Lögrétta - 14.03.1922, Blaðsíða 1
Stærsta
t s 1 e n 8 k a lands-
blaðið.
LOGRJETTA
Árg. kostar
10 kr. innanlands,
eri. kr. 12,50.
Skrifst. og afgr. Austurstr. 5.
Bæjarblað Mor gunblaðið.
Ritstjóri: Þorst. Gíslason.
XVII. á rg. 19. tbl.
Reytýafwik, Þriðjudaginn 14. mars
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Á síðastliðnu ári dvaldi Garðar
Gíslason stórkaum. lengi erlendis.
Hafði hann umboð landsstjórnar-
imiar til þess að kyuna sjer mark-
aðsliorfur fyrir íslenskar vörur
og koma þar fram í landsins nafni,
enda þótt hann færi ferðina á
eigin kostnað. 1 fyrra sumar sendi
hann landsstjórninni skýrslu um
athuganir sínar og er hún dagsett
í Xew York 22. júní. I henni er
ýmislegur fróðleikur um íslensk
viðskiftamál, svo að skýrslan er
birt hjer í heild, enda þótt nokk-
uð sje umliðið frá því, er him
var gefin.
Áður en jeg lagði af stað í yf-
irstandandi ferð mæltist liið háa
stjórnarráð til þess, að jeg rann-
saki viðskifta-möguleikana á
Þýskalandi og hjer í Ameríku,
sjerstaklegai að því er snertir
sölu ísl. afurða. 1 tilliti til þess
leyfi jeg mjer að gefa eftirfylgj
andi skýrslu, og láta í ljósi skoðun
mína í því efni.
•leg fór að heiman 22. des. f.
á, og hefi komið til Bergen, Krist-
ianiu, Kaupmanpahafnar, Ham-
borgar, Berlin, Leipzig, Bremen,
New York, Boston, Gfaucester,
Philadelphia og Washington, og
dvalið nokkuð á öllum þessum
stöðum til þess að kynna mjer
ástandið. Alstaðar hafa mjer mætt
kvartamir um stór fjártjón, deyfð
og erfiðleika í verslun. Framboð
á vörum langtum meira en notkun
eða eftirspurn. Þó virðist helst
vera að lagast éstandið hjer í
Ameríku að því er .snertir vinnu
og framleiðslu, en vörur seljast
mjög dræmt, þrátt fyrir mikið
vtrðfall. Um sölu á ísl, sjávaraf-
urðum svo sem lýsi og síld hefir
naumast verið að ræða, en frekar
er von um að þær vöi’ur verði eft-
irspurðar með haustinu.
Lýsi.
Undir vanialegum kringumstæð-
um hefir lýsið að mestu leyti
verið selt eða sent í uimboðssölu
til Noregs og liggur þar nú mikið
af fyrra árs iframleiðslu óselt.
Norðmenn koma hjer fram sem
milliliðir. - Þeir munu stundum
hreinsa lýsið að einhverju leyti,
flokka það með sinu lýsi og selja
það svo til ýmsra landa (sjerstak-
lega Þýskalands og Ameríku) án
þess að tilgreina hvaðan það er
upprunalega. Islensfct lýsi er því
sama sem ekbert þekt í þeim lönd-
um, sem helst nota það. Um lang-
an tíma hefir alt lýsi fallið í verði
til stórskaða og vandræða ötlum
sem þessa vöru hafa átt. Norð-
menn hafa sent sitt lýsi til ýmsra
landa, og kaupendurnir hafa tefc-
ið það smám samian eftir þörfum
og ráðið verði að miklu leyti, því
ýmsar kringumstæður hafa knúð
fram sölu. íslenska lýsið fcefir orð-
ið útundan, og er erfitt að ná á
skömmum tíma beinum sambönd-
um, mest vegna þess að notend-
umir þekkja það ekki. Þeirra
gömlu viðskiftamenn halda fast
að þeim margreyndum vörum, er
þeir afgreiða eftir þörfum þegar
óskað er. með sjerlega lágu verði.
Jeg hef átt tal við menn, sem
tilreiða meðalalýsi og selja það
lyfjabúðum og hafa þeir rjettilega
bent á, að því fylgir töluverður
kostnaður og fyrirhöfn að innleiða
ísl. lýsi undir sjerstöku merki
eða nafni. Auk þess sem það er
nauðsynlegt 'fyrir kaupendur að
hafa vissu fyrir framboði eða
birgðum þegar til þarf að taka,
svo og tegundagæðum. Að því er
snertir iðnaðarlýsið, er það aðal-
lega notað' til sútunar, en þar er
einnig logð áhersla á sörnu atriði
að því er birgðir og tegundir
snertir, og auk þess á lit lýsisins.
Jeg hefi hitt sútarta, sem tjá sig
fúsa til þfess að reyna ísl. lýsi, ef
jeg gæti trygt þeim varanlegt
framboð á þeim tegundum, sem við
eigandi eru. Jeg heífi einnig snúið
mjer til for.stöðunefndar sútarafje-
lagsins hjer í New York („The
Tanners Counsel“) með sýnishom
iaí ýmsum tegundum ísl. iðnaðar-
lýsis og beðið hana um efnafræðis-
lega rannsókn á lýsinu og um-
sögn um nothæfi þess til sútunar.
Emnig mun jeg afila mjer sýnis-
horna af þeim lýsistegundum, sem
hjer á landi eru venjulega notað-
ar til þessa iðnaðar, til leiðbein-
ingar þeim, er kunna að vilja nota
þennan markað.
Jeg álít að fslendingum sje það
afaráríðandi að hafa sjálfistæð
sambönd og markað fyrir þessa
vöru, sem aðrar afurðir, þar sem
notkunin er, til þess sjálfir að
geta komið fram með sínar.vörur
í fijálsri samkepni við samkynja
vörar annara þjóða, og til þess að
læra að tilreiða vörurnarviðnotenda
hæfi. Auk þess sparast flutningskosn
aður, milliliðaágóði og minkar á-
hætta af skemdum og rýmun. Enn
iremur vill svo vel til, að notkus
þessarar vöru er mest i þeim lönd-
um, sem haganlegast er að ýmsu
leyti að skifta við. Það fcefir sína
þýðingu fcvað flutninga og gjald-
eyrir snertir.
Síld.
í Þýskalandi var mikið fram-
boð á gamalli síld, sem stjómin
þar átti óselda frá því að eintoa-
sölunni ljetti í des., og bauð hún
hana fyrir 50 mörk tunnuna. Auk
þess áttu Norðmenn og Englend-
ingar feykna mikið af gamalli
síld liggjandi bæði þar og heima
fyrir, sem var boðin fyrir óheyri-
lega lágt verð. Jeg gerði mjer
mikið ómak til þess að selja ísl.
síld og gat eftir mikil umsvif selt
i orði fyrir viðunandi verð nál.
2200 tunnur, sem lengi höfðu legið
í Hamborg. Þegar greiðslutrygg-
ing og afhending átti að fara fram
gekk kaupandinn frá kaupunum,
af þeirri ástæðu einni, að hann
áleit, sig hafa keypt of dýrt. 1
Þýskalandi má vafalaust innleiða
ísl. síld, sjerstaklega til reyking-
ar, því að til þess vilja Þjóðverj-
ar gjama stóra og feita síld.
Hjer í Ameríku má einnig vafiæ-
laust auka markað fyrir ísl. sfld,
ef vandvirkni og alúðar er gætt
við söltunina (jöfn þyngd í tunnum
og jöfn stærð á síldinni í hverri
tunnu). „Átu“-síld má alls ekki
senda hingað- Ef hægt væri að
koma ljettsaltaðri síld óskemdri
hingað, mætti vænta góðrar og
mikillar sölu. Á þessum tíma árs
er sama sem engin síldarnotkun
eða sala vegna hitanna, en með
liaustinu ætti að gefia þessum
markaði gaum.
UU.
Þótt hún sje vanalega send til
Khafnar mun sáralítið vera not-
að af fcenni í Danmörku, heldur
er hún send til ýmsra landa, sjer-
staklega Þýskaliands, Englands og
Ameríku; álít jeg því nauðisynlegt
að vinna betur að beinum sambönd
um við þessi lönd. Jeg átti tal
við ýmsa kaupmenn í Hamborg
og Bremen, sem verslað höfðu með
íslenska ull, og kom í stóra verk-
smiðju, er hafði umiið úr henni og
vildi gjarna nota hana framvegis.
Flókkunin á ullinni þótti ekki í
góðu lagi að því er ullartegund
og gæði snertir, enda var mjer
sýnt frarn á iað flokkunin útheimt-
ir mikla sjerþekkingu og æfingu,
og er mikið verk, ef hún á að
vera nákvæm. Eftirspurn var þar
mokkur eftir ísl. ull, en verðið var
lágt og erfiðleikar á greiðslu.
Hjer í Ameríku álít jeg að sje
eða eigi að vera aðalmarkaður
fyrir ísl. ullina, ef hún útilokast
eigi vegna tolllaga, sem hjer eru
nú á döfinni.
Fyrir nokkrum dögum, eða 27.
f. m. voru gefin út bráðabirgðar-
tolllög, sem jeg legg hjer með.
Samkvæmt þeim er lagður hár
tollur, sem sje 45 eent á þvegna
ull, (enskt pnd) en 15 cent á ó-
þvegnia ull og ull á gærum, sem
á að hindra eða stöðva ullarinn-
flutminga, enda eru feykimiklar
birgðir fyrirliggjandi í landinu. 1
þessum bráðabirgðalögum er und-
anþegin tolli sú ull, sem venju-
lega er kölluð gólfdúkaull („Oom-
monly known as Carpet Wools”).
Ut af þessari undanþágu eða skiln-
ingi laganna, fcafa þegar risið tölu-
verðar deilur og ýmsir kaupmenn,
sem áttu ull á leiðinni til lands-
ins, hafa orðið hart. úti, því toll-
urinn nemur í flestum tilfellum
hærri upphæð, en verðmæti ullar-
innar. Jeg hefi fundið að máli
ýmsa ullar- og gæru-kaupmenn
og reynt að örfa þá til uppfcaupa
á íslandi, en vegna þessara toll-
laga þorir enginn að hreyfa sig
til þeirra hluta. Jeg var í Was-
hington um það bil sem lögin
komu út, og reyndi að afla mjer
upplýsinga um það, hvort ísl. ull
yrði tollskyld, en fjekk aðeins
þau svör að það færi eftir áliti
og úrskurði eftirlitsmlamnanna
(appraisers) á þeim stöðum er
ullin kemur á land. Verslunarráð-
ið í Washington gaf mjer upp-
lýsingar um það, að í verslunar-
skýrslunum væru % hlutar ísl.
ullar taldir gólfdúkaull en %
fatadúkaull. Síðan hefi jeg kom-
ist í kynni við þamn mann, sem
hefir aðal eftirlit með ullarinn-
flutningi hjer í New York, og sem
ullarsjerfræðingur hefir verið
ráSunautur stjórnarinnar. Hann
ljet hiklaust í ljósi að ísl. ullin
væri venjulega kölluð gólfdúkaull,
og ætti því sa.mkv. bráðabirgðar-
lögunum að vera tollfrí, en sagðist
stöðu sinnar vegna eigi geta gef-
ið mjer yfirlýsingu í þessu efni,
og vísaði mjer til aðstoöarmanns
fjármálaráðherrans í Washington,
er jeg gæti reynt að finna í þess-
um tilgangi. Jeg býst því við að
fara þangað bráðlega aftur, því
sala hingað á þessa árs framleiðslu
ullar og gæra, er undir því kdmin
að tollsins verði eigi krafisfc.
Það er búist við að bráðabirgða-
tolllögin gildi alt að 6 mánuði en
þá taka við varanleg tolllög, sem
nú era í undirbúningi. Álitið er
að samkvæmt þeim muni öll inn-
flutt ull verða tollskyld, en að toil-
umn kunni að varða lítið eitt
lægri. Jeg legg hjermeð blaða-
grein, er ræðir um það efni og
talin er sennileg. Hætt er við að
lagður verði tollur á fleiri i»l.
afurðir, og að lögin hafi áhrif á
framtíðarviðskifti hjer.
Gærur
hafia einnig vanalega verið fluttar-
til Khafnar og seldar þaðan til
Þýskalands, Englands eða Ame-
ríku. Meðan eigi er innflutnings-
tollur á þeim hjer muin1 Ameríka
vera bestur markaður fyrir þær,
euda eru sjálf skinnin hjer í miklu
áliti, og notast í sumum grein-
um þar sem önnur sauðskinn
þykja miður hæf. Þó koma fram
gallar á ísl. siauðskinnum, sem
þörf er að koma í veg fyrir. Til
þess að rannsaka þá, og fá álit
um orsakir þeirria, hefi jeg íarið
í verksmiðjur þar sem ísl. skinn
hafa verið sútuð, og vil jeg hjer
benda á gallana.
Það kemur fyrir að gærumar
skemmast af salti, sjerstaklega ef
rið er í því, eða ef þær liggja
mjög lengi í því. Aftur á móti
kemur stundum fram rotnun af
saltleysi eða óvandaðri söltun.
Til vill að hörundið er skaddað
eða rifið, sem lítur út að vilji til
þegar skepnan er flegin, 'þá koma
og oft fyrir gærur með <jrum, er
sýna að skepnan hefir flumbrast
eða meiðst, líklega annað hvort
við rúningu eða á gaddavír. Ein-
stöku gærur, sem mjer var sagt
að helst 'kæmu frá Norðurlandi
(Húsavík og Kópaskeri) sýndu
það að hörundið hefði flagnað eða
sbaddast á skepnunum líklega
vegna kulda. Bót ætti að vera
við því að baða fjeð rækilega úr
fitumiklu baðlyfi (s.s. Albyn Paste)
Þá eru skin naf kláðakindum
gölluð og að síðustu skinn, sem
líta út fyrir að vera mýbitin. Gegn
mýbiti er best að verja skepn-
urnar með ,Arsenik‘ baðlyfi (s.s.
Coopers Powder). Vegna ullarinn-
ar ætti að leggja niður að lagða
fje eða merkja það á ullina með
sterkum litum (s.s. anelini).
1 fljótu bragði kunna þessar
aðfinslur iað þykja smávægilegar
Brynjúlfur Bjfirnsson
tannlæknir.
Próf frá tannlæknisskóla Khafnar.
Hverfisgötu 14. Reykjavík.
Býr til gerfitennur af öllum gerðum.
en ef þess er gætt að gallamir
orsaka mikinn verðmismun á sút-
uðum skinnum og gera jafnvel
gölluðu skinnin óhæf til þeirra
hluta, sem þau era annars best
fallin, ættu bændur að gera sjer
alt far um að koma fyrir gallana.
Fiskur.
!Jeg hefi dálítið kynt mjer
markað fyrir fisk úr salti og ísfisk
bæði í Hamliorg og hjer í Ame-
ríku, og álít að á þeim sviðum
geti verið um verslun að ræða,
ef aðstaða á íslandi og flutningar
leyfa.
Áður en langt um líður býst jeg
við að halda heimleiðis yfir Eng-
land, en vona í millitíð að geta
gefið nánari upplýsingar viðvíkj-
andi ullartollinnm. Ef eigi fæst
yfirlýsing eða ákveðin umsögn um
tollundanþágu ísl. ullar, álít jeg
nauðsynlegt að senda hingað sem
allra fyrst litla sendingu af öll-
um ullarflokkum, til þess að kom-
ast að raun um hver ákvörðun
verður tekin um tollinn og hvaða,
verði ullin selst.
Til framhalds á skýrslu þeirri, er
jeg gaf landsstjórninni meðan jeg
dvaldi í Ameríku s. 1. sumar og
birt hefir verið hjer á undan
má geta þess, að nokkru síðar birt-
ist frumvarp til toll-laga í Banda-
ríkjunum. Samkvæmt því átti meðal
lannars að leggja innflutningstoll
á neðantaldar vörur sem hjer
segir:
Ull.
ITll á gærum 24 cent pr. lb.*)
(miðað við fullþvegna ull).
Óhrein ull 25 cent pr. lb.
Fullþvegin ull 26 cent pr. lb.
Þó þannig að tollurinn nemi al-
drei meira en 35% af verðmæti
ullarinnmar.
Fiskur.
Ferskur, frosinn eða í ís 1 cent
pr. lb.
Laus eða í umbúðum, er vega
með innihaldi yfir 30 Ibs 1)4 cent
pr. lb. með umbúðum.
Söltuð síld, 1% cent pr. lb. með
umbúðum og pækli.
Hrogn til fæðu 28% af verðmæti
Lýsi.
Síldariýsi 8 cents pr. Am. gallon
(um 71/2 lb.).
Hval- og sellýsi 12 cents pr. Am.
gallon.
Þorskalýsi 12% cents pr. Am.
gallon.
Um þetta tollfrumvarp hófust
þegar miklar deilur í ræðum og
riti og hefir þar af leiðandi taf-
ist mjög afgreiðsla þess á þingi
(Congress) Bandaríkjanna, og má
*) lb. = enskt pund, 90 kvint.