Lögrétta


Lögrétta - 28.09.1921, Side 4

Lögrétta - 28.09.1921, Side 4
LÖQBJHTTA ' « með innilegu þakklæti minnist eg í dag hinna hraustu félaga minna, sem aldrei urðu sigraðir á vígvellin- um. í hreinu þýsku trúlyndi unnu þeir þau afrek gegn heilum heimi af óvinum, sem sagan ekki þekkir nein dæmi til. Hetjudáð þeirra gleymist aldrei, þeir föllnu gera þjóðinni heiður með minningu sinni, en þeir eftirlifandi verða komandi kynslóð til fyrirmyndar. Guð gefi að ljómi hinna liðnu fremdartima geti orðið ieiðarstjarna í nálægri framtíð, sem ennþá er dimm. Guð varðveiti ættjörðina*. Má af þessari orðsending marka, að þrátt fyrir alt hefir Wilhelm keisari ekki breyst til muna. Fyrir tæpum mánuði var Erzber- ger drepinn. Var enginn í vafa um, að morðið væri af stjórnmálaistæð- um og lýðveldismenn sáu þar nýtt merki um undirróðurinn gegn lýð- veldinu. Erzberger var helsti maður Miðflokksins þýska, og enginn var i vafa um, að mundi verða máttar- stoð lýðveldisins framvegis, eins og hann á nndanförnum árum hafði íramkvæmt alt það, sem erfiðast var. Morðið varð til þess, að lýðveldis- sinnar héldu á ný samkomur um alt landið, og i Berlin einni tóku 250.000 manns þátt i samkomun- um. En sama dag hélt Ludendorfí fund með hermönnum. Þó eigi væru þar viðstaddir nema 15.000 menn, þá mega þetta samt tiðindi heita, og hefði þótt óhugsandi fyrir einu ári. A þessum fundi voru þýsku prinsarnir í fullum hermannaskrúða og gengu þeir fyrir fylkingar ásamt böruum krónprinsins og voru sýnd virðingarmerki á gamla þýska her- mannavisu. Varð þetta til þess, að sumir vildu láta visa allri ætt keis- arans úr landi, áður en hún gerði sig »seka i frekari landráðum*. Morðingjar Erzbergers hafa ekki íundist enn, og eru talin lítil líkindi til að þeir finnist nokkurn tima. En i leit sinni að morðingjunum hefir lögreglan komist fyrir mjög víðtækt samsæri gegn lýðveldinu, og höfðu samsærismenn ákveðið að myrða helstu menn í stjórninni. Scheide- mann, fyrsti kanslari lýðveldisins, fær hótunarbréf á hverjum einasta degi. I Bayern hefir afturhaldsmönnum skapast öflugast fylgi og hafa hlot- ist miklar deilur milli stjórnarinnar þar og alríkisstjórnarinnar í Berlín. Öflugur flokkur manna vill láta landið segja sig algerlega úr lögcm við þýska rikið, vegna þess að lýð- veldisstjórn sé ekki í samræmi við stefnu landsbúa. Stjórnin i Berlín hefir haft hin mestu óþægindi af þessari deilu, og gæti það orðið upphaf að algerðu hruni þýska rik- isins, ef einstök sambandsriki færu að segja sig úr þýska sambandinu. En Frakkar mundu taka því fegins hendi. A þeim erfiðleikatimum sem nú eru hjá þýsku þjóðinni, er ávalt hægt að vekja sundrung og hvetja til byltinga. Junkaraflokkurinn lofar þjóðinni öllu góðu, ef breytt verði um stjórnarskipun: þá muni fást endurskoðun á friðarsamningunum og skaðabótakröfunum verði létt af. En þau loforð eru gefin upp í erm- ina sína. Allir vita, að þegar banda- menn á sinum tima voru að tala urn frið, áður en stríðinu lauk end anlega, þá var það jafnan viðkvæð- ið, að aldrei skyldi saminn friður vtð Þýskaland, sem keisaradæmi, heldm yrði stjórnarfarið að gerbreyt- ast áður. Það nær þvi ekki nokk- nrri átt, að Þjóðverjar fengju bætta kosti sina við það að breyta um stjórnarfar. Hitt er öllu liklegra, að bandamenn færu í nýtt stríð, ef til þess kæmi að afturhaldsstjórn kæmi i Þýzkalandi á ný. Fjárhagur Þýskalands. Mörgum er það ráðgáta, hvernig Þjóðverjar hugsi sér að rísa undir skaðabótunum, sem þeir hafa geng- ist undir að greiða bandamönnum á næstu áratugum, jafnframt þvi að bæta alt það sem aflaga hefir farið innanlands. Framleiðslan er vitan- lega aðalatriðið ug Þjóðverjar hafa nægan markað fyrir alla sína fram- leiðslu og gnótt hráefna i landinu. En þrátt fyrir dugnað og landgæði hallast margir fjármálamenn að þeirri skoðun að rikið geti ekki staðis- álögurnar og að gjaldþrot Þýska- lands sé þegar fyrirsjáanlegt. Ráðuneyti Wirths vinnur nú ötul- lega að þvi að reyna aðkomaskipu- lagi á fjármál rikisins og gera yfirlit yfir fjárhaginn og rannsaka á hvern hátt megi vinna bng á örðugleik- unum. Störf stjórnarinnar er varða eitt atriði þessa máls, sem sé það á hvern hátt rikissjóði skuli aflað tckna, hafa nú borið sýnilegan ávöxt, þar sem eru skattafrumvörpin nýju. Koma þau óþyrmilega við pyngju almennings og hafa mjög verið not- uð til andróðurs gegn stjórninni, enda er hækkun skatta og tolla ávalt vel til þess fallin. Hér skulu taldar nokkrar tillögur fjármálastjórnarinnar þýsku: 1. Sykurtollurinn skal hækkaður úr 14 upp i 100 mörk fyrir hver 100 kg. 2. Rikiseinkasala lögleidd á brend- um drykkjum og tollurinn hækkað- ur úr 8 upp í 40 mörk pr. liter. 3. Lýsingargjald og tóbakstollur á að ferfaldast. 4. Drykkjarvatns-, gosdrykkja- og öltollur tvöfaldast. 5. Skattur á banönum, döðlum, jkaffi, the, kryddi, kakao og súkku- laði hækki um 8o%- 6. Kolatollur hækkar og á að nema 30% af andvirði kolanna. 7. Nýr veðreiðaskattur sé settur. 8. Skattur hækkaður á öllum bif- reiðum, þar með taldar flutninga- bifreiðar. 9. Nýr tryggingaskattur. Af fast- eignum skal gjalda is pf. af hverj- nm 1000 mörkum tryggingarupp- hæðarinnar og af lausafé 40 pf. Af liftryggingum skal goldið 4% af ið- gjaldinu. 10. Skattur af viðskiftaveltu dýr- ari gistihúsa og veitingahúsa skal tvöfaldaður. 11. Skattur á hluta-og samvinnu- félögum skal hækkaður þannig að hann nemi alt að 30% af 'skatt- skyldum tekjum félaganna. 12. Nýr skattur á peningaum- setningu, þar 'á meða alt að 7% skattur á hreifanlegu fé nýrra hluta- félaga. Kauphallarskatturinn sé hækk- aðui að mun og einnig á að reyna að láta þennan skatt ná til gjald- eyris- »spekuIationa«. 13. Nýr eignaskattur í stað »rik- isoffursins* sem nú tiðkast. 14. Eignaraukaskattur. Hann nær ekki til eigna innan við 100.000 mörk en 1% fyrir 125—200 mörk og smáhækkar siðan upp í 6%. 15. Sérstakur skattur á eignaauka, sem orðið hefir síðan í ófriðarlok. Beinu skattarnir virðast ekki vera ægilegir en óbeinu skattarnir, t. d. kolatollurinn hljóta að koma mjög tilfinnanlega niður. Nýjasta konungsrikid. í síðasta mánuði var Emir Feycal krýndur konungur í Irak. Konungs- setrið nýja er i Bagdad. Feycal var áður kjörinn konungur Sýrlands af landslýðnum þar, en af þvi að hann vildi ekki viðurkenna í neinu yfir- ráð Frakka yfir landinu, hófu þeir ófrið gegn honum og var Gouraud hershöfðingi fyrir liði þeirra. Hrakti hann Feycal úr landi. Nú hefir hann tekið konungdóm f Irak, fyrir til- hjálp Englendinga, og er eigi fyrir það takandi, að hann nái einnig Sýrlandi undir sig síðar. Emir Feycal er með merkustu mönnum þar um slóðir, Asiubúi og Evrópumaður til samans. Hann er Arabi en hefir mentast í Evrópu, gekk á hákóla i Konstantinópel og lifði að þvi loknu Bedúinalifi í nokk- ur ár. Þegar hann kom til Sýilands aftur var honum tekið með opnum örmum af þjóðinni og lét hann þá strax nppi þá fyrirætlun sína, að stofna sjálfstætt og voldugt Araba- riki í Vestur-Asíu. Var hann að leggja hyrningarsteininn að riki sínu þeg- ar Tyrkir sögðu Bandamönnum stríð á hendur, og hóf hann þá þegar uppreisn gegn Tyrkjum. Varð hon- um vel ágengt og kusu Sýrlending- ar hann til konungs yfir sig, bæði kristnir menn og Múhamedstrúar. Sýndi hann sig brátt afkastamikinn i friðsamlegum stötfum og var sí- vinnandi. í hinni stuttu stjórnartíð hans voru stofnaðir 34 nýjar skólar i landinu. Landið var friðað og fram farir hófust. Gekk svo um sinn að Feycal tókst að halda friði við Frakka, þó nóg gæfust tilefnin til ófriðar. Loks urðu Sýrlendingar leiðir á að biða eftir viðurkenningu fullveldis síns, og gremja þeirra i garð Frakka, sem jafnan héldu til streitu umráða- rétti sinum yfir landinu, magnaðist mjög. Þá bar það við að flokkur kristinna manna, sem hafði stuðn- ing af Frökkum, réðist á Araba- höfðingjann Faur, og fór hann til Feycal og beiddist hjálpar. En áður en Feycal hafði gefið nokkuð svar sendi franski hershöfðinginn Gou- raud Feycal úrslitaboð, og krafðist þess, að hann léti af hendi við sig höfuðborgina Damaskus, allar járn- brautir og að frönsk mynt yrði lög- leidd í landinu. Auðvitað gat Feycal ekki orðið við þessum kröfum og tók þá franski herinn landið, en Feycal flýði. Eins og nærri má geta er grunt á því góða milli hans og Frakka síðan. Deila Tyrkja og Grikkja i gerd. Frá París er símað, að Konstantín Grikkja konungur óski þess, að gerðardómur alþjóðasambandsins geri úl um deilur Tyrkja og Grikkja út af löndum i Litlu-Asíu. (Grikkir hafa farið mjög halloka siðustu vikurnar í viðureign sinni við Tyrki. Hafði lukkan fylgt þeim um tima og þeir höfðu náð Angora, höfuðborg Kemalista. En sú fram- sókn var meira af kappi en forsjá, því brátt kom það i Ijós, að þeir gátu ekki reist rönd við her Mustafa Kemjls austur þar. Urðu þeir að láta undan síga, mistu Angora aftur og biðu mikið manntjón. Virðast Grikkir nú vera orðnir vonlitlir um að sigra Tyrki, fyrst Grikkjakon- ungur, sem stýrir hernum i Litlu- Asiu, vill láta alþjóðasambandið gera út um deiluna, þvf áður hefir ekki verið við það komandi af Grikkja hálfu. að nokkuð annað en vopnin skæru úr). / ■ ]mik 5 . ' ■ ' -:h ■ n :>• ‘ 'íí ■ S' : ,-:■■■ |f: ... •••' .. . | V ■ ' rif# ' . , ;; , W „IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af tnðrg- um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendinga. í Englandi er „IXION“ braað aðalfæðan nm borð í fiski- skipum. Fæst i öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri kðku. Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION“ Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits ósætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. Bréf frá Ifaliu. Eftir Siqfús Blöndal. Það er glæsileg þrenning — en þó Cavour liklega hafi verið hyggnast- ur og áhrifamestur gegn öðrum rikj- um af þessum þrem miklu mönnum, þá er enginn vafi á því að Garibaldi hefir verið og er langkærastur þjóð- inni. En hvorugur þeirra hefði þó einn fyrir sig getað áorkað miklu ef þeir hefðu ekki haft konung með sér, hreinskilinn og djarfan föður- landsvin, sem beitti sér óspart þeg- ar þess þurfti með. Hann varð sam- einingarmerkið og það er í alla staði réttmætt að ítalir hafa nú i Róm reist honum svo dýrðlegan minnis- varða, að líklega hefir enginn kon- ungur nm viða veröld fengið slík- an. — En i hjarta hvers ítala — og eg vildi segja hvers manns sem kann að meta hreysti, föðurlandsást og ósérplægni á Garibaldi heiðurs- sæti. Eg læt hugann reika víða og reyni að fá heildaryfirlit yfir ýmislegt sem eg hef séð og heyrt hér siðustu vikurnar. Því eg hef átt þvi láni að fagna að kynnast ýmsum mentuð- um ítölum, sumum gestum á hotel- inu, öðrum búsettum hér í bænum, og við höfum átt tal um hitt og þetta viðvíkjandi nútíðarmenningu ítala og ástandinu á vorum dögum. Því ber sist að neita að sumt er öðruvíri hér en ætti að vera, og að ýms önnur lönd, og þá fyrst og fremst Norðurlönd, standa framar að sumu leyti. Þetta á einkum við á þeim sviðum sem lúta að starfsemi yfirvaldanna, landstjórn og lögreglu, póstmálum, járnbrautum, hreinlæti og heilbrigðiseftiriiti o. s. frv. — En þegar maður hugsar um, að eig- inlega eru aðeins rúm fimtiu ár slð- an italska konungsríkið komst á stofn, verður manni heldur hitt á, að dást að því, hvað mikið hefir verið gert á svo stuttum tíma. Italir eru elsta menningarþjóð Norðu'-álfunnar eins og kunnugt er, þegar Grikkir ern undaDskildir. Riki þeirra í fornöld, rómverska þjóðveld ið og kdsaradæmið, breiddi grisku menninguna út yfir mestalla Norð- urálfuna, alla Norður-Af riku <ag Fremri- Asíu, og breytti henni um leið tals- vert, rýrði hana að sömu leyti en jók hana mikið að öðru Ieyti. En er ríkið líður undir lok, fer að sumu leyti illa fyrir aðallandinu ítaliu. Innrásir hálfmentaðra útlendra þjóða, skorturinn á daglegri miðstjórn, leið- ir til þess að hvor borg og hvert hérað verður að reyna að hjálpa sér sjálft. Miklagarðskeisarinn rómverski, sem að lögum var og taldi sig vera drottinn, gat sjaldnast gert neitt til að verja landið. Nú eru svo viða á Ítalíu svo greinileg náttúrumörk. milli héraða, samgöngur erfiðar og þvi landshlutar og íbúar þeirra afar- ólikir. Svo hefir það verið frá því landið bygðist og er svo enn. Róm- verjar gátu smámsaman komið öll- um þessum þjóðum til að leggja niður írumtungur sínar (oskisku, etrúrisku, grisku, keltnesku og marg- ar aðrar tungur) og taka upp latín- una, sem upprunalega var aðeins mál fárra og fámennra þjóða í Mið- ítaliu, og þegar kristnin varð ríkis- trú Rómverja á siðari hluta ke'sara- tímabilsins varð hún líka til að bræð- þjóðina saman. Smámsaman breytt- ist svo, eins og kunugt er, latinan i ítölsku — með mörgnm mállýsk- um — og fornkristin trú í kaþólsku, og svo sigraði um 1300 flórentiska eða toskaDska mállýskan, sem þeir Dante, Petrarea og Boccaccio gera að ritmáli allrar þjóðarinnar, og Rómaborg en ekki Mikligarður verð- ur aðalhöfuðborg kristninnar í vest- urhluta álfunnar, og rómversk-ka- þólska kristnin þjóðkirkja ítala fyrst og fremst, og hún varð til að gefa ítölum alveg sérstaka stöðu gagn- vart öðrum þjóðum sömu trúar á miðöldunam. Allir þurftu þangað að fara og af þeim að læra. Þvi það var ekki lítið af fornri menningu sem Italia geymdi, og þá fyrst og fremst kirkjan. En eins var um borg- irnar. Þó enginn keisari ríkti leng- ur i Róm, riktu þar rómversk lög og réttur, — oft breyttur og bjag- aður — en Corpus Juris Justiirians keisara, hið mikla lagasafn frá lok- Um fornaldarinnar, varð grundvallar- undirstaðan fyrir v'sindalegri lögfræði fyrir löggjöf ítala áfram. og allr? og þjóðá sem af þeim lærðu.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.