Lögrétta - 02.06.1920, Blaðsíða 2
LS©RJlTTfl
LÖGRJETTA kemur út á hverjuni mið-
wkudegi, og auk þess aukablöð við og við,
Terð io kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr.
50 au. Gjalddagi 1. júlí.
guð. — Þegar sálin „í þögulu al-
gleymi fagnar“ og kemst í svo mikiö
samræmi viS náttúruna, aS hún finn-
ur að hún er „liöur í festi lífs — í
ætt viS grös og orma“ — og þorir
aö gefa allan persónuleika sinn og
„óttalaust hverfa í mikla hafið,“ þá
hefur hún stigiS „fyrsta sporiS inn
aS heimsins hjarta.“
Ýmist sjer skáldið guS undir blæju
eínisins úti í náttúrunni, eða .... „ó-
iijúpuö ásýndin ljómar, er inst þaö
Iitur í eigin sál.“
Þessi dreymandi þagnarþrá í
Kaldavermslum bendir á, aö höfund-
urinn hefur orSiS snortinn af hinum
undarlegu, ljúfu, austrænu morgun-
geislum frá landi vöggu vorrar.
Hinar síöustu 20 bls. í þókinni — '
„Ljóð í sundurlausum oröum“ —
benda og á þaö. Minna helst á skáld-
ið Rabindranath Tagore. Ef þar væri
meira af kitlandi barnslegri fyndni
innan um alvöruna, þá væru þeir
mjög líkir.
Víöa eru Kaldavermsl ísaumuð
glitrandi skáldmáli, eins og t. d. —
valið af handahófi — á bs. 125:
„1 lautum titrar lækja silfurkliður
sem ljósi hefði á grænar öldur skeflt.“
í fyrsta kvæðinu:
„Kvöldbornar dulþrár syngja í sál.“
Jeg verð líka að taka þessa vísu á
þ’s. 45:
„Himininn, fagur sem fyrirheit,
fangið við sál minni breiðir,
laðar á sólbjarmans leiðir.
t hjarta míns insta og helgasta reit
er barmafull veröld af vonum.“
Víg Höskulds á bls. 162 og Helgi
Harðbeinsson á bls. 143, þykja mjer
ekki nógu þróttmikil kvæði í sam-
ræmi við efnið. — Sá þarf líka að
hafa krafta í kögglum, sem slær sig
til riddara á fornsögum okkar — eða
biblíunni! —• Gleði- og ástavisur
íinnast allvíða í bókinni.
Jeg vildi einungis benda á þessa
bók, því hún er falleg jafnt að inni-
haldi sem ytra útliti. Þessi fáu ein-
tök —• að eins 500 — seljast sjálfsagft
fijótt. Og mun þá kennske bregða
fyrir fleiri myndum í þessum lindum?
í sparðatíning fór jeg ekki —• og
fann því engi. — Það gera sjálfsagt
mjer hæfari menn.
S.
Slindur, -- bdklæs kf.
Einn af vinum mínum misti nýlega
sjónina; honum þótti vænna um bæk-
ur en flest annað, og mjer þótti það
sárar en hjer verður sagt, að hugsa
um hann þreifa á góðum bókum, en
geta ekki lesið þær.
Þá kom mjer í hug, að jeg hafði
einu sinni hitt gamlan mann blindan
í Edinborg, sem las upphátt í ritn-
ingunni, prentaðri með blindra’ manna
letri. Spurðist jeg þá fyrir, bæði í
Danmörku, Englandi, Þýskalandi og
Ameríku, og með góðra, þarlendra
manna aðstoð, býst jeg við að geta
útvegað framvegis stafrof fyrir blinda
eftir öðru hvoru þeirra tveggja kerfa,
sem nú eru oftast notuð með stór-
þjóðunum — annað kent við L.
Braille (punktaletur), hitt við dr.
Moon (stafirnir upphækkaðir og lík-
ir upphafsstöfum vorum), og sömu-
leiðis ýmsar bækur á erlendum mál-
um, með öðruhvoru þessu letri. —
Væntanlega gæti jeg einnig útvegað
skriffæri handa blindu fólki, alt með
tiltölulega mjög vægu verði. Ekki
ætla jeg að græða á því, en tel hitt
miklu meira virði, að geta glatt ein-
hvern, sem í myrkrinu situr, á þenn-
on hátt.
í byrjun siðustu aldar, og enda
íyrri, voru skólar stofnaðir handa
blindum hjá flestum Norðurálfuþjóð-
u.m, og er þar kent: lestur, skrift og
ýms handavinna; en vjer Islending-
ar haöfum lítið gert fyrir blinda
fólkið okkar, enda er það eðlilega
ckki eins margt og hjá fjölmennari
þjóðum.
Ókunnugt er mjer um, hvað margir
cru blindir hjer á landi nú, en árið
1910 voru þeir 305, 182 karlar og 123
konur; cftir aldri skiftust þeir svo:
yfir sextugt 163 karlar og 106 konur,
40—60 ára: 9 karlar og 15 konur;;
20—40 ára: 4 karlar og 1 kona, yngri
en 20 ára: 5 karlar og engin kona,
og 2 ógreindur aldur.
Þessar tölur virðast benda til, að
þorri blinda fólksins hafi mist sjón-
ina fyrir elli sakir, og- er þá líklegt,
að margur í þeim hóp hafi ekki nógu
nærna tilfinningu í fingurgómunum
til að geta lesið með þeim upphækkað
letur, en sje tilfinningin óskemd, er
stafrofið mjög auðlært.
Jeg skal leyfa mjer að nefna þess
dæmi: Fyrir skömmu gaf jeg blind-
um pilti i Rvík, sem misti sjónina fyr-
ir nokkrum árum, danska bók með
punktaletri' (Brailles-kerfi), stafróí
alti jeg þá ekkert, en hann ljet búa
sjer það til, eftir mynd í alfræði-orða-
bók, og á öðrum degi gat hann lesið
í bókinni frá mjer.
Nú eru það vinsamleg tilmæli mín
t:l allra presta vorra eða annara, sem
láta sjer ant um þá, sem í myrkrl
sitja, að þeir skrifi mjer fyrir haustið
nöfn og heimili alls þess blinda
fólks í sóknum þeirra, sem þeir vita
urti að hafi fulla og eðlilega tilfinn-
ingu í fingurgómunum og taki um
leið fram við hvern einstakan: aldur
hans, hvort hann skilur önnur mál
en islensku, og sje svo, þá hvaða mál
það eru, — og hvort viðkomanda
langar ekki til að geta lesið með
fingrunum.
Því miður er engin bók til á ís-
lensku, sem' blindir geta lesið, og ekki
hægt að prenta þær hjerlendis, enn
sem komið er, en vera má, að ein-
hver góður miður vildi gefa fje til
siíkrar prentunar, þegar skýrsla væri
fengin um, hve margir þeir eru á voru
landi, sem treystandi er til að lesa
ineð fingrunum, en skilja ekkert er-
ient tungumál.
Vera má, að jeg geti í haust gefið
. einhverjar upplýsingar um kenslu
blindra, í blaði mínu, Bjarma, og sent
þeim blindum, sem erlent mál skilja,
bókalista við þeirra hæfi. En þá verða
menn og að senda mjer g r e i n i-
legar og áreiðanlegar upp-
lýsingar um fyrnefnd atriði.
Treysti jeg því, að vandamenn
blinda fólksins sjái um, að enginn
gleymist af þeim, sem lestur geta
lært.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
(Áritun: Ási, Reykjavík).
P.S. Af því jeg verð væntanlega
erlendis nokkrar næstu vikur, mega
menn ekki búast við svörum frá mjer
við brjefum þessu viðvíkjandi, fyr en
seinni hluta sumars. — Sami.
Úti um heim.
Síðustu frjettir.
í Rússlandsfregnum segir nú helst
af viðskiftum þeirra og Pólverja, og
þó ógreinilega. Fyrst var sagt, um
lok s. 1. viku, að Pólverjar hefðu
beðið mikinn ósigur hjá Polodsk og
Beresina og að bolsjevíkar hefðu haf-
ið mikla sókn. Nokkru síðar var svo
sagt, að Pólverjar hefðu unnið á
norðan Dnjestr, en í síðustu skeytum
aö þeir hafi orðið alveg undir i orust-
um við Minsk og að skæðar orustur
síandi nú við Vilna. Annars eru bol-
sjevíkar líka að undirbúa herför til
Persíu og ætla að reyna að leggja
hana undir sig í því skyni að geta
þá haft meiri áhrif á veldi Englend-
inga í Afganistan og Indlandi. Þeir
hafa nú lokið við friðarsamningana
við Letta, og verður Lettland 70 þús.
íerkm. stórt, sjálfstætt land. Aftur á
n;óti hafa samningarnir við Litháa
strandað í bráðina. Út á við vinna
bolsjevíkar nú annars helst að því, að
koma verslunarmálum sínum í hent-
ugt horf, og vinna að því sendinefnd-
ir, sem þeir eru fyrir Krassin og Lit-
vinoff. Er sá fyrri í London, en hinn
hefur setst að í Kristjaníu.
í Þýskalandi hafa orðið allmiklar
óeirðir, bæði af völdum byltinga-
rnanna og íhaldsmanna, og eru menn
jafnvel hræddir við nýja stjórnar-
byltingu. Verðfall mikið hefur orðið
á ýmsum nauðsynjavörum þar og hef-
ur verðið lækkað um alt að helmingi
3 ýmsum vörutegundum. — í Ung-
verjalandi hafa friðarskilyrði banda-
manna valdið miklum deilum 0g ó-
ánægju. ítalir eru einnig sáróánægð-
ir með síðustu ákvæði samninganna,
um skiftingu skaðabótanna. Þykjast
þeir fá of lítið í hlutfalli við hina, en
þeim eru ætluð 10%. Þar er d’Ann-
unzio annars kominn á stúfana aft-
ur, og hefur nú tekið herskildi tvær
borgir Jugo-slava í Albaniu. Hapn
hefur einnig boðið Sinn Fein flokkn-
um írska hernaðarhjálp. En í írlandi
cr alt í uppnámi enn þá, og fer dag-
versnandi, og beitir enska stjórnin á-
yalt harðneskju á móti. Síðan á pásk-
um er sagt að eyddar hafi verið þar í
óeirðunum 400 lögreglustöðvar og
150 tollheimtustöðvar rændar. — í
Bandaríkjunum virðast írsku málin
citthvað hafa verið rædd í þiriginu,
því utanríkisráðherrann, Calley, hef-
ur lýst því yfir, að ekkert sje þvi til
ívrirstöðu, að Bandarikin geti viður-
kent sjálfstæði írlands. í Bandaríkja-
þinginu hafa annars verið miklar
cieilur út af friðarsamnirigunum ■
Þingið hafði samþykt ályktun um að
ófriðarástandinu við Miðveldin væri
lokið, um leið og það neitaði að sam-
þykkja friðarsamningana. En nú
hefur Wilson forseti neitað að stað-
festa þetta, og nær það því ekki fram-
gangi. Armeníumálin voru einnig
rædd þar, þar sem Wilson hafði, eftir
ósk frá Evrópu, lagt til að Banda-
ríkin tækju að sjer vernd Armeníu,
en þirigið neitaði því. Allmikill hern-
aðarhugur virðist vera í Bandaríkj-
unum þrátt fyrir alt, og hefur nú
verið áætlað að útgjöld til flotans
verði á næsta ári 436 milj. dollara.
— í Mexico er Huerta orðinn for;
seti. — í Tjekkó-Slóvakíu er jafnað-
armaðurinn Massaryk nýkosinri for-
seti.
í Frakklandi hafa vérið deilur út
af utanríkismálum í sambandi við
friðarsamningana, og hefur Miller-
and-stjórnin orðið þar ofari á, en hún
vill í sem minstu slaka til við Þjóð-
verja.
Verkföll eru enn víða. — í Dan-
mörku eru þó skipagöngur að kom-
ast í samt lag aftur, með aðstoð sjálf-
boðaliða. — Járnbrautarverkfallinu
franska er einnig lokið. — Á Spáni
eru mikil verkföll.
Finnar hafa ákveðið að ganga í
þjóðabandalagið.
Frjettir.
Veðrið er nú mikið að batna, —
gott gróðrarveður síðustu dagana.
Kaupfjelög eru nýstofnuð á Seyð-
isfirSi og ísafirði.
Mannalát. 2 . f. m. andaðist hjer í
bænum Torfi Tómasson, verslunar-
ínaður. — Nýlega er látin yngsta
dóttir dr. Ól. Daínelssonar, menta-
skólakennara. — 29. f. m. andaðist
Guðm. Guðmundsson, hreppstjóri, í
Landakoti, á 80. ári.
Nýr botnvörpungur kom hingað
fyrir nokkrum dögum, eign Hauks-
fjelagsins. Hann heitir Ingólfur Arn-
arson og skipstjóri Pjetur Bjarnason.
Útburður. Síðastl. laugardagsmorg-
un fanst barnslík, vafið innan í kodda-
ver, rekið í fjörunni hjer vestan við
tæinn. Verið var merkt einum stai
og steinn í því. Að öðru leyti vita
menn ekkert um þennan atburð, en
sögurnar, sem um hann ganga manna
á milli og í dagblöðunum, eru ósam-
ræmar og áennilega allar óáreiðan-
legar. En lögreglan er að rannsaka
tnálið.
Pjetur Jónsson atvinnumálaráð-
herra, er nýfarinn snögga ferð norð-
ur í land.
Fargjöld og farmgjöld með strand-
ferðaskipunum Sterling og Suður-
landi, hækka um 30% nú um mán-
aðamótin.
Háskólapróf standa nú yfir. Prófi
i íorspjallsvísindum er lokið, og tóku
það 15 stúdentar. Embættisprófin
byrjuðu í gær, og ganga undir þau
3 læknanemar, 2 guðfræðingar 0g 2
lögfræðingar.
Trúlofuð eru nýlega í Noregi ung-
írú Gunnlaug Thorlacius frá Glaum-
bæ og Carsten Stang verkfræðingur,
sonur Stang fyrv. hermálaráðherra.
Nýja áfengisreglugerð hefur land-
læknir sett, og gengur hún í gildi nú
um mánaðamótin. Er læknum þar
„stranglega bannað, að láta af hendi
læknisseðil (recept) um áfengi, nema
til iðkunar á læknisvísindum" og til
lækninga. Lyfsalar mega ekki af-
greiða seðla, sem eldri eru en viku-
gamlir. Þá eru lyfsalar og læknar
H j úkrunarkona.
Á Heílsuhælinu á Vífilsstöðum verður hjúkrunarkonusfaða laus 1. á-
gust n. k. Laun kr. 80.00 um mánuðinn, ásamt fæði, húsnæði og starfs-
kjólum. — Umsóknir, ásamt meðmælum, upplýsingum um nám, og fyrri
starfa, sendist lækni hælisins fyrir 1. júlí.
I sumar verdur báðum bönkunusu
lokad á laugfardögfum kl. 1 e. h.
Reykjavík, 27. mai 1920.
Islandsbanki. Landsbankinn.
Detkgfl. octr. Söassurance-Compagfni
tekur að sjer allskonar sjóvó.tryg’Sfingar.
*
Umboðsmenn úti um land:
á Isafirði: ólafur Davíðsson kaupmaður
á Sauðárkróki: Kristján Gislason kaupmaður
á Akureyri: Pjetur Pjetursson kaupmaður
á Seyðisfirði: Jón bókhaldari Jónsson í Firði.
Aðalumboðsmaður fyrir Island
Eggert Claessen, hæstarj.má.laflutningsmaður.
skyldir til að hafa áfengisbók, þar
sem nákvæmlega sje bókfært alt selt
áfengi og mánaðarlega eiga þeir að
gefa Hagstofunni skýrslu um það.
Áferigisseðlar eru ekki gildir, nema
þeir sjeu ritaðir á eyðublöð, sem lög-
reglustjóri lætur af hendi og fær aftur
afrit af, þegar beðið er um nýja bók.
Læknir má ekki ávísa sjálfum sjer
eða öðrum meiru í einu en sem svarar
200 gr. af spiritus ioncentratus eða
300 gr. af konjaki eða 670 gr. af
öðrum vínum, sem á lyfjaskrá standa
0g önnur vín má ekki hafa -— og
ekki sama manni oftar en 3ja hvern
dag. 1— Læknafjelagsfundur hefur
mótmælt reglugerðinni og beðið fyr-
ir birtingu á eftirfarandi fundarálykt-
un, sem samþ. var á fundi Læknafjel.
29. f. m.:
gow, með ágætum vitnisburði, og er
sagt að hann ætli að setjast að í Skot-
landi.
Blöðin. „Dagur“ er nú aftur farinri
að koma út á Akureyri og er Jónas
Þorbergsson, bróðir Jóns á Bessa-
stöðum, ritstjóri hans. - Páll Bjarna-
son er hættur við ritstjórn Vest-
manriaeyjablaðsins „Skeggja".
Slys á sjó. Um miðjan maímán-
uð .druknaði unglingspiltur, Engil-
bert Arngrímsson, á höfninni í Vest-
mannaeyjum.
Nýjustu bækurnar eru sögur Jóns
Björnssonar og Ljóðmæli Huldu.
„Læknafélag Reykjavíkur mót-
mælir því, að læknar séu frá I.
júní þ. á., samkvæmt hinni nýju
áfengisreglugerð landlæknis, dags.
15. apríl 1920,. skyldir að senda
lögreglustjóra afrit af lyfseðlum
og einnig því, að Hagstofunni eða
öðrum en heilbrigðisstjórn lands-
ins, séu látnar í té upplýsingar um
hvaða lyf læknar ávísa sjúklingum,
sínum.
Ennfremur lítur félagið svo á, að
almenningi sé með fyrirmælum
nefndrar regiugerðar bakaður ó-
þarfa kostnaður og erfiðleikar,
þar eð lyfsölum er bannað að láta
úti án lyfseðils, til útvortis og inn-
vortis notkunar, fjöldamörg al-
gengustu lyf og jafnvel hreinlæt-
isvörur, sem ætíð hefir verið frjálst
að selja án lyfseðils, og óhugsandi
er að nota megi til áfengisnautn-
ar, enda þótt í þeim sé meira en
2%% áfengis.“
Helgi Valtýsson. Það er ekki rjett,
sem segir í síðasta tbl., að fjölskylda
hans sje komin hingað meö honum,
tn kona hans og tvö yngstu börnin
koma í þessum eða næsta mánuði.
Tvö eldri börnin, drengir, sem stunda.
skólanám, verða eftir í Noregi. Þau
Helgi og kona hans setjast að hjer í
Reykjavík og verður hann erind-
reki fyrir norskt vátryggingafjelag.
Þau hafa nú verið í Noregi í sjö ár,
Og síðustu árin hefur hann verið
kennari við lýðháskólann í Voss
I.ætur hann mjög ?el af veru sinni
þar, en var samt farið að langa heim
hingað, og sama segir hann um konu
sína, sem þó er norsk að ætt. Börn
þeirra, eins hin yngri, sem fædd eru
• Noregi, tala íslensku svo sem þau
væru alin upp hjer heima. — Margir
ínunu bjóða Helga Valtýsson, og þau
hjónin bæði, velkomin heim aftur.
Morgun, tímarit Sálarrannsókna.-
tjelags íslands, er nýl. kominn út, 2.
hefti tvöfalt, svo að með því er lok-
ið 1. árg. ritsins. Efnið er fjölbreytt
og ritið i heild mjög fróðlegt og læsi-
legt. Verður þess nánar minst síðar.
Próf í efnafræði og námafræði hef-
ur isí. maður, Helgi Herm. Eiríksson
nýlega tekið við haskolann í Glas-
Þeim heiðurshjónum Elsu Þórðar-
dóttur og Tómasi Þorsteinssyni í
Dalsmynni á Akranesi vottum við
undirrituð hugheilasta þakklæti, fyrir
ýmsar auðsýndar velgerðir, einkum
er okkur ljúft og skylt að þakka hon••
um fyrir þá miklu hjálp og umönnuri.
er hann veitti, um 8 vikna tíma, í
fjarveru meðundirritaðs, í harðind-
unum í vetur, og veikindum á heim-
ilinu. Talið og ótalið biðjum við guð
að launa.
Ási, 12. maí 1920.
Kristín Magnúsdóttir.
Þorbjöm Þorbjarnarson.
Lítið býli
óskast til kaups einhversstaðar í nær-
sveitum Reykjavíkur. Tilboð óskast
send ritstjóra þessa blaðs.
Gerlasamsetningurinn „Ratin“, sem
undir vísindalegu eftirliti er búinn til
á Bakteriologisk Laboratorium „Rat-
m“, Kaupmannahöfn, veldur smitandi
sjúkdómi hjá rottum og músum og
drepur rottur á I—3 vikum, mýs á
o—g dögum.
Ummæli um árangur, ásamt verð-
iista og nánari upplýsingum, fást með
því að snúa sjer til
RATINS SALGSKONTOR.
Ny Östergade 2. — Köbenhavn K.
Fjelagsprentsmiðjan.