Lögrétta - 16.12.1920, Blaðsíða 2
2
LÖGRJETTA
cðGRJBTTA kemur út i hverjum mi8-
vtKudcgi, og auk þess aukablöB vi8 og vi8,
y er8 10 kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr.
<0 au. Gjalddagi 1. júli.
Frá Þýskalandi.
í haust var það sagt í frjettum frá
Berlín, a8 blö8in þýsku, til o,g frá um
iand, segðu a5 sameignarmanna-
ílokkurinn, eða skoSanabræSur bol-
sjevíkanna rússnesku, væri aö koma
skipulagi á rauðar hersveitir í land-
inu, sem ættu að hefja nýja upp-
reisn til þess aö koma á öreigaein-
ræöi eftir rússneskri fyrirmynd, og í
þessum fregnum var látiö í veöri
vaka, aS búast mætti viS byltingu úr
þessari átt nú i vetur. JafnaSar-
mannablöSin svöruðu þessu á þá leið.
að meiri hætta stæði af byltingu frá
hálfu hægrimanna. Við vopnaafhend-
inguna, sem þá nýlega hafði átt sjer
stað, hefðu verkamannaflokkarnir
skilað sínum vopnum, en íhaldsflokk-
arnir gömlu ekki. Á h'inum stóru bú-
görðum í Meklenburg og Pommern
væri margt manna, sem áður hefði
verið i hernum, bæði foringjar og ó-
breyttir liðsmenn, við landbúnaðar-
störf, og þessir menn hjeldu hernað-
aræfingum áfram. Það væri ætlun í-
haldsflokkanna, að koma upp borg-
araher, og til og frá væru deildir af
þeirra mönnum starfandi að þessu.
Margir þýskir sjálfboðaliðar berðust
í her Litháa gegn Pólverjum, og það
væru menn, sem íhaldsflokkarnir ætl-
uðu siðar að beita fyrir sig heirna
fyrir. Það hefur síðar verið sagt, að
þessir þýsku sjálfboðaliðar mynduðu
heila flokka í her Litháa. — Scheide-
mann gerði þennan herbúnað hægri-
flokkanna að umtalsefni í þingnnu
síðast í október og var mjög hvass-
yrtur í þeirra garð. Hann beindi á-
íásum sínum mjög gegn yfirmanni
ríkishersins, von Seekt hershöfðingja,
og einnig gegn varnarmálaráðaneyt-
inu og kallaði það hið versta hægri-
mannahreiður, en krafðist, að stjórn-
in viki úr þjónustu sinni og frá op-
inberum störfum hverjum manni, sem
ekki væri lýðveldinu og stjórn þess
fyllilega hollur. Ræðan vakti megn-
an hávaða í þingsalnum og ógnandi
hnefar voru steyttir að ræðumanni.En
í lok fúndarins kom fram yfirlýsing
um það frá umsjónarmanni vopnaaf-
bendingárinnar, að það, sem Scheide-
mann hefði sagt um undanbrögð hjá
íhaldsflokkunum til þess að skila af
sjer vopnum, væri rjett. Nokkru síðar
en þetta gerðist hjelt Simons utan-
rikisráðherra ræðu í þinginu um
horfurnar út á við. Enska stjórnin
hafði þá tilkynt þýsku stjórninni, að
hún ætlaði ekki að halda fast við eitt
víst ákvæði friðarsamninganna í Ver-
sölum, þ. e. ákvæðið um aðtakamætti
eignir Þjóðverja í Englandi til full-
nægingar friðarsamningunum, ef
Þjóðverjar stæðu ekki i fullurn skil-
um á þeim greiðslum, sem þeim voru
]iar gerðar. Nú gaf enska stjórnin þá
ívilnun, að þetta næði ekki til þeirr?f
eigna, sem Þjóðv. hefðu aflað sjer í
Englandi eftir lok ófriðarins. Frönsk
blöð ljetu í Ijósi megna óánægju yfir
þessari tilhliðrunarsemi og þær radd-
ír heyrðust þar jafnvel, að Englend-
ingár hefðu ekki rjett til að gefa neitt
eftir af friðarsamningunum án sam-
þykkis allra samningsaðilja. En
ensku blöðin sögðu aftur á móti, að
Frökkum kæmi þetta ekkert við, og
Engl. mundu fara sínu fram í slíkum
málum, hvað sem um það væri sagt
hínumegin við sundið. Þýski'után-
rikisráðherrann lýsti ánægju sinni
yfir þessu, en sagði, samt, að ekki
mætti of mikið úr því gera. Englend-
ingar gerðu undantekninguna af því
að hún væri báðum nauðsynleg, Eng-
lendingum og Þjóðverjum, til tryggra
viðskifta innbyrðis. Ákvæöið um
rjettleysi þýskra eigna í Englandi
hefði stáLði'ð viðskiftunum fyrir þrif-
um, báðúm til ógagns. Ráðherrann
sagðist nú vera að semja um við-
skiftamálin við aðrar þjóðir út i frá
og .við ítalíu og Japan væru þegar
konmir á samningar um skil á þýsk-
tm eignum. Við Belgiu hefðu samn-
ingarnir strandað, en samningar við
Pólland væru á leiðinni. Það kom
fram, er ráðherrann mintist á við-
skiftin við Rússland, að hann viður-
kendi Leninsstjórnina löglega sam-
kvæmt þjóðarrjettinum. Hann var-
aði blöð og stjórnmálamenn íhalds-
flokkanna við, að láta bera mikið á
sesingum og óvild gegn Frakklandi
og sagði að það bakaði þýsku stjórn-
inni vandræði; hún yrði að biðja,st
afsökunar á öllu sliku.
Bayern er nú sem stendur sagt höf-
uðból íhaldsstefnunnar í Þýskalandi.
Þar kom það fyrir í haust, að jafn-
aðarmennirnir í þinginu, bæði meiri-
fflutaflokksmenn og óháðir, komu
fram með kæru gegn lögreglustjórn-
inni i Múnchen fyrir það, að hún
hefði gengist fyrir samtökum, sem
hefðu það markmið, að koma ákveðn-
um mönnum fyrir káttarnef. Var
skorað á þingið að rannsaka þetta,
cg það tók þá áskorun til greina, og
skipaði sjö manna nefnd, og setti v
hana menn af öllum stjórnmálaflokk-
um. Kærendurnir höfðu þessa sögu
að segja : Belgiskur maður í Miinchen
sem er njósnari fyrir bandamenn,
fjekk að vita hjá manni, sem áður
nafði verið í hernum, að vopnabrigð-
um hefði verið skotið undan við-af-
hendinguna og hvar þær hefðu verið
faldar. Belginn sagði lögregluliðinu
þetta óg tilgreindi sögumanninn.
Rjett á eftir fengu tveir menn hann
með sjer í bíl út fyrir borgina og
börðu hann þar til óbóta, reyndu að
sögn að myrða hann, en hann slapp
frá þeim. Og þessir tveir menn voru
í þjónustu lög-regluliðsins, leynilÖg-
reglumenn. Fleiri öæmi þessu lík
J'éttust kærendurnir geta fært fram,
og jafnvel að drepnir hefðu verið af
lögregiuliðinu menn, sem grunaðir
hefðu verið um, að hafa gefið full-
trúum bandamanna bendingar urn,
hvar vopnabirgðum væri leynt.
Það er sagt, að sultur og harð-
rjetti sverfi allmjög að i Þýskaíandi
og komi fram í vaxandi sjúkleika á
börnum. Einn af helstu læknum Ber-
línar hefur nýlega birt grein um það
í heilbrigðistímariti, að í samanburði
við síðasta ófriðarárið hafi hrygg-
súluveiki (rachitis) nú þrefaldast hjá
börnunum og liðaveiki tvöfaldast.
Orsökin til þessa segir hann, að sje
vöntun á næringu. Annar læknir bæt-
:r þvi við, að sjúkdómum hafi ekki
að eins fjölgað siðustu árin, heldut
sjeu þeir einnig verri viðureignar mú
en áður. Amerísk nefnd, sem rann-
sakað hefur ástandið í barnaskólum
Berlinar, hefur látið uppi, að fjórði
hluti allra barna þar fái ekki nægilegt
fæði. 200 þús. börn í skólum Berlinar
veslast nú upp af skorti, segja heil-
brigðisnefndir þær, sem þetta hafa
rannsakað. Tæringarveiki breiðist
mjög út meðal barnanna.
Frá Grikklandf.
Alexander Grikkjakonungur, næst-
elsti sonur Konstantíns konungs, and-
aðist, eins og áður er frá sagt, 26. okt.
Stjórnin gríska tilkynti þegar kon-
ungslátið og ljet jafnframt í ljósi
hrygð yfir því, að sá konungur væri
nú fallinn frá, sem hefði átt því láni
að fagna, að ríkið hefði mikið vaxið
á hans valdadögum. En þann boðskap
ljet stjórnin fylgja, að samkvæmt
stjórnarskránni ætti nú Páll prins að
taka við völdum eftir bróður sinn,
en þar sem hann væri fjarverandi,
yrði þingið kvatt saman, til þess að
velja stjórnanda. Venizelos sagði i
viðtali við frjettamann frá „Times",
að ef Páll príns neitaði, yrði þingið
að taka ákvörðun um málið. Sinskoð-
un væri, að hvorki gæti faðir tekið
við’af syni sinum, nje eldri bróðir af
yngri. En undir eins kom það fram,
að margir vildu kalla Konstantín
konung heim aftur, og fáhonumvöld-
in í hendur að nýju. Og það er sagt,
að sjálfur hafi hann aldrei mist trúna
á það, að hann ætti þetta eftir. Blað
eitt birti viðtal við hann í ágústlok
í sumar, og sagðist hann þar bíða
rólegur í Sviss þangað til hann vrði
kallaður heim aftur af þjóð'sinni.
Hann kvaðst aldrei hafa sagt af sjer
konungdómi, og kvaðst vita, að mik-
iil rneiri hluti grísku þjóðarinnar liti
svo á, sem hann væri enn konungur
hennar. Það mundi koma fram, ef
atkvæða yrði um það leitað.
Ýmsir stjórnmálmenn Grikkja voru
lýðveldiSmyndun hlyntir og nokkrir
af fylgismönhum Venizelos í. þinginu
höfðu fyrir dauða Alexanders kon-
ungs komið með uppásfungu um, að
grundvallarlagaþing yrði kvatt sam-
an, til þess að samþykkja stjórnar-
skrá fyrir nýtt lýðveldi. En Venizelos
mótmælti þessu o.g sagði, að eins og
nú stæði á, ætti „hið krýnda lýðveldi",'
sem nú væri í Grikklandi, best við.
Páll prins var í Befn í Sviss, þegar
bróðir hans dó, og sendiherra Grrkkja
var látinn tilkynna honum, að ætlast
væri til, að hann tæki við konung-
clómi, en gat þess jafnframt, að nauð-
synlegt væri, að faðir hans lýsti sig
þessu samþykkan og viðurkendi það
ástand í Grikklandi, sem skapast
liefði með stjórnarbyltingunni í Salo-
uiki. Páll prins svaraði þessu á þá
leið, að hann væri ósamþykkur þeirri
skoðun grisku st-jórnarinnar, sem
fram kæmi í tilboði hennar til sín
um að taka við konungdómi. Kon-
ungdómúrinn heyrði til föður sínum,
tn ekki sjer, og næst honum elsta
bróður sínum, Georg. Hvorugur
])eirra hefði afsalað sjer rjettinum til
hans, enda þótt þeir hefðu verið
neyddir til að leita úr landi. ,,Því
að eins get jeg tekið á móti konung-
dómi í Grikklandi," sagði prinsinn,
,,að þjóðin lýsi því yfir, að hún óski
ckki a.ð faðir minn taki við honum,
eða eldri bróðir minn." Bað hann um,
að þetta svar sitt væri opinberlega
birt grísku þjóðinni.
Áður hefur verð frá því sagt, að
kosningarnar í Grikklandi, 14. nóv.,
gengu Konstantin í vil, en móti Veni-
zclos, og líkur eru helst til þess nú,
að Konstantín taki aftur við völdum,
enda þótt það sje móti vilja.banda-
manna. Frakkland, England og Rúss-
land kröfðust þess n. júní 1917, að
Konstantín konungur afsalaði sjeir
konungdómi og benti á einhvern af
eríingjum sínum, er við skyldi taka.
Ef Jæssu yrði ekki hlýtt, átti að svifta
Grikkland sjálfsforræði. Zaimis var
]>á forsætisráðherra. Hann svaraði
kröfu bandamanna næsta dag á þá
ieið, að konungurinn hefði ákveðið að
fara úr landi og benti á Alexander
son sinn, til að taka við völdunum.
Þetta svar var þá tekið gilt af banda-
mönnum. En konungurinn hafði ekki
sa.gt af sjer. Frönsk og ensk blöð
vöktu þá þegar athygli á því, að
hjer vær-i illa um hnútana búið, og
oí því gætu síðar skapast vandræði.
En við þetta var samt látið sitja ]iá.
Og á þessu byggir Konstantin kon-
ungur nú og fylgismenn háns í Grikk-
landi. Fyrir kosningarnar 14. nóv.,
var ]iví haldið fram af þeim, að enda
þótt Venizelos ynni þar sigur, þá yrði
samt sem áður að fara fram ný at-
kvæðagreiðsla um. það, hvort Kon-
stantín konungur skyldi kvaddur
heim aftur eða ekki. En þessu mót-
mælti Venizelos eindregið þá.
Bandaríkjakosningarnar.
2. f. m. fór fram i Bándaríkjunum
ckki að eins forsetakosning, heldur
janframt þingkosning, kosning á öllu
íulltrúaþinginu (435 mönnum) og
])riðjungi senatsins (96 mörinum).
Þar að auki völdu flest ríkin sjer-
Jiing sin og landstjóra ]>ennan sama
dag. Forsetakosningin fer þannig
iram, að hvert ríki kýs vissa tölu
kjörmanna,. jafnmarga menn og það
á fulltrúa i sambandsþinginu. Kjör-
mennirnir hafa þó ekki rjett til að
fara með atkvæði sín eftir eigin geð-
þótta, heldur verða þeir að greiða at-
kvæði ]iví forsetaefninu, sem flokkur
Jieirra styður. Sá flokkur hefur því
sigrað, sem fengið hefur flesta kjör-
menn, og kjörmennirnir koma aldrei
saman, heldur tilkynna stjórnir hinna
cinstöku ríkja sambandsstjórninni i
Washington, hver úrslitin hafi orðið
í hverju rikinu um srg. Nú í ár hafa
konur í fyrsta sinn tekið þátt í for-
setakosningUnni, og er kosningarjett-
urinn bundinn við 21 árs aldur. Fyrir
kosningarnar var gert ráð fyrir 26
núlj. atkv. frá konum, og 29 milj.
írá körlum,
Warren G. Harding, sem nú er kos-
mn forseti eftir Wilson, er 55 ára
gamall, átti afmæli sjálfan kosninga-
daginn. Hann hefur átt sæti í senat-
iuu, er talinn tryggur maður og áreið-
anlegur, en,enginn skörungur. James
M. Cox, landstjóri, sem fjell fyrir
honum, er 41 árs. Auk þessara full-
trúa frá aöalflokkunum, voru þrír
rðrir í kjöri, sem allir þó vissu fyrir-
íram, að ekki gætu komið til greina,
einn frá jafnaðarmönnum, annar frá
landliúnaðarverkamönnum og þriðji
frá bannmönnum. Kosningabardaginn
var liarður, og er m. a. sögð af honurri
cin skrítin saga. Einn af mótstöðu-
n önnum Hardings hafði sagt, að
hann hefði negrablóð í æðum. Var
maðurinn tekinn fastur fyrir, en ]ió
látinn laus gegn ábyrgð. Faðir Har-
dings er á lífi, 77 ára gamall. Hann
mætti á götu rjett fyrir kosningarn-
ar marini, sem hann hugði vera upp-
hafsmann að negrablóðssögunni, en
maður sá var sambæjarmaður hans
og í dómaraembætti. Karl reiddi upp
göngustaf sinn frammi fyrir andliti
oómarans, æpti upp og sagði: Er það
satt, að þú breiöir það út, að jeg sje
af negraættum ? Dómarinn sór og sárt
við lagði, að hann ætti engan þátt
í því. — Vissj jeg sönnur á því, mæíti
karl, þá hefði jeg barið þig. En dóm-
arinn varð að koma með honum inn
í ráðhús bæjarins, og þar gaf hann
skriflega yfirlýsingu urn, að hann
hefði aldrei sakað Hardingsættina um
skyldleika við Negra. Önnur sagú
alvarlegri er sögð af kosningabar-
daganum suður á Flórídaskaga. Negri
einum var vísað frá kosningum, af
því að hann hafði ekki borgað skatt.
Út aT ]iessu varð uppþot, og í því
voru tvcir hvítir menn drepnir, og
nokkrir særðir. Múgurinn tók þá ti!
hefnda negrann, sem uppþotinu hafði
valdið, og hengdi hanri. En f'imrn
negrar aðrir, sem við rósturnar höfðu
verið riðnir, flýðu inn í hús eiitt.
Múgurinn bar eld að húsinu og brendi
þá alla inni.
Við kosningarnar hefur verið barist
um stjórnmálastefnu Wilsons forseta.
Cox var fylgismaður hans, og með
kosningu Hardings hefur Bandaríkja-
l'jóðin kveðið upp dóm yfir Wilson.
Það, sem fyrir liggur nú í utanríkis-
málum, er að taka afstöðu til þjóða-
bandalagsins, til Japans og Meríkó.
í verslunarmálum er sagt, að sigur
Hardings verði stuðningur verndar-
ícllastefnunni og skerpi verslunar-
stríðið milli Bandaríkjanna og Eng-
lands. Sjerstaklega muni það verða
sótt fast, að Bandaríkin leggi undir
sig verslunina við Suður-Ameríku. —
Detnokratablöðin sum kenna Wilson
beinlinis um ósigur flokksins, segja,
oð mótstöðuflokkurinn hafi alls ekk-
ert haft að flagga með annað en óvin-
sældir Wilsons. En þar hafa þeir líka
haft tromfásinn á hendinni. „New
Aork Herald", sem styður republik-
anska flokkinn, og var rnóti Wilson,
sagði m. a. um kosninga-úrslitin:
„Guli sje lof fyrir, að Wilsonsstefnan
er nú úr sögunni. Kosningarnar
merkja meira en það, sem felst í for-
setavalinu út af fýrir sig. Þær merkja
það, að þjóðin hefur fordæmt Wil-
sons sjálfglöðu heimsbyggingarhug-
rnyndir. í stjórnmálasögu Bandaríkj-
anna þekkjast engin svik verri en
þau, er Wilson fjekk þjóðina til að
trúa þvi, að hann mundi aldrei leiða
liana út í ófriðinn."
Bruninn
í Neðribæ í Flatey, 24. okt. 1920.
—o—
Atburður ]iessi varð með svo svip-
íegum hætti, að mjer þykir hlýða, að
skýra greinilega frá honum opinber-
lega, til þcss að koma i veg fyrir
rnissagnir. Er frásögn min miðuð við
það, sem kom í ljós við rjettarhald,
sem sýslumaður Þingeyarsýslu hjelt
í brunamálinu daginn eftir, 25. okt.
]:>ví sjálfur var jeg staddur á Húsa-
vík er þetta skeði, og helmingur allra
fullorðinna manna úr Flatey; varð
því færra bjargað úr gini eldsins, en
orðið hefði, ef allir Flateyingar hefðu
verið heima, og gengu þó konur sem
karlar ágætlega fram í því að bera
vatn, til þess að drepa eldinni, enda
bjargaðist vonum meira af töðunni
úr fjóshlöðu, seni var áföst við húsið.
í Neðribæ sváfu þessa nótt, sem
eldsins varð vart, 10 manns; kona
mín og 6 börn og 3 gamalmenni.
Sváfu 4 elstu börnin og gömul kona
iim áttrætt frammi á lofti í bimburhús-
rnu, sem brann, en hitt fólkið í bað-
stofu, sem var áföst við húsið, að
eins stutt göng á milli. Eldsins varð
fyrst vart þannig, að elsta dóttir mín’,
13 ára stúlka vaknar nálægt kl. 5 árd.
og finst hún finna reykjar- og eld-
lykt i herberginu. Hún vekur syst-
kini sín og gömlu konuna. F.r þá
gólfið orðið svo heitt, að þau þola
varla að gánga á þtfi. Hún opnar her-
bergishurðina, en þar er alt fult af
reyk, svo að ekki er viðlit að fara
cfan af loftinu ])á leið, Gluggi var á
lijörum í herberginu. Börnin opna
ltann cg stökkva hálfnakin út um
iiann og ofan á hlað. Voru það ])ó
íullar 4 álnir á hæð og hlaðið stein-
lagt. En vesalings( gamla kcuian
treysti sjer ekki til að stökkva á eftir
börnunum, og sneri aftur frá glugg-
anum til herbergis síns, nteð þeint um-
mælurii, að hún byggist við að brenna
inni. Enda fór svo, því þegar menn
kontu að, eftir örlitla stund, var loftið
svo brunnið og neðri hæð hússins, að
ekkert viðlit var að komast að her-
bergi hennar. Konan hjet Þorgerður
Bjarnadóttir og var föðursystir mín,
mesta trúleiks- og siðprýðis-mann-
eskja, hafði verið á heimili föður
míns og mínu í samfeld 48 ár.
Þegar börnin vóru komin út, vöktu
þau fólkið i baðstofunni og á næstu
bæjum. Komst fólkið úr baðstofunni
út, og líka náðust kýr, sem voru í
fjólsi undir palli baðstofunnar, með
])ví að leiða þær upp á pallinn og
rjúfa í sundur vegg. Er svo ekki að
orölengja það, að timburhúsið brann
með öllu sem í var, fjóshlaða, eldivið-
arkofi og eldhús brunnu líka, en bað-
stofan lijargaðist og það sem í hennl
var, lika tókst að kæfa eldinn i hlöð-
ttnni áður en alt heyrið brann, eins og
áður er sagt.
Jeg þykist ekki tala mikil æðru-
orð, þó jeg segi, að það sje töluvert
j.'ttrigbær raun, að koma að heimili
sínu öllu í rústum, húsaskjól, föt og
fæði mest alt brunnið, og vetur kom-
inn. óðar en varir. Og þó lá við, að
aðkoman yrði enn þá verri, því ekki
befði mátt muna neinu, að öll börnin
mín, sem frammi sváfu, brynnu inni,
eíns og afasystir ]ieirra, og ef þau
hefðu ekki vaknað á þessari stundu,
gat verið tvísýnt um fólkið í baðstof-
unni. Fæ jeg því aldrei fullþakkað
guði, sem sendi engil sinn til að vekja
elsku litlu stúlkuna mina á þessari
orlagaþrungnu stund.
Um upp-tök eldsins veit enginn neitt
með vissu. En jeg ímynda tnjer, að
hann hafi leynst í sóti i reykháfnum
og brotis't þaðan út, því fult dægur
var liðið frá því að hætt var að elda
í eldavjelinni í húsinu, og til þess er
eldurinn brautst út. Þurkar höfðu
gengið undanfarið, og sótið því ekkí
blotnað af j-egnvatni, en sláturtíð ný-
afstaðin, og ])ví eldað með meira
móti, og að lokum var sá höfuðgalli
á bygging hússins, að reykháfurinn
var úr leirrörum, en ekki steyptur,
Alit jeg, að menn ættu að forðast það,
að brúka þatt sem aðalreykháf á hús-
um.
Að síðustu vil jeg flytja öllum
þeim, sem á einn eður annan hátt hafa
bjálpað mjer með virinu eða gjöfum,
til að komast ýfir mestu örðugleika
þessa eignamissis, mínar hugheilustu
hjartans þakkir, og bið guð að lattna
þeim fyrir mig, eins og hann sjer
hverjum best hent.
Neðribæ, 12. nóv. 1920.
Jóhannes Bjarnason.
Landnám.
Svíir til MorgunblaÖsdns.
II.
Morgunblaðið heldur því fram, að
fiskiauðlegð við Grænland muni vera
hk og við íslarid á landnámstið, en
að eigi sje hyggilegt að nota þetta,
l’VÍ að ef ntikið verði fiskaðl þá rýrni
veiðin!!
Blaðið spyr: „Hver hefur sagt J.
D. um þá miklu landkosti í hjeruðum
Grænlands, er hann vill láta íslend-
inga byggja. Sjálfur hefttr hann ekki
reynt, nje nokkur annar, hvernig gef-
ast muni búskapur þar. Af fáum ár-
um er ekki' hægt að dæma um veður-
far og grasvöxt."
Ef þetta ertt eigi vísvitandi mis-
sagnir og blekkingar, þá veit Morg-
unbl. svo litið unt Grænland, að því.
hentar ekki aö tála um það. Veit
blaðið ekki, að Eystri-bygð, sem jeg
hef lagt til að yrði numiri, var bygð
af íslenskum bændum í ca. 500 ár.
Þeir höfðu þar stór bú, nautgripi svo
l.undruðum skif'i og sauðfje svo þús-
undum skifti á hinum stærri bæjum.
Sauðfjeð gekk úti í skóginttm og á
heiðarlandinu allan veturinn. Sann-
anir fyrir þesstt eru bæði bóklegar og
af rannsókn á rústum feðra vorra
þar. Aftur á móti voru til hús fyrir
nautpeninginn. Það var í sögur fært
um smjör- og ostagerð á Grænlandi
til forna og hversu gott þar.væri und-
ir bú. Viti Mot'gunbl. ]ietta eigi, og
að þessir bændur voru brendir inni
og skotnir varnarlausir af Skrælingj-
rm, ætti það að fyrirverða sig fyrir
iþ nefna landið á nafn.
Áratugum santan hafa danskar kýr
verið hafðar á gamla biskupssetrinu
Görðum i Einarsfirði. Danskur kaup-
maður kaus að setjast að inni í þess-
ari blómlegu sveit, eftir að hann var
kominn á eftirlaun, í stað þess að
fara heini til Dannterkur. Kýrnar
hans ganga úti vetur og sumar svo
þeim er að eins ætlað að fóðri 500
kg. af heyi hve.rri um veturinn (sbr.
pastor Vibæk, seni var sóknarprestur
þessa hjeraðs). Árið 1914 var ís-
lenskt fje flutt til Grænlands, og sett
á útskag'a, þar sem heitir Júlíönuvon
og talið var óbyggilegt í fornöld, eigi
hægt að heyja þar; fje þetta hefur