Lögrétta - 22.12.1920, Síða 1
Utgeíandí og ritstjóri:
l*ORST. GÍSLASOK.
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178-
Afgreiðslu- og innheimtnsu 1
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSOH.
Banlcastrœti 11.
Talsími 359.
Nr. 50.
Reykjavík 22. des. 1920.
XV. árg.
Gleðileg
jól!
Frá Danmörku.
(Frá sendiherra Dana).
Utanlandsför konungs.
Eins og um var getið í síðasta tbl.
liafa þau konungur'og drotning ver-
iiS á feröalagi til höfuöborga barida-
mannalandanna til þess aö þakkaíyrir
sameining Suöur-Jótlands við Dan-
mörku. Þau voru í Lundúnum 30.
nóv. og var tekiö þar mjög hjartan-
lega af bretska konungsfólkinu. 3. þ.
m. hjeldu konungshjónin þeim miö-
degisveitslu og voru þar ýmsir áhrifa-
menn, bæöi enskir og danskir. 4. þ.
m. hjelt daníka fjelagiö i Lundúnum
þeim samsæti í Hyde Parkhóteli og
voru þátttakendur um 400, þar á meö-
al dönsku ráöherrarnir Madsen-Myg-
ial ■ og Rothe, og Andersen etatsráö.
Formaöur fjelagsins, Gartner Larsen,
afhenti konungshjónunum skrautrit-
aö ávarp frá fjelagsmönnum, og voru
þau þar boðin velkomin. 1 ræöu, sem
formaöur hjelt, sagöi hann m. a., aö
Danir í Englandi heföu veriö mjög
áhýggjufullir unt forlög Danmerkur
meöan á ófriönum stóö og nú þökk-
uöu þeir konunginum fyrir, aö hann
heföi haldið henni utan viö stríöiö.
Drotningunni þakkaöi formaöurinn
fýrir starf hennar í þágu Rauða
krossins og fyrir þann áhuga, sem
hún haföi sýnt i því, að bæta viö-
tökur sjótnanna i erlendum höfrium.
Loks mintist formaöur á för konungs
yfir landamærin og fagnaðarviðtök-
urnar á Dybbölhæöum og var því tek-
ið meö mikilli gleöi. Hannendaði ræöu
sina meö þessum orlunt: ,,Guð blessi
konung vorn og drotningu og fööur-
land vort.“ — Konungur þakkaöi
hræröur og mintist þess, aö árið 1920
væri merkisár í sögu Danmerkur, og
bandamenti ættu þakkir skyldar af
Dönurn. Hann kvaö sjer þaö sjerstak-
lega ánægju, aö byrja þessa för með
heimsókn í Englandi, þvi aö viö þaö
heföu Danir jafnan haft rnikið saman
viö aö sælda og mætt þar skilningi.
Minti á, aö mikið væri komiö undir
framkonm danskra manna meöal er-
lendra þjóöa, því þar dæmdu nienn
land þeirra og þjóð eftir þeim, og
ekki hvað sist ætti þetta viö um þá
Dani, sern í Englandi dveldu. Hann
j.'akkaði trygö þeirra viö Danmörk
og baö menu hrópa húrra fyrir föö-
urlandinu. Næsta dag voru konungs-
hjónin við guðsþjónustu hjá Bro-
sírÖm presti ásamt Alexöndru drotn-
ingu og Maud drotningu. — 6. þ. m.
voru þau í miðdegisveislu hjá Cur-
7.on lávarði og aö henni lokinni fór
Kristján konungur ásamt Georg
Bretakonungi á dýrasýningu í kgl.
laridbúriáðarhöllinni. 7. þ. m. fóru
jtau konungur og drotning frá Lund-
únum áleiöis til Parísar og fylgdi
enska konungsfólkið þeimá járnbraut-
arstööina. Voru þau kvödd með níestu
virktum og var vel látið y fir heim-
sókninni. Að skilnaöi gaf konungur
2000 pund sterl. til sjóös blindra her-
manna og sjómanna.
Parísíarblöðin höföu búiö Frakka
undir konungsheimsóknina, og þegar
til Parísar kom, var þeim konungi
cg drotningu tekið með fagnaðaróp-
um af borgarlýðnum. Millerand for-
seti var fjarverandi og tók Leygues
forsætisráöherra móti þeim í hans
stað og bauð þau velkomin. Konung-
ur svaraði: „Þaö gleöur mig aö vera
nú kominn til Frakklands. Jeg vildi
sjálfur þakka Frakklandi fyrir það,
sem það hefur fyrir okkur gert.“ 9.
]). m. heimsóttu konungshjónin Mille-
rand forseta og hann aftur þau, 0g
um kvöldiö voru þau í veitslu hjá
honum í Palais Elysée. í ræðu sem
forsetinn hjelt, ljet hann í ljósi gleöi
yfir heimsókninni og sagði, aö húti,
bæri vitni um hina traustu vináttu,
sem ætti sjer stað rnilli Danmerkur
og Frakkands. Þessi viriátta væri
annað og meira en venjuleg vinátta
rnilli landa og þjóða, því hún ætti
rót í sameiginlegum framfara- og
frelsis-hugjsjónum. Fyrir hálfri öld
heföu báöar þjóðirnar orðið fyrir
samskonar óhamingju. 1864 hefði
Danmörk rnist Sljesvík, 1871 heföi
Frakkland mist Elsass-Lothringen.
Sami sigitrinn, sem nú hefði gefið
\ Frökkum aítur land sitt, yrði nú einn-
ig til þess, að bæta Dönum tjónið frá
1864, og þann órjett, sem Danmörk
heföi þá oröiö fyrir. Ekkert land hef-
ur meiri rjett til aö gleðjast yfir
þessu en Frakkland, sagöi forsetinn,
og þaö er mjer sönn ánægja, að láta
þetta í ljósi af heilu hjarta fyrir yö-
ar hátign, jafnframt og jeg lyfti glasi
mínu og óska Ðanmörk allra þrifa
og yöar hátignurti og hinu konung-
lega ættfólki yðar hamingju. Kon-
ungur svaraði: Herra forseti. Jeg er
mjög hrærður af þeim vingjarnlegu
orðum, sem þjer hafiö beint til mín
og drotningarinnar. Það er mjer sönn
ánægja, að flytja fram fyriryöurhlýj-
ustu þakkir frá Danmerkur hálfu til
Frakklands fyrir þann skilning, sem
fram hefur komiö frá Frökkum og
bandamönnum þeirra gegnvart okk-
ur, þar sem þeir komu þvi til leiöar,
aö landar okkar, sem frá okkur höföu
verið skildir, fengu aftur að samein-
ast Danmörku og ljetu þar tneö þær
óskir rætast, sem lifandi hafa verið
hjá öllum dönskum mönnum siðastl.
55 ár. Á ferö þeirri, sem jeg tókst á
hendur um Suður-Jótland rjett eftir
aö sameiningin hafði fariö fram,
hafði jeg j)á ánægju, aö vera sjálfur
vitni aö jvví, aö allir sneru hugan-
um meö þakklæti til þeirra ríkja,
sem stuölað hafa að uppfyllingu þess-
ara þjóðarvona. Jeg hef geytnt ljós-
ar minningar um j>ær hjartanlegu
viðtökur, sem viö drotningin feng-
itm í Pnrúi, ei vto neiinsottum þessa
borg áriö 1914, rjett fyrir byrjun
hinna ntjklu viðburða, sem svo þungt
hafa kotnið niöur á Frakklandi, en
samt hafa orðið ttil þess, aö þeijn
landshlutar sámeinast nú aftur móö-
urlandinu, sem ættð ltafa haldið trygð
við Frakkland. Jeg þakka yður, hr.
forseti, fyrir þær hjartanlegu viðtök-
ur, sem viö drotningin höfum nú aft-
ur átt hjer að mæta, og bið yður að
skoða þessa heimsókn okkar sem
vott um þær innilegu óskir, setn jeg
el í brjósti um það, aö þau bönd ein-
lægrar vináttu, sent frá gömlum tíin-
unt hafa tengt Frakkland og Dan-
mörku, megi framvegis treystast og
fcstast. Með þeirri tilfinningu drekk
eg minningarskál yðar, hr. forseti,
og óska jafnframt Frakklandi og
hinni frönsku þjóð allra heilla og vel-
gengni.“ Þegar konungshjóriin konnt
til vcitslunnar hrópaði mannfjöld-
inn gleöióp, og eins, er þau óku burt
frá henni. Síðan skoðaði konungur
orustuvellina hjá Verdun. Næsta dag
voru þau konungur og drotning í
veitslu hjá danska sendiherranutn,
Bernhoft kammerherra, og þar voru
bæði ríkísforsetinn og forsætisráð-
herrann ásamt frúm sínum. — Um
kvöldiö tóku þau á móti dönskum
mönnum búsettum i París.
13. j>. nt. komu þau til Rótn og var
tekiö þar á móti jteim af ítölsku kon-
ungshjónunum, ráðherrunum og for-
setum þingsins. Viðtökurnar voru
hinar hjartanlegstu og mannfjöldinn
hrópaði gleðióp, er ítalíukonungur
ók meö gesti sína heim til konungs-
tallarinnar, en ]>ar voru viötökurnar
neö hermenskusniði og hljóðfæra-
flokkurinn ljek danska þjóðsöngva.
Mannfjöldinn hrópaði í sífellu gleði-
óp og komu þá bæði dönsku og ít-
ölsku konungshjónin út á hallarsval-
irnar og heilsuöu. Síöar um daginn
kom Kristján konungur i Panþeon og
lagði sveiga á konungagrafirnar þar.
Um kvöldiö var veitsla hjá V. Emanúel
konungi og vortt þangað boönir,ásamt
dönsktt konungshjónunum, helstu
menn úr landsstjórn, her og flota.
ítalíukonungur hjelt þar ræðu, og
lýsti gleöi yfir hejmsókninni, er
tveysti vináttuböndin milli Danmerk-
ur og ftalíu. Hann sagði, aö þaö væri
nú ósk ítala, er þeir hefðu komist
sigri hrósandi út úr stríðinu, að eiga
vinsamleg viöskifti viö allar ]>jóö-
ir. Hann kvaðst þess vís, að
treysta mætti á mikilsverða aðstoð
Danmerkur viö hið óhjákvæmilega
endurreisnarstarf og lauk máli sínu
meö því, að hann kvaöst drekka skál
dönsku konuugshjónanna og óska
Danmörku allra heiila. Kristján kon-
ungur þakkaði með ræðu. Kvaö sjer
ánægju, að fá tækifæri til þess að
flytja ítölum munnlegar þakkir fyr-
ir þaö, sem þeir og bandamenn þeirra
hefðu gert fyrir Danmörku. ílit í
hina frægilegu sögu ítala síöastl. 60
ár hefur gefið mjer skilning á j>ví,
sagði hann, hve vel hjnir göfugu,
hraustu og þjóðlega sinnuöu ítalir,
hljóta að skilja þá gleði, sem fyllir
h.uga Dana út af,! sameining Suöur-
Jótlands viö móöurlandiö. Jeg þakka
yöar hátign þær hjartanlegu viötök-
ur, sem jeg og driojtningiri höfunt
fengið i þessu fagra, sólríka landi,
sem altaf hefur laðaö Noröurbúana
til sín úr hinu kalda loftslagi og á
eldgamla grundvallar-menningu, sein
við lítum til með hinni mestu lotn-
ingu, og nýtt þrek og nýja krafta,
sem við einnig dáumst að. Jeg nota
tækifærið til þess að minnast á þær
þakklætistilfinningar, sem danskir
vsindamenn og listamenn bera í
brjósti til ítalíu, því hingað hafa þeir
leitað og leita enn fjölmargir, og
njóta hjer gestrisni, sent gerir þeint
fært að fullkomna hjer nám sitt og
afla sjer djúpra og mikilsverðra á-
hrifa frá listasöínum og fornmenja-
um ]>essa lands. Það gleður mig aö
fá tækifæri til þess að lýsa þessum
tilfinningar einmitt nú, er ítalía eft-
ir mjög erfiða tíma, getur nú aftur
horft móti brosandi framtíð. Ö’skaði
svo, að vinsamleg viðskifti milli ítalíu
og Danmerkur mættu haldast og efl-
asr ug Kvaðst drekka hárníngjuskat
ítalska konungshússins og ítölsku
þjóöarinnar.
Næsta dag skoöuöu konungshjónin
grafhvelfingamar göntlu og óku til
San. Paolo. Síöan skoöuðu þau hina
alþjóÖlegu landbúnaðarstofnun. Um
kvöldið voru þau í veitslu við hirð-
ina. 15. þ. m. voru þau viö hersýn-
ingar. Síðan tóku þau á móti dönsk-
urn mönnum búsettum i Róm, þá
heimsóttu þau páfann og voru síð-
an með ítalíukonungi á Kapitólíum.
16. þ. m. skoðuðu þau Kolosseutn,
Forum Romanum, Palatinhæð, þjóö-
tnenjasafniö o. s. frv. og um kvöldið
voru þau í skilnaðarboöi hjá kon-
ungi.
í París gaf Kristján konungur 100
þús. franka i sjóö uppgjafa hermanna
og t ítaltu 100 þús. lírur í sama sjóö
þar í landi.
Suður-Jótland.
Khafnarfregn frá 18. þ. m. segir,
að Glúekstadt etatsráö hafi, daginn
áðrir, undirskrifað af háifu danska
ríkisins, samning viö bandamenn um
íjárgreiöslur Dana fyrir Suður-Jót-
land. Er það hinn mikilvægasti fjár-
málasamningur, sem Danir hafa
nokkru sinni gert, segir í fregtlskeyt-
inu, Og eiga þeir samkvæmt honum
að grjeiða bandamönnum 102 miljónir
cg greiðslan að fara frarn í New-
York.
Uti um heim.
SíÖustu frjettir.
Fregn frá 18. þ. nx. segir, aö jafn-
aðarmannaflokkurinn þýski ætli aö
hafa Ebert forseta í kjöri við ríkis-
forsetakosninguna,. sem t hönd fer,
en óvíst, að hinir flokkarnir bjóöi
nokkurn fram á móti honum.
Norska járnbrautarverkfallinu er
riú lokið, segir símfregn frá 17. þ. m.
og var búist við að reglulegar járn-
brautaferðir byrjuðu aftur á sutinud.
var. Höfðu 5423 greitt atkv. með aö
hætta verkfallinu, en 2820 á tnóti.
Nýkomin fregn segir, að her bol-
sjevíka sje kominn á landamæri Ar-
meníu.
Fundutn þjóöabandalagsins var lok-
ið 18. þ. m. — Ensltar verksmiöjur
ætla í febrúar aö hafa vörusýningu
mikla í því skyni, að íæra verö nið-
ur. — Það er sagt, aö 15 milj. Norö-
urálfumanna hafi sótt um irinflutn-
ingsleyfi i Bandaríkin. En þar hefur
fulltrúaþingaö samþykt lagafrv. gegn
ínnflutningi, sem ]>ó er búist viö, að
Senatið felli.
Rússland og Bandaríkin.
Það er sagt, að Leninstjórnin hafi
veitt auðmannáfjelagi í Bandaríkjun-
um sjerleyfi til afnota á 400 þús.
fermílna landi í olíuhjeruðunt Síberíu,
gegn því, að fjelagið útvegi Rússa-
stjórn 100 tnilj. dollara lán, sem verja
á til inftkaupa ýmislegra nauösynja.
Einkaleyfið er veitt til 60 ára. Utan-
ríkisráðherra Bandarikjanna hefur
vakið athygli á því, í sambandi við
þetta, að Bandaríkjastjórnin hafi ekki
enn viðurkent ráöstjórnina rússnesku,
svo að þess vegna geti verið varhuga-
vert, að semja við hana.
H. G. Wells í Rússlandi.
Llinn heimsfrægi, enski rithöfund-
ur, H. G. Wells fór í haust til Rúss-
lands, boöinn þangað af Kameneff,
sem áöur var fulltrúi bolsjevíkastjórn-
arinnar við samningaumleitanirnar í
Lundúnum. Wells hefur skrifað um
förina, segist hafa farið um ýms hjer-
uð landsins, og lætur yfir höfuð illa
;tf ástandinu. St. Pjetursborg er á
leiðinni til að leggjast t eyöi, segir
hann. Göturnar eru óhirtar og fólkið
hungrað. í byrjun stríðsins voru íbú-
ar þar 1,200,000. Nú eru þeir 700,000.
Þá var dánartalan þar 22 af þús., nú
81; fæðingartalan var áður 30 af þús.,
nú 15. Setn dæmi um verölagið þar,
segir hann, að eitt epli kosti nú 300
rúblur. Hann segir, að bændurnir i
Rússlandi muni vera ánægðir nteö rás
v«ðt>tn-ðn»r»aT því nú hafi þeir varpað
af sjer okinu og eigi sjálfir þá jörð,
sem þer rækti. Hann segir engin lík-
indi til þess, að þeir rísi upp gegn
bolsjevíkastjórninni.. Hitt sje annað
tnál, aö þeir hafi sumstaðar drepið
útsendara rauðu hersveitanna, sem
komið hafi til þess að taka af þeim
meö valdi matvæli handa hersveitum
stjórnarinnar, en það sje þetta, sem
i blöðutn Vesturlanda hafi nýlega ver-
ið nefnd bændauppreisn gegn bolsje-
vikastjórninni. Hann segir, aö allar
stjettir í landinu, aörar en bænda-
stjettin, lifi við hungursneyö. Iðnað-
urinri, sem áður var, sje nú aö engu
orðinn, og það, sent reynt hafi verið
nýtt í þá átt, hafi mishepnast. Ástand-
iö í Moskvu var líkt og i Pjetursborg,
segir hann. Menn skortir föt, eiga
ekki önnur en þau, sem þeir daglega
ganga t. Vísindamennirnir í Moskvu
voru flestir flibbalausir, með háls-
klúta. Meðöl vantar átakanlega og öll
tæki til handlækninga, svo aö.sjúkra-
húsin korna ekki að hálfu gagni. Wells
endar fyrstu grein sína með þessum
oröum: Þegar jeg fór frá Rússlandi,
var þar sólskin. En þegar jeg hugsa
til vetrarins, sent í hönd fer, fæ jeg
sting í hjartað.
Wells hrósar Maxim Gorki mikið,
segir að hann hafi leyst af hendi ó-
metanlegt verk fyrir bolsjevíkastjórn-
ina. Hann kotn reglu á skömtunina.
Sam,t segir Wells, að Gorki sje i
grundvallaratriðuntim ósamþykkur
bolsjevíkum. Wells 'segir frá höll
eínni í Pjetursborg, sem breytt hefur
verið í samkomustað fyrir vísinda-
tnenn, og fá þeir þar útbýtt fæöi og
fötum samkvæmt gildandi reglum um
skömtun á þessu. Hann hitti þarna
ýmsa heimskunna menn, sem spuröu
um margt, því bækur frá öðrum þjóö-
um höfðu þeir ekki getað náð í svo
árum skifti. Þá vantaði verkfæri í til-
raunastofurnar og pappír til aö skrifa
á Um einn þessara manna, Mannchin,
segir Wells, aö sagt sje aö hann hafi
fundið upp meöal við tæringu. Hand-
rit hans um þetta efni segist Wells
liafa flutt meö sjer til Englands, og
veröi það nú þýtt þar og gefið út.
Rússnesku vísindamennirnir báöu
Wells ekki um matarsendingar, held-
ur bókasendingar, og hann kveðst nú
hafa komið því til Ieiðar, að þegar
sje farið að senda þeim þau ný vís-
indarit, sem þá langaði mest til að
ná í.
Ifolsons
Encyclapæilia ol ngricnitnre.
Jeg hjelt því fram í Lögrjettu fyrir
nokkrum árum, að við íslendingar
heföurn meira að læra af Breturn en
Dönutn í landbúnaðarmálum. Þessi
skoðun mín hefur ekkert breytst síð-
an, og ekki hygg jeg heldur, að hún
sje eingöngu mín skoðun. Jeg hef
t. d. ekki betur getað fundið, en að
sá maður, sem færastur ætti að vera
uð dæma urn þetta, Lúðvík búnaðar-
fjelagsráðanautur Jónsson, lærður
maður í búnaðarvísindum, sem lengi
ltefur stundað nám bæði í Danmörku
og Bretlandi, sje þar á sama máli.
Þetta þarf, þótt rjett kunni að vera,
ckki að stafa af því, að Bretar standi
Dönum framar í búfræði. Það get-
ur sennilega veriö álitamál, hvorir
sjeu þar öðrum fremri, þegar á alt
er litiö. Sannleikurinn líklega sá, að
þótt Danir lærðu af Bretum, hafa
þeir farið fram úr þeim í sumutn
greinum en í öörum aftur á móti
ekki náð þeim. Aö við höfum meira
að sækja til Breta í þessum efnum
stafar af því, aö hjá þeim, sjerstak-
lega á Skotíandi, eru staðhættir lík-
ari því sem hjer er.
Það væri því að óskum, ef íslensk
bændaefni færu að leita meira til Eng-
lands og Skotlands en ennþá hefur
tíðkast, enda munu þeir, sem þegar
hafa fariö þangað, þótst hafa varið
námstímanum vel. T. d. átti jeg í
haust tal við ungan mann og ó-
venjuefnilegati, Þorstein son Krist-
leifs á Stóra-Kroppi, sem þá var að
koma frá Skotlandi eftir eins árs
dvöl þar, og jeg er ekki í neinum efa
utn þaö, að hann hafði aflað sjer
þar mikils fróðleiks, sem vonandi
kemur bæði honutn og öðrum að
gagni hjer. Annarstaðar aö, veit jeg
að maður sá; er hann lengst af dvaldi
hjá, haföi hinar rnestu mætur á hon-
um og vill gjarna talca fleiri íslend-
inga, sjálfsagt í því trausti, aö þeir
mundu reynast honum líkir. Því mið-
ur er hætt viö, að honum gæti brugð-
ist það traust, en gott er það, þegar
menn, sem utan fara, vinna sjer þá
hylli, að landar þeirra njóti þeirra,
ekki sist þegar það er hjá mönnum
er svo kunna að rneta manngildi að
verðleikum, sem Skotar kunna.
En ef þaö er gagnlegt fyrir íslensk
bændaefni að fara til Bretlands, til
búnaðarnáms, þá er sennilegt, að þeir
islenskir bændur, sem fleyta sjer í
enskri tungu, geti lika haft gagn af
því, að lesa ensk búnaöarrit. Þess
vegna hefir mjer komið til hugar, að
benda á ofannefnt alfræöirit um land-
búnað og jarörækt. Það íjallar unt
flest hugsanleg búnaðarmáí, og eftir
núverandi bókaveröi er veröið á þvt
næstum hlægilegt, — þrjú bindi í
vönduðu bandi, samtals um 1200 bls.
og mun kosta hjer hjá bóksölum tæp-
ar 8 kr. þrátt fyrir andstætt gengi
á enskri mynt. Með öörum orðum, öll
þrjú bindin kosta svipað og bandiö
mundi lcosta á eitt þeirra hjerna. Rit-
iö konx út fyrir sex árutn, og mun nú
vera nálega upp selt.
Sn. J.
Elías Stefánsson.
Dáinn er hjer í bænum morguninn
17. þ. m. Elías Stefánsson útgerðar-
maöur, eftir langa legu í krabbameini
innvortis. Hann var rúml. fertugur að
aldri, dugnaöarmaður mesti og fram-
kvæmdamaður, og græddi nxikið um
eitt skeið, en varð fyrir miklu tapi
síðustu tvö árin. Hann var ókvæntur
tnaöur og barnlaus. Jaröarförin fer
fram í dag.