Lögrétta - 26.08.1922, Síða 1
Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. Bæ jarblað Mopgunblaðið. Ritstjóri: Þorst. Gíslasos.
XVII. árg. 55. tbl
Reykjavik, laugardaginn 2G. ágúst 1922.
ísafoldarprentsmíðja hi.
Lögrjeíta.
G-jalddagi yfirstandandi árgangs
Lögrjettu var 1. júlí.
Afgreiðsla og innheimta hlaðsins
er nú í Austurstræti 5, og gjaldkera
blaðsins, hr. Gísla Finsen, er þar að
hitta alla virka daga.
Eldri árgangar eiga að horgast til
fyrv. gjaldkera hlaðsins, hr. Þór. B.
Þorlákssonar, Bankastræti 11.
Skuldlausir kaupendur blaðsins eiga
rjett tii að fá ýmsar góðar hækur
fyrir hálfvirði, svo sem áður er aug-
lýst, og hangir listi yfir þær hækur
til sýnis á afgreiðslustofu hlaðsins.
Borgið Logrjettu og eign-
ist góðar bækur fyrir
gott verð.
Á þriðjud. var atkvæ'ðatalningin
TÍð landskosninguna endurskoðuð
og athugaðar breytingar þær, sem
gerðar höfðu verið á þeim listum,
sem komu manni að.
Alls voru greidd 11962 atkv.,
en ógildir og auðir seðlar voru
168.
Ofurlítil ónákvæmni var í at-
kvæðatölunni á mánudaginn, en
rjett er hún svona: A-listinn fjekk
2033 atkv., B-listinn 3196, C-list-
inn 2674, D-listinn 3258, E-listinn
633.
Röð var breytt á 492 B-seðlum,
434 C-seðlum og 396 D-seðlum.
Kosin eru:
Jón Magmissón með'31393/0 atkv.
Jónas Jónsson með 29823/„ atkv.
Ingibjörg H.Bjarnason með 2545V0
Varamenn eru:
Sigurður Sigurðsson með 27184/0
HallgrímurKristinsson með 26475/0
Inga L. Lárusdóttir nieð 21244/6
Á D-lista fjekk Sveinn Bene-
diktsson 21203/B atkv., Páll Bergs-
son 1609yo atkv.r Sigurgeir Gísla-
son 10815/o og Sigurjón Jónsson
560 atkv.
Á B-lista Sveinn Ólafsson 21503/6
atkv., Jón Hannesson 16315/0 at-
kv., Kristinn Guðlaugsson 1109yo
atkv. og Davíð Jónsson 5722/e
Á C-lista Halldóra Bjarnadóttir
17694/fi atkv., Theódóra Thorodd-
sen 1463V0 atkv.
að hún hafi áður verið undanþeg-
in útsvari. Það var á stríðsárun-
um og þá litið á hana sem bjarg-
ráðastofnun. En nú er hún gróða-
fyrirtæki, eða á að vera það, og
hlýtur því að vera háð sömu regl-
um og önnur verslunarfyrirtæki,
enda lýsti forstjóri' Landsverslun-
arinnar því skýrt og skilmerki-
legu yfir á síðasta þingi, að sitt
álit væri, að Landsverslunin ætti
að vera útsvarsskyld. Vegna þeirr
ar yfirlýsingar má það undarlegt
heita, að nú skuli vera kominn
upp ágreiningur um þetta. Til-
boðið um fjárgreiðslu til bæjarins
virðist þá vera svo að skilja, að
Landsverslunin viljj leggja útsvar
á sig sjálf og ráða upphæð þess,
en ekki láta niðurjöfnunarnefnd-
ina gera það.
Landsverslunin.
Niðurjöfnunarnefndin hjer hef-
. í ár lagt útsvar á Landsversl-
nina, 25 þús. kr. Landsverslunin
ill ekki greiða útsvar, en býðst
1 að borga til bæjarins einhverja
^veðtía fjábhæð. Meiri hluti bæj-
rstjórnar (allir bæjarfulltrúarn-
aðrir en sósíalistarnir) hefir
imþykt að krefjast útsvarsgreiðsl
nnar, og verða að líkindum mála
‘rli út áf þess-u. Frá Landsversl-
narinnar hálfu er því haldið fram
Eftir að lög nr. 29, 11. júlí
1911, um eiða og drengskaparorð,
íiðluðust gildi, hefir löggjafar-
valdið gert mjög mikið að því,
að leyfa eða krefja að menn gefi
yfirlýsingu „að viðlögðum dreng-
skap“ úm ýmislegt, sem boðið er,
eða bannað í lögum. Mætti nefna
mýmörg dæmi þessa í nýrri lög-
um, enda munu slíkaí yfirlýs-
ingar nú vera orðnar svo algeng-
ar, að það er komið í vana hjá
mönnum að undirskrifa þær og
það jafn vel án þess að lesa
þær áður en þeir undirskrifa;
því síður að menn athugi, eða geri
sjer grein fyrir því, aS fangelsis-
rcfsing er lögð við því, að gefa
vísvitandi rangt drengskaparorð.
Það hefir áreiðanlega ekki verið
ætlunin með fymefndum lögum,
sem lögfestu drengskaparorðið og
scttu það jafnfætis eiðnum, að
rýra á nokkurn hátt með því gildi
eiðsins. Þvert á móti var ætlunin
alt önnur. Eiðurinn byggist á því,
a£ eiðvinnandi játi einhverja trú,
eins og sjálf athöfnin bendir ótví-
rætt á. Það þótti þessvegna ekki
viðeigandi að krefjast eiðs af þeim
mönnum er enga trú játuðu, enda
ekki nægilegt öryggi fengið fyr-
ir sannri skýrslu hans þrátt fyrir
eiðinn, auk þess sem trúnni var
hjer misboðið. Þessir menn, sem
enga trú játuðu voru því krafðir
cirengskaparorðs í stað eiðs, 3. gr.
1. 29. 1911. Drengskaparorðið
skyldi hafa að öllu leyti sama gildi
og afleiðingar sem eiðvinningin
sbr. 9. gr. 1. 29. 1911;, en af því
leiddi, að sá sem gaf falskt dreng-
skaparorð fyrir rjetti, honum
skyldi refsa sem meinsærismanni.
Eiður og drengskaparorð eru
emskonar öryggistákn þess að það
sje rjett sem borið hefir verið
fram undir þeirra merkjum. Þar
er þrautarleiðin til sannprófunar
á málavöxtum. En til þess að
J>etta öryggi haldist, verður að
gæta þess, að notkun eiðs og
dreng-skaparorðs sje ekki leyfð
annarstaðar en þar sem miklu
skiftir að hið sanna komi fram,
svo sem ætíð á sjer stað fyrir
rjetti. Utanrjettar verður vana-
lf.ga að gæta þess, að leyfa ekki
r.otkun drengskaparorðs annars
staðar en þar sem brýn nauð-
syn krefur. Að þessu verður lög-
g'jafarvaldið að gæta með sjer-
stakri vandvirkni, því ef það
krefst eða leyfir notkun dreng-
skaparorðs við hjegómlega smá-
muni, getur afleiðingin orðið mjög
hættuleg fyrir gildi eiðs og dreng-
skaparorðs þar sem mestir skiftir
að öryggið haldist, en það er fyr-
ir rjetti.
í seinni tíð virðist notkun dreng
skaparorðs utan rjettar vera mjög
r isbeitt, svo að ef slíku heldur
áfrarn, er ekki útlit fyrir annað,
en drengskaparorð hjá almenn-
irigi fái ekki meira gildi en hvert
annað’ loforð, sem gefið er út í
bláinn. Bjerstaklega hefir það
slæm áhrif á virðingu fyrir dreng-
skaparorðinu, þegár notkun þess
er krafist í sambandi við smá-
muni, sem almenningur getur ekki
fundið að skifti nokkru/ináli. Enn
vtrra er þó hitt, ef þessir smá-
munir skyldu vera þannig lagaðir,
að mikil freising sje hjá mönnum
til að breyta á annan hátt en
drengskaparö’rðið býður, þá er
notkun drengskaparorðsins orðin
skaðleg. Þessvegna hneykslaði
það mig, er jeg sá hvernig dóms-
málastjómin krefst notkunar á
drengskaparorði í reglugerð frá
1£. júlí 1922, um sölu og veitingar
vína, sem flytja má til landsins
samkvæmt tilskipun nr. 10, frá
31. maí 1922. í 6. gr. reglugerðar
þessarar er boðið að sjerhver er
kaupir vín skuli, að viðlögðum
drengskap, gefa yfirlýsingu um,
að hann „noti hið keypta vín
persónulega eða til keimilis síns,
én hvorki skuli selja eða á annan
hátt afhenda öðrum vínið til
ineytslu utan heimilis kaupanda“.
• Eru menn ekki samdóma um það,
j ao hjer sje um þann lijegóma
j að ræða, að helgi drengskapar-
; crðsins sje mjög misboðið með
því að krefjast notkunar þess í
þtssu sambandi? Það virðist svo
sem hjer sje beinlínis verðið að
siuðla að misbrúkun og lítils-
virðingu á drengskaparorðinu, því
sjerhverjum mun vera það ljóst
að ákvæði þetta verður meira og
minna brotið- Enda er ákvæðið
h’ægilega lítilfjörlegt, og að því
er virðist, algerlega ónauðsynlegt.
Sje það sett til þess að koma í
vtg fyrir misbrúkun á víninu, þá
nær það ekki tilgangi sínum, því
ómögulegt er að hafa eftirlit með
því, t. d. í ferðalagi, að maður
gefi kunningja sínum sem með
honum er að smakka á víni er
hann hefir með í ferðinni, bvt
sennilega á að skilja- ákvæðið
þí.nnig, að manni sje heimilt að
taka með sjer ván í f<j|ð, til per-
sónulegrar notkunarr Það ♦íefði
verið miklu nær, og ef til vill
það eina rjetta, er %prt carð til
varnar misbrúkun á vúdnu að
sctja alment. sektarákvæði fyrir
að hittast drukkinn á almanna-
færi, svo sem nú er í nokkrum
lcgreglusamþyktum. Þar á meðal
hjer í Reykjavík.
Það lítur helst út fyrir, að
dómsmálastjórnin hafi haldið að
slíkt alment ákvæði væri til, því
ella virðast ákvæðin í 7. gr. 3.
lið og 8. gr. reglugerðarinnar ekki
laus við að vera hlutdræg, þar
sem þeir borgarar sem búa í þeim
ka.upstöðum þar sem ákvæði eru
í lögreglusamþyktum, sem býður
að sekta menn, sem hittast drukn-
ir á almannafæri, verða þá miklu
ver settir en aðrir borgarar.
Annars mætti athuga margt
fleira í þessari reglugerð, en til
þess er ekki rúm hjer. Aðalatriðið
fyrir mjer var að finna að notk-
un drengslcaparorðsins í þessu
sambandi, því það er mikið al-
vörumál,. og verður að brýna það
vel fyrir Alþingi að það varð-
veiti helgi eiðs og drengskapar-
orðs framvegis, meir en það hef-
ir gert hingað til. Sem betur fer,
verður Alþingi ekki gefin sök á
því, að drengskaparorðið er not-
að eins og raun ber vitni í á-
minstri vínreglugerð. Heimildar-
ailögin nr. 9, frá 31. maí 1922,
og tilskipunin nr. 10 frá s. d.
leyfa það ekki. Gæti það þess-
vegna verið ný spurning til at-
hi.gunar, hvort það er leyfilegt
að bjóða notkun drengskaparorðs
,í reglugerð, sem sett er samkvæmt
heimild í lögum, án þess að lögin
sjálf bjóði það eða heimili. Jeg
býst við að það verði ekki litið
svo á, í það minsta er það bein-
línis sett sem skilyrði í 155. gr.
hegningarlagnna, svo hægt sje að
refsa fyrir rangt drengskaparorð,
að það sje notað samkvæmt boði
eða heimild í lögum. Þetta er
rcjög eðlilegt og sjálfsagt, og ætti
þess því að vera stranglega gætt,
að drengskaparorð sje ekki not-
að annarstaðar, en þar sem lög
heimila notkun þess.
Kári.
-------o------
bandskDsningin.
Þótt 5 væru listarnir við þess-
ar kosningar, má líta svo á, sem
kjósendur landsins hafi greitt þar
atkvæði um þrjár meginstefnur
í landsmálum, sem nú eru uppi:
sameignarmannastefnuna, sem
fengið hefir 2035 atkv., samábyrgð
ar eða verslunarhaftastefnuna, sem
fengið hefir 3196 atkv., og frí-
verslunarstefnuna, sem fengið hef
ir 6567 atkv. Það má auðvitað
deila um það, hvort eitthvað af
kvenf ólki frá sameignarmönnum
og samábyrgðarmönnum hafi
kunnað að slæðast inn á kvenaa-
listann. En sje nú svo, þá á það
fólk ekki heima í þeirra flokkum.
Kosningin er sigur fríverslunar-
stefnunnar.
Næst er þess að gæta, hve mik-
ilvæg þessi kosningarúrslit eru
fyrir stjórn þá, sem skilaði af
sjer völdum á síðastliðnum vetri.
Formaður hennar, Jón Magnús-
son, hafði setið við völd á hinum
vandasamasta tíma í 5 ár sam-
fieytt og orðið fyrir ófyrirleitn-
um ofsóknum árum saman úr
mörgum áttum. En við landskjör-
ið fær hann flest atkvæði þeirra,
'sem í boði eru. Þetta er falleg og
makleg viðurkenning frá kjósend-
um landsins í garð þeirra beggja,
Jóns Magnússonar og Magnúsar
Guðmundssonar.
Um Tímalistann segja margir,
að hann hafi fengið fleiri atkvæði
en hann hafi átt skilið að fá, og
er það hverju orði sannara. Eu
þegar þess er gætt, að listi þessi
er borinn fram undir merþjum
fjelagsskapar, sem nær yfir land
alt, þá er ekki óeðlilegt, að haim
komi manni áð við landskjör,
þrátt fyrir alla óánægjuna, sem
nú er ríkjandi innan kaupfjelag-
anna. Því er líka svo varið, aS
menn eru nýlega farnir að fá ljós
ari skilning en áður á þeim krögg
um, sem forsprakkar samábyrgð-
arfyrirkomulagsins og skulda-
fiækjuverslunarinnar hafa komiS
kaupfjelagsskapnum í. En fj*-
lagsskapurinn nýtur enn góðra
leiðtoga frá pimliðnum árum, sem
nú eru flestir ýmist dánir eða
hættir störfum.
Eins og getið var til hjer í blað-
in.u undir eins að kosningunum af
stöðnum, hefir kvennalistinn feng
ið miklu meira fylgi en menn ætl
, •
uðu, þegar hánn kom fyrst fram.
Það fylgi er ekki alt frá kven-
fólkinu. heldur hafa einnig karl-
menn, og þeir ef til vill ekki fáir,
farið þangað með atkvæði sía.
Þeir hugsuðu ýmsir sem svo: D-
listinn kemur að manni hvort
sem er. Það er því skynsamlegt
áð úiagna kvennalistann sem mest
móti sósialista-listanum og Tíma-
listanum. Hann er líklegri til þesa
að ná í einn mann en D-listinn til
að ná í tvo, og því er atkvæðun-
um best ráðstafað á þann hátt,
að beina þeim þ.angað. Þetta bla(S
er þeirrar skoðunar, að konur eigi
ekki að hafa sjerlista, heldur vinna
að kosningum og stjórnmálum í
fjelagsskap við karlmennina. En
lir því að svo fór nú, að borinn
var fram kvennalisti, getur blaðið
vel unt konunum þess sigurs, sem
þær hafa fengið, og býður fyrsta
fulltrúa þeirra velkominn í þing-
mannatöluna.
A-listamenn gátu ekki búist við
sigri, <er jafnmikil þátttaka varí
í kosningunum sem nú reyndist.
Líka hefir framkoma ýmsra leið-
andi manna þeirra og málgagns
þeirra á undanförnum tíma án
efa spilt fyrir þeim.
E-listinn sýnir fylgi núverandi
fcrsætisráðherra. Er þar mátu-
legur löðrungur rjettur að hon-
um og þeim mönnum öðrum, sem
eru að reyna að fleyta sjer i
gömlum og dauðum deilumálum.
Þessi mikli kosningaósigur, í sam-
bandi við olíueinokunina o. fl. o.
fl. mun verða því valdandi, aS
hann og ráðuneyti hans verði aS
víkja á næsta þingi.