Lögrétta


Lögrétta - 28.09.1921, Qupperneq 1

Lögrétta - 28.09.1921, Qupperneq 1
'Afgreiðslu- og iim- heimtramaður: Þór. B. Þorliksson, Bankastr. 11. Talsími 359. Vikublað með auk*- blöðum. Verð: 10 kr. árg., erlendis 12 kr. 50 aura. Gjalddagi 1. júlí Talsimi 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gtíslason, Þingholtastræti 17. ísafoldarprentsmiðja h.f. Nr. 44 Reykjavik 28. eeptember 1921. XVI- árg. Enska lánið. Þess var getið fyrir nokkru í Mbl. að sagt væri, að ritstjóri Tímans hefði tilbúnar 3 skammagreinar út af lántöku rikisins erlendis, eina til að nota, ef ekkert lán yrði tekið, aðra til að nota, ef lánið yrði tekið i Danmörku og hina þriðiu til að birta, ef lánið yrði tekið i Englandi. Og þennan orðróm verðnr ekki annað séð en að Tíminn staðfesti i næsta blaði sínu þó undarlegt megi virðast. Ná er séð hverja af grein- um þessum bann þurfti að nota, það er hin slðastnefnda og er hún birt i siðasta tölublaðinu 17. þ. m. og tekur yfir helming blaðsins. Grein þessi er þannig úr garði gerð, svo villandi, ýkt, röng og ofstækis- full, að það sýnist fuil þörf á að leiðrétta hana, því að almenningur stendur heldur illa að vígi til að dæma um þetta mál og engin von um, að réttlítur dómur verði um það feldur, ef blöðin breiða út rang- ar fregnir um það. Og sýnilega er það tilgangur Tímans með grein sinni, að reyna að sjá um, að al- menningur myndi sér skoðun um má!ið á röngum grundvelli, þótt hann ætti að vera búið að læra það, að sannleikurinn lætur sig ekki kúga og að frekjupólitík Tímans leiðir ekki til þess, sem hann ætlast til, “heldur beinlínis hins gagnstæða. Blaðið byrjar greinina með þvi að lýsa því yfir, að orðrómurinn, sem það flutti um lánskjörin fyrir nokkru sé alveg sannur, að því undanteknu, að ekki þurfi að greiða 103% fyrir hver 100% nema lánið sé borgað á skemri tíma en 30 ár- um. Þessi orðrómur sagði, eitir því sem blaðinu sagðist frá, að tekjur rikissjóðs væru veðsettar fyrir lán- inu. í greininni er þvi slegið föstu, að veðsetning sé engin. En samt er orðrómurinn um veðsetning sann- ur. Hvernig má þetta vera? Og Tíminn segir meira að segja, að ekki sé unt að veðsetja tekjurnar. Það var leiðinlegt, að hann skyldi ekki hafa uppgötvað þetta þegar hann var að birta þennan orðróm um daginn, til þess að hann gæti strax gefið honum rothögg. En út i það er óþarft að fara, það er nægi- legt að slá því föstu, að Timinn viðurkennir, að hér sé um enga veðsetningu að ræða. Tímannm þykir lánið of hátt, en þó er vitanlegt, að -altaf hefir verið talað um 10 milj. kr. lán og það óspart látið f Ijós á síðasta þingi, að minna mætti lánið ekki vera. Og þó mun Timinn aldrei hafa haft á móti upphæðinni fyr en nú. En hvi kemur hann með þetta eftir á? Hví segir hann þetta ekki fyr? Hví aðvarar hann ekki i tiraa nm þessa hættu, sem honum hlaut að vera kunnugt um, að væri yfirvof- andi? Sannleikurinn er, að margir munn telja lánið of lágt, en ekki of hátt. Það verður að athnga það, að þingið skipaði svo fyrir að taka lán til hlutakaupa í Islandsbanka, og ef af þeim verður, er sennilegt, að til þess þurfi um helming lánsins, eða að minsta kosti ekki varlegt að gera ráð fyrir vernlega lægri upp- hæð. Eftir þvi, sem sagt er, mun ríkissjóðnr sjálfur ekki taka nema litinn hluta af láninu, heldur verður það að mestu fengið bönkunnm til meðferðar. í þessu sambandi má leiða athygli að því, að Timinn segir, að »umsetningin« á fjárlögum Dana muni vera 100 sinnum meiri en i fjárlögum okkar og að þetta nýja lán svari þvi til 1 miljarðs kr. láns hjá Dönum. Hér er það ótvi- rætt gefið í skyn, að rikissjóður ætli að nota alt lánið, þvi að ann- ars kemur það ekki í heild sinni fjárlögunum við, þar sem gera verður ráð fyrir sem alveg gefnu, að bsnkarnir geti staðið alveg straum af sinum parti og iíkissjóður er því i rauninni aðeins í ábyrgð fyrir þeim hlutanum, þótt hann sé að forminu til iántakandi. Og verði hlutir keyptir í íslandsbanka á ágóðinn af þeim hlutum að geta greitt vexti og afborgun af andvirði hlutanna. Annars er það stórum ýkt hjá Tím- anum að umsetning dönsku fjárlag- anna sé 100 sinnnm hærri en okk- ar. Það verður að ganga út frá, að blaðið meini með »umsetning« hlut- fallið milli tekna og gjalda rikissjóðs beggja ríkjanna og er því rétt að upplýsa, að samkvæmt fjárlögum vorum fyrii árið 1922 eru tekjur áætlaðar um 7,3 milj. kr. og gjöld um 9,3 milj. kr., en samkvæmt fjár- lagafrumvarpi dönsku stjórnarinnar fyrir átið 1. april 1921 til ^i.mars 1922 eru tekjur danska ríkisins áætl- aðar tæpar 320 milj, kr. og gjöld um 374 milj. kr. Hér skakkar bvi meira en helmingi hjá blaðinu. Að sönnu skiftir þetta ekki miklu máli, en fyrst frá þessu er sagt á annað borð, sýnist viðkunnanlegra, að það sé nærri sanni. Þá talar blaðið nm borgunina til milliliðanna og álitur slikt eins dæmi. En svo er ekki. Þetta er mjög al- gengt. Sem dæmi má nefna, að Norðmenn tóku í fyrra mjög stórt lán hjá Englendingum með i2°/0 af- föllum en auk þess fóru 6°/0 i bostn- að og tii milliliða svo að lántakend- ur fengu ekki útborgað nema 82% en vér höfnm fengið 84°/,,. Þetta er orðinn svo rótgróinn siður i fjár- málaheiminum, að hjá þvi er naum- ast hægt að komast. Er óþarfi ai’ Tímanum að líkja þessu við húsa- brask, því að vel hefði hann mátt muna, að Samband samvinnufélag- anna mun fara svipað að þegar það er milliliður milli kaupfélaga og er- lendra heildsala, en þann millilið tel- ur Timinn kannske lika óþarfan? Næst talar Tíminn um það, að tolltekjnrnar eru sérstaklega settar sem trygging fyrir láninu og segir með þessu gengið inn á nýja braut, vér séum settir á bekk með Tyrkj- um og lánveitendur geti bannað oss að lækka tollana. Þetta er þvi rétt að athuga dálitið nánar. Eins og kunnugt er, hefir það áður komið fytir, að rikissjóður hefir sett veð eða sérstaka tryggingu fyrir lánum, og má í því efni nefna þau dæmi, sem hér segir: 1. Árið 1912 var tekið V* “ifi- kr. lán hjá Statsanstalten for Livs- forsikring gegn handveði i banka- ViXtabiéfum. 2. Arið 1913 var tekið t/a milj. kr. lán hjá Stóra norræna ritsíma- félaginu gegn tryggingu i símatekj- unum. Arið 1917 var tekið 2 milj. kr. lin i Handelsbanken i Kanpmanna- hðfn gegn veði i skipum rikissjóðs. 4. I fjáraukalögum fyiir irin 1920—1921 er heimílað að taka alt að 70000 kr. lán til rekstrar Helgu- staðanámunni gegn veði í henni. Það er þvf nokkað fjarii sanni, að með þessn hafi verið farið inn á nýja braut, og ef vér erum á bekk með Tyrkjum fyrir þessa sök, þi höfum vér fyrir Iöngu verið komnir á þann bekk. Það er beinlínis rangt, að lánveit- endur hafi nokkurn íhlutunarrétt um toIUlöggjöf vora, og er það næsta ófyrirleitið af blaðinu, að leyfa sér að skrökva þannig að öllum lesend- vjm sínum. Vér höfum að sjálfsögðu óskertan rétt til að br:yta tollalög- gjöf vorri eins og vér viljum, og lánveitendum eiu óheimil öll afskifti bæði af löggjöf vorri f tollamálum og í öðrum málum, Hið sama er um innheimtu tollanna. Ekki er óliklegt, að einhver brosi að þeirri kenningu Tímans, að ekki sé hægt að veðsetja peninga, sem ekki »eru til«. Út i það skal ekki farið, en ekki sýnist ritstjórinn vera fróður um viðskiftaiífið. Blaðið segir, að lánið sé 10 milj. kr., en eins og kunnugt er, er það 500000 sterlingsprmd og mun lánið verða tæplega 9 milj. kr. að frá- dregnnm aflöllutn og kostnaði, eftir þvf útliti, sem nú er nm gengi á sterlingspundum og eftir þvi, sem þegar er breytt í krónur. Það sem vér fáum fyrir þessi 500000 ster- lingspund verður þvi sem næst 9 milj. kr., og ef nú sterlingspundið lækkar niður i hið venjulega og eðlilega gengi sitt, ca. kr. 18,20, áður en vér borgum höfuðstólinn, þurfum vér að borga aftur um 9100000 kr. Nú veit að sönnu eng- inn um gengisbrej tinguna með vissu, en benda má á það, að til þess að sterlingspundið komi niður i hið venjulega verð sitt, þarf gengi þess ekki að lækka meira á næstu 2 ár- um en það hefir nú lækkað á fáum mánuðum. Likurnar til þess, að vér þurfum ekki að borga meira, en að framan er greint, eru því miklar. Og það er áreiðanlegt, að þessi af- föll eru mjög lítil,*eftir þvi sem nú tiðkast og hefir tiðkast. Til saman- burðar má geta þess, að rikissjóður vor varð árið 1919 að greiða 405000 kr. i afföll af 41/* mil. kr. láni, er tekið var hjá dönskum bönkum, ekki nema til 20 ára. Með sams- konar afföllum á þessu nýja láni hefðu þau orðið yfir 800000 kr, Það verður þ^í ekki annað sagt, en að afiöllin á þessu enska láni séu eins Htil og frekast er hægt að bú- ast við. Vér fáum undir 9 milj. kr. og þurfum senniiegast ekki að borga nema rúmar 9 milj. kr. Ummæli Tímans, um að frádrag- ist fyista árið 2300000 kr. eru þvi alveg út i loftið, og að draga vexti fyrsta árið frá sem tap er auðvitað hin einstakasta fjarstæða, fyrst og fremst af því, að þeir eru ekki greidd- ir fyiir fram og því næst af þvi, að vitaskuld hlntu vextir að greiðast frá lántökudegi, hvar sem og hve nær sem lánið var tekið. Og hvi vill Tíminn þá ekki draga frá nema 1 ?rs vexti? Hví dregur hann ekki 30 ára vexti frá? Með þvi móti gat hann sýnt fram á, að vér fengj- um ekkert af láDÍnu. Hví vill hann fylgja sérstakri reglu um vexti fyrsta ársins ? Ef vér kjósum að borga lánið alt eftir 10 ár, þurfum vér aftur á móti að borga afföll, sem nema hér um bil sömu upphæð fyrir þessar 9 milj. kr. og vér greiddum 1919 fyr- ir 4^ milj. kr., svo framarlega sem gengi “sterlingspunda er' þá orðið hið venjulega. Timinn mun ekki hafa reist sig eins hátt yfir afföllunum 1919 og hann gerir nú, þótt þau væru margfalt meiri þá, en þá var hann lika stjórnarblað að s/8 hlutum. Það veldur kannske nokkrn. Þá eru vextirnir. Þeir eru að sönnu háir, en þó ekki hærri en svo, að ýms riki hafa orðið að sæta hærri vöxtum. Og alþekt, öflug og auðug ensk fjélög hafa orðið að sæta sömu og jafnvel harðari kjörum hjá bönkum síns eigin lands. Það má sanna hve nær sem er. Eins er það vitanlegt, að ýmsir fjármálamenn, enskir og danskir, hafa látið það álit i ljósi, að kjörin væru eins góð yfiríeitt og frek. st væri hægt að vænta, sérstaklpga þar sem vér er- um alveg nýir gestir á enska lána- markaðinum og því alveg óþektir. Það er satt, að vaxtafúlgan er há, en þess verður að gæta, að lánið á ekki að nota sem eyðslufé, heldur sum- pait til að borga áfallnar skuldir, sem nú munu bera ekki lægri vexti, og sumpart til að styðja og hjálpa atvinnuvegum vorum, og sýnist ekki ástæða til að örvænta um, að þeir geti, með/því að fara hyggilega að ráði sinu, borgað bæði vexti og af- borganir af láninu. Það er ekki dýrara en bankalán eru nú yfirleitt. Það er næsta undarlegt, að Tím- inn skuli ekki bafa athugað það fyr en nú, að vexti þarf að borga a láninu. Hann vildi umfram alt taka lán i fyrra og þá voru vextir yfir- leitt hærri en nú. Það er þvi ekki vel skiljanleg sú skelfing sem grip- ur hann alt i einu nú, er hann reiknar vextina. Annað er og næsta undarlegt og það er, að hann virð- ist mest kenna Danmerkurför for- sætisráðherrans um úrslitin. Flestir mundu þó telja, að fjármálaráðherra verði að bera mesta ábyrgð á lán- tökunni. En forsætisráðherrann er nú sárasti þyrnirinn i augaTímans, og svo mjög súrnar honum í aug- um, að hann sér hreinustu oísjónir og alstaðar er forsætisráðherrann í þessum ofsjónum. Og það er víst, að þessar ofsjónamyndir hans eru mjög fjarri veruleikanum. Það vita alíir nema hann. X. Dofra-brautin Nýjasta járnbrautin í Noregi er á allra vörum vegna slysfarar þeirrar, er gerðist í sambandi við vígsluhá- tíðina. Þetta er að sumu leyti merk asta brautin í Notegi, þegar frá er skilin Bergen-brautin, og hún hefir otðið dýrasta brautin, sem Nort- menn hafa nokkurn tíma lagt. Með lögum frá 1908 gerði stór- tingið norska áætlun um járnbraut- atbyggingar á næstu 20 árum. Land- ið er hálent og strjálbygt, og fram að þeim tíma höfðu flestar járnbraut- ir legið með ströndum fram og flatuingarnir gengu í miklum króka- leiðum. Það vantaði aðalæð í járn- brautarkerfið, einkum í norðanverðu landinu. Til þess að bæta úr þessu var ákveðið að leggja járnbraut úr Guðbrandsdölum norður yfir Dofra- fjöll og til Þrándheims og aðra vest- nr Raumudal. Hin fyrnefnda járn- brant er nú fullgerð. Liggur hún frá Dombaas í Guðbrandsdölum þvert norður yfir fjöll og firnindi til Stör- en, en þangað var áður braut frá Þrándheimi, sem þó varð að endur- k>ygRÍa. Er nýja brautin milli Dom- baas og Stören 157,9 km. en vega- lengdin frá Stören til Þrándheims 51 km. Hæst er brautin milli stöð- vanna Hjerkinn og Kongsvold; er hún þar í 1022 metra hæð. Fjórtán nýjar stöðvar eru á þessari leið. Er útsýDÍ mjög fagurt víða á leiðinni og mun brautin eflaust vera notuð mjög mikið af erlendum ferðamöun- um. En auk þess tengir hún héruð- in í Þrándheimi við suðnrdalina og verða allar samgöngur að norðan við Kristjaniu framvegis um þessa braut. Byrjað var á lagninsju brautarinn- ar árið 1910 og 17. þ. m. var hún vígð. Þegar lagt var t þetta nórvirki var kostnaðurinn áætlaður 17 milj. en hann varð 61 miljón króna, þar af nýja brautin milli Dombaas og Stören 46 milj. og endurbygging brantarinnar milli Stören og Þránd- heims 15 miljónir. Til samanburð- ar má nefna, að Bergen-brantin (Berg- en-Hönefos) kostaði 62 milj. en hún er 402.7 km. á lengd. Hefir þessi nýja braut þvi orðið miklu dýrari hlutfallslega. í nóvembermánuði er gert ráð fyrir, að annar helmingur hinnar brautarinnar, sem nefnd var, Ranmu- dalsbrautin milli Dobaas og Aan- dalsnes, verði fnllgerður. Var byrjað á honum 1912 og sá hlutinn, sem nú er að verða fullgerður, Dombaas- Bjorli, er 57 km. á lengd. Var þessi spotti áætlaður cð kosta 15 milj. kr. en kostnaður hefir orðið 49 milj. Kaflinn frá Bjorli og niður að Aan- dalsnes i Raumudalsfirði er miklu erfiðari viðureignar og verður hann ekki fullgerður fyr en eftir 2—3 ár. Báðar þessar járnbrautir eru sér- lega vandaðar og þó þær liggi í fjalllendier hallinn ótrúlega lítill. A

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.