Lögrétta - 04.05.1920, Blaðsíða 1
Utgefandí og ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti II.
Talsími 359.
Nr. 17.
Reykjavík 4. maí 1920.
Sv. Jónssou & Go
Kirkjustræti 8 B. Reykjavík.
Fyrirliggjandi miklar birgSir af
tallegu veggfóSri, pappír og pappa á
jjil, loft og gólf, íoftlistum og loftrós-
um.
Nokkur orð
um skipulag hjeraðsstjórna.
Undarlegt er þaS að á jafn miklum
liyltingatímum, og liöiS hafa yfir oss
tindanfarin ár, skuli í engu, eöa mjög
överulegu hafa veriS breytt til um
valdsvið og fjárráð hjeraðsstjórna
landsins.
Stjórnskipunarlögunum hefur ver-
ið gerbreytt út á við og inn á við hin
si'ðari ár, kaupsta'ðir landsins hafa
1-ver um sig fengið nýja löggjöf eftir
því sem þörf og staðhættir hafa
heimtað, en vald sýslunefndanna er
að lögum til hið sama og fýrir manns-
aldri; tekjurnar eru að krónutali hin-
ar sömu víöast hvar, en eru í fram-
kvæmd mörgum sinnum minni, svo
að í framkvæmdinni hefur vald þeirra
og framkvæmdir rýrnað til muna.
Amtsráðin voru, eins og kunnugt
er, lögð niður með stjórnarskrár-
hreytingunni 1904. Starf þeirra og
amtmannanna var að mestu fólgið í
yfirumsjón sveitamálefnanna, sem
stjórnarráðið hefur síðan annast. En
þau höfðu svo að segja engin fjárrá'ð
td þess að beitast fyrir verulegum
íramkvæmdum hvert i sínu lagi. Það
er þess vegna engin eftirsjón í amts-
ráðunum með því starfsviði og þeim
fjárráðum er þau höfðu.
Nú er svo komið að eftir því sem
tckjur sýslusjóðanna minka, vegna
verðfalls peninga, verður eigi annað
sjeð, en sýslunefndirnar eigi fyrir
höndum að lenda í gröfinni hjá
amtsráðunum.
Á yfirborðinu virðast störf sýslu-
nefndanna all-margbrotin. Þær hafa
með höndum yfirumsjón hreppamál-
anna; semja reglugerðir um fjallskil
og afrjettir, úrskurða útsvarskærur,
láta endurskoða hreppareikningana
og úrskurða þá. Ennfremur hafa
sýslunefndirnar umsjón og viðhald
vega, þar sem þeir eru, og sömuleið-
is yfirstjórn flóabáta þeirra, er styrkt-
ir eru af almannafje.
Þetta virðast nú býsna margbrotin
verkefni. En flest af þessu er að eins
til málamynda, t. d. endurskoðun
h’eppareikninganna, skipun hunda-
lækna, útnefning hreppstjóra o. fl.. o.
il. Þetta gætu sýslumenn ofurvel
annast.
En um framkvæmdamálin er það
að segja, að þar geta sýslunefndirnar
engu um þokað vegna þess, að fjár-
ráð þeirra eru svo hverfandi lítil.
Höf. þessara lína hefur eigi haft
tækifæri á að afla sjer upplýsinga um
tekjur sýslusjóða landsins. En áreið-
anlega munu tekjur margra þeirra
eigi nema meira en 3—4°°° kr., og
fárra yfir 6000 krónur. Sjá allir, hve
miklar framkvæmdir sýslusjóðirnir
geta annast með slíkum tekjum, sem
og auk þess ganga að allmiklu til
kostnaðar við sýslumálin.
Nú munu allir, þrátt fyrir það þótt
sýslunefndirnar sjeu nú orðið næsta
þýðingarlitlar, móthverfir því, að þær
væru lagðar niður. — Það væri spor
í öfuga átt, ef draga ætti störf þeirra
og vald undir skrifstofur embættis-
manna og stjórnarráðsins. Það væri
takmörkun þess lýðstjórnarskipulags,
sem er efst á baugi hvervetna um
heim, og virðist eiga fyrir sjer að
eflast enn þá meir — þrátt fyrir galla
■ þess allmarga. Með því að draga úr
■'•aldi hjeraðsstjórnanna, yrði þingið
íhlutunarmeira en áður um stjórn
hjeraðanna. Afleiðingin yrði sú, að
meira einræðis gætti um alla stjórn
þeirra, og fjárveitingar til ýrnissa
kjördæma yrðu enn meira en nú háðar
1 rossaprangara-dugnaði þingmanna
og þess flokks, er meiri hluta hefði
í þinginu, og er þó sannarlega ekki
á slíkt bætandi.
Er því auðsætt, að langtum heilla-
vænlegra reynist að auka vald sýslu-
nefndanna, en takmarka það. Að
formi til, hafa þær að sönnu talsverð
táð, en þær skortir afl þeirra hluta,
sem gera skal, máttinn til þess að
framkvæma það, sem brýn þörf kref-
ur innan sýslnanna. Tekjur þeirra
þurfa að aukast svo, að þær geti
upp á eigið eindæmi annast samgöng-
ur innan sýslu og styrkt þá skóla, sem
nú eða síðar kunna að risa upp.
Væri hjeruðunum veitt svona ríf
ijárráð, yrði talsverðum störfum ljett
af þingi ogstjórn,einnigóþarfa-mælgi
þingmanna um alls konar styrkveit-
ingar til smáframkvæmda innah kjör-
dæmanna, sem bæði tefja löggjafar-
störfin til mikilla muna og auka einn-
ig á þingkostnaðinn, og það sem
mestu skiftir, að það yrði öflugasta
/áðið til þess að lækna að einhverju
hrossaprangara-faraldur þingsins. —
Þingmenn yrðu talsvert óbundnari
kiósendunt sínum.
Við þetta ykist og áhugi manna
á hjeraðsmálum, samstarf sveita a
milli þróaðist, betur yrði vandað til
kosninga á mönnum í hjeraðsstjórn-
itnar og yfirleitt mundi nýtt fjör fær-
ast í framkvæmdamál hjeraðanna. En
almenningur lætur þau sig of litlu
skifta, nú á tímum.
Með hverju móti á að auka tekjur
sýslusjóðanna? munu menn spyrja.
Gera má ráð fyrir, að mörgum finn-
ist þetta öruðugasta úrlausn málsins,
og vafalaust verða skiftar skoðanir
urn þetta atriði.
Að hækka svonefnt sýslusjóðsgjald
eða sýsluvegagjald, virðist ófær leið.
Það eru hvorutveggja nefskattar og
koma því afar-órjettlátt niður.
Frá mínu sjónarmiði er ekki nema
um eina leið að ræða í þessu efni,
og það er, að láta sveitasjóðina leggja
ákveðna upphæð af auka-útsvörum t
sýslusjóðina. Með öðrum orðum, að
jafna sýslusjóðsgjaldinu á sýslubúa
eftir efnum og ástæðum. Eru þá tvær
leiðir fyrir hendi, til þess að jafna
þeim skatti niður: a) að láta hreppa-
sjóðina greiða ákveðið hundraðsgjald
af'auka-útsvörum í sýslusjóðina, og
b) að sýslunefndirnar ákvæðu, jafn-
'úarnt og fjárhagsáætlun væri samin.
hve mikið hver hreppur skyldi gjalda
í ýsslusjóðinn.
Oftar munu auka-útsvörin í hrepp-
unum vera rjettur mælikvarði á efna■■
liaginn. En þó geta sumir hreppar oft
og einatt haft svo þunga fátækra-
byrði að bera, að langtum hærra sje
iagt þar á hlutfallslega en í öðrum
hreppum- sýslunnar. Kæmi þá fyrri
aðferðin órjettlátt niður. Sumir munu
hera kvíðboga fyrir því, að með því
að láta sýslunefnóirnar ákveða sýslu-
sjóðsgjald hreppanna, mundi kenna
sjerdrægni nefndarmanna; þeir
myndu hvor um sig gefa villandi upp-
lýsingar um sinn hrepp í þvi skyni
að firra hann sem mest gjaldi til
sýslusjóðsins. En sýslufjelögin eru
vfirleitt ekki stærri en svo, að menn
hafa sæmilegt heildaryfirlit yfir af-
komu manna og efnahag innan sýsl-
unnar, svo að ekki þyrfti í því efni
að byggja á umsögn viðkomandi
sýslunefndarmanns. — Að þessu at-
huguðu, virðist leiðin sú, að veita
sýslunefndunum vald til þess að á-
kveða sýslusjóðsgjald hreppanna,
heppilegri og rjettlátari.
Vafalaust munu sú mótbára færð
fram gegn þessari tillögu, að hjer
sje um auknar skattaálögur að ræða.
Nýjar skattaálögur eru það að vísu,
en auknar ekki. Því vitanlega verður
þörfin fyrir fjárveitingar til marg-
vúslegra framkvæmda innan sýsln-
runa jafn brýn, þótt núverandi fyrir-
komulag um stjórn og tekjur sýslu-
fielaganna haldist óbreytt framvegis.
Hjer er einungis að ræða um að
útvega sýslufjelögunum sjálfstæða
tekjustofna, jafnframt og að auka
sjálfsforræði þeirra. En tekjuþörf
tikissjóðs minkaði að sjálfsögðu við
það, ef hinum ýmsu kjördæmafjár-
veitingum yrði að mestu eða öllu kipt
burtu, svo að skattar til rikissjóðs
ættu að lækka að sama skapi og tekj -
\ ur sýlufjelaga hækkuðu. Og auk þess
\æri með þessu gerð mikilsverð til-
íaun um, hvort tiltækilegt þætti, að
leggja beina skatta á landsmenn,
párna væri byrjunarstig stigið í þá
átt, er gæfi bending um, hvort lengra
bæri að halda í þvi efni. En það er
kunnugt, að ýmsir framsæknir stjórn-
málamenn víða um heim hafa talið
það skattskipulag hið fullkomnasta.
.Áður en lokið er við línur þessar,
skal nokkrum orðum minst á sam-
starf sýslufjelaganna innan lands-
ijórðunganna.
Þegar amtsráðin voru sett, hefur
það vafalaust verið gert í því skyni,
að hver fjórðungur myndaði heild
út af fyrir sig, og hefði yfir sam-
tiginlegum málum að ráða, íhlutunar-
laust frá þingi og landsstjórn. Forn-
iögin benda og til þessa, og alt þang-
að til amtsráðin voru lög-ð niður, var j
frá öndverðu eitthvert samstarf |
sýslna á milli i landsfjórðungi hverj-
iim. En nú er þetta band algerlega
slitið. Amtsráðin fuku fyrir eðlilegri
rás viðburðanna, og þau gátu ekki,
með því valdssviði og þeim fjárráð-
um sem þau höfðu, verið neitt tengi-
afl. En nú er ,tími til kominn, að reisa
þau við á nýjum grundvelli. Hjer skal
að sinni ekkert farið út í tillögur um
lyrirkomulag þeirra. Ekki er heldur
vist, að rjett sje að láta hina fornu
amtaskiftingu haldast. Vestfjarða-
kjálkinn t. d. á svo sem engin áhuga-
mál sameiginleg með Mýrasýslu nje
Snæfellsnessýslu heldur.
Aðalstarf þeirra yrði að ráða
þeim málum, er snerta fjórðung-
inn allan. Má sjerstaklega meðal
þeirra mála telja skölamál hjerað-
anna. Síðari árin eru að rísa upp
skólar í fjórðungum landsins, er að
eins snerta fjórðunginn sjálfan, en
ná eigi nema að litlu leyti til alls
landsins. Svo er t. d. um Eiðaskólann,
sem rtkissjóður styrkir nú all-ríflega,
og hefur auk þess heitið að reisa
lionum veglegt skólahús. Á Suður-
lands-undirlendinu er og skólastofn-
un í aðsigi eða hefur að minsta kosti
\erið á dagskrá þar um all-mörg ár.
í hinu forna Vesturamti voru, um
tíma þrír alþýðuskólar uppi sam-
timis: á Hvitárbakka, í Hjarðarholti
og að Núpi við Dýrafjörð.
Nú er að eins Núps-skólinn eftir,
sem einka-eign; Hjarðarholtsskólinn
undir lok liðinn og Hvítárbakkaskól-
tnn hefur einnig mist forstöðumann
sinn og stofnanda, og því vansjeð,
hvort hann verður rekinn framvegis.
A Norðurlandi eru skólastofanir viða
ofarlega á baugi. — En alla þessa
skóla eiga hjeruðin sjálf að reka að
öllu á eigin ábyrgð. Hið einasta, sem
rikissjóður legði til þeirra, væri að
annast byggingu skólahúsanna. Þeg-
ar þvi vSeri lokið, ætti að afhenda
hjeruðunum þá. Það væri t. d. mjög
oviðurkvæmilegt, ef ríkissjóður ætti
að reka að öllu Eiðaskólann, sem vit-
anlega verður ekki annað en hjeraðs-
skóli Austfirðinga, en styrkja að
njög litlú leyti Núps-skólann eða
aðra sams konar skóla, er upp kynnu
að rísa í hinum fjórðungunum.
En þetta geta fjórðungarnir eigi
annast, nema þeir fái stórum aukin
fjárráð í líkingu við það, sem bent
hefur verið á hjer að framan..
Þá er og eigi síður nauðsyn á að
skapa fastara band hjeraða á milli
í samgöngumálunum. Nú eru veittir
styrkir til flóa-báta og ýmis konar
samgöngubóta úr ríkissjóði, alt smá-
styrkir. Þessar styrkveitingar eru oft
knúðar fram með misjöfnum meðul-
um innan þings, og oft undir tenings-
kasti komið, hvernig þeim reíðir af,
og hve mikilli sanngirni hin ýmsu
hjeruð eru beit't. Ekkert er því unnið
við að láta þingið skifta þeim milli
hjeraðanna. En hitt er öllu lakara, að
með núverandi fyrirkomulagi, er
ekkert samstarf milli sýslufjelag-
anna í þessu efni. Flóabátaferð-
irnar eru svo ruglingslegar, sem
mest má verða, til stortjóns öllum
samgöngum og viðskiftalífi í landinu.
Ef sýslufjelögin störfuðu meira sam-
an að þessum málum, myndi meira
XV. ár.
samræmi fást um ferða-fyrirkomu-
iagið og matningurinn um styrkveit-
mgarnar hjeraða á milli rnyndi
iiverfa. Yfirstjórn þesSara mála væri
því best komin í hendur sameigin-
legrar yfirstjórnar sýslufjelaganna.
Tlver sýsla legði fje til, eftir getu,
báti þeim er gengi innan takmarka
hennar, en yfirstjórn þessara mála
væri í höndum fulltrúa sýslnanna i
ílórðungi hverjum.
En vafalaust yrði útgjaldabyrði sú,
er með þyrfti, bæði til skóla- og sam-
göngumála hjeraðanna, langt of
þung, og ætti því ríkissjóður að
ieggja ákveðna upphæð fr'am til
íiórðungsráðanna, a. m. k. fyrst í
stað. En að því ætti að stefna, að
auka tekjur þeirra svo, að hjeruðin
gætu algerlega staðið straum af út-
gjöldum til þessara mála. Þótt sýsl-
urnar sjeu bæði misjafnar að fólks-
f’ölda og* efnahag, og þær sýslur
þurfi oft meira til samgangna, sem
cfnaminni eru, þá ætti að mega jafna
það með því, að hinar fólksfleiri og
betur efnum búnu sýslur innan hvers
íjórðungs legðu að'sama skapi meira
fje fram til þessara mála, og skyldu
fjórðungsráðin hafa vald til að ráði
þeim málum.
Hjer hefur þá í fám orðum verið
bent á, hvernig haga mætti stjórn og
tekjum hjeraða landsins í framtíð-
inni. Má vel vera, að ýmsir agnúar
reynist á þessari uppástungú. En vel
væri, ef vitrir menn legðu hjer orð
í belg, því hið núverandi skipulag
hjeraðastjórna landsins er úrelt og
þarfnast bráðra umbóta.
Vestf irðingur.
Kvennasamsæti.
Þann 26. f. m. var frú Bríet Bjarn-
hjeðinsdóttur haldið samsæti til minn-
ingar um 25 ára ritstjórn hennar og
útgáfu „Kvennablaðsins“. Höfðu
nokkrar konur tekið sig saman um
að halda henni það í vetur, 22. febrú-
ar, sem var 25 ára afmælisdagur
Kvennablaðsins. En viku áður en
samsætið átti að haldast, skall fyrsta
samgöngubannið á, svo þessu var
frestað. f boðinu tóku þátt yfir
50 konur, og fór alt hið besta fram.
Frú Elín Bríem Jónsson bauð heið •
ursgestinn velkominn, en frú Jónína
Jónatansdóttir hjelt síðan ræðu fyrir
frú Bríetu og afmælisbarninu; flutti
hún henrii þakkir sínar og margra
annara kvenna fyrir störf hennar á
þessum aldarfjórðungi í þarfir ísl.
kvenþjóðarinnar. Sagði Kvennabl.
hafa flutt ljós og yl inn á heimilin,
og opnað skilning og augu kvenna
íyrir hinum nýju kröfum og fram-
íörum kvenna á ýmsum sviðum ann-
arsstaðar.
Þá talaði frú^ Ch. Bjarnhjeðinsson.
Sagðist jafnan hafa dáðst að þolgæði,
kjarki og festu frú Bríetar. Hún hefði
oft mátt þola margs konar aðkast og
litilsvirðingu, því kvenrjettindamálin
hefðu ekki verið mikils metin af öll-
uni almenningi, síst í byrjuninni. En
frú Bríet hefði jafnan haldið sína
beinu braut jafn-ákveðin og vongóð
og- trúuð á rjettmæti þessa máls, þrátt
íyrir allan mótbyr. Margar konur
hefðu ekki þótst þurfa neinna rjettar-
bóta við. Þær hefðu sjálfar sagst hafa
nóg rjettindi. En það væri skakt á
h.tið. Þær konur, sem góða stöðn
hefðu, ættu að minnast þess, að útí
i heiminum væru margar aðrar koriur,
:«em ættu við erfið kjör að búa, og
þyrftu við verndar betri og rjettari
laga. — Ungu stúlkurnar ættu að
minnast þess, að öll þau rjettindi, sem
þær nú njóta, bæði í aðgangi að öll-
um mentastofnunum ríkisins og em-
lættum og fjölmörgum öðrum stöð-
um, væru að þakka baráttu kvenna
ívrir þessum og öðrum rjettindum
þeirra, og bættum lífskjörum, bæði
1 löggjöf og framkvæmd laganna og
venjum.
Þá talaði bankastjórafrú Guðrún
Pjetursdóttir einkar-hlýlega til frú
Bríetar. Sagði sjer hefði jafnan fund-
:st mest til um, að hún blandaði
aldrei saman fjelagsmálum og skoð-
anamun i þeim, eða i pólitik, við pri-
vatlrfið. Þótt t. d. þær hefðu oftlega
verið á mismunandi skoðunum i þessu
og stundum slegist i brýnur fyrir
þeim út af þvi á fjelagsfundum, þá
hefði hún jafnan verið jafn góður
kunningi, þegar út fyrir fundahúss-
dyrnar var komið. Það væri einmitt
i þessu, sem konum væri mest ábóta-
vant, og í þeim efnum væri bestu
karlmennirnir fremri. —
Frú B. B. þakkaði þessar ræður
og allan þann heiður, sem sjer væri
sýndur með þessari samkomu. Kvaðst
ekki ætla að rekja sögu Kvennablaðs-
ms, en að eins geta örfárra drátta úr
henni. Það hefði á fyrsta ári fengist
2500 kaupendur, svo prenta varð upp
íyrsta tölublaðið. Það var þá sú hæsta
kaupendatala, sem nokkurt blað hafði
leng-ið. Næsta ár náði kaupendatal-
an 2700. Stefnuskrá þess var heimilis-
mál, uppeldismál, skólamál, alþýðu-
fræðsla og önnur þjóðfjelagsmál, sem
snerta konur og börn. Undan var
tekin pólitík, bindindismál og trúmál.
Aðaldeilumálin voru því undanskilin
og það jók vinsældir blaðsiris. —
Annað kvennablað fór þá einnig um
sömu mundir að koma út, og það
tók þessi mál á sína stefnuskrá. En
því miður varð það að hætta um 1902.
Þá fanst mjer að nú gæti Kvenna-
blaðið ekki lengur setið hjá þessum
málum aðgerðalaust. íslenskar konur
þyrftu þá sjerstakan málsvara, sem
hjeldi hagsmunum þeirra og rjettar-
kröfum fram, stæði á verði fyrir þeim
og íærði þeim frjettir af systrum
þeirra utan úr heiminum. Vel vissi
jeg, að pólitíkin var ekkert lestrar-
tgn fyrir konur. Hún hafði einmitt
orðið „Framsókn“ að fjörlesti. En í
það gat jeg ekki horft. Það var þó
ekki að fullu og öllu, að Kv.bl. tæki.
þessi mál fremst á stefnuskrá sína
fyr en um 1906. Síðan hefur það verið
jafnrjetti kvenna við karla úti og
mni, á heimilunum, í þjóðfjelaginu
og ríkinu, sem hefur verið Kvenna-
^laðsins aðaláhugamál. --------- Og
ICvennablaðið ' hefur átt þeirri ham-
ingju' að fagna, að fá að lifa svo
lengi, að árangur sæist af þessurn
kröfum. Kvenrjettindafjelagið var
stofnað 26. jan. 1907. Hefur Kv.bl.
unnið sarnan með þvi. Og síðan 1906
hefúr mikið orðið ágengt í þessum
efnum. Árið 1911 fengu íslenskar
konur aðgang að öllum æðstu menta-
stofnunum, námsstyrkjum, embættum
og opinberum stöðum, með sömu skil-
yrðum og karlmennirnir. 1915 fengu
íslenskar konur pólitiskan kosningar-
rjett og kjörgengi að nokkru leyti,
og 1920, einmitt um sama leyti, sem
Kvennablaðið varð 25 ára, í vetur, þá
hefur þingið samþykt stjórnarskrár-
breytingu sem afnemur allan mismun
á konum og kÖrlum sem kjósendum.
Þau fá hvortveggja kosriingarrjett
með sömu skilmálum. Kvaðst hún
vera bæði glöð og þakklát yfir þess-
um málalokum, og telja það mikla
tiamingju, að hafa fengið tækifæri
til að vinna að stóru, góðu málefni.
-— Að svo mæltu bað hún alla við-
stadda að óska öllum íslenskum kon-
um heilla og hamingju á komandi ár-
um.
Þá mælti ungfrú L. Valdimarsdótt-
ir nokkur orð fyrir hinni einu út-
iendu konu, sem í boðinu var, sendi-
herrafrú Böggild, og bauð hana vel-
komna í íslenska kvennahópinn. Frú
Böggild svaraði, sagði sjer vera
gleði að því að vera með í þessu sam-
eæti, og sneri máli sínu til heiðurs-
gestsins með þessum orðúm: „Fölg
ej med Strömmen, men fölg med Ti-
den, om du vil holde dig ung í Stri-
den.“ Sagði hún íslenskar konur hafa
íylgst betur með tímanum en konur
víðast annarstaðar. Kæmi sjer nú i
hug dálítill viðburður frá New York
í Ameríku fyrir nál. 2 árum. Þá hafði
hún staðið utan við 5. Avenue, ásamt-
mörgum hundruðuni þús. af áhorf-
endum. En upp götuna gekk fylking
80 þús. kvenna í skrúðgöngu, með
fánum allra þjóða, og stórum spjöld-
um, sem stóð á, að þær krefðust