líndal bónda á
Holtastöðum og Jónína Steinvör,
gift Jakob H. Líndal bónda á Lækja-
nióti.
Þessi æfiferill er að ytra útliti
hvorki margbrotinn nje viðburðarík-
ur, en kjarni lífsins og þýðing þess
íyrir samtiðina er ekki æfinlega
fcundinn við umskifti og æfintýr. Og
Margrjet sál. var gædd þeim eigin-
ieikum, sem veittu lífi hennar mikið
verðgildi og innihald. Hún var tíguleg
kona og fríð sýmjm, glaðlynd og
skemtin og hjelt trúrækni sinni, bjart -
sýni og víðsýni fram til síðustu
stundar. Skólagöngu hafði hún ekki
notið í æsku frekar en þá var títt, en
var greind og námfús að upplagi, og
hafði því aflað sjer góðrar þekkingar
um margt. Hún unni mjög sönglist-
inni og hafði ágæta söngrödd. Sömu-
leiðis skáldsap og bar gott skyn á
þá hluti. Húsmóðurstöðuna rækti
Margrjet með skyldurækni og alúð ;
var hjúum sínum ágæt húsmóðir, enda
hjúasæl mjög. Hún var stjórnlagin
og stjórnsöm. Naut þar sinna góðu
kosta, glaðlyndis og frjálslyndis á-
samtmeðfæddra persónuáhrifa. Heim-
iii hennar lá í þjóðbraut, og bar því
margan ferðamann þar að garði, en
þrátt fyrir annríkið, sem því fylgdi,
Ijet hún sjer ætíð ant um að taka vel
á móti gestum sínum, og átti sinn
góða þátt í því, að gera þeim dvöl-
ina sem þægilegasta og skemtileg-
asta. Sveitungum sínum var hún mjög
hjálpsöm og greiðvikin og hluttekn-
iugarsöm við þá sem bágt áttu, enda
var hún trygglynd kona og vinföst.
I.eituðu hennar margir er í raunir
íak, og mutiu þá hafa verið erfiðar
ástæður, ef hún gat engum huggunar
eða hluttekningarorðum við komið,
cnga hjálp veitt, nje neinar leiðir vís-
að fram úr vandræðunum.
Manni sínum var hún góð kona
og mjög ástrík móðir börnum sínum;
ljet hún sjer sjerstaklega umhugað
um að afla þeim, er upp komust, sem
bestrar mentunar. Þau hjón tóku einn-
ig að sjer nokkur börn vandaíaus, er
þau ólu upp. Eitt þeirra var hinn efni-
legi bóndi Tryggvi Guðmundsson á
Stóruborg, dáinn 1918.
Á almennum menningarmálum og
umbótaviðleitni hafði Margrjet sál.
meiri áhuga en aíment gerist, ljet
þá oft ekki á sjer standa um liðsinni,
er því var að skifta, enda átti hún
þar fulla samleið með manni sínum,
er var framsýnn umbótamaður. Eftir
samráði við hann, en að honum látn-
um, gaf hún kirkju sinni, Víðidals-
íungukirkju, altaristöflu mjög vand-
aða. Er hún eitt af helstu listaverk-
um Ásgríms Jónssonar málara.
Margrjetar á Lækjamóti mun lengi
verða minst. Minst sem gáfukonunn-
rr glaðlyndu, er var hrókur alls fagn-
aðar, hvar sem hún var stödd. Minst
sem bjartsýnu konunnar viðsýnu, sem
alt af leit björtum augum á lífið og
sá eitthvað gott í öllu og öllum. Minst
sem hjálpfúsu konunnar ráðagóðu,
sem ekki mátti aumt sjá. Minst sem
tápmiklu áhrifakonunnar, sem ósjálf-
xátt vakti virðingu þeirra er hún um-
gekst.
Helga Stefánsdóttir, frá Húki
í Miðifirði.
27. apríl þ. á. andaðist á sjúkrahúsi
á Sauðárkróki Helga Stefánsdóttir
frá Húki í Miðfirði, eftir 4 mánaða
logu í krabbameini. Helga sál. var
fædd að Spena i Miðfirði. Foreldrar
hennár voru: Stefán Snæbjarnarson
cg Arndís Guðmundsdóttir. Ólst
Helga sál. upp hjá foreldrum sínum,
þar til hún misti móður sína, 8 ára
gömul; fór hún þá til föðursystur
sinnar, Helgu Arnbjarnardóttur á
Stór-ósi, og dvaldi hjá henni til 18
ára aldurs. Þá fór hún í vist og var
vinnukona á nokkrum bæjum í Mið-.
firði, þar til 1876, að hún fór til Jón-
asar bónda Guðmundssonar á Húki.
Giftust þau árið 1879. Bjuggu þau á
Húki allan sinn búskap. En Helga
sál. misti nxann sinn árið 1912. Þau
eignuðust 5 börn, dóu 2 þeirra ung,
eri 3 eru enn á lífi: Sigríður, kona
Ásmundar P. Jóhannssonar í Winni-
peg, Stefán, bóndi á Húki, og Arndís,
kona Jónasar Þorsteinssonar á Efra- ,
Núpi. • ‘ 1 ' 1
* 1 œ - ■■■'j
Helga sál. var sæmdar og dngnað-
arkona, svo að fáa jafningja átti hún
i sinni sveit.Byrjuðu þau hjón búskap
meö mjög litlum efnum og komu
snemma á búskapartíð þeirra mikil
harðindaár, sem reið mörgum smá-
bændum í Miðfirði að fullu. En fyrir
mikla atorku tókst þeim Jónasi og
Helgu að eigriast gott og gagnlegt
bú, enda stóðu hendur þeirra hvar-
vetna til vinnu, og ráðdeild og fyrir-
hyggju skorti hvorugt; — var heim-
ili þeirra jafnan með mestu myndar-
heimilum í Miðfirði. Höfðu þau jafn-
an mikla risnu í búi, og var oft gest-
kvæmt hjá þeim hjónum. Bar eink-
um tvent til. 1 fyrsta lagi það, að hjá
þeim sat jafnan forn-íslenska gest-
risnin í öndvegi ef gesti bar að garði,
og í öðru lagi að tveir fjölfarnir háls-
ar eru í tvær hendur við Húk, en
Tvídægfra á einn veg, kom því marg-
ur gestur hrakinn a^5 Húki, ,og höfðu
það allir í minnum, hve vel þeim var
tekið og hve góðar aðhlynningar
þeir nutu þar á allan hátt. Helga sál.
var mjög orðvör og gerði sjer ekki
tnarga að vinum, en þeir, sem hlutu
vináttu hennar, áttu jafnan trausts af
henni að vænta. M.
Þakkarorð.
Þar sem jeg í pestinni miklu haustið
1918 veiktist, og varð ekki bata auð-
ið frá þeim tíma, til júlímánaðar 1919,
en þá átti jeg að fara sem kaupa-
kona til heiðurshjónanna Ragnhildar
Asmundsdóttur og Jóns Eggertssonar
á Ausu í Andakíl, var jeg óverkfær.en
var sótt á heimili mitt á Akran., mjög
sjúk, og boðið að dvelja þar kaupa-
vinnutímann. Á þeim tíma var maður
tekinn frá verki og sendur langa leið
eftir Iækni; en mjer hjúkrað og alin
onn fyrir mjer í 4 mánuði sem jeg
væri þéirra barn, og síðast flutt á
heimili mitt aftur. Alt þetta var gert
ár þess jeg fengi að borga peninga
fyrir.
Fyrir þessar miklu velgerðir og
gjafir, færi jeg þeim, ásamt manni
mínum, okkar hjartanlegustu þakkir;
og biðjum við algóðan guð að launa,
cftir'sinni vísdómsfullu gæsku, þegar
hann sjer þeim best henta. Guð blessi
alla okkar velgerðamenn.
Akranesi, 9. des. 1919.
Vigdís Guðmundsdóttir.
Guðjón Vigfússon.
F j els gsprcntsmiö j an.