Lögrétta - 02.09.1922, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
ja Þjóðverjar um algeraai
greiðslnfrest til 1924.
Prakkland er þannig sett, aS
það fær bókstaflega ekki neiþt |
borgað. Það hefir varið 80 milj-1
ai d frönkum til vðreisnarstarfsins,'
>en ekkert fengið endurgreitt. — ^
Eentan af þessari gífurlegu upp- ^
haið veldur stórkostlegum tekju-!
ihalla á fjárlögum Prakká, og hefir
i för með sjer fjárhagslega hættu
fyrir landið-
Prakkar eru engir heimsveldis-
sinnar, þeim er viðreisn Bvróp.u
áhugamál, þeim er enginn hugur
á því að koma illa fram gagn-
vart Þjóðverjum; en það er rjett-
mætt af Prökkum að benda á sinn
eiginn hag, sem eitt af meginat-
riðunum í vandræðum álfunnar.
Þessvegna leggur Prakkland alla
áherslu á, að fá skaðabæturnar
greiddar, því það væri fyrsta stig-
"til viðreisnar álfunnar.
Pólk segir: Hvers vegna draga
Prakkar ekki úr vígbúnaðinum.
Þessu kvaðst Poincaré svara því
einu að Frakkar væru ekki enn
•öruggir um að þeir væru óhultir
og tryggingarnar, sem hefðu verið
gefnar fyrir öryggi þjóðarinnar
væru einskis virði. Pólk segði
einnig: „Hvers vegna hækka þeir
ekki skattana?" Því til svars
benti hann á, að þau tíu hjeruð,
sem orðið hefðn fyrir eyðilegg-
ingum ófriðarins, væru nú ófær
cm að borga nokkurn skatt, og
hvað beinu skattana snerti þá
væri mjög lítið um stóreignafyr-
Irtæki, sem hægt væri að láta
blæða. Miðstjettimar væru mann-
margar í Frakklandi, en það væri
ekki hiö sama, og þessar stjettir
greiddu afarháa óbeina skatta.
Þessvegna væri samanburður við
önnur lönd mjög ófullnægjandi.
Kvaðst hann sannfærður um að
óframkvæmanlegt væri að hækka
skattana, eins og nú stæðu sakir.
Hvað ástæður Þjóðverja snerti
þá kvað hann það vera þeim sjálf-
um að kenna hvernig hag þeirra1
væri nú komið. Þrátt fyrir ein-
dregin mótmæli þá hefðu þeir
sóað offjár í skipaskurði, járn- J
brautir o. fl., og kært sig koll-;
otta þó marksgengið f jelli. Ef
Prakkar hefðu haft sömu "fjár- J
málastefnu, þá væru þeir orðnir-'
gersamlega gjaldþrota nú.
Poincaré taldi álit bandamanna-
nefndarinnar um skaðabæturnar
fremur lítils virði. Það lagði til
að koma á eftirliti með fjárlög-
um ÞjóðveVja og vöruútflutningi
«n mintist ekkert á eftirlit með
seðlaumferðinni eða afstöðu ríkis-
bankans. Þessvegna væri það skoð-
un Frakka, að ekki bæri að gefa
Þjóðverjum neinn greiðslufrest
nema þeir gætu gefið bandamönn-
um gildar tryggingar. Bf ekki
öðruvísi, mundu Frakkar einir
taka til þeirra ráða, sem úm mun-
aði, en þeir kysu helst að vera
3 samvinnu við bandamenn sína
og leggja öll kortin á borðið.
d aldi Poincaré síðan upp nokkr-
ar tryggingar og gerði nokkrar til
lögur, sem hann bað bandamenn
að athuga.
Ræða Lloyd George.
Á næsta fundi ráðstefnunnar
hóf tloyd George mál sitt með
því, að vanmáttur Þjóðverja á
,að upþfylla friðarsamningana væri
eigi aðeins til vandræöa einni
þjóð bandamanna, heldur þeim
öllum. Vitanlega hefði Prakkland
liðið mest við ófriðinn, meira en
allir bandamenn, að Rússum ein-
um undanteknum. En ’ þær hefðu
allar liðið mikið, og ástandið væri
ískyggilegt hvar sem litið væri.
Mintist hann síðan á blóðtöku
þá, sem enska þjóðin hefði orðið
fyrir í ófriðnum, og einnig á fórn
ítala. Hvað fjárhagslegt tjón við
ófriðinn snerti vildi hann benda
á óhlutdræga áætlun, sem „Bank-
ers Trust Co“ í New York hefðu
gefið út um kostnað bandamanna
við ófriðinn. Þar væri kostnaöur
Prakka talinn 37,500 miljón doll-
arar, ítala 14,500 miljón dollarar
og Breta 49.000 miljón dollarar.
Benti ræðumaður á, að Bretar
hefðu því kröfu til fjár eigi síður
en Prakkar, jafnvel þó eyddu
hjeruðunum í Prakklandi væri
bætt við kostnaðinn.
Lloyd George benti því næst á,
að auk þeirra lána sem Bretar
hefðu tekið til herkostnaðar, þá
heftSu þeir einnig náð inn með
auknum sköttum 3,000 miljón ster-
lingspundum, og hefðu engn- aðrir
bandamenn gert þetta á ófriðar-
árunum en þeir og Ameríkumenn.
Kvaðst hann sannfæröur um, að
herkostnaður Breta, beinn og ó-
beinn hefði oröið hærri hlutfalls-
lega en á nokkurri annarj þjóð.
Hvað eyðileggingarnar snerti þá
væri hann vel vitandi þess, að
þær væru miklar í Prakklandi,
en þá mætti geta þess, að verslun
Breta hefði einnig stórspilst við
ófriðinn. Pólksfjöldi eyddu hjer-
aðanna í Frakklandi væri, að hann
hjeldi, 2 miljónir. En 4—5 milj-
ónir Englendinga væru nú at-
atvinnulausir íEnglandi vegna þess
hve versluninni hefði hrakað við
ófriðinn og fyrir öllu þessu fólki
þyrfti ríkið að sjá. Þessvegna
væri þýska úrræöaleysið ekki mál,
sem varðaði eina eða tvær af
bandaþjóðunum. Með atvinnuleys-
inu enska væri skattarnir þyngri
í Englandi en alstaðar annarstað-
ar, skuldirnar mestar og byrðar
Breta gætu þolað samanburð við
allar aðrar bandaþjóðir.
Poincaré svaraði ræðu þessari
nokkru og fann mjög aö fram-
kvæmd friðarsamninganna á öðr-
um sviðum en hann hefði áður
minst á.
í svarræðu sinni taldi Lloyd
George Poincaré hafa gert of
lítið úr nytsemi friðarsamning-
anna. Hver áhrif hafa samning-
arnir haft á afvopnun Þýska-
lands? spurði hann. ÞjóSverjar
hafa framselt 33.478 fallbyssur. —
Getur verið að einhverjar sjeu
faldar þar ennþá, en ómögulega
svo margar að þær nægi heilum
her. Þeir hafa afhent 38,000,000
hlaðnar sprengjur, yfir 11,000 há-
skeytlur, yfir 87,000 vjelþyssur,
4^4 miljón rifla og 458 miljón
stykki af skotfærum. Þessvegna
væri það ómögulegt, að Þjóðverj-
ar gætu farið meö ófriði á hendur
fyrri fjendum sínum. Sem hem-
aðarþjóð væru Þjóðverjar orðnir
að engu. Af 5 miljón manna her
sínum, sem einu sinni hefði verið
undir vopnum, væru nú eftir
100.000. Ploti þeirra væri upp-
rættur, þaö væri Prökkum mik-
ils virði og eigi síður Bretum.
Hvað afvopnunina snerti yrði því
ekki annað sagt en friðarsamn-
ingarnir hefðu gert fult gagn.
Hvað 'skaðabæturnar snerti kvað
Lloyd George skaðábótanefnd
hafa verið setta til þess að úr-
skurða. hvað Þ.jóðverjar gætu
borgað, og því mætti ekki gleyma,
að þær ívilnanir sem Þjóðverjar
hefðu fengið, hefðu verið ákveðn-
ar af þeirri nefnd. Og. þrátt fyrir
allan afslátt hefðu Þjóðverjar þó
fram að þessu greitt 500 milj-
ón sterlingspund eöa 10 miljard
gullmörk. Það væri þó nokkuð.
Því næst benti forsætisráðherr-
ann á, að þrjár byltingar hefðu
gengið yfir Þýskaland, og að það
væri bersýnilegt, aS stjómin ætti
erfitt með að ráða við sum sam-
bandsríkin. Það væri satt, sem
Poincaré segði, að Þjóðverjar
væru altaf aö kveina og kvarta
yfir kjörum sínum. Það væri
ekki ástæða til að taka mark á
harmatölum skuldunauts að ó-
rannsökuðu máli, en gengi marks-
ins væri öruggur mælikvarði, sem
stjórnmálamenn bandamanna yrðu
að taka mark á.
Lloyd George kvaöst benda á
þetta alt, án þess að hann ósk-
aði þess að Þjóðverjar slyppu
við að greiða nokkuð það, sem
þeir gætu greitt. Allir bandamenn
mundu vera einhuga um að láta
Þjóðverja greiða eins mikið og
þeir gætU. En um hitt væru menn
ekki eins sammála, hvaða vegi
bæri að fara til þessa. Minti hann
á, að á Spa-fundinum hefði kom-
ið fram tillaga um að hertaka
Buhr-hjeraðið. Það hefði ekki ver-
ið gert þá, því herstjórnin hefði
sagt að eigi nægðu til þess minna
en sjö herdeildir, og að tvísýna
hefði þótt á, að bandamenn hefðu
nokkurntíma 'haft upp kostnaðinn,
sem af hertökunni hefði leitt.
Lagði Lloyd George síðan til,
•eftir að hann hafði komið fram^
með ýms fleiri andmæli ,gegn>
Poincaré, að tillögum hans yrði
vísað til sjerstakrar nefndar, er
segði álit sitt á þeim. Ennfrem-
ur töluðu á fundinum Schanzer
utanríkisráðherra ítala og Theunis
forsætisráðherra Belga.
Tillögurnar.
Tillögur Poincaré, þær er nefnd
in fekk til meðferðar, voru þess
efnis, að bandamenn kæmu á
öruggu eftirliti meS tollmálum
Þjóðverja, verslun þeira við önn-
ur lönd, seðlaútgáfunni og rík-
isbankanum. Ennfremur rekstur
náma og skóga í Ruhr-hjeraðinu
og þátttöku í ýmsum verksmiðju-
fyrirtækjum þýskum, t. d. litunar-
verksmiðjunum og að tollmála-
stjórn þess væri nú í höndum
bandamanna.
Nefnd sú, sem fekk þetta mál
til meðferðar komst ekki að sam-
komulagi. Oðru megin stóðu full-
triiar Prakka í nefndinni en hinu
megin fulltrúar Breta og Itala.
Var meiri hlutinn þannig þeirrar
skoðunar, að ekki bæri að að-
hyllast þessar tillögur, því ákvæð-
in um eftirlit með fjármálum
Þjóðverja gengu of nærri full-
veldi þeirra, og hertaka Ruhr-
hjeraðanna gæti haft ískyggileg-
ar áfleiðingar.
Þegar májið kom aftur fyrir
þá forsætisráðherrana urðu um-
ræður hinar snörpustu. Var reynt
að koma skipulagi á, með því
móti að báðir aðilar slökuðu nokk-
uð til, en þetta reyndist óger-
legt. Poincaré hjelt fast við fyrri
tillögur sínar og Lloyd George
vildi ekki víkja um hársbreidd
frá þeirrj skoðun sinni, að fram-
kvæmd þvingunarráðstafananna
vami það sem dygði til þess að
koma Evrópu á knje.
Lauk svo að málinu var vísað
aftur til skaðabótanefndarinnar í
París til úrslita. Var því þá ná-
kvæmlega jafn langt komið eins
og fyrir ráðstefnuna. En Poin-
caré ljet þess getið, að Frakkar
mundu ekki telja sig skylda til
að hlýða úrskurðj nefndarinnar,
ef hann færi í þá átt, að Þjóð-
verjum yrði sýnd undanlátssemi
áfram, og ljet líklega um, að
Frakkar mundu þá ef til vill
taka til sinna ráða og framkvæma
tillögurnar einir. Vitanlega er
þetta í alla staði rjettmætt, því
friðarsamningarnir heimila að sú
aðferð sje höfð, sem Poincaré
vill nota nú. En sennilegt er, aS
samvinnan milli Prakka og Breta
væri úr sögunni á sömu stund,
sem Frakkar sendu her inn í
Þýskaland til að koma tillögum
Poincaré í framkvæmd.
Skaðabótanefndin sendi þýsku
stjórninni, þegar eftir að hún
hafði tekið viS málinu aftur,
kröfu um, að afborgunin, sem
greiðast átti 15. ágúst yrði greidd
samstundis. Stjómin svaraði aftur,
að henni væri það ómögulegt,
hún gæti eki borgað neitt.( Þar
viS situr. Ekkert hefir gerst í
málinu síðan, annað en það, að
nefndin hefir sent tvo fulltrúa
til Berlín til þess að ræða við
stjórnina þar og kynna sjer á-
standið.
Erl. simfregtiir
Khöfn 24. ágúst.
Harður dómur.
Símað er frá London, að blaðið
„Irish Times“ hafi átt viðtal við
rithöfundinn Bernhard Shaw um
írlandsmálin. Lýsir Shaw upp-
reisnarliði de Valera sem þorpara-
lýð, er rjett væri að skjóta og
írskri pólitík sem hugsjóna lang-
loku, er enginn maður ætti að
láta sig nokkru skifta. (Shaw er
sjálfur íri, fæddur í Dublin 1856,
en hefir lengst af æfinni dvalið í
Englandi og er talinn með allra
fremstu leikritahöfundum Breta).
Ameríkumenn neita að styðja
de Valera
Hæstirjetturinn í New York
hefir kveðið upp úrskurð er bann-
ai bönkunum að greiSa de Valera
2.300.000 dollara, er safnað hefir
verið saman vestan hafs til stuðn-
irgs málefnum írska ríkisins.
Nýjasta níðingsverkið.
Símað er frá'Dublin, að Michael
Collins forsætisráðherra írska frí-
ríkisins hafi verið gerð fyrirsát,
og hann skotinn til bana nálægt
Bandon' í greifadæminu Cork í
írlandi.
írska þingið Dail Eireann hefir
þegar verið kvatt saman. Hefir
afar miklum óhug slegið á íra
við morð þetta.
Khöfn 26. ágúst.
Vandrœði Austurrikis.
Prá Vín er símað, að umleit-
anir safmbandskanslarans í Aust-
urríki um ríkjasameining í Berlín
og Prag (um sameining Austur-
ríkis og Þýskalands eða Tjekkó-
slóvakíu) hafi orðið árangurslaus-
ir. Á hann nú að hitta utanrík-
iíráðherra ítala í Verona, til þess
að ræða málið við hann, en með
því að Schanzer má ekki gera
bindandi samning, verður málið
síðan lagt fyrir þjóðbandalagið.
Bankahrun yfirvofandi i pýskalandi.
Frá Berlín er símað, að margir
smáir og miðlungsstórir bankar
í Þýskalandi eigi örðugt með að
standa í skilum, vegna hins gíf-
urlega gengisfalls þýska marksins,
sem enn heldur áfram. — Por-
ingjar iðnfjelaganna hafa beint
áskorun til ríkiskanslarans um að
koma á eftirliti með starfsemi
allra banka í ríkinu.
Fulltrúar skaðabótanefndar
bandamanna hafa lokið samning-
um sínum við þýsku stjórnina.
Vörulán til Rússlands.
Prá Berlín er símað, að Sie-
mens-verksmiðjurnar þýsku hafi
með samþykki stjómarinnar rúss-
nesku veitt rússneska rafmagns-
hringnum mjög mikið vörulán. Er
það fyrsta vörulánið sem Rússar
hafa fengið, síóan stjómarbylt-
ingin varð..
MorS Cottins.
Prá London er símað, að lík
Collins forsætisráðherra íra, sem
myrtur var á dögunum, hafi verið
flutt til Dublin, og á útförin að
fara fram á mánudaginn á alþjóð-
ar kostnað. Við flutning líksins
ljet almenningur ákaflega hlut-.
tekningu í ljósi, og síðustu dag-
ana, síðan morðið var framið,
hefir sjálfboðaliðum írska hersins
fjölgað stórlega.
Bannið í Svíþjóð.
Andbanningar gera ráð fyrir að
bannið verffi samþykt.
Undirbúningur bannmanna í
SvíþjóS úndir bannlagaatkvæða-
greiðsluna hefir verið afskaplega
mikill, og undirróður þeirra síð-
ustu vikumar stórfeldur. — And-
banningablaðið ,Dagens Nyheteri,
sem fylgir Bratt að málum, gerir
þó ráð fyrir þeim úrslitum, aö
bannig verði samþykt með 61%
atkyæða.
Khöfn 28. ág.
Samvinna nýju ríkjanna.
Símað eí frá Marienbad að
bandalagið milli Jugoslavíu og
Tjekkóslóvakíu hafi verið fram-
lengt og aukið við það ýmsum
samningsatriðum, þannig að það
nær nú einnig til fjárhags og
viðskiftamála.
Framtíff Austurríkis.
Símað er frá París, að franska
stjórnin hafi krafist þess, að al-
þjóða sambandið komi fram með
tillögur sínar um framtíð Aust-
urríkis fyrir 1. september með
því aS kanslarinn í Austurríki
óski að fá að vita um, hvað stór-
veldin ætli sjer að gera Austur-
ríki viðvíkjandi, fyrir 15. sept.
Bannið í Svíþjóð.
BannatkvæSagreiðslan í Svíþjóð
hófst í gær (27. ágúst). Símfregn-
ir frá Stokkhólmi segja, að frá
þvr snemma morguns hafi verið
straumur kjósenda að kjörstöðun-
um um alt land, og þátttakan
meiri en dæmj hafa verið til um
nokkrar politískar kosningar. Um
2,800.000 hafa atkvæðisrjett. Upp-
talning atkvæða er byrjuð og hafa
verið talin 280.000 atkvæði gegn
banninu en 123,000 atkv. með því.
Khöfn 29. ágúst.
Eftirmaður Collins.
Símað er frá London, að Willi-
am Cosgrave hafi verið kjörinn
til þess að gegna forsetastÖrfum
í írlandi fyrst um sinn.
Daginn sem Michael Collins var
jarðaður lá öll vinna niðri allan
daginn og sorgarathafnir fóru
fram í öllum kirkjum írska frí-
ríkisins.
Banniff felt í S.víþjóff?
Símað er frá Stokkhólmi að