Lögrétta


Lögrétta - 20.01.1920, Qupperneq 2

Lögrétta - 20.01.1920, Qupperneq 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- v-'.kudegi, og auk þess aukablöð við og við, V crð 10 kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr. 50 au. Gjalddagi 1. jiílí. gagnkvæm vöruskifti milli Rússlands og annara landa, segir í fregn frá \y. þ. m. I Þýskalandi er mikiS talað um framsalskröfu bandamanna á þýskum mönnum og fjelag myndaö í landinu ti! þess aS berjast móti því, aö sú lcrafa komi til framtcvæmda. Margt bendir á, að keisarasinnum sje tölu vert að aukast fylgi í Þýskalandi, en þó ekki á þann veg, aS hugsaS sje til' þess, aS Vilhjálmur keisari taki aítur við stjórn. SíSustu fregnir segja, að hann sje aS kaupa landeign í Perú r SuSur-Ameríku. AtkvæSagreiSslan í SuSurjótlandi á aS fara fram 9. og xo. febr. og 1. og £. marts næstk. AlþjóSanefnd hefur nú tekið viS stjórn þar. í Khafnarfregn frá 16. þ. m. segir: ,.Helstu stjórnmálamenn og fjármála- nænn í Englandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Sviss, afhentu sijórnum sínum í gær tillögur um aS kveSja saman á þkig helstu fjár- málamenn allra landa, sem hlut eiga aS máli, til að ræSa um samvinnu í þá átt aS hjálpa þeim, sem hjálpar þarfnast í fjármálum. Þörfin er mikil, tjárhagsvoðinn yfirvofandi og Ev- rópa má engum tíma spilla úr þessu." í fjármálatíðindunum dönsku frá 17. des. er ástandinu í Evrópu nú lýst með mjög dökkum litum. Þar segir, að hún standi nú illa að vigi í fjármálunum gagnvart löndunum hinu megin veraldarhaf^nna. Þar sæki fram sterkar þjóðir, sem allar hafi horn í síðu Evrópu. Ný framtíð sje að gróa þar. En i iSrum Evrópu rnagnist eiturloftið. í febrúar verSi hin miklu deilumál í Englandi sett á odditm. af verkamönnunum, og um sama leyti i Danmörku. Eftir að þjóð- irnar hafi svo þolað þrengingar og skort vetrarins,' taki viS hið næsta, stóra byltingastríö. Þá rísi rússneski björninn af dvala, en i MiS-Evrópu berjist afturhaldsstefna eldri tíma og bolsjevíkastefnan um yfirráðin. Eftir aö það var skrifað, sem hjer fer á undan, hefur komið svohlj. sím- fregn frá Khöín, dags. 19. þ. m.: Mikkelsen, fyrrum stjórnarformað ur í Noregi, segir svo um friSarskil- málana: „Jeg hef engan friS sjeS, en friðarfundurinn skapaSi glundroða en ekki friS. Vínarfundurinn og banda- lagiS helga voru konungboriS hjá þessu. Sagan mun minnast Wilsons sem lítils manns og enn minni stjórn- málamanns. — Hann skuldbatt sig og þjóð sína til að semja frið á grund- velli 14 atriða, að viölögðum dreng- skap sínum, en stóðst ekki Clemen- ceau.‘‘ Frá París er símað, að fyrsta verk Deschanels, hins nýja forseta Frakk- lands, hafi verið að hylla Clemenceau. Clemenceau sagði af sjer í gær. Allir þingmenn i öldungaráðinu og þjóð- þinginu hafa ritað undir þakkarávarp <-jl hans og Poincaré hefur þakkað honum opinberlega fyrir hönd þjóð- arinnar. Það er búist við því, að Mil- lerand verði forsætisráðherra. Enginn forseti hefur fengið jafnmörg atkvæði og Deschanel, og telja blöðin það vott um eindrægni þjóðarinnar. Bandamenn hafa sent Hollending- um áskorun um það, að .framselja Vilhjálm fyrverandi Þýskalandskeis- ara. Cfirráð Bandamanna í París verður lagt niður í dag, í þess stað kemur sendiherraráð. Leon Bourgeois hefur verið kjörinn forseti þjóðbandalagsins. Vöruskifti við Rússa ná til hinna chemjumiklu kornbirgða sem sam- vinnufjelög rússneskra bænda hafa unair höndum, en þau breyta engu i’m afstöðu bandamanna gagnvart Sovjetstjórninni. Þó er þetta talið fyrsta skrefið í áttina til friðar við I ússland. — Litvinoff-samningarnir dragast á langinn. — Byltingin í Sí- beríu magnast stöðugt og breiðist út. Nýkomin símfregn, dags. í gær,- segir: „Fullkomið bandalag í sókn og vörn er myndað milli Austurríkis og Tjekkoslovakíurikisins. Millerand er orðinn forsætisráð- herra í Frakklandi og jafnframt utan- ríkismálaráðherra. í kröfu sinni um framsal keisarans vísa bandamenn til siðferðislegrar á- byrgðar hans á brotum gegn þjóða- riettinum, en ekki til þess, að hann hafi átt upptök að heimsófriðnum, og með tilvísun til þess, óska þeir þess kurteislega en ákveðið, að stjórn Hollands framselji hann til dómfell- ingar. Miðjarðarhafsflota bandamanna lietur alt í einu verið stefnt inn í Svartahaf. Veðurfræði. Bók-fregn. Um veðurfræði í orðsins rjettu merkingu hefur fátt verið ritað eða þýtt á islensku. Helsta rit um það efni, sem jeg man eftir, er: „Um vinda“, þýtt rit, sem Þjóðvinafjelagið gaf út fyrir mörgum árum.-------Bók Þorv. Thoroddsens: „Árferði á ís- landi“ o. s. frv.,' er einnig í sinni röð veðurfræðislegt rit. Þá birtist rit- gerð í Skírni, árið sem leið, eftir Jón P. Eyþórsson, Veðurfræðisstöð á Is- iandi. Ræðir hún aðallega um nauð- syn þess, að komið sje hjer á fót •/eðurfræðisstöð. En auk þessa er vitanlega til í annálum, Árbókunum og seinni tíma tímaritum og blöðum, mesti örmull x.f skýrslum og sögnum um veður- áttufar á ýmsum tímum. Hefur þessu að nokkru verið safnað i eitt í áður- nefndri bók, „Árferði á íslandi", í cins konar fróðlegu ágripi eða yfir- liíi. En fyrir utan þetta, sem hjer er nefnt, lifir enn meðal þjóðarinnar mesti sægur af alls konar veðurspám, íyrirsögnum um veðuráttu eftir ýms um merkjum eða teiknum „á sól og tungli", orðsháttum eða spakmælum, er fela í sjer veðurspádóma, og stök- vm um veðuráttufyrirboða. Skal jeg í þessu sambandi minna á orðshætt- ina, orðskviðurnar, eða hvað menn nú vifja kalla það, svo sem: „Sjaldan er gvll fyrir góðu, nema úlfur á eftir renni.“ — „Kveldroðinn bætir, en morgunroðinn vætir.“ — „Grimmur skyldi góudagur fyrsti, annar og sá þriðji, þá mun góða góð verða." Eða þá stökurnar, þar á meðal þessar: „Ef heiðskírt er og himin klár á helgri Pálus messu, mun þá verða mjög gott ár, markaðu það af þessu.“ „Ef að þoka Óðins-kvon, á þeim degi byrgir, fjármissi og fellisvon forsjáll bóndinn syrgir. ' . Og margar fleiri vísur eru til af liku tægi, þar á meðal um Kyndil- messu, Öskudaginn o. s. frv. . En þessi fróðleikur allur — eins konar þjóðsagna-fróðleikur — er mjög á við og dreif. Og yfir höfuð cr okkar veðurfræði öll í molum, og henni lítið verið sint fram að þessu. Árið sem leið kom út ný bók, um veðurfræði, eftir Sig. skólastjóra Þór- ólfsson á Hvítárbakka. Nefnist bók- in „Alþýðleg veðurfræði". Kveðst höf. hafa haft ritið í smíðum í mörg ór. En rúm 20 ár eru síðan, að hann fór að taka eftir og setja á sig veð- i.ráttufarið íslenska, og kynna sjer ýms rit, „áem beinlínis eða óbeinlínis" fræða menn um veðurfar og þau nátt- úrulög, sem það byggist á.“ Á þess- um athugunum hans, og eftirgrensl- un eru kenningar höfundarins, sem l'irtast í bókinni, bygðar. Bókin er frumsamin, og að miklu leyti viðkomandi íslensku veðuráttu- fari. Tekur höf. að meira og minna leyti tillit til fornra veðurfaslýsinga í annálum og öðrum fornritum, og að nokkru fer hann eftir eigin at- hugunum í þessu efni. Og auk þessa kefur hann eðlilegt stuðst við ýms út- lend nýrri rit, er ræða um veður- fríeðí. Bókin er í sjö köflum. Fyrsti kaflinn er um áhrif hitans á veðurfarið. Er þar minst á lofts- lögin, árs og daga hitamun, bundinn cða dulinn hita í loftinu o. s. frv. Annar kafli bókarinnar ræðir um loftstrauma og vinda, þar á meðal íoftþrýstinginn, stormhveli, á.tak og hraða vinda, staðhátta vinda o. fl. Þriðji kaflinn er um loftrakann og .skýjafarið. Ræðir þar um rakamagn ioftsins, úrkomuna, hvernig skýin verða til o. s. frv. Fjórði kaflinn er um áhrif haf- straumanna á veðuráttuna. Er þar skýrt frá heimshöíunum, eðli og or- sökum hafstrauma, straumum í höf- unum kring um ísland o. s. frv. Fimti kaflinn er m ísaldir og haf- ismn. í þeim kafla er skýrt frá ýms- um getgátum uní orsakir ísalda, og Uver áhrif það knundi hafa, ef Gólf- straumurinn breytti stefnu. Eru at-' huganír höfundarins og ýmsra anm ara manna, er hann vitnar til urn þetta efni, mjög eftirtektarverðar og íróðlegar. Sjötti kaflinn er um veðurspár og veðuráttumerki. Er ýmsum gömlum fróðleik, svo sem að marka veður af háttum dýra, hvað veðurbaugar og geislar í skýjum hafa að þýða, hvað -eður vissa daga boðar, áhrif tungls- ins '0. s. frv. safnað þar saman, og mun mörgum þykja fróðlegt og skemtilegt að kynnast því. Margt af þessu eru að vísu „Gamlir kunningj- ar“ okkar eldri mannanna. En yngri lcynslóðinni eða þeim hluta hennar, sem sinna vill nokkuð „fornum fræð- um“ hlýtur þessi fróðleikur að vera nýnæmi. Sjöundi kaflinn er um sólblettina og veðurfarið. Þar er lýst myndun og víðáttu sólblettanna, orsökum þeirra, sambandi þeirra og jarðseguls, og kenningum veðurfræðinga fyr og siðar um þá. Þetta er lengsti kafli bókarinnar og stærsta rannsóknarefni höfundarins. Hefur hann lagt mikla vinnu í athugun og rannsókn þessa náttúru-fyrirbrigðis. Höfundurinn heldur fram þeirri skoðun, að sólblettirnir standi í ein- hverju stambandi við harðindakafl- ana hjer á landi, eða að harðindin sjeu eins konar fylgifiskur sólblett- anna. Leiðir hann mörg rök að því. Hcfur og þessi skoðun* höf. fengið stuðning merkra manna, er þetta hafa kynt sjer. Væntir hann, að athugun- um í þessu efni verði haldið áfram Um vísindalegt gildi þessarar kenn- ingar eða bókarinnar yfir höfuð, skal hjer ekkert sagt. Til þess brestur mig þekking á málinu. Enda ætlast höf ekki til þess, að rit þetta sje skoðað sem vísindarit. Og á það bendir einn- ig titill bókarinnar. — En hins veg- ar er hjer um alþýðlegt rit að ræða, þar sem safnað er í eitt miklum fróð- leik og aðgengilegum. Þetta er einn- ig fyrsta almenna veðufræðiritið, er komið hefur út á íslensku. Og höf- undurinn'á bæði heiður og þökk fyrir að hafa brotið hjer ísinn. Bókin er yfirleitt þess verð, að al- þýða rnanna kaupi hana og lesi. S. S. Um „Menn og mentir“. Jeg vil taka það strax fram, að það er eigi ætlun mín, að dærna rit þetta. Háskóli Islands hefur þegar tiæmt ritið gott og gilt og heiðrað höfund þess með doktorsnafnbót; skyldi því enginn efa, að höfundur- inn eigi þakkir skilið fyrir bók sína. Fá munu þau rit vera, sem eigi rná neitt til foráttu finna, að minsta kosti geta „Menn og mentir“ vart ^ talist í þeirra flokki. Við yfirlestur bókarinnar rak jeg mig á svo marga ihugunarverða staði, að jeg áleit eigi íjett að ganga fram hjá þeim þegj- andi; vil jeg því leyfa mjer að birta eítirfarandi athugasemdir, og til bægðarauka raða jeg Þeim niður eftir þ>ví, hvers eðlis hin vafasömu atriði íitsins eru. Skulu þá fyrst tekin til nthugunar þau atriðin, sem jeg álít að öllu röng. Á bls. 18 segir höf. ritsins: „Svo er alment talið, að Jón Arason sje fæddur árið 1484.“ Rjett er nú það. Sagnariturum vorum hefur komið s unan um, að telja 1484 hið rjetta fæðingarár Jóns biskups, eins og skýrt er tekið frarn í æfisögubrotum lians, sem gefin voru út af Bókmenta- tjelagi voru 1878. Að vísu getur Dr. P. E. Ó. í neðanmálsgrein í umtalaðr> doktorsritgerð, að Árni Magnússon hafi talið það sennilegra, að Jón bisk- ro væri fæddur fyr, en svo er að sjá sem Dr. P. E. Ó. þyki það ósennilegt, þar sem hann tekur það fram, að liklega sje það eiginágiskan þessa nianns. Þegar við flettum nú við blaðinu, þá rekum við augun í undraverða ó- nákvæmni hjá höfundinum, því að á sömu blaðsíðu, sem hann er að iræða oss á þvi, að Jón biskup hafi oítlega farið að heirnan til Munka- Þverár á fund Einars ábóta ömmu- bróður sins, þegið góðgerðir af honum og jafnvel notið þar fyrstu tilsagnar 1 bóklegum fræðum, segir hann for- takslaust, að Einar ábóti hafi dáið 1487. Hvernig er hægt að samrýma þetta, ef vjer tökum það trúanlegt, að jón biskup sje fæddur 1484? Það skal tekið fram, að frásögur þessar um bernsku Jóns biskups geta ■•erið sannar, því það orkar tvímælum, hvort 1487 sje dánardægur Einars á- bóta, þótt það standi í umræddri dok- torsritgerð með skýrum stöfum. Nú vil jeg leyfa mjer, að minnast með nokkrum orðum á eigin ágiskan Árna Magnússonar, sem Dr. P. E. Ó. nefnir svo, og reyna að ráða þá gátu, hvað þeim fræðaþul hafi gengið til þess, aö halda að Jón biskup fyr fæddan en alment var talið og virðist mjer svo, sem ráðningin liggi í aug- um uppi. f fyrnefndum æfisöguhrot- um, sem Bókmentafjelagið gaf út, er þess getið, að hann (þ. e. Jón Ara- son) hafi alist upp á Grýtu og Lauga- landi til þess hann var 24 ára, gekk liann þá í þjónustu Gottskálks hins grimma Hólabiskups og dvaldi með l.'onum, uns hann varð prestur að Uelgastöðum, sem talið er að hafi crðið 1507. Samkvæmt þessu er það vart hugs- andi, að Jón Arason hafi komið til Gottskálks biskups síðar en 1505—6 og gæti há naumast verið fæddur eftir 1481. Sennilega hefur Árni Magnússon veitt þessari tímatalsskekkju eftirtekt cg þar áf leiðandi haldið líklegra, að jón biskup væri fyr fæddur en alment \ar talið. Dr. P. E. Ó. var það vorkunnar- laust, að veita þessu eftirtekt, þar sem hann telur það gott og gilt, að Jón Arason verði prestur að Helgastöð um 1507, og hins vegar, að hann hafi lcomið 24 vetra til vistar á Hólum hjá Gottskálki biskupi. Þetta út af íyrir sig er nægilegt, til að vekja grun um, að 1484 sje eigi hið rjetta fæðingarár Jóns biskups Arasonar. Nú vill svo vel til, að vjer höfum við hendina heimild, sem sýnir það svart á hvítu, að 1484 sje ekki hið rjetta fæðingarár Jóns biskups. Heim- : ld þessi er klerkadómur útnefndur af Gottskálki biskupi grimma, að Hólum 8. júní 1502 (sjá Diplomatari- rm Islandicum, bindi VII, blaðsíðu óoo). Jón Arason er þar einn meðal dómenda, og þá að sjálfsögðu prest- vigður; er með því að fullu sannaö, að 1484 fær eigi staðist sem fæðing- arár hans, og að hann getur með eng- móti verið fæddur eftir 1480.* Á bls. 232 rekurn vjer oss á leiða missögn, þar sem doktorinn segir, að Crísli Hákonarson, sem eflaust er Gísli lögrjettumaður á Hafgrímsstöðum,sje fóðurfaðir Gísla lögmanns Hákonarr sonar í Bræðratungu. Mjer vitanlega stríðir þetta á móti öllurn vorurn heimildarritum, og er rnanni næst að halda, að jxetta sje misgáningur hjá höf, því Það ér alkunnúgt, að Gísli lögmaður var sonur Hákonar sýslu- manns í Árnessýslu, Árnasonar sýslu- manns á Hlíðarenda, Gislasonar lög- rjettumanns á Hafgrimsstöðum, Há- iconarsonar. Gísli lögsögumaður er þvi langafi en eigi föðurfaðir Gísla lögmanns. Ónákvæmni og athugunarleysi rek- ur maður sig alloft á í umræddri rit- gerð. Skulu nokkur dæmi tekin þótt eigi gefist tími eða rúnx til þess að crepa á nema lítinn hluta þeirra at- riða, sem skýringar þurfa við. Á bls. 264 segir höf. að Daði Guðmundsson rnuni vera fæddur nálægt 1490— 1500. Slíkt er fáheyrð ónákvæmni í vísindalegu skrifi, sjerstaklega þeg- ar þess er nú gætt að fæðingarár hans er þekt (Smævir III. bindi bls. 45)- Á bls. 90 finnum vjer meinlega ó- i'akvæmni, þar sem höf. segir, að Ey- steinn Brandsson frá Mörk hafi var- ið svto hraustlega dyrnar á Hrauni 5 Ölfusi, að þeir hafi eigi unnið á, er £'ð sóttu. Hjer er höf. urn of stutt orður, því vart er hægt að fá aðra lmgmynd um viðureign þeirra Ljen- liarðar fógeta og Torfa í Klofa, á Hrauni, af þessari frásögn, en að Torfi hafi orðið að hverfa frá, en eins og alkunnugt er, fjekk lið hans íofið bæjarhúsin að baki Eysteini og vegið Ljenharð fógeta. Ennfrenxur segir höf. á bls. 113, að Jón Arason ínuni hafa haft Eyjafjarðarsýslu ó- siitið frá 1518 til þess er ísleifur Sig- i'rösson tók þar við sýsluvöldum 1533, en látið þó Ara son sinn gegna henni. Eigi vitum vjer samt til þess að Ari hafi haft þar sýsluvöld á * Þess skal getið, að Dr. Jón Þor- kelsson fann heimild ]>essa og benti mjer á hana. B. G. hendi fyrir 1528 enda er það aldurs hans vegna næsta ólíklegt. Þá segir höf. (sjá bls. 83) : „Var nú (það er eftir Seyludómi 21. jan. 1527) Teitur all illa kominn, með því að nú naut hann eigi lengur jafn mik- ils styrks frá Ögmundi biskupi sem áöur, því að um þetta leyti er heldur tekið að vingast með þeim biskup- um.“ 8 blaðsíðum síðar i umræddu riti færir höf. gild rök fyrir þvi, að þingreiðin mikla, þeirra biskupanna, þá er Eysteinn sterki barðist við Atla, hafi verið sumarið 1527 en eigi 1526, sem áður hefur verið talið. \'o ru þá mestar viðsjár með þeirn biskupunum því við sjálft lá, að þing- heimur berðist. Er því naumast hægt aö segja að fjandskapur þeiri'a bisk- upanna sje þá farinn að rjena. Að lokum vil jeg minnast á dóma höf. í riti þessu, sem mjer virðast í- hugunarverðir. Á bls. 106 segir hann að Þorleifur Grímsson virðist ekki hafa verið vitur maður. Jeg ætla ekki að deila við Dr. P. E. Ó. um gáfur Þorleifs, en gat urn þetta atriði sök- um þess að jeg hugsa helst að þetta sje eigin ágiskun doktorsins, og hafi við sáralítil rök að styðjast. Á bls. 109 segir höf. að slikt væri úheyrður og dæmalaus glæpur í sögu yorri og meira að segja í sögu Medi- zimanna og annara ribbaldaætta á í- talíu á miðöldunum, að biskup ljúgi upp tilveru barns í heim tilgangi að sölsa undir sig eigur annara manna. liier segir höf. full mikið, þvi frá þessum tímum eru eigi all fá glæpa- verk kunn, frarnin af kirkjunnar höfðingjum, og síst betra en þetta, Nægir að minna á framferði Gott- skálks biskups við Jón lögmann Sig- mundarson þó annað enn þá verra mætti tína til. Annars vil jeg að síðustu taka það fram, að línur Jxessar eru eigi skrif- aöar til ]xess að rýra álit manna á bókinni, því að jeg viðurkenni, að Dr. P. E. Ó. eigi fremur þakkir skil- ið fyrir það verk, sem hann hefur unnið í þágu íslenskra bókmenta. Barði Guðmundsson. Prjedikun á nýársdag 1920 eftir dr. Jón Helgason biskup. Lúk. 13, 6—9. Gera má ráð fyrir, að einhverjum yðar, kristnu tilheyrendur, þyki þessi upplesni guðspjallstexti hálf ein- kennilegur nýárstexti. En svo er þó ekki þegar vel er að gætt. Dæmisaga Jesú um ófrjósama fíkjutrjeð á að vísu alta'f erindi til vor kristinna manná, en þó ef til vill aldrei brýnna en Þá er vjer nemum staðar á þrösk- uldi áramótanna horfandi aftur fyru oss til liðna ársins með öllum við- burðum þess, bæði björtum og dimm- ura, bæði gleðilegum og alvöru- þrungnum, eða fram fyrir oss til árs- ins, sem í upprás er með huliðsblæj- tnni yfir öllu því, sem það geymir í skauti sínu, og ekki verður oss opin- lrert fyr en með hverjum líðandi degi. Á slíkunx tímamótum er oss jafnan gagnlegt að setja oss sem best fyrir sjónir hverjir eða hvað vjer erum, svo að vjer af athugun þess getum sjeð í rjettu ljósi hvernig vjer höf- i*m gegnt skyldum vorurn á liðnu clögunum og hvers þá sje sjerstak- lega að gæta fyrir oss á hinum kom- andi. Þegar vjer virðum fyrir oss þessa dæmisögu Jesú og alt samhengið, sem hún birtist í, þá dylst oss ekki, að Jesús hefur þar fyrst og fremst i lmga þjóð sína, hina útvöldu þjóð drottins, ísrael. Henni mátti með sannleika samlikja við aldintrje x' vingarði veraldarinnar, aldintrje, sem notið hafði meiri ræktar og umönn- unar en flest önnur þjóða-trje í þeim mikla víngarði. Fyrir hrifum þess hafði guð, skaparinn almáttugi, bor- ið aLveg sjerstaka umhyggju frá þeirri stundu á löngu liðinni tíð, er hann kjöri sjer ]xað að „eignarlýð" öllum þjóðum fremur. En það sem í alveg sjerstökum skilningi átti heima um þessa sjer- stöku Drottins þjóð, ])að á ekki síð- ur heima um allar kristnar þjóðir, já um allar heimsins ])jóðir, að þær eru samkvæmt ákvörðun sinni aldintrje i víngarði Drottins, svo sannarlega sem allur heimurinn, með öllu sem í honum er, er mikilfenglegur drott-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.