Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.04.1923, Blaðsíða 2

Lögrétta - 07.04.1923, Blaðsíða 2
2 Hið fyrsta hirðisbrjef Píusar XI.: „um frið Krists í ríki Krists“. 1. Slíkri ótheillastjörnu, sem for- lög álfu vorrar stóðu undir, í sumarmánuðunum 1914, þá er þó feú tíð, er vjer lifum á, einmitt um þessar mundir, ekki einungis ó- heilla vænlegri en í upphafi heims- styrjaldarinnar, heldur virðist iivorki meira nje minna en dauða- •dómur þjóða þeirra, er búa hjer á Vesturlöndum, vofi yfir. Svo fremi að Þjóðverjum ekki verða gefnar upp skuldir sínar, þá má ganga að því vísu, að blóðaust- urinn verði hafinn á ný, þar sem fyr var frá horfið, — en um- leið •eru dagar hins hvíta kynstofns taldir, hjer í kvöldlandinu. — 1 komandi stríði virðist alt benda til, að Sovjet noti tækifærið til að gera bandalag við Þjóðverja gegn Frökkum, en íslamistar og Asía hallist á sveif með rússneska skrílnum. Sem sagt: fari svo að “rjettlæti” hinnar frakknesku pólitíkur ekki verði tafarlapst kastað fyrir ofurborð, þá er óhætt að ger.a ráð fyrir þ'ví, að eftir tæp hundrað ár hafi nýir fólks- flutniugar numið Evróþu. M. ö. o.: það horfir til þess, að eftir ■ekki ýkjalangt árabil, muni hjer um lönd öll völd komast í hendur mórauðra manna og jafnvel skræl- ingja, en leifum hins hvíta kyn- stofns muni verða orpið undir þrælsokið. — 2. í upphafi hins ægilega hild- arleiks, af hvers eftirköstum ver- <iid vorri virðist nú ætla að blæða út, kom einhver mikilsvirtur her- foringi á fund Píusar páfa hins IX. og bað hann að signa korða sinn. En öldungurinn svaraði, titr •andi af harmi: Jeg signa friðinn! — Hvernig hefði hann átt að signa stríðsvopn? — hann, sem alla sína pontifíkatstíð án afláts hafði grátbeðið um þetta eitt: Adveniat regnum tuum, — til- Ikomi þitt ríki! — Ríki Krists í mannssálunum, ríki Krists í helgi- dómi fjölskyldulífsins, ríki Krists x skauti þjóðanna. — Alt leitaðist hann við að endurreisa í Kristi, — í göfgi, í hógværð, í auðmýkt og bróðurkærleika. A dánarbeðin- um leit hann svo yfir haf það af kvöl og sorg, þar sem barna bans beið að farast, og með þetta fyrir augunum brast hið milda, föðurhjarta hans. Eins og maður, sem nýr sam- an höndunum í angist, stóð s>vo Benedikt XV., friðarpáfinn, öll hin löngu styrjaldarár, með blóð- ugan válinn fyrir augum. Kvað rödd hans við árangurslaust yfir f hinum stríðandi herfylkingum. Börnin mín, elskið hvert annað! Og á knjánum grátbað hann: Da pacem, Domine, in diebus nos- tris! — Drottinn, gefðu öld vorri frið! Loks kom þó vopnahljeið, sverð unum var stungið í skeið, líkin grafin. Næstum allar þjóðir jarð- arinnar skrifuðu undir skjölin í Versailles. En undirskriftar hans, sem er löggjafi löggjafanna, var ekki hirt um að leita. Stimpil drottins vantaði á friðarsamning- ana. Engum kom til hugar að bíðja um frið guðsríkis. Og guðs- friðurinn kom ekki, því hjörtu mannanna voru full af hatri. Friðurinn hefir þessvegna aldrei orðið annað en fals og Iýgi. Stríðs- andinn lifir og ríkir síðan vopn- in voru lögð niður, — engu síður •en áður, meðan á sjálfum ófriðn- um stóð. í fasið á þessari sorg- legu staðreynd hrópar nú Píus páfi hinn XI. til barna sinna: Friður sje með yður, friður Krists í ríki Krists! Þetta er fyrirsögnin á encyclicu þeirri, sem forvörður kristninnar sendir nú börnum sín- um, með hinu nýja ári. Hvergi er völ á öllu skýrara nje greinilegra yfirliti yfir ástand ið í álfu vorri, en í þessu brjefi páfa. Það sýnir ljóslega, hversu glögt auga hinn heilagi faðir hef- v.r fyrir meinum tíðar vorrar og fvrir orsökum þeirra. Og hann endar brjef sitt með því að benda a einustu leiðina út úr höxmtmg- unum, á hina einustu hjálpar- von. Brjefið hefir vakið athygli alls hins meníaða heims, og flest blöð álfunnar, sem ekki eru kost- uð af skrílræðissinnum, birta úr því langa kafla, skrifa um það mikið mál og votta, hve slíkt brjef, xir slíkum stað, sje mikill- anfúsugestur á þessari tíð. Mjer hefir ekki þótt ólíklegt, að ýmsum á íslandi kynni að leika forvitni á að heyra, hvað páfastóllinn leggur til málanna um þessar mundir, — þó kannske öðrum finnist það óþarfi í landi, þar sem menn ala svo börn sín upp, að þeim er ekki kent annað um helgustu stofnunina á jörðinni en arfþegnir hleypidóm- ar, og útúrsnúningar á kenning- um hennar. Brjef þetta er djúpt hugsað, viturlega skrifað en mjög þungt orðað. Vegna þess að jeg skil ekki hina háklassisku latínu, sem það •er skrifað á, hefi jeg orðið að láta mjer nægja hina frönsltu útgáfu þess, við útlagninguna á þessum köflum.*) 3. Hinn heilagi faðir harmar íyrst ástandið eins og það birtist hið ytra: hinar árangurslausu til- raunir stórþjóðanna til að semja raeð sjer frið. Hann fer nokkrum orðum um hið almenna hatur er í milli þeirra ræður, um uppreistar- hug hinna yfirunnu gegn sigur- vegurunum, umnýjaherbúnaði,síð- an um vanræksluna á öllu því er | til menningar miði: vísindum, list- um og trú. Síðan skrifar hann: „En hvað hryggilegra er: Við hinn vtri fjandskap inilli ríkjanna bætast síðan innanþjóða óeirðirn- ar. Þeirra vegna er ekki aðeins uppi stöðu mætti ríkjanna, heldur einn- xg sjálfs ínannfjelagsins, kastað eyði leggingunni á vald. Til þeirra ber fyrst að nefna stjettahatrið, sem tins og banvænt átumein hefir nag- að sig inn að hjartarótum þjóð- anna, og eitrað alt það, sem heill þjóðfjelags og einstaklingana velt- ur á, svo atvinnugreinarnar, sem verslunina.. — — Böl þetta verður æ skaðlegra sak- ir hinna vaxandi fýstar eftir ver- aldlegum gæðum, og hinnar harð- svíruðu viðleitni til að sleppa þeim ekki úr höndum. Alstaðar verðum vjer varir hins ísama kapphlaups eftir ríkidæmi og völdum. Orsökin til hinna sífeldu verkfalla — ýmist frjálsra eða tilneyddra — liggur í þessu; í þesu orsökin til allra lýð- #) Annars kvað franska þýðingin því miður ekki vera æskilega nákvæm, þó kvað t. d. hin þýska ekki vera talin betri: hver þýðir nefnilega sjer I vil. — Að eins ítalska þýðingin hefir verið átóríseruð af hinum heil- aga stéli. LÖGRJETTA ! uppreistanna og síSan hinna opin- beru valdbeitinga til að niðurbæla þær“. Síðan fer liinn heilagi faðir nokkr um oröum um hið gegndarlausa þingflokkarifrildi, þar sem hver flokkur berst fyrir eigin liagsmun- um og leitast við að troða skóinn niður af hinum, í stað þess að allir ílokkar einist um baráttuna fyrir hinni almennu velferð. )Því næst kemur hann nánar inn á sviS hins irxnra böls og skrifar: „Það er hörmulegt að virða íyrir sjer, hvernig eyðileggingin hefir þegar í stað gripið um sig, alla leið niður í rætur mannfje- lagsins. Um langt skeið hefir helgidómur fjölskyldulífsins ver- ið misvirtur, og sú misvirðing hefir ekki síst hlotið byr undir vængi nú, eftir styrjöldina. Yið það að feður og synir voru hrifnir burt frá arni heim- ilisins, hefir siðleysið og taum- leysið hvaðanæfa hlotið viðgang og farið í vöxt. Þannig má oft sjá, hvernig hið föðurlega for- vígi á heimilunum hefir mist rjett sinn og sætir nú allajafna óvirðingu. B(lóðskyldurnar! eru virtar að vettugi. Þjónn og herra sjá hver í öðrum fjand- rnann sinn. Helgi hjónabandsins er fótum troðin og skyldurnar við guð og mannfjelagið ekki framar að neinu metnar. Líkt og limirnir sýkjast þegar einhver mikilsverður líkamshluti er óheill, þannig er það náttúr- legt að einstaklingarnir fari ekki varhluta af -hinu sama böli, sem þjakar þjóðfjelagsheildinni og fjöOskyldulífinu. Enda sjáum vjer, hvílík óró hefir undirtök í sálum manna á öllum aldurs- skeiðum og í öllum lífsstöðum, og hve torvelt virðist að friða hana og stilla. Vjer sjáum hvern ig fyrirlitningin gegn hlýðninni, andúðin gegn sjerihverri á- reynslu, er orðin að almennum lesti. Vjer sjáum hvernig ljett- úð kvennanna hefir lagt að baki sjer takmörk a'llrar siðsemi, bæði í klæðaburði, og þó einkum í dönsum, og hvílíkt ólán hin sí- vaxandi eyðslufrekja hennar hef- hefir í för með sjer. Loks sjáum vjer hverpig tala þeirra stöðugt eykst, sem verða eymdinni að herfangi, og hvernig andi bylt- ingarinnar vex með hinum ægi- legasta hraða í flokkum þeirra. Afleiðingar staðreynda þessara eru hinar hryggilegustu: í stað ti-yggrar öryggi vex með degi hverjum uggur og óvissa; í stað reglusamrar, gróðursællar iðju, slæpingsháttur og iðjuleysi. í stað hinnar hölþi reglu og al- mennu hagsældar, sem friðurinn veitir ti-yggingu fyrir, ríkir taum laus ys og óreiða. Á svið hinnar borgaralegu iðju liggja verkefni ósnert. 011 millilandaverslun er trufluð. Dýrkun lista og vísinda er látin vanrækt, og það sem allra hryggilegast er: víðast eru í afnámi sjerhverjir þeir lífernis- hættir, sem verðskulda að nefn- ast kristilegir. Hvort sem tíðin vill telja sjer hið síðasta til hróss þá er þó mannleg siðsemi ekki lengur á veginum fram, heldur hefir hún alt útlit fyrir að stefna aftur á við, til einberrar villi- menskunnar. Af öllu þessu böli teljum vjer þó hið fremsta síðast, En sá hlut- ur er einmitt þannig vaxinn, að hann er hinum „holdlega manni óskiljanlegur“ (Kor. 2 14.* *) — og þó er hann hörmulegastur alls híns hörmulega, sem tímar vorir hafa í fari sínu. Vjer eigum hjer við tjónið, sem bakað er öllu því, er varðar heill mannlegra sálna, öllum þeim málefnum, sem eru andleg og yfirjarðnesk. Þetta tjón er, svo sem auðskilið er, því hryggilegra en missir jarðneskra gæða, þeim mun æðri sem manns- sálin er hinum dauðlega lík* ama......“ Því næst leitar hinn heilagi faðir eftir orsökunum til þessa niðurlægingarástands. Og hann skrifar: „Þá finst oss fyrst og fremst sem heyrðum vjer hinn guðlega huggara, lækninn allra manna meina endurtaka þessi orð: „Alt þetta, hið illa, kernur inn- an frá“. (Mark. 7, 23*) Að vísu gerðu styrjaldariþjóðirnar með sjer hátíðlegan friðarsamning; erx hánn stendur aðeins skrifaður á opinberum skjölum, — íhjörtu mannanna var enginn friðar- samningur skrifaður. í hjörtum jimannanna býr andi ófriðarins stöðugt, og gerir sín vart á hverjum degi, í hinu borgarlega samlífi. Langt of lengi hefir of- beldið haft völdin. Það hefir skorið á rætur mannúðar og með- aumkunar, — þessara tilfinninga sem dýpst eru gróðursettar í m’annlegri náttúru, og fullkomn- un sína eiga í hinum kristilegu kenningum. Hjá öllum þorra fólks er þetta gamalfóstraða hatur orðið að aukaeðli. Þetta blinda lögmál, sem Páll postuli kvartaði undan hjá sjálfum sjer, sem andstæðu við l(>g boðandans, hefir náð konung- dómi. Menn umgangast ekki fram , ar hverir aðra sem bræður, heldur þvert gegn boðum Krists, — koma þeir hverir öðrum — ekki aðeins framandi fyrir sjónir, heldur sem fjendur. Virðingin fyrir persónu og manngildi einstaklingsins er ho.rfin; liðsmagnið eitt er að ein- hverju heft. Einn sækist eftir að nndiroka annan, til þess að geta sjálfur náð höndum um sem mestaf gæðum þessa lífs. Ekkert ræbur í slíkum mæli sem vanrækslan á hinum eilífu verðmætum, sem Kristur lætur mannkyninu standa ing Cicero þegar í fornöld kvað aðeins geta leitt að hinum eilífu lögmálum guðs......... A svipaðan hátt hefir verið lög- ákveðið, að hvorki guð nje Jesús Kristur fái framar hið æðsta sæti við stofnun fjölskyldunnar. Hjóna bandið er nú komið í slíka niður- hegingu, að það er einvörðungu bygt á borgaralegum samningi. Og þó hefir Kristur sjálfur hafið það upp til sinna mestu helgi- dóma (Kor. 5, 32), hann hefir gert það að heilögu tákni hinnar ævarandi sameiningar sinnar við kirkjuna. En hugsjón sú, er kirkj- an hefir lagt til grundvöll- unar fjölskyldunni, til vaxt- ar þjóðfjelagsins, hefir verið myrkvuS fyrir mönnum og rang- færð. Fyrir bragðið er guðstjórn (hiérarchie) heimilisins afnumin og um leið guðsfriður þess. Helgi- dómur hússins er æ tíðar van- helgaður með lágum girndum, smáður með banvænni sjálfsleit- an (égoisme), sem síöan eitrar ailar hinar æðri lífslindir fjöl- skyldnanna og þjóðanna. Að síðustu hafa menn viljað ala börnin þannig upp, að skilja þau frá guði ag Jesú Kristi. Til þess var ekki einasta nauðsynlegt að kristindómurinn væri gerður ntlægur úr skólunum, heldur einn- ig að þar væri barist gegn honum hátt og í hljóði. Hlaut þá ekki sú sannfæring að verða ríkust hjá börnunum, aS. guð og kristin- dómur væru harla lítilsverð skil- yrði til góðs lífernis, úr því þau aðeins heyuðu niðrunarorðum far- ið um þau efni? Nú lcemur að þeim hluta brjefs ins, sem fjallar um viðreisnarvon- ina. Hinn heilagi faðir skrifar meðal annars: „Kenningar Krists og boð leggja einkum ríkt á um það, að persónulegt gildi sjerhvers manns sje í heiðri haft; hversu rýrt sem þetta kann að virðast. Þær leggja ennfremur ríkt á um hreinleik í siðum, um hlýðnisskylduna, um hina guðiegu niðurskipun mann- fjelagsins, um helgidóm hjóna- bandsins og heilagleik hinnar kristilegu f jölskyldu. Þessar og þvílíkar kenningar hefir hann flutt af himnum ofan hingað nið- ur á jörðina, og fengið þær í hendur kirkju sinni með því há- til boða í ltirkjn sinni. Þeirra sæti skipa nú í hugunr manna óseðjanleg þrá eftir jarðneskum og forgengilegum hlutuin. Og hinn heilagi faðir heldur áfram : „.... Til allrar óhamingju hafa mennirnir horfið undaxr merkjum guðs, undan merkjum Krists. Þess vegna hafa þeir steyptst af hávegum giftu sinnar niður í hyldýpi bölvunarinnar. Og þess vegna misheppnast þeim allar tilraunir til að reisa við rústir sínar, til að byggja upp heill sína á ný. 1 löggjöfinni, í ríkjaráðunum, hafa menn kastað Jésú Kristi á dyr, og vilja ekki framar neinn forvörð hafa, er frá guði sje kominn, heldur aðeins frá mönnum. Þess vegna skortir löggjöfina hina tryggu, óslteik- ulu staðfestingu (sanction), skort- ir hinn æðsta rjettargrundvöll, þann, sem hinn heiðni heimspek- tíðlega loforði, að vera henni á- valt nálægur og veita henni hjálp sina. Og ennfremur hefir hann fengið kirkju sinni það verk- efni, að halda áfram að boða þessar kenningar, alt til enda ver aldar, með hinni sömu óbifandi festu, og hann boðaði þær sjálf- ur. Þegar þessa er gætt, þá er það auðskilið, hve mikilsverð hjálparmeðul kirkjan hefir að bjóða,, veraldarfriðinum til við- reisnar. Og þar eð kirkjan er af guði sett, sem skírandi og vörður kenn inga þessara og boða, þá eru á hennar valdi einnar möguleikarn- ir til að loka alla efnishyggju þá úti, sem þegar hefir unnið svo mikið tjón innan vjebanda heimilisins og hins borgaralega þjóðfjelags. Hún hefir ein mátt til þess að vísa veg þangað hin- um krisna spíritúalisma (þ. e. kenningunni um ódauðleik manns- * peir, sem hafa ísl. biblíu við hondina, gæta kannske að, hvernig þessi tilvitnun hljóðar þar. * Sjá neðanmálsgrein á bls. hjer á undan. sálarinnar), þeirri kenningu, sem svo hátt er hafin yfir hinn svo nefnda heimspekilega spíritúal- isma. Hún ein á mátt til að inn- Mása jafnt þjóðfjelagsstjettrmum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.