Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 28.01.1922, Síða 3

Lögrétta - 28.01.1922, Síða 3
LÖGRJETTA 9 mikiS glaucom-einkenni, en þaö er lireinasta undantekning að sjúkling- arnir verði hennar varir sjálfir, fyr en sjónin er farin að deprast aðmikl- um mun. Þó kemur það fyrir, að menn með byrjandi Glaueom, en sem ennþá sjá fullum fetum frá sjer, hætta aS sjá almennilega nærri sjer fyrir tímann, uema meS gleraugum, eða sjeu þeir (eins og langalgengast er), komnir á „gleraugnaaldur“ *) ; þá að eins uieS sterkari gleraugum en menn á þeirra aldri eiga aS þurfa. Sje viS- komandi ekki fjarsýnn, er nokkuð upp úr þessu leggjandi. Verkir eru sjaldgæfir. Hitt er til- tölulega algengt að sjúklingamir liafi öSruhvoru óljós óþægindi í aug- unum, sem þeir geti ekki einusinni sjálfir lýst, eða muna ekki eftir, nema farið sje aS grenslast nánar eftir því. Á augum með Glaueom er venju- legast lítiS-að sjá og finna aS utan. Ekki svo sjaldan eru ljósopin (pupillurnar) misvíS, og þá víSari á Veika auganu ;og samdrátturvíSara Ijósopsins stirSari, þegar ljós fellur á augun. Stöku 'sinnum ber á ógreinilegum bláleitum roða kringum sjáaldur veika augans, ýmist öðruhvoru eSa að jafnaSi. Þó finst og stundum, ef þrýst er a auguu (utan yfir efra augnalok) að þau eru mishörð, viðkomu (veika augaS harSara). Þessi 3 einkenni finnast sjaldan í byrjun veikinnar af sjúklingunum s.lálfum, en venjulega eitt eSa fleiri þeirra þegar lengur líSur fram, og ekki hvaS síst eftii- að augaS er orðiS blint. — I stuttu máli: Sjóndepra er eina áreiðanlega einkenniS, sem fyr eða síðar kemur í ljós. — En auðvitaS er ekki þar meS sagt, aS alt eldra fólk, sem fer aS tapa sjón, hafi ölaucom. Onngur og háttalag veikinnar. — Sje auga sýkt af Glauoomi, og ekk- ert aSgert, verður augaS á lengri eða skemri tíma steinblint, og er sú blinda meS öllu ólæknandi. Ýmist fer sjóndepran þegjandi og hljóðalaust vaxandi, sjúklingarnir bafa enga verki, og á augunum er ekkert aS sjá að utan, eSa þá að sjónin er verri meS köflum, en betri 6Þess í milli. Þá kemur þaS stöku sinnum fyrir — sjerstaklega þegar lengra líSur á veikina, aS kvalaköst koma í aug- aS; það verSur rautt og þrútið, og steinhart viSkomu, en sjúklingarnir sjá lítið sem ekkert. Getur þá augað orSið blint á nokkrum dögum, eSa jafnvel klukkustundum, og dæmi eru til, að heilbrigSa augaS hafi orS- ið veikt um leið, og farið sömu leiS- ina á örstuttum tíma. ÞaS er þó *) Kringum fimtugs aldur eða tæp- lega þaS, hætta þeir, sem hvorki eru nær- eSa f j arsýnir, aS sjá almennilega nærri sjer, og þurfa til þess gieraugna nieS þaS sem eftir er æfinar. En frá sjer sjá þeir eins vel og áSur, eSa því sem nasst. pessi breyting kemur smátt og smátt, er öldungis eSlilegt ellimark, og stafar ekki af neinum óhraustleík eSa veilu í augífeum. Hinsvegar er þaS óholt og þreytandi aS nota þá ekki hæfileg gleraugu viS alla nærvinnu. En geti menn á þessum aldri t. d. lesiS fullum fetum gleraugnalaust, er þaS ein- ungis vottur þess, aS þeir eru nærsýnir, en ekkert hraustleikamerki, eins og margir halda. fiinn bErsyndugi. Skáldsaga eftir Jón Bjðrnsxon. Hann gekk svo nærri henni, að hann horfði niður á höfuð hennar og herðar og stóð þannig um stund. Hann leitaði að orðum, sem gætu fullvissað og borið fögnuð. En fann engin. Þá mintist hann orða Þórunnar um börnin. »En þetta er ímyndun þín. Þórunn að þú hafir svikið einhvern. Þú hefur öllum reynst trú, börnum og — manni. Þú ant börnum þínum og annast þau með sama innileik og áður. Eg hefi séð sama gleðiglampann í augum þinum nú, þegar börnin koma að hnjám þínum, eins og fyrst þegar eg kom á heimilið. Og mér getur ekki skilst, að þú hafir brugðist Halldóri. Hvað gerist, þegar kona bregst manni sínum? Hún hættir að virða hann, elska hann, muna hann, hann þurkast burt úr lífi hennar, hann er ekki fram- ar til fyrir hana og ekkert, sem þeim hefur verið sameiginlegt og heilagt. Engu þessu er til að dreifa með ykkur Halldór. Þú ert honum ekki einungis sama kona og áður, heldur betri. Mér fipst að þetta hafi verið okkur öllum þremur ávinningur«. Þórunn spurði með grátskjálfta í röddinni: »Hvað hefur þá gerst? Eg finn, að eitthvað hefur komið fyrir. Eg er ekki sama Þórunn. Eg get grátið af engu, hlegið af engu. Eg er ýmist hrædd eða hugrökk. Eg veit, að þetta — stafar ef til vill af öðru, af — — ----en eg hef aldrei verið svona áður. Stundum finst mér eg vera betri, stundum verri. Og svo eru augun, þessi stingandi, nsergöngulu augu. Fólkið horfir öðruvisi á mig en áður. Eg finn það. í hvert skifti, sem Hildiríður lítur á mig, er eins og hún ætli að kremja mig«. Skarphéðinn stóð enn i sömu sporum og horfði niður á bana. Alt í einu beygði hanii sig niður og kysti á hár hennar með svo mikilli iotningu og auðmýkt, að það var því líkast, sem hann stæði frammi fyrir sjálfum guði. En einn koss getur bundið og leyst, getur grætt og glatt Og nú kastaði Þórunn sér niður í grasið oít grét svo þungt, að Skarphéðni fanst jörðin taka undir Kn þetta var ekki af sorg. Þessi grátur var útrás heilagra, tilfinninga og flutti með sér.frið. Skarphéðinn beið eftir því, að Þórunn sef- aðist, þá sagði hann: »Ef þú værir heilbrigð kona, mundirðu líta á þetta öðrum augum. Barnið, sem þú ert að gefa líf, fyllir þig óróleik og sundur- leitum hugsunum. Eg er ánægður, eða reyni að vera ánægður, meðan við erum bæði hrein i hugsun og verkum. Mér þykir meira að segja vænt um, að eg hefl enn á ný verið snortinn af þessum heilaga eldi mannshjart- ans, og að þú hefur fengið nýjau straum inn í líf þitt. Eg held, að þú hafir þurft þess með. En guð hjálpi okkur báðum, ef helgin hverfur og við gleymum því, að þú ert kona annars manns. Koini það fyrir, megum við aldrei sjást úr því«. Þórunn svaraði þessu engu. Hún hvíldi með höfuðið á handiegg sínum og starði nið- ur á'ána. En þögn hennar var Skarphéðni sarna og samþykki. »Nú ætla eg að fara eitthvað hér uppeftir, Þórunn«, sagði Skarphéðinn eftir nokkura þögn. »Eg ætla að liggja úti einhverstaðar hérna uppi í fjallinu og láta sólina blessa mig, þegar hún rís í fyrramálið*. Hann rétti henni höndina. Hún leit um leið í augu hans. En hann sá ekkert í tilliti hennar. Augun voru hjúpuð í grátslæðu. Skarphéðinn gekk upp með gilinu. Hon- um fanst friður náttúrunnar faðma sál hans að sér, og grösin brosa upp til sin gegnum daggartárin. Þetta var alt svo unaðslegt, jafn vel grátur Þórunnar, því hann var sem nú var hreinast og Hann tók upp lítinn stein, votann af dögginni. Þetta var nú ekki nema litill óásjálegur melsteinn. En hann var flka fallegur. Hann stakk honum í vasa sinn eins vandlega og það væri dýrindis gim- steinú. Hann kleif upp í mitt fjallið. Þangað sprottiun af því, | best í sál hennar. bafði hann aldrei komið fyr í fjallinu var einstakur klettur, hár og þverhnýptur og ógengur nema að ofan frá. Skarphéðinn fór upp fyrir haun, komst fram á hann og sett- ist þar. Og nú blasti við honum undursamleg sjón: eveitin öll, fjallahlíðar, fjallatindar, áin í ótal bugðum, grænkandi engi, bæirnir, spegil- slettur sjórinn langt á haf út. Hann fekk hjartslátt af fögnuði að fá að vera aðnjót- andi þessarar sjónar. Og óafvitandi fór hann að blessa nátturuna, frið hennar, fegurð, birt- una, döggina. Það spratt því líkt fossfall af lífsást fram í sál hans, að hann táraðist af gleði. Og inni í honum var sem kvæði við: lífið! lifið! eins og fagnandij lofsöngur færi þar fram. Eu innan um allan þennan ósjálfráða fögn- uð var eitthvað, sem minti á Þórunni i hvamminum, grátfagra og göfuga, í þungri baráttu við sjálfa sig, sæla og harmþrungna í senn. Honum fanst hann lifa heilt líf á þessu augnabliki. Þegar Skarphéðinn hafði setið þarna um stund, heyrði hann hvelt hó fyrir ofan sig í fjallinu, og nokkuru siðar grjóthrun og skruðningar eins og alt væri að hrynja. Hann leit upp og sá mann koma í hendings- kasti niður fjallið, og fór hann svo geyst, að Skarphéðni sýndist hann velta niður grjót- urðina. Þegar hann nálgaðist, sá Skarphéðinn að þetta var Friðrik. Hann kallaði óðara til hans og varð glaður við að hitta hann þarna. Friðrik rak upp hljóð af undrun og datt strax í hug heilt kynstur af trölla- og útilegu- mannasögum. En þegar hann sá kennara sinn sitja á klettinum, fór hræðslan af. Hann kom í snarkasti upp á klettinn til hans. »Ert þú orðinn útilegumaður um leið og j eg sleppi af þér hendinni? spurði Skarphéðinn. »Nei, ekki var það aðalerindið. Eg átti að leit að nokkurum kindum, eða bauðst til að leita að þeim. En meðan veðrið er svona, fer eg ekki heim. En því situr þú hérna? Ekki ert þú lagstur út eða orðinn smali? hvorttveggja undantekning, en að kastinu afstöðnu er sjónin venju- lega mun verri en á undan og hrak- ar hraðar eftir það. Þessi köst geta komiö hvað eftir annað, líka í blind augu, og stundum fyrst þá. Kveði mikið að þeim, geta augun sprungið Algengara er þó aö sár detti á þaU, sem svo valda sjúklingunum mik- illa óþæginda. Á endanum visna svo augun og linast upp, hverfa þá allir verkir að mestu leyti. Hinsvegar eru það margir glau- com-sjúklingar, sem hafa gengið með blint eða blind augu, árum eða ýafn- vel áratugum saman, án þ.ess nokk- urn tíma aS hafa kent óþæginda eða verkja. Frá fyrstu byrjun veikinnar, og þangað til augað er orðitS alblint, líður altaf tiltölulega langur tími, venjulega nokkur ár, sjaldan minna en eitt áx. En eins og áður er getið, vita sjúklingarnir náiega aldrei um fyrstu byrjun veikinnar. Glaucom legst svo að segja undan- tekningarlaust á bæði augu, en lang- oftast með millibili, sem venjulega- nemur nokkrum árum. Meðferff á Glaucomi og horfur fyrir lœltningu. Nútímameðferðin miðar öll að því, að lækka þrýsting- inn í augunum varanlega, og þá svo mikið, að augað, og þá fyrst og fremst sjóntaugin skemmist ekki frekar. En sjúklingarnir geta aldrei fengið aftur, svo nokkru verulegu nemi, sjón þá sem þeir þegar hafa mist. Hjer er því ekki um eiginlega lœkningu að ræöa, heldur að eins stöðvun á veikinni. Til að lækka þrýstinginn eru ýmist notuS meðul, eða uppskuröur, er gjörður á augunum; stundum hvort- tveggja saman. Meðalameðferðin er aðallega í því fólgin, að uppleystum efnum er dreypt í augað (einusínni eða oftar á dag), og verður það að gjörast að staðaldri, ef að gagni á að koma. — Ýmsir annmarkar eru á þessu: droparnir eru dýrir og halda sjer illa, svo að oft verður að endurnýja þá. Margir fá þrota, verki eða óþol- andi sviða í augun við notkunina, sjerstaklega er fram í sækir, og verða að hætta fyrir þá sök. En að- al-ókosturinn við meðalameðferð- ina er sá, að hún er sjaldan einhlít til langframa, endirinn verður lang- samlega oftast sá, aö augað eða aug- un verða blind. Með uppskurði fæst oftar varan- leg stöðvun, þó ekki líkt því altaf, og ekki ósjaldan þarf að endurtaka hann á sama auganu. Við verkjum í blindum glauc- om-augum er venjulega ekki hægt að gjöra neitt er aö gagni megi koma nema að taka augun- burtu. Eins og sjá má af þessu, eru horf- ur fyrir lækningu (stöðvun) altaf vafasamar yfirleitt, og þá verður heldur ekki sagt með nokkurri vissu fyrirfram um hvert einstakt sjúk- dómstilfelli. Þær eru mun befri, ef sjúklingarnir koma snemma. — Bn þó ekki fáist fullkomin stöðvun, tekst oftast að tefja fyrir algerðri blindu að miklum mun, Stoodúm svo lengi, að sjúklingarnir, s«m flestir eru komnir á gamalmldur, halda einhverri sjón til æffloka. Þegar sjóninni er svo mikið hrak- að, að sjúklingamir sjá aðeins lifla Skímu, er vonin lítil sem engin tím að takast megi að bjarga auganu frá algerðri blindu, þó oftast megi tefja eitthvað fyrir henni. | Og sjeu augun orðin alblind, er j ekkert hægt að gjöra, eins og áður hefir verið drepið á. Eftirlit eftir á bráSnauðsynlegt. j Þar sem aldrei verður sagt um með vissu, hvort tekist hafi að stöðva ! Glaucom varanlega, leiðir það af j sjálfu sjer, að eftirlit með sjúkling- ^ um, eftir að þeir eru farnir frá lækni er bráðnauðsynlegt, og gildir þetta ; líka þótt sjúklingnum sjálfum finn- I ist alt vera í lagi. Ef vel ætti að vera ! ættu allir glaucomsjúklingar að , mæta til eftirlits að meðaltali 4 sirm- um fyrsta árið, síðan ef til vfll sjaldnar, ef ekkert hefir fundist at- hugávert í fyrri skiftin. Því lengri tími sem líður frá, svo að ekkert finst að, því betri verða horfumar fyrir varanlegri stöðvun. Auðvitað getur alt slampast af án eftirlits, og gerir sem betur fer oft- sinnis. Og heldur er ekki svo aö skilja að glaucomsjúklingur geti alt af trygt sjer sjón æfilangt, með því að mæta reglulega til eftirlits og fara að öllu leyti eftirráðleggjingua ^.ugnlæknis. En víst er úm það, að af sjúklingum þeim, sem hafa verið udir læknishendi og orðið blindir síðarmeir, hefði mátt bjarga mörg- um, hefðu þeir mætt til eftirlits í tíma. Hjer á landi standa menn að þessu leyti tilfinnanlega ver að vígi en er- lendis, þar sem samgöngur eru greið- ari og ferðir ódýrari, ekki hvað síst vegna þess að almennir læknar, með venjulegum útbúnaði getá ekki haft eftirlit þetta á hendi, svo í lagi sje. Er þá öll blinda ólœknandif Nei, — Hjer á landi er star (cataraeta) algengasta orsökin til blindu, þegar Glaueomi sleppir. Reyndar er ekki um blindu í orðsins fylstu merkingu að ræða, því starsjúklingar geta aS minsta kosti altaf greint nótt frá björtum degi, ef ekki er fleira að, en til allrar vinnu eru þeir jafnófær- ir og alblindir menn. Sjeu augim að öðu leyti heflbrigð, eru horfur fyrir lækningu sæmileg- ar. En til þess þarf uppskurðar með, og gleraugna á eftir að staðaldri. — Nokkrir fleiri augnsjúkdómar geta valdið blindu, og batnað þó aftur að meira eða minna leyti. En þeir eru margfalt sjaldgæfari, og skal ekki fariö nánar út í þá hjer. Niðurlag. Jeg hefi í grein þessari farið hratt yfir efni, og aðeins drep- ið lauslega á það helsta. Að síðustu vildi jeg rifja upp fyrir mönnum aðalatriðin, en þau eru þessi: Qdaueom er dlkynjuff mignveiki, sem leiffir undantekningarlaust til ólœknandi blindu, ef ekkert er aff- gert. Oiaucom legst altaf á bœði augu, en venjulega liffur lengri effa skemri tími milli þess aff augun veikjast. Einkenni veikinnar eru oftast ó- Ijós. Flestir verffa ekki annars varir, en sjóndepru, sem smátt og smátt fer í vöœt. Horfur fyrir lœkningu eru altaf vafasamar, en batna aff miklum mun ef sjúMingar koma snemma til lœkn- is, og geta komið þvi viff aff mmta öðru hvoru tU eftirlits, eftir aff þeir ern farmr frá latkni. Ujón þá sem glaucomsjúklingar

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.