Lögrétta - 07.12.1922, Page 1
Stærsta
Islenska lands-
blaðið.
LOGRJETTA
Árg. kostar
10 kr. iniia ílands,
erl. kr. 12,50.
Skrifst. og afgr. Austurstr. 5.
Bæjarblað Morgunblaðið.
Ritstjóri: Þorst. Gíslason.
XVII. árg. 77. tbl.
Reykjavík, fimtudaginn 7. des. 1922.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Irúin á æfintývin.
Rœða háskðlarektors Sigurðar
Nordal af svölum Alþingishússins
1. desember.
Háttvirtu höfuðstaðarbúar!
Þjer eruð alkunnir að því, að
hafa gott hjarta og greiða hvers
manns vandræði, enda er óspart
•gengið á það lagið. Varla líður
svo'dagur hjer og engin vika,
að ekki sje leitað á náðir ör-
lætis yðar. Krónurnar, *sem hjer
á árunum þóttu velta nógu
skrambi hart, eru orðnar aftur
úi, dottnar úr sögunni, því smá-
seðlarnir einir eru í samræmi við
tíðarandann. Þeir velta ekki, þeir
fljúga.
Það er von þjer sjeuð orðnir
sárleiðir á öllum þessum fjár-
bónum, sem allar eru til svo nauð-
synlegra og sjálfsagðra hluta, að
það er ómögulegt að gera upp
i milli þeirra, ekkert gaman að
leggja neitt fram til þeirra —
það hverfur alt ofan í gráan og
botnlausan leirinn, eins og mölin,
sem borin er ofan í göturnar
hjerna.
Þessi dagur býður yður til-
breyting, býður yður tækifæri,
sem er einstakt, og jeg veit þjer
grípið tveim höndum.
Þjer megið umfram alt ekki
halda, að stúdentaheimilið sje
nauðsynjamál. Það er alt annað
og meira. Það er æfintýri. Þjer
megið ekki halda, að alt geti
ekki slarkað áfrftm lijeðan af eins
og hingað til. Stúdentarnir koma
ekki til yðar eins og þurfamenn.
Nú eru þeir margir hveriir kúld-
aðir í smáum herbergisholum,
verða að vinna fyrir sjer jafn-
framt námi sínu, fara á mis við
fiest það, sem sambræðrum þeirra
er veitt í öðrum löndum. Og samt
eru þeir að skapa hjer íslenskt
stúdentalíf, sem áður hefir ekki
verið til, samt eru þeir svo djarf-
ir, að þeir fylkja sjer allir
hiklaust undir merki frámtíð-
ar, sem þeir aldrei njóta sjálfir,
samt eru þeir svo . ríkir, að þeir
koma og bjóða allri þjóðinni hlut
i æfintýrinu með sjer.
Þjer eigið að vera þakklátir
fyrir að fá að taka þátt í öðru
eins. Sjáið þjer ekki, að nú í
dag fáið þjer að vera andar lamp-
ans, í dag eigið þjer kost á að
reisa höll Aladíns. Er hjer nokk-
ur maður svo ímyndunarsnauður,
að hann sjái ekki seðlana koma
fljúgandi eins og hráviði, breyt-
ast í steina, bjálka, glugga, skip-
ast í raðir og lög/sjái ekki stú-
dentaheimilið rísa við loft eins
og djarfan draum, seih tekur á
sig fasta mynd.
Maðurinn lifir ekkj á einu
saman brauði. Maðurinn lifir alls
ekki á brauði. Brauðið bjargar
honum frá að deyja. Maðurinn
lifir á æfintýrunum. Án þess væri
lífið ekki líf, 0g maðurinn ekki
maður. Það er óþarfinn svonefndi,
þau verðmæti lífsins. sem varpa
yfir það 1-jóma fegurðar og í-
myndunar, sem gerir daglega líf-
ið þolanlegt. Heldur eigum vjer
að spara alt við oss hversdags-
lega, og kunna svo að halda há-
tíð á milli. en gera alt lífið að
tilbreytingarlausu töðumauli.
Vitið þjer, hvað það er að vera
stúdent'í Að vinna dag eftir dag,
án sýnilegs árangurs, að eiga
fjölda af hugsjónum, en vera lok-
aður úti frá öllum framkvæmd-
um. Það þarf mikla þolinmæði,
mikla trúmensku, mikla trú á,
að liver ærleg vinnustund beri
sinn ávöxt, og mikla trú á lífið,
kosti þess og fjarlægustu mörk.
Þjer vitið, hvað íslendingar hafa
mátt þola. Þeir hafa oft haft
lítið að borða og borið forn klæði.
Og samt hefði þeim gert miklu
minna til, þó að maturinn hefði
verið svolítið verri, fötin svolítið
skjólminni. en ef trúin á æfin-
týrin hefði verið tekin frá þeim.
Og enn ríður oss á, að eiga altaf
nóg af mönnum, sem neita sjer
heldur um eitthvað af því nauð-
synlegasta, til þess að veita sjer
það, sem þá hefir djarfast dreymt.
Hvað haldið þjer, að framtíð-
in muni þakka oss mest? Ekki
malbikun Laugavegarins, ekki
fiskreitina, ekki nauðsynlegustu
framkvæmdirnar — alt þetta
verður talið sjálfsagt og mun úr-
eldast og gleymast. Nei, nútrð-
inni verður þakkað mest alt, sem
hún telur óþarfast: hús Einars
Jónssonar, sýningarskálann, lúðra-
sveitarbvrgið, það sem vjer leggj-
um til bókmenta og .vísinda —
alt sem er í ætt við h i ð e i n a,
sem er enn nauðsynlegra en á-
kýggjur og urr svif Mcrtu.
Það er á yðar valdi, hvort trú
stúdentanna á þjóð sína og fram-
tíðina verður sterkari að kvöldi
er morgni. Þegar stúdentaheim-
ilið rís upp, verður það miklu
meira en venjulegt stórhýsi: Það
verður varði. sem vísar bratt-
ari leiðir, varði hinnar skapandi
trúar, semi er sterkasta aflið í
beiminum. Nú á þessari stundu
liefst smíð hallarinnar. N ú gnýr
Aladín lampann og andarnir hefja
starf sitt.
eftir miðnætti og var aldrei fund-
arhlje. Má af* því ráða, að margt
hafi verið rætt.
Það merkilegasta sem* gerðist
á fundinum mun verða talið það,
að samþykt var vantraustsyfirlýs-
ing til landsstjórnarmnar vegna
íslandsbankamálsins. Var hún bor-
in fram af sjera Ingimar Jónssyni.
Fjöldi tillaga var samþyktur á
fundinum. Þar á meðal í járn-
brautarmálinu, þess efnis að hraða
rannsóknum og öllum undirbún-
ingi málsins svo sem unt væri,
og að koma skipulagi á það hið
fyrsta.
t
F
Þingmálafundur
vid Ölvesárbrú.
Samþykt vantraustsyfirlýsing
til stjórnarinnar.
Þingmálafundur, er þingmenn
Árnessýslu höfðu boðað til, var
haldinn við Ölvesárbrú síðasta
laugardag. Var þar fjölmenni
mikið samankomið víðsvegar að.
Fóru hjeðan úr bænum nokkrir
menn austur, þar á meðal Gunnar
Sigurðsson alþingismaður, Magnús
Sigurðsson bankastjóri, og Jónas
Jónsson frá Hriflu.
Fundurinn stóð yfir í 12 klst.,
frá kl. 2 eftir hádegj til kl. 2
■I
i Núpakoti
andaðist þar að heimili sínu hinn
30. nóv. nú síðast, kominn á 90.
aldurs ár, og hafði hann síðustu
árin verið blindur og í rekkju.
Þessi þjóðkunnj maður var fædd-
ur í Stóradal undir Eyjafjöllum
18. okt. 1833. Voru foreldrar hans
Björn Þorvaldsson og Katrín
Magnúsdóttir. Björn var heppinn
læknir, og þótti í hvívetna hinn
mesti sæmdarmaður; var hann
í'æddur í Klofa á Landi 26. des.
1794, sonur Þorvalds hins gamla
í Klofa (f. 1749; d. 1832 eða
1833), mikilhæfs manns, Jónsson-
ar, Jónssonar í Gunnarsholti, Örn-
ólfssonar í Hellum, Snorrasonar,
Bjarnasonar. En kona Þorvalds í
I Klofa, og móðir Björns, var Mar-
! Grjet (f. 1750) .Tónsdóttir, Bjarna-
sonar prests í Fellsmúla, Helga-
sonar, og má rekja ætt Margrjet-
ar bæði til síra Einars í Eydölum
Sigurðssonar cg Gísla sýslumanns
í Miðfelli Sveinssonar, og ean á
I fleiri vegu. En fað'r Kacrínar
j konu Björns, og móðir Þorvalds
1 Núpakoti, var Magnús hrepp-
j st jóri á Leirum, nafnkunnur mað-
i ur á sinni tíð, Sigurðsson, Bjarna-
! sonar sýslumanns, Nikulássonar.
j Voru þeir því að þr'ðja og fjórða
i frá Bjarna sýslumanni Ami land-
i fógeti og Steingrímur rektor ann-
ars vegar og Þorvaldur hins veg-
ar: En frá Magnúsi hreppstjóra á
, Leirum voru þeir Þorvaldur og
| Dr. Ólafur Daníelsson að öðrum
: og þriðja. Magnús á Leirum var
! fæddur á Hrútafelli í maí 1770,
»
og ljetst á Bergþórshvoli hjá
Katrínu dóttur sinni 10. júní 1854.
Katrín var fædd 23. júní 1802,
einnig á Hrútafelli. Þau Björn og
Katrín giftust 1825, og voru síð-
an 1 ár í Klofa, en fluttu sig
1 1826 að Stóradal og bjuggu þar
í fram til 1834. Þá fluttust þau að
I Bergþórshvoli í Landeyjum, og
j bjuggu þar síðan. Þar andaðist
, Björn 10. sept. 1851. Með for-
; eldrum sínum ólst Þorvaldur upp
ja Bergþórshvoli. og var hann nær
j 18 vetra, er hann misti föður
sinn. Ári síðar fór hann vistum
að Móeiðarhvoli til Skúla læknis
Thorarensens, og var hann þar í
tvö ár (1852—1854). Taldi Þor-
valdur veru sína þar hafa verið
sjer til mikils gagns; húsbóndinn
sjer góður, og fyrirmynd, bæði um
dagfar og dugnað í búskap, for-
sjálni og fyrirmensku. Hin næstu
níu ár var Þorvaldur lausamaður,
og taldi sig þá til lögheimilis á
ýmsum stöðum í Lapdeyjum,
stundum á Bergþórshvoli hjá móð-
ur sinni. En hún hafði giftst aft-
ur 1861 Jóni Jakobssyni,og bjuggu
þau hjon síðan á Bergþórshvoli,
og þar andaðist Katrín 30. okt.
1880. Á þessum lausamenskuárum
komst Þorvaldur í mál, þá rúm-
lega tvítugur, við Jón hreppstjóra
a, Önundarstöðum, stefndi því til
landsyfirrjettar, og vann það ; var
það allfrægt í þá tíð í þeim hjer-
uðum, og fjekk hann þá þegar
mikið orð á sig sem málafylgju-
maður.
Árið 1863 flutti Þorvaldur sig
frá Bergþórshvoli og’ að Núpa-
koti undir Eyjafjöllum, reisti þar
bú, og bjó þar eitt ár ókvæntur.
Voru búföng hans þá ekki mikil.
En árið 1864 kvæntist Þorvaldur,
og gekk að eiga Elínu Guðmunds-
déttur frá Drangshlíðardal, Jóns-
sonar, bróðurdóttur síra Kjartans
í Skógum (d. 1895), ágæta konu.
Blómgaðist búskapur þeirra brátt
fyrir frábæran dugnað, fyrir-
' hyggju og forsjálni á allan hátt,
sro að á rúmlega tuttugu ára
fresti var Þorvaldur orðinn ein-
hver mesti bóndi á landi hjer.
Jörð sína hafði hann þá og bætt
1 stórkostlega.
En á árunum 1886—1888 tók
, hann að húsa eignarjörð sína
Svarzbæli,. er þar er hið næsta
Núpakoti, sem gömul rit segja
að heiti ,,at Gnúpum“. Hafði þá
i'm. hríð verið timburreki mikill
fvrir ^uðurlandi, enda varð húsa-
gerðin stórmannleg, reist hús af
t'mbri, bæði mikið og frítt, og
ekki vanviðað, húsgögn mörg
virkjamikil af sjóreknu mahogni,
reistur þar þess utan húsabær
mikill og sterkur, og því næst
heyhlaða, nær 60 álnum að lengd,
og að því skapi á annan vöxt.
Var hlaða sú þá mest hús að um-
máli, er menn vissu til að reist
hefði verið hjer á landi. Flutti
Þorvaldur sig að Svarzbæli, og
bjó þar síðan,. og kallaði þar þá
a Þorvaldseyri. Bætti hann
þá jörð stórum og prýddi á allan
veg, enda þótti útlendingum, er
þar komu, þá líkjast þar meir
herrasetri í öðrum löndum en
venjulegu íslensku bóndabýli. Stóð
hagur hans á Eyri með hinum
mesta blóma og auðgaðist hann þá
mjög að löndum og lausu fje,
enda hafði hann þá fleiri jahðir
urdir búi sínu, og á margan hátt
vorii útvegirnir með atorku og
fcrsjálni. Orðlagt var það á blóma
árum Þorvalds, að ekki þótti auð-
velt á stranduppboðum í þá daga
f>TÍr Suðurlandi, alt frá Skeiðará
Lögrjetta.
GjaJddagi yfirstandandi árgangv
Lögrjettu var 1. júlí.
Afgreiðsla og innheimta blaðstna
er nú í Austurstræti 5, og gjaldkera
blaðsins, hr. Gísla Finsen, er þar aS
hitta alla virka daga.
Eldri árgangar eiga að borgast tll
fyrv. gjaldkera blaðsins, hr. Þór. B.
Þorlákssonar, Bankastræti 11.
Skuldlausir kaupendur blaðsins eiga
rjett til að fá ýmsar góðar bækur
fyrir hálfvirði, svo sem áður er aug-
lýst, og hangir listi yfir þær bækur
til sýnis á afgreiðslustofu blaðsins.
Borgið Lögrjettu og eign-
ist góðar bækur fyrir
gott verð.
til Hafnarskeiðs, nema hann hefði
þar það, er hann vildi.
Nokkru eftir síðustu aldamót
ljet Þorvaldui- af búskap, og
fiuttist til Reykjavíkur, og bjó
þar í nokkur ár. Á þeim árum
andaðist kona hans. Ljet honum
Reykjavíkurveran ekki betur en
vel, og flutti hann sig því austur
aftur á fornar slóðir.
Þorvaldur var á alla vega mik-
ilmenni að gerð. Hann var mikill
vexti, og bæði karlmannlegur og
höfðinglegur ásýndum, svo að eft-
ir honum hefði verið tekið í hversu
miklu fjölmenni sem var. Vits-
munamaður var hann af eðlisfari
hinn mesti, en mentun hafði hann
litla fengið aðra en þá, sem hann
h&fði aflað sjer sjálfur eða fengið
af umgengni við mentaða menn.
Hann var skapstór og kappsam-
ur, og þóttu því sum'r bera stund-
um heldur skarðan hlut frá skipi,
sem urðu fyrir harðfylgi hans og
vitsmunum, þegar því var að
skifta. Hins vegar var Þorvalduy
mesti mannkostamaður, og metn-
aðar hans gætti á báðar hendur;
gestrisni hans við háa og lága og
höfðingskapur í stórmannlegri
hjálpsemi við snauða menn, er alt
þjóðkunnugt. Gleðimaður varhann
hinn mesti, og hafði yndi af öll-
um mannfagnaði. Gamanyrðum
hans og orðkringi hefir lengi ver-
ið við brugðið. Þorvaldur .var
tryggasti vinur vina sinna.
Aldrei var Þorvaldur í sveitar-
stjórn hjá þeim Austur-Eyfelling-
um. Er sagt, áð þeir hafi ekki
þorað að eiga undir því; hann
mundi verða þeim þar ofjarl. En
sýslunefndarmaður þeirra vár hann
um hríð og sættanefndarmaður
þeirra var hann lengi (í 14 ár).
Alþingismaður Rangæinga var
hann kosinn 1886, og sat á þrem-
ur þingum (1886, 1887, 1889).
Þá sagði hann þingmenskunni af
s.jer; sá af fárvitsku sinni, að
honum ljet betur að vera hjer-
aðshöfðingi en sitja á Alþingi.
Börn Þorvalds, þau sem upp
komust, eru þessi:
1. Þorbjörn, giftur og búsettur
í Yesturheimi.