Lögrétta


Lögrétta - 25.02.1920, Blaðsíða 1

Lögrétta - 25.02.1920, Blaðsíða 1
Utgelandi og ritstjóri: ÞORST. GfSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsimi 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. N. 7. Beykjavík 25. febr. 1920. B — 1 Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 33. O < Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. & Benedikt Sveinsson Og hæstirjettur Islands. Blöðin skýra frá, aö hæstirjettur r;or — eins og æSsti dómur vor er nú kallaður á hunddanskri íslensku — hafi veriö hafinn og helgaður meS nokkurri viöhöfn seinasta mánudag. Þá er jeg las frásögn af þessari hátíSlegu athöfn, bjóst eg viS,.a® sjá þar einhverstaðat getiS stórmerkilegs Islendings, er jeg ætla, aS fyrstur hafi- flutt máliö á þingi. Hann íaarSist, aS minsta kosti, fyrir því um langt skeiö meS anda og eldi sem öðrum áhuga- málum sínum. Þessi merkismaður er Benedikt Sveinsson sýslumaður, einhver hinn mesti skörungur og áreiðanlega and- heitasti mælskuma'ður, er setið hefur á alþingi íslendinga hinu endurreista. Það var óviðfeldið og ómaklegt, skortur á ræktarsemi, að fyrir- höfn þessi fór fram, svo að hans og baráttu hans fyrir þessari ungu stofn- un vorri var ekki minst einu oröi. Því má ef til vill svara, að eðli- legt sje, að Benedikt væri ekki nefnd- ur, þar sem ekki var rakin barátta ryrir afriámi dansks dómsvalds í ís- lenskum málum. Sumir kunna og að tclja meiri þörf á að brýna fyrir mál- ílutningsmönnum, að „fara“ ekki „ó- gætilega með sannleikann", eins og hinn virSulegi dómstjóri gerði, heldur en lofa látna og rifja upp afreksverk þeirra, og ber jeg ekki á móti því. En ekki þurfti a'ð segja langa sögu. þó að getið hefði verið áræðis frum- herjans, er hóf og háði langa 'hríð stríð fyrir heimflutningi æðsta dóms- valds í íslénskum málum. „Hæsta- ijetti“ hefði verið sæmd að því að byrja veglega starfsemi sína á að minnast með nokkrum hætti hins framliðna þinghöfðingja og baráttu hans fyrir sjálfstæðissigrinum þeim, að æðsta íslenskt dómsvald fluttist i,ú heim, eftir nokkurra alda útlegð, fyrst í Noregi og síðan suður við Eyrarsund. Jeg fæst ekki um þenna skort á tilhlýðilegu þakklæti við Benédikt Sveinsson sökum sjálfs hans. Slíkt kenutr öðrum meir við en mjer. Jeg býst við, að það skifti hann nú litlu, á hvaða rjettlætisvog dómarar vorir og þjóð vega starf hans og stríð fyrir sjálfstæði Islands. En jiað sakar þjóð vora, ef hún metur ekki slíkan skör- ung og eldrnóð hans að makleik- um. Ef vjer kunnum ekki skyn á verð- leikum og dýrstu hæfileikum látinna aíburðamanna, keniur það sjálfum oss í koll. Þá er hætt við, að vjer flöskum illa á lifandi mönnum, grein- t:m oft ekki mann frá mannleysu. Og hvað getur háskalegra en slíkar mannvillur? Sumum þykir þetta, ef til vill, hjegóntamál og orðin ein. En lialdið jrjer, að við getum ekki kom- ist að því fullkeyptu, að gera engan greinarrriun á stjórnmálamanni og stjórnmálaleysingja, ófrjóu skrif-; stofuviti og skapandi stjórnvísi, að- gerðalítilli hjartagæsku og hugsjóna- vellu annars vegar og hrifning af máli sínu og eldheitri trú á málstað sinn hins vegar, eins og Benedikt Sveinsson hafði til brunns að bera? Myndi það vera á vorum dögruu slakur þingmannshæfileiki, að vita vel mun á ráðherrakostum og ráð- herra-göllum ? Jeg bið þá lesendur greinar þessarar, er hugsa það sem þeir lesa, að íhuga vel þetta lítt íhug- aða efni, er hjer er að eins drepið á. Það er eins og sumum mönnum, verðleikum ‘þeirra og kjarna sje sí- íelt gleymt. Menn einblína á brestina, sem sumir voru samgrónir stórfeld- um hæfileikum og manndómi, aðrir skilgetin börn aldarandans, nokkr- ir fylgja smæðar og fólksfæðar þjóðfjelags vors. Því liggja sumir merkustu synir lands vors óbættir hjá garði. Það er t. d. merkilegt, að enn liéfur slíku ágætisskáldi sem Grími Thomsen ekki verið skipað í það önd- vegi, sem ber anda hans, list og spak- legu viti. Stafar það eflaust meðfram af því, að Grímur fylgdi löngum óvin- sælum stjórnmálastefnum, Stjórn- málamaðurinn Bened. Sveinsson hef- ur mátt hlíta lílcu rjettlæti, að sumu leyti, af líkum sökum og rökum. Hann átti að vísu um óskamt skeið mikilli lýðhylli og þjóðfylgi að fagna, hafði mikil áhrif í .landinu. Sumir mestu gáfumenn vorir á þeirri tíð, t. d. Gest- ur Pálsson, sáu gerla yfirburði hans og einkenni. Þó er svo að sjá, sem hann hafi aldrei haft eins miklar vírðingar og ætla mætti, eftir fágæt- um hæfileikum hans og kröftum. Sama virðist Gesti Pálssyni og hafa fundist: En um það er hann ljest, hafði allmikill þorri þingmanna og landsmanna horfið frá stefnu þeirri, er hann stýrði og við hann var kend („Benedizkan") Andstæðingar hans fóru um hann óviðurkvæmilegum ó- virðingarorðum, sem lög gera ráð fyrir. Höfðu þó ýmsir þeirra fylgt honum langa hríð að málum. Og „hinar tryggu leyfar“ flokks hans breyttu eftir lát hans stefnu í ríkis- ráðsdeilunni. Því hafa flokksmenn hans, ef til vill, hirt litt um að halda minning hans á lofti. Vinsæld hans var því breytt í óvinsæld. Framtíðar- hugsjónum hans var snúið í „háskýja ' politik", eins og andríkur mótstöðm maður hans kallaði stjórnmálastefnu hans. í sjálfstæðismálinu krafðist hann þó ekki mikils hjá því sem síðar vat heimtað og — veitt. Þó virðast kröfur lians nú undarlega djarfar og til- gangslitlar, er þess er gætt, að þá var sem mest í Danmörku ríki þeirra Estrups og Nellemanns. Þeir sátu þá að völdum í þrái við þjóð sína og tröðkuðu lögum og landsrjetti. Var sist furða, þótt gætnir og gamlir í- haldsmenn gætu ekki fylgt Benedikt í svo vonlítinn leiðangur sem stjórn- arskrárbaráttu hans var, meðan hinir harðvítugustu hægrimenn stýrðu Danmörku. Sýnir ]iað „kraftkyngi" hans, að hann bljes þá stórum her- sveitum undir merki sitt. Landsmála- foringinn Benedikt Sveinsson bljes að gióðinni fornu frá dögum Jóns Sig- urðssonar. Það var hlutverk hans í stjórnmálasögu vorri. Það er merki- legt, að einn hinn mesti andstæðing- ur Benedikts, Arnljótur Ólafsson, hef- ur markað þessa afstöðu hans. Hann íeit 1898, ári fyrir dauða Benedikts (i ritlingnum „ísafold“ og „Valtýsk- an“), að „þótt vjer hendum gaman að Öfgum og örhæfi Benedikts Sveins- sonar, verður því eigi neitað, að hann er rjettur erfingi að stjórnmálastefnu jóns heitins Sigurðssonar, að „Benedikt er sívaxandi áframhald af Jóni.“ Mjer þykir óliklegt, að þess- um dómi. verði hnekt. Það má ef- laust að miklu þakka baráttu Bene- dikts og hávaða þeim, er hann gerði, rneð tlistyrk liðssínsogundirforingja, um stjórnfrelsivort, aðdatiskirvinstri- menn urðu að nokkru við kröfum vorum, er þeir komust til valda 1901. Hann kynti óróa, sem lifði hann og kulnaði ekki, heldur heimtaði æ meira, uns fullveldi íslands var viðurkent. Það er ekki tilviljun, að sonur hans hóf stefnu „Landvarnar". Samt hefur Benedikt verið gleymt. Mönnum hef- ur sjest yfir, að hann sá í mörgu f-estum skýrara raunveruleg vaxtar- skilyröi jijóðar vorrar, og að úr „há- pkýja-politik" hans komu gróðrar- skúrir. t skopvísu einni um hann er sagt, að hann hafi „mörg ár malað, en mjelið hefur enginn sjeð.“ Og jeg held, að mig misminni ekki, að ,,ísafold“ gæti þess í ritdómi um æfisögu Benedikts í „Andvara", um eða laust eftir síðustu aldamót, að I;ann hefði fáum eða engum málum sinum fram komið. Jeg sleppi að ræða, hve sanngjarnt var að finna honum slíkt til foráttu. Stærstu á-*- hugamál hans brutu skip sín á sama skeri: kúgunaranda og þröngsýni danskra hægristjórna. Honum verður ekki ámælt fyrir, að hann sprengdi ckki það sker í loft upp. En nú vill einmitt svo til, að fáir hafa komið betur fram áhugamálum sínum, fáir verið sigursælli — í gröfinni — en þessi málsnjalli þingskörungur. Síðasta áratug hafa hugsjónir hans nnnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Sjermál vor eru komin úr ríkisráðinu, háskólinn stofnaður og starfandi, hæstirjettur heim fluttur. Nú sjest mjelið, sem hann mól. Nú má lita árangur æfistarfs hans og langrar baráttu. Sannarlega ætti þjóð vor ekki að hafa minni mætur á þessum syni sínum af þeirri sök, að hann lifði ekki og sá ekki sigur áhuga- rnála sinna og hugsjóna. En það er merkilegt, hve vel tekst að komast hjá að nefna hann, nú er hugsjónir hans búast holdi og beinum, og ekki síst þeir, er telja þær á „rjettum rök- um bygðar“, eins og hinn virðulegi forseti hæstarjettar komst að orði um heimflutning íslensks dómsvalds. Jeg veit vel, að sumir óttast „sjálf- stæðið“ mikla, kalla oss það ofviða,. menning vorri hætta búna af andlegri cinangrun, er stofnun íslensks háskóla hafi í för með sjer o. s. frv. Víst er hjer gripið. á kýli, er getur’orðið hættulegt, ef ekki er við .gert. Þjóð vor hefur eflaust þroskast meira að vtan- en innanverðu seinustu árin. Vera má, að menning vorri hefði ■verið hollara, að sumar sjálfstæðis- framfarir vorar hefðu ekki komið eins sriemma og raun varð á. En aðal- atriðið er, að það var óhjákvænú- leg afleiðing stjálfstæðisstefnu vorrar og þjóðmetnaðar, að hugsjónir Bene- dikts Sveinssonar kæmust í fram- kvæmd. Sjálfstæð þjóð hlýtur að standa straum af æðsta námi ungra' sona sinna. Sjálfstæð þjóð felur ekki erlendri stofnun, sem hlaðin er störf- um og ókunnug landshögum, að kveða upp efstu dóma í málum og deilum þegna sinna. Það er og hætt við, að æ hefðu fylgt því nokkrir smákvillar, t. d. metnaðarprjál, er þjóðin tók þessar vísdómstennur. Þjóðin hlýtur því ávalt að þakka Benedikt Sveinssyni hugsjónir hans og þorstyrka trú á framtíð og fram- farir íslands.Hann hefði og ekkihorft í að veita nóg fje til að verjast hætt- um þeim, er oss kann að standa al einangrun og fjarlægð frá öðrum þjóðum og löndum. Á nirfils- og sparnaðar-tíð var hann ósmár í fjár- hag'sefnum landsins. Hann fletti í þingræðum rækilega ofan af skamm- sýni sparnaðarstefnunnar, er drotnaði í fjármálum landsins á fyrstu lög- gjafarþingum vorum. Hann ól þann metnað fyrir hönd þjóðar sinnar, að hún sæi sjer sjálf farborða í hvívetna. Halldór Friðriksson sagði eitt sinn, er umræða var um stjórnarskrár- frumvarp Benedikts, að vjer mættum „varla heita andlega sjálfbjarga", þyrftum gjafa frá öðrum, bæðum um gjafir, en vildum þó vera stórráðir og stjórna öllu saman sjálfir. Þessu svaraði- Benedikt: „Má jeg spyrja: Hverra ómagar eigum vjer að vera? Sjálfra vor, s-jálfsagt? — — Einnútt breytingin á stjórnarskrá fslands á að kenna oss, á að neyða oss, að h.ætta að vera ómagar sjálfra vor og annara.“ ( Benedikt Sveinsson taídi heim- fhttning æðsta dómstóls vors felast í fullkomnu stjórnar-sjálfstæði, hljótá að vera því samfara. Hann sagði á Alþingi 1885: „Þetta frv. (um afnám æðsta dóms vors í Khöfn) hefur skapast og‘ hlýtur að skapast jafn- lúiða þeirri hugsuri, þeirri þjóðar- þörf og þjóðarnauðsyn, að ísland fái innlenda stjórn allra sinna sjerstak legu mála, og það skyldi enginn láta I sjer koma til hugar, að Islendingar l haldi svo mikið upp á hæstarjett : Danmörku, að þeir vilji vinna það XV. ár. til fyrir hans sakir að fara á mis við afdráttarlausa innlenda stjórn í þéssa orðs yfirgripsmesta skilningi? stjórnarskrárfrumvarpi Benedikts, er samþykt var á Alþingi 1885, stóð, að ísland hefði dómsvald fyrir sig. Af því kvað hann leiða það, að afnema yrði dómsvald hæstarjettar Dana í ís- lenskum málum. Hann kvaðst með frumvarpi sínu ekki „lýsa van- trausti til hæstarjettar.“ Hann sagð ist játa, „að hæstirjettur hafi oft lagt rjett úrslit á dómsmál vor.“ —- En allar þær ástæður, er mæltu með inn- lendri stjórn, mæltu og með því, að acðsti dómstóll landsins væri í landinu sjálfu. Hann sýndi og annmarka á, að erlendur dómstóll dæmdi um mál vor. Og af því að mjer virðist hann þar rökvís eða rökheppinn, set jeg hjer kafla úr fyrstu ræðu hans í mál- inu á alþingi 1885: „Loks skal jeg geta þess, að hjer á landi eru svo sjerstakir staðhættir, venjur og háttsemi, sem útlendingar geta ómögulega skilið, en sem bæði dómararnir og málfærslumennirnir eiga að þekkja til, og verða að skilja til þess að setja sig' rjettilega inn í málin. Jeg skal nefna til dæmis fjár- mörkin íslensku. Jeg hef einu sinni sjálfur haft þá æru, að gefa víð- frægum málfærslumanni í Kaup- mannahöfn skýring á íslenskum fjár- mörkum, og átti hann, sem von var, íullerfitt með að skilja þau, sem um var að ræða. Það varð ekki með orð- um gert, heldur með pappír og skær um. En hvert stálpað barn á íslandi hefði kannast við þessi mörk við orð- in ein, hv.að þá lærður íslenskur dóm- ari." (Alþt. 1885 B. d. 1141—1142). Jeg ætla ekki að lýsa Benedikt Sveinssyni hjer nje auðkenna hann. Slíkt verður ekki gert í blaðagrein. Tilætlun mín var að eins að benda á, að miður vel hefði farið á, að hans var ekki minst að neinu við vígslu hæstarjettar. Hæstirjettur hóf að þessu leyti göngu sína eigi eins giftusamlega og skyldi. Benedikt Sveinssyni hefur verið margt til foráttu fundið, bæði með rjettu og röngu. En hvað sem líður brestum hans, þá er hitt víst, að hann var gæddur ýmsum sjaldgæfum hæfi- leikum og manndýrðum, er auðga og fegra sögu íslands. Þær ástríður, sem rýrðu veg hans og virðing, verða ekki skildar frá þeim funa, sem gerði hann að hinum merkilegasta ínanni, —■ ekki fremur en ranghverfa frá rjetthverfu á sama fati. í honum var mikill ósvikinn kjarni. Hann átti J;að, sem Páll Ólafsson kvartar um, í gáfulegri vísu, að sig hafi vanhag- að um á alþingi: „talent og tempera- ment“. „Talent“ er raunar fremur of veikt en of sterkt orð um þinggáfur hans. Hefði það skýrt -komið í ljós, ef eldingar hans hefðu þrumað í þingsal einhverrar stórþjóðar. Þá er honum tókst upp — og honum tókst cft upp — talaði hann af fágætri mælsku og frumlegri andagift. í ræðum hans má finna líkingar svo líkamlegar og eftirminnilega skýrar, að stórskáld gæti verið höfundur þeirra. Hann var skæður í sennum og skjóturi í svörum. Hinir orðfærustu og best gefnu menn, t. d. Grímur Thomsen og Arnljótur Ólafsson. þreyttu oft leik við hann á þing- bekkjum. Víst veittu þeir honum sár, er lengi sjer örin eftir. En sjaldan báru þeir af honum sigurorð. Hann gat líka verið meinyrtur og orðhepp- inn. Hann var einn þeirra manna, er ttúði heitt því, sem hann sagði. Þá er hann talaði á alþingi, fylgdi hjarta máli. Ekkert auðkennir hann skýrara en sannfæringarhiti hans. í þeim hita fólust styrkleikur hans og veila. Sá hinn „heilaga eldur“ jók skarpleik hans og einsýni. Hann átti það, sem er eitt höfuðeinkenni stjórnmála- manns, hjartfólgin áhugamál, er skift gátu þingheimi í öndverðar fylking- ar og flokka. Og liann var í mörg- um stórmálúm spámannlega vaxinn, i samræmi við framtíðina. Þá er vjer íslendingar eignumst sagnaritara með skilningi á þroska vorurn á síðustu áratugum og glöggu auga á því, sem einkennilegt er og stórvaxið í mannlegu eðli, verður honum vísað til sætis meðal merk- ustu sona þjóðar vorrar í nútíð og fortíð. Hann var fæddur stjórnmálamað- ui — „einn af fáum“. Hann átti ekk- ert annað að vera. Andi hans og guð- móður nutu sín best i stjórnmála- skærum og ræðustól. Tvo síðustu áratugi æfi sinnar var hann sannkallaður Ókólnir íslenskra sjálfstæðismála. Sigurður Guðmundsson. Sprettir. Kvæði eftir Jakob Thorarensen. — Útgefandi Þorst. Gíslason. Rvík MCMXIX. Þetta er önnur kvæðabók skálds- ins. Nafn hennar kann jeg ekki við. Pappír, prentun og annar ytri bún- fngur bókarinnar er góður, nema tit- ilblaðið; það er óþolandi sökum hörpumyndarinnar með puntstráun- um tveim, er flest ljóðskáld og leir- hausar „brúka“ nú saman i bróðerni. Hjer hafa konúð út árlega margar bækur um ólík efni, en nákvæmlega ems að ytra útliti. Þess vegna er nauðsyn skáldum og rithöfundum, að afla sjer nokkurrar þekkingar á prentun, leturgerð og miklu fleiru er lýtur að útgáfu bóka, svo þeir þurfi ekki að varpa öllu slíku á prentarann; hann er sjaldan fær um slíkt. En það skiftir miklu, að bók sje falleg að ýtri gerð. Jakob varð þjóðkunnur fyrir fyrri kvæðabók sína „Snæljós". Síðan hafa altaf öðru hvoru birst kvæði eftir hann í blöðum og tímaritum. Þau kvæði eru flest prentuð aftur í þess- ari bók og þó elcki öll, t. d. „Strand- ið“ er hjer ekki. Er það gleymska? —• Eða var nokkur ástæða til þess V að kasta því? Skáldið er ekki mikið breytt frá því, er hann kvað „Snæljós“. And- inn virðist mjer hinn sami og ný ein- kenni hafa ekki komið i ljós. En hjer er með efnið farið af miklu meiri list en áður var. Ytri búningur kvæð- anna er einnig miklu vandaðri. Þessu tií sönnunar get jeg nefnt kvæðið ,,Umhleypingar“ og mörg fleiri. Jakob gerir ekki að jafnaði sjálf- s.n sig að umtalsefni. Hann er ekki lyriskt skáld. Þó bregður fyrir yndis- léga fallegri lyrilc í kvæðum hans t. d. þessari vísu: Nú birtir yfir breiðum og blika geislar víða til lofts og hafs og hlíða. Nú hækka vonir flug. Nú þýtur suðræn þíða um þjóðarinnar hug. Aftur á móti verður honum á að syndga gegn allri lyrik t. d. í þess- ari ljóðlínu í kvæðinu „Harpa“, sem vitanlega hefur átt að verða ljóð: „Bóistra-gikki er glóey rægja“. Þetta er ómögulegt að segja í ljóði — setningin er altof gróf og gerspill- ir öllu kvæðinu. Eitthvert fegursta kvæðið í bók- inni er „Ásdís á Bjargi“. Jeg set hjer nokkrar vísur úr kvæðinu, en það er alt jafn ágætt: Asdís var í iðju og draumum ein um hitu ])á að elska - og stuðla að Grettis gengi og gæfu hans að þrá. Sn vonir bæði og bænir hennar barning vildu fá. Snemma kendi mikla manninn móðuraugað glögt, sá í barnsins vöggu-voðum riðbragð hetjusnögt, þ.að var yndi — en annars vegar örlög myrkrið dökt. Kvíðinn óx og þrautir þyngdust þegar hann komst á legg. Stríðnin, kvefsnin, bernsku-brekin I

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.