Lögrétta - 23.03.1921, Side 1
Nr. 14.
Reykjavík 23. mars 1921.
XVI. árg.
L Ö G R) J E T TA
kemur út á hverjum miövikudegi og
auk þess aukablöö viö og viö. Verö
io kr. árg. á íslandi, erlendis 12 kr.
50 au. Gjalddagi 1. júlí.
Útgefandi og ritstjóri: Þorsteinn
Gíslason, Þingholtsstræti 17. Tal-
sími 178.
Afgreiðslu- og innheimtumaöur:
Þór. B. Þorláksson, Bankastræti 11.
Talsími 359.
Á nýársdag 1920 var haldinn safn-
aöarfundur í HjarSarholti í Dölum
tii þess aö ræöa um beiðni til Alþingis
um, a'ö Hjaröarholtssókn yröi sjer-
stakt prestakall áfram eins og veriö
hefur frá gamalli tiS. Á fundi þessum
talaöi undirritaöur og var að vísu
ekki ætlunin, aö ræöan kæmi á prenti,
en fyrir beiöni hjeöan sendi jeg „Lög-
rjettu“ hana og bið um aö ljá henni
góöfúsl. rúm. Að vísu á ræöan eink-
um viö um Hjarðarholtssókn og at-
riöi þau, sem máli skifta, hafa birtst
í þingtíðindunum, en bæöi er mál
þetta alment, snertir alla í aðalatrið-
um sínum og hins vegar eru þingtíö -
indin í fárra höndum.
Þá er um þaö er aö ræöa, hvort
vjer skulum biöja um sjerstakan
prest,,eins og veriö hefur, þá verðum
vjer að leggja fyrir oss tvær spurn-
ingar:
1. Er jiað vert, aö hafa presta og
kirkju yfirleitt, er það til gagns þjóð-
f jelaginu? í rauninni veltur alt á því,
hvemig menn vilja svara þessari,
íyrri spurningunni. Ef trúarlíf, safn.
aöarlif og presta^ er alt lítils nýtt. þá
er svo sem auðvitað, að oss má ekki
eingöngu vera sama um, hvort prest-
arnir em færri eöa fleiri, heldltr ættl
að kosta kapps um, aö hafa þá sem
fæsta. Hjer verður þetta atriöi ekki
rökrætt, það er ekki tími til þess, 0g
þaö er tilgangslaust, því aö í slíku
stefnumáli hlýtur hver fullorðinn
maöur að hafa sína ákveönu skoðun,
sem einn málfundur ekki breytir. Jeg
vil þó láta þaö um rnælt, að jeg er
þess fullviss, að kirkja og prestastjett
hafa hjer sem annarsstaöar gert ómet-
anlegt gagn. Trú og kirkja hafa haft
sín góöu áhrif á þá, sem nú eru
1 osknir, en þeir hafa áhrif á yngri
kynslóðina, þótt kirkjulifinu hnigni.
Mismunarins verður þvi ekki vart
snógglega og ef til vill ekki svo mjög
á vorum dögum, þvi að þar við bæt-
ist, að upplagið er gott í þjóð vorri.
En haldi hnignunin áfram, hvernig
verður þá sú kynslóð, sem kemur á
eftir þeirri, sem nn er yngst? Liklega
sannast þaö, að enginn veit, hvaö átt
hefur, fyr en mist hefur.
Jeg geri nú ráð fyrir, að menri svarí
Bjarmalönd.
(1920).
Um austurbrúnir aftangeislar dvina
og iögrænt döggvast lauf i birki runni.
í vestri dunar foss og fram aö unni
fljótsstraumur niöar hljótt viö fætur
mína.
í báru hverja bjarmi aftans kafar
og blikar ós, og fram meö kletta-
ströndum,
og fyrir lágum, sólarvana söndum
sædjúpiö þögult dularrúnum stafar.
í sjálfs sín Ijósbrot horfir andinn inst,
um ósa gæfu þrár og trega leitar
að geisla, sem á foldu fegurst skín.
Þá perlu manrivits fágar hugur hinst,
sem húmsins valdi á kjörum sálar
neitar
cg endurskín i þrá minn'guð ! til þin.
S. F.
þessari spurningu, um gagnsemi
kirkju og presta, játandi. Þá er næsta
spurningin:
2. Hvert er hlutverk prestanna?
Það, sem jeg ætlast til af sóknarpresti
mínum, er aðallega innifalið í 5 at-
riðum: í fyrsta lagi á hann að auka
og glæöa trúarlifið í söfnuðinum,
bæði í kirkju og utan kirkju. Þetta
er nú og verður fyrsta starf prest-
anna, aöalstarf þeirra, en jafnframt
líklega öröugasta starf þeirra. Þaö er
nú sem stendur svo örðugt og vanda-
samt, aö jeg tel óvist, að aðrir geti
leyst þaö af hendi i lagi, en þeir, sem
eru mjög vel gefnir. Og eftir því, sem
prestastarfiö er rækt nú orðið, víöar
en á einum stað, lítur helst út fyrir,
að sumir prestar telji starfiö ofurefli
cg örðugleikana ósigrandi, og leggi
því árar í bát, því að ekki vil jeg
gera ráð fyrir skilningsskorti á starf-
inu hjá prestunum sjálfum. Þó má
benda á atriði, sem sýna skilnings-
skort stöku prests á aðferðinni við
starfið, eins og t. d. það, er prestur,
sem kirkja er illa sótt hjá, notar ein-
hvern hinna fáu messudaga til þess
að hnýta óriotum í söfnuðinn fyrir
vanræksluna, af prjedikunarstólnum.
Prestarnir mega ekki búast viö því,
úr því sem komið er, aö fólkið verði
til þess að fyrra bragði að kyeikja
eldinn í trúarlífinu og safnarlífinu.
Nei, prestarnir verða að gera það
sjálfir. Ef fólkið vill ekki koma til
þeirra, þá verða þeir að koma til
fólksins. Þeir verða að koma sjálfir
hreinskilnir og sannfærðir og verða
rð leiða söfnuði sína áð lindum lif-
aridi vatns, sem guð hefur búið, en
ekki að meir og minna gruggugum
andlegum áveituskurðum, gerðum af
mönnum. — í öðru lagi á presturinn
að innræta æskulýðnum trú og sið-
gæði. Þetta atriði er mjög mikilsvert,
ekki síst riú, er svo lítur út, sem
fræðsla heimilanna fari minkandi,
bæði í þeim efnum og öðrum. Þetta
starf er líka mikilsvert einmitt fyrir
prestana sjálfa, því að „smekkurinn
sá, sem kemst í ker, keiminn lengi
eftir ber.“ Ef prestur vill vinna hugi
safnaðarins, má hann ekki slá slöku
við æskunni. En þessi liður starfsem-
innar tekur töluverðan tíma. Þetta
starf er heilög skylda prestsins og
engin lög, engar fræðslusamþyktir
nje kenshifyrirkomulag geta losað
liann undan skyldu haris og ábyrgð
gagnvart æskulýðnum.
í þriðja lagi á hann að framkvæma
lögboðin prestsverk, fyrir utan messu-
gjörðir. Þetta atriði þarf ekki frekari
umræðu.
í fjórða lagi á presturinn að vera
hollur ráðgjafi sóknarbarna sinna,
eldri sem yngri, er þau geti leitað
ráða hjá og sótt traust til i ýmsum
andlegum örðugleikum sínum. Þessa
starfs gætir ef til vill ekki eins mikið
i hinu rólega og fábreytta sveitalifi
eins og í borgarlífinu, og þess gætir
því minna, sem deyfðjn er meiri.
í fimta lagi á presturinn að vera
frömuður hollrar aridlegrar menning-
ar yfirleitt í prestakalli sínu, og and-
legra framfara. Hann á að efla and-
legt lif í söfriuðinum og hafa ment-
andi, göfgandi og bætandi áhrif al-
staðar, þar sem hann nær til.
Þessi tel jeg hlutverk presta, og
starfið er ekkert smáræði. Það kemur
oft i ljós skilningsskortur á starfi og
þýðingu prestanna. Ýmsir hafa orð á
því, að fækka megi prestunum enn
meir en nú er gert. Ef þessir menn
segja þetta af því, að þeim sje sama
um trúmálin, en vilji að eins hafa
presta til þess að framkvæma auka-
verkin, þá ættu þeir að vilja afnema
prestastjetítiria núverandi með öllu,
til þess að vera sjálfum sjer sam-
kvæmir, og hafa í staðinn lítt lærða
menn, er vígjast skyldu til þess starfa.
Það þarf ekki margra ára lærdóm til
þess. Sturidum er það viðkvæðið, að
það þýði ekki að hafa fleiri presta,
^/af því að trúarlifið sje í deyfð. En að
segja, að ekki þýði að fá prest, af
þvi að trúarlífið sje í kaldakoli, væri
likt þvi að segja, að ekki þýddi að
iá lækni í hjerað, af því að allir væru
að veslast þar upp úr alls konar lik-
amlegri óáran.
Eftir þessar almennu hugleiðingar
komuin við að spurningunni: Eru lík-
ur til, að einn prestur í Suðurdala-
þingum. eins og þau eiga að verða,
með Hjarðarholti, geti fullnægt
prestakallinu öllu, svo að í góðu lagi
verði?
Prestakallið alt, Suðurdalir og
ÞTjarðarholt, verður 4 hreppar, eða
mjög nálægt því hálf sýslan að yfir-
ferð. Fólksfjöldi í þessum hreppum
var 998 manns við nýár 1919, en 981
í hinum huta sýslunnar. Sá hlutinn
er 2 prestaköll, eða rjettara sagt nærri
því tvö. Ef svo er litið á þörfina á
presti, eða andlega ástandið, þá er
þórfin á góðum presti mikil hjer í
Hjarðarholtsprestakalli, eins og ‘von
er til, liggur mjer við að segja. Safn-
aðarlífið er í mestu deyfð, messu-
gjörðir hafa legið niðri svo mjög, að
undantekning hefur það verið, að
messað væri. Það getur ekki heitið,
að á öllu þessu svæði sje neinn menta-
maður, sem bæði hafi tíma og tæki-
færi til þess að miðla fræðslu. Andlegt
líf er dauft og lítill fjelagsskapur til
andlegra framfara. Og hvað er i
boði? Vjer eigum að fá fjórða hlut
af presti. Vjer eigum að fá 15 mess-
ur á ári, ef ekkert messufall verður,
en auðvitað er ekki sanngjarnt að
, gera ráð fyrir þeim fleiri en 10. Vjer
i cigum að fá fjórða hlut af prests-
| starfi, til þess að vekja trúar- og
i safnaðarlífið og halda því við og full-
■ nægja öllum hinum margbrotnu
j prestsstörfum og skyldum. Nei, oss
, er full þörf á óskiftum starfskröftum
j prestsins, og því biðjum vjer Alþingi
' um að fá að halda okkar sjerátaka
presti.
Eftirniáli. Aftan við jjcssí orð vil
jeg bæta nokkrum athugasemdum. f
fyrsta lagi skal þess getið, að ofan-
nefnd ummæli um presta og prests-
störf eru að erigu leyti hnjóður til
núverandi prests okkar, sem hefur
kynt sig vel.
Þvi má halda fram, að sá vegur
sje til ]>ess að fá sjerstakan prest, að
stofna fríkirkju. Þaj- sem ekki er við
því að búast, að vilji safnaðarins yrði
einróma í því máli, þá yrði afleið-
ingiri sú, að söfnuðurinn mynli klofna.
Frikirkja yrði líka dýr fyrir söfnuð,
sem ekki hefði neinar eignir við að
styðjast til prestlauna og kirkjubygg-
ingar. Hjarðarholtskirkja á nú hins
vegar tvær jarðir, en búið er að selja
jarðir undan kirkjunni, fyrir um 17
l>ús. krónur, og má víst ferfalda það
verð eftir núgildandi verðlagi.
Það má að lokum minnast á nokkr-
ar mótbárur.
Að sóknin sje of lítil, er vafasöm
mótbára. Samkvæmt manntalinu 1910
eru 14 prestaköll á landinu, auk
Grímseyjar, sem eru mannfærri. Að
óvíst sje, hvernig prestur sá yrði, sem
vjer fengjum, er engin ástæða á móti,
því að svo er um öll prestaköll. Enn
hefur heyrst sú mótbára, að prest-
setrið Hjarðarholt væri selt og kæmi
þetta mál eftir dúk og disk. En, eins
og kunnugt er, var sú stefna stjórnar-
innar fyrir áratug, að selja þjóðjarðir,
og væri því næsta ósanngjarnt að
amæla sýslunefnd, þótt hún samþykti
þessa sölu eða lá henni skoðanaskifti,
þvi að landsstjórniri hefur nú sjálf
skift um skoðun í jieim efnum.
Annars er jietta mál vort mjög mik-
ilvægt, því að jiað er stefnumál í and-
legum efnum. Það er viðtækt, j>vi að
alstaðar er þörf á góðri og mikilli
prestastarfsemi.
Vjer treystum þvi, að biskup sje
vom megin í þessu máli og veiti oss
stuðriing. Honurn hlý <r að vera það
hið mesta áhugamál, aö alþjóð hafi.
full not af staHi prestanna, að trúar-