Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.09.1922, Blaðsíða 3

Lögrétta - 09.09.1922, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 Kanastöðum, og lifir hún mann sinn. Áður en Einar kom að Miðey hafði veriö þar þríbýli og jörðin fremur illa setin, jarðabætur eng- ar og húsakynni ljeleg. Smám- saman náði Einar kaupum á því a+' jörðinni, sem fyrri kona hans hafði ekki átt, og tók nú að bæta hana af kappi. TúniS girti hann vandlega og hafði fyrir löngu sljettað það alt, flutti hann fjöld- ann allan af fornum húsatóftum •ofan í mýrarlautir og flóð í tún- iru, sem ekki var unt að lagfæra á annan hátt. Er túnið nú eitt hið fegursta í sýslunni. f stað Ijelegra bæjarhúsa reisti hann snoturt timburhús, ásamt vönd- uðu geymsiuhúsi úr timbri og auk þessa fjós úr steinsteypu og hiöðu fyrir mörg hundruð hesta heys. Eru byggingar þessar allar hinar vönduðuistu og tsmekkleg- ustu og öll hirða og umgengni með því allra besta, er sjá má á heimilum til sveita, enda er Mið- ey nú oröin ein með allra reisu- legustu sveitabæjum. í þessu sam- bandi má geta þess, að E. fjekk verðlaun úr sjóði Kristjáns kon- ungs 9. árið 1914. En þótt geysimikið starf liggi eftir Einar á heimili hans, vanst honum tími til að takast á hendur mörg trúnaðarstörf og gefa sig mikið að framfaramálum sveitar og sýslu, og má með rjettu telja hann aðalfrömuð þeirra framfara- mála sveitarinnar, er helst voru á dagskrá í hans búskapartíð. Er þ>ar fyrst að nefna hið mikla á- veitufyrirtæki Austur-Landeyinga, sem ráðist var í fyrir rúmum 20 árum, mest fyrir forgöngu hans, og orðið hefir sveitinni til liins mesta gagns. Þá var hann og for- < göngumaður þess, að stofnað var hestaræktarfjelag í hreppnum og var hann formaður þess alla tíð. Aildi hann koma í veg fyrir of- mikla hrossaeign, en vanda betur kyn og uppeldi hrossa. Kom þessi umbótaviðleitni hans aS besta haldi, fyrst og fremst fyrir hrepp- inn og síðan fyrir marga,er keyptu kynbótagripi hjá fjelaginu. Þriðja stórmálið sem Einar átti góðan J>átt í, var bættar samgöngur milli Veistmannaeyja og Rangársands. Eftir að Alþingi fór að veita fje iil þessara ferða fal sýslunefndin Einari að útvega tilboð í ferðirn- •bt og semja um þær, gera ferða- áætlanir o. fl. sem að þessu laut. 1 sambandi við ferðir þessar kom hann á vörupöntunarsamtökum meðal sveitunga sinna. í sýslu- nefnd átti Einar sæti yfir 20 ár og voru oft falin ýms trúnaðar- störf milli sýslufunda. 1 sýslu- nefnd sem annarsstaðar var hann hinn nýtasti maður, voru tillögur hans að jafnaði bygðar á glögg- um skilningj á málefninu, og þeim hyggindum sem í hag koma. Hon- um var mjög lagið að finna aðal- atriðið í hverju máli og þó hann væri ákveðinn framfaramaður, gerði hann sjer ljósa annmarkana og vildi aldrei rasa fyrir ráð fram; hjelt hins vegar skoðun sinni fram með einurð og festu hver sem í hlut átti, en ávalt með hógværð og prúðmensku. Einar var mjög vel gefinn mað- Ur og prýðilega greindur og hafði aflað sjer mikillar þekkingar um ýms efni, alfarið á eigin hönd. Og með allra framtakssömustu mönn- t um var hann og Ijet aldrei á sjer ■- standa til liðveislu eða forgöngu, þegar um nytsemdarmál var að ræða. Heimili hans var myndar- heimilj í fremstu röð, og naut hann þar góðrar hjálpar konu sinnar og barna. Var þar löng- um gestkvæmt, enda alúð og góð- um viðtökum að mæta; skorti til þess hvorki vilja nje mátt. Mun Einar seingleymdur vinum sínum, týndi hann ekki heldur trygðum við þá. í síöara hjónabandi varð honum 6 barna auðið; þau eru Ágúst verslunarmaður í Hallgeirsey, en heima í Miðey hjá móður sinni eru Sigríður, Besselja, ípleifur, Árni, Halldór og Magnús. S. S. ------o------ Þýskar horfur. í „Politiken“ skrifar danski blaðamaðurinn N. Blædel grein þá sem fer hjer á eftir, og lýsir þar áhrifum þeim, sem gengis- hrunið síðasta hefir haÆt á hugs- unarhátt almennings. Greinin er rituð þegar hin svokallaða „tíber- see-Woehe“ — sýningarvika Ham- borgar á iðnaði, var að byrja, og sýnir með dæmum úr daglega lífimu, hve Þjóðverjer eru að- fram komnir: — Á Jungfernstieg eru tvær stærstu gullsmíðaverslanir Ham- borgar. Önnur lokaðj í gær en hin í dag. Járngrindumar eru komnar fyrir gluggana og dyrn- ar lokaSar. Þetta vekur athygli, því borgin er að búa sig undir heimsókn útlendinga — öll gisti- húsin þegar orSin troðfull fyrir hækkað verð. En ástæðan til þess, að gullsmiðirnir loka, er hinsveg- ar alvarlega eftirtektarverð. í glugga hjá þriðja gullsmiðn- um sá jeg auglýsitngu, sem hljóð- aði svo: „Ekkert selt hjer“. Hversvegna vilja dýrgripasal- arnir ekki selja? Svarið er ofur einfalt, en samt verður maður hissa í fyrsta sinni sem maður heyrir það. Þeir vilja ekkú selja verðmæta muni fyrir pappírsmörk, sem enginn hefir trú á, og geta verið fallin um helm- ing á morgun. Kaupsýslumaðun, sem jeg var að tala við um þetta mál, sagði: — Þetta er aðeins byrjunin, forngripasalarnir og listverkasal- arnir koma bráðum á eftir, og hver getur sagt um hve þetta gengisæði getur eyðilagt versiuu- inna að miklu leyti. Hver getur hugsað til þess að selja vörur sínar með þriggja mánaða gjald- fresti, þegar markið getur fallið um 50 % þangað til á morgun? í langan tíma hafa Hamborg- arar verið að undirbúa ,Ubersee‘- vikuna. Hún átti fyrst og fremst að sýna hvað Þjóðverjar gætu flutt út, og hún hefst sama dag- inn, sem vegfarandinn les í glgg- um dýrgripasalanna: Ekkert selt hjer! Jeg skal nefna annað dæmi. Eitt kvöldið sat jeg í einu af bestu veitingahúsunum í Hamborg. Þar var jetið og drukkið engu síður en í Kaupmannahöfn á gull- •laxa-árunum. — Konurnar voru skrautbúnar. Alt bar vott um al- menna velmegun og ánægju. Jeg drap á þetta við fjelaga minn. Hann svaraði: „Jú, en enginn má misskilja þetta. Fólk hugsar nú sem svo, að alt sje undir því komið að fá eitthvað fyrir papp- írsmörkin sín sem fyrst, því á morgun fáist máske ekki nema helm'ngi minna. Þessvegna kaupir það fatnaði eða því um líkt, eða það svallar peningunum upp. Það er almesnur hugsunarháttur, að maður kasti peningum sínum ; sjóinn, ef maður eyðir þeim ekki undir eins til þess að gera sjer glaða stund, og svona er það eig- inlega í raun og veru. Hvers virðil eru pappírsmörkin okkar á morg- un?“ Svona hagar til, þegar „tíber- see“-vikan hefst, eftir langan und- irbúning, vikan, er á að sýna, hvað Þjóðverjar geta framleitt handa öðrum þjóðum. Mjer skjátlast varla er jeg segi, að þeir sem framkvæmdir hafa í því fyrir- tæki, sjeu orðnir svartsýnni og vondaufari um árangurinn en þeg- ar undirbúningurinn hófst. Vikan hófst í gærkvöldi (16. ágúst) í hinum fagra samkomu- sal í ráðhúsinu, og voru þar m. a viðstaddir ráðhérramir Gröner og Köster. Ebert ríkisforseti hjelt aðalræðuna og talaði einkum um framtíð Hamborgar, en fjölyrti minna en búíst hafði verið við, um afstöðuna til annara ríkja. Það var lagleg ræða, eins og mað- ur segir. Almenna skoðunin á ástandinu i Hamborg er sú, að þegar mað- urskygnist aðeins í gegnum efsta hjúpinn, sem blekkir svo marBa gesti, sje það sótthitaþrungið og órólegt. Seinustu dagana halfa 25 dómarar í borginni sagt af sjer, vegna þess, að þeir gátu ekki lifað af laununum Það eru yngstu duglegustu og fiamkvæmdamestu lcgfræðingamir, sem hafa farið, vegna þess að gengilsvandræðin voru að gera út af við þá. Jeg veit ekkert hvað af þeim hefir orðið, en vert er að athuga, að hjer hefir nýtt sjúkdómseinkenni bætst við hin fyrri: Embættis- mennirnir eru famjr að flýja. Og almenna skoðunin a Þjóö- verjum nú, er sú, að þeir sjeu •eins 0g sjúklingur með hitasótt, og að sjúklingnum geti elnað sótt- in þegar minst varir. ------o------ Qamalmennahæliö Það eru svo margir, sem spyrja um það þessa dagana, að vjer teljum skylt, sem hjer eigum hlut að máli að skýra opinberlega frá, bvað því málefni líöur. Aðalfrjettin er þá sú, að vjer höfum afráðið að kaupa hús og hyrja þar nú í haust. Húsið er tveggja ára gamalt steinhús, kall- að „Grund“, suðvestan við Sauða- gerði, við Kaplaskjólsveg. Fylg- ir bæði túnblettur og kálgarðs- stæði, alls 3681 fermetrar, svo þar er landrými nóg fyrir stór- hýsi síðar. Eignin er ódýr eftir atvikum og með ágætum borg- unarskilmálum bæði að voru áliti og sjerfróðra manna sem vjer höfum spurt ráða í því efni. — Herbergjaskipun hússins er eðli- lega ekki að öllu leyti eins og vjer mundum hafa hana í húsi, sem bygt væri handa gamalmenn- um og getum vjer því að sinni ekki tekið annað fólk en það, sem treystist til aö sofa í sam- býlisstofum. Líklega verða þrír í hverri stofu eða fjórir í sumum, verði aðsókn mikil, en undireins og vjer getum bygt til viðbótar, verða einbýlis og tvíbýlibstofur í nýja húsinu. Heimilisfólkinu verður ætluð stór og sólrík dagstofa og reynt aö sjá um að húsrúmið verði nægilegt til þess að fólkið geti stundað þá handavinnu, sem því er tömust áður. Vjer getum tekið 15—20 gam- almenni í þetta hús og verði að- sóknin meiri, veröur reynt að láta mestu einstaklingana sitja fyrir, ef þeir sækja í tíma um að komast á heimilið. Meðlags- vpphæðina höfum vjer ekki ákveð- ið enn, einkum meðan vjer vit- um ekkert um hvað mikið verður gefið af vetrarforða og innan- stokksmunum. Starfsfólk, ráðskonu og tvær vinnukonur, er sömuleiðis óráðið, enda voru ekki húsakaupin full- ráðin fyr en í dag. — En vel er oss þaö ljóst að þar verður vand- inn mestur, §vo að heimilið verði ánægjulegt, Auðvitað er það veglyndi og traust bæjarbúa, sem veitt hefir oss áræði ti'l þessara framkvæmda. Hafa þegar 30 menn skrifað sig fyrir kr. 6000,00 samtals, auk kr. 350,00 sem farþegar á „Gull- foss“ gáfu, en fjölmargir hafa heitiö styrk í haust, þótt þeir sjeu ekki búnir að ákveða hvað gjöfin verði stór. Erum vjer þess fullvissir að þær gjafir verði orðnar svo mikl- ar fyrir þ. 20. þ. m. að vjer get- um þá, samkvæmt loforöi, greitt bæði fyrstu afborgun af húseign- inni, og látið gera þær breytingar á ' húsinu sem nauðsynlegar eru til þess að geta tekið gamla fólk- ið í haust. ^ Vjer erum ekki nú að skrifa neitt venjulegt þakkarávarp, en geta má nærri hvort oss þyki ekki vænt um að margir væru milli'göngumenn í þessu máli, og ætlun vor er, aö aðbúðin á heim- ilinu verði þannig að blessunar- ósk heimilisfólksins fylgi styrkt- armönnum, bæði þeim sem gefa 5 krónur og hi!num sem gefa fimm- hundruð krónur eða meira, og hinum síst gleymt sem bæði hefir gefið stærstu gjöfina og safnað hmu öllu alveg endurgjaldslaust. Undir feins og starfsfólk' er ráö- ið og meðlag ákveðið, ‘látum vjer til vor heyra að nýju. Reykjavík 4. september 1922. S. Á. Gíslason, Flosi Sigurðsson, Júlíus Árnason, Páll Jónsson, Har. Sigurðsson. I Vatnaskógi. Skógræktarstjórinn, hr. Kofoed Ilansen, bauð nokkrum mönnum með sje upp í Vatnaskóg síöastliö- inm laugardag. Skógurinn hefir mi verið girtur og varinn í nokkur ár og síöan grisjaöur. Árangurinn er sá fyrst og fremst, að skógarbotninn hefir nú gróið svo, að þar er gras- vöxtur eins og í túni. Þá hafa og hríslur þær, sem eftir standa, þrosk- ast og hækkað meira en áður. Ein- stöku trje eru farin að teygja topp- ana töluvert upp úr þeirri hæð, sem algengust er á skógartrjánum, og ber þetta vott um, að þroski er að færast í skóginn. Margar hríslur þar eru nú orðnar um 10 fet á hæð. — Stærð skógarsvæðisins er nálægt 580 vallar-dagsláttum, og er hæð trjánna misjöfn á ýmsum hlutum þess, en skógarbotninn alstaðar vaxinn þjettu og miklu grasi. Segir skóg- ræktarstjórinn að það sje aðalmark- miðið, sem að sje stefnt með grisj- uninni, að skapa í skógunum beiti- land. Þarna í Vatnaskóginum álítur hann að nægileg sumarbeit væri nú fyrir 70—80 kýr og að arðvænlegt væri að koma þar upp kúaséli. Gætu bændur í nágrenninu haft samtök um það fyrirtæki, eða þá aðrir ut- anaðkomandi tekið landið á leigu og rekið fyrirtækið. Er sú hugmynd þess verð, að henni væri gavunur gefinn. Markaður er vís fyrir afurð- irnar f Reykjavík. Má hugsa sjer að kýrnar, sem þarna væru hafðar í sumarseli, væru látnar bera snemma á sumri, og mætti þá framleiða þar mikið af mjólk, en að vetrinum væru þær ekki aldar til mjólkurfram- leiðslu, svo að þær yrðu þá ljettari í fóðri. Vatnaskógur á vafalaust framtíð fyrir sjer. Hríslurnar þar eiga fyrir sjer að verða miklu hærri og stærri en þær nú eru. Og öll skilyrði em til þess, að þama komi upp með tím- anum stórt kúabú á sumrum, sem sendi afurðir sínar daglega iúl Reykjavíkur. Ferðin var farin í vjelbáti ö'g honum lagt fram undan Saurbæ, en þangað er 2% tíma ferð frá Rvík. Viðtökumar hjá prestia- um í Saurbæ, sjera Einari Thor- lacíus, voru hinar bestu og sátu menn í veitslu hjá honum eftir gönguna um skóginn. -» Nýlega hefir verið sagt frá því, að loftskeytastöð hafi byrjað starfrækslu sína í Frakklandi, er sje fjórum sinnum aflmeiri eii nokkur stöð, er verið hefir til í heiminum áður, og er henni ætl- að að geta skifst skeytum á við allar stöðvar sömu gerðar, hvar sem er í heiminum, ' Englendingar hafa mikinn hug A því að endurbæta þráðlaust sam- band milli allra landa bretska rík isins og virðist málið nú að kom- ast í framkvæmd. 1 mörg ár hef- ir mikið verið þingað um þetta, en framkvæmdir ávalt dregist. En á þessum tíma hafa framfarirnar í loftskeytasendingum aukist svo mjög, að áætlanirnar, sem stjórn- in hefir látið gera hafa altaí ónýtst og orðið úreltar áður en varði. Fyrst var gert ráð fyrir, að hver stöðin tæki við af annari og flytti símskeyti til Indlands, Ástralíu, Suður-Afrfku o- s. frv. En nú er þetta óþarfi. Það þykír einfaldast að reisa eina aflmikla stöð í Englandi, er sendi skeyli beina leið til Indlands, Ástralín, Egyptalands, Kap, Canada og ann ara siaða; með því móti verður afgreiðslan fljótust og reksturinn miklu ódýrari. Og talið er víst, ef dæma skal eftir því hve miklar framfarir verða mánaðarlega á loftskeytasendingum, að um þaS bil og þessar stöðvar eru komnar upp, verði hægt að breyta þeim með litlum tilkostnaði þannig að þær geti sent myndir sín á milli og að hægt verði að tala. þráðlaust á milli þeirra. Áður var gert ráð fyrir að stöðv arnar yrðu reistar með 2000 metra millibili en nú valda miklar fjar- lægðir engum tálmunum, og stöðv- arnar verða hafðar færri og afl- meiri. Sterkasta stöðin í þessn firðtalsneti verður reist í Eng- landi og verður hún með aflmestti stöðvum í heimi — 240 kílówatta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.