Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.09.1922, Blaðsíða 4

Lögrétta - 09.09.1922, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Fyrst í stað verða svo reistar fjór ar sambandsstöSvar við þessa stöð. i Indlandi, Egyptalandi, Suður- JLfríku og Ástralíu. Er gert ráð fyrir að með þessum stöðvum verði hægt að afgreiða um 10 Kiljón orð á ári. Og þegar skifti- stöðvum verður bætt við getur orðafjöldinn hækkað upp í 20—30 miljón á ári. Skiftistöðvamar eru euikanlega gerðar til þess að gera það kleift að halda sambandinu allan sólarhringinn, því á mjög löngum fjarlægðum er enn erfitt að halda sambandi í hvemig lofts- lagi sem er. Ástralir vilja fyrir Ivem mun fá samband er hægt aje að starfrækja dag og nótt, en fi’ þess að' svo verði er nauðsyn- legt að koma upp millistöðvum. Búist er við að þetta kerfi alt verði ekki komið í fult lag fyr «n eftir 3 ár- ---o---- Erí. símfregnir Khöfn 4. sept. Nýtt morð. Símað er frá Bryssel, að tveir fcelgiskir hermenn hafi verið myrt h' í Ober-Cassel. Hefir belgiska •tjómin látið handtaka allmarga *>enn út af morði þessu, þar 6 *eðal borgarstjórann í bænum. Skaðabótamálið. Símað er frá Berlín, að fulltrú- ar frá belgisku stjórninni sjeu þangað komnir til þess að semja um víxla þá, sem Þjóðverjar eiga að gefa út til lúkningar skaða- fcótakröfum þessa árs, við þýsku »tjómina. Em belgisku sendimenn imir reiðubúnir til þess að sýna tilhliðrunarsemi í þessu máli, eins og um venjuleg viðskiftamál væri að ræða. Ameríkumenn vilja leggja orð í belg. Samkvæmt símskeytum frá Wash ir.gton ætla Bandaríkjamenn mjög hráðlega að fara að taka þátt í nmræðum um viðreisn Evrópu. Khöfn 5. september. , Þýsku jafnaðarmannaflokkarnir sættast. Símað er frá Berlín: Hinn 24. aeptember sameinast báðir þýsku jafnaðarmannaflokkamir í eitt á- sa.mt blöðum þeirra. T. d. renna fclöðin „Yorwártz“ og „Frei'heit“ saman. Ifri-Schlesía sameinast Prússlandi. Atkvæðagreiðsla hefir farið tram um það í þeim hluta Efri- Sehlesíu, sem rann til Þýskalaqds við atkvæðagreiðsluna í fyrra — Ivort landshluti þessi skuli mynda sjálfstætt sambandsríki eða inn- limast í Prússland. Var 400.; ' atkvæða meiri hlutj með því, að sameinast Prússlandi, í stað þess að verða sjálfstætf ríki í þýska sembandinu. Ungverjaland hefir beiðst upptöku í alþjóða- * *ambandið. Undarthald Grikkja. Símað er frá Aþenu, að undan- hald Grikkja í Ljtlu Asíu haldi áfram. Hefir flotinn verið kvadd nr til Smyrna og er búist við að Crikkir verði að flýja úr borginni. Khöfn 6. sept. Ósigrar Grikkja í Litlu-Asíu. Frá London er símað, að Grikk- ir hafi beðið algerðan ósigur fyr- Tyrkjum í Litlu-Asíu; her þeirra sge tvístraður og Tyrkir fellihann unnvörpum. Gríska stjórnin hefir snúið sjer til Breta og beðist hjálpar af þeim, og bandamenn hafa falið fulltrúum sínum í Kon- stantinopel að vinna að því, að friður verði saminn milli Grikkja og Tyrkja. Grikkir eru teknir að flytja sig heim frá Litlu-Asíu. — Yfirforingi hers þeirra þar hefir vtrið settur af- Þjóðasambandið. Frá Geneve er símað, að 3. full- trúafundur þjóðasambandsins hefj ist á mánudaginn kemur og verði Edwards, sendiherra Chiles í London, forseti. -------o------- Hnekt Tímalýgi. Grein er stendur í „Tímanum“ 26. þ. m. og nefnist „Hinn ber- syndugi“ og ræðir, meðal annara efna um skáldafrægð Jóns Bjöms- sonar, hermir svo frá tíðindum, að sjera Arnór í Hvammi hafi jetið ofan í sig ummæli þau, er hann bafi haft „um Tímann á sambandsfundinum1 ‘. Af því að sjera Amór er fjar- staddur til þess að mótmæla þess- ari álýgi, lýsi jeg hjer með rit- stjóra Tímans, Tryggva Þórhalls- son, pastor emeritus, endurskoð- anda Landsbankans, búnaðarfje- lagsfulltrúa, bónda í Laufási og tengdason Klemensar ráðherra, opinberan og vísvitandi lygara að þessum ummælum um Arnór bróð- ur minn. 31. ágúst 1922. Árni Ámason (frá Höfðahólum). -o- Enn hefir Morgunblaðið verið beðið fyrir svohljóðandi yfirlýs- ingu úr Borgarfjarðarsýslu: Yjer undirritaðir alþingiskjós- endur í Borgarfjarðarsýslu, mót- mælum eindregið allri meðferð dómsmálaráðh'erra Sig. Eggerz á sakamáli Ólafs ritstjóra 'Friðriks- sonar og fjelaga hans, frá því að hæstarjettardóihur var feldur í því. Vjer lítum svo á, að nefndur ráðherra hafi með afskiftum sín- um af máli þessu fyrirgert rjetti sínum, til þess framvegis, að hafa á hendi forustu hinnar íslensku þjóðar, sem forsætis- og dóms- málaráðherra. Uudir standa nöfn 51 kjósanda. ——o------------ Dagbók. 3 september. Þór, sem í sumar hefir verið eftir- litsskip við Norðurland hafði seint í ágúst tekið alls 9 ótlend síld- veiðiskip fyrir ólöglegar veiðar. Hafa 6 þeirra verið dæmd í sekt af sýslu- manninum á Húsavík, en 3 af bæj- arfógetanum á Siglufirði. Sextugs afmæli átti Stefán Eiríks- son trjeskurðarmeistari 4. þessa mán- aðar eins og getið var um hjer í blaðinu. Var hann þá staddur austur í Vopnafirði við silungs og laxveiðar. Fjöldi mann hafði heimsótt Stefán í tjald hans þann dag og hafði verið glaumur og gleði hjá honum lengi dags. Guðm. Pjetursson nuddlæknir er nú sestur að í Fjarðarseli á Aust- fjörðum. Hefir hann útbúið þar ofur- lítinn spítala handa sjúklingum, sem tii hans koma lengra að — þrjú til 4 rúm og önnur þægindi. Vígsla hinnar nýju kirkju Seyð- firðinga fór fram fyrir stuttu fyrir miðjan ágúst. Vígði kirkjuna Jón prófastur Guðmundsson á Nesi í Norðfirði. Viðstaddir vígsluna voru allmargir prestar af Austfjörðum. Sendiherra Böggild og frú hans fara til Danmerkur með Gullfossi í dag og ætla að dvelja erlendis í nokkra mánuði, í Danmörku og Eng- landi. í fjarveru sendiherrans gegnir Höst sendisveitarritari, er hingað kom með „Island“ síðast, störfum hans. Eimskipafjeiag Suðurlands, sem að undanförn.* hefir haldið uppi póst- ferðuiu milli Reykjavíkur og Borg- arness, setur nýtt skip í þessar ferðir næstkomandi mánudag í stað „Skjald- ar“, sem gengið hefir þessa leið undanfarin ár. Nýja skipið er „Suð- urland“, sem upprunalega var keypt frá útlöndum, beinlínis til þess að annast þessar ferðir, og hvað far- þegapláss og farrými snerti, var ein- mitt tekið tillit til Borgarnesferð- anna er „Suðurland“ var valið. — Skipshöfnin verður sú sama er áður hefir verið á „Skildi“ og skip- stjórinn einnig, Pjetur Ingjaldsson er að allra kunnugra manna dómi hefir tekist meistaralega að stýra gamla Borgarnesbátnum gegn um krappan sjó er mætt hefir honum milli Snæ- fells- og Reykjaness. Hefir hann hlot- ið aðdáun allra kunnugra manna fyr- i" góða og vissa stjórn á „Skildi“ og aldrei orðið fyrir tjóni, þó í krappan sjó hafi komist. Hefir Pjet- ur verið skipstjóri „Skjaldar“ und- anfarin 3 ár, en áður var hann um ára skeið stýrimaður á „Ingólfi“ er var í sömu ferðum. Sigldi Pjetur „Skildi' ‘ alls 197 ferðir og hefir hann á Iþeim tíma flutt marga milli Borgarness og Reykjavíkur og munu flestir minnast skipstjórans með hlýj- um huga. Nýja skipið „Suðurland“ hefir undanfarna mánuði fengið gagngerða viðgerð í Slippnum og hjá ,,Hamar“ og er nú í alla staði ( útbúið þeim kostum, sem gerast á i strandferðaskipum erlendis. 5. september. Gamalmennahælið. Eins og vænta mátti hafa bæjarbúar brugðist vel við málaleitun Samverjans um lið- styrk til þess að koma hjer upp gamalmennahæli. Hafa undirtektim- ar orðið svo góðar, að Iþegar hafa verið fest kaup á húsi og mun hælið geta tekið til starfa nú í haust. Er það gleðiefni, að svona vel og fljótt hefir gengið að hrinda máli þessu á stað, og verður frumkvöðlum þessa máls ekki þakkað nægilega fyrir starf þeirra. — Nánar verður sagt frá hælinu í grein hjer í blaðinu á morgun. Drengirnir frá Wien fóru áleiðis heim til sín með Gullfossi í fyrradag eftir tæpra tveggja mánaða veruhjer. ITafa þeir verið gestir ýmsra manna hier í bænum og kunnu ágætlega við sig. Eflaust hefðu flestir þeirra vilj- að dvelja hjer lengur, ef hægt hefði verið ástæðanna vegna, en drengimir era allir mentaskólanemendur og urðu að hverfa heim til að byrja nám sitt að nýju með haustinu. Hafa þeir allir notað sumarleyfið meðfram til þess að lesa skólanámsgreinar sínar, en sumir þeirra hafa notið kenslu í íslensku. Leiðbeindi Einar Jónsson mag. art. þeim í málinu. Knattspyrnufjelagið „Fram‘ ‘ kom aftur úr för sinni til ísafjarðar með Gullfossi síðast. Háðu þeir Fram- menn þrjá kappleiki við ísfirðinga og unnu fyrsta leikinn með 5 mörk- um móti einu, annan með 8 á móti 0 og þann þriðja með 6 gegn einu. Dómari var Benedikt G. Waage, nema í miðleiknum; þá var hann í marki hjá Fram en Kjartan Þorvarðsson var dómari. Fengu Fram-menn bestu ný uppfundning. Skandiaverksmiðjan í Ly-sekil, sera býr til hina heimsfrægu SKANDIA* mótora, hefir nýlega sent frá sjer nýjan mótorlampa, sem með rjettnefni má kalla hpaðkveikjulampann. Lampi þessi hitar upp hvaða mótor sem er á 30—90 sekúndum, eftir stærð glóðarhaussins. Lampinn hefir verið reyndur hjer, og er til sýnis í notkun þeim sem vilja. Verðið er 150 og 350 isl. krónur, sem sparast á einu ári í tíma, brennurum og bensini eða olíu, því lampann þarf ekki að hita upp Allar frekari upplýsingar hjá aðalumboðsmönnum verksmiðjunnar á Islandis Bræöurnir Proppé Simar 479 & 608. viðtökur hjá leikbræðrum sínum á ísafirði. Þórður Flóventsson frá Svartár- koti í Bárðardal er staddur hjer í bænum þessa dagana. Kom hann landveg að norðan fyrir nokkru. Ætlar hann að ferðast um Rangár- vallasýslu og Árnessýslu og athuga möguleika til þess að koma þar á laxa- og silungaklaki. Hefir hann góða reynslu í því efni norðan úr Þingeyjarsýslu, þar sem laxaklak og silunga hefir farið fram um mörg ár. Birtist hjer í blaðinu í dag grein eftir hann um reynslu Þingeyinga í þessum efnum. 6 september. Sláturfje er nú farið að koma hing að til bæjarins að staðaldri, oftast tvisvar í viku. I gær komu 150 dilkar tii Sláturfjelags Suðurlands ofan af Hvalfjarðarströnd. Voru þeir fluttir hingað sjóveg frá Hrafneyri. Dánarfregn. Frú Helga Jónsdóttir ar.daðist í fyrradag að heimili dótt- ur sinnar, Gunnþórunnar Halldórs- dóttur kaupkonu, á Amtmannsstíg 6. Sjötugur varð Halldór Briem lands bókavörður, fyr kennari við gagn- fræðaskólann á Möðruvöllum og Ak- nreyri, í gær. Með Gullfossi kom um daginn hing að til bæjarins Olafur Blöndal og fjölskylda hans. Flytur hann sig hing að til búsetu. Hefir hann um mörg ár verið forstjóri verslunar Tang & Riis í Skógarnesi. 7. september. Togararnir. Belgaum seldi afla sinn í Englandi í fyrradag fyrir 1161 sterlingspund. Draupnir er að búa sig á ísfiskveiðar. Apríl seldi í gær. Tryggvi gamli er nýtt togara'heiti hjer í bænum. Eins og kunnugt er keypti Allianee-f jelagið togarann Þor stein Ingplfsson í fyrra af Hauks- fjelaginu, og er það þetta skip, sem nú hefir verið kent við Tryggva heit- inn Gunnarsson bankastjóra. Skipin, sem „Aílianee“ á fyrir, eru Jón for- seti og Skúli fógeti. Rafmagnið. Á síðasta fundi raf- magnsstjórnar var lögð fram skýrsla um notkun rafmagns og tekjur raf- veitunnar frá 1. jan. til 1. júlí. Hafa tekjurnar orðið samtals kr. 206.740.94. Dánarfregn. 4. þ. m. andaðist að heimili sínu, Grjótagötu 9, Magnús Ólafsson trjesmiður, gamall og góð- ur borgari þessa bæjar. Síldveiðin. Uppgripa síldarafli var á Eyjafirði í gær, var oss sagt í sím- tali við Akureyri. En nú vantar bæði tunnur og salt, svo mestur hluti veið- arinnar fer beint í síldarolíuverk- smiðjurnar. Samtals höfðu veiðst nær 45 þúsund tunnur við Eyjafjörð síð- ustu viku. --------»--------- + Er De rigtig klog, da forlang gratis vort nye ill. Katalog over alle Sanitets-, Toilet- og Gummi- varer. Sterkt nedsatte Priser. Nyt Ho- vedkatalog, 36 Sider med 160 111. mod 75 0re i Frimærker. Firmaet Samariten,. Kebenhavn K., A.fd. 60. Karlmannsúr með festi fundið á veginuœ milli Skeggja* staða og Tryggvaskála. Eigandi vitji þess til Sveinbj. Sigurðs- sonar, Miðkekli. „Erhvervspartiet' ‘ danska. Flokkur þessi hefir nýlega 4 almennum landsfundi samjþykt að taka heitið „Det frisindede Lands- parti' ‘ og að færa út starfsvið flokksins og stefnuskrá. í stjórn- ina hafa m. a. verið kosnir fyr- verandi fólkkþingsmenn Asger Karstensen og Johan Knudsen. — Nokkur hluti flokksmanna er óá- nægður með þessa breytingu og vill halda flokknum áfram í sömu mynd og hingað til. Flokkurþessi átti þrjá fulltrúa í fólksþinginu og hafa tveir þeirra fallist á breytinguna, en um afstöðu hins þriðja til hennar vita menn ekki enn. Ný „Dana“-för. Hafrannsóknaskipið „Dana“ fór flá Kaupmannahöfn 3. þ. m. áleið- i> til Hull. Á skipinu fóru hinir þrír dönskrf vísindamenn dr. phil. M. A. C. Johansen, Krarup og Jensen. Þessir menn ætla að taka þátt í alþjóða fundi hafrann- sóknamanna í Hull og fara síðan í 6—7 vikna ferð um Norðúrsjó- inn til þess að rannsaka lifnaðar- háttu kola og síldar. (Þátttakend- Ur í hafrannsóknaþingimu í Hull verða um 2000 alls, aðallega frá Bretlandseyjum, Frakklandi og- Norðurlöndum. Hefst þing þetta í dag). , Landhelgisgætslan. „Nationaltidende“ segja í til- efni af ákvörðun lögjafnaðar- nefndarinnar um landhelgisgætsl- una, að skoðnir manna um hvort rjett sje af Dönum að taka á sig auknar persónulegar fjárhags- legar byrðar til umbóta á land- helgisgætslunni, sjeu mjög skiftar að öllum líkindum, og að blaðið muni ekki taka afstöðu til máls- ins fyr en greinilegri upplýsingar um málð sjeu komnar fram. t >----—o---------

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.