Lögrétta


Lögrétta - 28.07.1920, Síða 2

Lögrétta - 28.07.1920, Síða 2
/ 2 LÖGRJE.TTA Akademisk Skyttekorps á leið til Dybböl. Suðurjótskar stúlkur afhenda konunginum fánann. gömul suðurjótsk kona, sem hann heils- aði m. a., hafi sagt með tár í augun- um: „Drottinn minn góður, en að mjer, svo gamalli skyldi auðnast að fá að heilsa okkar eigin góða konungi.“ Að þessu loknu hjelt konungur á- samt fylgdarliði sínu og fjölda bæjar- manna og aðkomumanna að stóru samkomuhúsi þar rjett hjá. Voru þar veitingar handa öllum eftir vild, bæði matur og drykkir. En í öðrum sal í húsinu hafði konungur móttöku og við- tal við menn. M. a. gerði hann þang- að boð eftir okkur íslensku fulltrúun- um, heilsaði okkur þar ásamt drotning- unni og prinsunum og bauð okkur vel- komna til Suður-Jótlands. — pýskir menn úr bæjarstjórninni í Haderslev ,voru einnig við þessa samkomu, og einn þeirra, Jörgensen timburmeistari, gekk fyrir konung, heilsaði honum og sagði, að enda þótt hann og fleiri í bæjar- stjórninni væru þýskir menn, mundu þeir eftir sem áður vinna af heilum hug fyrir bæinn og þjóðfjelagið og ljet í ljósi, að þeir væntu fulls jafnrjettis frá hálfu danskra stjórnenda. Konung- ur svaraði því svo, að íbúar hins gamla Suður-Jótlands mættu reiða sig á rjett- láta meðferð og lagavernd í hverju einu, ef þeir vildu halda í heiðri dönsk- um lögum og rjettarfari. Dönsk blöð segja, að margir pjóðverjar hafi ver- ið við, er konungur reið yfir landa- mærin, og að framkoma þeirra hafi yfir höfuð verið kurteisleg og sæmileg. Frá þessum stað var haldið til kirkju- garðs utan víð bæinn og þar lagður sveigur á gamlar hermannagrafir. Að því búnu var haldið af stað. Stjórnar- skipið ,,Ægir“ lá úti fyrir firðinum og fórum við þangað í bílum, en svo með skipinu suður til Aabenraa. og talað við hann í veislu í Khöfn. Hann sagði okkur, að hús það, sem við værum staddir í, hefði lengi verið aðal- vígi danskrar menningar og bókmenta í Suður-Jótlandi, þaðan hefði verið dreift út dönskum ritum meðal almenn- ings og þar hefði verið einn aðalsam- komustaður þeirra, sem barist hefðu fyrir viðhaldi danskrar tungu og dansks þjóðernis. Jeg heyrði það hjá mörgum, sem jeg talaði við þarna, hve mikils trausts og álits H. P. Hansen nýtur. peir töldu það meira hans verk en nokkurs eins manns annars, að Dan- mörk fengi nú Suður-Jótland til baka. En satt er það, aS barðar árásir hefur hann fengið og fær enn frá þeim, sem um við til skips, en bærinn var allur uppljómaður um kvöldið. Suður um Alssund, Næsta morgun kl. 5 hjelt „Ægir“ á stað suður á leið til Sönderborg. L.eið- in liggur þá suður eftir sundinu milli eynnar Als og meginlands. prengist sundið stöðugt eftir því sem sunnar dregur, en Sönderborg stendur syðst við það, á Als, en hinumegin eru hinar nafnkunnu Dybböl-hæðir. Siglingin gegnum sundið í góðu veðri, eins og nú var, er aðdáanlega fögur. Á báðar nenaur iðjagrænt 'ianu með skógarbelt- um, sljettur á Als, en hæðótt vestan- unnar í röð gamlir menn, sem verið höfðu í stríðinu 1864, og gekk kon- ungur meðfram röðinni og heilsaði hverjum einum. Einn af þessum mönn- um hafði, er konungur stje á land, boð- ið hann og drotninguna velkomin og konungur svarað. Sagði hann þá, að með orðum yrði ekki lýst tilfinningum sínum, en hann hefði af heilum hug fylgt Suður-Jótlandi í þjóðernisbaráttu þeirra á hinum erfiðu árum. Mintist svo með þakklæti velvilja bandamanna til Danmerkur, en hrósaði mjög trygð ' og þoli Suður-Jóta. „Nú eru hin gömlu : bönd aftur tengd,“ sagði b£«Yr.. „Guð Wessi ykk«í aiiá." Kpmu menn svo saman á svo nefndu I Aabenraa. pað er fögur sigling meðfram strönd- um Jótlands þarna suðurfrá. Bærinn Aabenraa er við botn á breiðum firði, sem heitir Aabenraafjörður. Bærinn er ekki nærri eins stór og Haderslev, en einnig fallegur og vel hýstur. Nú var hann allur flöggum skreittur. Við kom- um nál. kl. 6 síðd. og nokkru síðar kom konungsskipið. Konungur, drotning og prinsarnir stóðu í lyftingu, er skipið kom að bryggjunni og var tekið á móti þeim með margföldum fagnaðarópum, en Thomsen amtmaður gekk fram og bauð þau velkomin. Konungur þakkaði og bað menn hrópa húrra fyrir föðurland- inu. Síðan var haldið til ráðhúss bæjar- ins og þar bauð Fink borgarstjóri kon- ung velkominn. par næst var haldið til samkomuhússins „Folkehjemmet“ og var þar fjöldi manna saman kominn. Veitingar voru þar boðnar hverjum sem hafa vildi. Gamall maður, Fisher kaft- einn, ávarpaði konung þar, en konung- ur svaraði. Voru öll ávörpin til konungs mjög innileg og eins svör þau, er kon- ungur gaf í móti. Á þessari samkomu var H. P. Hansen Suður-Jótaforingi og fyrv. ráðherra. Heilsaði hann þar mjög vingjarnlega upp á okkur ísl. full- trúana og kynti okkur frú sinni. Höfð- um við áður hitt hann sem snöggvast Konungsfólkið fyrir utan Fclkehjem í Aabenraa. meira vildu fá en nú er fengið. H. P. ^ Hansen er mjög viðfeldinn maður, ' höfðinglegur í sjón, ljóshærður og nor- : rænn yfirlitum. Hann er fæddur 1862 á Nörremölle í Sundeved, gekk á lýð- háskólann í Askov í æsku, en stund- j aði síðan nám við háskólann í Leipzig, : Khöfn og Berlín. Varð síðan þing- maður bæði í prússneska landsþinginu j og þýska ríkisþinginu og kom þar jafnan fram sem ótrauður talsmaður Dana í Suður-Jótlandi. Frá 1893 hef- ur hann gefið út blaðið „Heimdal“ og er ritstjóri þess, en það blað hefur mikla útbreiðslu og nýtur mikils álits í Suður-Jótlandi. Hann er talinn einn af j mestu mælskumönnum Dana. Elsta dóttir hans er gift Thomsen amtmanni. Frá „Folkehjemmet“ var haldið til kirkjugarðs bæjarins og þar lagður j sveigur á leiði gamalla danskra her- , manna. Var þá ferðalaginu lokið þenn- an fyrsta dag hátíðahaldanna og hjeld- megin. pegar ínn til Sönderborg kem- ur, liggur bátabrú yfir sundið, kölluð Friðriks VII. brú, og samtengir hún Als við meginlandið, en er opr.uð, þeg- ar skip þurfa að fara um sundið. penn- an morgun var brúin öll skreytt og falleg á að sjá. Við komum að Sönder- borg fyrir kl. 8, en nokkru á eftir okk- ur kom skip frá Khöfn með ríkisþings- mennina. Höfðu þeir ekki verið í Suð- ur-Jótlandi 1. hátíðisdaginn, en þessi dagur, með hátíðahaldinu á Dybböl, var aðaldagurinn. / Sönderborg — á Dybböl. Kl. 9 um morguninn kom konungs- skipið til Sönderborg og var móttakan þar mjög hátíðleg. Við voru bæði stjórn og ríkisþing, og hermenn stóðu í löng- um röðum meðfram götunni við höfn- ina. par sem mestur mannfjöldnn var saman kominn stóðu öðru megin göt- Síotstorgi, í miðjum bænum, og var skipað þar í skrúðgöngu. Svo var til ætlast, að konungur riði þar fremstur, en vegna meiðslis í fætinum deginum áður, gat hann það ekki, og óku þau konungur og drotning ásamt prinsin- um í vagni á undan, en svo ekkjudrotn- ingin, móðir konungs o. s. frv., en fylgd- arliðið gekk. Var nú haldið yfir brúna, sem áður er nefnd, og upp á Dybböl- hæðirnar. Vegurinn er nokkuð langur og brattinn töluverður. En báðu megin vegarins stóð þjett mannþyrping, og hæðirnar í kring voru þjettskipaðár fólki. Var það sagt, að mannfjöldinn, sem þarna var saman kominn, mundi vera um 100 þúsund, en sumir sögðu það of lága tölu og áætluðu hann um 150 þúsund. Hátíðarsvæðið var uppi á hæðunum, þar sem 'verið höfðu hin gömlu vígi. paðan er útsýn ljómandi falleg yfir land og sund, því hæðirnar við Dybböl eru mun hærri en alt und- irlendið. Pallur var gerður á upphlöðn- um hól á hæstu hæðinni, en í kring var hringmyndað svæði, gamalt virki. Uppi á pallinum voru sæti og þar settist kon- ungsfólkið, en mannfjöldinn skipaði sjer á hringmyndaða svæðið í kring, og þakti einnig næstu hæðir. Ræðustóll var reistur andspænis uppgöngunni á pall- inn. Fyrst var sungið kvæði eftir Edv. Lembcke: „Du skönne Land.“ í ræðu- stólinn stje fyrstur Schack greifi af Schackenburg og hjelt ræðu fyrir kon- ungi- Greifinn er nú settur amtmaður í Suður-Jótlandi, frá þeim tíma er Dan- ir fengu þar yfirráð. Hann er ungur maður og hinn rösklegasti. í byrjun ó- friðarins settu pjóðverjar hann í fang- elsi í Flensborg og sat hann þar nokkra mánuði. Má af því sjá, að hann hef- ur verið talinn mjög dansklundaður, enda kom það skýrt fram í ræðu hans til konungs. Hún var hin snjallasta og skörulega flutt, enda fékk hún þegar mjög góðar undirtektir og hefur síðan, eftir að hún kom fram í blöðunum, hlotið mikið lof. Var byrjunin á þessa leið, eftir að ræðumaður hafði ávarp- að konung og fjölskyldu hans: Á Dybböl-hæð, þeim dýrmætasta stað, sem Danmörk á, þar sem framtíð og nútíð mæla því máli, sem skýrar en mannstungan megnar í ljósi að láta vitnar um það, að drottinn hefur stóra hluti fyrir okkur gert — þar er nú samankomið konungsfólk Danmerkur, stjórn hennar og ríkisþing, — þjóð Danmerkur er þar nú saman komin ásamt sínum suðurjósku samlöndum. Og þá skal líka heilsan sú, sem óm- ar frá þeim þúsundum íbúa hins end- ! urfundna lands, sem hjer eru í dag samankomnar, vera svo hlý og hjart- | anleg, sem sú ein heilsan getur verið, sem ómar frá íbúunum sunnan ár til konpngs Danmerkur og hinnar dönsku þjóðar. par næst mintist hann þeirra Dana, sem nú yrðu eftir sunnan landa- mæra og kvað hugsunina um þá bland- ast eins og alvarlegan tón inn í gleði- óm dagsins. Fyrir 6 árum kvað hann þýska hátíð hafa verið haldna á þess- um stað, og þá hefði það kveðið við, að Danmörk fengi þetta land aldrei aftur. En þegar fallbyssudrunurnar hefðu þagnað, þá hefði lævirkjasöng- urinn aftur ómað yfir Dybbölvagni. — Færri og fátækari komum vjer heim en ætlað var, og sársauk! skilnaðarins blandast saman við gleði endurfund- anna. En samt er eitthvað, sem yfir- gnæfir alt þetta. pegar hjartans til- , finningum verður ekki í orðum lýst, mætir auga auga til þess að þýða hið ósegjanlega. pá ómar að eins blessun- in, sem yfirgengur alt, yðrun og fyrir- gefning, þökk og framtíðarloforð — og ástin, sem sameinar í skilnaðinum og helgar endurfundina, ástin, sem sam- einar alt danskt, hvar sem það er a jörðinni. — Guð blessi þá fyrir sunn- an okkur, sem Iangar til okkar í dag! Guð blessi þjg og sett þína, Kristján konungur! Guð blessi Danmörk! Nú berum við ekki lengur nafnið Suður- Jótar. Við verðum danskir. En með angurblíðu afsölum við okkur þessu

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.