Lögrétta


Lögrétta - 28.07.1920, Síða 1

Lögrétta - 28.07.1920, Síða 1
Utgefandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstrseti 17. * Talsími 178- Afgreiðslu- og innheimtum. i ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 29 Reykjavík 28. júlí 1920. XV. ár. Suðurjótsku hátíðahöldin. Konungurinn ríSur í gegn um heiSursbogann viS gömlu landamærin. Litla stúlkan á hnakknefi konungs. Frederik V. Petersen, skrifstofustjórí, forstöSumaSur suSurjótsku hátíSahaldanna. / Kaupmannahöfn.' Morguninn 9. júlí voru suSurjótsku lögin undirskrifuS af konungi á ríkis- ráSsfundi í Amalíuborg, sem hórst kl. \0'/2- Frá þeirri stundu má telja sam- eining SuSur-Jótlands viS Danmörk, og þennan dag var sameiningarhátíðin haldin í Kaupmannahöfn. Undir eins um morguninn hófust hljómleikar tii og frá um borgina. Var byrjaS í kirkju- turnunum, en síSan söfnuSust hljóm- leikaflokkarnir saman á RáShústorginu kl. 10 og ljeku þar lengi, en torgiS alt var þjettskipaS áheyrendum. Var þaS fagurt yfir aS sjá, en hljóSfæraflokkur- inn mjög stór, og vel leikið, svo sem við mátti búast. Yfirsjórn hljómleik- anna og alls viSbúnaðarins þeim við- víkjandi hafSi Fr. Schnedler-Petersen. pegar konungur hafSi undirskrifað suðurjótsku lögin, var skotið frá virkj- unum viS Khöfn og rjett á eftir hófst klukknahringing. Var þá á sama tíma öllum kirkjuklukkum í Danmörku firingt eina klukkustund. Kl. 12 hófst guSsþjónusta í Frúarkirkju og voru þau konungur og drotning þar viS, en kl.- 3 um daginn lögðu þau á stað til SuS- ur-Jótlands á skipinu Dannebrog. Kl. 4 hófst stór hátíð í sönghöllinni í BreiS- götu og voru þar ræSuhöld og söngur. Aðalræðurnar hjeldu þeir dr. Petrus Beyer og prófessor Knud Berlin. Okk - ur ísl. sendimönnunum var boðið áþessa hátíð, og einnig voru okkur sendir aS- gangsmiðar að guðsþjónustunni í Frú- arkirkju, en viS gátum á hvorugum þeim stað veriS, vegna þess, að við urðum aS leggja á stað til Suður-Jót- lands kl. 1 um daginn. Um sama leyti fór einnig skip, sem flutti danska blaða- menn suður. Ferðin suður. Við vorum á suðurleiðinni og á öllu ferðalaginu um Suður-Jótland í för með stjórninni. Hún lagði á stað frá Khöfn, eins og áður segir, kl. 1 á skipinu „Æg- ir“. Var farið norður um Sjáland, suð- ur eftir Stórabelti og komið til Kol- ding á Jótlandi snemma naesta morg- un. í þessari för voru allir ráðherrarn- ir nema I. C. Christensen, sem ekki gat farið vegna lasleika. par var og for- stöðunefnd hátíðahaldanna í Suður- Jótlandi, en formaður þeirrar nefndar var Frederik V. Petersen deildartsjóri forsætisráðaneytisins, og hefur hann haft þar mikið og vandasamt verk af hendi að leysa og farist það snildar- lega, að dómi þeirra, sem best kunna um það að dæma. Hann tók á móti okkur, ísl. sendimönnunum, þegar við komum til Khafnar, hefur jafnan síðan verið okkar forsjón og við átt okkar traust og hald þar, sem hann var. — Einnig voru þama ýmsir, sem boðnir voru til hátíðahaldanna af dönsku stjorninni, svo sem forseti hæstarjettar, R. S. Gram, yfirmenn hers og flota: E. Wolff yfirhershöfðingi, Ulrick hers- höfðingi, forstjóri hermálaráðaneytisins, og aðmírálarnir Garde og Jöhnke, V. Heise sjóferðaforstjóri, fjórir nafnfræg- ir málarar: Oscar Matthiesen þrófessor, N. V. Dorph, E. Henningsen og Han- sen; skáldið Axel Juel, ungur maður, fríður sýnum, og hafði hann ort fallegt kvæði, sem sungið var við hátíðina á Dybböl; Martin Hammerich, áður skrifstofustjóri í suðurjótska ráðaneyt- inu, sonur etatsráðs Hammerich, sem ýmsir Islendingar kannast við, einnig ungur maður og fríður, og hafði hann kynt sjer íslensk mál töluvert og lært nokkuð í íslensku; sagði það hafa ver- ið draum sinn á stúdentaárunum, að eignast jörð uppi íslandi, búa þar, verða alþingismaður og reyna á þann hátt að koma á sættum og samlyndi milli íslendinga og Dana, en er þau mál snerust svo sem nú er kunnugt orð- ið, kvaðst hann hafa snúið sjer að suð- urjótsku málunum. Annars höfðu ýms- ir af þessum mönnum, sem hjer hafa verið nefndir, kynst íslandi meira eða minna. Appel ráðherra hefur tvívegis verið á íslandi og er því, svo sem kunnugt er, mjög velviljaður. Aðmírál- arnir Garde og Jöhnke höfðu báðir ver- ið þar, og Heise sjóferðaforstjóri hafði verið þar í förum á yngri árum, kring- um 1880. Rothe verslunarmálaráð- herra hafði og verið víða við ísland sem sjóforingjaefni á yngri árum. Ryt- ter dómsmálaráðherra sagðist altaf hafa haft það í huga meðan hann var amtmaður á Færeyjum, að fara land- ferð um ísland, en stríðið hefði hindr- að það. Kvaðst hann enn hugsa til að framkvæma þá fyrirætlun sína ein- hvern tíma, enda er hann á besta aldri, frískur maður og hraustlegur. Ulrick hershöfðingi spurði frjetta af íslandi vegna þess, að móðir hans er ættuð frá Vestmannaeyjum og sonur hans, sem er málari, hafði verið þar, en var nú, er faðir hans vissi síðast til hans, norð- ur í Ólafsfirði. Konungurinn svarar ræðu Refshauge. R *. pegar til Suður-Jótlands var kom- ið, komu með í stjórnarföruneytið ýms- ir helstu menn Suður-Jóta, svo sem Koch biskup í Rípum, Stemann stift- amtmaður, Bardenfleth kammerherra, Ricard dómsforseti, rhomsei, amtmað ur o. fl. Konungsskipið Dannebrog kom til Kolding um morguninn þ. 10 júlí, nokkru síðar en Ægir, og var því tek- ið þar með miklum fögnuði. Litlu síð- ar var ekið fram bílum þeim, sem ætl- aðir voru til landferðarinnar suður um Jótland. Voru 8 bílar handa konungs- fólkinu og 24 handa stjórninni og föru- neyti hennar. Við íslendingarnir feng- um bíl með þeim F. V. Petersen deild- arstjóra, sem fyr er nefndur, og Gram hæstarjettarforseta, sem er mjög við- kunnanlegur maður, síkátur og skemt- inn. Vorum við vagnfjelagar þeirra alla leiðina um Suður-Jótland. Var nú haldið áleiðis til Iandamæranna og fóru konungsbílarnir fremstir, þá ráðherra- bílarnir og þar næst sá bíll, sem við vorum í. Yfir landamœrin. pegar bílalestin nálgaðist gömlu landamærin, var þar fyrir óteljandi fjöldi fólks, sem fagnaði konungi og fylgdarliði hans. Konungur stje þá á bak hvítum hesti og reið suður yfir landamærin, þar kom í móti honum P. J. Refshauge sjálfseignarbóndi, og bauð hann hjartanlega velkominn, á- samt fjölskyldu hans, til Suður-Jót- lands. En konungur svaraði með háum en klökkum rómi og bauð Suður-Jóta velkomna heim. Mannfjöldinn hrópaði fagnaðaróp, og það jók mjög á fögn- uðinn, er konungur tók hvítklædda stúlku, er rjetti honum blóm, og setti hana á hnakknefið fyrir framan sig. Reiddi hann hana svo fyrsta sprettinn inn í fyrirheitna landið. Var nú haldið áfram suður á leið gegnum marga fagurskreytta heiðurs- boga, sem reistir voru yfir veginn, með ýmsum áletrunum. En við Fyrstrups kirkju stje konungur af hestinum og gekk ásamt drotningu og öllu fylgdar- liði í kirkjuna, en Nissen prófastur frá Haderslev lýsti þar blessun sinni yfir innreið konungs í lándið, og síðan var sungið. Var svo haldið áfram suður á leið til Haderslev. Báðu megin vegar- ins stóð fólk víða í hópum og röðum, heilsaði og hrópaði fagnaðaróp. En áð- ur til Haderslev kæmi vildi til nokkurt óhapp. Konungsbílarnir námu staðar í stóru, fögru skógarrjóðri og var þar mjúk grasflöt. par biðu hestar, sem konungur og prinsarnir skyldu ríða inn í bæinn. En hestur sá, sem konungur skyldi ríða, var ólmur mjög og dans- aði um grasflötina með hestasveininn, sem hjelt í tauminn. Konungur gat þó, eftir nokkurt þóf við hestinn, kastað sjer á bak. En þá æstist hesturinn enn meir, prjónaði og jós, feldi hestasvein- inn ngr loks fjell konungur af honum. Meiddist hann þ nokkuð á öðrum fæti, um hnjeð. En ekicert bar á því fyrst í stað, og stje hann þegar á bak öðrum hesti og hjelt áfram ferðinni. / Haderslev. Haderslev er stærsti bærinn í þeim hluta Suður-Jótlands, sem nú hefur sameinast Danmörku, og stendur við mjóan fjörð, sem skerst langt inn í land. Bærinn er, að sögn, álíka fjöl- mennur og Reykjavík, fallegur óg vel hýstur. Nú var hann allur í hátíðabún- ingi, skreyttur flöggum og heiðursbog- um. Á þverbita undir einum boganum við aðaltorgið stóðu nokkrar ungar og fallegar stúlkur í röð, í hvítum kjólum með rauðum böndum, en boginn yfir var vafin grænum sveigum og blóm- um og fór þetta mjög vel. En inni á aðaltorginu tók nefnd á móti konungi og fjölskyldu hans. Voru þar suður- jótsku amtmennirnir allir fjórir, því að það eru fjögur ömt, sem sameinast Danmörku, og svo bæjarstjórnin. — Ræðustóll var reistur á torginu og nam konungur staðar fyrir framan hann, en Möller borgarstjóri stóð í ræðustólnum. Ungar, suðurjótskar stúlkur gengu fram og rjettu konungi og drotningu blóm, en síðan bauð borgmeistari þau vel- komin með langri ræðu, lýsti því, hve sárt íbúum Haderslevbæjar hefði svið- ið, að verða að skiljast frá Danmörk og hve gleðin væri nú einlæg yfir sam- einingunni. Konungur þakkaði sköru- lega og bað menn að hrópa húrra fyr- ir „gömlu Danmörk“. Síðan var geng- ið til Frúarkirkju og þar tók Koch biskup frá Rípum móti konungi við dyrnar. Organsöngur hófst í kirkjunni meðan konungur og fólk hans gekk inn eftir henni, og ómuðu þar ýmsir kaflar úr fegurstu lögunum við föður- landssöngva Dana. Gamlir hermenn frá 1864 höfðu fengið sjerstök sæti í kirkjunni, en annars fyltist hún fljót- lega. Margir prestar og prófestar frá Suður-Jótlandi voru þarna við. Var fyrst sungið „I Osten stiger Solen op“ og þá „Ðen signede Dag“, en síðan flutti Koch biskup þar stutta en snjalla ræðu og hafði fyrir texta: „Alt, sem guð gerir, er af kærleika gert.“ Biskup- inn lýsti svo blessun yfir konungi og fjölskyldu haps og yfir söfnuðinum, en síðan var sunginn sálmurinn „Mægt- igste Kriste, Menighedens Herre“. Að messu lokinni gekk konungur nokkuð um meðal fólksins. Er þá sagt, að

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.