Lögrétta


Lögrétta - 31.12.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 31.12.1919, Blaðsíða 2
LÖG R J ETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8- vikudegi, og auk þess aukablöS vi8 og vi8, VerB kr. 7.50 árg. á Islandi. erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. Jöfnuður. I. F r ú i n átti fínan kjól; fór í honum á dansinn; eitthvaS slettist á hann þar, af honum fór þá glansinn. Og frúin ljet hann falla’ i rusla- „skansinn". II. K e r 1 i n g i n í kofanum krókaSi strigapoka utan um sinn kræklu-kropp. — Kuldinn inn vill stroka, ef hvorki’ er hægt aS hita upp nje loka. III. Eftir nokkurt áraskeiS öndina báSar mistu. — Búningsmunur seinast sást settur á þeirra kistu. — Af tilviljun í garSinum sama gistu. Þess skal geta’ aS garSur sá gerSur var hjá sjónum. — Báran fast á bakkann þar beitti skörpum klónum, og séinast gat hún sorfiS aS grafar- stónum. — Öskubrim og aSfalliS um þær brautir tróSu: Fram úr blökkum bakkanum beinin loksins stóSu, en kjólar ei nje gullbönd á þeim glóSu. SíSla dags í svalviSri sást þar inn til hafnar: yfir beggja beinum þar blökuSu vængjum hrafnar .. og þeir voru’ aS krunka: „Þær eru orSnar j a f n a r“. Halldór Helgason. Frjettir. Mannalát. Dáinn er 27. þ. m. An- tnn Árnason skipstjóri á botnvörp- ungnum Rán. Hann kom veikur úr F.nglandsför á aSfangadag. Bana- meiniS var heilahimnubólga. Dáinn er nýlega í Stykkishólmi Þorvaldur Sivertsen fyr bóndi i Ilrappsey á BreiSafirSi, bróSir frú Katrínar konu GuSm. Magnússonar prófessors, en faSir Jóns Sivertsen skólastjóra. 23. þ. m. andaSist á KolfreyjustaS frú Sigrún Jónsdóttir, kona sjera FTaralds Jónssonar prests þar. Lausn frá embætti hefur sjera Þor- valdur Jakobsson í Selárdal fengiS. Stór gjöf. Thor Jensen framkv.stj. gaf fyrir jólin 15 þús. kr. til útbýt- ingar meSal fátæklinga hjer í bænum. Sex manna nefnd skifti fjenu. íslenska orðabókin. Hinn 28. des. 1919 hjeldu starfsmenn hinnar vænt- anlegu islensku orSabókar fund meS sjer og skipuSu sjer í nefnd til þess aS fá samræmi og festu í verkiö. Kusu þeir sjer formann, sr. Jóhannes L. L Jóhannsson. Þetta mun vera þarfa- verk, þar sem mennirnir áttu, eftir fjárlögunum aS dæma, aö vera hver i sínu horni, og engin trygging var fyrir samræmi í verkinu og fastri stefnu. Kolaverslun Breta. Símfregn frá 18. þ. m. segir aS kolaútflutningu> írá Bretlandi muni veröa gefinn frjáls frá nýári, nema til miðveldanna og Rússlands. Jón Dúason kand. polit. hefur ný- lega gefiS hjer út pjesa um gulltrygg- ingu íslandsbanka og heldur því þar íram, aS hún sje ónóg og ekki full- nægt ákvæðum laganna. EndurskoS- endur bankans hafa svaraS og mót- mælt í Mrg.bl. og J. D. skrifaö þar actur, svo aö deilan heldur áfram, og -verSur nánar minst á máliS hjer í blaSinu síöar. — Hr. J. D. fór á- leiSis til útlanda í gær, fyrst til K.- hafnar, en ætlar svo vestur til New York, og ráSgerir aS dvelja erlendis 1 eitt ár. Hann hefur styrk frá Alþingi og Landsbankanum, 12 þús. kr., ti! þess aö kynnast bankafyrirkomulagi erlendis. Tekjuskattur í Rvík. Hæstir eru taldir nú á tekjuskattsskránni hjei þessir, og eru þaö þeir, sem hafa 25 þús. eöa meira: Ásg. SigurSsson konsúll tæp 35 þús., Bjerg kaupm. 38^2 þús., Björn Gíslason kaupm. 30 þús., fiskiv.fjer. Lragi rúm 39. þús., Christensen lyf- sali 30 þús., Arent Claessen kaupm. 50 þús., G. Copland 200 þús., Duus- verslun 38 þús., Gunnar Egilsson 60 þús., Eimsk.fjel. íslands rúm 298 þús., Ellingsen kaupm. 30 þús., J. Fenger stórkaupm. 50 þús., Fr. Magnússon & Co. 26 þús., Garöar Gíslason stór kaupm. 250 þús., Geir Pálsson trjesm. 30 þús., Guöm. Egilsson kaupm. 25 þús., GuSm. GuSnason skipstj. 30 þús., Hallgr. Benediktsson stórkaupm. 750þús., hf.Hamar 3oþús., Har.Árna- son kaupm. 40 þús., fiskiv.fjel. Hauk • ur tæp 228 þús., O. J. Havsteen stór- kaupm. 50 þús., HiS ísl. steinolíufjel. J70 þús., hlutafjel. C. Hoepfner 100 þús., E. Jacobsen kaupm. tæp 32 þús., Thor Jensen framkv.stj. 150 þús., Ól. Johnson stórkaupm. 100 þús., Jón Björnsson kaupm. 29JÚ þús., Jónatan Þorsteinsson kaupm. 45 þús., Kaaber bankastj. 100 þús., L. G. SigurSsson kaupm. 80 þús., Jón Laxdal kaupm 40 þús., R. P. Leví kauþm. 23 þús., Nathan & Olsen 50 þús., Oddný Þor- steinsdóttir 25 þús., Ól. G. Eyjólfsson kaupm. 30 þús., C. B. Olsen 50 þús., Pjetur Gunnarsson kaupm. 40 þús., P. A. Ólafsson konsúll 30 þús.JSighv- Bjarnason bankastj. 30 þús., E. Strand kaupm. 25 þús., H. Thors xramkv.stj. 50 þús., K. Thors fram- kv.stj. 50 þús., Ol. Thors framkv.stj. 50 þús., Rikh. Thors framkv.stj. 50 þús., Geir Thorsteinsson kaupm. 50 J>ús„ Timbur og Kolav. Rvík 32 þús., Trolle og Rothe rúm 25 þús., Jes Zimsen kaupm. 80 þús., C. Zimsen afgr.maöur 25 þús. Bráðabirgðalög voru staöfest at konungi 13. þ. m„ er geröu seöla ís- landsbanka óinnleysanlega um stund- ar sakir og bönnuöu útflutning gulls úr landinu. Þar segir svo: RáSherr- ann í atvinnu- og samgöngumálum hefur tjáö Oss, aS vegna sívaxand* gengismunar á peningum sje hætta á því, aö gull veröi flutt úr landinu til útlanda og aö gullforSi sá, sem til er í landinu og aöallega er í vörslum íslandsbanka, verSi allmikiS skertux viö þaS. Teljum Vjer því brýna nauö syn aö leysa íslandsbanka meö bráSa- birgSalögum, samkv. 6 gr. stjórnar- skipunarlaga 19. júní 1915, undan þeirri skyldu aS greiða handhafa seðla bankans meö gullmynt og enn- fremur teljum Vjer brýna nauðsyn ti! aS heimila ríkisstjórninni aö bann-i flutning á myntuðu eöa ómyntuöu gulli úr landinu. Því bjóðum Vjer og skipum þannig: x. gr. íslandsbanki skal meS samþykki bankastjórnar- ar, leystur undan þeirri skyldu að greiða handhafa seðla bankans meS gullmynt, samkv. lögum nr. 66, 10. uóv. 1905, 4. gr„ gegn því aS hann afhendi ríkisstjórninni allan málm- foröa sinn, sbr. sömu lög, 5.' gr. a. og b, til ráðstöfunar, enda taki ríkis- stjórnin fyrir ríkissjóSs hönd jafn- framt aS sjer ábyrgð á greiöslu jafn- mikillar upphæöar af seSlum bank- ans, sem málmforSinn nemur. Urn leiS og ráðstöfuninni um óinnleysan- leik seSlanna verSur af ljett, afhendir 1 íkisstjórnin bankanum aftur gull- íorðann. — 2. gr. Ríkisstjórninni er heimilt aS leggja bann, aS einhverju leyti eöa öllu, viS útflutningi úr land- inu á myntuöu eSa ómyntuðu gulli, svo og aS ákveða refsing fyrir brot gegn hjer aS lútandi ákvörðunum — 3. gr. Lög þessi öölast gildi þega1' í staö og má meö konunglegri til- skipun fella þau úr gildi, þegar ekki þykir lengur þörf fyrir ákvæSi þeirra Samkvænxt þessu kom út auglýsing í Lögb.bl. jafnframt lögunum 15. þ. U'. svohljóSandi: Samkvæmt bráSa- birgSalögum 13. des. 1919, um ráS- stafanir á gullforöa íslandsbanka, og um heimild fyrir ríkisstjórnina til aS Lanna útflutning á gulli, er hjermeS bannaö aö flytja út úr landinu mynt- að og ómyntaö gull. Brot gegn bann; þessu varöa sektum alt aö 25,000 kr . og ennfremur skal jafnan, auk sektar, greitt tvöfalt verS gulls þess, sem reynt er aö flytja eöa flutt er úr landi, gagnstætt ákvæöum þessarar augíýs- ingar. MeS mál út af brotum gegn í'.uglýsing þessari, skal fara sem al- Verksmiðja [yvindar flmasoiar. íslensk frimerki kaupir hæsta verði Óskar Sæmundsson, Eystri-GarSsauka. Skrifið eftir verðskrá áöur en þjer seljiö þau öSrum. menn lögreglumál. VerSi ágreining ur um skilning á ákvæðum þessarar auglýsingar, sker stjórnarráöiS úr ágreiningnum. Eftirmæil. Sunnudaginn 25. maí síöastl. and- aðist á Bíldudal í hárri elli merkis- konan GuSrún Snæbjörnsdóttir frá Brekku. Hún var fædd í Bakkakoti í Skorradal, 13. sept. 1829. Foreldra’* hennar voru hjónin Snæbjörn Torfa son og GuSrún Jónsdóttir. Snæbjörn var sonur Torfa á Reykjum í Lunda- reykjadal, Þorsteinssonar frá Þyrli Magnússonar. En móöir Snæbjarnar var Magdalena Snæbjörnsdóttir. prests á Lundi, ÞorvarSssonar í Brautarholti Einarsonar. Guörún, kona Snæbjarnar, var dóttir Jóns bónda á Draghálsi í Svinadal, Klem enssonar i Engey, Oddssonar á Nesj- um í Grafningi, Hafliöasonar. í Bakkakoti ólst GuSrún sál. upp, en faðir hennar andaðist meSan hún var i æsku. Alsystkini hennar voru þau Gróa, er átti Ketil Ketilsson (d. 1884) siðast á IndriSastööum, og fluttisf hún eftir lát hans ásamt öllum börn- um sínum til Axperíku, — og Davíð, sem enn er á lífi, háaldraöur, á.Skeiöl 1 Selárdal, hjá Bjarghildi Jónsdóttur, ekkju Þóröar sál. kennara, sonar hans (d. 1900). GuSrún Jónsdóttir. móðir Guörúnar sál„ giftist aftur og átti þá Jón Ásgrímsson, bróöur þeirra Illuga í Svanga og Siguröar á Fellsöxl. Dóttir GuSrúnar Jóns- aóttur'i síöara hjónabandi hennar, var Margrjet (d. 19x7), kona Gunn laugs Pjeturssonar, fátækrafulltrúa i Reykjavík. Snemrna tók aö bera á gáfum GuS- íúnar sál. og atgjörvi hennar til lífs og sálar. Hún var í Bakkakoti, hjá rnóöur sinni og stjúpa, fram á þrí- tugsaldur, og giftist þaöan áriö 1858 fyrra manni sínum, Lofti Bjarnasyni í Vatnshorni, Hermannssonar, Ólafs- sonar. Þau hjónin, Loftur og GuS- rún, byrjuSu þá búskap í Vatnshorn'. 0g bjuggu þar 4 ár, í sambýli við roerkisbóndann Björn Eyvindsson, er þar bjó lengi síSan hinu mesta sæmd- í rbúi (d. 1899). Frá Vatnshorni fluttu þau áriS 1863 að Brekku á Hval íiarSarströnd, og þar vann GuSrún sál. mest af sínu góöa og göfuga æfi- starfi, og því verður minning hennar ávalt svo nátengd viS þaS heimili, cnda var verutími hennar þar 38 ár. Loftur sál„ fyrri maSur Guðrúnar andaðist á Brekku árið 1871, eftir lxnga og þunga vanheilsu. GuSrún sál. var og sjálf oft mjög heilsulítil á samveruárum þeirra. Mátti þvi kallast furðulegt, hve búskapur þeirra hepnaSist veþ.enda skorti hvorugt dáS og dugnaS, eftir því sem heilsufariS frekast leyfði. Þau eignuSust í hjóna- Landi sínu 6 börn, og önduSust 4 þeirra í bernsku (Bjarni, tveir svein- ai, er báSir hétu Snæbjörn, og GuS- rún), en 2 náöu fullorSinsaldri, og eru bæði enn 'á lífi: 1) Bjarni, kaup- rnaSur á Bíldudal, átti Gíslínu (d. 7914), ÞórSardóttur frá Tungu í TálknafirSi. Þeirra synir: Loftur, Þórður og Kristján, 2) Ingibjörg, liósmóðir á Bíldudal, á Halldór Þor- kelsson frá Þyrli, Þorlákssonar frá Króki á Kjalarnesi, Þorkelssonar. Þeirra börn : GuSrún, gift Ólafi skip- stjóra Magnússyni, Margrjet, Kristín, GuSbjörg, Þorkell, Loftur. Fáum árurn eftir andlát Lofts sál., íjeðst til bús meS Guörúnu ekkju Lofts, Jón Teitsson frá Flekkudal í Ejós. Þau giftust haustiS 1875, og bjuggu siöan langa stund á Brekku. Fór búskapur þeirra hiS besta úr r r r . Notið cingöngu FETSTIVJELAE frá THOMAS THS SABROE & CO, AARHUS, sem eru notaðar um allan heim og þykja alstaðar bestar. Hafa hlotið mikið lof og fjölda hæstu verðlauna. Hjer á landi eru vjelar þessar notaðar hjá Sláturfjelagi Suðurlands, Reykjavík; Sameinuðu íslensku yerslununum, Akureyri, og ísfjelagi Yestmannaeyja: Eimaljolng íslandLs °g Samoinaöa gufusliipafjelasis nota eingöngu þessar frystivjelar í skipum sínum. 2700 vjelar af öllum stærðum þegar seldar. Biðjið um upplýsingar og yerðlista. Einkasali á Islandi Cr. J. Johnsen <0 ■Pl a <0 4 U o > O o r* oa V estmannaeyjum. Viðskiftafj elagið, Reykjavik. Símnefni: Talsurn 701 Póstsveinsson. Útvegar verslunum úti um land vörur úr Reykjavik meö lægsta heild söluverði. Útvegar tilboö i íslenskar ofurðir Gefur upplýsingar um vöruverð og fleira. Annast ýmiskonar erindi kaupnxanna og kaupfjelaga. Fyrirspurnum svaraS simleiöis eSa brjeflega. t.endi, enda var Jón hinn mesti smiS- ur og afburðagóöur verkmaSur aö hverju sem hann starfaSi, meöan honunx vanst þrek og heilsa, og þá fór ekki síSur alt vel fram innan bæjar, hjá GuSrúnu sál. Þau áttu snoturt bú og eignuSust ábýli sitt, en þó veröur þaö ekki meö tölum talið. hve miklu var variS fyrir gesti og gangandi, því aS heimili þeirra var hiö mesta rausnar- og gestrisnisheim- ili; átti margur þar kærkomiö aG hvarf, því aS hjálpfýsi þeirra hjóna mátti heita frábær, en þó mun flestum bafa fundist einna mest til þess, hve fjölhæf GuSrún sál. var meS alt þaS cr fróðleik snerti og einkar aölaöandi í allri framkomu og viötali. HafSi hún besta lag á því aS velja jafnan þaö umtalsefni, sem hverjum fjell best ; geð, því aS þótt hún heföi ekki notiS verulegrar mentunar í uppvexti sínum, þá var hún víöa mjög vel heima, enda var gáfnafar hennar mjög fullkomið, næmi og minni fram úr skarandi og skilningurinn hvass og ljós. Sálarkröftum sínum hjelt hún til æfiloka, þótt hennar frábæra minni væri nokkuð tekiö aS 'sljófgast á síö- ustu árum hennar, og' sjón og heyrn ixafSi hún ávalt góöa. Síöara hjónaband Guörúnar sál var barnalaust, en nokkur börn ólu þau hjón upp aS öllu leyti, og mörg ungmenni dvöldu hjá þeim lengri eöa skemri tíma, og munu þau öll ávalt nxinnast hennar sem hinnar ástsæl- ustu konu, enda gat ekki betri móður c-n hún var börnum sínunx og öllum þeirn sem hún aö einhverju leyti gekk í móöur staS. Þegar þau hjónin, Jón Teitsson og Guörún sál„ tóku mjög aö eldast og þreytast, rjeöu þau af aS bregöa búi. Varð Jón kyrr á heimili þeirra, Brekku.hjá Magnúsi bónda Gíslasyni. sem lengi haföi dvaliS hjá þeim hjón- um, og tók svo þar viS búi. Er Jón þar enn, en er nú orSinn mjög hrum- ur og hefur legiS rúmfastur síöastliö- in 6 ár. En Guörún sál. fhittist meö Ingibjörgu dóttur sinni af Hvalfjarð- arströndinni (1901), þar sem hún laföi unniö svo fagurt og veglegt lilutverk. Var hún fyrst hjá dóttuv smni og manni hennar í Reykjavík ! ár, en fluttist svo meö þeim til Bíldudals, þar senx hún dvaldi siöan til* dauöadags hjá börnum sínum, lengst af viö furSu góöa heilsu, og r.aut hjá þeim hinnar bestu aShjúkr- unar og umhyggju. Lík.hennar var flutt til greftrunar suSur aS Saurbæ á HvalfjarSarströnd. Þar fór jaröar- för hennar fram laugardaginn 7. jún' og voru þar viöstaddir margir af hennar fornu vinurn og samsveitung- um. Guörún sál. var einkar vel gefin, bæöi til sálar og líkama, tápmikil og staSföst. Hún var glöö í lund en viS- kværn, og hafÖi nákvæma tilfinningu fyrir öllu fögru og góöu. Trúkona var hún mikil og nxjög hugsandi um ei- líföarmálin, og einkar frjálslynd í þeim efnum; yfirleitt var hún unn- andi frelsi í hverri fagurri mynd sem j.aö birtist í. Var henni jafnan ljett i:m aö verja frelsiS, sem og hvern þann málstaö og málefni sem hún taldi rjett, meö röggsemi, hreinskilni. einurö og stillingu, viS hvern sem var Iljálpsemi hennar og góövild var iramúrskarandi, viö hvern senx í hluí átti, og trygS hennar viö þá sem hún 'iesti vináttu viö, mun aldrei gleymast þeim. Yfirleitt var framkoma hennar svo, aö öörunx gat veriS til fyrirmynd- ar og rnunu þeir senx best þektu hana, avalt telja hana meSal einhverrahinna allra mætustu dætra ]xessa lands, og óska, aö sem flestar konur væru slík- ar. Þá rynni landi voru og þjóS ný og fögur blómaöld. Blessuö sje nxinn- ing hennar. B. S. Fjela gsprentsmiöjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.