Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 26.08.1922, Side 3

Lögrétta - 26.08.1922, Side 3
LÖGRJETTA 3 listasafn hins ágæta íslenska myndhöggvara Einars Jónssonar. Þykir okkur helmingi meira til listaverka hans koma, eftir að viö höfum sjeð landið og alt hið mikilfenglega í íslenskri náttúru, sem hlýtur að hafa fýlt listamanns- sál hans guðmóði. Oft höfum við verið að liugsa vyn, hvort allir menn í þessu landi sem að eins á 1000 ára gamla menningu —; en ekki valdboðs- menningu — væru listamenn. Við liöfum hitt svo mörg tónskáld, skáld, málara, söngvara, orgel- og pianoleikara með ágætum hæfi- lcikum, að okkur ihefir verið ó- blandin ánægja að því. Og hóg- værö þeirra og yfirlætisleysi í allri framgöngu hefir hrifið okk- ur og má teljast 'mikils virði ekki síst á þessari öld, uppskafnings- háttarins. Okkur var vitanlega söknuður að því, að sjá ekki hjer í landi sem annarstaðar forn mannvirki. Þó höfum við sjeð nokkrar gaml- ar kirkjur og bóndabæi, sem hafa sagt okkur hætti úr sögu liðins tíma. Og við höfum sjeð margt mjög eftirtektarvert af gömlurn munum, t. d. á Þingvöllum og Hólum í Hjaltadal og vænt þótti okkur að sjá haug Egils Skalla- grímssonar við Borgarnes og Snorralaug í Reykholti. Jeg vona að ganda kirkjan á Víðimýri, sem alveg er einstök í sinni röð, verði keypt af landinu og haldiö við sem minnismerki, fyrir óborn- ar’ kynslóðir. Við höfðum gaman af því, að koma á forngripasafnið hjer og liitta hinn margfróða. forstjóra þess, Matthías ÞórSarson. — Eruð þjer á förum hjeðan? — Nei við dyeljum hjer til mánaðarloka og búumst við að eiga ánægjulega daga það sem eftir er viðstööunnar hjer á gamla íslandi. En þegar við förum, þá erum við þó ekki farin fyrir fult og- alt. Við höfum í hyggju að koma hingað aftur næsta Wmar og ferðast þá inn í óbygðir, einkan- lega um svæðið milli Langjökuls og alt austur að Vatnajökli. Við erum þakklát hverjum þeim manni, sem við höfum hitt og hefir sýnt okkur gestrisnj og alúð. Og vænt þótt okkur um að sjá, hve íslendingar eru miklir föðurlandsvinir. Jafnvel á miust- • bæjunum sjáum við myndir af bestu sonum þjóðarinnar. — — — Jeg reyni að gera alt sem jeg get til þess að verða íslandi að liði, í hverju tilliti sem er og að endingu endurtek jeg orðin, sem jeg sagði í byrjun þessa raáls: Jog trúi óbifanlega á fram- tíð Islands. Eigi aðeins fiskveiðarnar og landbúnaðurinn, heldur einnig námugröftur gæti orðið til þess að efla veg Island/ í framtíðinni og jeg «r sannfærður um, að þeg- ar tímar líða fram verða margar litlu hafnirnár hjerna stórar og nuka hag þessarar góðu eyju. ■o- Maðurinn er með ósköpum fædd- ur. Misvitur er Jónas. Rjettara mundi þó vera að segja, að óvitur væri Jónas. Eftir langa og virð- ingarverða þögn byrjar hann enn á ýfingum við mig (Tíminn 19. ágúst sl.), en fer þar jafnfjarri því, sem upphaflega var um deilt og áður. Þetta verður ekki skilið nema á eina lund. Manninum er meðsköpuð löngunin til hnútu- kastsins, og er auðsjeð, að hann fær ekki lengur við hana ráðið. En þeir, sem þannig eru van- gerðir frá náttúrunnar hendi, verða að þola, að þær hnútur, sem þeir kasta sjeu gripnar á lofti og sendar aftur eða aðrar sviplíkar. Menn sá eftir eðli sínu og innræti og uppskeran fer eftir því. Jónas hefir nú um langa hríð látið „hnútur fljúga um borð“ og stundum beint þeim að saklausum mönnum. Ekki ætti honum því að bregöa undarlega við, þó að honum hryti hnúta stöku sinnum. Fræðslan endurgoldin. Jeg sleppi í þetta sinn að mótmæla ýmsum vitleysum í grein Jónasar. Það bíður betri tíma. En í stað þess vildi jeg gera honum sömu skil og hann mjer. Hann hefir nú síð- ast tekið að sjer að fræða lesendur Tímans um það, hvað eigendur Mrgbl. segðu um mig og störf mín við blaðið. Jeg get ekki end- urgoldið þetta með öðru en því, að fræða lesendur Mrgbl. um það, hvað eigendur Tímans segja um Jónas og störf hans við kaupfje- lagablaðið. Jeg geri ekki annað en grípa hnútuna á lofti og senda hana aftur. Og ræður Jónas hvern ig hann bregst við henni. Sambandsfundurinn. Á aöal- fundi Sambandsins hjer í vetur urðu svo sem að líkindum lætur r.iklar og margvíslegar umræður um kaupfjelögin og blað þeirra, Tímann. Á Jónas var og minst, og það mjög skilmerkilega. Það var vitanlega kaupfjelagsmaður, sem það gerði og því einn eigandi Tímans. Er ekki hægt að segja, að mikið álit eða frábær þökk komi fram í þeim ummælum um Jónas. Aðalatriðin úr ræðu þessa manns, eða þau sem snertu starf Jónasar fara hjer á eftir, eins og þau eru sögð manna á milli. Varðhundurinn. Ræðumaður kvað það hafa verið sið bænda meðan tún voru ógirt að hafa hunda til þess að verja þau. Nú væru tún víðast ’orðin svo vel girt, að þessir varðhundar væru orðnir óþarfir. Fyrir hefði það kom ið, að slíkir hundar hefðu gerst svo grimmir, að það hefði orðið að setja þá í hlekki. Og stundum hefðu þeir jafnvel orðið svo trylt- ii, að þeir hefðu lagst á hús- bændur sína. En þá hefði ekki verið annars kostur en skella úr þeim tennurnar með naglbít eða þá í öðru lagi að „slá þá af“. Þess má geta, af því það skýrir málið enn betur, að þessi sami maSur kom að síðustu fram með þá tillögu að hætt væri að gefa „Tímann' ‘ út. Menn skilja sjálfsagt, að hjer er átt við árásir „Tímans“ (Jón- asar) á Pjetur heitinn Jónsson at- vinnumálaráðherra, sem vitanlega var einn eigandi „Tímans“. — Jónas er hjer sjerkendur af ein- um eiganda blaðsins sem óþarfur varðhundur. Og ekki nóg með það. Það er ennfremur gefið í skyn, að þessi varðhundur sje tek- inn að gerast svo grimmur, að hann sje farinn að leggjast á eiganda sinn eða húsbónda. Á tvær leiðir bendir ræðumaður ti þess að gera hann óskaðlegan — annaðhvort að tannskella hann með naglbít eða slá hann hrein- lega af. Þannig hljóöar yfirlýs- ing þessa eigenda „Tímans” um starf Jónasar. , Nánari lýsing. Aðra hnútu send- ir Jónas, sem jeg verð að fara nokkrum orðum um. Hann gerir tilraun til að einkenna skáldskap minn og aðra liæfileika mína. Það sem hann segir um skáld- skapinn er ekkert annað en tugga út úr öðrum, sem hann gleypir athugunar- og rannsóknarlauSt, Sú fræðsla, sem hann veitir um mig að öðru leyti, er jafn villandi. En fyrir þessar tilraunir hans til lýsingar á mjer verður hann vita- skuld að fá aðra á sjer. Og vill svo vel til, að sú lýsing er fyrir hendi og hefir lengi verið, þó hún hafi ekki veriö birt vegna þess, að Jónas baðst friðar og griða. En nú hefir liann brotið a.f sjer þau grið. Auknefnin. í fari Jónasar hefir ýmislegt birtst, sem orðið hefir tii þess, aö almenningur hjer á landi hefir gefið honum nokkur auknefni. Hann hefir svo sem kunnugt er ýmist verið nefndur tjaldabaksmaðurinn, kafbáturinn eða moldvarpan. Og eitt auknefn- i-J var honum gefið á einum lands- kjörslistanum, en það getur ekki birtst á prenti. Hjer skal ekkert um það dæmt, hvort hann á öll þessi auknefni með rjettu. En óskiljanlegt er, að menn hafi ver- ið svo örlátir í nafngjöfum sín- um, ef hann hefir á engan hátt til þeirra unnið. Og út frá þeim verður að skýra skapferli manns- ins og starfsemi að sínu leyti eins og nútíðarmenn verða að hugsa sjer útlit og einkenni for- feðra vorra af þeim auknefnum sem þeim voru gefin af sam- tíðarmönnunum. Eitt vel jgefið nafn getur varpað skýrandi ljósi yfir þann, sem fær það. Allir 'vita, að það eru einkenni kafbátsins, að hann fer að mestu leyti undir yfirborði sjávar, leyn- ist og læðist og leggur skipin á hol án þess nokkurri vörn verði við komið. Hann vinnur sín hermdarverk í myrkrinu og þögn- inni, svíkst að óvinunum. Enginn veit hvar hann er eða hvar hon- um muni skjóta upp næst. Einhverja líkingu hlýtur al- menningsálitið að hafa fundið með Jónasi og kafbátnum þegar það gaf honum kafbátsnafnið. Það mætti hugsa sjer, að mönnum hefði fundist bardagaaðferð mannsins minna á háttalag þessa iílræmda undirheimafara. Eftir því ætti Jónas að starfa þannig, að yfir honum væri jafnan ein- hver hula. í þeirri starfsaðferð birtist hvorki dirfska, hreinskilni nje karlménskuhugur. Hann gæti ef til vill tekið sjer í munn orð Ibsens: „Andsigt til Andsigt har jeg aldrig været en modig Mand“. Að sama brunni ber, ef reynt er að skýra moldvörpunafnið. Það dýr er, eins og allir vita, ekki sjerlega ljóselskt. Hún grefur í myrkrinu, kemur ekki upp á yfirborðið. Þar er líkingin með henni og kafbátnum. Og í því á hún sammerkt við starfsaðferð. tjaldabaksmannsins. Eiginleikarnir. Ef nöfnin lýsa rjett sjereinkennum Jónasar, þá eru þau sjereinkenni vel fallin til að ryðja honum braut til vegs og valda í sjúku þjóðfjelagi, þeg- ar þeim er beitt með nógu mik- illi einbeitni og lægni. Kafbáts- náttúran er sigursæl. En þessir sömu eiginleikar gera hann ófær- an til þess aS vera einn þeirra manna, sem hafa örlögsíma lands og lýðs í höndum sjer. Þar er tjaldabaks-eðlið og moldvörpuað- ferðin eitur. En það eitur hefir nú dropið um hríð yfir íslenska þjóð, og á sennilega eftir að gera enn. Því eðlinu afneita fáir. — Jónas bið jeg engrar afsök- unar, þó jeg heilsi honum ný- kjörnum á þing með þessari grein. Hún hefir sjálf rjettmæti sitt í sjer fólgið. Og hann hefir gefið tilefnið til hennar. J. B. --------o------- Erlent fjármagn cg fólks- futningur til Islands. Ummæli Einars Benediktssonar. „Norsk Pressekontor“ í Kristj- aníu sendi tíðindamann á fund Einar Behédiktssonar skálds er hann var á ferð í Noregi í síð- asta mánuði, og liefir viðtalið ver- ið birt í ýmsum blöðum í Nor- egi. Snýst viðtalið einkum um stjórnmál íslands nú, og aöalefni þess er afstaða íslendinga til er- lends fjármagns og aukins vinnu- lcrafts í landinu við innflutning frá öðrum þjóðumí. Er innflutn- ingsmöguleikum til íslands mikill gaumur gefinn á Norðurlöndum um þessar mundir. Hjer fer á eftir útdráttur iir ummælum Ein- ars Benediktssonar um nauðsyn á auknu fjármagni og vinnuafli. — Það eru tvö aðalatriði,' sem sennilega verður einkum að hafa hugföst til þess að geta gert sjer ljóst, hvaða stefnu Island verði að taka. Fyrra og veigamesta at- riSið er það, hve þjóðin er afar fámenn í hlutfalli við hin stór- kostlegu náttúruauðæfi og miklu víðáttu. Hitt atriðið er hin alda- gamla niðurníðsla landsins síðan frá dögum dönsku einokunarinnar. Fyrra atriðið rökstyður og gerir nauðsynlegt, að landiS geri alt sem hægt er til þess að útvega er- lent fje til allra atvinnugreina, svo sem námugraftar, fossavirkj- unar o. s. frv. Síðara atriðið sýn- ir nauðsyn þess, aS allri orku sje beitt í þá átt að koma sem fyrst á nýtísku vinnuaðferðum og fá vinnukraft. handa landbúnaðinum, í stað hins úrelta lágs, sem mark- að hefir tilyeru sína í hinum á- gætu og í eðli sínu frjósömu sveit- um íslands. Einkum er það með tilliti til Noregs, að það má teljast náttúr- leg nauðsyn, að íslendingar taki upp samvinnu við gamla bræður sína. Norðmennirnir eru sú þjóð, sem fljótust er allra til þess að venjast íslenskiun landbúnaðar- háttum, læra málið og kynnast hinum sjerstöku vinnuaðferðum. Þannig má nefna sem dæmi, að þegar ritsíminn var iagður á ís- landi, mestmegnis af norskum verkfræðingum og norskum vinnu- lýð, þá vildu flestir þeirra vera kyrrir á íslandi að lokinni síma- lagningunni, og þeir sem fengu stöðu þar undu sjer ágætlega og urðu merkilega fljótt heimavanir. Spurningar blaðamannsins verða þess valdandi, að Einar Bene- diktsson fer að tala um einangrun arstefnuna, sem Islendingar virð- ast hafa hallast að síðustu árin. — Því ber ekki að neita, segir hann, að í opinberum umræðum og jafnvel á Alþingi hafa komið fram skoðanir, sem gætu gefið ,út- lendingum ástæðu til að halda að íslendingar vildu vera einangrað- ir eða taka upp nokkurskonar Kínverjahátt gagnvart öðrum þjóðum. Þetta má ekki misskilja. Hin sterka þjóðernistilfinning, sem varðveitt hefir íslenskt þjóSerni og tungu frá glötun, á tímum hins hræðilega verslunaroks, kem- ui í Ijós á þennan hátt hjá ein- staka íslendingum nú á tímum, sem ekki skilja til fullnustu hvað felst í orðinu þjóðernisstefna. — Spurningunni um uppruna og þjóð erni er blandað saman. Og þegar þessi hugtök ruglast saman frammi fyrir kjósendum, sem öldum sam- an hafa vanist ’hatri til erlendrar áþjánar, þá er skiljanlegt aS fallið geti orð, af vörum lýðskrumara, sem álíta sjer stundarhag í því — og þetta getur gefið almennings- álitinu blæ, er getur haft skaðleg áhrif gagnvart útlöndum og hin- um almennu grundvallarreglum um frelsi milli þjóðanna. Það er sennilega af þessum ástæðum, að á síðustu árum hafa verið settar ýmsar reglur um starfsemi er- lendra borgara á íslandi og jafn- vel innan íslenskrar landhelgi. Eigi þarf að eyða orðum að því, hvort heilbrigt sje eða yfir- leitt rjettlátt að takmarka frelsi lítlendrar þjóðar innan umráða- sviSs annarar. Jafnvel þó önnur þjettbýl ríki hefðu ástæðu til þess, og þó að sum gömul menningarríki hafi gefið nokkur fordæmi í þessa átt, þá kemur íslendingum það ekkert við. Fólksskorturinn á Is- landi ritar í þessu efni grundvall- arlög frelsis og jafnrjettis, sem ís- lensku þjóðerni að mínu áliti vær£ dauöasök að brjóta. Blaðamaðurinn spyr næst hvern ig jarðvegur sje fyrir jafnaðar- stefnuna á íslahdi. — Önnur ríki Evrópu verða fyr ir sterkum hræringum -vegna spurn ingarinnar um hvort einstaklings- frumkvæðið eigi að víkja úr sessi fyrir allsherjar rekstri atvinnu- veganna samkvæmt kenningu jafn aðarmanna, en í þessu efni er ís- landi öðruvísi varið. Á Islandi er ekki hægt að ræða þetta mál enn. Það er enginn jarðvegur fyrir jafnaðarmensku á Islandi, í þeim skilningi að ríkiö taki að sjer rekstur almennra fyrirtækja sem nú eru rekin af einstakliagum. Ræktun landsins og bygging hafa ekki gefið neina átyllu til þessa. Nokkrar tilraunir, sem á ófriðar- árunum og eftir ófriðinn voru gerðar til þess að láta ríkið reka atvinnufyrirtæki, hafa líka borið svo ljelegan árangur, að endur- tt-kning slíkra tilrauna verður sí- felt óvinsælli. Blaðamaðurinn spyr hvort nokk urra nýmæla megi vænta í íslensk um stjórnmálum og svarar Einar því á þessa leið. — Mjög sennilegt er, að bráð- lega verði boðaS til þjóðfundar á Þingvelli, þar sem heilbrigð skyn- semi þjóðarinnar fái að láta til sín heyra og samþykkja nokkur grundvallaratriði í íslenskum stjórnmálum. Að minni hyggju verður þá óefað lögð mesta á- herslan á frelsi án þjóðemismis- munar, fyrir vinnukraft og fjár- magn, og mjög sennilega verður kosningalögum stórbreytt, því þau hæfa mjög illa íslenskum stað- háttum.. — Landshættir, lega íslands og

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.