Lögrétta - 10.01.1922, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
íunum í Bíó:
„þrengslin verða þægileg
þegar ljósin deyja“.
Og ekki fer öllum ungu stúlkun-
um jafnvel að skreyta sig að hans
dómi, þvi
„slifsið ljósa á liuda-rein
líkist rós — í flagi“.
Og
„ekki getui' silkisjal
sóma-götin hulið“.
Annars er höf. illa við alt tild-
ur og hégómaskap. Og þó að upp-
skafningurinn fari í sparifötin sín
„er hans þá á alla grein
ejTmalagið sama“.
Enda telur hann engum holt að
koma til dyranna öðravísi enhann
er 'klæddur:
„Altaf verður logið lof
létt á metaskálum' ‘.
Og ekk er hetra að spilla friði
manna í milli með rógburði og
slefsögum, því
„sá sem hatri heldur við
hlúir að Satans veldi“.
Sannleik mun hún og hafa að
geyma 'þessi staka hans:
„Lýðsins spjöldum les eg á
letrin köld — en þó sem eld j
þegar vö'ldum þrjótar ná
iþá er öldin nauðum seld“.
Þá bregður hann upp góðri
mynd af gömlu réttaferðunum,
eins og þær veru endur fyrir
löngu:
„Yfir krár og klungrótt svið
kvika læt eg blakkinn;
flaskan náran fitlar við
fyrir aftan hnakkinn".
En nú eru röndóttu malpokarn-
ir horfnir úr sögunni og — ekk-
ert til þess að láta í nýju segl-
töskuna.
fiinn:bersynclugi
Skáldsaga eftir Jón Bjömsaon.
XVI.
Vorið.
Stórhríðarbylurinn, sem Hildiríður lenti í,
var síðasta illviður þessa vetrar. Konungur
vetur hafði teflt þar fram síðasta aflisínuog
stóð nú máttlaus eftir.
Breytingin var undur hægfara. Enginn
tók eftir henni. En dagarnir lengdust og
sólin varð máttugri. Og áður en nokkur
vissi af, var vorið komið.
Og því fylgdi frelsi. Enginn tími er jafn
örlátur á frelsinu og vorið. Hvar sem litið
var, var eitthvað að losna úr læðingi, kom-
ast úr híði. Lækir í hlíðunum, elvur undan
margra mánaða klakafargi, berir og blásnir
hólar undan fannarfeldinum — jafnvel lítil
strá voru að gægjast upp úr nýþiðnaðri
moldinni. Alstaðar voru mikil stakkaskifti
á ferðinni.
Þessi umbreyting fór heldur ekki fram
hjá mönnunum. Lífsgleði og bjartsýni þeirra
reis upp í þeim með vorinu. Þeir fundu
eitthvað losna í sér, eins og þar væri lika
niðandi lífslindir að spretta fram eftir langa
þögn og fjötra. Þeir urðu bjartari á svip,
léttari i spori. Og þeim tilfinningaríkustu
fanst, að þeir þurfa að bregða á sprett og
dansa á burt yfir hina ný-endurleystu, ang-
andi jörð.
Skarphéðinn var einn þeirra. Þegar hann
kom út einn morguninn, stóð hann lengi agn-
dofa af undrun. Um kvöldið hafði verið
leiðinlegt veður, stormur og rigning og dimt
í lofti. En allir höfðu fundið til þess, að
það voru einhver umbrot og yfirvofandi
bylting í náttúrunni. Og nú var sú bylting
hafin og um garð gengin. Um nóttina hafði
snjórinn fletst af jörðinni. Himininn var
hreinn — eins og hugur þess, sem hvelfdi
hann Sólin skein yfir austurfjöllunum, vold-
ug í miskunsemi sinni og örlæti við lífið.
Ofan úr hálofti, neðan frá sjó, úr fjallshlíðinni
fyrir ofan bæinn — alstaðar skalf loftið af
lofsöngskliði nýkominna farfugla, og kliður
lækjarseytlanna og fjarlægur fossniður fylti
sveitina einhverjum yndislegum töfragný.
Hér hafði gerst kraftaverk.
Skarphéðinn gekk aftur og fram um hlað-
ið og fanst upprisufögnuður jarðarinnar
streyma um sjálfan sig. Þetta var alt ann-
að en sunnlenska vorið, sem byrjaði oft svo
mikillátlega, en kom þó aldrei. Þar gerðust
ekki þessar snöggu breytingar, þar reis ekki
náttúran úr gröf á einni dýrðarnótt.
Meðan Skarphéðinn gekk þarna fram og
aftur, og beið eftir að börnin kæmu, kom
Þórunn út. Skarphéðinn gekk til hennar.
»Eftir þessa nótt sé eg, að eg kemst aldrei
af Norðurlandi. Það hefur nú fjötrað mig
til fulls«.
Hún brosti. »Er það vorið, sem hefur þessi
áhrif á þig?
»Vorið — og fleira*.
Þórunn varð niðurlút. Hvernig stóð á því,
að hún gat aldrei varðveitt festu sína i ná-
vist þessa manns? Því varð hún altaf eins
og ósjálfbjarga barn? Hana langaði til að
geta einu sinni ráðið og sýnt sig fasta fyrir.
»Nú vildi eg, að alt fólkið kæmi hér út
stundarkorn«, sagði Skarphéðinn aftur eftir
nokkura þögn, »og nyti þessa morguns.
Drottinn minn! Það má ekki sitja inni við
kamba og grautargerð í þessu veðri*.
Þórunn hló. Og þó var hláturinn ekki
frjáls. Það var eins og hún væri að reyna
að vera köld og róleg.
»Fólkið verður betra á þvL, hélt hann
áfram. »Mennirnir verða ekki eins góðir á
neinu eins og að njóta veðurbliðu og nátt-
úrufegurðar. Þó eg væri nú laminn á aðra
kinnina, skyldi eg bjóða hina fullur þakk-
lætis, svo er eg sáttfús og góður þetta augna-
blik».
»Má eg slá þig?« sagði Þórunn alt í einu
alvarleg,
Skarphéðinn bauð vangann.
Þórunn sló hann bylmingshögg.
Rétt í þessu kom Hildiríður út með þvotta-
bala og ætlaði að fara að hengja föt til þerris.
Hún 8á Þórunni slá kennarann rokna löðr-
ung. Hún sá ennfremur, að Skarphéðinn
bauð henni hina kinnina. Og enn sló Þór-
unn.
Hildiríður misti balann af undrun.
Hvaða helvískt uppátæki var þetta? Voru
þau nú orðin ærð út úr öllu saman? Hún
starði og starði, fann enga ráðningu áþessu.
Skarphéðinn hafði séð Hildiriði koma út
úr bænum og sagði lágt við Þórunni:
»Sláðu aftur! Hildiríður horfir á okkur.
Við hvert högg verður hún enn forviðari*.
Þórunn lyfti enn handleggnum. En þá
brast hana þor til að leika þetta lengur.
Hún gekk hratt inn í bæinn.
Skarphéðni varð litið á Hildiríði. Hún
stóð enn í sömu sporunum og glápti með
opinn munninn af undrun. Skilningsleysið
var svo augljóst i svip hennar, að hann
skelti upp yfir sig beint framan í hana. Þá
áttaði hún sig, greip balann og þrammaði
hnarreist suður hlaðið.
Skarphéðinn fór inn litlu síðar, því börnin
voru að koma. En þegar hann kom á móta
við ganginn inn í framhýsið, gekk Þórunn
alt í einu i veg fyrir hann, hljóp upp um
háls hans og kysti hann á kinnina, sem hún
var nýbúinn að berja á, eins og hún vildi
afmá höggin og allan sársauka, ef hann væri
nokkur. Og svo laut hún að eyranu á hon-
um og hvíslaði:
Jæja; þetta var nú aö eins dá-
litill smekkur af hendingum höf.
Annars má geta þess, að Jakob
Jóh. Smári hefir ritað formála
fyrir bókinni og endar 'hann með
þessum orðum: „Eg hygg ekki,
að þörf sé á að fylgja lausavísum
þessum lengra úr hlaði. Þær munu
rata rétta boðleið aö hug og vör-
um þjóðarinnar“.
Frágangur bókarinnar er hinn
prýðilegasti; verðið lágt og mun
hún þegar fást í öllum bókaversl-
unum.
Einar Sæm.
EpL simfpognir.
Khöfn 5. jan.
Stjómarbreyting í Rússlandi.
Símað er frá Berlin að í vænd-
um sje gagngerð breyting á ráðu-
neyti sovjetstjómamnar í Mos-
kva, og standi breytihig þessi í
nánu samlbandi við hina nýju
stefnu í viðskiftamálum. Virðist
sem Frakkar sjeu famir að bfeyta
stefnu þeirri, er þeir hafa haft
gaígnvart Rússum. Blaðið “Le
Temps” talar um sovjet-stjórain-i
sem einu stjórnina er nú gjti
haldið uppi stjómmálastefnu í
Rússlandi.
Kjrrjálar halda undan.
Símað er frá Stokkhólmi, að
ofurefli Bolsivikahers reki Kyr-
jálaherinn á flótta norður á bóg-
inn.
Khöfn 6. jan.
Viðreisn Rússlands.
Frjettastofa Rnsta tilkynnir, að
sovjetþingið hafi samþykt f jölmarg-
ar tilskipanir viðvíkjandi landbún-
aði og i'ðnaði og skipulag á fjár-
hags- og viðskiftamálum. Þingið er
meðmælt því að haldið sje áfram
stefnu þeirri er ráðandi hefir verið
undanfarið og vill einkum leggja á-
herslu á, að styðja landbúnaðinn.
Stjórninni er falið að halda vernd-
arhendi yfir smábýlum bændannU á
allan hátt, tryggja eignarrjettinn,
veita lán til jarðræktar, gefa íviln-
anir á afurðarskattinum og því um
líkt.
Stjórninni er ráðið til að afla er-
lends f jár með því að veita sjerleyfi
og fá lán til þess að kaupa fyrir
landbúnaðarverkfæri. Þingið viður-
kennir og fjárhagsstefnu stjórnar-
innar, en leggur um leið áherslu á,
að stjórnin verði jafnframt að reyna
að hafa hönd í bagga með markaðin-
um og peningauhiferðinni. Ríkisein-
okuninni verður haldið áfram, en
þó verður einstöku mönnum leyft
að flytja vörur inn og út, án þess
að þær gangi um stjórnarinnar hend
ur, að fengnum samningi um þetta
við ráðstjórnarnefndina.
Angora og Ukraine gera samninga.
'Símaö er frá Konstantínópel að
stjórnirnar í Ukraine og Angora
hafa gert með sjer samning um vin-
áttu milli landanna, og felst í hon-
um loforð um gagnkvæma hjálp í
hernaði.
Stórbruni í Englandi.
Frá London er símað, að stærsti
bruni, sem orðið hafi í Englandi í
mörg ár, liafi borið að höndum í
nótt í Hartlepool. Skaðinn er met-
inn á iy2 miljón sterlingspund.
frski sáttmálinn.
De Valera hefir samið nýt'. frum-
varp að írskum sáttmála og er það
í öllum aðalatriðum eins og frum-
varp Collins og hollustueiðnum er
slept. Forseti Dail Eireanns hefir
neitað að taka frumvarp þetta á
dagskrá. Þingfundunum hefir aft-
ur verið frestað.
Allir bresku stjórnmálaflokkarn-
ir eru nú farnir að búa sig undir
kosningahríðina. Hið áhrifamikla
írska blað „Freemans Journal“
ræðst ákaft á de Valera.
I rskir lýðveldishermenn hafa hand
tekið og farið burt með frjettaritara
„Times“ í Dublin.
Skuldabyrðirnar.
Símað er frá París, að erlendar
skuldir Þjóðverja sjeu 787 miljónir
dollara, en innanríkisskuldir 21.971
milj. En erlendar skuldir Frakka
nema 6.856 miljónum dollara og inn-
lendar 17.670 miljónum Skatta-
byrðin er í Frakklandi 45.62 doll-
arar en í Þýskalandi 13.88 dollarar.
Fjármálaráðstefnan í Cannes
hófst í dag. Hvorki Frakkar, Eng-
lendingar eða Þjóðverjar hafa mikla
trú á, að mikið leiði af henni.
Spanska veikin byrjuð aftur.
Spánska veikin hefir breiðst út í
Noregi, Berlín og Hamborg, nokkr-
um bæjum í Jótlandi og er ef til
vill að byrja í Kaupmannahöfn.
Hún er alstaðar væg.
Khöfn, 7. jan.
De Valera dregur sig í Jdje.
Dail Eireann hafði opinberan
fund kl. 3 í gær. Lýsti de Valera því
yfir í byrjun fundarins, að hann
mundi segja af sjer forsetastöðunni,
og færa þær ástæður fyrir, að síðan
írski sáttmálinn hefði verið undir-
skrifaður í London, væri svo mikill
skoðanamunur ríkjandi miUi þeirra,
sem færu með framkvæmdarvald ír-
lands.Reynt hefði verið í lengstu lög
að halda samkomulagi á yfirborðinu^
en nú væri mál til komið að hætta
þeim tilraunum. Kvaðst de Valera
ekki vilja takast á hendur framvegis
þá ábyrgð er hvíldi á forsetastöð-
unni, fyrst hann hefði ekki fult vald
til þess að verja rjettindi lýðveldis-
ins. Til þess væri nauðsynlegt að
hafa samhuga stjórn með sömu
skoðunum og hann hefði sjálfur.
De Valera kvaðst vera orðinn
leiður á stjórnmálum og sagðist vilja
draga sig iit úr opinberum athöfn-
um, nema því að eins að Dail Eire-
ann endurkysi hann. Collins lýsti
því yfir, að hann hefði boðið de
Valera að draga sig til baka, en því
tilboði liefði verið hafnað.
Þingið ákvað að hafa næsta fund
í gærkveldi og greiða atkvæði um
frumvarpið í dag.
Blaðið „Daily News“ segir að til-
tæki de Val'era, að segja af sjer hafi
komið ringulreiðinni í írska þinginu
í algleymingi. Frakoma lians veki
gremju.
Dagbók
6. janiiar.
Villandi nafn. Meinleg villa hefir
komist inn í síðasta (desember) hefti
af Versíunartíðindunum, bls. 122 í
grein með fyrirsögninni Snyrpinóta-
veiðar. Höfundur er þar að segja frá
nýju fiskveiðaáhaldi, sem haim kall-
ar Snyrpinót en er auðsjáanlega
veiðarfæri það, sem Danir kalla
„Snurrevaad“ og er að mestu óþekt
hjer á landi.
Þar sem líkindi eru til að gerðar
verði tilraunir hjer á landi innan
Htils tíma með veiðarfæri þetta, er
óheppilegt að það fái festu í málinu
undir röngu nafni og væri þarna
tækifæri fyrir einhvern af okkar
málhögu mönnum, að finna veiðar-
færinu gott nafn. Veiðarfæri með
nafninu „Snyrpinót“ (hringnót, herpi
nót) er alþekt hjer á landi, og er
mjög ólík umræddu veiðarfæri, sem
mjer hefir dottið í hug að kalla
mætti tognót eða dragnót, þangað
til annað betra nafn er fundið.
K. B.
Flóaáveitan. í greininni um hana
hjer í blaðinu 4. þ. m. er talað um
tvö tilboð um forstöðu verksins, fró
Jóni Þorlákssyni ogform. Búnaðarfél
En tilboð kom einnig frá Jóni Is-
leifssyni verkfræðingi, ivo að þar
var uni 3 að velja.
Svalau kom í f yi. ...ótt frá Eng-
landi. Er langur timi síðan húu
lagði af stað þaðan, og voru menn
farnir að undrast um hana vegna
il’viðra þeirra, sem gengið hafa und-
anfarið. En ekkert hafði hennihlekst
á að mun; segl höfðu rifnað og eitt-
hvað fleira gengið úr lagi. Skipið
kom með kol tih Landsverslunarinn-
ar, en hún var orðin kolalaus.
Togararnir. Tveir þeirra komu inn
af veiðum seint í gærkvöldi, Skalla-
grímur og Gylfi. Skallagrímur með
ágætan afla, 160 föt, og Gylfi með
90. Skallagrímur hafði fengið afla
sinn vestur á Barðagrunni og nærfelt
helming hans á 3 síðustu dögunum
sem hann var við vedðar.
Verslunarráðið hjelt fyrsta fund
sinn á þessu ári í fyrradag. For-
maour þess fyrir þetta ái var kos-
inn Garðar Gíalason stórkaupmaður,
í stað Ólafs Johnson, sem beiddist
undan endurkosningu, varaformaður
Carl Proppé og kjörstjóri Jón Brynj-
ólfssón.
Mannskaðar. í fyrradag tóku menn
eftir brotnum báti á hvolfi við tog-
ara Hauksfjelagsins, sem liggja við
hafnargarðinn. Hafa tveir menn hald-
ið vörð í toguium þeesum og höfðu
þeir farið í land á gamlársdag til
þess að sækja sjer mat fyrir hátíð-
ina, og varð þeirra vart hjor í bæn-
um kl. um fjögur þann uag. Þegar
komið var í togarana í fyrradag
fanst hvorugur varðmaðurinn, en
hundur var í öðru ekipínu, mjög
hungraður. Ráða menn af þessu að
varðmennirnir hafi farist, er þeir
fóru út í skipin á gamalárskveld, og