Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 05.01.1922, Side 3

Lögrétta - 05.01.1922, Side 3
lögrjetta t f 'hafi flotastöð í KyTrahafinu. Og hún er komin. Svo mynda þessar þi jár þ.jóðir nokkurskonar sam- band sín á milli, tveir s'amlir keppinautar og sá þriðji tii að gæta þess að þeir fari ekki í hár saman., Airnars voru Japanar tortryggn- ir í byrjun ráðstefnunnar og þótti, sem þeir væru hatfðir út undan. Kato, aðmírállinn japanski, fann flotamálatiHögunum margt til for- áttu og þótti Japönum leyfður of lítill floti í hluttfalli við Breta. Svo kom samdrátturinn milli Breta óg Ameríkumanna frarn og þóttust þeir þá sjá, að þesisi tvö ríki væru að gera samband geg* sér; Ærðust þá japönsku blöðin og fliLitrúar Japana höfðu í hótunum og kváðu þann kost nauðugan að guli kynstofninn allur gerði banda lag með sér g«gn hvítum mönnum. Þessi hótun var ekki tekin alvar- lega, því sambúðin milli Kínverja og Japana hefir ekki verið með þeim hætti, að vinfengi geti orðið milli þjóðanna í bráð. Kínverjar hafa leitað hjálpar hvítu stór- veldanna gegn yfirgangi frænda sinna, Japana. Það kom líka brátt í ljós að Japanar lægðu seglin og gerðustj sáttfúsari en áður. Fyrst sömdu þeir einir saman Kato og Hugh.es, | og deiluatriðin urðu smátt og j smátt færri. Fór svo að, lokum að Japanar tóku flota.málatillögur.um nærri óbreyttum. Meðan á þessu makki stóð var það fullyrt, að leynisamningur milli Ameriki!- manna og Japana væri í fæðing- unni. Síðar var þetta borið r,il baka, en í stað þess telja men* nú víst, að ríkiil þrjú hafi gert eða séu að gera með sér samming, eins og fyr er frá sagt. Og upp á síðkastið virðist brv-. ernið líka vera orðið meira en áð- ur og Japanar samvinnuþýðari. Ríkin þrjú, sem flotamálatiliög- urnar varða mestu, hafa nú sam- þykt þær, og Kyrrahafsmálin og afstaðan til Kinverja talin um það bil samþykt. Afgreiðsla stórmál- anna gengur svo fljótt, að eigi virðist þurfa nema eina vikta til að útkljá margfált þýðingarmeiri mál í Washington, en þau sem ráðstefnurnar í Evrópu þurfa mánuði til að rífast um. -------0-----— Erl. simfregnir. Khöfn 1. jan. Járnbrautarverkfallið þýska. Símað er frá Berlín, að samn- ingunum milli stjómarinnar og jiirnbrautarstarfsmanna sé nú lok- ið með samkomulagi milli aðil- anna. Hafa járnbrautarferðir ver- ið teknar upp aftur í suðvestur- héruðum Þýskalands, þar sem síarfsmenn járnbrautíinna höfðu þegar lagt niður vinnu. (Deila þessi reis út af launa- hækkun, sem starfsmenn járn- brautanna fóru fram á um jólin. Vegna gengisfalLsins hefir dýrtíð enn aukist stórum í Þýskalajndi síðustu mánuðina og þar af leið- andi kröfðust, starflsmenn hins opinbera mikillar launahækkunar. Má telja víst, að þeir hafi fengiS kröfum ínum framgengt að ein- liverju leyti). Austurrikúmenn veðsetja dýr gripi ríkisins. Símað er frá Vínarborg, al fiinn bersyndugi. Skáldsaga eftir Jón Bjömsson. Hann spyrnti fæti í hurðina svo lokan hrökk inn í göng, og gekk siðan inn með Hildiríði í fangi sinu. Hún hreyfði sig ekki, þó hún hlyti að vita, að nú voru þau komin i bæinn. Þau mættu engum í göngunum. Þegar hann kom að húsdyrum hennar, spyrnti hann enn hurðinni opinni, gekk með hana rakleitfc að einu rúminu og lagði hana upp í og fór síðan steinþegjandi út. Arnfriður hafði stað- ið hnípin úti við gluggann og horft út, en nú rak hún upp fagnaðaróp og hljóp að rúminu. Skarphéðinn fór fram í bæjardyr og klæddi 8ig þar úr ytri fötunum. Meðan hann var að því, kom Þórunn fram. Hún hafði reik- að eirðarlaus um bæinn síðan hún sá á eftir honum út í bylinn. Þegar hún sá hann, rak hún upp lágt óp af fögnuði. Og nú urðu tilfinningarnar henni ofurefli. Hún hljóp með útbreiddan faðminn að Skarphéðni, kast aði sér um háls hans. Hún gleymdi allri varfærni, gleymdi öllu öðru en því, að þessi maður var kominn lifandi aftur. Skarphéð- inn fann, hvernig hún gaf sjálfri sér lausan tauminn. En inni í honum sjálfum streymdi fram hrein og tær fagnaðarlind. Þó fann hann að þetta hefði ekki átt að koma fyrir. ís- inn var brotinn. Þórunn slepti honum eftir fáein augnablik úr faðminum og brast í sáran grát. Hver geðshræringin annari sterkari og ólíkari tók hana á vald sitt. Hún réði ekki við neitt. Hún fann, að þetta augnablik hafði hún verið sæl í fyrsta skifti á æflnni — en hrasað. Svo hljóp hún frá Skarphéðni inn í fram- hýsið sama og hún hafði grátið í, þegar hún játaði fyrir sjálfri sér áhrif hans á líf sitt. En hann stóð eftir og fanst, að sólin hafa alt í einu ljómað og gert skínandi bjart um- hverfis sig og í sér. — — Um kvöldið, þegar hann var genginn til hvílu, fylti tvennskonar fögnuður sál hans, Hann hafði gert skyldu sína. Orð meistar- ans hljómuðu eins og dýrleg klukknahringing gegnum sál hans: Gerið þeim gott, sem yður hata. Nú væri Hildiríður, svæsnandi óvinur hans, sennilega kaldur nár, ef hann hefði ekki haft hugrekki og hepni til að bjarga henni. Ef þetta hefði verið vinur hans eða ættingi — hve miklu minna vert hefði það þá ekki veiið. Honum fanst stíga niður yfir sig guðsblessan og hann vera umvafinn samúð allrar veraldarinnar á þessu augnabliki. Alt lítíð tekur undir við sál mína og þakkar mér. í dag hef eg verið ofur. lítill guð. í dag hefi eg bjargað. Og svo hitt — þetta dásamlegasta. Þórunn hafði lagt sál sína og hjarta frara fyrir hann í augnabliks-unaði. Honum var enn unnað. Hann var enn guð í augum einnar konu. Hann var tignaður og tilbeðinn. Þroskað konuhjarta, auðugt af lífsreynslu, ríkt af óteljandi ljósbrigðum og harmskuggum lífsins, hafði lokið sér upp fyrir honum. Var það ekki undursamlegt! Var það ekki fylling hamingju hans? Hann sofnaði þetta kvöld með vængjaþyt fagnaðardisanna i sál sinni. XV. Ratur. Hildiríður var á fótum daginn eftir eins og ekkert hefði í skorist. Og þó hafði henni ekki orðið svefnsamt um nóttina. Hún gat ekki notið svefnsins fyrir hugraun, og hugs- aði sér að vísa þeirri raun á burt með því að vinna, vinna alt hvað af tæki. En það sem hafði haldið fyrir henni vök- um um nóttina, ásótti hana , jafnt og þétt meðan hún sýslaði við morgunverkin. Það var sama hvað margar ferðir hún fór milli búrs og eldhúss, hve mikið hún keptist við strokkinn, hún fekk engan frið. Víst hafði hún beðið ósigur. Skarphéðinn hafði hefnt sin með tilfinnanlegasta móti, með drengskaparverki. Líklegast hafði hon- um nú tekist að sannfæra alla um það, að hann stóð himinhátt yfir henni í manngöfgi. Það mundi svo sem ekki verða dregið úr þessu bjargráði hans af fylgifiskum hans. Það mátti lika fyr vera bölvuð dirfska af manninum að leggja út í þetta aftaka veður, og meiri hundahepnin af honum að rekast á hana. Það var eins og þeim manni yrði alt til láns og upphefðar. Það hefði einhver drepið sig í hans sporum. Hildiríður gleymdi því alveg, að ef hann hefði drepið sig, þá hefði hún nú ekki stað- að við strokkinn. En voru nú öll kurl komin til grafar um það, af hvaða hvötum hann hafði gert þetta? Var nokkuð líklegra en að hann hefði teflt svona djarft til að blíðka hana! Auðvitað var þessu göfugmensku-verki hans þannig varið. Það fekk enginn hana Hildiríði til að trúa því, að þetta væri af einskærri fórnfýsi og mannkærleika. Hann var auðvitað orðinn hræddur við óvináttu hennar, og tók nú þetta fangaráð til að gera hana sér þakkláta. Hann skorti ekki hygg- indin, manninn þann, þegar í óefni væri komið. Og svo hefði hann auðvitað séð það, að almenningur fengi nýja ástæðu til að lofa hann og dáðst að honum fyrir þetta hreystiverk. Hann hefði ætlað að slá þarna tvær flugur í einu höggi. Hildiríður strokkaði í ákafa. Þetta létti svo undarlega vel áhyggjur hennar. Það fór að draga úr sárustu beiskjunni við ósig- urinn. Þvi lengur sem hún hugsaði um þetta, þvi sannfærðari varð hún um, að þetta hefði verið sprottið af eigingjörnum hvötum hjá Skarphéðni. Það lá í augum uppi. Hann hefði ætlað að upphefja sjálfan sig. Þetta var þá allur mannkærleikur hans og göfgi. Og þó hann hefði aldrei gert þetta sér í hag, þá var skylda hans að reyna að bjarga lífi annara. Var þetta nokkur sérstök lofs- verð framkoma af honum. Höfðu ekki þrír aðrir farið að leita? Nei, það var svo sem óþarfi að falla fram og tilbiðja hann af tómri þakklátsemi. En honurn skyldi ekki verða af þessu bragði. Svo lengi sem hún hefði Arnfríði, sorgbitna og sárþjáða af söknuði, fyrir aug- unum, skyldi hann* vita hverju megin hún stæði við hann. Hildiriður hugsaði um þetta óaflátanlega allan daginn. Hún var fámál og sneiddi hjá öðrum Henni tókst að þagga allar raddir i sjálfri sér um það, að hún stæði í þakk- lætisskuld við kennarann. Henni varð alt tilefni til áfellis á hann. Alt blés að því sama. Hún var búin að gefa sig hefndar- ástríðu sinni svo skilyrðislaust á vald. En hún játaði fyrir sjálfri sér, að þetta tærði upp allar aðrar tilfinningar hennar og tíbgsanir. Hún fann, að hún varð skapstygg og hörð á svip. Hugsanirnar mótuðu tíana hið ytra. Henni var orðið örðugt samkomu- lag við heimilisfólk sitt. Og móðurástin, sem var frumorsökin til haturs hennar á Skarphéðni, var Jíka að fölna og verða grynnri. Og svo kom fleira til sögunnar, sem ýtti undir hana. þennan sama dag, sem hún hugsaði mest um hjálp Skarphéðins, hafði hún orðið mikils vísari. Hún stóð frammi við hlóðir sínar síðari hluta dagsins, þung- búin og harðneskjuleg á svip. Þórunni bar þar að. Hún var þreytuleg og tekin til augnanna. Hildiríður starði á hana hvössum augum, um leið og hún gekk fram hjá henni. Nei, það var áreiðanlegt, Þórunn var kona ekki einsömul. Það var svo sem auðséð á yfirbragðínu. Hún var ekki vön að vera svona grá og guggin hún Þórunn! Hildiríð- ur hugsaði um þetta fram og aftur. Og alt í einu var sem eldingu slægi niður í hugann. Var þarna ekki eitt vopnið á Skarphéðinn? Auðvitað átti harm krakkann! Það vissu bæði guð og menn, að kennarinn var kom- inn upp á milli þeirra lijóna. Það sagði hún öllum og það ætlaði hún að halda áfram að segja öllum. Var þá ekki eðlilegt, að einhver ávöxtur þess sæist? Þórunn var ekki öll þar sem hún var séð. Og kennar- ann vissu allir um. Hildiríður varð rjóð af ánægju yfir þessari uppgötvun. Þetta skyldi koma eins og þruma yfir sveitina. Mundi ekki dýrkunin á kenn- aranum þverra, þegar menn fengju að vita, að hann væri friðill húsfreyjunnar á Hvoli. Ætli íenni ekki tvær grímur á foreldrana áður en þeir trúa honum fyrir börnum sínum. Næstu daga átti Hildiríður annrikt. Henni varð tíðförult á næstu bæi. Og þar bar margt á góma. En Hildiríður fór varlega. Hún fullyrti ekkert um þetta, en lét menn renna grun í hvað á seiði væri. En vinkon- urnar þrútnuðu af áfergju og forvitni, vand- lætingasemi og fyrirbænum. Og svo þurftu þær að bregða sér bæjarleið og segja tíðind- in. Og seinast var heil hersing á ferli með nýjungarnar. Og þær bárust bæ frá bæ eins og pest — — En heiraa á Hvoli reikaði Skarphéðinn ölvaður af fögnuði, sem hann vildi þó ekki kannast við fyrir sjálfum sér. Og Þórunni fanst ,hún vera orðin ung í annað sinn, æskufyllingin og eldfimin vera komin aftur, hjartað berjast jafn órótt og blóðið ólga eins og á tvítugsaldrinum. stjórnin hafi neyðst til þess, til að útvega ríkinu fé, að veðsetja dýr- mætustu listaverk ríkisins, heims- fræg „g'obeliti“-teppi. Hafa Eng- iendingar tekið listaverk þessi að veði fyrir 3 miljón sterlings- punda láni. Teppin etru talin 260 miljón danskra króna virði. Viðreisn viðskiftamálanna. iímað er frá París, að fundur fjáxmálamauna, sem saman hefir komið til að ræða um endurreisn viSskiftanna milli þjóðanna, hafi isamþykt frumVarp, sem fram kom J frá Englendmguan um skipulag f.iáríiagsmálauna. Efni frumvarps- ius er það, að stofnað sé alþjóða- viðskiftafélag, sem geti komið á verslsn milli framleiðsluljmdanna og þeirra ríkja, sem hafa óhag- stætt gengi. Félag þetta verður einkafyrirtæki, en steudur undir eftirliti stjómanna í hlutaðeigandi ríkjum. Walther Rathenau hefir heitið þátttöku Þjóðverja og Krassin þátttöku Rússa og viðUr- kent skilyrðin fyrir þátttöku, sem eru þau, að eignarjettur einstak- lingisins sé viðurkendur. 8tofnfé félagsins er ein miljón sterlings- punda. Khöfn 2. jan. Bankahrun í ftalíu. Símað er frá Róm, að Diskonto- bankinn, sem er stærsta banka- 'fyrirtæki ítala, með 600 miljónum líra höfuðstól, hafi stöðvað greiðsl ur sínar. Hefir þetta valdið upp- námi hjá þeim, sem eiga spari- sjóðsfje í bankanum. Stjórniu hefir úrskurðað, að all- ir bankar landsins fresti að gefa út ársskýrslu sína, sem átti að koma iit um áramótin. Blöðin gera það sem þau geta til aðlægja öldutnar. ftalski diskontobankinn er stofti aður árið 1915 með sameiningu þriggja ítalskra stórbanka, og hef ir f jölda útihúa víðsvegar um alt ríkið. Elsti bankinn í samsteyp- unni var stofuaður árið 1873. Lýðveldi lýst yfir í Indlandi. Símað er frá Ahmedabad að al- indverska bandalagið og samband Múhamedstrúarmanna, undir for- ustu indverska sjálfstæðifnlltrúans Gandlii. hafi lýst yfir sjálfstæði Indlands og stofnað lýðveldið „Bandaríki Indl.mds1!. Sjálfstæðisbariátta Mohandas K. Gandhi er lítið kunn hjer á landi. Hann er tvímælalaust, mesti stjórinnálamaður Indverja og bygg ist harátta hans á öðrum grund- velli, en venjulegt er. Hugsjón hans var sú, að ná sjiálfstæði á fnllkomlega friðsamlegan hátt, án allra blóðsúthellinga. Er maðuriim hinu mesti siðbótarfrömuður og hreyfing hans er siðbætandi og trúarlegs eðlis eigi síður en póli- tísk. Skifta áhangendur hans mil- jónum. Uppþotin, sem urðu í Bom- bay í haust voru Gandhi mjög á móti skapi, því sannfæring hans er sú, að áhngamál hans og flokks- manna hans vinnist best án allra

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.