Lögrétta - 24.04.1922, Blaðsíða 3
1
LÖGBJITTA
8
að alla geitnasjúka má lækna
nndantekningarlaust. Á síðari árum
hef'ir geislalækning verið notuð
öðru fremur og þótt gefast vel.
Lækningatíminn 2—3 mánuðir,
stundum skemri tími. Geislalækn-j
ingin er algerlega sársaukalaus.
Góðan hárvöxt fá sjúklingar jafn-
aðarlega eftir á, þar sem ekki
eru sköllóttir blettir fyrir.
Br mikið um geitnasjúka á ís-
landi?
Gera má ráð fyrir að ekki svo
fáir sjúklingar muni vera á öllu
landinu, ef vel er leitað, því á,
síðari árum liafa að jafmaði 5—6,
sjúklingar með geitur leitað sjer!
lækninga í Reykjiavík og hafa þeir
verið úr öllum landsfjórðungum.
Eins og um var getið hafa læknar
nú með höndum skýrslugerö um
aila þá sjúklinga, sem þeir vita af.
En það er ekki einhlítt, því óefað
má gera ráð fyrir, aö læknum sje
ekki kunnugt um alla sjúklinga,
sjerstaklega ef læknir hefir dvalið
stuttan tíma í hjeraðinu. Þess-
vegnia er hjer með, fyrir hönd
þeirra lækna, sem forgöngu hafa
í þessu máli, skorað á alla geitna-
sjúka að gera lækni sínum aðvart
sem allra fyrst og ekki síðar en í
júnímánuði þessa árs. Athygli skal
vakin á því, að flestir smitast á
barnsaldri og ættu foreldrar því
að láta nti þegar athuga börn
sín, ef þau hafa grunsamlegt,
þrálátt hrúður eða sár í höfðinu.
Takmarkið er að hafia upp á öll-
um geitnasjúkum, veita þeim lækn
ingu og útrýma þar með veikimni
á Islandi
Onnur hlöð eru vinsamlega heð-
in að geta þessarar greinar.
Gunnlaugur Claessen
læknir.
fiinn bErsyndugi.
Skáldsaga eftir Jón Björmson.
Hún valdi »Under Höststjernen« eftir
Hamsun.
Hún ataldraði við, sló hárinu, sem komið
var fram á brjóstið, aftur á herðarnar, og
kom nær rúminu.
»Vantar þig ekkert?« spurði hún.
»Frið!« Skarphéðinn leit um leið á hana
með allri þeirri alvöru, sem hann átti til.
Hún fölnaði, stóð augnablik í sömu spor-
unum, vatt sér svo að rúminu og rétti hon-
um höndina:
»Góða nótt!«
Skarphéðinn hikaði fyrst. Svo tók hann
í hönd hennar. Á sama augnabliki brast
hún í sáran grát. Þannig fór hún út úr
herbetginu.
XXIII.
Bjargarþrot og bjargráð.
Þessi vetur var óvenjulega harður og snjó-
þupgur, Sífeld jarðbönn og umhleypipgar.
Annan daginn bleytti í allri þessari heljar
snjóbreiðu, Hinn hljóp alt í gadd. Engin
skepna kom út úr húsi. Það fór að bera á
almennu heyleysi, er fram á þorrann kom.
Og sumir voru sagðir í voða, ef ekki kæmi
bráður bati.
Einn dag kom maður að Hjalla og sagði
þær fréttir, að Hildiríður á Hvoli væri orðin
strálaus fyrir sauðskepnur sinar og mjög
fátæk fyrir kúna. Hún mundi vera verst
stödd allra.
Þegar maðurinn var farinn, fór Skarphéð-
inn að hugsa um þetta óhapp Hildiríðar.
Það var ekki ein báran stök fyrir henni nú.
Arnfríður var nýlátin, hafði legið lengi og
loks slitnað af henni lífið eftir miklar kvalir.
Nú mundi hún ekki verma neinn við brjóst
sín framar, engan gera ölvaðan af gleði.
Hún hafði lifað stutt en vel, notið, fagnað og
auðgað — og gert aðra fátækari. Skarphéð-
inn hafði heyrt, að Hildiríður hefði borið sig
illa og mundi aldrei ná sér.
Og svo bættist nú þetta áfall á hana nú.
Sauðskepnurnar voru einu eignir hennar, eini
framfærslueyririnn. Og Hildiríður mundi
taka sér þetta þyngra en aðrir. Hún var
góð við skepnur sínar. Og hún var þannig
skapi farin, að hún mundi gera sér þetta
beiskara en það væri í raun og veru. Þó
hún væri kjarkkona, lagðist alt andstreymi
þungt á haua.
Hvað gat maður gert — og gert fljótt!
Hér mátti ekki dragast bjálpin. Maðurinn
hafði sagt, að Hildiríður ætti eins dags gjöf,
og skepnurnar væru orðnar magrar og að-
þrengdar.
Hver sem nú gæti hjálpaðsvo um munaði!
Skarphéðinn velti þessu fyrir sér á allar
lundir.
Og þá varð honum alt í einu Ijóst, að nú
um nokkurt skeið hafði hann ekki getað
liðsint nokkurunr manni. Þessi vetur hafði
verið undarlega ófrjór og kaldur. Enginn ylur
hefur streymt út frá verkum mínum; eg hefi
engum gott gert.
Hvað gerði það, þó Hildiríður væri óvinur
hans, væri búin að gera hann að viðsjálsgrip
í augum flestra sveitarbúa. Hún þurfti hjálp-
ar við engu að síður.
Hann gekk um gólf í herbergi sínu og
leyfði engu öðru að komast að en þessari bjarg-
ráðahugsun. En hann sá engin ráð. Hann
vissi ekki af neinum, sem var aflögufær
með hey. Hann bjóst við að verða að sleppa
þessu hjálparáformi. Og með ráðþrotinu
smeygði sér inn sú hugsun, að i raun og
veru varðaði hann ekkert um, þó Hildiríður
mi8tj allar sínar skepnur. Hún Hildiríður ?
Gat hún ekki stappað fram hey? Honum
fanst það minsta kosti ekki neinn mannvonsku-
vottur, þó hann gæti ekki harmað það, að
eitthvað þrengdi að henni. Það væri jafu
gott að sjá hvernig hún tæki þrengingunum.
En þessum hugsunum var öllum blásið á
burt eftir augnablik. Þá barst bonum bjarg-
ráðið upp i hendurnar.
Oddvitinn kom af hreppsfundi, og var út-
troðinn með fréttir. Meðal annars, sem hann
sagði var það, að bóndi einn framarlega í
sveitinn hefði mist flest alt fé sitt úr bráða-
fári á fám dögum. Hann hefði verið fjár-
margur og sæmilega birgur með fóður.
Hann væri því eini maðurinn nú, sem gæti
miðlað heyi.
Skarphéðinn tókst allur á loft af fögnuði.
Hann brá við strax um köldið og lagði á stað
til bóndans. Heyið skyldi hann fá hvað sem
það kostaði. Það stóð svo vel á fyrir honum,
að hann var nýlega búinn að fá nokkura
fjárupphæð að sunnan með síðasta pósti.
Það gat alt af viljað til, að hann þyrfti að
gleðja einhvern fátæklinginn eða borga lækn-
ishjálp fyrir einhvern. Xú komu þessir pen-
ingar í góðar þarflr.
Hann náði á bæinn seint um kvöldið og
fann bónda að máli. Það samdist greiðlega
með þeim um heykaupin, svo vel að bóndi
lofaði, að Hildiríði skyldi ekki skorta hey,
meðan hann gæti nokkuð mist.
En þar með var ekki alt fengið.
»En hér er ekki öllu lokið«, sagði Skarp-
héðinn. »Nú verður þú að koma einhverju
af heyinu til Hildiríðar strax á morgun. Eg
skal borga þann flutning vel«.
Bóndi kvað það auðsótt.
»Og eitt enn«, mælti Skarphéðinn enn
fremur, »eg vil taka það loforð af þér, að
þú getir ekki um það við nokkurn mann,
að eg sé við þetta riðinn — aldrei meðan
eg er á lífi. Mér ríður á þessu«.
Bóndinn kvað sér þetta útlátalaust, en
þótti þetta kynlegt skilyrði.
En Skarphéðinn borgaði honum álitlega
fjárupphæð til tryggingar þessu loforði.
Síðan hélt hann á stað heim undir nóttina,
ánægður yflr þessum málalokum. Nú hafði
hann getað liðsint, bjargað. Þegar líflð væri
krufið til mergjar, þá mundi það koma 1
Ijós, að eina sanna gleðin, sem það hefði að
bjóða, væri fólgin í þvi að hjálpa. Allar
aðrar væru meira og minna flekkaðar ógöf-
ugri tilflnningu. Dýpsta, hreinasta gleðin
sprytti af fórnfærslu í einhverri mynd.
Uið skóiauppsögn.
(Úr ræðu Magnúsar Helgasonar við
uppsögn Kennaraskólans).
Stundum komst það til tals hjer
í vetur, að breyting kynni að
verða í haust á kennaraiskólanum
eftir tilhögun milliþinganefndar.
Af því verður ekki í þetta sinn.
Nefnd sú, sem um það mál fjall-
aði í neðri deild alþingis, lagði
það til að fresta því að sinni, það
kans jeg líka helst fyrir skólans
hönd. Milliþinganefndin hafði lagt
til að lengja skólatímann að
miklum mun, til þess að auka
námið, en styikja hins vegar
námsfólkið drjúgum úr ríkissjóði.
Jeg þóttist sjá það í hendi mjer,
að þingið mundi ekki veita styrk-
inn, og þá taldi jeg óráð að lengja
námstímann, eias og stendur, enda
vildi jeg sem minst eiga örlög
kennaraskólans undir þessu þingi.
Mjer þótti kenna þar svo mikils
kulda í garð kenslumálanna um
þœr mundir.
Skólinn mun því að forfialla-
lausu enn halda áfram í sama
horfinu næsta vetur? Hins væri
óskandi, að dvalarkostnaðurinn
hier yrði ögn skaplegri, svo að
ykkur yrði siður um megn að
sækja hingað aftur og ljúka
náminu. Helst vildi jeg, að þið
gætuð það 811. En vorkunn væriþað
þó að fregnimar frá alþingi fældu
heldur bæði ykkur og aðra frá
skóla þessum og kennarastöðunni
yfir höfuð að tala., þar bólaði ekki
svo lítið á þeirri gömlu skoðun,
að þegar þarf að fara að spara,
þá skuli byrja á mentamálunum
og þá einkum alþýðumentuninni,
eins og síst -sje vandgert við hana,
hennar megum vjer helst missa.
Það hefir vissulega mörgum sárn-
að og blöskrað, að neðri deild
skyldi þurfa marga daga að velkja
fyrir sjer frumvarpi, sem fór því
fram, að fella skyldi niður skóla-
skyldu í landinu og þingið ganga
á bak orða sinna, tveggja ára
gamalla, um skipun harnakennara
og laun og hrinda þannig kenn-
arastjettinni frá starfi og stöðu.
Öllum þeim, sem eru að fást við
framkvæmd fræðslumálanna kem-
ur, að því er jeg best veit, saman
um, að þar sje erfiðasti þröskuld-
urinn vanmáttur heimilanna til
að inma af hendi þá fræðslu-
skyldu, sem lögin eins og nú er
leggja þeim á herðar. Úr þessu
átti að bæta með því, að svifta
þau aðstoð farskólanna, og árjetta
með hótun um 500—1000 kr. sekt.
í bernsku var mjer sagt, að ef
maður gengi aftur á bak, þá
gengi maður móður sína ofan í
.jörðina. Síðar skildist mjer að
þetta væri kerlingabók. Nú hef
jeg fyrir löngu skilið, að þetta
er spakmæli, eins og fleira af
sama tagi. Jeg hef vitað menn
bókstaflega ganga móður sína of-
an í jörðina með því að ganga
æfileiðina öfugir aftur á bak, og
mjer finst, að ef þingið hefði stig-
ið þetta öfuga spor, þá hefði það
miðað drjúgum til þess, að þoka
móður okkar allra íslensku þjóð-
I inni, niður á bóginn. Sem betur
fór var sporið ekki stigið, og
verður vonandi aldrei stigið, fyr
en hagir fslendinga væru orðnir
svo gerbreyttir, iað allur þorri
heimila væri fær um að ann-
ast vel og sæmilega fræðslu barna
sinna, en það á langt í land. Jeg
hygg, að fslendingar hafi um eitt
skeið verið mentaðasta þjóðin á
Norðurlöndum — jafnvel í heimi,
og það er framtíðarhugsjón min
henni til handa, að hún verði
það aftur. Jeg miða þá ekki við
fáeina útvalda háskólamenn og
vísindamenn, heldur allan almenn
ing. íslendingar eru svo vel gefnir,
svo námfúsir og svo fáir, að unt
ætti að verða koma inn á hvert
heimili, næstum inn í hvert hugskot
því sem best og,fegurst er hugs-
að og ritað. Mjer finst það vera
bægara og þjóðinni í heild enn
meir áríðandi sakir fámennsins að
hlúa að hverri barnssál, svo að
hún nái að þroskast. Forðum
lögðu menn stundum börn í stokk
á vaxtarárunum og gerðu úr þeim
fáránlega vanskapninga, þeir voru
svo hafðir höfðingjum til skemt-
unar og ballaðir kóngsgersemi.
Það má eins hneppa sálir barna
í stokk, stokk óhirðu og fávisku,
og gera úr fífl og fáráðlinga og
sjervitringa, og vanskapnaðurinn
verður jafnvel því fáránlegri, sem
vaxtarmagn andans hefir meira
veriö inni. fyrir. Jeg sá einu sinni
hjema í holtinu mann á ráfi
töturlega klæddan. Hann fór bogr
andi eins og hann væri að leita
að einhverju, velti við hverjum
smásteini og gáði undir hann.
Jeg gekk til hans og spurði, að
hverju hann væri að leita. „Að
lykli“ sagði hann, svo leit hann
upp á mig og spurði: „Ekki vænti
je| að þú hafir sjeð pokann
minn?“ Vantar þig hann? spurði
jeg aftur. „Já, jeg get hvergi
fundið hann“, svaraði hann. Það
leyndi sjer ekki, að maðurinn var
vitskertur. Hann var aðLomandi
hjer, meinlaus og hæglátur um-
renningur, hafði verið svo árum
saman, alt af leitandi að lykli
og poka. Löngu seinna heyrði
jeg vísu eftir þenna sama fáráð-
lmg. Hún er svona:
Guð er faðir geimanna,
guð er þungamiðjan.
Hann er sniiður heimanna
hamarinn og smiðjan
Jeg veit ekki hvað öðrum finst
um vísu þessa, en mjer finst, að
sá andi, er hugsaði hana, hafi
borinn verið til annars en ein-
tóms myrkurs og óvits. Og oft
hefir mjer síðan komið í hug
leitin hans að’lyklinum og pokan-
um. Skyldi hafa ræst á honum
gamla íslenska máltækið: Því er
fífl að fátt er kent. Skyldi upp-
eldið hafa skilað honum út í lífið
lykilslausum og nestislausum og
hann svo verið að dreyma í ó-
ráðinu um vöntun sína? Þau verða
því miður enn þá of mörg, bless-
uð bömin, að leggjia út í lífið með
helst til lítið andans nesti og
ljelegan lykil að hirslum mann-
vits og þekkingar. Þau hafa löng-
um verið sönn og sár spakmælin
hians Jóns Þorkelssonar, Skálholts-
rektors: „Svo frjósöm móðir, sem
Island er að afbragðs vitsmunum,
svo ógiftusöm fóstra þeirra er hún.
Það sem móðirin elur til ljóss, það
reifar stjúpan í myrkur“. Vjer
vitum lítt, hvað dáið hefir út og
horfið í því myrkri á liðnum
öldum og árum; en við ættum
ekki lað gera gyllingar til að
svo verði framvegis, svo sárt finst
mjer til þess að vita. Grímur
segir, að sofi hetja á hverjum
bæ, og þá geta efni í siúllinga
og spekinga ekki síður hulist þar
í skugganum. Mannsefnin era þar
mörg. Ef alþýðumentun okkar
kemst í það horf, að hvert bam
fær að njóta sólar og umönnunar
andlega fram yfir fermingaraldur,
og við eignumst síðan góða ung-
mennaskóla, svo sem milliþinga-
nefnd mentamálanna leggur til, þá
<r lagður vænlegur grundvöllur
a£ þjóðmenningu okkar, þá fer
ísland að geta orðið eins giftu-
drjúg fóstra og hún er frjósöm
móðir. Upp úr þeim jarðvegi,
sem svo væri yrktur, mun hjer
brátt vaxa ekki einúngis hollur inn-
anlandsgróður og kostakvistir,
heldur líka von bráðar aldahlynir,
fleiri en hingað til, er breiða lim
sitt, ilm og aldin vfir önnur fleiri
lönd. Og sú kemur tíðin, þó að
seigt gangi. Sárast þykir mjer,
þegar þeir mennirair, sem sjálfir
eru hámentaðir, sem sjálfir hafa
„þekt marga háa sál og hafa lært
bækur og tungumál og setið við
listalindir“, bomir fram á örmum
vandamanna siima og þjóðfjelags,
þegar þeir virðast ganga í lið
með „stjúpunni“ til að reifa í
myrkur það, sem „móðirin“ elur
til Ijóss, sama móðirin, sem ól þá
sjálfa, rjett eins og þeim standi á
sama um syskinin sín litlu, eða.
þá skilji ekki hvers virði er and-
lega aðhlynningin á bamsaldrin-
um, þegar sálin er öll í óða vexti,
eins og þeir haldi, að á sama
standi, þó að þörfum hennar sje
þá að litlu sint, hitt jafnvel betra,
að hún eigi þess kost einhvern