Lögrétta


Lögrétta - 18.08.1920, Page 1

Lögrétta - 18.08.1920, Page 1
Utgclandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiCslu- og innheimtum. I ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 32. Reykjavík 18. ágúst 1920. XV. árg. Sv. Jónsson Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóSu veg'g’fóöri, margs konar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gipsuSum loftlistum og loftrósum. lalsími 420. Símnefni: Sveinco. Finnur Jónsson prófessor. -—o—• Hann hefur dvaliö hjer heima í sumar um tíma, í kynnisför, lengst um í Reykjavik, en fór þó nýlega upp í Borgarfjörö og þaöan til Þing- valla. 1 för meS honum var Tryggvi Þórhallsson ritstjóri. Ljet prófessor- mn vel yfir ferSalaginu og kvaöst hafa haft af því mikla ánægju. Hann er riú 62 ára, en frískur og hraustur enri og lætur lítt á sjá, þótt miki'ö hafi unniö um dagana. Síöastl. laugar- dagskvöld var honum haldi'ö hjer kveöjusamsæti í veitingasal Nýja kvikmyndaleikhússins og voru þar saman komnir ýmsir vinir hans og lærisveinar frá eldri og yngri árurn. Sæmundur Bjarnhjeöinsson prófessor stýröi samsætinu, en Siguröur GuS- mundsson magister mælti fyrir minni heiöursgestsins, og fer ræöa hans iijer á eftir: Gestur vor er sonur íslensks karls í koti,. Ungur fór hann utan til náms, til aö fræöast og framast. Harin var lítt búinn fararefnum — ekkert á aö treysta nenia sparsemi sína og dugn- aö. FaSir hans átti ekki digran sjóö aö gefa honum, sæmdarkonan móSir hans tók enga dýrgripi uridan skikkju sjnni, er hún fylgdi honum á leiö til skips. En samt ljet hann gjöfum leyst- ur í haf, og þeim gulli og silfri dýrri. Tvær góöar gjafir þá hann á bernsku- skeiði. önriur var ást hans á fræðum •;orum fornum og tungu, er honum hefur vaxiö undir handarjaöri íróöleiksmannsins fööur síns, eöa hann hefur í harin sótt. Hin var vopn gott, hverju sverði fornmanna betra, sannkallaður Ættartangi, er hann hlaut í fæðingargjöf. Þetta vopn var óbilandi starfsþrek. Og þrekið var ís- lcriskt, af alíslensku bergi brotið. Með þessum Ættartanga hefur hann alla æfi barist fyrir sína andiegu æskuást og fært henni furðu margan og fje- mætan finnskatt. Forfeðrum vorum þótti þaö mikill frami i fornöld, að komast í hirðsveit erleridra konunga. En aufúsugestur vor hefulr hlotið sæmilegri sess en kostur var á í hirð Ólafs dig’ra eða Knúts ríka. Forfeður vorir öfluðu sjer fjár og frama í erlendri víking, er þeir feldu úthlaupsmenn, lögðu að velli berserki og hálftröll, unnri sig-- ur á Atla og Sóta eöa hvað þeir hjetu. vikingarnir^er þeir háfcu orustur viö. Karls sonur hefur barist annars koriar baráttu, með æðri hreysti við tignari víkinga, en íslenskir höfð- ingjasynir í fornöld. Gott þótti gull- iö, dýrmætur nrargur gripuririn, er víkingar höföu heirn með sjer. úr hernaði. En hversu sem djúpsæjasta manrivit metur menningar- og jtroska- gildi norrænna fræða, eins og þau eru iðkuð á vorum dögum, verður auður þeirra áreiðanlega virður æðra eðlis cn'sílfur víkinganna. Stórum betri þykir oss fslending- um skatturinri, er gestur vor hefttr tært oss af Finnmörk sirini en bjór- skinn þau og safalar, er Noregskon- ungum voru færð af annari Finn- mörk foröum. Margt er þar að sjá og fá, er skattur kotungssonah er. Hvar .sem Hefmskringla er á íslensktt les- m um lönd, leita allir, hvort heldttr vísindamenn eða aðrir, til haris. Þang- að sækjum við %ægustu sögur vor- nr í Itesta búningi, sem kostur er á, Njálu, Eglu, Gisla sögu Súrssonar, með skýringum torskilinna orða, og 1'a.ð á sömu blaðsíöunni, sem orðið kemur fyrir i sögunni. Ekki þarf að tefja sig á að fletta þeim upp í orða- bókum. Vel er þar búið í heridur les- cnda. Þangað sækjum við bókarbákn, er geymir öll skáldakvæöi vor hin ícrnu, drápur, kviður, flokka lielgikVæða, á blaðsíðum sínum. utgáfur hans endast án efa lang- an aldur. Jeg vona, að á þeim sannist ummæli sjálfs hans um útgáfur Jóns Sigurðssonar í grein um visindastörf hans, ritaðri með hlýlegri aðdáun á binum mikla manni, að þær „staridi" lengi „vegna þess að hann las rjett, skrifaði upp áreiðanlegia, var allra manna bestur prófarkalesari.“ Og hann hefur gert skáldakvæðum vor- tun betri skil en gefa þau út, svo mik- iö heljarverk sem slíkt starf er. Kyn- iega eru fjölmörg þessara kvæða ort. Vjer getum lesið í þeirn erindi eftir erindi frá upphafi til erida, skilið í þeim ef til vill hvert orð, einkurn ef vjer höfuð lesið ofurlítið í fornkvæð- um vorum og fornsögum á skóla- bekk, og samt ekki botnað minstu vitund í erindinu, ekki svo mikið sem grilt i hugsunina, sent er satt að seg-ja sorglega oft sorglega smá og visin. Nú viljurn vjer hafa fyrir því, að komast að efni og hugsun þessa skrýtilega skáldskapar, vita merking- ar á öllum þeim aragrúa einkenni- legra og forneskjulegra orða, er þar iinnast, og þá snúum vjer oss til hans. Nú fýsir oss að öðlast vitneskju um einhver atriði í sögu forníslenskra bókmenta, t. d. fræðast um eitthvert skáldið, hvenær það var uppi, hvað dreif á daga þess, hvað það hefur ort, hvernig kvæðum þess hefur ver- ið foröað frá glötun, þótt ekki væri til storkusteypt bókhlaða, eða oss ieikur forvitni á að vita, hvenær feg- urstu fornsögur vorar eru ritaðar, hversfi háttað er handritum þeirra, . hvað ritað hefur verið um þaér á ýms- 1 um tímurn og ýmsum tungum. Þar er skjótt af að segja, að uni alt ]>ess konar og ótölulega margt annað í fornbókmentum vorum öflum vjer oss rækilegasta fróðleiksins, sent fá- anlegur er um þessa fornu og myrku stafi, i bókmentasögu hans hinni tniklu, sem hann varði mörgtim ár- í tun til að semja. Við ber það, að ungir ljóðavinir eða skáld eru ekki sterk á bragsvellinu, fipast í brag- lögurium, brestur brageyra. Þeim er ráðandi til að leita bragfræði hans. Einhvern ykkar langar, ef til vill, að komast niður i norrænni goðfræði, hinum dásamlegasta slcáldskap og biinni stórfenglegustu hugsmið, ef nienn að eiris komast alla leið að and- anuni, sent stpnum hefur því miður gersamleg-a mistekist. Þjer getið þá byrjað á Goðafræði hans. Ef bændur lands vors vilja skilja heitið á bú- jörð sinni, verða þeir að leita skiln- ingsins í nægtabúri hans. Það hendir oft, sem kunnugt er, ritandi menn og konur, að þau vita ekki, hversu staf- l i ,setja,ber ýms orð, er þau þurfa í þann evip að nota. Þá er að grípa til „Orða- kvers íslenskrar tungu“, sem hver sendibrjefsfær íslendingur ætti að cig-a. Furðumikill fróðleikur hefur komist í jafnlítið kver. Ef til vill ]>ykir yður þq einkennilegast þess, er þjer nú heyrið um verk hans, að í cinni ritgerð þessa Hafnarprófessors megið þjer fræðast um nöfri á ám Lænda vorra. Sænskum vtsindamanni þótti nöfn þessi svo merkileg og fróðleg, að hann sagði löndum sin- rm frá þeim ásamt hugleiðingum um þau. Er ritgerð um ])etta ramíslenska cfni prerituð í einni bók hans. (Gustaf Cederschiöld, Fresta* Duger, jámte rndra Uppsatser; sjá ritgerðina „Skelsa. Brynja, Dig-ra“ o. s. frv.). Þið sjáið á ]>essu, að mikill og fjöl- l.-reyttur er finnskatturinri. Jón skóla- rieistari Þorkelsson ritaði um vis- mdastörf Jóns Sigurðssonar, að vj er, sein lítið ynnum, skildum eigi, hversu jtessi þjóðmæringur vor hefði feng- ið jafnmiklu afkastað og honurii auðriaðist. Mjer hafa oft komið. ])essi rmmæli í hug, er jeg hef hugleitt hið snma urn gest vorn. Ef öllutn vðrk- uni hans væri hlaðið hjer fyrir fram- an okkur, myndum vjer silakeppirnir 'nalda, að hann væri orðinn jafn gam- all þeim öldungum bibliunnar, er írægð hafa hlotið fyrir háari aldur. Mikið hefur þessi landi vor, er tví- tugur sigldi með tvær hendur tómar til útlends háskóla, gert til að auka þekk- írig útlendra vísinda- og mentamanna á bókmentum vorum. Hitt er þó meira virði, að verk hans hafa gert það ómetanlega rniklu auðveldara en áður, lærðum og ólærðuim, utan larids og irinan, að afla sjer þekkingar á voru merkilega móðurmáli og bók- mentum. Og minna má á, að vísindin, eða svonefnd andavísiridi að minsta kosti, eru að eðlisfari í sambandi hvert við annað. Önnur andavisindi græða því óbeinlínis á vexti og við- gangi hverrar eiristakrar greinar þeirra. Margir vísinda- og menta- iðkendur, aðrir en þeir er leggja stund á norræn fræði, geta þvi sótt og sækja areiðanlega margt í rit Finns Jóns- ronar til skýririgar á efnum þeim, er þeir leita skilnings á. Margt má vita- skuld líta á öðruvisi en hann hefur gert, og er sist tiltökumál. En mjer er óskiljanlegt, að nokkur íslending- ur, er ann turigu vorri, bókmentum vorurn og þjóðarsæmd, kunni Finni prófessor Jónssyni ekki þakkir fyrir æfistarf hans og ást á fræðum vor- um, ef hann veit nokkur deili á verk- unt hans. „Ojámrit falla ödets lotter*, segir Runeberg. Fleira en silfur og gull og rnetorð falla menskum mönnum mis- jafnt ,í skaut. Slíkt g;era öll gæði mannlegs lífs. Surnir sjást aldrei koma miklu i verk, og margt má slíku böli valda. Suma vantar alla löngun til andlegra starfa. Aðrir eru gæddir slíkri starfslöngun, en skortir starfs- þrek. Mörgum er g-efið bæði andleg áhugaefni og þrek til að vinna að þeim, en vantar fje og færi til æðri starfa en strits fyrir sig og sína. Gest- ur vor hefur í senn öðlast löngun, færi og orku til mikilla starfa. Að því leyti er harin mikill gæfttmaður. Hann liefur, að kalla, hvert kveld sjeð lokið nokkru starfi, líkt og sniið- tirinn, er Longfellow kveður um, honum hefur hvern dag hlotnast sú hamingja að sjá lífsstarfið vaxa. Iðni hans og æfilöng iðkun sörnu greinar sýna mikla trúmensku. En slíkt sjest mörgum yfir. Og þótt sumir telji það satt, sem sagt hefur verið, að sitthvað sje einatt vitska og" vísindi, og líti —- stundum að rjettu — smáum aug- um á málfræðilega nákvæmni, fáengir alvörumenn komist hjá að virða trú- iyndið, auk þess sem öll visindi niega auka vísdóminn, ef rjett er að farið. Minna má og á, að vjer sjáum að eins rðni og árangur iðninnar. Enginri-nema gestur vor veit baráttu þá, er'hann hefur átt við óþjált og umfangsmik- ið efni, eng-inn nerna hann veit, hverja sjálfsafneitun harin hefur rnátt sýna og þola.svo aðhann fengi fullgertslíkt sem hann hefur af hendi leyst. Það cr því sist ofmælt um gest vorn, að hann hafi trúr verið, þjónað þeirri h.ugsjón með trúmensku, er hann hefur helgað krafta sína. Hann hefur bka hlotið trúrra þjóna verðlaun. I lann liefur verið krýndur þeirri lifs- ins kórónu, sem snriðuð er úr virð- 1 ing og eftirtekt starfsbræðra hans víðsvegar um lörid, og viðurkenriing þjóðar hans á. að hann sje i röð rnerkustu sona hennar á dögTmi hans. Þetta síðastmælta þori jeg að full- yrða, þótt jeg hafi því nriður ekki iieitt umboð frá „háttvirtum“ almenn- ingi þessa lands til að tjá gesti vor- um virðing haris og þakkir. Kæri Finnur prófessor Jónsson! Nokkra skólabræður yðar, kunn- ingja og lærisveina langaði til að vera með yöur stutta kvöldstund, áður en þjer færuð að heiman heim á leið. Þjer hafið komið þarinig fram við kerisveina yðar, að allir þeir nemend- ur yðar, bæði danskir og íslenskir, er jeg lief heyrt minnast á yður, hafa borið til yðar hlýjan hug. Jeg skal scgja af hverju. í þessu undarlega og óskiljanlega lifi getur fátt undar- iegra en það, hve sjaldgæf er ósín- 8'Jörn góðvild, hve velgengni bræðra vorra og granna fær oss sjaldan ein- ,ægrar gleði, svo að ekki sje meira \ H.f. „Völundur“ Timburvezlun — Trjesmiðja — Tunnugerð lieykjavik. Smíðar flest alt, er að húsbyggingoim (aðallega hurðir og glugga) og tunnugerð (aðallega kjöttunnur og síldartunnur) lýtur. Selur flestar algengar tegundir af timbri (furu og greni) i hús, hús- gögn, báta og amboð. Ábyrgist viðskiftavinum sinum nær og fjær þau bestu viðskifti, sem völ er á. Fljót afgreiðsla. Símnefni: Völundur. Sanngjarnt verð. sagt um þessa Syrgisdali lífs vors. Þjer eruð „einn af fáum“, er gæddur er slikri góðgirni, sem er jafndýrmæt og göfug og hún virðist fágæt. Jeg veit, að miklu fleiri en jeg hafa sjeð gieðina glampa á andliti yðar, er oss gekk vel. Og slíkura glömpum gleym- um vjér seint. Og jeg veit líka, að skólabræðrum og æskuvinum býr lík Iriýja í brjósti til yðar og nemöndum \ðar, sem eðlilegt er. Þjer hafið sýnt þeim sömu trygð sem vísindagrein yðar, sömu góðvild sem lærisveinum yðar. Að svo mæltu óska jeg yður góðr- ar heimferðar ogmargrastarfsáraerin, svo að aukast megi finnfjeð, er þjer færið nemendum og iðkendum rior- rænnar turigu og norrænna menta. Prófessor Finnur Jónsson svaraði með langri og snjallri ræðu. Hann lýsti gleði yfir dvölinni hjer heima og kvað sjer mikla ánægju að sjá þar I sámsætinu marga gamla og góða kuinning'ja, og meðal þeirra andlit, sem hann mintist frá drengjaárum .iínum, er hann var búðarpiltur hjer í bænum. Hann hafði ekki komið hing- í ð til lands í 8 ár, ekki frá því sum- árið 1912. Allmiklar breytingar kvaðst hann sjá hjer i framfaraáttina frá því. er var hjer síðast, og af hin- um verklegu framförum þótti honúm mest varið í hafnargerðina. Einnig Ilefði sjer verið mikil ánægja, að líta yfir höfuðbólið borgfirska, sem hann hefði heimsótt, þ. e. Hvanneyri. Há* skólans mintist hann eirinig, og fór am hann lofsamlegum orðum og ósk- aði honum góðrar framtíðar. Um starf sjálfs sín sagði hann, að það væri framhald af starfi þeirra Svein- bjarnar Egilssonar og Koriráðs Gísla- sonar. Að loknu háskólanámi i forn- tungunum, grísku og latínu, sneri hann sjer að ranrisókn fornnorrænna bókmenta, og varð byrjunin á þá leið, að hann fór að skrifa upp fornkvæðin fyrir sjálfan sig, en síðan að g-agri- rýna þau og leita sem fylstra upplýs- mga um höfunda þeirra, en það svið bafði ekki nrikið verið kannað áður, (ða um það ritað. Upp úr því varð svo til bókmentasaga hans og verk hans um skáldakvæðin, en framhald rf því er þýðingin á Lexikon poe- ticum og það verk, sem því heyrir tíl. Var hann þar aftur kominn yfir í æskunámsgrein sína. Kennarastaðan ■víð háskólann gerði honum kleift að gefa sig allan við þessum störfum, og að þeim var honum ljúft að vinna, m a. vegna þess, að þar var um að ræða bókmentir hans eigin lands. Harin kvaðst jafnan hafa fylgt því með áhuga, sem gerðist hjer heima, og það hefði sjer jafnan sárast svið- ið, er þvi hefði verið beint að sjer hieðan að heiman, að hann vildi ekki vel landi sínu og þjóð. Vjek harin svo aftur máli sínu að íslandi og ís- lensku þjoðlífi, kostuni þess og ágöll- um. M. a. mintist hann þess, að hann hefði komið hjer inn í búð, þar sem verslað var með skrautgripi. Sá hanri jiar ásamt mörgu fleiru eggjabikara úr silfri, þótti þeir fallegir og spurði, hvað þeir kostuðu. Honum var sagt, að þeir kostuðu 60 kr. Spurði hann þá, hvort nokkrir keyptu slíka rnuni svo dýru verði, en seljandi svaraði því játandi og bætti við, að fólk liti ckki við þvi, sem ódýrt væri. Með vaxandi velmegun og manndáð að mörgu leyti, hjelt ræðumaður, að full- mikið væri komið hjer irin af þeirri stórmensku, sem þarna væri lýst. En > til að vega móti þessari sögu, sagði hann aðra. Hann hafði mist niður úr- :ð sitt og datt glerið úr lokinu, rjett áður eri hann fór frá Khöfn. Gekk bann þá til úrsmiðs og spurði, hvort ekki væri hægt að bæta um þetta í skyndi. Úrsmiður leit á og sagði, að umgerðin væri undin og viðgerðin lilyti "að taka töluverðan tíma. Fór svo F. J. með úrið heim án viðgerð- ar. Þegar hingað kom, fór hann til úrsmiðs og bað hanri að setja glerið í lokið. Hann leit á og gerði þetta á svipstundu. Hvað kostar? spurði F. J. „Ekki neitt,“ svaraði hinn. — Þótt litlu hefði sig munað, að borga að- gerðina á úrinu, þá sagði hann að sjer hefði þótt vænt um þetta, því þarria fann hann einn af þeirii gömlu og góðu kostum íslendinga. — Hann endaði svo ræðu sína með því að biðja menn að drekka skál íslands. Á eftir var sungið: „ó, fögur er vor fósturjörð." í samsætislok mælti Sæmundur prófessor Bjarnhjeðinssori nokkur orð til heiðursgestsins og var hann svo kvaddur með heiílaóskum og húrraópum. Leikhús. Athugasemdir og ádrepur. Leikfjelagið er hætt störfum fyrir nokkuð löngu og horfur á því, að það geti ef til vill ekki byrjað þau aftur í haust. Og ástæðan er húsnæðishrak. En þó leikir verði nú að leggjast hjer riiður fyrir húsnæðisskort, er það í rauninni ekki annað en endir á sögu, sem byrjuð er fyrir löngu. Því hús- næðisþrengsli og illur aðbúnaður hef- ur um mörg undanfarin missiri haml- að starfi fjelagsins. Sjálfsagt er það þó ekki eingöngu húsnæðisskortinum að kenna bein- linis, að síðustu starfsár fjelagsins l.afa að ýmsu leyti verið daufari og bragðminni, en oft var áður. Fjörið er minna í fjelaginu og áhuginn. Það væri þó að ýmsu leyti ósanngjarnt að tala um áhugaleysi í þessum efn- um, því það er vitanlegt, að leikj- unum hefur verið haldið hjer uppi íyrir atfylgi örfárra manna, sem fórn- að hafa þeim tómstundum sínurn og hæfileikum. Og því verður ekki neit- að með sanngirni, að ýmsir leikend- anna hjer hafi listarhæfileika til að halda uppi leikjum hjer og þá svo svo góða, að þeir eigi skilið betri aðbúnað og umhverfi en það, sem leiksviðið og leikhúsið hjer hefut veitt til þessa. En þess hefur ekki altaf verið gætt, eða verið uin't að gæta þess, að fara í vali leikkritanna eftir J: cim kröftum, sem fyrir voru, því .góðu kraftarnir" eru ekki margir og íiestir aukaleilcendurnir, sem hjer komu fram t. d. siðastliðinn vetur, voru ljelegir og skeindu að ýmsu leyti áhrifin af leik hinna. Hjer kem- ur og einnig anriað til greina, svo rem það, að flestar hópsýningar leik- íielagsins, eða stórar sýningar, þar sem margt fólk þarf að korna fram — hafa farið i handaskolum. Þetta kom t. d. greiniléga frant í Sigurði Braa eftir Bojer og deyfði að ýmsu leyti heildaráhrif leiksins — ekki síst þar sem ritið er á sumum þeim stöð- um svo veiklega úr garði gert frá höf. hendi, að það hefði átt að berast

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.