Lögrétta - 24.04.1922, Blaðsíða 1
Stærsta
Islesnka lands-
blaðið.
Árg. kostar
10 kr. innanlands,
erl. kr. 12,50.
Skrifst.ogafgr.Austurstr.5. Bæjarblað Mongunblaðid.
Ritstjóri: Þorst. Gíslason.
XVtl. Ara. 27. tbl.
Reyhjavfk, Mánudaginn 24. apríl tB22.
ÍBafoldarprentsmiðja h.f.
Þriðja ársþing
Þjóðræknisfjelags Islendinga í
Vesturheimi var háð í Winnipeg
í febrúarmánuði og stóð yfir í 3
daga. Af því ætla má að íslend-
ingum hjer heima leiki hugur á
að fylgjast með þessari þjóðemis-
starfsemi Vestur-lslendinga, verð-
ur hjer sagt frá belstu málunum,
sem þingið hafði til meðferðar
•og þeim samþyktum, sem gerðar
voru í þeim.
Fyrst er þó rjett að drepa á
það, að fjelagsmönnum hefir all-
mikið fjölgað á árinu, bæði hafa
einstakir menn gengið í fjelagið,
og auk þess hefir miusta kosti
ein deild verið stofnuð. Þá hefir
og fjelagið gengist fyrir barna-
kenslu, t. d. kostað tvo umferð-
arkennara í vetur. Hafa þeir kent
um • 130 börnum á 60 heimilum.
Allmiklum peningum hefir og fje-
lagið varið til hókakaupa.
Forseti fjelagsins, síra Jónas
A. Sigurðsson, kom fram með
>á till. þegar í byrjun þingsins,
ag það légði einna mest kapp á
að koma í framkvæmd þessum
fimm atriðum:
að íslenska væri töluð á heim-
ilum Islendinga vestan hafs,
að fá íslendinga til að lesa og
læra sín fegurstu ljóð og sögur,
að hjálpa börnum og ungling-
um til að læra íslensku,
að stofna, og styðja íslenskt
söngfjelag,
að sníða lög og reglur fjelags-
ins svo, að það yrði sem flest-
um aðgengilegt.
Fjelagið hefir nú upp á síð-
kastið haft í hyggju að gefa út
lesbók handa börnum. Á þing-
inu nú var það mál til umræðu.
Samþykti það að lesbók yrði gef-
in út, er tæki við af stafrófs-
kveri og sniðin væri eftir þörfum
vestur-ísl. borgara, og er mikill
hugur á því að flýta útgáfunni
sem mest.
Þá voru og samþykt á þinginu
í úthreiðslumálinu þau atriði, að
blöðin íslensku vestan hafs sjeu
hagnýtt til útbreiðslu fjelagsmála,
að fyrirlestrar og samkomur sjeu
haldnar víðsvegar um bygðir ís-
londinga vestan hafs, fjelaginu
til eflingar og útbreiðslu, að fjel-
ugið stofni og styðji íslenskt söng
fjelag, að fjelagið styðji kenslu-
starf í íslenskri tungu og bók-
vísi, eftir því, sem því er unt.
Þá samþykti þingið ennfrem-
ur, að halda þeirra íslensku kenslu
áfram, sem fjelagið hafði haft
með höudum, og helst að fjölga
kennurum.
Útgáfa tímaritsins var og sam-
þykt líka, var sami ritstjóri á-
kveðinn, síra Rögnvaldur Pjeturs-
son. Mannaskifti og samvinna við
l&land, var eitt málið, sem þing-
ið fjallaði um. Samþykti það, að
vinna. að því, að komið væri á
skiftum námsmanna milli háskól-
ans hjer og háskóla í Ameríku,
og ennfremur að skora á fulltrúa
>á er mættu á Eimskipafjelags-
fundi hjer, að flytja það mál,
að slíkum stúdentum yrði veitt
ókeypis ferð báðar leiðir með
skipum fjelagsins.
Sjóðstofnun til íslenskunáms
var og rætt um á þinginu, og
samþybt í því máli svofeld at-
riði, að kosin væri milliþinga-
nefnd er hefði málið með höndum
og leggi fram reglugerð á næsta
þingi, að þessi nefnd veiti mót-
töku og safni gjöfum og penrnga-
loforðum í sjóðinn.
Ýms fleiri mál var rætt nm.
En þetta nægir til þess að sýna
að Vesturíslendingum er fnll al-
vara að varðveita tungu sína
og þjóðareinkenni. Og ættu þeir
að mæta í þeirri starfssemi fylstu
samúð og vakandi skilningi okk-
ar hjer heima.
■o-
Sólfar. Til sólar hefir sjest
meira og minna í 106 daga. Lítið
sólfar (Sólskinsmogn 1—3) 55
sinnum og í 51 dag, fult sólfar
(3—4) nokkra tíma á dag.
Veðurfarsmerkin hin helstu:
Kosabaugar sáust 9 sinnum, regn-
bogi 5, lofthyllingar 14, kvöld-
roði 5, morgunroði 3, norðurljós
16, þrumur 3, mistur 6, Cirrussky
5, Cirrus Stratus (blika) 18.
Svona hefir veturinn litið út,
og einkennir bann mest austan-
átt og margir heitir dagar óvetr-
arlegir. Veturinn var frostmildur,
þó oft frysi, snjóljettur þó oft
snjóaði, en mjög regnsamur og
stórviðrasamur, * og tíð umskifti
veðra, t. d. í 15 daga mörg veð-
ui sama daginn. Er lítið tillit tekið
til þeirra daga í tölum þeim,
sem hjcr að ofan eru tilfærðar
um veðurfarið.
Á vetrardaginn síðasba.
- S. Þ.
Misjafnir eru venjulega dómar
manna um veðurfar árstíða, þeg-
ar þær eru liðnar, þótt í samia
bygðarlagi sje. Veðurfari gleyma
menn oft fljótt. Þegar til dæmis
einhver vetur er liðinn, muna
fæstir hvernig hann hefir í raun-
inni verið. Og svo er skoðana-
munnr á veðráttufarinn. Einn t.
d. kallar það mildan vetur, sem
annar kallar bara dágóðan. Við
þessu má búast, þegar menn hafa
engar veðurfarsstölur til þess að
styðjast við, heldur aðeins mis-
jafnt minni. Það leggja heldur
ekki allir sama mælikvarða fyr-
ir veðráttufarinu, sömu árstíðina.
í morgun leit jeg yfir veður-
farið í veðurfarsdagbók minni,
yfir veturinn, sem nú er að renna
út. Máske einhver hafi gaman
af að kynnast athugnnum mínum,
þótt ekkert sje vísindasnið á þeim.
En gott þætti mjer að styðjast
við líkar tölur um veðráttufar,
þegar jeg er að bisa við gamlar,
ónákvæmar veðurfarsfrásagnir nm
fyrri alda veðurfar.
Á síðastliðrum vetri hafa verið
69 frostdagar, meira og minua
allan daginn. Þar af 62 dagar
með frosti frá 0°—5° C, -en 7
dagar með meira frosti. Stöku
dagana hefir ekki frosið allan
daginn.
Hiti yfir frostmark hefir verið
í 111 daga. Þar af 53 dagar með
hita frá 0°—4°, en 58 dagtar með
4°—8°.
Úrkoman hefir verið mikil. 1
127 daga befir meira eða minna
dropið úr loftinu, rignt eða snjó-
að; regn í 71 diag, en snjór eða
hagl í 56 dagíi. Þar' af jelja-
gangur af S.W. eða W. 20 daga
og hríðarbylur 9 sinnnm.
Stormviðri mikil hafa komið
62 sinnum (veðurhæjð 8—9), en
rckveður 6 (með veðurhæð um
10). Lognadagar 13 og 22 dagia
gola og kali (veðurhæð 1—3).
Vindáttin. Af austlægri átt í
50 daga, Suðvestri 48, Snðvestri
og vestri 37, Norðri og norðaustri
31 N.W. 7 og Suðri 7.
Bátstapi
7 menn drukna.
17. þ. m. kl, 4-5 f. h. fór vjel-
báturinn Atli frá Stokkseyri vest
ur í Hafnarforir að vitja um
þorskanet. Á meðan báturinn var
í ferðinni brimaði snögglega og
afskaplegia mikið. Rjett íyrir há-
clegsbilið kom báturinn aftur frá
umvitjaninni og beið lags á
Stokkseyrarsundi mn stund, eins
og venja er, þegar mikið er brim.
Lagði hann síðan á sundið, en
fórst yst á því, á boða þeim, sem
Skatur (eða Skjótur) nefnist.
Formaðurinn á bátnum var
ungur og efnilegur sjósóknari,
Bjarni Sturlaugsson frá Starkað-
arhúsum. Var hann um þrítugt
og ekkjumaður og átti eitt ham.
Hásetar voru þeir: Einar Gísla-
son bóndi frá Borgarholti, al-
kunnur dugnaðarformaður þar
eystra. Hann mun hafa verið á
sextugsaldri og átti uppkomin
börn; Þorvarður Jónssop, sonur
Jóns kanpmanns Jónassouar á
Stokkseyri, hinn efnilegasti pilt-
ur á 17. ári; Þorkell Þorkelsson
frá Móhúsum, rúmlega tvítugur,
sonur Þorkels sál. Magnússonar,
sem lengi var talinn meðal mestu
fiskimanna og sjósóknara þar
evstna. og druknaði þar fyrir
nokkrum árum; Guðm. Gíslason
frá Brattsholtshjáleigu; Markús
Hansson frá jCítgörðum, ættaður
úr Rangárvallasýslu og Guðni
Guðmundsson frá Móhúsum, æ(tt-
aður frá Ekm á. Rangárvöllum.
Er að þessum mönnum öllum,
sem vora flestir ungir og atorku-
samir menn, hinn mesti mann-
skaði.
Frá Stokkseyri reru alls 4skip
og af Eyrarbiakka tvö þennan
dag. En þeim tókst að lenda við
illan leik.
Villigrasið.
(E. A. Karlfeldt).
í skógunnm grær, það er gÖmul reynd,
eitt gras undir laufgum hlyn.
I greinanna skjóli það grær með leynd
við gaukspá og veðradyn.
Það gras fá ei margir, að sögn, að sjá.
En ef sveinn inn í skóginn fer,
þá gengur hann stundum þar óvart á,
sem undir það leynir sjer.
Þá bregður svo við eins og bak við tjald
öll bygð ’ans sje horfin um leið,
og hann finnur sig genginn á gyðju vald,
undir grænklæddum skógarmeið.
Á gígjuhreima úr dulardal
við drotningar gengur ’ann hönd,
æ lengra og lengra’ inn í sagna sal
og söngvanna töfralönd.
S. F.
Lanðslisti Tímans.
Snemma á þingtímanum ka as
Framsóknarflokkurinn 5 manna
nefnd til þess að undirbúa lands-
kjör og koma með uppástungur
að landslista, 3 þingmenn og svo
þá Tryggva ritstjóra og Jónas frá
Hriflu. Nú á sumardaginn fyrsta
sendi þessi refnd út nm land sím-
fregn um, að listinn væri fullbú-
inn og Jónas frá Hriflu þar efst-
ur á blaði, þá Hallgr. Kristinsson,
þá Sveinn Ólafsson o. s. frv. —
Frjettu Framsóknarflokksmenn
þeir, sem ekki voru í nefndinni,
þessa ráðstöfun fyrst á þá leið,
að þeim var símuð hún utan af
landi, skutu á flokksfundi og
sögðu nefndinni þar, að him hefði
enga heimild til þess iað búa út
listann að flokknum fornspurðum
og yrði ráðsmenska hennar að
dæmast ómerk og ógild. Nefndin
gat fáu til svarað, en þóttist hafa
skilið hlutverk sitt svo, sem hún
ætti ein tað ráða listanum. Varð
úr þessu kur mikill á fundinum;
\^ldu sumir beygja sig fyrir ger-
ræði nefndarinnar, en aðrir m(>t-
mæltp því fastlega, og sleit svo
fundinum í fullkominni sundrung.
En sannleikurinn var sá, að meiri
hluti flokksins vildi alls ekki hafa'
Jónias efstan á listamum, og þetta
vissu þeir vel, Tímamennirnir;
kusu því þá aðferðina, að lauma
lxstanum út um land að þingflokkn
um fornspurðum. Tíminn er þama
kominn í andstöðu við meiri hluta
þingflokks Framsóknarmanna, og
þessi listi, sem hjer er nefndur,
er listi „Tímalclíkunnar' ‘, en alls
ekki listi Framsóknarflokksins. —
Verður nánar skýrt frá þvi máli
siðar.
-------o--------
MðaMlili roeÉiaiaettm.
Fiskifjelag íslands hefir íengið
svohljóðandi snnskeyti frá Vest-
mannaeyjum:
Samkvæmt skýrslu formanna hjer
hafa nú 22 mótorbátar orSið fyrir
veiðarfæratjóni hjer, dagana sem
„Þór“ var í Reykjavík, og töpuðu
samtals 24 — tuttugu og fjórum
netatrosum, með tilheyrandi uppi-
stöðnm og öðru, og er það virt á
50 til 55 þús. kr. Afli einnig í þess-
um sömu netum tapaður, virtur eft-
ir ástæðum á 25 til 30 þús. kr. —
Beint tjón samtals 75 til 85 þúsund
kr„ en óbeint tjónið af þessu, sem
örðugt er að reikna, og að líkindum
er miklu meira, felst bæði í því, hve
örðugt er fyrir hlutaðeigendur að
afla sjer veiðarfæra aftur, og líka í
því, að margir urðu að flytja sig í
burtu af bestu fiskimiðunum á önn-
ur lakari.
-----o-----
Utanför 1921.
eftir Guðm. Hannesson.
Það leyndi sjer annars ekki.
hvar sem litið var á bygðina, a$
erfið var jarðræktin. Víða skift-
ust á feykilegar grjótdyngjur eð#.
urðir og ræktaðir blettir. Voro.
urðir þessar grjót, isem rifið hafði
verið upp úr ræktuðu blettunum
og velt þangað, sem landið var lje-
legast. Sýndist mjer, að sumstað-
ar vantaði ekki mikið til, að grjót-
dyngjan væri jafnstór blettinum.'
Urðarblettir þessir óprýddu bygð-
ina, þótt þeir bæm þegjandi vott,
um atorku mannanna, en líklega
verður þess ekki langt að bíða, að
trje fari að vaxa upp úr þeim líka.
Enginn íslendingur getur farið
um þessar bygðir án þess að hugsa
um liáttalagið heima, þar sem jarð
imar era 10—100 falt stærri en
hjer, nóg af sæmilegum jarðvegi
og ólíkt auðveldari að rækta. Og
svo er unga fólkiS rekið burtu úr
sx’eitunum vegna þess að þar er
jarðnæði ófáanlegt, en bins vegar
unir unga fólkið því ekki að vera
vinnumenn og vinnukonur alla æfi
og streymir til kauptúnanna S
þeirri von, að geta gift sig og eign
ast heimili. Eitthvað er bogið S
öllu þessu og ilt má landið okkar
vera, ef hver fjölskylda þarf slík
lsndflæmi til að lifa á og nú ger-
ist í mörgum sveitum.
Mentun dalbúa. Fátt hefir mjer
þótt leiðara að sjá hjer á landi en
heimili, sem enga bók eiga, nema