Lögrétta


Lögrétta - 11.11.1920, Page 2

Lögrétta - 11.11.1920, Page 2
LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur iít á hverjum mi8- mtudegi, og auk þess aukablöð vií og viB, ('erð 10 kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr. 50 au. Gjalddagi I. júli. Frjettir. Tíðin er enn stöSugt góS, al'taf suölæg átt. Lóur eru ekki farnar enn, og munu sunnanvindarnir valda því. ÞaS er sagt austan úr Flóa, að stór-' ir lóuhópar'fari þar milli túnanna. Enskur botnvörpungur ferst. Um síðastl. mánaöamót fórst enska botn- vörpuskipiö „Mary A. Johnson" við Geirfuglasker vestur af Reykjanesi. Var austanstormur og sjógangur , mikill. Skipverjar voru 16 og fóru allir í einn bát, og rak .hann svo meS þá vestur til hafs. Eftir tveggja daga hrakninga snerist vindurinn til vesturs og fóru- þeir þá að leita til lands. Á 4. degi frá því að strandiö varS, hittu bátsmenn enskan botn- vörpung, „Dunria Nook“, sem bjarg- aöi þeim og kom með þá hingaS inn, mjög þjakaða, kvöldið 3. þ. m. Mannalát. Aðfaranótt 6. þ. m. and- aðist hjer á Landakotsspítalanum, eftir uppskurð við innvortis mein- semd, sjera Ólafur Finnsson prestur í Kálfholti. Lík hans var flutt aust- ur í gær, en dr. Jón Helgason biskup flutti ræðu yfir því í dómkirkjunni. 5. þ. m. andaðist í Buenos Aires í Suður-Ameriku Guðmundur Odd- geirsson stórkaupm. frá Vestmanna- eyjum, sopur sjera Oddgeirs Guð- mundssonar prests þar, tæpra 43 ára að aldri. Hann fluttist hjeðan fyrir 5 árum og rak nú heildsölu í Khöfn. Bæjarstjórnarkosningin 6. þ. m. fór svo, að B-listinn hlaut 1467 at- kýæði, en A-listinn 1x48, og var Þórður læknir Sveinsson kosinn með 319 atkv. mun. Fleiri listar en þessir tveir komu ekki fram. Niðurjöfnunamefndar-kosningin 6. þ. m. fór fram um leið og Jxæjar- stjórnarkosningin. Þar voru einnig tveir listar að eins, A-listi studdur af Sjálfstjórnarfjelaginu, og hlaut hann 1233 atkv., og B-listi, studdur 4f Al- þýðuflokknum, og hlaut hann 1253 atkv. Fjórir efstu mennirnir af hvor- um listanum voru kosnir, af A: Páll H. Gíslason, Samúel Ólafsson, Pjet- ur Zóphóniasson og Guðm. Eiriksson, en af B: Magnús V. Jóhannsson, Ólafur Lárusson, Felix Guðmunds- son og Haraldur Möller. Sálarrannsóknafjelag íslands. For- maður þess, hr. E. H. Kvaran, hefur nýlega fengið 3000 kr. gjöf til fje- lagsins frá ónafngreindum manni norðan lands. Verslunarmannafjelag Rvíkur var stofnað 1891 og bar lengi mikið á því í bæjarlífinu hjer. En nokkur síð- ustu árin hefur verið frernur hljótt um það,-enda hefur það vantað hús- næði. Nú á að hleypa nýju lifi í fje- lagið. Það hefur fengið sjer góða stofu til fundahalda í hinu nýja húsi Jónatans kaupmanns Þorsteins- sonar við Vatnstíg. Töluvert bóka- safn á fjelagið frá eldri árum, og er það nú flutt i hin nýju húsakynni. Samkoma var þarna í fyrsta sinn síðastl. sunnudag og Ijek þá horna- ílokkur uppi á húsþakinu. Formaður fjelagsins er nú Smidt bankamaður, og hafa þeir, hann og Árni Einars- son kaupm., mikið beitt sjer fyrir því að endurreisa fjelagið. Jarðarför Magnúsar heitins Árna- sonar trjesmiðs fór fram 9. þ. m. Sjera Bjarni Jónsson flutti hús- kveðju, en sjera ólafur i Arnarbæli, sonur M. Á., flutti ræðu í kirkjunni. Ljóðmæli eftir Þorstein Gislason eru nýkomin út og koma hjer í bóka- verslanirtvar einhvern af næstu dög- um. Þau eru rúml. 20 arkir, 324 bls., • og kosta í káþu kr. 13,00, en í skraut- bandi 18 kr. Frá Siglufirði. Bæjarstjórnin þar hefur keypt jörðina Saurbæ fyrir 11,500 kr. — Aukaútsvör þar i bæh- um, sem jafnast eiga niður í haust, eru 60 þús. kr. Síldveiði Svía hjer við land. Morg- unblaðið segir frá því eftir sænsku blaði, að landbúnaðarráðaneyti Svía hafi lagt fyrir þingið frumv. um, að veittar verði á fjárlögum Svía 160 þús. kr. til þess að senda hingað nefnd manna til rannsókna á síld- veiðiaðferðum o. fl. Frv. sje komið fram eftir áskorun fiskifjel. í Gauta- borg, sem ritað hafi stjórninni og sýnt fram á, hve mjög Svíar gætu aukið síldveiðina við ísland, ef rjett- ar veiðiaðferðir væru notaðar. — Ætlunin er, að senda hingað i sum- ar fjölda vjelbáta, sem munú eiga að stunda veiðar undir urnsjón þessar- ar nefndar og salta síldina á skips- fjöl. Sælir eru einfaldir. Nútímasaga úr Reykjavík eftir Gunnar Gunnarsson. (Frh.) Hann tók í frakkahornið mitt og hann með uppgerðar vinalátum, sem dró mig til hliðar. — Heyrðu — sagði liann beitti stundum, það var víst drukkið fast í gærkvöldi. Jeg gerði það víst, að minsta kosti! Segðu mjer — hvað gerði jeg annars? Mig rám. ar eitthvað í J>að, að ekki hafi alt verið með feldu — og hef óljósa hug- mynd um það, að mjer hafi verið fylgt út. En jeg hef ekki minstu hug- rnynd um,- hvað jeg hef gert. Jeg bað Grím Elliðagrím svona almennr-. ar afsökunar í morgun. En jeg varð engu nær. Heyrðu, geturðu ekki sagt mjer, hvað það er, sem jeg hef beðið hann afsökunar á. Fyrir utan það auðvitað, að jeg drakk mig fullan heima hjá honum. Það væri gaman að vita það, finst mjer — og hann hló, auðsjáaníega ánægður yfir því, hvern- ig hann kæmist í kring um m i g. — Það er ekki þess vegna, sem jeg kem hingafö, svaraði jeg stuttlega. Jeg kem til þess að bjóða aðstoð mína, ef þörf er á henni. — Jájá — auðvitað, — nú skal jeg undir eins, sagði hann og klóraði sjer bak við eyrað og varð hugsandi á svipinn. — Já, — hver andskotinn! Það er þá svona — að ekki er hægt að hafa það eftir? Hann ljetst vera undrandi og dálítið iðrandi. Nú, svo þú vilt þá ekki segja mjer það. Jeg neyðist þá til þess, að spyrja Vigdísi að því við tækifæri. Hún segir mjer það. — Jeg ljet sem jeg heyrði ekki orð hans. — Jeg átti að spyrja frá Grími Ell- iðagrími, sagði jeg skarplega, hvort r.kki væri hægt að koma því þannig íyrir, að jeg fengi aðallega að lita eftir hans sjúklingum; — Jú, — sjálfsagt, sagði Páll Ein- arsson, og fór aftur að borði sínu, sem alt var þakið pappír, — stórum örkum og smáum seðlum, sjúkratil- liynningum og athugasemdum, sem hripaðar voru niður í skyndi. — Sjúk- iingar Gríms eru einmitt í minni deild. Látum okkur nú sjá: Hann fór að róta í blöðum sínum og Ijet ysinn og Jxysinn, sem fylti sal- inn, ekkert á sig fá. Fram hjá okkur barst óslitinn straumur af fólki, sem kom og fór, og skilaði og tók við boð- um og svipar þess og hreyfingar lýstu óðaönn. Símarnir glumdu látlaust, og spurningar og svör þutu borðanna milli. Páll Einarsson páraði eitthvað i flýti á seðil, sem hann rjetti mjer. — Hjerna er listi yfir nokkra, sem Grímur hefur skoðað, en við höf.um enn Jxá ekki getað útvegað neina hjálp. Svo fór hann að segja mjer, hvað jeg ætti að g’era og hvernig jeg ætti að haga rnjer, ef þetta eða hitt kæmi íyrir. Jeg tók fram i fyrir honum, með þeirri athugasemd, að jeg hefði íengið fyrirskipanir frá Grími Elliða-. grími. — Gott — sagði hann. Þá símar þú hingað niður eftir eða sendir boð, ef eitthvað sjerstakt kemur fyrir, og þú nærð ekki i Grim Elliðagrím. Við komum svo boðunum áfram. Við höf-. um sem sje alt af samband við alla læknana. Og það er ómögulegt, að margir læknar skoði sanxa sjúkling- ;nn. Þessir blessaðir læknar eru því miður ósammála,------það er eins og hver þeirra hafi sína aðferð. Það sem einn læknar sína sjúklinga með, full- j rðir hinn, að mundi drepa sína. En hvað um það, — það eru ekki hundr- að í hættunni, hvort sem við lifum eða deyjum -— svona flestir okkar. Nú — góða ferð, sagði hann hlæjandi — jeg skil bara hreinskilnislega sagt ekki, að þú skulir nenna þessu! — Þú hefur þó farið í vinnu sjálfur — sagði jeg. ■— Almenningsálitið, skiluröu! Hann lyfti augnabrúnunum og varð háðslegur á svipinn. Og þegar maður kemst svo sænxilega hreinlega frá því .... Jeg hefði ekki fyrír nokkra íjandans muni arkað um og skelt út úr koppum. Og ef Jxú vilt heldur fá eitthvað að gera hjer á skrifstofunni, skal jeg koma því í kring fyrir þig. — Mjer finst ]»að vera meira en nógu margir. — Þakka þjer annars íyrir, svaraði jeg og ætlaði að fara. En í þvi kom Benjamín Pálsson inn úr dyrunum. Jeg hef sjaldan sjeð nokkuð eins kollótt, vesældarlegt og vandræðalegt og Benjamín i þetta sinn. Auðsjáanlega hræddur umaðeft- ir sjer yrði tekið, læddist hann ti! Páls Einarssonar, sem tók á móti hon- um nxeð miskunnarslausum hlátri. Benjamín horfði i kring um sig, depl- aði augumim ófrar en áður; þaggaði niður í honum og hvíslaði: — Hvert átti jeg annars að fara? — Hvað hefur Jxú gert af miðan- um, sem Jxú fjekst, bróðir Benjamín? Páll reyndi ekkert að sljákka í sjer galsann. Benjamín fór að bylta til í vösum sínum, auðsjáanlega í hundr- aðasta skifti, |>ví bæði frakki hans og jakki voru óhneptir. — Jeg hlýt að hafa týnt honum, svaraði hann með aumlegum svip á barnalegu andlitinu, — jeg get hvergi fundið hann. Hefur þú ekki nöfnin, svo þú getir skrifað þau aftur í flýti? Veslings fólkið .... Páll Einarsson reyndi að róa hann. — Jeg hef fyrir löngu sent annan á stað, til að gá að þvi, hvernig þjer gengi. Því jeg þekki þig —rhróðir Benjamín, — þú ert ómögulegur til Jæssa starfs. Við komumst nærri bet- ur af án þín. Nei — farðu nú bara rólegur heim og beygðu þinar sagnir, sagði hann og skellihló. Og fólk skildi hlátur hans alt í kring, þegar það tók eftir því, að hverjum hann hló. Benja- mín virtist ekki ætla að gefast upp við svo búið, en þegar jeg bjóst til brottferðar, valdi hann þó þann kost- inn, að verða mjer samferða. — Þetta er rjett hjá honunx, sagði hann andvarpandi, þegar við komum út á götuna. -— Ef jeg gæti mín ekki, sí og æ, gleymi jeg því, sem jeg á að muna. I’að er leiðinlegt — finst Jxjer ekki ? Ef ekki hefði maður komið til mín, heilsað rnjer og gefið sig á tal við mig, hefði jeg munað hvert jeg átti að fara, —-því jeg lærði nöfn-. in utan að, og hirti svo ekki um mið- ann. En nú kom sem sje maður til min á götunni og sagði mjer ósköpin öll. Þegar hann loksins Jxagnaði, var jeg búinn að gleyma þvi, hvert jeg ætláði og hvað jeg gerði af miðanum. Jeg er viss um, að eftir nokkra daga man jeg alt í einu hvorutveggja. En þangað til getur fólkið, sem jeg á að hjálpa, vel verið bæði dáið og grafið! Jeg stansaði orðastraum hans, með spurningunni um Jiað, hvernig lið) heima hjá honum. — Viö erum öll frisk enn Jxá, sagði hartn, en virtist lítið glaðari. Hann deplaði augunum dapurlega. — Jeg vildi gjarna gera eitthvertgagn. Pleld- ur þú, að jeg geti alls enga aðstoð veitt ? Jeg má víst ekki fylgjast með }>jer og hjálpa þjer? Jeg leyfði honum jxað með ánægju. Efst á miðanum mínum stóð fyrir aftan götunafnið og númerið, þessi stutta skýring: Allir veikir. Þegar við komum þangað, sá jeg rnjer til mikill- ar undrunar, að Jxað var hús Geirs Helgasonar. Útidyrnar stóðu opnar og við gengum inn og undjreins í fyrstu stofunni, sem við gengum inn í, var |)örf á okkur og við tókum til. Það var víst ljeleg hjúkrun, sem við veitt- um, —- Jjví Jxetta var ekki beinlínis í okkar venjulega venkahring, —— að minsta kosti átti hún' ekki skilið alt j að Jxakkæti, sem við alstaðar feng- t:m. í þessu stóra húsi lágu einn eða íieiri í hverri stofu, margir á alls kon- ar legubekkjum, en ekki helmingUr. inn i venjulegum rúmum. Alls voru ]>arna milli tuttugu og þrjátíu inanns og langfæstir megnugir þess, að veita sjer minstu hjálp, en flestir gátu enga hjálp sjer veitt. Enginn þeirra hafði bragðað mat ahan daginn. Gömu! kona sagði okkur, að Grímur Elliða grímur hefði komið þangaö um morg- uninn, en þá hefði hún og önnuj- kona, cnn þá. verið á fótum og álitið, að þær gætu útvegað einhvern mat handa hinunx. Seinna var komið frá skrif- stofunni með dálítið af meðölum, þeg- ar Jiær höfðu útbýtt því, var þróttur- inn úti óg þær urðu að leggjast í rúm- | ið .Jeg símaði til skifstofunnar og var 1 lofað mat af einhverri tegund, undir eins og hægt yrði að ná í hann. Svo Vi F. H. KREBS. medlem af Dansk Ingeniörforening. KONSULTERENDE INGENIÖRFIRMA. for Projektering og Udbygning af: KRAFTSTATIONER, Vandkraft, Damp, Diesel, Sugegas osv. fELETRISKE KRAFTOVERFÖRINGS OG FORDELINGSANLÆG.j ELEKTRISK Varme, Lys, Drivkrft m. v. ORGANISATION AF ELEKTRICITETSFORSYNING. KÖBENHAVN V., Alhambravej 17. Tlgr. Adr.: „Elektrokrebs“ fórum við Benjamín að reyna að íijálpa sjúklingunum, en hjálpin var rnest í því falin, að reyna að búa dálítið um rúmin þeirra, þvo þeirn, gefa þeim meðulin og sjá um ein- hvern snefil af hreinlæti og hreinu lofti í herbergin. Það var erfið vinna íyrir okkur, sem óvanir vorum henni. Þó átti Benjamín bágara, og einu sinni kom jeg að honum frammi i eld- húsirtu, þar sem hann húkti við skólp- rennuna. Jeg get ekki meira, stundi hann og Jxerraði kaldan svitann af enni sínu og deplaði vonlausum augunum. En jeg f jekk hann þó á stað undir eins á eftir. Þegar við komumst loks inn til Geirs Helgasonar, sem lá og dæsti og svitnaði svo að gufaði út í her- bergið eins og í þvottahúsi, urðum við að byrja á því, að gefa nákvæma skýrslu um líðan allra hinna. Þegar J>ví lauk, sagði liann mjer undir eins írá hinum, sem eftir voru, og hvar !>eir væru, og sendi mig á stað með konjaksflösku og skipaði mjer strengilega að hella vænurn snaps of- an í hvern og einn. Hann fullyrti, að Grímur Elliðagrímur hefði sagt, að þeir hefðu gott af því. — Segðu Jjeim, að Jjað sje rneðal, hrópaði hann á eftir rnjer með barnalegri kænsku. Sjálfur hafði hann flösku hjá sjer og teygaði úr henni endur og eins —: og var ekki að mæla það neitt í srná- glösum. — Komið þið inn til mín áð- ur en þið farið, kallaði hann á eftir okkur, — þegar við höfðum lokið störfum okkar í hans herbergi. Við lofuðum Jjví, og Jxegar við höfð- um gert J>að sem við gátum Jíar í hús- inu, fórum við inn til hans að slciln- aði og sögðum honum frá ástandinu. Geir Helgason hlustaði á og hugsaði sig um. — Mjer firist einhvern vanta — finst jeg hafa gleynxt einhvérjum, sagði hann og strauk vatnið af enni sjer með holdugri hendinni. — Hafið þið gætt vel að í öllum herbergjum? Jeg hef alstaðar fólk. Jeg sagði homun, að við hefðunx iarið nákvæmlega um alt húsið. Þar væru engar dyr, sem við hefðurn ekki skyngst inn um. — Nú, jæja, sagði hann. Þá geta þeir ekki verið fleiri. En mjer finst sanit einhvern veginn, að það vanti að nxinsta kosti einn .... Það hlýtur að vera einhver af þessum, sem ný- farnir eru, sem er að Jjvælast fyrii mjer. FáiðJjiö ykkur vænt staup ai konjaki og þakka ykkur svo fyrii hjálpina. Meðan jeg leitaði að glösunum í skáp einum þar og helti á þau úr ösnertri flösku, sem Geir benti mjer á, hjelt liann áfram. — Þú, Jón Oddsson — þú ert einkavinur minn. Því þú Jxektir Iífsins blóm.ið mitt, sem jeg var því miður ræntur alt of fljótt..Það er ckki gott, að maðurinn sje einn. — I'að hefur drottinn sjálfur sagt. Þú veitst, Jón Oddsson, að jeg fell rólega fyrir dauðans hvassa ljá, ef svo illa skyldi fara. Lofsyngið drotni, eins og skrífað stendur. En jeg spyr að éiris: hver á að talca við heimilinu — liver á að fæða og klæða allan þann fjölda, sem jeg hef í ntínum húsurn? Jeg get unnið — það geta ekki margir. Flestir geta ,að eins jetið. Og þó oft sje lífið erfitt, gefur það )>ó gleði líka — eins og til dærnis }>að, að sjá fólk jeta og verða nxett — og vita hver Ihefur sjeð því fyrir matnum. Það besta, sem jeg þekki, Jón Oddsson, er það, að^vera umkringdur af fólki 0!f 8'eir,a Í)V1 a‘ö borða — við mitt eigið borð. Allir eru velkomnir að boröi mínu! Þeir, sem vilja gleðja nxig, þurfa ekki annað en að snæða við borð mitt. Þú gerir það alt of sjaldan, En mjer er nú vel við þig samt. Þú ert vinur minn — allir eru vinir mínir — Jjjer líka — Benjamín Pálsson — heitið þjer það eklci. Viljið þjer veita nijer þá sæmd, að drekka með mjer — Benjamin Pálsson? Skál, skál báð- ir tveir. Jeg þekki yður lítið, Benja- rnín Pálsson, en jeg veit, að Jjjer eruð vinur Jóns Oddssonar, og það er mjer nóg. Jeg er sem sje vinur vina vina minna .... Jeg, sá engin önnur ráð en flóttann, svo hann talaði sig ekki i hel. — Ætlið þið að fara strax — sagði hann hryggur. Mjer líður miklu ver en injer sýnist líða, skal jeg segja ykkur. Jeg held að það væri öruggast að þið biðuð. Getið Jjið J)að ekki — annar ykkar að nxinsta kosti? Jeg sagði honum, að við þyrftum að líta eftir mörgum öðrum, en að við kæmtwn aftur svo fljótt sem við gæt- um, ef skrifstofan hefði ekki sjeð fyrir annari hjálp á rneðan. Og svo fórum við. — Þetta er undarlegur nxaður, sagði Benjamín hugsandi, Jjegar við kom- um út — og undarlegt hús. — Veður alt af svona mikið á honum. Jeg fjekk höfuðverk af Jjví að hlusta á harin. Vonandi lifir hann þetta af .... Jeg sagði honum, að þetta væri nú minst, — ef hann langaði til þess að kynnast talandanum á Geir Helga- syni, ])á ætti hann að heimsækja hann cinhvern dag, þegar hann væri í fullu fjöri og hefði ekkert að gera, en nóg vín. — En hvernig fer hann að fitna svona? spurði Benjamín undrandi. — Hann blæs óhjákvæmilega út af öllu þvi, sem hann snertir á, bæði orðuin og öðru. Það er nú hans eðli, að hlása út. Eftir nokkur ár gróður- setur hann nýtt blórn í hinum frjó- sanxa garði lífs síns, og Jjað ber hon- um nýja, blómlega ávexti, ef það er nógu harðgert. Jeg segi þetta ekki til þess að lasta Geir. Hann er góðmenni og vinur minn. En hann er nú einu sirini svona — og þetta eru nú hans forlög. — Þú heldur þá ekki, að hann deyi? — Það væri ckki honum líkt, svar- aði jeg. Benjamin fylgdi mjer trygglega stað ur stað, allan dagTnti. Að Géir Helgasyni fráteknum, voru það mest- megnis fátæklingar, sem stóðu á lista okkar. Það var hryllilegt, að ganga um Jxessar köldu, óvistlegu íbúðir. Það er satt, að auðæfin eru ekkert aðalatriði, og að eins á yfirborðinu. En þar sem ytri kjörin eru líka vesæl, kernur himinhrópandi eyrnd rnann- 1 anna enn þá skýrar í Ijós, en annars. Þegar dimdi, kom ]>að fram, að víða var hvorki til kertisskar nje olia. Jeg hririgdi til skrifstofunnar — jeg veit ekki hvað oft, og ljet senda mjer kerti. Upp frá.því gátum við Benjamín al- staðar þar, sem við komum að myrkri, skilið eftjr lítinn, flöktandi bjarma í nokkrar stundir. Jeg get brosað að sjálfum mjer við hugsunina um það, — en ]>etta gladdi mig meira en jeg get sagt. Jeg þekti að eins fátt af þessu fólki og að eins lítið j>að, sem jeg þekti. Nú, þegar jeg rifja upp fyrir rnjer Jjetta síðdegi— sem mjer firist svo löngu liðið — er J>að ekki nema ein- stöku hlutur, sem jeg man eftir skýrt og greinilega — einstaka andlit, ein- staka samtal. Flest er hulið þoku gleymskunnar, af því að jeg hef ekki tírna til að lifa það upp aftur, fyr en eitthvað svipað Verður fyrir mjer á ný. IJarna var líka urn að gera aö flýta sjer, og láta ekki tefja sig að nauðsynjalausu. Aðstoð okkar Benja- míns var að eins til bráðabirgða, þar ril önnur betri og stöðugri yrði fengin. Þess vegna er minning mín frá þess- um tímum og dögum, á eftir, eins og IjósmyndaJjynna sem óvart hafa verið teknar á rnargar myndir, hver ofan á aðra, i belg og biðu. Enginn sjúk- lingurinn sem við heimsóttum þenn- an dag, var mjög sárþjáður, eftir því sem j e g komst næst. Jeg var farinn íð smáhalda að sjúkdómuririn væri ekki alveg eins hættulegur og af var látið, þegar við mættunx alt í eintt Grimi Elliðagrimi. Við urðum spöl- korti samferða, og jeg gaf honum stutta skýrslu. Fjelagsprentsmiðjaa /

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.