Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.04.1923, Blaðsíða 4

Lögrétta - 07.04.1923, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTa fje það er, sem nokkrum úgerðar- mönnum hefir verið gefið af ís- landsbanka, og eru það sorglega miklar upphæðir, enda mun þessi aðferð bankans naumast verða til þess að bæta úr viðskifta- örðugleikunum, eða skapa öryggi, heldur jafnvel hitt heldur, og er þá því verra. Ekki munu þó allir taldir, í „Tímanum“, eftir því sem heyrst hefir, og gætir þar, sem annars staðar hreinlyndis blaðsins, er það birtir nöfn sumra skuldunauta, en sleppir öðrum, sem fult eins vel væru að því komnir að sjá nafn sitt á prenti í sambandi við fjármálabrask. — Ætli þetta stafi af því, að „Tím- inn“ þykist muni geta haft gott af þessum síðar? Þessu fræðir þlaðið auðvitað lesendur sína á, því ekki vantar hreinskilnina!! En viðvíkjandi þessum eftirgjöf- um, er útgerðarmenn hafa fengið má þó segja að margur hafi haft heilbrigða atvinnu við útveg þeirra. Hafi haft lífsframfæri hin mestu dýrtíðarárin fyrir fram- kvæmdir þeirra, því atvinnubæt- urnar á ófriðarárunum þóttu nú líka „taka blóð“ (sbr. Tjörnes- ósómann og Öskjulhlíðar vinnu- brögðin alkunnu). Jeg sagði að þetta hefði tekið blóð. Já, það er margt, sem tekið hefir blóð. Og það er sumt aí því, sem enn „tekur blóð“, sem útlit er fyrir að haldi því áfram á komandi árum. Eitt af þessu er meðritstjóri „Tímans“, skólastj. samvinnuskól- ans. Samkvæmt reikningi þeim, yfir laun þessa heiðursmanns, er Lárus Jóhannesson . cand. jur. birti í fyrra, hefir þessi herra haft, síðastliðin fjögur ár, sem næst verð eftirfarandi jarða. Töl- urnar teknar eftir sömu reglum og í „Tímanum11: Krísuvík, Blikastaðir, Geita- berg, Eskiholt, Snóksdalur, Tjörn á Yatnsnesi, Drangey, Baldurs- heimur, Hrifla, Víkingavatn, Hof- teigur, Gilsárteigur, Hólar í Hornafirði, Geirland, Hemla. Jeg hefi nú ekki sett þessi jarðanöfn hjer, af því að jeg geti ekki skrifað tölur, heldur af því að þetta er fáfróðum svo skýrt og svo er þetta móðins. Virðast þá jarðirnar vera sama sem smærri seðlar, hreppar aftur stærri, en sýslur stærstir í þessum nýmóðins seðlaflokki, er „Tíminn“ virðist hafa innleitt. Jeg var að sýna hvað vel nefndur skólastj. hefir haft í þóknun fyrir starfi sitt síðastliðin 4 — fjögur — ár. Ef maður setur nú svo, að veleðla Jónas frá Hriflu skyldi lifa og skamma í 40 — fjörutíu — ár enn, þá verður þetta dáfríð, varla minna eftir „Tímamynt“, en eftirfarandi miðlungsseðlar: Hörglandshreppur, Kirkjubæj- arhreppur, Leiðvallarhreppur, Álftavershreppur, Skaftártungu- hreppur, Hvammshreppur, Dyr- hólahreppur, Austur-Eyjafjalla- hreppur, V.-Eyjafjallahreppur. Eða með öðrum orðum: Vestur- Skaftafellssýsla öll og tveir stór- ir hreppar af Rangárvallasýslu. Er þetta sett hjer til þess, að sýna hversu einstaka manni tekst að flá almúgann ef hvorki brestur slægð nje bíræfni. Jeg nefndi það hjer að fram- an, að ýmsir hafi haft heiðar- lega atvinnu, vegna ^starfsvið- leitni sumra- þeirra manna, er gjafirnar hafa fengið hjá ís- landsbanka. Það gæti maður aftur á móti ekki sagt um þúsundir þær, sem hr. J. J. fengi á þennan hátt. Allra síst getur maður nefnt það heiðarlega atvinnu er hann veitir þeim, sem hann hefir haft til þess að snapa saman mannskemm- andi slúðurþvætting um ágætis- menn hingað og þangað af land- inu. Jeg hefi satt að segja ekki enn gert mjer ljóst, hversu gíf- urlegt tjón það er, sem þjóðin hefir orðið fyrir þar, sem eru eftirgjafir Islandsbanka, og seinni tímar eiga hægra með að dæma um hve mikið tjón hr. Jónas Jónsson bakar þjóð sinni í hags- munalegum og siðferðilegum efn- um. — En það er eitt, sem við bændur gætum rifjað upp í þessu sambandi, og það er tjón það er miðstjórn Sláturfjelags Suður- lands bakaði okkur • 1919—’20, mjer liggur við að segja fyrir eintóman klaufaskap. Tjón það, er þetta skapaði oss bændum þá beinlínis var mjög tilfinnanlegt, því fremur, sem við vorum neyddir til að taka kjötið heim reiknað alt of dýrt. Nú en annað var ekki að gera úr því sem komið var. Ekki var nú samt alt búið með þessu. Þetta óhapp, sem miðstjórn Sláturfjel. Suðurl. varð þama fyrir olli því, að margra skoðun, að næsta haust setti hún kjötverðið alveg óþarf- lega lágt. Mjer finst ekki fjarri lagi að láta hjer fylgja upphæð þá er reikningslega tapaðist, auð- vitað í „Tímaseðlum“, þeir einir eru gjaldgengir nú í gengisvand- ræðunum: Hvanneyri í Borgarfirði, Ytri- Hólmur á Akranesi, Gullbera- staðir, Grund í Skorradal, Deild- artunga, Síðumúli, Ambjargar- lækur, Ferjukot, Knarrarnes,Fróð- á. Hjarðarholt í Dölum, Ásgarð- ur, Króksfjarðarnes, Þorfinnsstað- ii' í Önundarfirði, Staður í Súg- andafirði, Vigur, Ljúfustaðir, Tröllatunga, Melar í Hrútafirði, Lækjamót, Ás í Vatnsdal, Hjalta- bakki, Geitaskarð, Veðramót, Páfastaðir, Ytra Vallholt, Goðdal- ir, Álfgeirsvellir, Frostastaðir, Tjöm í Svarfaðardal, Fagriskóg- ur, Þúfnavellir, Hrafnagil, Kropp- ur í Eyjafirði, Litla Eyrarland, Svalbarð á Svalbarðsstr., Grýtu- bakki, Fjósatunga, Draflastaðir, Halldórsstaðir, Ytsta-Fell, Mýri í Bárðardal, Lundarbrekka, Gaut- lönd, Litlu-Laugar, Ytra-Fjall, Sandur, Skinnastaðir, Ærlækur, Presthólar, Bustarfell, Hvanná, Sleðbrjótur, Rangá, Hamborg, Dvergasteinn, Brekka í Fljótsdal, Eiðar, Fjörður á Mjóafirði, Þing- múli, Stafafell, Bjarnanes, Sand- fell í Öræfum, Prestbakki á Síðu, Ásar í Skaftárungu, Hvoll í Mýr- dal, Holt undir Eyjafjöllum, Brúnir, Hallgeirsey, Barkarstaðir, Geldingalækur, Oddi, Syðri- Rauðalækur, Hvammur á Landi, Múli á Landi, Ásólfsstaðið, Hruni, Birtingaholt, Laugarvatn, Kiðja- berg, Laugardælir, Stokkseyri, I, II ,IH, (= öll), Stóra-Hraun, Reykhólar á Barðaströnd, Gríms- ey, (13 jarðir). Svona er þá þetta registur, og mun ekki of langt. Jeg býst nú við, að þeir sem nærri þessari stofnun hafa staðið telji óþarft að minnast á þetta, því Sláturfjel. Suðurl. standi eftir sem áður og þetta sje liðið og gleymt og bætt. Það er nú að vísu rjett að Sláturfjelagið sem s!íkt stendur höggunarlítið eftir, | sem áður, en bætt er þetta tjón! ekki út af fyrir sig; enda hafði þetta glappaskot afleiðingar, sem ekki er sjeð fyrir endann á. Og þeir sem skoða sig hreina og frá- skilda því að hafa gert glap- ræði á „vitlausu“ árunum, hafa gott af að sjá verk sín rifjuð upp ef þeir kynnu að vera búnir að gleyma. — Fyrst að maður fór nú að rifja upp þessi töp, þá er ekki fjarri sanni að nefna fleira af því tagi og er þá rjett hjer að nefna það sem „Tíminn“ lætur helst kyrt liggja. Þyki leinhverjum nærri sjer gengið er honum rjett að kenna „Tímanum“ um, því það e-* hann, sem byrjaði að tala vm töpin og reikna þau út á „fandsvísu1 ‘. Liggur þá næst að minnast á annað stórtapið, sem bændur hafa orðið fyrir á síðustu árum, á jeg þar við ullarsölu Samb. ísl. sam- vinnufjel. 1920—21, þegar ullin var send, ásamt Svavari Guð- mundssyni, í „lystitúr“ til Pól- lands. Hve stórvaksið tjón þetta var, sjest meðal annars á því, að í sambandsfjel. einu, þar sem ullin var sett á 2 — tvær — krónur pr. kg., varð bóndi, sem hefir tæplega meðalbú, að skila aftur nál. kr. 150.00 — eitt hundrað og fimmtíu krónum — af því, sem honum hafði verið mælt út fyrir ullina. Þetta verð kr. 2,00 pr. kg. mun nál. kr. 1,50 lægra en kaupm, og í það minsta sum kaupfjel. utan sam- bandsins greiddu skiftavinum sínum fyrir ullina umrætt ár. — Ef menn bregða nú þessu fyrir birtuna, og sömuleiðis því að Sís. mun einmitt þetta ár hafa haft á hendi ullarsölu fyrir mikinn meiri hluta ísl. bænda og eiinfremur því að árlegur útflutn- ingur mun nema uppundir mil- jón kr. eða ekki langt fyrir neð- an það, þá býst jeg við að menn muni sjá, að þá muni þurfa nokkuð marga „Tímaseðlana" til þess að vega á móti þessu tapi. Jeg neyðist víst til að telja þá, seðlana, á móti þessu tapi líka, enda þótt það geti ekki skernti- legt heitið að vega klaufaskap og kæruleysi kaupsýslumannanna upp með hófuðbólum feðra vorra, ætti „Tíminn“ best að vita hve sárt það er. Nákvæmt getur þetta mat ekki orðið, sökum þess, að rekningum Sís. er haldið leynd- um, en jeg hefi að nokkru stuðst við ræðu H. Kr. Sbr. „Tíminn“ 21. blað f. á. Eftir því eru „seðl- arnir“ þessir: Austur-Skaftafellssýsla, Vestur- Landeyjahreppur, Rvs., Hraun- gerðishreppur, Árn., Torfulækjar- hreppur, Hvs. Með öðrum orðum það nægir ekki heil sýsla, síður en svo, það verður að bæta við þrem hreppum. Það er sumt svo, að það má gera það úfið á svip, ef því er haganlega raðaðj má í því sam- bandi minna á vörur Þórólfs frá Baíldursheimi, er kaupfjel. bafa verið að pranga út í al- menning undanfarin ár. Eitthvað í ííka átt mætti ef t. v. segja rrm fleira af starfsemi þeirri, sem „Tímanum" er hjartkærust t. d. Landsverslunine, fyr og síðar, nefni jeg þar til, þegar sett var irmflutnmgsbann á hveiti sökum þess, að kaup Landsverslunar þoldu ekki samkepni. Þetta mátt- um við kaupa, það var okkur ekki of gott, en hver áhrif það hefir haft á fjárhag okkar tala jeg ekkert um. Jeg skrifa þetta greinarkorn eins og allir geta sjeð engan veginn til þess að afsaka íslands- banka, enda er það fjarri mjer. Heldur af því, að mjer sýnist „Tíminn“ vilja láta það í veðri vaka að enginn hafi gert veru- leg glappaskot í fjárhagslegum efnum, nema fslandsbanki og þeir sem að frjálsri verslun standa, en jeg þykist hafa sýnt að glappa- skotin eru ekki síður hinu megin og því hættulegri, sem menn fmna þau ekki fyr en um Seinan, þegar meinið er komið í blæðið og kraftana tekur að þrjóta. Sömuleiðis skrifa jeg þetta til þess að sýna að bændur hafa líka fengið „skelli“ hin síðustu árin, en standa þó aS mestu rjett- ir og ætti þetta að sýna, að mik- ið er gerandi fyrir hina íslensku bændastjett; að það er mikið gerandi til þess að hrífa hana úr höndum vissra æfintýramanna, sem eru að reyna að villa henni sýn og tæla hana á glapstigu, sem þeim þó vonandi tekst ekki, því hin íslenska bændastjett er skynsöm og hún er sterk. Annar bóndi. ------—o------- Erl. sfmfregnir Khöfn 31. marts. Iióstur í Essen. SímaS er frá Essen: í dag tóku Frakkar, öllum aö óvörum, hernámi bifreiðar Krupps-verksmiðjanna. Til þess að mótmæla þessu gerðu verkamennirnir verkfall en í upp- þotinu, sem út af þessu spanst, særSust 30 manns og sumir þeirra til bana. Að öðru leyti er páskahlje á stjórnmáladeilunum. Khöfn 2. apríl. Símað er frá París, að rósturnar í Essen á laugardaginn sjeu alvar- legasti viðburðurinn, sem orðið hafi í Ruhr-hjeraðinu síSan Frakkar rjeðust þangað með her sinn.. Hefir Essen verið lýst í umsátursástandi og ráðstafanir liafa verið gerðar til þess að fyrirbvggja nýjar óeirðir. Fjórir af aðalforstjórum Krupps- smiðjanna liafa verið handtelmir. Bófaflokkur handtekinn Símað er frá Múnchen, að lög- reglan þar hafi handsamað foringja bófaflokksins „Alþjóðafjelag anark- ista‘ ‘, ’sem lengi hefir haldið síg í Bayern og farið þar fram með rán- mn og brennum. Khöfn 3. apríl. Ný friðarráöstefna. Frá London er símað, að banda- menn og Tyrkir komi saman á nýja friðarráðstefnu í Lausanne í næstu viku. Bylting í Rúmeníu? Frá París er símað, að fregnir frá Ungverjalapdi hermi, a.ð bylt- ing hafi brotist út í Rúmeníu og sje konungsfjölskyldan flúin úr landi. ---------------o-------- Nýl. barst hingað skeyti þess efnis, að kolanámumenn í Wales hafi á ný í hótunum um að hefja verkfall og að fyrra samkomulag í málinu sje úr gildi numið- í haust lá við borð að námu- menn þessir geröu verkfall og átti það að hefjast 7. desember. En á síðustu stundu náðist þó samkomúlag við námumannasam- band Breta. Samkvæmt skeytinu er þetta samkomulag nú að engu orðið og verkfallið því yfirvof- andi. Hefir þetta vafalaust þau. áhrif að kolaverð stórhækkar. ------------o---- Athugasemd við tilkynningu dr. Jóns Þorkels- sonar, forseta Hins íslenska Bókmentafjelags. Sem svar upp á opið brjef til for- seta og fulltrúaráðs Bókmentafje- lagsins (Mbl. 17. febr.), hefir for- seti, fyrir hönd stjórnarinnar, látið út ganga „Tilkynningu“ (Mbl. 20. febr), þar sem honum farast svo orS, að mjer standi „að sjálfsögðu opið rúm í þessa árs „Skírni“ fyrir hæfilega langa grein til rökstuddra og sæmilegra svara upp á aðfinsl- ur‘ ‘ Einars Benediktssonar „viS rit- verk“ mín. Sjeu orð forseta al vitsku valin, eða að minsta kosti skráð með flausturslausri fyrir- hyggju, þá fæ jeg ekki betur sjeð, en aS í þeim felist viðurkenning á því, að honum og fulltrúaráSinu þyki níðið Einars vera „rökstutt“ og „sæmilegt“ — nema þá að E. B. hafi krækt sjer í einkarjett til að skrifa órökstutt og ósæmilega f „Skírni“, og þau hlunnindi aS auk, aS ekki megi svara honum þar, nema með árs fresti, og þá kurteislega! Jeg býst við, aS jeg verði seinn til svara gegn saurskrifum; og ekki mun jeg góðfúsloga gista að Árna. Forseti endar tilkynningu sína ' þann veg: „Stjórn fjelagsins mun ekld um þetta efni gera upp á milli þessara manna, og orð sín ábyrgj- ast þeir sjálfir“. Ilvað mjer við- víkur, er ábvrgðarsynjan þessi æriS óþörf, þar sem jeg liefi engrar á- byrgðar beiðst. En frá ábyrgðinni á Einars-greininni, mun þeim ekki auðsmogið forseta og fulltrúaráði, hversu liSugt sem þeir leika. ESa hverjum ber að gæta þess, að rit- stjórn „Skírnis“ sje í sæmilegum höndum, og hann ekki aS sorpriti ger? — Spyr jeg fjelagsmenn! Jeg hefi sent forseta iirsögn.- Grantofte pr. Værlöse, 11. mars '23». Ounnar Gunnarsson. --------o--------- Dagbók. 4 apríl. Forstjóri Sambands ísl samvinnu- fjelaga hefir Sigurður Kristinsson kaupfjelagsstjóri á Akureyri verið láðinn. Óráðinn er enn eftirmaður hans við kaupfjelag Eyfirðinga. \ Eins dæmi. Til marks um það, hve afbrigða góð tíðin hefir verið Norð- anlands, síðari hluta vetrar, má geta þess, að í einni sveit í Eyjafirði ut- anverðum, var farið að taka mó fyrir rúmri viku síðan. Er slíkt gert þar venjulega síðast í maí og í byrjun júní. Klaki var engu meiri í jörð nú í marsmánuði en áður í júnímánuði. I - Loftskeytastöðin norðanlands. Um miðjan síðasta mánuð fóru tveir Sigl- firðingar þeirra erinda til Grímseyj- ar, að fá eyjarbúa til að senda áskor un til Alþingis um að loftskeyta- stöðin yrði reist á Siglufirði. Og komu Siglfirðingar með áskorunar- 3kjalið.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.