Lögrétta


Lögrétta - 09.06.1920, Blaðsíða 1

Lögrétta - 09.06.1920, Blaðsíða 1
Utgelanái og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiÖslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 355». N. 22. Reykjavík 9. júuí 1920. Sv. Jónssen & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. Fyrirliggjandi miklar birgSir af íallegu veggfó'öri, pappír og pappa á þil, loft og gólf, loftlistum og loft- rósum. Herra Einar H. Kvaran - og sálarrannsóknimar. Herra rithöfundur Einar H. Kvar- an hefur í síöasta hefti „Morguns“ eytt allmiklu rúmi í aö andmæla mjer út af andatrúnni og nokkrum um- mælum mínum um ísl. sálarrannsókn- arfjelagiö og forgöngumenn þess. iar eö fyrir getur komið, að jeg Ij'regði mjer til útlanda mjög bráð- lega og verði þar í alt sumar, kann jeg ekki við að láta fyrverandi sam- verkamann minn og góðkunningja biöa svo lengi eftir svari, og svara því nú til bráðabirgða. Hr. E. H. K. finnur aö vonum all- mjög til sín sem forseta þessa fje- lags, er jeg nefndi, og setur ofan í viö mig, segir mig tala „digurbarka- lega“, bregður mjer um „fáfræði“ og „vitleysu" og sit't hvað fleira; segir að jeg stingi undir stól ýmsu af því, er sje andatrúarmönnum í vil, aö jeg ekki nefni það, sem hann viröist gefa í skyn að síðustu, að hann og þeir íielagar sjeu eins konar einka-um- bjóðendur sannleikans. Sem slíkt sannleiksvitni, er hr. E. H. K. þykist nú vera orðinn, hefði honum óneitanlega farið það skár, að gæta sjálfur betur sannleikans í þess- um orðaskiftum sínum við mig. Jeg mun nú í fám oröum reyna að sýna mönnum fram á, hversu honum hefur farist þetta. Eins mun jeg reyna að sýna fram á, bæði nú og síðar, hvoru megin „fáfræðin“ og „vitleysan“ liggur, að jeg ekki tali um ofurmagn þeirra „sannana“, er hann hefur sjálf- ur lagt á borðið fyrir andatrúnni í nýútkominni bók sinni. Drýgindi hr. E. H. K. koma einna best í ljós, þar sem hann er að tala um tvær greinar mínar, „Andatrúin krufin" (1906) og „Rannsókn dular- fullra fyrirbrigða“ (í Andvara 1914). Þykist hann finna mótsögm mikla milli þeirra, þar sem það einmitt hafi verið sami miðillinn ((Marthe Béraud — Eva C.), sem þeir próf. Richet og dr. Schrerfck-Notzing hafi rannsak- b.ö. „Eg veit ekki,“ segir hr. E. H. K., ..hvort dr. Á. H. B. veit þetta, fyrr en þegar hann les þessar línur. Þekk- ■ng hans er svo merkilega ónákvæm a þessu sviði.“ Rétt er það ! En sann- íeikurinn er nú sá, að um þetta vissi enginn þá, og ekki vinur minn E. H. E., er ég reit „Andvaragreinina", af pví að Eva C. — af mjög svo skiljan- icgum ástæðum — hafði lagt ríkf á við dr. Schrenck-Notzing, að dylja hinn fyrri miðilsferil sinn. En grein- ina þá reit eg af því, að það var þeg- ar farið'að bóla á því hér í blöðunum, að andatrúarmenn ætluðu, beint á móti tilætlun dr. Schrenck-Notzings Dalfs, sem vildi skýra fyrirbrigðin með eðlilegum hætti, að fara að taka sér þessi „holdgunar-fyrirbrigði" til mntektar. En nú hefir nokkuð nýtt bætst við, sem hr. E. H. K. og öðrum félögum hans er kannske „ókunnugt um“. Undir eins Og það varð uppvíst, að hér var um sömu stúlku að ræða og þá sem ljek leika sína suður í Al- gier, tóku menn að athuga nánar „grímurnar" — orðis „manngerv- inga“ lít eg á sem faguryrsi skálds- ins — og þá kom það í ljós, að þær hktust sumar myndum, sem birst höfðu í myndablaðinu „Le Miroir“, og ein ljósmyndin sagði illa eftir, því að þar mátti sjá meiri hlutann af titli blaðsins MIRO, með sama letri og á blaðinu var. Hr. E. H. K. verður .aö lata sér næg-ja þenna þekkingar- auka í bráð, þangað til ef mér gefst tækifæri tií að segja nánar frá miðils- ferli þessarar stúlku síðar. En það sem þegar er sagt, styrkir óneitanlega luð fyrra alit mitt a miðli þessum. Þá ber hr. E. H. K. sérstaklega þungar sakir á mig út af ummælum rnínum um tilraunir Crookes við miðl- ana Home og Florence Cook. Segir liann fyrst og frernst, að eg styðjist þar við Lehmann einan, og í öðru lagi, að eg hafi borið Crookes svik á brýri. Hvorttveggja er ósannindi, bið fyrra vísvitandi ósannindi, hafi hr. E. H. K. lesið Lögréttugreinina með nokkurri eftirtekt, en hið síðara sprettur að likindum af því, hversu merkilega „ósýnt“ hr. E. H. K. er sjálfum um þessar tilraunir og hversu lítt hann hefir hirt um að kynna sér málstað andstæðinga sinna. Hver, sem nennir að líta aftur i „Lögréttugrein“ mína (14. april), hlýtur að kannast við, að eg 1 frá- sögri minni um Florence Cook styðst aðallega við Podmore, og vísa til bók- í.r hans (Modern Spiritualism, II, bis. 155 o. s.) bæði um úrslita-tilraunirn- ar, eru fóru fram í svafnherbergi stúlkunnar sjálfrar og um' ljósmynd- irnar. En Podmore hefur rannsakað allar þær frumskýrslur, er að þessu iigrgrja., og eins ljósmyndirnar, sem' l:ann fékk að skoða hjá Crookes sjálf- um, — einnig þær, sem ekki voru birtar. Svo að það er ekki alveg sann- leikanum samkvæmt, að eg hafi ekki Iiaft önnur sönnunargögn en það, sem Lehmann segir um þetta. Hin ásökunin, að jeg eða Lehmann eða Podmore eða nokkur arinar, hafi viljað bera Crookes svik á brýn, nær ekki nokkurri átt. Þessi áburður anda- trúar-forkólfanna hér á landi sýnir aftur á móti, að þeir hafa ekki hug- mynd um, hvað þeir eru að tala uin. Sjálfur hefir Crookes að nokkru leyti viðurkent réttmæti aðfinninganna rneð því að gefa í skyn, að hann hafi felt það eitt úr í fyrstu skýrslum sín- um um Home, er hann hélt vera „smá- muni“ eða „aukaatriði“, en það ber emmitt vott um sannleiksást manns-' ins, að hann gefur þessi „aukaatriði" og skýrslurnar í heild sinni út síðar. Meðan Crookes var að fást við „dautt efnið“, hafði hann auðvitað allari hugann á verkfærum sínum og vélurn, til þess að sjá, hvað þær sýndu. Og það var ekki nema sjálfsagt, þvi ,að ekki pretta hin eðlisfræðilegu á- höld nema eitthvað fari úr lagi. En svo virtist Crookes hafa haldið upp- teknum hætti, eftir að hann fór að fást við miðlana, hafa hugað mest aó áhöldunum og hvað þau sýndu, en gáð síður að og slept frekar úr íyrstu skýrslum sínum því, sem mið- iílirin hafðist að. Þegar skýrslurnar um Home voru gefnar út í heild sinni, kofn það einmitt í ljós, að Home hafði sagt og gert ýmislegt, er veikti sönn- unarmátt tilraunanna, að hann hafði beint athygli tilrauriamanna frá sjálf ■- um sér að verkfærunum eða einhverju .öðru og sagt tilraunamönnum að haga sjer svo og svo, m. ö. o. haft stjórn á þeim, í stað þess, að þeir áttu að hafa fullan hemil á honum. Það er i>etta, sem þeir Lehmann og Podmore nafa fundið að og ekki verður hrakið, hvað sem Borberg hinn danski segir. En kannske það hafi einhver áhrif, að menn heyri álit óháðs manns, sem er þriðju þjóðar, um þetta. Dr. Albert Moll segir í riti sínu ,Hypnotism‘ (The Contemporary Sci- cnce Series), London 1909, bls. 548 o. s.: „Eins og vér höfum þegar séð, hef- Crookes ritað skýrslur um tilraunir smar við Home, sem sýnilega hafa marga mikilvæga viðauka i sér fólgna. En hversu lítils virði hann telu-r viðauka þessa vera, er hann 11e/n,ir ”smámuni“ (trivialities)), má s.'á a þeirri staðreynd, að hann slepti þeim alveg í fyrri útgáfunni; auðvit- að var_þessi útgáfa lengi aðalvígi spiritista. Önnur útgáfa kom síðar; en hún kemur, eins og Lehmann hef- ur sýnt, í gugngerða mótsögn við fyrri útgáfuna, af því að þessum „smá munum“, er sýndu hversu áreiðanleg ö!l skýrslan var, var slept i fyrri út- gáfunni. Spiritistar eru nú orðnir merkilega fámálir um þessa gaom- rýning á tilraunum Crookes; að minsta kosti hafa þeir aldrei reynt að mótmæla henni. Þetta er því eftir- tektarverðara, sem tilraunum Crookes var áður haldið frarn sem „non plus ultra“ rannsóknum, og þær þvrtaldar óaöfinnanlegar." Sannleikurinn er sá, að Crookes mun hafa, eins og eg sagði, verið of góðgjarn og ótortrygginn, og ef til vill líka of trúhneigður, til þess að gruna þessa miðla sina urn græsku; því var það svo „sár-óheppilegt“ fyr- ir hann, að Florence, — þá gift kona, — slcyldi verða staðin að svikum nokkrum árum síðar, og jafn „sár- óheppinn" hefur hr. E. H. K. verið í vörn sinni fyrir Crookes, Þá kem eg að áliti hinnar miklu lærdómskonu Mrs. Sigdwick á miðl- inum Mrs. Piper. Mrs. Piper hafði frá upphafi miðilsferils síns og alt þangað til Mrs. S. tók sjer fyrir hend- ur að rannsaka hann frá rótum, verið talinn lang-helsti og besti miðilinn. Það var því sist að ráðast á garðinn, jiar sem hann var lægstur, að skýra frá niðurstöðu þeirri, sem Mrs. Sidg- wick hafði komist að um hana. Að fara að telja fram alt það annað, er Mrs. S. hefir sagft um afstöðu sjálfrar sín til andatrúarinnar, hefði orðið nokkuð langt mál í blaðagrein, og hr. E. H. K. hefði verið sæmra að muna sjálfur orð þau, er hann tilfærir cftir Mrs. S., þegar hann í jan. 19T9 reit þau niðrandi orð um hana, er lesa má í niðurlagi fyrirlestursins „Sannanir" (bls. 331) — einhverja þá grandvörustu og sannheiðarlegustu manneskju allra tilraunamannanna liresku, og þá er mikið sagt. En orð þau, er hr. E. H. K. hefir þar um hana, verða honum aldrei til sæmdar. Aftur á móti skal eg gera honum og öðrum andatrúarmönnum það til geðs að birta síðar skoðun Mrs. S. á sál- arrannsóknumvm í heild sinni, og vona eg þá, að þeir geti ekki sagt, að eg hafi stungið nokkru undir stól. Þá er sanvanburður hr. E. H. K. á ?,Sálarrannsóknarfélaginu breska“ og samnafna þess íslenska. Breska félag- ið er einmitt óaðfinnanlegt og heiðar- legt rannsóknarfélag, af því að það játar enga trú, en rannsakar fyrir- brigðiri hlutdrægnislaust, og tekur alt til greina, bæði það sem mælir með cg móti. En það er hreinasta uppnefni að kalla ísl. fjelagið „rannsóknarfje- lag“, eins og til þess er stofnað í lög- tim þess, af því að það gengur út frá því sem s ö n ri u ð u, sem á að sanna. Jeg er ekki með þessum orðum að finna að því, þótt einstakir fjelag's- raenn hafi þá sannfæringu, að sam- Land hafi fengist við framliðna menn — þeir um það! — en eg átel það, að heilt fjelag skuli nefna sig „rann- sóknarfjelag" og ganga-þó út frá því sem gönnuðu, sem það með tilraunum þeim, er það gengist fyrir, ætti annað hvort að reyna að sanna eða afsanna nieð hlutlausum, óaðfinnanlegum rannsóknum. Þá er menn eru fyrir- íram sannfærðir um það, sem þeir l ykjast ætla að sanna, verður úr slík- um „rannsóknum" aldrei annað eri „vítahringur" (circulus vitiosus). Vegiu- og álit félagsins hefði aftur á móti orðið mun meira, hefði það boðið mönnum, sem voru anriarar skoðunar og ekki sannfærðir, en að öðru leyti hæfir til þess, að taka þátt í rannsóknunum. Nú skreytir fjelagið s;g ’riafni, sem það alls ekki á skilið að bera og hefir lítinn sóma af. Aftut á móti hefur bretska Sálarrannsóknar- tjelagið áunnið sér virðingu allra dómbærra manna anriara en ofstækis- manna, jafnt meðhaldsmanna sp'irit- ismans sem mótstöðumanna haris, senv sannnefnt vísindafjelag. Ranusóknar^ rnenn þess „sefja', ekki, og þeir rann- saka alt með nákvæmni og samvisku- ; remi. En ísl. tilraunamenriirnir hafa j gert sig seka i hvorutveggja, bæði sefjan og ónákvæmni. Að vísu hef jeg ekki sjálfur verið viðstaddur til- raunir þeirra, og þó mæli jeg þetta ekki út í hött. Jeg hef orð eiris af vönduðustu og gætnustu læknum þessa bæjar fyrir því, hvernig einn af andatrúarforsprökkunum hagaði sér við eina tilraunina, þar sem lækn- L'inn var viðstaddur. Andatrúarmað- urinn spurði beint miðilinn: „Er það ekki koria? Er hún ekki svona og svona klædd? Jú! kemur heim! Vissi jeg ekki! o. s. frv.“ Þetta er tilrauna- kák og ekkert annað. Nú og þegar Indriði „misti“ handlegginn! - en sú saga kvað nú eiga að sigla og spyrj- ast víða! —: Spurði eg einn lækna- skólariema, sem þar sagðist hafa verið við staddur, og þreifað um miðilinn, hvort hann hefði þreifað um síðuna á miðlinum? Jú, Og um bakið? Já! En um sjálfan axlarliðinn? Nei! — Þetta er nákvæmni eða hitt þó heldur. En kannske aðrir tilraunamenn hafi gert þetta betur. Helst virðist ísl. fé- lagið hafa tekið sjer Ameríska sálar- rannsóknarfjelagið til fyrirmyndar En það hefur orðið' fyrir þvi óhappi - — liggur mjer við að segja — að fá íyrir aðalstarfsmann sinn mann, sem er fullur oftrúar og hindurvitna. Hann hefur nú meðal annars gert þá spán- nýju uppgötvun, og eftir því sem E. H. K. segist (bls. 275 o. v.) sannað það, „með vísindalegri nákvæmni, í bókum, sem skifta þúsundum blað- síða“, að t. d. geðveiki og brjálsemi stafi frá öðrum heimi. Þarna er fyrir- myndin! Sömu trúar er nú geðveikralæknir vor, Þórður á Kleppi orðinn, maður- irm sem þetta varnarskjal E. H. K. virðist aðallega samið fyrir, maður sem ætti að stunda nútímalækningar og fylgjast sem best með í fræðigrein sinni, en trúir í þess stað á sálnaflakk og djöfulæði og hagar sjer samkvæmt þ-ví. Honum er nú í vörn hr. E. H. K. skotið inn undir það, að Kristur hafi verið þessarar trúar; en svo er aftur læknirinri, þessi heiðursmaður, látinn gefa vottorð um það í niður- lagi „Trúar og sannana", bls. 369), að kenningar Krists sjeu „hárrjettar". Eg veit ekki, hvað öðrum finst um: slíkt. En mjer finst það dálítið óvið- feldið, svo að eg segi ekki meira. Jeg hjelt satt að segja, að Kristur hefði verið tig-naður fyrir hina háleitu kærleikskenningu sína og dýrðardæmi sitt í lífinu, en ekki fyrir trú samtíðar- innar á djöfulæði, og að Kristur þyrfti ekki yfirlýsingar Þórðar á Kleppi, um rjettmæti kenriinga sinna. Á. H. B. A t h s. Þó Lögrjetta taki sjálf eng- an þátt í deilum þeim, sem hjer er um að ræða, hefur- hún að sjálfsögðu ekki viljað neita' svo þjóðkunnum manni, sem hjer á hlut að máli, um túm fyrir enn eitt svar við þeim árásum, sem á hann hafa verið gerðar. Úti um heim. ítalskir jafnaðarmenn. Snemma í vor kom til Khafnar stndinefnd frá ítalíu til þess að ræða v Ið rússneska stjórnarfulltrúann Lit- vinoff um heimsending herfanga beggja ríkjanna. í ítalíu voru þá um 5000 rússneskir herfangar, sem lent höfðu þangað frá Austurríki, eri i Rússlandi um 400 ítalskir. í sendi- nefndinni voru þrír menn og einn þeirira þingmaður úr flokki jafnaðar- inanna. í Politiken er birt viðtal við hann. ITann sagði, að rússnesku fang- arnir vildi ekki leggja á stað, nema þeir fengju tryggingu fyrir þvi að þeir kæmust alla leið heitn og engar gildrur yrðu fyrir þá lagðar. Þeim væri kunnugt um, hvernig Frakkar hefðu farið með 20 þús. Rússa frá vesturvígstöðvunuin, sem neitað hefðu að láta senda sig heim til þess að berjast með her Denikins. Þeir voru þá sendir til Afriku og settir þai inn í nýlenduher Frakka, sem mynd- aður er að miklu leyti af afbrota- rnörinum. Margir af þeim eru nú íallnir eða dauðir af sjúkdómum hita- beltisins, sagði ítalinn. En hann sagði, að fangarnir í ítaliu hefðu ver- ið látnir ganga til atkvæða um, hvert þeir vildu skila sér, og er ekki ófróð- lcgt að líta á þá atkvæðagreiðlsu. XV. á. Einn vildi láta senda sig til Koltsjaks- hersins, 55 vildu fara i her Denikins, 400 voru frá Ukraine og vildu kom- ast þangað heim, 12 frá Rúmeníu, og vildu lika kornast heim. En allir hin- ir voru á bandi bolsjevíkastjórnarinn- ar og vildu fylla hennar flokk. ítalski þingmaðurinn brosti, þegar minst var á Fiumedeiluna, sagða, að D’Annuncio væri skáld, og annað væri eiginlega ekki um það mál að segja. Alvarlegasta mál ítalíu væri nú fjárhagsástandið. Striðið héfði skap- að þar neyð og harm og óskaplegar skuldir. Kol vantaði og sömuleiðis hráefni til iðnaðarins. Alt þetta væri að sjálfsögðu hemill á verslun og við- skifti. Og þetta ástand hefði svo, eins og eðlilegt væri, áhrif á stjórn- málaástaridið. Verkalýðurinn vildi lifa við betri kjör nú en fyrir stríð- ið. En liann gæti það ekki, þess vegna hataði hann nú alla þá, sem komið hefðu striðinu á stað, eða auðgast á j ví. ítalski jafnaðarmannaflokkurinn stæði öðru vísi að vígi en jafnaðar- menn í öðrum ófriðarlöndúm Evrópu. Hann hefði frá upphafi unnið á móti stríðinu og sagt fyrir alla þá óham- ingju, sem hlyti áð verða því sam- fara. En hann hafði ekki völdin og mótmæli hans voru að erigu höfð. Þrátt fyrir sigurinn, verður nú ítalía að þola allar þrengingar ófriðarins, sagði ítalski þingmaðurinn, og nú skilur öll þjóðin, að það var rétt, sem við sögðum áður um þessi mál. Okk- ar flokkur hefur því vaxið mjög í áliti, einnig meðal borgaraflokkanna, og fjöldi manna hefur gengið yfir í hann. Við kosningarnar í deseniber í vetur fengum við 157 þingsæti, en l.öfðum áður 36. Reyndar höfum við erin ekki nema þriðjung atkvæða í þ.inginu, en okkar flokkur er sterk- asti flokkurinn þar. Móti okkur eru að eins smáhópar af borgaraflokkun- um gömlu, og svo er hinn katólski ílokkur sem gengur með jafnaðar- menskugrímu og hefur mikil áhrif meðal bændastjettarinnar. En tak- mark okkar er að koma á verka- mannastjórn og gerbreytingu á efna- Iragssviðinu og í iðnaðinum. Við vilj- um fá ráðstjórn, alveg eins og í Rússlandi. Við höfum gengið í sam- band við alþjóðafjelagið þar (3. Internationale). Grundvallaratriðið í stefnuskrá okkar við kosningarnar var, að ráðstjórnin rússneska fengi þegar í stað viðurkenningu og hætt yrði ófriði gegn henni. Síðan hefur iíalska þingið samþykt ályktun, sem íer í þessa átt, og þótt merkilegt kunni að virðast, greiddu allir með- limir stjórnarinnar henni atkvæði. Jafnaðarmannaflokkurinn beitir nú afli sínu til þess að koma á fullkomn- um friði, bæði- við Rússland og Þýskaland, og berst gegn þeim ó- ijetti, sem skapaður var með Versala- samningnum. Þeirri stefnu ætlum við r.ð halda fast fram, þangað til banda- mannaríkin neyðast til að falla frá kúgunarstjórnmálastefriu sinni gagn- vart hinum sigruðu löndum, svo aö Þjóðverjar megi aftur lifa og starfa og Rússar fái að ráða sjálfir fram úr málum sínum. Og við erum jafnt á nióti samningnum frá Saint Germain, þar sem gert var upp á milli ítaliu og Austurríkis, eins og við erum á móti V ersala-samningunum. Við viljum ekkert ofbeldi hafa. Saint-Germain- samningurinn var alls ekki lagður fyrir ítalska þingið, heldur var hann staðfestur af konunginum. Við höf- um, svo greinilega sem verða má, krafist þess, að kjör Austurríkis ierði bætt. Um austurríska Týról sem ítalía hefur nú innlimað, höfum við krafist þess, að landið fái þjóð- icgt sjálfstæði, og svo mun líka verða. Frakkar og friðurinn. Hjer i blaðinu hefur áður ýmislegt verið sagt um ágreining milli Þjóð- verja og Frakka út af þeim atriðum íriðarsamningana, sem þá snerta sjer- staklega, og fullnæging þeirra. Ríkj- andi skilningur Frakka á þeim mál- um kemur ljóst fram í ræðu, sem L. Barthou flutti í franska þinginu síð- ?st i marts í vor, er mál þetta var tek-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.