Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.06.1922, Blaðsíða 3

Lögrétta - 24.06.1922, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 segir sjálfur frá, því að hann varði til þess launnm sínum, sem kennari Kennaraskólanis, þó að hann kendi alls ekkert og tæki því launin fyrir ekki neitt. Jónas hefur hvað eftir annað fjargviðr- ast yfir því, að menn taki borg- un fyrir störf sín, en honum dettur ekki í hug að finna að því, þó að hann taki sjálfur laun og dýr- tíðaruppbót fyrir starf sem hann hefur alls ekki unnið. 9. „Tíminn“ er beðinn að gera svo vel, og fræðia lesendur sína um það, að það er í almæli, að stjórnin hafi ákveðið að náða Ólaf Friðriksson Möller, en þori ekki lað láta það berast út fyrir kosningarnar, til þess að spilla ekki fyrir Hriflulistanum. Lanðsverslunin og sjávarútvegurinn. Tíminn hefur nokkrum sinnum, fyrir munn Jónasar frá Hriflu o. fl. mjnst á mig og Fiskifjelag íslands, síðan jeg tók þar við forsetastörfum á s. 1. vetri. Blaðið er aðalmálgagn Fram- sóknarflokksins og ritstjóri þess fulltrúi B-listans, sem hefur Jónas fyrir efsta mann. Magnús Krist- jánsson, forstjóri Landsverslunar, er einn af leiðandi mönnum flokks ins, samkvæmt frásögn Tímans. Jeg geri því ráð fyrir, að sú stefna í landsm., sem þessir aðilar halda fram í blaðinu, sje stefna Framsóknarflokksins. Það hefur nú lengi verið op- inbert leyndarmál, að rekstur Landsverslunar er flokksmál Framsóknarflokksins; en að stein- olíusala Landsverslunar væri sjer- stakt flokksmál, hefur ekki verið sannanlegt fyr en Jónas gerði það augljóst með greinum þeim, sem hann hefur ritað í síðustu blöð Tímans með yfirskriftinni: jFram- sóknarflokkurinn og Fiskifjeiagið' Menn hafa ekki vel getað áttað sig á, hvemig á því stendur, að leijðtogar Framsóknarflokksins skuli láta steinolíuverslunina sjer- staklega til sín taka. Þeir skoða sig eins og kunnugt er fyrst og fremst fulltrúa bænda og sam- vinnumanna; en bændurnir hafa enga verulega þörf fyrir stein- o>líu til sinnar framleiðslu. Aftur á móti hafa útgerðarmenn og kaupmenn mjög mikla þörf fyrir steinolíu. Sjerstaklega eru það þó eigendur mótorbátaútvegsins sem ríður á að fá olíu svo ódýra og með sem bestum og hagfeldustu kjörum sem frekast er unt. En það eru einkum þeir, sem síst vilja að Landsverslunin skifti sjer af olíuversluninni, eftir þá reynslu sem fengist hefur á árinu 1921. Menn hefðu getað skilið það, að Framsóknarflokkurinn hefði lagt áherslu á, að Landsverslun hefði haft með höndum sölu á .1 arðyrkjuverkfærum, tilbúnum á- burði, útlendu kjamfóðri og öðr- um nauðsynjum, sem sjerstaklega þarf með til framleiðslu búnaðar- ins, ef þeir hefðu trú á gagnsemi Landsverslunar; og sennilega hefðu kaupmenn og útgerðarmenn látið þá vöruverslun Landsversl- unar afskiftalausa. En leiðtogar Framsóknarflokksms nefna það ekki á nafn að fela Landsv. út- vegun á þeim vörum sem bænd- umir þarfnast helst til sinnar framleiðslu. Aftur á móti virðist það mjög mikið áhugamál flokksins að Landsverslun versli með vörur, sem til framleiðslu sjávarfanga heyrir, svo sem kol og olíu. Ó- neitanlega virðist þetta dálítið undarlegt og ekki laust við að si.mir útgerðarmennirnir sjeu farnir að hugsa dálítið um hvern- ig á þessari umhyggju Fram- sóknarflokksins fyrir sjávarútveg- inum stendur. 1 eftirfarandi greinum verður minst á hitt og þetta í sambandi við Landsverslun, Framsóknar- flokkinn o g sjávarútveginn, í von um að menn fari betur að átta sig á, hvemig þessari um- hyggju er varið. Þegar fyrirsjáanlegt var, að Landsverslun mundi bíða fjárhags- legan skaða á kola- og saltversl- un þeirri, er hún var látin reka á ófriðarárunum, voru samin lög um það, að þann skaða skyldu landsmenn greiða með sjerstök- um tolli á þessar tvær vöruteg- undir. Kolatollurinn var lögbðinn i 10 kr. á hverja smálest og salt- i tollurinn 8 kr. Landsverslun er i nú fyrir nokkru hætt að selja j salt, og skaðann sem af þeirri ( verslun varð, hafa nú útgerðarm. ! greitt að fullu og var þá salt- | tollurinn afnuminn. Landsverslun heldur ennþá áfram að selja kol og menn halda ennþá áfram að I borga kolatollinn; reyndar var I hann lækkaður seinni hluta árs- ! ins 1921, þar sem fyrirsjáanlegt j þótti að skaði á kolasölu Lands- j verslunar eftir þann tíma mundi ekki verða svo mikill að 5 kr. tollurinn mundi ekki nægja. Menn búast því við að kolatoliur- inn verði afnuminn um líkt leyti og Landsverslun hættir að selja kolin, því ætlast er til að menn greiði ekki þenna sjerstaka toll eftir að skaði Landsverslunar á kolasölunni er greiddur að fullu. Þessar tvær vörutegundir, kol og salt, eru svo að segja ein- göngu notaðar ,af útgerðarmönn- nm til fiskiframleiðslunnar; út- gerðarmenn hafa sætt sig við að greiða þessa sjerstöku tolla, þar sem það er gert samkvæmt lö^um. Aftur á móti vilja þeir ekki sætta sig við það, að lagðir sjeu að óþörfu sjerstakir skattar á þeirra atvinnugrein af stofnun eins og Landsverslunin er, án sjerstakrar lagaheimildar, en að slíkt hafi átt sjer stað með olíusölu Lands- verslunar skal nú sýnt fram á með rökum. Samkvæmt reikningi Landsversl unar, sem prentaður er í A-deild alþingistíðindanna árið 1921, þing- skjal nr. 435, bls. 1070—71, stendur að Landsverslun skuldi krónur 6880162,50, 31. des. 1920. Það er sú peningaupphæð sem Lands- verslun hefur yfir að ráða af fje landsmanna. Af þessari upphæð skúldaði verslxmin ríkissjóðnum beinlínis kr. 2941754,01. Landsverslunin fjekk leyfi til þess að ráða yfir þessum miljón- um ,af fje landsmanna til vöru- kaupa. Hún gat ráðið eða rjeði yfir flutningaskipum landsins til þess að flytja vörumar á til landsins og meðfram ströndum þess.Engin skortur var á nokkurri nauðsynjavöru hingað til landsins árið 1921, nema steinoliu. Menn töldu því sjálfsagt að Landsversl- unin mundi leggja aðaláhersluna á að birgja mótorbátaútveginn að góðri og ódýrri steinolíu, þar sem það var eina nauðsynjavöruteg- undin sem nokkur hörgull var á að fá flutta til landsins. En hvað skeður ? Þegar vertíðin á Norður- landi stendur sem ihæðst, hefir Landsverslun enga olíu að selja, hún var ekki til; það leit út fyrir að landsversun hefði gleymt mó- torbátaútveginum á Norðurlandi, gleymt að útvegurinn á Norður- landi þyrfti að nota olíu. Fyrir skeytingarleysi á því, að gegna þeirri sjálfsögðu skyldu, sem á henni hvíldi í þessum efnum, hefði allur fiskiflotinn á Norðurlandi, sem olíu notar, orðið að hætta veiðum þegar vertíðin stóð sem hæðst, hefði ekki annara notið við en Landsversl. Það var að eins fyrir sjerstakan dugnað og skjót- ar framkvæmdir nokkurra kaup- manna og útgerðarmanna, sem því var afstýrt að fiskiflotinn yrði að hætta í bili. Þeir kaupmenn og útgerðarmenn, sem það gerðu, höfðu engar miljónir af almanna- fje yfir að ráða. Þeir nutu ekki einu sinni aðstoðar landsstjómar- innar eða bankanna með yfir- færslu á gjaldeyri til þeirra olíu- kaupa, hvað þá annað. Þegar Landsverslunin með fullar hendur af fje landsmanna brást, tóku þess- ir menn við, mennimir sem blöð Framsóknarflokksins eru altaf að ófrægja og ofsækja. Árið 1921 flutti Landsverslun inn um 15000 föt af steinolíu. Samkvæmt efnareikningi Lands- verslunar, sem prentaður er í nefndaráliti meiri hluta samvinnu nefndar síðasta þings, er verð- mæti óseldrar steinolíu um síð- ustu áramót talið kr. 306439,81. Sje gert ráð fyrir að Landsversl- un reikni steinolíuna með svip- nðu verði um áramót eins og forstjóri Landsverslunar segir í 118 tbl. Mrgbl., að hún hafi kost- að í fyrra sumar, eða um 71 kr. fatið, miðað við 150 kg., hafa þá átt að vera rúmlega 4300 tunnur óseldar um áramótin. Landsversl- un hefir þá selt um 10700 tunnur á árinu. Á þessum 10700 tunnum hefir hún grætt rúmar 140 þús. krónur samkvæmt rekstursreikn- ingi þeim yfir Landsverslun, sem prentaður er í áliti meiri hluta samvinnunefndar síðastn þings; en 140 þúsund króna gróði á þeim 10700 tunnuin. sem Lands- verslun samkvæmt framansögðu seldi á árinu, er sama og 13 kr. skattur á hverja tunnu, sem Landsverslun hefir talið sjer leyfi legt að legga á sjávarútvegs- menn eftir eigin geðþótta og án sjerstakrar lagaheimildar. Þegar það er nú athugað, að steinolían var einasta nauðsynjavörutegund- in, sem þörf var á að Landsversl- un flytti hingað til landsins á ár- inu 1921 og steinolían er vara, sem notuð er til vjelbátaútgerð- ar, er stimda þorsk- og síldveið- iar, sem gefa ríkissjóðnum mestar tekjur af öllum útfluttum vör- um landsmanna, þá hefðu hag- sýnir forstjórar Landsverslunar látið gengishagnaðinn, sem Lands- verslun fjekk fyrir aðstoð stjórn- arvaldanna með peningagreiðslur í útlöndum, lenda eingöngu á st einolíukölunni; það var í alla staði eðlilegt og forsvaranlegt; en gengishagnaðurinn nam samkvæmt reikningum Landsverslunar, sem þingið 1922 fjekk til athugunar, kr. 348225,19. Ef þessi gengishagn- aður hefði verið látinn koma olíu- versl. að notum, eins og eðlilegast hefði verið, og einnig gróði sá sem tilfærður er að Landsverslun hafi beinlínis haft af olíuverslun- inni 1921, .eða kr. 140229,19, þá hefði Landsverslun getað selt bverja tunnu af olíu 38 kr. minna að meðaltali en hún gerði og samt haft álitlegan varasjóð, varasjóð sem var hærri en allur reksturs- hagnaður Landsverslunar varð á rúmlega átta miljón króna vetsl- unar umsetningunni á árinu 1921. Hefði landsverslun sjeð um að birgja landsmenn að steinolíu, svo enginn hörgull hefði á henni verið, og hefði hún látið mótor- bátaútveginn njóta gengishagnað- arins, sem áður er á vikið, og þar með selt olíuna um 3$ kr. lægra verði en hún gerði og samt haft varasjóð að upphæð rúm 85 þús. kr. þá hefði Landsverslun gert mönnum dálítið gagn og ríkis- sjóðnum einnig, þá hefði hún haft tilverurjett og þá hefði engin am- ast við henni. En ekkert af þessu geirði Landsverslun. ( Sá gróði sem tilfærður er að Landsverslun hafi haft á steinolíu versluninni árið 1921, er talin rúm 140 þús. kr.; þessir peningar eru að sjálfsögðu eign útgerðarmanna, sem fengið hafa steinolíu hjá Landsverslun á árinu og verður krafist endurgreiðslu á þeim síð- ar- En samkvæmt áðurnefndum reikningi Landsverslunar er rekst- ursgróði hennar á allri miljóna- umsetningunni 1921 aðeins rúm 73 þús. kr., þrátt fyrir allar ívilmanir með yfirfærslu peninga o. fl. og verður af því agljóst, að næstum helmingur af hinum tilgreinda gróða á olíusölunni er farinn í annað. Þó nú Landsverslunarreikn ingurinn sýni aðeins rúmlega 140 þús. kr. gróða á þessari vöruteg- und árið sem leið, þá er hann svo lítið sönnunargagn að menn vita ekki hverju. þar er að trúa. Keikn- ingurinn er sem sje þannig úr garði gerður að hann hlýtur að vekja óhug allra hugsandi manna, sjer- staklega ef jafnframt er tekið til athugunar skrif forstjóra Lands- verslunar og annara Framsóknar- flokksmanna um steinolíuverslun- ina í sambandi við hann. Hver trúir því t. d. að forstjóri L ands v e rslun ar (hafi haft kr. 848046,65 liggjandi uppi í Sam- bandshúsi að kvöldi hins 31. des. 1921, eins og reikningurinn gefur til kynna? Því trúir enginn mað- ur. Sjálfir þingmennirnir trúa því ekki, og þeir fara ekki í neina launkofa með það, að þeir trúi því ekki. í áliti meiri hluta samvinnu- nefndar stendur um þetta atriði: „Peningar í sjóði 848 þúsund kr., ei í raun rjettri að mestu úti- standandi skuldir við áramót, en með því að halda bókum verslun- arinnar opnum fram í marsmánuð á yfirstandandi ári, hefir tekist að ná fúlgu þessari inn undir reikningsskil ársins 1921“. Menn geta ekki látið vera að spyrja: Eru engin takmörk fyrir því, hvað þessari stofnun, sem kallast Landsversun, er leyfilegt að gera og hvað ekkií Ef hún má Ihalda b'ókum sínum opnum frfem í marsmánuð, er þá nokkuð því til fyrirstöðu að hún geti haldið þeim opnum fram í apríl eða maí, eða jafnvel eins lengi og forráðamönn- um hennar sýnist? Það er máske þess háttar bók- færsla, sem Tíminn óskaði eftir að komið yrði á, þegar hann skrifaði mest um tvöföldu bókfærsluna við Iiandsverslun hjer uin árið. Menn vita ekkert um þess háttar hluti. Almenningur veit ekkert hvort Landsverslun starfar eftir nokkr- um fyrirskipunum eða reglum, nema þeim sem hún kann að setja sjer sjálf í það og það skiptið. Menn eru famir að sannfærast betur og betur um það að „Lands- verslun er orðin að ríkj í ríkinu, sem sjálft þingið ræður ekk-i við“ eins og einn þingmaðurinn komst svo skarpviturlega að orði á síð- asta þingi. Reykjavík 18. júní 1922. Jón E. Bergsveinsson. ------o----- Erl. simfregmr Khöfn 19. júní. Loftskeyti kringum jörðina. Símað- er frá New-Ýork, að hug- vitsmanninum Marconi hafi tekist að senda loftskeyti alla leið kring- um hnöttinn. Nýr forsætisráðherra í Japan. Kato aðmíráll, sem undanfarið hefur verið flotamálaráðherra Japana hefur tekið við forsætis- ráðherrastörfum í ráðuneytinu. Setuliðið fer heim. Símað er frá Berlín, að í gær hafi setulið Bandamanna byrjað að verða á burt úr Efri-Slesíu. Það sem eftir var af liði Ame- ríkumanna í Rínarlöndunum hef- ur nú verið kvatt heim. En í stað þess hefur verið sett franskt setulið og vekur þetta hina mestu furðu. Kínverska borgarastyrjöldin. Reuters frjettastofa flytur þá fregn frá Peking, að stjórnin í Norður Kína (Pekingstjórnin) hafi lýst yfir því, að hervalds- stjóm Sun Yat Sen, sem síðan 1917 hefur ráðið yfir Suður-Kína og haft bækistöð sína í Kanton, sje upphafin, og að Kanton lúti framvegis Peking-stjóminni. Her- lið Kanton stjómarinnar hefur verið gersigrað og því tvístrað í allar áttir- Sun Yat Sen er flúinn. Khöfn 20. júní. Samkomulag um fjármál Evrópu. Símað er frá London, að sam- komulag hafi tekist milli Lloyd George og Poincaré um fyrirkomu lagið á alþjóðaláninu, eftirgjöf herlána og stefnu Frakka og Breta á ráðstefnunni í Haag. Að þessu fengnu hafa Frakkar fall- ist á að taka einnig þátt í ráð- stefnunni. Irsku kosningarnar marklausar Blaðið „Daily Telegraph“ legg- ur áherslu á, að kosningamar sem fram fóru 15. þ. m. til írska grundvallarlagaþingsins, hafi orð- ið markleysa ein, því að eigi hafi greitt atkvæði nema þriðji hver kjósandi í hæsba lagi, og fólkinu bægt frá kosningunum með hót- unum um ofbeldi. --------•-------- Fulltrúar Dana á ráðstefnunni í Haag, sem nú er komin saman em danski sendi- herrann í París, H. A. Bernhoft kammerherra, sem er formaður sendinefndarinnar, en varamaðuv er Axel Nörregaard, sendiherrá Dana í Haag. P. O. A. Andresen ríkisskuldastjóri (vaxamaður hans er Eigil Leth) og skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu W. Borg- bjerg era sjerfróðir ráðunautar £ fundinum, af Dana hálfu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.