Lögrétta


Lögrétta - 02.06.1920, Blaðsíða 1

Lögrétta - 02.06.1920, Blaðsíða 1
Ötgefandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Nr. 21. Sv. Jóusseu & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. Fyrirliggjandi miklar birgöir af fallegu veggfóöri, pappír og pappa á þil, loft og gólf, loftlistum og loft- rósum. % Htindraö ðra lininoarrit Landsbókasafnsins. Jón Jacobson landsbókavöröur hef- ur meö samning og útgáfu þessa rits leyst af hendi þarft og gott verk, sem kostað hefur mikla fyrirhöfn. Hann hefur þar með mikilli ná- kvæmni og vandvirkni rakið, fyrst og frernst tildrögin til stofnunar Landsbókasafnsins og síðan sögu þess um hundrað ár. Ekkert var til áður urn þetta ritað í samhengi, svo að af þvi rná ráða, að verkið hefur ckki verið auðunnið. Saga Lands- bókasafnsins, sern er em af merki- legustu stofnunum þessa lands, er þarna mjög ítarlega sögð. Ritið er 312 bls. í 4 bl. br., eða 39 arkir að stærð, og útgáfan í alla staði hin vandaðasta. Framan við það er mynd stofnandans, C. C. Rafns, og einum kafla þess fylgja myndir allra forstöðumanna safnsins, myndir af húsi safnsins á Arnarhóli og af lestr- arsölum þess þar og i Alþingishús- inu áður. Ritið er yfir höfuð höfund- inum og stofnuninni, sem hann veit- ir forstööu, til sóma. Fremst er ritgerð um tildrög og upphaf safnsins. Þar næst er saga safnsins i 3 köflum og ihiðast sú skifting við verustaði þess : 1. Á dóm- kirkjuloftinu 1825—81, en þar, var safnið fyrst opnað til afnota; 2. í Alþingishúsinu 1881—1908, og 3. í Landsbókasafnshúsinu 1908—18. Þar á eftir eru stutt æfiágrip yfirbóka- varða Landsbókasafnsins, Fylgi- skjöl og Eftirmáli. Hjer í blaðinu var Landsbóka- safnsins ítarlega minst á 100 ára af- mæli þess, í lok ágústmánaðar 1918, með því að Lögr. flutti þá ræðu landsbókavarðar á minnirigarhátíð- inni, en þar er m. a. stofnanda safns- ins, C. C. Rafns, vel og rækilega minst, eins og skylt var. Verður þvt ekki farið út í það hjer að lýsa safn- inu eða segja sögu þess, eftir ritinu, sem fyrir liggur, en ætlunin er sú ein, að benda mönnum á ritið og vekja eftirtekt á því.,Þó skal minst hjer á nokkur atriði. Höf. segir, að hugmyndin um stofn- un almenns bókasafns á íslandi muni fyrst skjallega komin fram frá Þýskalandi, þótt óljós væri í byrjun Og í sambandi við annað efni. Aðal- ritari hins kngl. vísindáakademis í iVjúnchen í Bæjaralandi, Friedrich Schlichtegroll, ritar Sjálandsbiskupi, dr. Múnter, 28. ág. 1817 og hvetur til þess, að stofnað verði fjelag í Khöfn og Rvík til viðreisnar íslenskum bók- tnentum, bókasafn o. fl., en Múnter biskup háfði áhuga á fornum, nor- rænum fræðum* Brjefið er í heild þýtt í ritinu, og segir brjefritarinn að það sje hugsun sín, „að stofnað verði fjelag til eflingar og aðstoðar vísindunum á hinu fjarlæga, merka, fornfræga íslandi.“ Og siðar í brjef- inu er þessi kafli: „Fyrir löngu hafði Island, þótt fjarlægt Og fátækt sje, vakið eftirtekt mína og aðdáun í þess- um greinum. Frá þeim tímum, er mik- ill hluti þeirra landa, sem nú ljóma í ljósi vísindanna, voru sokkin niður í siðleysi, hljóma þaðan (þ. e. frá ís- landi) hinir helgu söngvar Eddnanna yfir til vor, og þar voru fyr en í mörgum miklu björgulegri löndttm reistar hallir til verndar hinum rnikla lampa kristnirinar. Og þar sem eig- ingirni og sællifi í auðgari löndum, því miður of fljótt, tókst að spilla hmni einföldu kenningu, þá hjelt hún uppi við rætur Heklu nteiri trygð við alvöru sína og auðmýkt, en í þinum sólbjörtu hjeruðum ítaliu og Spánar, svo að þar þurfti fárra breytinga við til að nálgast aftur hinn háleita, forna einfaldleik fagnaðarboðskaparíns, þegar farið var að hreinsa af kirkj- unni viðbætur siðlausra tíma. — En cinkurn barst mjer fyrir hugskots- sjónir hið virðulega íslenska ástand þessi kyrláta nægjusemi, þessi trygga rækt við bæði goðbornu syst- kinin, trúarbrögðin og vísindin, og hið háa stig sannrar menningar á þessú undursamlega eylandi, sem hinn ágæti Breti Mackenzie lýsir svo grandgæfileg'a. Jeg geng í huganum inn í litla húsið íslenska prestsins, sem er tryggilega varið gegri sand- loki ; jeg sje hann við lesborðið sitt, sokkinn niður i bestu rithöfunda for- tiðar og nútíðar, sje hvernig hann ferðast um Grikkland og Austur- álfu og ítalíu að fornu og nýju og svalar fróðleiksfýsn sinni, eins og andríkur fræðimaður, sem er að gæða sjer á bókmentaperlum í einhverri af höfuðborgum Norðurálfunnar; — jeg sje dómarann, vörð laganna, umboðs- mann stjórnarinnar, vera að stytta sier vetrarkvöldin löngu við lestur fræðíríta, sem embættisbræður hans i mestu menningarlöndunum alls ekki lita við lengur fyrir ótal andvana dægrastyttingum og svonefndum skemtunum; — rnargan bóndann um jólaieytið með latneskan sagnaritara íyrir framan sig, sem harin hefur fengið að erfðum, vera að endurnæra rólegan og styrkan anda á kjarngóðri andlegri fæðu; —* hinn virðulega biskup eyjarinnar, hvernig hann á hátíðisdögum hvetur kennarana og siálfan æskulýðinn í kirkjunum og skólunum til rækilegra bóknámsiðk- ana, og sýnir þeini, að þær eru ótærn- aridi lindir gleði og rólegrar ham- ingju, og gengttr á undan þeim með góðu eftirdæmi......Og hvað getur geymst þarna, í þessum kyrláta króki jarðarinnar, handa eftirkomendunum, sem verða kann í hers höndurn, ef stormar g'eisa aftur um lönd Norður- .aifunnar, sem vel getur að borið, eins og nú hefur nýlega að- óvörum raun á orðið fyrir sakir æðisgenginnar metorðagirndar eins manns! Þarria iengst norður á Thule eiga vísindin að gera sjer hæli, sent vera kann að hfi hinar ág'ætustu stofnanir anriar- staðar í álfunni....“ Er svo gerð grein fyrir því í brjefinu, hvernig höf. hugsar sjer fyrirkomulag og verksvið fjelags og bókasafns hjer á landi, sem fullnægt geti hugsjónum hans. Eri brjefið er ritað að nýlokn- um Napóleons-ófriðnum og ber nokk- urn vott um hugsunarhátt fræði- manna í sambandi við þær styrjaldir, setn þá höfðu geisað í álfunni, þvi hugsun hans er, að stofria hjer alls- herjarsafn, sem geymast ntegi hjer óhult á afskektum stað, hvað sem á gangi úti utn heiminn. Fyrir þessa hugmynd sína var Schlichtegroll gerð- ur heiðursfjelagi Bókmentafjelágsins, en hann andaðist skömmu síðar, og 1 ók þá C. C. Rafn við og kom bóka- safnshugmyndinni í framkvæntd, en Rask hafði þá rjett áður beitst fyrir stofnun Bókmentafjelagsins. Þegar litið er yfir sögu safnsins, hljóta menn að veita því sjerstaklega athygli, hve peningaráðin eru afskap- lega lítil alt fram á síðustu tima og sparnaðarhugsuniri rík, þegar um einhver framlög er að ræða. Það ligg- ur jafnvel eitt sinn við málaferlum út af 76 skildingum, sem töldust vera ofborgaðir fyrir lítils háttar aðgerð í safnsins þarfir, og er þetta nálægt 1870. „Sýnir þetta,“ segir höf. rits- tris, er nefnir nokkur fleiri lík dæmi, „hversu alt var rígskorðað hjer á landi fyrir hálfri öld, og stundum vildi kenna talsverðrar smámuna- serni einnig í opinberum viðskiftum, ettda höfðu menn þá ekki lært að sólunda bæði sínu fje og annara og á- byrgðartilfinning þá yfirleitt rík fyr- ir þvt, sem mönnum var trúað fyrir.“ Höf. ritar mjög vel og hlýlega um jtá menn, sem fyrir safnið hafa rnest nnnið, fyrst og fremst stofnandann, C. C. Rafn, sem lengi var lífiís og sálin í öllu, sem fyrir safnið var gert, og svo Jón Árnason, sem manna lengstTiefur veitt safninu forstöðu, H. Kr. Frið- Reykjavík 2. júní 1920. riksson yfirkennara o. s. frv. Harin hefur notað annáls- og árbókar-leið- ina, og ritið er, eins og' áður segir, Sítmið með ntikilli nákvæmni og vand- vrkni. Eri það er auk þess vel ritað og smekkvíslega, og í ræðutn höf., sem haldnar hafa verið á hátíðadög- um safnsins, eftir að ltann tók við for- stöðu þess, kemur vel fram andríki hans og mælska. Ritið er að'eins prentað í 500 ein: tökum og mun á 2. hundrað þeirra íara út úr landinu, til bókasafna viðs- vegar.um heim, svo að hjer getur rit- ið ekki orðið t margra höndum. borsieinn l Dorsleinsson skáld. Eins og áður hefur verið frá sagt hier i blaðinu, er hann nýl. kominn hingaS vestan um haf, ásamt konu sinni, til dvalar hjer heima, að minsta kosti um tíma. Hann er, svo sem lcunnugt er, eitt af kunnustu ljóð- skáldum íslendinga vestan hafs, lið- lega fertugur að aldri, <ættaður úr Svarfaðardal við Eyjafjörð, en hefur. ctvalið vestan hafs í 19 ár. Þorsteinn er listfengur i fléiru en ijóðagerð. Hann er mesti hagleiks- maður í dráttlist og hefur gert fjölda mynda, sem fengið hafa mikla út- breiðslu meðal Islendinga vestra. Nokkrar af þeim myndum eru nú hjer til sölu í bókabúð Þór. B. Þor- lákssonar (á afgreiðslustofu Lögr.) og verða þær einnig sendar til útsölu í bókaverslanir úti um land. Ein myndin er af Jóni Sigurðssyni forseta, stór og falleg mynd í skraut- legum ranima, en neðan við hana eru myndir, sem sýria J. S. á ýmsunt aldri og einnig konu hans, gerðar eftir Ijósmyndum af þeirn. Yfir rnynd J. S. stendur: Allra manna vænstur. — Allra manna snjallastur. — Allra rnanna bestur. Og ýnis orð og setn- ingar, sem eiga að einkenna lif hans og starf, eru til og frá á rammanum. Örinur mýridin sýnir fyrstu ráð- lierrana austan hafs og vestan, þa Iíannes Ijlafstein og Thomas H. John- son. Eru myndir þeirra í súlnaramma, . tneð bogum yfir, og ýrnsar táknmyrid- ir í kring, svo sem kona á skaut- búningi, sem á að tákna fjallkonuna, cðru megin að ofan, ,en hinu megin koriumynd, sem á að tákna Kanada. A súlnafótstöllunum er öðru megin mynd af þinghúsintt hjer, en hinu- megin mynd af þinghúsi Manitoba. Á súlunni Hafsteins megin er þetta erindi eftir hann úr kvæðintt „Hafís- inn“; „Öllum hafís verri er hjartans ís, cr heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól nje vor. En sá heiti blær, setn til hjartans nær írá hetjanna fórnarstól, bræðir andans ís, þaðan aftur rís tyrir ókomna tíma sól.“ Á miðsúlunni eru erindi úr Háfa- rnálunl. En á súlunni hjá Th. H. John- son stendur þetta, er tekið mun vera úr ræðu eftir hann: „Að eins rióttin gerir stjörnurnar sýnilegar. Það er nóttin, tími myrkursins, sem birtir hið dýrðlegasta, sem mannlegt auga ttokkurn tíma fær að sjá.— Saga, seg þú nijer: hverir eru þínir göfug ustu synir? Tíminn bergmálar svarið, — þeir, sem mestan sigurinn unnu , á hættunnar tíð.“ — Á miðsúlufót- stallinum eru tengdar hendur. Þriðja myndin er af okkar fræga landa vestan hafs, Vilhjálmi Stefáns- syni norðurfara. Neðan við andlits- r.tynd hans er mynd, sem sýnir fæð- ingarstað hans, Huldárhvamm í Ár- nesbygð í Ný-íslandi. Margar tákn- tnyndir eru á rammanum í kring og jafnframt setningar og erindi úr ís- lenksum ljóðunt. Þar eru sýnd gömul víkingaskip, gamall sagnritari við skriftir, ísl. bær og hús í Kanada, menri við vinnu vestra og hjer 0. m. fl. Fjórða myndin er af „Gullfossi“, fyrpta skipi Eimsk.fjel. íslands. Súl- ur eru beggja megin og á fótstöll- unum myndir af Rán og Ægi, en haf- dísir ntargar sveima í sæ neðan við myndina af skipinu. Á súlunum ctu þessi erindi, sem vera -munu eftir höfund myndarinnar: Island á sjer afl í fossum, borg i bergi, björk i holtum. Mannvit, mannshönd. morgna riýrra. Ásheim íslenskan endurskapar. Eimskip íslenskrar auðnudísar nægt og nytsemd Norðri flytji. Ar og alfriður eilíf-gæða \ , lýðunt lýsi, landið blómgi. . Auk þessara fjögra stóru niynda cru ýmsar smærri: Drangey, Lög- berg, Goðafoss i Skjálfandafljóti og Geysir. Surnar eru myndirnar litaðar, aðrar svartar. Þær eru allar ódýrar, myndin af J. S. að eins kr. 2.50, ráð- herramyndin kr. 3.50, hiriar stóru myndirnar kr. 3.00.,—■ Víst má telja, að þær g'angi hjer vel út, enda er jtegar töluvert selt af þeim þá fáu daga, sem þær hafa verið hjer til sýnis. Það var ætlun Þorsteins, að gefa út safn af ljóðmælum sínum hjer heima, enóvíst er, hvort af því getur orðið nú fyrir haustið, eiris og til stóð. En hjer í bókaverslanirnar er nú komin eftir hann ljóðabók, sem út kom í Winnipeg 1918 og heitir „Þætt- ir“, eða „Ljóða-þættir“, í 3 köflum: Vorsöngvar, Auðunnarkviða vest- firska og Sórihættir. Mun bók þessi vera prentuð upp úr „Voröld“, blaði Sig. Júl. Jóhannessonar, þvi þar birt- ust þessi kvæði fyrst. Þetta er byrjun fvrsta kvæðisins x Vorsöngvum: ■, Sunnan úr ársölum eyglóar vorboð- inn flýgur. Yljandi, hækkandi röðull um bláhim- inn stígur. Baðast í vermilaug fagrahvels fjör- , vakin jörðin. Frjóangar jurta og meiða úr læðingi brjótast. Gullroðnar leika sjer bárur tttn blik- andi fjörðinn. Blærinn og fjólari í ástsælum lifs- draumi njótast. Vorgyðjan ljúfa urn loftið og foldina’ og sæinn lííinu heilsar og býður því sólríkan daginn. En þetta er síðasta eriridið í Attð- unnarkviðu: Ársól íslands bygðar! yfir þjóð lát skína lifsins almátt allan, andaris meginþrótt. Verði æskan endurborin æðra göfgi ’ins forna máttar: gimsteinninn, sem greyptur sje í gull, í viljans eldinóð sótt. Helður lands sje lífi og eignum stærri. Landsins guð sje trúin, vonin, ástin. Korfi sjerhver Auðunnar nteð augum út til ljóssins þess frá skapanótt. Og þetta er fyrsta erindið í Són- háttum og heitir : Áfram : Ef veitstu hvað þú vilt — ef arit þú heitt því verki, er krefst þtn hugsjón, stattu þá sem bjargið fast, er brýtur straum sjer á, og buga lát ei tilraun þína rieitt. Ef lífi þínu er til þess einhvers eytt, sem örvar, glæðir ljósið samtíð hjá, þótt lausa aura’ og lönd þú haíir fá, er lífsgjald þitt í fjelagssjóðinn greitt. Því skaltu’ ei hræðast heimskra nianna sköll, nje hjeraðsglópsiris illmálgt kals og spott. Þær dægurflugur suða sig í hel. En stefndu beint á hugans hæstu fjöll, þótt hálfnist ei sú leið, hún ber þess vott, ef áfram hjeltstu, að þú vildir vel. XV. ár. Dálítið ritsafn, sem „Fíflar“ heitir, hafa þeir gefið út í Winnipeg Þor- sleinn og Hjálmar Gíslason bóksali. Tvö liefti hafa komið út af þvi, hið fyrra 1914, og er það orðið nokkuð kunnugt hjer, því það hefur verið hjer í bókaverSlunum. En síðara heft- ið kom út í haust, sem leið, og ’er nú nýkomið hingað í bókabúð Þór. B. Þorlákssonar, en mun bráðlega fást í bókaverslunum úti um land. í "því eru smásögur eftir þá útgefend- urria, munnmælasögur gamlar hjeðan að heiman, þýddar smásögur og ýmis- légt til dægrastyttingar. Enginn efi er á þvi, að mörgum mun þykja gam- ari að lesa þetta kver. Bæði „Ljóða-þættir“ og „Fíflar“ eru í umboðssölu hjá Þór; B. Þor- lákssyni. Ný ljóðabók. Jakob Jóh. Smári: Kaldavermsl. Bókaverslun Ársæls Árnasonar. Einhver hefur sagt, að Smári væri skáld litanna —■■ einkum hins bláa litar. — Þetta getur vel verið. — En mjer finst hann fyrst og fremst vera skáld þagnarinnar og friðar- iiis. — Tónar hörpu hans eru seið- andi sonnettu-söngvar, mjúkir og Jxýðir. í kaldavermslulindum hans speglast blítt og dreymandi fjöllin f igurblá og margs konar fegurð nátt- úrunnar. — Bókin er spjaldanna á milli sent samfeldur óður til náttúr- unnar. Hann syngur sig svo inn í náttúrufegurðina, að hann getur sagt á bls. 218: „Jeg er dáinn — og lifi þó. — Er orðinn hluti af jörð- inni. Fjalldrapakjarrið er hár mitt. Augu mín eru orðin að cljúpum leiftr- endi vötnum." Og þetta á bls. 16: Jeg vildi lifa í lands míns grærium blómuni í íjúfri brekku um heitan sumardag - og vera brot af heiðar yndisómum, ein ögn í blæsins þýða vængja slag. Og þetta á bls. 167: Sál mín er tjörn í dal, sem fjöllin dylja. Djúpið er kyrt, með heitum undir- straumi. Þótt frost og vetur foldu snælín sauini, hún frýs ei - lindir jarðar vatnið ylja. Vissulega bera líka Kaldavermsl þess rnerki, að þau hafi hitnað ýið hinn „innra eld“, sem öll sönn skáld eiga. — Seinna í því satna kvæði kemst Pegasus svo hátt með skáldið, að því verður að segja: ,,Á sólhvítum háfjallahnúki jeg stend og horfist í augu við guð.“ Yndisleg þykir mjer og lýsing af islenskri sveitablíðu í kvæðinu „Há- sumar“ á bls. 179. — En aðallega er Smári skáld þagnarinnar. Og því segir hann á bls. 114: „En niest er þó á óró æstra hranna aö yrkja ljós og kyrð í sálutn riiarina." Hann elskar þögnina og lognið. — Fjarri hávaða og dægurþrasinu ligg- ur skáldheimur Smára. — Og þó lif- ir hann mitt í glaumnum. —• En hann hefur náð þeirri miklu list, að þrátt fyrir ytri hávaða, getur hann þó lifað þagnheimi sínurn — skáldheimi sín- um, þar sent _er friður, fegurð og samræmi i sálunni. I kvæðinu „Við sjó“ verður jafn- ve) hávaðinn að logni. Á bls. 63 í kvæðinu „Jöklasýn“, sem mjer þykir t era ágætt, segir' hann: — „Háleit þögnin sjálf er drottins kall.“ — Kvæðið „Skýjarof" á bls. 201, er lýs- ing af. því, þegar skáldið gengur inn í þagnarheitn sinn. — Og hvað finn- ur hann þar inni ? — Sntári segir: „Þá opnuðust dyrnar og ljós sá jeg skína. Það streymdi að ofan í hjartans hof - með hátign og rósemi þína.“ Sem sje — hann finnur sjálfan

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.