Lögrétta


Lögrétta - 31.03.1920, Síða 1

Lögrétta - 31.03.1920, Síða 1
Utgetandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGR AfgreiSslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 12. Beyjavík 31. mars 1920 Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. —o—1 Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. Fyrirliggjandi miklar birgðir af íallegu veggfóðri, pappír og pappa á jjil, loft og gólf, loftlistum og loftrós- um. Frá Danmörku. Konungur víkur Zahleráðaneytinu frá. — Hægrimenn mynda stjórn. í gærmorgun .kom hingaS svo- hljóöandi símfregn frá Khöfn: Konung'urinín. hefur vikið Zahle- stjórninni frá völdurn. Zahle hefur neitaó að gegna stjórnarstörfum þangað til ný stjórn verði mynduð. SiSar í gærdag kom aftur þetta- skeyti: ÁstæSurnar fyrir frávikningu Zahlestjórnarinnar eru þær, að meiri hluti landsþingsins snerist’ á móti lienni í Færeyjamálinu. Og i fólks-- þinginu, þar sem Zahlestjórnin hafði cins atkvæðis rneiri hluta, snerust 2 tveir þingmenn á móti henni. Síðustu dagana hafa afturhaldsmenn barist grimmilega á móti stjórninni og á- sakað hana fyrir að hafa vanrækt Flensborgarmálið. Flafa þeir krafist nýrra kosninga þegar í staö, samkv. kreyttum grunJvallarlögum og kosn- ingalögum, er Zahle haföi um síö- t.stu kosningar lofaö aö bera fram. Kveldblöö íhaldsmanna eru ofsakát yfir málalokum þessum. í fregn- miöa frá „Politiken‘‘ segir, að þetta athæfi sje einstakt í sinni röö í stjórn- skipunarsög'unni. Lögreglan heldur vörð um Amalíuborg. Á götum borg- arinnar standa menn tugum þúsunda saman og ræða viðburöina með' á- fafa. Jafnaðarmenn hóta að lýsa yf- ir allsherjarverkfalli á miðvikudag (í dag), ef stjórnin veröur ekki falin Zahleráðaneytinu á ný. í gærkvöld kom skeyti, er sagði, að Liebe, hæstarjettarmálaflutningsmað- ur. hefði myndað bráðabirgðastjórn, °S í skeyti frá í morgun er sagt frá skipun hennar á þessa leið: Otto Liebe, hæstarjettarmálaflutn- ingsmaöur er forsætis og dómsmála- ráðherra. Th. Rovsing, prófessor I læknisfræði, kenslumálaráðherra. — Oxholm amtmaöur og kammerherra innanríkisráðherra og til bráBabirgöa iandbúnaðarráðherra. Konow, flota-' faringi, hervarnaráðherra og til hráöabirgða utanríkisráðherra. Mon- herg verkfræðingur 0g etatsráð, ráð- herra opinberra verka. Hjort-Hansen ti am væmdarstjóri fjármálaráðherra. buenson, skipaútgeröarmaður, versl- imarmálaráðherra. Rektor Hass kirkjumálaráöherra. S.tjórnin hjer fjekk einnig í gær til- kynningu um þetta frá funtrúa sínum 1 Khofn. Þar segir, að fylgismenn fyrn verandi stjórnar dæmi þessar að- farir hart, og telji þær ekki í sam- læmi við grundvallarlögin. Jafnaðar- niannaflokkurinn hafi sent konungi tilkynnmgu um, að hann yfirvegaði a-lsherjarverkfall, ef Zahlestjórnin Ver«i ekki sett til valda aftur. h*essar fregnir koma óvænt, og ó- LKð enn, hverjar afleiöingar þær geti ,!a r; Eriginn efi er á því, að það er “^rem'ttgurinn út af suðurjótsku nulunum, sem mestu veldur. Mikill flokkur manna í Danmörku mun hafa sótt það fast, ag Danmörk fengi Flensborg, enda þótt atkvæðagreiðsl- an væri þar svo andhverf Dönum sem frá var sagt í síðasta tbl. En Zahle- stjórnin lagðist eindregið á móti því að Danmörk tæki við öðrurn hjeruð urn Suður-Jótlands en 'þeim, sem ai n eirihluta væru bygð dönskun mönnum og kæmu þvi af fúsum vilj; og samkvæmt sjálfsákvörðunarrjett inn í danska ríkið. Símfregn frá 27. þ'. m. sagði, að alþjóðanefnd sú, sem gera átti tillögur um þetta til banda- mannastjórnanna, hefði lagt til, að ?.lt 2. atkvæðabelti Suður-Jótlands, þar með Flensborg, skyldi framveg- is fylgja Þýskalandi. Hvort svo er nú, að hægrimannaflokkurinn danski. sem rnest kapp hefur lagt á að fá Flensborg, hugsi sjer enn að fá hana, þrátt fyrir tillögur nefndarinnar, verður ekki sagt, eða þá, að að eins sie um það að ræða, að korna Zahle- stjórninni frá völdum. En í nýja ráðaneytinu éru eingöngu hægri- menn, og ætlunin mun vera sú, að nýjar kosningar verði látnar fara fiarn svo fljótt sem kostur er á. Dönsk stjórnarvöld eiga að taka við þeim hjeruðum Suöur-Jótlands, sem Danmörk fær, 3. eða 4. apríl, en sá dagur, er lýst verði yfir samein- ingunni, er enn óákveðinn. Úti um heim. Síðustu frjettir. Byltingin í Þýskalandi, sem frá var sagt í síðasta tbl., er nú úti, og í fregn trá 24. þ. m. var sagt, að alt væri orðið kyrt i Berlín. En stjórnin hefur sagt af sjer. Fyrst kom fregn um, aö Noske væri aö Jara, því móti hon- um hefur gremjan verið mest. 26. þ. m. kom fregn um, að alt ráðaneytið liefði sagt af sjer, en Múller, áðui, utanríkismálaráðherra, hefði tekið að sjer myndun nýrrar stjórnar. Óeirðir Og viðsjár eru að sjálfsögðu rniklar t;l og frá urn land. Stjórnin vildi fá hjá bandamönnum undanþágu frá aivopnunarslcilyrðum friðarsamning- anna, vegna innanlandsóeirðanna, en Frakkar settu sig á móti því og vildu • taka Ruhrhjeraðið,. vegna þeíss að skilmálarnir væru ekki haldnir af Þjóðverjum. Bandarikin, England og 'ítalía lögðust á móti því, segir fregn itá 27. þ. m., að bandamenn láti her sirm taka stjórn í Ruhrhjeraði, og er út af þessu o. fl. óánægja mikil gegn þeint í Frakklandi. Hefur Barthou í franska þinginu farið höröum oröum um ensk-franska sambandið og fundið því margt til foráttu. — Símfregn segir, að verkmannaflokkarnir þýsku liafi nefnt mann, sem Wissel heitir, til þess að vera í kjöri af Jbeirra hálfu til ríkisforsetaembættisins. Stjórnar- blaðið „Vorwárts" hefur andmælt því mjög fast, að Hindenburg yrði kos- inn. En i útl. blöðum má sjá, að hann liefur sett það skilyrði fyrir því, að gefa kost á sjer, að allir flokkar yrðu sammála um þaö. Einnig hefur hann, aö sögn, viljað hafa til þess sam- þvkki Vilhjálms fyrv. keisara. Pólverjar og Rússar eru nú að semja frið, segir fregn frá 27. þ. m., en bardagar höfðu skömmu áður átt sier staö þeirra í milli. Sóttu Pól- verjar fram, en biðu ósigur. Leifar Denikinshersins hafa nú rýmt burt frá Krim, og bolsjevíkar hafa stöðvað samgöngur til Konstantínópel land- mcgin. í Japan er nú sögð komin upp _öílug bolsjevíkahreyfing, og stjórnin þar hefur sagt af sjer, segir í fregn frá 23.' þ. m. í Austurlöndum eru miklar hreyf- ingar,. sem virðast snúast gegn yfir- ráðum Englendinga og Frakka. í fregn frá -23. þ. m. segir, að Sýr- lendingar hafi kosið sjer konung, Fai- cal emir, en bróðir hans, Abdullah hafi verið kosinn konungur í Mesó- pótamíu. . Fregnir frá Englandi segja, að þar sje yfirvofandi allsherjarverkfall og kolaútflutningur verði stöðvaður, af otta við það. Fregn frá Khöfn 27. þ. m. segir, að .aivinnuveitendafjelagið danska hafi >oðað allsherjarverkbann 9. apríl, er ái til flestra atvinnugreina og til 150 ús. verkamanna, en siglingar snerti að ekki og ekki starfsemi hins opin- iera. Fregnir hafa komið um, að friðar- iiálaráðstefna bandamanna sje að 'ytjast til ítalíu. Hún hafði um hríð verið háð í Lundúnum, og hlaðafregn- ;nar sögðu, að samkomulagið færi versnandi, Frakkar væru mjög óá- nægðir, bæði við Englendinga og ítali. Samkomulag er enn ekki feng- ið, hvorki um rússnesku, ungversku nje tyrknesku málin, eða var ekki, er siðustu útl. blöð, sem hingað hafa komið, segja frá þeim málum. Það var að eins ákveðið Rússlandi við- víkjani, að þau lönd, sem vildu, hefðu rjett til að taka upp verslun við það. En alt benti þó í þá átt, að fullkom- in friðargerð við ráðstjórnarríkið rússneska væri i nánd. Og talað var um samtök til að stuðla að endur- íeisn Þýskalands. Nitti hafði beitt sjer fyrir því, í friðarráðinu, að hern- aöarskaðabætur Þjóðverja yrðu færðar niður, en það strandaði á ein- dregnum mótmælum frá hálfu Frakka. „Times‘‘ flutti svæsnar á- rásir á starfsemi friðarráðsins, taldi alt ganga þar bæði seint og illa og íyrirkomulagið í heild sinni á vmnu- brögðunum óheppilegt. Frá Ungverjalandi. Það er ekki fullkomlega rjett skýrt fvá síðustu stjórnarbreytingunni í iJngverjalandi í seinustu blöðum. —: 'Jngverska þingið' kom saman 16. febr. síðastl., i fögru vorveðri, segi.- í blaðafregnunum, og meðal margra og mikilla verkefna, sem fyrir lágu, var það eitt hið helsta, að velja ríkis- stióra. Vissa var nú fengin fyrir því, ; ð friðarskilnrálar bandamanna yrðu harðir. Ungverska ríkið var áður 323 þús. ferkilóm. með 21 milj. íbúa, eri átti nú, með þeirn samningum, sem á leiðinni voru, að færast sarnan í 87 Jais. ferkílóm. stærð með 7J4 milj. ibúa. Og margt fleira átti að koma mn í þá samninga, sem Urigverjum íjell illa. Samt sem áður var gleði- bragur yfir Buda-Pest þennan dag, segja útlendu frjettarítararnir, sem þar voru, og kátt í þingsölunum, þótt miklu fámennara væri þar en áður. Þingmannahópurinn leit nú líka all- miög öðru vísi út en fyrrum. Þar var miklu meira af bændum nú, og enginn þingmaður í einkennisbúningi. Yfir- tökin í þingu voru í höndum hins svo nefnda kristilega þjóðernisflokks rg í grundvallarskoðunum sínum er liann talinn íhaldssamur, einkum eftir viðureignina við bolsjevíkaflokkinn síöastl. sumar, og kýs helst, að kon- mgsveldi haldist og vill fá aftur til valda mann af gömlu keisaraættinni. En rnóti því snerist yfirráð banda- manna, eins og áður hefur sagt verið ; stjómarfarið hafði verið á ringulreið að undanförnu og óráðið um framtíðc arfyrirkomulagið. Nú lá það fyrir j'inginu, að velja ríkisstjóra til óá- kceðins tíma, og það var þegar ljóst í byrjun þingsins, að Horthy herfor- mgi mundi verða fyrir valinu. Hann var við þingsetninguna, 16. febr. ásamt ti ú sinm og sýndi það sig þá, að hann á mjög miklum vinsældum að fagna. Ríkisstjóravaliö fór þó ekki fram fyr en 1. þ. nr. Þá tfar Horthy kvaddur •i þingfund og forsetinn tilkynti hon- um þar opinberlegá, að þingið hefði • 'valið hann ríkisstjóra og spurði, hvort liann vildi taka það embætti að sjer. Horthy játaði því og vann síðan eið aö stjórnarskrá ríkisins. Það var fram tekið, að þess væri vænst, að hann stjórnaði ríkinu í samræmi við vilja þingsins, og fastseett var, að árslaun rikisstjórans skyldu vera 3 miljónir króna. Að því búnu var rikisráð hald- íð undir hans stjórn og Huszer for- sætisráðherra þakkaði þar hinum ný kosna ríkisstjóra í þjóðarinnar nafni fvrir starf hans á ófriðarárunum og Cigi síður á þeim þrengingartímum, s?m þar fóru á eftir. Að svo mæltu iýsti forsætiráðherrann yfir, að stjórnin teldi hlutverki sínu lokið með því, sem gerst hefði þenftan dag, og beiddist lausnar. Ríkisstjórinn þakk- eði henni og bað hana, að gegna stjórnarstörfunum áfram fyrst um sinn. Horthy ríkisstjöri er fæddur 1868. Hann var áður foringi í flotaliði Ung verja, og það er sagt, að hann hafi ve.rið foringi á þýska herskipinu „Gö- ben“, sem lenti í æfintýrum, sem mik • ið var um talað í byrjun stríðsins, og bjargaði sjer loks inn gegnum Dar- danellasundið. Síðan fjekk hann mik- ið orð á sig í sjóorustum þeim, sem áttu sjer stað í Adríahafinu. Þegar Bela Kun myndaði bolsjevíkastjórn- ina í Buda Pest síðastl. sumar, varð Horthy einn af helstu mótstöðumönn- urn hennar. Hann myndið þá dálitla hersveit, sem kölluð var „hvíti her- inn“, og eftir fall bolsjevíkastjórnar- innar sneri hann henni gegn Rúmen- um. Þegar ungversku flokkarnir fóru oð sernja við fulltrna Englendinga í Buda Pest, Clerk, á síðastliðnu hausti, cins og frá va'r sagt í síðasta blaði, fiekk Horthy leyfi bandamanna til þess að halda með her sinn inn i Buda Pest. Hann hjelt innreið sina i höfuðborgina 16. nóvember, og var tekið þar með miklum fögnuði. Borg* arstjórinn bauð hann velkominn og h.ersveit hans. En Horthy lýsti því þá þegar yfir í svari sínu, að sín ætlun væri, að endurreisa konungs- veldið i Ungverjalandi. Þessi yfirlýs- ing kom sjer ekki vel, því daginn áð- ur hafði enska stjórnin lýst því yfir í enska þinginu, að enginn maður af ætt Habsborgara mætti hugsa til kon- ungdóms í Ungverjalandi. Clerk tók j.á í taumana, og heimtaði, að ný stjórn yrði skipuð, sem rjeði fram úr vandræðunum, og þá var það, sem Huszar tók að sjer stjórnarmyndun ína, eins og áður hefur verið frá sagt. . Siðustu fregnir segja, að Horthy hafi T2. þ. m. falið varaforseta þjóðþings- ins,.Alex. Simonyi Semadam, myndun nýrrar stjórnar, sem á að styðjast við kristil. þjóðernisflokkinn og bænda- flokk, sem nú er fjölmennur í jjinginu. Danzig. Eins og áður hefur verið frá sagt, hefur borgin Danzig við Eystrasalt og Weichselósa nú, er friðarsamning- amir ge’ngu í gildi, verið skilin frá Þýskalandi og gerð að sjálfstjórnar- borg ásamt nokkru landssvæði þar r.mhverfis. Borgin er gömul og á mikla sögu. Hún var grundvölluð ná- lægt 900 e. Kr. d|f var fyrstu aldirnar þ.ar á eftir ýmist undir yfirráðum Pól- verja eða Þjóðverja, en gekk svo inn i Hansasambandið og varð, meðan veldi þess stóð, voldug og auðug borg. Þegar Hansasambandið rofnaði, varð borgin háð Póllandi og taldist lengi lil þess. Á því reistu Pólverjar nú kröfu sína til borgarinnar, enda þótt hún sje nú nær alþýsk. Þegar Pól- landi var fyrst skift, 1772, varð Dan- zig óháð borg, eins og nú. En 20 ár- um síðar var hún innlimuð i Prúss- land, og þá var Póllandi skift í annað sinn. í Tilsit-friðnum 1807 var ákveð- ið, að borgin skyldi aftur verða ó- báð, en það varð varla nema að nafn- mu til, og 5 árum síðar var hún fyrir iult og alt innlimuð í Prússland. Nú. eftir rúma öld, er him aftur skilin frá því, og út á við verður það stjórn pólska ríkisins, en ekki Þýskalands, sem fer með málefni borgarinnar. Pól- iand fær viðskiftaleið eftir Weichsel fljótinu út til Eystrasalts, og stjórn þess fær umráð yfir samgöngumál- um öllum á þessu svæði og Danzig verður í tollsambandi við það. Að öðru leyti en þessu er borgin óháð. Fn Þjóðverjum er alstaðar illa við, að lenda undir yfirráðum Pólverja, telja þá standa svo mjög að baki sje" í allri menningu, og því hefur þess* um ráðstöfunum verð tekið illa í Dan- zig, enda þótt þær hljóti að leiða til þess, að borgin auðgist mjög á komandi árum, með því að hún hlýtur að verða miðstöð allra viðskifta Pól- lands norður og vestur á bóginn. Það er nú líka sagt, að hinn rnikli við- 1 únaður, sem nú þegar er í byrjun þar í borginni, til þess að koma þar á fót stórum, nýjum viðskiftastofn- XV. ár. unum, frá ýmsum þjóðum, miði mjög i þá átt, að sætta borgarbúa við breyt- ingarnar. Eignir hafa stigið þar af- skaplega i verði, og nú stendur til, að haldin verði þar alþjóðleg kaup- steina einhvern tima í vor. Innflutn- ingur til borgarinnar kvað hafa auk- Ist mikið, einkum þó af Pólverjum. íbúar borgarinnar voru 1918 taldir 170 þús., og þar af að eins 2—3°/o pólskumælandi. En um áramótin síð- ustu var sagt, að 10% íbúanna væru Pólverjar. _ J Mriilki á islandi. Bókmentaleg framför. í októbermánuði síðastl. haust stofnsetti Ólafur J. Hvanndal prent- myndasmiðju hjer í Reykjavík, með það fyrir augurn, að búa til prent- rnyndir (Clichéer) fyrir bækur, blöð o gtímarit. Iðn þessi er alveg ný hjer á landi og bætir úr brýnni þörf. Til þess tirna, er hann tók til starfa, hafa allir þeir, er þurftu að láta gera mynd- ir, orðið að senda þær til útlanda, til þess þar að fá gerð myndamót eftir þeim. Þetta hefur bakað mönnum sí feld óþægindi og kostnaðar-auka, og liefur auk þess valdið því, að menn liafa notað miklu minna af myndum í prentuðu máli en æskilegt hefur verið, vegna örðugleikanna við að fá þær gerðar. En myndaþörfin hjer á landi, eins og annarstaðar, hefur meir og meir aukist með vaxandi bóka- og biaða-útgáfu, enda er það öllum kunn- ugt og alment viðurkent, hversu mik- ið gildi myndir og alls konar teikn- ingar hafa til skýringar fyrir lesmál- ið; má þvi með sanni segja, að hjer sje um mikilvæga bókmentalega framför að ræða. — Ólafur J. Hvann- dal hefur lært þessa vandasömu iðn fyrst í Danmörku og siðan til fulln- ustu hjá hinni alþektu verksmiðju í þessari grein F. A. Brockhaus Chemigraphische Anstalt i Leipzig, og hefur þaðan bestu meðmæli; má því óhætt treysta þvi, að myndagerð lians standi útlendri myndagerð fylli- lega jafnfætis, enda bera þær myndir, sem hann þegar hefur gert, þess ljós- an vott. Hvanndal hefur vinnustofu sína t prentsmiðjunni Gutenberg. Arslundur Bdnalarfjeiagsins. —Hann var haldinn í Reykjavik þriðjdaginn 23. mars í Iðnaðarmanna- riúsinu. Til fundarins hafði verið boð- að, samkvæmt lögum fjelagsins, með lveggja rnánaða fyrirvara. En sökum sottvarnar hjer í bænum, gegn út- breiðslu inflúensunnar, var ekki hægt að minna á hann síðar í blöðum. Var tundurinn þess vegna mjög illa sótt- ur. Lagður var frarn og lesinn upp reikningur fjelagsins fyrir árið 1919, asamt yfirliti yfir hag fjelagsins 31. desember s. á. Forseti mintist látinna fjelagsmanna á árinu, og kvað því tnikla eftirsjá i fráfalli framkvæmdar- sarnra og dugandi fjelagsmanna. Næst gerði hann grein fyrir helstu gjaldaliðum reikninganna og fjárveit- ingurn til fjelagsins í gildandi fjár- lögunr. Einnig skýrði hann frá frain- tíðar-fyrirætlunum fjelagsins, þar á meðal verkfærasýningu, er i ráði væri að koma á LReykjavík næsta ár, 1921. Út af þessari greinargerð íorseta, er hjer var getið, spunnust iiiils háttar umræður. Fyrverandi at- vinnumálaráðherra, Sigurður Jóns- son, drap á það, hve erfitt væri fyrir nienn úr öðrum landsfjórðungum, að sa'kja sýninguna til Reykjavíkur, og beindi því þeirri fyrirspurn til fund- arins, hvort ekki væri hægt, í sanj- bandi við sýninguna hjer, að halda aðra sýningu á úrvalsverkfærum, á öðrum stað landsins, t. d. á Akureyri. Forseti svaraði þessum ummælum

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.