Lögrétta


Lögrétta - 31.12.1919, Blaðsíða 1

Lögrétta - 31.12.1919, Blaðsíða 1
"" " ■ Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Gleðilegt nýar! Úti um heim. Kákasuslöndin. Hjer í blaðinu var nýlega sagt frá Eystrasaltslöndunum, sem nú eru að Lrjótast í því að verða sjálfstæð ríki. Lík barátta hefur átt sjer stað í Kákasuslöndunum og eru þau nú bet- ur á veg komin í sjálfstæðisbaráttu sinni. Þar, i syðsta hluta hins fyrver- andi Rússaveldis, hafa myndast þrjú sjálfstæð lýðveldi, Georgia, Aessen bedjan og Ararat. Georgía er austan við Svartahaf, sunnan Kákasusfjall- garðsins, en nær að eins á litlu svæði til hafsins, og Tiflis er þar höfuð- borg. Asserbedjan er þar fyrir aust- an og nær austur að Kaspihafi Stærsta og helsta borgin þar er Baku austur við hafið. Árarat er hið nýja ííki Armeníumanna, og hefur nokk- uð verið sagt frá myndun þess áður hjer í blaðinu (34. tbl þ. á.). Tak mörk þessara jjriggja ríkja eru tæp- lega föst enn sem komið er, en lík munu þau verða að stærð og íbúa- tölu. Tiflis, höfuðborgin í Georgíu, et stærsti bær Kákasuslandanna, en liggur langt inni í landi. Þetta er gömul höfuðborg Georgíuríkis, varð það nálægt 600 e. Kr. En á síðustu áratugum hafa Armeningar mjög sótt til borgarinnar, og nú er sagt cð þeir muni vefa helmingur borgar- búa. Iðnaður borgarinnar og verslun tru að miklu leyti í þeirra höndum. En bændurnir í hjeruðunum í ltring eru hreinir Georgiumenn. Þó er sagf cð jrar sjeu innan um nokkrar blóm- hígar þýskar nýlendur. Rússar gerðu sjer alt far um að eyðileggja njál og þjóðerni Georgíumanna, og drógu laum Armeninga í Tiflis. Þangao safnaðist fjöldi armeniskra auð- manna, og borgarstjórinn þar var íyrir fáum árum úr flokki Armen- iuga. En sá maður, Hadissian að nafni, hefur orðið kunnur nú á síð- ustu tímum sem einn af forsprökkum Armeninga við stofnun Ararat-ríkis- ins. Nú er sterk þjóðernishreyfing vöknuð í Georgíu. Þar er verið að vekja upp aftur hið gamla mál, sem g'eymst hefur hjá bændafólkinu. Og sjerstakt flagg hefur ríkið fengið. Það er rautt, með svörtum og hvít- um ferhyrningi í einu horninu. 120 ár eru nú síðan seinasti konungur Ge- orgíumanna, Georg 13., ljet af völd rm, og síðan hafa Rússar sótt það fast, að eyða öllu sjerstæði Georgíu- manna og breiða þar út rússneska tungu og rússneska menningu. En gamla málið- hefur, eins og áður seg- ir, géymst hjá bændunum, og líka hafa altaf uppi verið mentamenn, sem reyndu að halda ]tví við, enda befur aldrei dáið út í Georgíu trúin á það, að hið forna ríki ætti eftir að rísa upp á ný, eins og nú er fram komið. Nú er sagt, að um 50 blöð sjeu farin að koma út í landinu á máli Georgíumanna, og háskóli er þar sem styður þessa hreyfingu. í Tiflis cr fjöldi manna, sem að eins tala- og skilur rússnesku. En yfirvöldin þar eru nú að berja það í gegn, að setja Georgíumálið inn á öllum svið- um í stað rússneskunnar. T. d. er nú málað yfir rússnesku nöfnin á járn- brautarstöðvunum og -Georgíunöfnin komin í staðinn, með öðrum bókstöf- um, því Georgíumenn notuðu ekki rússnesk hljótákn áður. Og nú er_svo komið, að allir útlendingar í landinu keppast við að læra mál Georgíu- manna, sem þeir alls ekki vildu líta við áður. Georgíumenn hata Rússa og óska þess fremst af öllu, að hið gamla Rússaveldi rísi ekki úr rústum á ný. Pegar Þjóðverjar voru í Tiflis 1917 voru Georgíumenn þeim velviljaðir og studdu þá gegn Rússum. Og sama er að segja um enska herinn, sem tók Tiflis eftir að vopnahljessamningarn- ii voru gerðir í fyrra. Georgíumenn voru honum mjög vinveittir. Sá her var kallaður heim í byrjun septem M-er í sumar og Georgiumenn margir sógðu þá, að þeir hefðu litið á enska herinn sem verndara lands síns. Deni- kin og hans menji hafa ekki átt vim - sældum að mæta í Georgíu, sem varla er heldur við að búast, þar sem mark- mið jreirra var að endurreisa hið gamla Rússaveldi. Það er líka sagf, að kenningar Bolsjevíka hafi tölu: vert fest rætur í Georgíu. Meðferðii. á jarðeignum þar hefur farið allmjög *í sömu átt og hjá Bolsjevikum í Rúss- 'andi, og svo er um fleira. Skattamái r.num er svo fyrir komið, að útlend- ingar vilja nú ekki leggja fje í fyrir- ueki þar. Yfir höfuð þykja landsmenn fara fullgeist í sakirnar í þjóðernis- málum sínum og þar kenna allmjög einstrengingsskapar, en slíkt getur lagast, er frá líður. Þing þeirra er ; einni málstofu og forsætisráðherrann < r, enn sem komið er, ríkisforseti. Asserbedjan takmarkast af Káka susfjallgarðinum, Kaspihafi, Persíu, Armeníu og Georgíu. Þar búa Tart arar. Þeir eru Múhamedstrúar og tala mál, sem líkist tyrknesku. f höfuð- borginni, Baku, eru þó ekki Tartarar nema þriðjungur íbúanna. Annar þriðjungurinn er Armeningar, en næstfjölmennastir eru • Persar og Rússar. Úti um hjeruðin eru til frá Armeningabygðir, og ein þýsk bygé er þar, sunnan við borgina Elisabeto- pol, og heitir Helenedorf. Heims- kunnar eru olíulindirnar miklu hjá Baku. Þær eru á stóru nesi, sem Aps- heron heitir. Það er haldið, að Rúss- v:m muni falla það illa, að láta olíu- hndirnar hjá Baku g'anga sjer úr greipum, og að einmitt þær, sem eru mesta verðmæti landsins verði hættu- legastar fyrir sjálfstæði þess í fram- tiðinni. Denikin hefur gert samning við þetta ríki. Hann og her hans fær aðflutninga á járnbrautum þess og fær að nota hafnarkvíjar í Baku, en hefur í móti lofað, að viðurkenna s iálfstæði lýðveldisins, þangað til ráðið verði fram úr því af þjóðþingi i Rússlandi hvernig fara skuli um íramtið Rússaveldis. Baku virðist \era eins og hver annar rússneskur bær, og mest heyrist þar töluð rúss ueska. Hana skilja allir íbúar borg- tnnnar, bæði Armeningar, Gyðing- ar og Tartarar, og rússneskir siðir eru þar drotnandi. En úti um hjeruð- in er Tartaramálið talað, og sumstað- c r skilja íbúarnir ekki eitt orð í rúss r.esku. Frá Tiflis liggur járnbraut austur að Baku. Lýðveldið Ararat nær, eins og nú standa sakir, hvergi til hafs. Ibúar cru taldir nálægt 2 miljónum. Höfuð- borgin ef Erivan, en aðrir helstu hæirnir þar eru.Kars, Alexandropol og Etchmiadzin. Meginþorri íbúanna er Armeningar. 1 þinginu eru 39 sæti c f 43 skipuð þeim. Framtíðarhugsun Armeninga er að færa mikið út ríki sltt, því enn nær það lítið yfir hin tyrknesku hjeruð, sem þeir byggja C'g framtið ]ieirra er enn óákveðin. Nú eru það hinir fyrverandi rúss- nesku Armeningar, sem ráðá fyrb iýðveldinu Ararat, Þó fluttist þang- að á ófriðarárunum fjöldi af fólki úr tyrknesku hjeruðunum. Aðalleiðtogi liinna rússnesku Armeninga í frelsis- baráttu þeirra heitir Aharunian og er lióðskáld. Hann var í París í sumar, til þess að tala þar máli landa sinna við friðarþingsfulltrúa bandamanna, en á meðan var Hadissian, s-em áður cr nefndur, fyrrum borgarstjóri í Tiflis, aðalstjórnandi lýðveldisins. Hið nýja Armeníulýðveldi hefur urn 50 þús. manna her og hefur átt í sífeldum skærum við Tyrki, og stund- um einnig við Tartara og-Georgíu- .menn. Armenía var, eins og kunn- ugt er, áður sjálfstætt ríki með mik- illi menningu, en lenti í byrjun 16 aldar undir yfirráð Tyrkja og síðan hefur saga íbúanna verið sífeld rauna saga. Hið nýja flagg Araratlýðveld- isins er gult, blátt og rautt. Bandamenn og Rússar. Það eru nú öll líkindi til þess, að íriður fari að komast á milli banda- manna og Rússa, enda væri það æski- legast að svo yrði. í lok októbermán- aðar hörfaði Judenitsch til baka með her þann, sem átti að vinna Petro- grad, og skömmu síðar var her hans sagður allur tvístraður. Judenitsch kom fámennur til Reval úr þeim leið angri seint í nóv. Eftir að þessi her ferð hafði mishepnast, virðist Lloyd George einráðinn i því, að hætta öll- um afskiftum af innanríkismálum Rússa og koma friði á. 10. nóv. held- ur hann ræðuna í Guildhall, sem áð- ur hefur verið minst á hjer í blað- ínu, og kom þar fram með þær skoð- c.nir. Þetta var á hátíðisdegi Lun- oúnaborgar. Og þrátt fyrir mótmæli þau, sem sú ræða vakti, einkum hjá íhaldsflokknum og í hans blöðum, ]iar á meðal „Times“, hjelt hann hinu sama fram i langri ræðu í þinginu 13. nóv. Þar sagði liann m.- a. að ekki gæti komið til mála, að England tæki á sig nýjar skuldbindingar til þess að hjálpa Rússlandi, þ. e. þeim 'flokk- um þar, sem bandamemi höfðu stutt; en enska. stjórnin teldi aftur á móti rnjög æskilegt, að innanlandsfriður kæmist á í Rússlandi. Borgarastyrj óldin þar eyddi efnurn og kröftúm íússnesku þjóðarinnar, og frá mann- úðarinnar sjónarmiði væri það höf- uðatriðið, að stöðva hana sem fyrst -Af þessum ástæðum hefði enska stjórnin jafnan verið reiðubúin ti' þess að grípa hvert tækifæri, sem byðist, til þess að koma fram samn- iugum, sem treysta mætti að til þess lciddu, að skapa aftur varanlegan frið og reglubundið ástand í Rúss- landi, og koma þar aftur á lögbund- inni stjórn, sem sniðin væri eftir þjóðarinnar eigin óskum. Eftir þessu vill hann láta Rússa sjálfráða um það, hvort þeir haldi framvegis við ráðstj órnarf yrirkomulag Bolsjevíka eða ekki. Rjett eftir þetta var svo ákveðin ráðstefnan í Khöfn milli fulltrúa frá tnsku stjórninni og Leninsstjórninni í Rússlandi. Það hjet svo, að þar ætH áð eins að ræða um skifti á föngum En nú er sagt, að hitt hafi legið á bak við þegar frá byrjun, að þetta yrði upphaf að friðarsamningum þeim við Rússa, sem Lloyd George hafði talað um og viljað koma fram. hormaður nefndar þeirrar, sem enska stjórnin sendi til mótsins, var verk- mannaforinginn O’Grady og kom enska nefndin til Khafnar nálægt 20 nóv. og beið þar nokkra daga eftir samningamönnum Rússa. Fyrir þeim var David Finkelstein-Litvinov, sem aður hefur verið nefndur,'og komu þeir til Khafnar 24. nóv. Næsta dag byrjuðu umræður um samning-ana og hefur áður verið sagt frá því, að af ]>eim varð enginn árangur að svo stöddu. Litvinov hjelt fast fram ful! komnum friðarsamningum, en aðal- atriði þeirra voru sögðu i síðasta tbl. Lögr„ og svo var málunum vísað til nánari meðferðar til Parísar. En margir eru þeir, sem telja ensku stjórnina bregðast bandamönnum sín- um í Rússlandi, þeim Koltsjak og Denikin og þeirra fylgjendum, með því, að fara.nú að semja við Bolsje-, víka. En Lloyd George hefur sagt, 18 ekki væri tilætlunin, að semja við Bolsjevíka nema þeir Koltsjak og Denikin yrðu með í friðargerðinni. Fn einmitt það gerir nú að líkindum samkomulagið erfiðast. Bandamenn eru innbyrðis ósamþykkir um rúss- nesku málin og eru yfir höfuð kornn- ir í megnus-tu vandræði út af þeim Þeir hafa leiðst til þess, að verða j átttakendur í borgarastyrjöld í Rússlandi og flokkarnir, sem þeir hafa stutt, lúta þar nú í lægra haldi. Margir vilja halda þeirri styrjöld á- tram, með auknum kröftum, þangað til yfir ljúki, en aðrir, einkum verk mannaflokkarnir og forsprakkat þeirra, mótmæla því fastlega, ög hafa ængi mótmælt afskiftum banda- manna af innanlandsmálum Rússa. Lloyd George hefur nú án efa tek ,ð rjetta stefnu í rnálinu, hvort sem honum tekst að framkvæma fyrirætl- anir sinar eða ekki. En takist það ekki, að koma á friði og sáttum milli ílokkanna i Rússlandi, og semil bandamenn samt sem áður við Bolsje vikastjórnina, heldur óeirðunum þat íiam. Það er þa hiutverk hmnar við rkendu stjórnar út í frá, að stille . friðar í ríki sinu, og bandamönn- m kemur það mál ekki framar við. Fn þeir hafa þá gerst liðhlaupar 1 íússnesku málunum, snúið baki við ivrverandi samherjum sínum og tekið saman við mótstöðumenpina. Þetta er það, sem þeim verður núið um nasir, sem vilja semja frið við Bolsjevíkastjórnina, af mótstöðu mönnunum, sem halda vilja áfram svo að Lloyd George á erfitt aðstöðn í þessum málum. Það kemur líka iram sá ótti hjá bandamónnum, að et þeir vísi alveg á bug friðarumleit- unum Bolsjevíka, þá snúi þeir sjer að Þjóðverjum og geri samband við þá. Og hins vegar aftur, að ef þeir snúi alveg baki við andstæðaflokki Bolsjevíka í Rússlandi, þá leiti hann sambands við Þjóðverja. Nýlega hef- ur komið fram blaðagrein eftir Win. ston Churchill, sem með mjög ákeðn- um orðum lætur í ljósi ótta við það, s.ð samband myndist milli Þýskalands og Rússlands. Hann segir, að það sje alls ekk, heppileg stefna fyrir Englendinga, að gera sjer mjög far um að bægja Þjóð- verjum frá verslun og viðskiftum vestur á bóginn og hrinda þeim á þann hátt til þess að leita þessa ein- göngu austur á við. Því ef Þjóðverjar snúi sjer aðallega i þessum erindum td Rússlands, geti þeir fengið þar alt, sem þeir þarfnist og magnast við það sem heimsveldi. Þar sjeu hrávör- ui af öllum tegundum og herforingj ar Þjóðverja, sem nú sjeu atvinnu- lausir, geti fengið nóg að starfa við heri Rússlands. Þar geti komið upp stór vopnabúr og vopnaverksmiðjur, þótt- bannað sje nú að stofna til þess i Þýskalandi sjálfu. í Rússlandi getl Þjóðverjar skapað heri, sem undir góðri stjórn geti orðið ósigrandi. Hins vegar segir hann að Rússar hljóti að snúa sjer til Þýskalands, ef bandamenn geri þá sjer óvinveitta. Þar geti þeir fengið vísindamenn og ■'ærkfræðinga, og yfir höfuð alla þá irienn, sem þeir-mest þarfnist til þess rð stjórna þeim fyrirtækjum, sem þeir nauðsynlega þurfi að koma á fót til viðreisnar landi sínu. Þetta verði auðvitað ekki alt í einu, en það geti. sótt í þetta horf smátt og smátt. Það ástand, sem leitt hafi til hinnar iiýafstöðnu heimsstyrjaldar, hafi ekki heldur skapast alt í einu, heldur smátt og smátt.Og ef það sje látið við gang- ast ár eftir ár, að rás viðskiftanna takv þessa stefnu, þá komi sá dagur, að rfleiðingarnar birtist. Ef Þýskaland >g Rússland geri samband, hvort sem á báðum stöðvunum myndist íhald- söm einvaldsstjórn eða harðstjórnar- fyrirkomulag sameignarmanna, þá muni allar hætturnar, sem leiddu til ófriðargossins 1914, rísa upp að nýju hálfu verri en áður. Kerensky, sem nú dvelur í Suður Englandi, hefur nýlega látið uppi álit sitt á afskiftum bandamanna af Rúss- landi, og lætur mjög dla yfir þeim. Iíann seglr, að þeir eigi Rússlandi ekki minst að þakka sigur sinn, því neginher miðveldanna hafi verið bundinn á austurvígstöðvunum þang- að til Bandaríkin hafi verið komin út. í ófriðinn hinum til hjálpar. Eftir að stjórnarbyltingin varð í Rússlandi. segir hann að bandamenn hafi alt aí stutt þar íhaldsflokkana og með þvi unnið á móti lýðveldisstjórninni, eða bráðabirgðastjórninni, tn Þjóðverjar hafi stutt Bolsjevíkahreyfinguna. Þeir Denikin og Koltsjak hafi engu ti’ ieiðar komið. Hvíta grimdin hafl komið í stað hinnar rauðu í þeim hjer- uðum, sem þeir hafi náð á vald sitt* Hann segist, ásamt fleiri Rússum, hafa varað bandamenn við því í vor. scm leið, að styðja þessa menn, og spáð því, að svo mundi fara sem nú sje fram komið. Hann segir, að engri instri hugsun hafi verið fylgt í af- skiftum bandamanna af Rússlandi. En hermenskuíhlutun vill hann enga hafa tar frá þeirra hálfu framar. Hann segir, að Rússland þurfi .frið, og um fram alt verði að ljetta af þvi hafn- l.anninu þegar í stað. Það sje himin- hrópandi glæpur og með því sjett drepnar þúsundir kvenna og barna. Sje rússneska þjóðin látin einráð rnuni hún fljótt koma friði á heima hjá sjer. Kerensky er mótsnúinn skilnað' bæði Finnlands og Eystrasaltsland anna frá Rússlandi, segir að Rússar verði að hafa hervörslu á þeim stöðv- nrn, vegna höfuðborgar sinnar og ör- jggis síns yfir höfuð. Síðustu frjettir. Fregn frá 27. þ. m. segir. að yfir ráð friðarmálanna sje aftur að byrja tundarhöld í París og Venizelos sje kominn þangað. Mun þá eiga að fara að ráðstafa Tyrkjalöndunum. Um þjarkið milli Þjóðverja og bandamanna segir í símfregn frá 23. þ. m., að bandamenn krefjist að Þjóð- verjar gangi að öllum skilyrðum, sem þeim sjeu sett, en segi jafnframt, að síðar skuli rætt við þá um tilslakan- ir. Símfregn segir, að Bandaríkja- stjórn ætli að segja ófriðarástandi lokið milli sín og* Þýskalands á ný- ársdag. Milli Breta og Bandaríkja stjórnar er sögð misklíð út af þýsk- um skipum, sem kyrsett hafa verið á ófriðarárunum vestan hafs, og bæði ríkin geri nú tilkall til. írsku málin valda miklum vand- ræðum i Englandi. Lloyd George heldur því nú fram, segja síðustu símfregnir, að tvö löggjafarþing verði á Irlandi, annað fyrir Ulster- hjeraðið. Það er sagt, að almenning- ur í írlandi hafi neitað að hljálpa til að leita uppi þá, sem valdir voru að morðtilraun við French lávarð. T •• •• 1 • f X Tvo songljoð. Þau eru þýdd úr þýsku og voru sungin á hljómleikum Svb. Svein- björnssonar tónskálds í dómkirkjunni hjer siðastliðið sumar, við lög eftir sjálfan hann. 1. Undraljóðið. Eitt ljóð á undraóma, sem allar stundir hljóma til lífsins enda’, ef lærast þeir. Ei maður lag því ljeði. það ljóð á hæstu gleði, en alvöru þó ennþá meir. Það á með einu lagi við alla lífs þíns hagi. Það seiðir blíðu’ í harmsins hljóð. Alt böl í bros er snúið og burtu tárið flúið, er ómar þetta ljóða ljóð. 2. Kvartaðu ekki — Kvartaðu’ ekki, kæra- barn. • Kvartaðu’ ekki! Lifi ungu mæta bæði blóm og hjarn, bros og mótgangs öldur þungu. Guð vill, morgungeislann við gleðjist sálir allra barna. Ellidögum færir frið fegurð himins næturstjarna. Þ. G.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.