Lögrétta


Lögrétta - 28.07.1920, Side 4

Lögrétta - 28.07.1920, Side 4
4 LÖGR/ETTA Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóSu veggfóSri, margs konar pappír og pappa — á Þ«, loft og gólf — og gipsuöum loftlistum og loftrósum. Talsími 420. Símnefni: Sveinco. Úti um heim. Kvennafundur. Eiris og kunnugt er, varð ófriður- inn til að slíta ýmsum þeim fjelags- böndum, sem áður voru milli þjóða og einstaklinga. Og enn þá hefur ekki tekist að knýta öll þau bönd aftur. Það er t. d. eftirtektarvert í því sambandi, að jafnvel vísindamað- ur eins og próf. Eiijstein frá Berlín hefur ekki álitið tíma kominn til þess, að sýna sig persónulega í Englandi, þó enskir vísindamenn hafi hins veg- ar ekki komist hjá því, að viður- kenna kenningar hans og hann hæli þeim annars fyrir hlutlejsi í meðferð þeirra. Það er því gleðilegt og lofsvert timanna tákn, að konurnar hafa nú orðið til þess, að taka aftur upp fyrri aiþjóðlega samvinnu sína. I síðasta mánuði hjeldu þær níunda alþjóða- þing sitt í Genf, og sóttu það fulltrú- ar frá 31 landi og stóð það í viku, án þess að nokkuð bæri á ófriðarríg eða þjóðernismismun, þó hins vegar væri ails ekki dregiri fjöður yfir ófriðar- árin. Að eins belgiskar konur höfðu neitað þátttöku, af því að þýskar konur skoruðust undan því, að verða við kröfu þeirra um það, að biðja „fyrirgefningar" í fundarbyrjun. —> Virðist það þó augljóst, að sje mörin- um það alvara, að koma aftur á sam- vinnunni, verða þjóðirnar, hver fyrir sig, að brjóta odd af oflæti sinu í cfni eins og þessu. Það segja þó kunnugir, að allmikið hafi mátt sjá það á útliti margra kvenrianna, hvað þjóðir þeirra hafi orðið að þola á ó- íriðarárunum, ekki síst þeim þýsku og norðurfrönsku. Forseti fundarins og endurkosinn forseti sambandsins, var mrs. Chap- marin Chatt. Af öðrum fulltrúum má r.efna, frá íslandi ungfrú Laufey Valdimarsdóttir, sem gekk ; þjóð- búning sinum, oegja blöðin. Frá Eng- landt komu lady Astor, sem er fyrsta kona, sem situr i enska þinginu, og miss Rathbone. Frá Frakklandi kom m. a. mad. Verona, sem er lögfræð- ingur og orðlögð fyrir mælsku. Frá Sviþjóð kom m. a. frú dr. Wicksell, frá Noregi mæðgurnar Quam og frá Finnlandi ungfrú Karttunen, sem er íitari við sendisveitina í Róm. Dönsku konurnar komu í tvenriu lagi, því þar cru kvenfjelögin „á kanti“ og var frú Arenholt fyrir öðrum helmingnum, en frú Elna Munch, sem á sæti í þing- inu fyrir hinum. Frá Austurlöndum kornu einnig allmargir fulltrúar, t. d. ungur japanskur kvenlæknir Midi Kiwai og frá Indlandi komu tvær al- þektar skáldkonur, Chandra Sen og Sarojeni Naidu. Enskur kvenprestur, miss Maud Royden, prjedikaði við setninguna. — Auk ýmsra fjelags- mála voru haldnir riokkrir opinberir fundir og ræðu fluttar, aðallega á tnsku og frönsku. Danskur rithöf- undur, sem þar var víð, Andr. Win- ciing, hefur skrifað nokkuð um það, og má stuttlega segja frá því helsta, þó margt af því sje ekki mjög merki- legt. En aðalgildi furidarins og þaö sem gerir hánn athyglisverðan, er það, að konum hefur tekist það. sem karlmönnum hefur ekki tekist, að koma á aftur alheimssamvinnunni í málum sírium. Winding segir, að eitt af fegustu kvöldum fundarins hafi verið það. þegar indversku konurnar töluðu. Það sást þá, að þær áttu ekki að eins ytri fegurð og samræmi, heldur gáf- ur, menningu og gneistrandi mælsku. Frú Naidu, sem áður var nefnd, og talaði ensku, sem hljómaði eins og yndislegur söngur, sagði m. a.: Allar konur eiga sömu hugsjón, leita sömu stjörnunnar, þær eiga allar rjett á að heinita það, að það, sem þær gefa líf, sje ekki lífinu svift. Indland er móðir annara þjóða —- og frá Ind- landi ris nú voldug von — og frúin sneri sjer í austur og rjetti út nakta. gullspenta handleggina og hrópaði: Friður, friður, friður. Fulltrúin frá Krím, frú Seiclamet sem er koria , fyrsta forsætisráðherrans þar, sagði .frá einu löggjafarafreki manns síns, sem einkennilega athygli vakti. Það var s. s. það, að hann hefði komið á íjölkvænislögum, þar sem hjákonur fengju viðurkendan rjett sinn. En við þessar upplýsingar 'mistu margar maddömurnar gleraugun af nefinu, segir höf. Þá gáfu ýmsar konur lag- legar smálýsingar af þingmönnum sínum heima á ættjörðinni, sem urig- frú Laufey hefur þó vonaridi ekki gert „föðurlandsins vegna“ eins og karlinn sagði. Frú Munch frá Dan- mörku sagði t. d. frá þvi, að á einum r.efdnarfundi hefðu karlmennirnir ætlað að svæla sig út með tóbaksreyk, en tókst það samt ekki! Og frú Schwimmer frá Ungverjalandi gaf þá lýsingu á þingfum yfirleitt, að „Parlament væri sú stofnun ou on parle et ment,“ þ. e. a. s. þar sem skrafað væri og skrökvað, þó orða- icikrium verði ekki náð. Að lokum talaði lady Astor. Hún tók ekkert frá öðrum helmingnum til að skreyta liinn með, en skifti veröldinni rjett- látlega riiilli karla og kvenna og lauk ræðu sinni með þessum orðum: Við erum ekki að keppa að verða „smáir inenn“. Við erum að keppa að hinu, að verða miklar mæður.“ Síðustu frjettir. Pólverjar hafa beðið Rússa um vopnahlje. Þjóðverjar lýsa yfir hlutleysi sínu í viðskiftum þeirra, og þvi, að þeir ínuni ekki leyfa herflutninga banda- manna yfir Þýskaland til Póllands. Litháen er sett undir herlög, að sögn, vegria bolsjevikahreyfinga þar. Grikkir halda áfram sókn sinni í Þrakiu. Þeir hafa tekið Adrianópel. • — Krassin er á leið til Englands, en liefur verið synjað landgönguleyfis þar, vegna afstöðu bolsjevíka í Pól- landi. Rússar hafa fallist á miðlunartil- lögur bandamanna, með því skilyrði, að Wrangel hershöfðingi gangi þeim á hönd, með alt lið sitt. Arabar og Frakkar eiga i ófriði og hafa Frakkar sigrað í orustu þar nýlega. Menning og sjálfstæði. Eftir Sig. Sigurðsson, kennara.* Að síðustu set jeg fram nokkur á- lyktarorð í samræmi við undanfarið skraf. Þau eru einkum stíluð til unga fólksins, sem á meginhluta lífsbraut- arinnar fram undan sér. — En þau ciga um leið að vera þannig, að þau geti átt erindi til allra, sem vilja „lséra meðan þeir lifa“, eins og vjer-ættum allir að gera. Hvar sem vér erum staddir, hvort sem vér erum i heimiliskólanum, menningarskólanum eða mannfjelags- ‘■•kólanum, þá gætum þessara atriða, cf vér viljum lifa og starfa sem and- lega þroskaðir og sjálfstæðir einstak- lingar: Tökum mætustu mennina oss til fyrirmyndar. Þar með á jeg ekki ein- göngu við þá, sem eru samferðamenn vorir á lífsleiðinni, heldur og þá, sem lifað hafa í veruleikans heimi eða góð- um skáldskap. — Lesum með gaum- gæfni góðar bækur, sem sýna oss roæta menn og göfug verk. Nefni ieg í því sambandi sem dæmi almenna sögu þjóðanna og sögu vorrar eigin þjóðar — þó í þeim kenni ýmsra grasa: illgresi meðal hveitis, eins og í skáldsögunum. Menningarrit þjóð- vinafjelagsins, Hjálpaðu þjer sjálfur, Bók æskunnar o. þvíl. bækur, ætti æskulýðurinn að lesa með eftirtekt. Þær bækur sýna dærni fyrirmyndar- mannanna á ýmsum sviðum, — um íeið og þær gefa hollar bendingar í iistinni að lifa. Beitum skynseminni til að ná skiln- ingi í því, sem vjer erum að nema cða vinna að. Við það þroskumst vjer andlega. Yjer æfumst í að greina að- alatriðin frá aukaatriðunum — og riett frá röngu. Kynnum oss málefnin, sem vjer |.urfum að fást við, og skoðum þau frá ýmsum hliðum. Metum það, sem mælir með og móti hverri kenningu e!5a stefnu. Þá verðum vjer færir um c ð mynda oss ákveðna skoðun á við- íangsefninu. Sú skoðun verður sann- færing vor, og henni ber oss að fylgja fram með einurð og festu. Sannfær* ingin getur breytst, ef oss hefur yfir- sjest, en hún breytist ekki að ástæðu- lausu, að eins vegna andbyrs, sem hún kann að mæta. En til þess að geta myndað oss akveðna sannfæringu, verðum vjer að varast að láta berast eftir þvi, hvernig vindurinn blæs eða straumurinn stefn- ir. Athugum því jafnan vel hvert stefnir, hvort það er í höfn eða á haf út. Hlaupum ekki eftir þvi, sem liæst lætur. Temjum oss að gera mun á rökum og rugli, ástæðum og orða- gjálfri. Elskum sannleikann og höllum oss á sveifina rjettlætisins megin. „Ger- um rjett og þolum eigi órjett", er lífs- regla, sem breyta ber eftir, einkum fyrra atriðinu. — „Þegar rjettlátum fjölgar, gleðst þjóðin, en þegar óguð- legir drotna, andvarpar þjóðin“, er ein eftirtektaverð setningin í orðs- kviðum Salómós. Hún er göinul, kenningin sú, en ný samt og ávalt og alstaðar sönn. Lærum að þekkja sjálfa oss, og skilja, til hvers vjer erum færir og ti! hvers ekki, og veljum svo hlutverk vor eftir þvi. Að sýnast og vera ekki, er fa!s, sem hefnir síri fyr eða síðar beinlínis eða óbeinlinis. Forðumfft „mentaprjál- •ð“, sem hann Stéíngrímur talar um i erindunum alkunnu: „Mentaprjálið mjer er leitt manns á ytri hlið, þar anda og hjarta alt er sneytt og ekkert hærra mið. Min er þetta meining full, maður, vel það heyr: Heldur leirugt gef mjer gull en gyltan leir.“ Markmið lýðmentunarinnar er heil- brigt þjóðlif bygt á hollum hugar- stefnum fjöldans, þess fjölda, sem nýtur sjálfs sín fyllilega, og er frjáls í anda og sannleika. Yfirborðssjálf- stæðið er litils virði eins og gylti leir- inn. Hreina gullið er hið sanna verð- mæti. — Treystum þvi, að þrátt fyrir alt og alt sje mikið til af því. Munum það hver og einn, að hann er hlekkur í þjóðfjelagskeðjunni, sem á að mega treysta á. „Því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna fjelagsgæfa, og markiíS eitt hjá manni og þjóð hvern minsta kraft að æfa. Þann dag sem fólkið finnur það, og framans hlýðir kenning, í sögu þess er brotið blað. — Þá byrjar íslands menning." E. B. íslenska rikið þarf að nota stjórn- arfarslegt sjálfstæði sitt til heilbrigðr- ar framsóknar á öllum sviðum. En til þess þarf það að efla alt það besta, a!t Jiað nýtasta, sem til er í þjóðlíf- inu, hlynna að öllum lífvænlegum þjóðfjelagsgróðri. Vegirnir til þess eru margir, en aðalbrautin er þó vönduð ræktun þjóðlífsakursins, samfara upprætingu illgresisins eða með öðrum orðum að leita hreina gullsins og hreinsa burtu sorann. óskum þess allir, að guð gefi, að íslenska rikinu takist þetta hlutverk sem best í framkvæmdinni. Og gleym- um því eigi, að vjer getum allir átt einhvern þátt í, að sú ósk rætist. Og því fyr og betur sem hún rætist, þvi fyr nálgast Jijóðin ]mð hugsjónatak- mark, að hjer búi sannfrjáls, andlega sjálfstæð þjóð í alfrjálsu ríki. F. H. KREBS. medlem af Dansk Ingeniörforening. KONSULTERENDE INGENIÖRFIRMA. for Projektering og Udbygning af: KRAFTSTATIONER, Vandkraft, Damp, Diesel, Sugegas osv. ELETRISKE KRAFTOVERFÖRINGS OG FORDELINGSANLÆG. ELEKTRISK Varme, Lys, Drivkrft m. v. ORGANISATION AF ELEKTRICITETSFORSYNING. KÖBENHAVN V., Alhambravej 17. Tlgr. Adr.: „Elektrokrebs“. Hvítárbakkaskólinn. Saga hans og starf. Ritstjóri Lögrjettu, Þorst. Gísla-* son, kemur ekki heim fyr en um heigina, með íslandi, eins og ráðgert lrafði verið. Hinn fulltrúinn, Jóh. Jóhannesson, bæjarfógeti, varð þó að Lggja á stað frá Khöfn nokkru fyr en ísland og kom hann hingað i gær með Enigheden. Hann lætur mjög ve) yfir ferðinni og öllum viðtökunum. F.ins .og sjá má á síðustu dönsku hlöðunum hafa viðtöl þau, sem hann veitti dönskum blaðamönnum, ekki sist það, sem birtist í síðustu Lögr., vakið mikla athygli og ánægju og ó- cfað orðið til þess, að eyða ýmsum misskilningi, eins og heimboð beggja íulltrúanna í heild sinni er vináttu og samúðarvottur þjóðanna. Að öðru ieyti visast til frjettapistla ritstjóra Lögrjettu frá Khöfn, í blaðinu í dag og undanfarið. VIII. Dagleg störf og fjelagsskapur. Hvern virkan dag var starfstíma skólans hagað þannig: Kl. 9 f. m. var hringt til dögurðar, en kl. 9y% til liænahalds og fyrstu kenslustundar. Var svo kenslu haldið áfram til kl. 3,05. — Þá var jetinn miðdagsverð- ur, og svo hvíld frá námi til kl. 5. Var þá kaffi drukkið, en kveldverð- ur jetinn kl. 8þþ. Frá kl. 5—7 var kensla með annari hvorri deildinni til skiftis. Svo lásu nemendur undir næsta dag, í kenslustofunum, til kl. ioJ4- Allir voru háttaðir og ljós slökt kl. 11,15. Síðastliðinn vetur var kenslunni jtannig skift milli kennara og deilda, likt og undanfarin ár: Skólastjóririn kendi: fslandssögu í fyrirlestrum 3 st. á viku, sameigin- iega í báðum deildum. Ennfremur voru yfirheyrslur og samtöl i þessari grein 1 st. á viku. — Náttúrufræði (eðlisfr., dýrafr., jarðfr. og stjarnfr.) var einnig kend 3 st. á viku í fyrir- lestrum, sameiginlega í báðum deild- um. Þess utan spurriinga- og yfir- iieyrslutímar 2 st. á viku. — Heilsu- og líffærafræði kend 1 st. á viku í .fyrirl., sameiginlega í báðum deild- um. Yfirheyrslur öðru hvoru. — Þjóðfjelagsfræði sömuleiðis 1 st. á viku, sameiginl. í báðum déildum. Lesið í Jiessum bókum: Minningar íeðra vorra (S. Þ.), Mannfræði (B. Sæm.), Skrifaðir bæklingar í nátt- urufr.-greinunum (S. Þ.). Hermann Þórðarson, 1. kennari skóláris, kendi þéssar námsgr.: Móö- urmálið 4 st. á viku í eldri deild Briems kenslubók lesin; einnig Forn- föguþættir. Ritgerri vikulega. Sama bók lesin í yngri deild 0g kenslan 4 st. á viku. — Reikningur 3 st. á viku í e. d. Farið eftir N. Meyer Regnebog II. for Mellemskolen. Ennfremur lærðar líkingar með einni og tveimur ójiektum stærðum. í yngri deild var íarið yfir alm. brot, tugabrot, pró- sentu- og rentureikning, og einföld, samsett og öfug hlutföll. Kensiari 4 st. á viku. — Alm. saga í e. d. 2 st. á viku; lesin bók eftir Þorl. Bj. — Danska kend 3 st. á viku í e. d. Lesið 1 Borchsenius og W. Horn Læsestyk- ker. Stílar gerðir. — Enska kend sem aukanámsgr. Lesin af 8 í e. d. en 12 í y. d. Lesið mestalt IV. bindi Royal Readers, en i yngri deild mestöll Geirsbók. Stílar og endursagnir viku- lega. — Söngur æfður 2 st. á viku. sameiginlega i báðum deildum. Gisli Jónasson, 2. kennari skólans, kendi: Landafræði 2 st. á viku í e. d. Kenslubók Bj. Sæm., siðari hlutinn. [•yrri hluti bókarinnar kendur í y. d. 2 st. á viku. — Mælingafræði í e. d. 2 st. á viku, en i y. d. 1 st. á viku. Mest farið eftir Flatar- og þykkva- málsfr. H. Briems. — Alm. sagaú y. d. 2 st. á viku. Lesin bók Þorl. Bj.— Danska í y. d. 3 st. á viku. Steirigríms- bók iesin. Stílar vikulega. — Leik- fimi kend 5 st. á viku, sameiginl. í báðum deildum. S. Þ. „Landar erlendis“. Nýlega hefur kona norska skáldsins Wildenwey rit- að um viðtöl, sem hún átti í London -•■•ið ýrnsa merka Englendinga, J). á. rn. einn ])ektasta málara Englands. Hann hældi ,sjer talsvert af þekkingu s.nni á Norðurlöndum, ]>ekti að tijnsta kosti tvo menn í Danmörku, Noregi og Svíþjóð — og svo siðast en ekki síst, sagði hann, einri íslend- ing. He lives here in London, doing nothing except being an Icelander. — Hann býr hjer í London og gerir ekkert, nema það, að vera íslend- ingur. Gerlasamsetningurinn ,,Ratirí', sem undir vísindalegu eftirliti er búinn til á Bakteriologisk Laboratorium „Rat- in“, Kaupmannahöfn, veldur smitandi sjúkdómi hjá rottum og músum ®g drepur rottur á l—3 vikum, mýs á 2—9 dögum. Ummæli um árangur, ásamt verS- lista og nánari upplýsingum, fást með því að snúa sjer til RATINS SALGSKONTOR. Ny Östergade 2. -— Köbenhavn K. Frjettir. Eldur kviknaði á mánudaginn í húsi Jónatans stórkaupmanns Þor- steinssonar við Vatnsstíg og Lauga- veg. Voru þar miklar byggingarj bæði úr steini og timbri, og er sagt, að kviknað hafi fyrst í trjesmiðju, sem I. oftur Sigurðsson rak þar í einu hús- ínu. Læstist eldurinn brátt i aðalhús- ið, sem að Laugaveginum snýr og branri það síðan á skömmum tima, en húsunum í kring var bjargað. Enginn mannskaði varð, en ýmsir leigjendur hússins mistu þarna rnegnið af bú- slóð sinni og yfirleitt er víst mikið ijártap að þesstt, því vátryggingar voru ekki háar, en mikið í húsinu af alls konar varningi, sem sumum varð bó bjargað. Og annað aðalhús versl- unarinnar, sem er steinhús neðan við götuna, skemdist tiltölulega lítið. Það sem þó má segja, að bjargað. hafi svo að kalla heilu bæjarhverfi þarna, var iognið, sem á var og að þetta var um bjartan dag. Margir menn i slökkvi- liðinu gengu vasklega fram, þegar 1-ðið var á annað borð „búið að jafna sig." En því gengur stundum nokk- uð seint að koma sjer fyrir, svo að það geti tekið til fullra starfa, og í þetta skifti bar i fyrstunni rnikið á vatns- skortinum. Virðist það þó auðsætt, að við tækifæri eins og þetta, þarf stjórn brunamálanna og stjórn vatns- æðakerfis bæjarins að vera í sömtt liöndum — og þær að standa fram úr ermum. Annars tíðkast hjer einn mjög ámælisverður ósiður við elds- voða, sem því betur eru orðnir hjer sjaldgæfir, og það er eins konar björgunaræði, sem grípur annan- livorn ntanri. Menn ryðjast inn í hús- in og róta út öllu, sem hönd á festir, að húsráðendum fornspurðum og J. eyta því út um hvippinn og hvapp- inn, svo að sumt skemmist og annað týnist, eða frómleiki náungans skýtur yfir það skjólshúsi það, sem eftir er. Það er auðvitað ekki nema þakklæt- isvert, að menn vilji hjálpa til við svona tækifæri, en eitthvert sjerstakt íkipulag og stjórn þarf að vera á því, helst sjerstakur, æfður flokkur undir sjerstakri stjórn, því brunamálastjór- inn hefur oftast nóg að gera annað. Max Klinger, frægur þýskur mynd • höggvari og málari, er nýlega dáinn, rúmlega sextugur að aldri. Margar myndir hans eru mjög sjerkennilég- ar og stóðu um þær miklar deilur á yngri árum hans, enda fór hann ýms- ar aðrar leiðir, en viðurkendár voru. Georg Brandes gerði á sinum tima allmikið til að ryðja honum rúm, fyrst rim 1880 og hefur skrifað um liann þrjár allstórar greinar.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.