Lögrétta - 13.04.1923, Síða 1
Skrifst. og afgr. Austurstr. 5.
XVIII. árg. IS. fbi.
Eftir Sigurð Guðmundsson,
skólameistara.
" II.
Munur á vöruverði á Akureyri
og í Reykjavílt er undirrót flestra
veigamestu röksemda, er fluttar
verða fyrir stofnun mentaskóla
Norðurlands. Af þeirri rót rennur
Löfuðnauðsyu hans og meginþörf.
Hjer er ekki kostur á saman-
buröi verðlags í Reykjavík og á
Akureyri. En benda má á, ókunn-
ugum til fróðleiks og athugun-
ar, að hjer á Akureyri fæst
mjólkurpottur nú fyrir 35—40 au.
í Reykjavík kostar hann, að sögn,
65 aura. En sleppum þessum
samanburði. Seinasta haust var
ágætur maður beðinn að útvega
tveimur efnalitlum en efnilegum
námspiltum hjeðan úr Eyjafirði
eins ódýra vist í Reykjavík og
framast væri unt. Honum tókst
ekki að útvega þeim fæði, hús-
næði, ljós, hita og þjónustu fyrir
minna en 145 kr. á mánuði. At-
hugum nú, hvað heimavistarnem-
andi á Akureyri má gjalda fyrir
þetta sama. ÞatS verður að sönnu
ekkert sagt um það með vissu,
hversu dýr verður heimavist hjer
í skólanum í vetur. En jeg ætla
að fara varlega og gera ráð fyrir,
að hún kosti 75 kr. á mánuði.
En jeg vona fastlega, að hún
verði ódýrari, hver sem raun
verður á. Heimavist á Akureyri
er, með öðrum orðum, 70 kr. ó-
dýrari á mánuði en vist þeirra
norðannemenda, er jeg gat um, reyn
ist í Reykjavík. Bæta má því
við, að sumir, ef til vill margir,
norðannemenda, gjalda að mun
rneira á mánuði fyrir vist í Reykja
vík en 145 kr.
Skólaárið á Akureyri er 8 mán-
uðir. Mnnurinn nemur því alt
árið (8x70) kr. 560.00. í Reykja-
vík er skólaárið mánuði lengra.
Bætist því við kr. 145.00. Þá
kemur ferðakostnaður suður að
hausti og norður að vori, og
vinnumissir á ferðum, og mánuð
ur sá, sem skólaárið er lengra
þann, sem skólaárið er lengra
syðra. Jeg áætla þetta alt (og
mun ekki of í lagt) kr. 300.00
Alls kr. 1005.00.
Hver nemandi græðir, með öðr-
um orðum, eitt þúsund krónur á
því ári á að nema hjer. í lær-
dómsdeild eru nemendur að jafn-
aði 3 ár. Það verður því, sam-
kvæmt þessum reikningi, 3 þýS-
kr. ódýrara að verða stúdent á
Akureyri en í Reykjavík. Gerum
enn ráð fyrir, að 10 stúdentar
útskrifist árlega hjeðan að norð-
an. Spara Norðlingar þá 30 þús-
und kr. á ári, ef efnismenn þeirra
geta lokið stúdentsnámi hjer og
þurfa ekki að sækja stúdentshúf-
una suður í Reykjavík, og er
slíkt eigi smáræðis-fúlga. Það er,
satt að segja, undarlegt, að Norð-
lendingar hafa ekkd sótt máá þetta
ýastara en raun er á.
BæiaHbiað Morgunbiaðið. t Ritstjóri: Þorst. Gíslason..
Reykjavik, föstudaginn 13. april 1923. Isafoldarprentsmiðja h.f. > . .... . .
Einhver kann aö skjóta að mjer
þeirri athugasemd, að óvíst sje,
að altaf verði slíkur munur sem
1 ú á dýrtíð á Akureyri og í R-
vík. En þau hlutföll breytast vart
hv' ráði. Jeg hygg, að Reykvík-
iugar sjeu enn snjallari í því en
Akureyringar, sem að vísu kunna
1 okkuð fyrir sjer í því efni, að
gera lífið dýrt og torvelda það
ibúum sínum á þaun hátt. Ferða-
kostnaður getur lækkaö. En liann
verður aldrei svo ódýr, að liann
muni ekki miklu. Alla daga missa
nemendur og tíma þann, er í
ferðina fer, frá arðberandi vinnu.
Akureyri hlýtur altaf að verða
ódýrari bær en Reykjavík. Því
veldur lega hennar í miðri fjöl-
býlli búsældarsveit. Einhver kanu
iiú að benda á, að námstyrkir
sjeu lítið eitt hærri í Reykjavík
en á Akureyri. En skólarnir
liljóta að veröa jafnrjettháir í
því efni.
A mentaskólanám að vera
dýrtf Skýrt og skorinort hefir
Lslenska þjóðin kveðið nei við
þeirri spurningu, er hún hefir
fram að þessu veitt ókeypis
kenslu í inentaskóla 1 sínum. Auk
þess voru fyrrum veittar svo há-
nr ölmusur í latínuskólanum, að
stórum hjálpaði sparneytnum
nemendum. Ef það er inikilsvhrt,
að fæði, föt og húsnæði sje í lágu
veröi, varðar þá ekki miklu, að
fræðsla og mentun efnilegra og
námgjarnra unglinga sje kostn-
aðarlítil? Getur margt, sem þjóð-
fjelagi og ríki ríður meira á,
i.r. góð mentun starfsmanna sinna
fg þegna? Eftirtektarvert er, að
ú’ændur vorir, Norðmenn, hafa
aíðustu ár stofnað lærða skóla,
er ljetta eiga efnilegum sveita-
piltum að verða stúdentar og
siiiðuir eru eftir því markmiði
þeirra og hlutverki. Þeim stendur
ekki eins mikill beygur af því og
sumum ísleudingum viröist gera,
að greiða ungum efnismönnum
götu að æðra námi.
Jeg tel engan efa á, að þjóð
vor hefir skaðast á, hve dýrt hefir
einatt verið að stunda hjer skóla-
nám. Ef lærður skóli hefði alt-
af starfað hjer nyrðra, hefði mörg
um mætum manni orðið meira úr
hæfileikum sínum, en varð, —
gáfur sumra ágætra Islendinga
komið þjóðinni að meira haldi. í
greinum sínum um Möðruvalla-
skóla, í „Norðlingi“ 1875, lield
i i Arnljótur Ólafsson því fram,
og leiðir að því rök, með saman-
burði á tölu norðlenskra nem-
enda í Reykjavíkurskóla þá og
sennilegri tölu nemenda í Hóla-
skóla, að stórum hafi fækkað þeim
norðanmönnum, er sóttu lærð-
au skóla. Gerum ráð fyrir, að
Möðruvallaskóli liefði aldrei verið
stofnaður, en sælcja hefði orðið
alla gagnfræðamentun til Reykja-
víkur. Þá liefði margur Mööru-
vellingi\r farið hennar algerlega
á mis. Stefán skólameistari Ste-
fánsson, er hjer mátti gerst um
vita, reit í „Eimreiðiua“ 1895
„Það get jeg fullyrt, að meirililut-
inn af þeim piltum, sem verið
iiafa hjer í skólanum síðari árin,
heföi ekki getað sótt skóla til
lteykjavíkur. Þeir hefðu orðið að
,iara á mis við þá mentun, sem
þeir heföu fengið hjer, og svo
mundi framvegis fara um allan
fjöldann, ef realskóli Reykjavíkur
yrði einn um hituna“. Benda má
á þjóðkunna* meun, er að loknu
gagnfræðanámi á Akureyri var
varnað að sækja lengra á menta-
brautina en haldið hefðu getað
og lialdið hefðu áfram, ef menta-
skóli hefði þá verið risinn á Ak-
ureyri. Síðan jeg fluttist hingað
norður, hefi jeg' komist að raun
um, að sumir ágætustu nemendur
skólans hjer hafa mót vilja sín-
um orðið að leggja árar í náms-
bátinn, er þeir útskrifuðust hjeð-
an, en heföu eigi neyðst til slíks,
e£ mentadeild starfaði hjer.
Þeir eru ef til vill nógu margir
að höfðatölu, er .stúdentar hafa
orðið á landi voru. En of oft
liefir efnahagur og aðstaða ráðið
því, hverir stúdentar urðu, en
ekki hæfileikar og upplag. Og
aldrei hefir verið dýrara nám
í Reykjavík en seinustu árin.
Mörgum prýðisvel gefnum pilt-
um úr fjarlægum landsfjórðung-
um gerir dýrtíð í Reykjavík
laentaskólavist ókleifa. Fylgja
slíku ýmsir annmarkar, og er sá
ískyggilegastur, aö landið á ekki
^öl eins góðra starfskrafta í þjón-
ustu sína og ella mundi. Til eru
og þeir, sem þannig eru liæfi-
leikum búnir, að þeir fara að
mestu forgörðum, ef þeir mega
eigi stunda æðra nám.
Hjer er komið að því, sem
er mergur og megin þessa máls:
Það er rjettlætismál. Margt og
margt er óvíst um tilraunir þær,
sem stjórnir og þing og stofnanir
gera til umbóta á hag og skipun
þjóðfjelagsins, og síst furða, þótt
menn verði eigi á eitt sáttir um,
livert stefna skuli í slíkri þoka.
En þótt um flest megi þrasa og
þrátta, verður eigi um það deilt,
aö hvorki ætt nje auður nje fæð-
ingarstaður má skera úr því hinu
mikisverða atriði, hverir verði
lærðir menn. Það er ekkert vit
og ekkert rjettlæti í því, að óand-
lega sinnaður drengur á Víkur-
götum getur, efnanna vegna, orð-
ið stúdent, en fluggáfaður ung-
lingur noröur á Langanesströnd-
um á slíks, sökum fjeleysis, engan
kost.*) Þetta skilja aðrar þjóðir
*) í Norðlingsgreinum um Mööru-
vallaskóla fór Arnljótur Ólafsson
hörðum og keskilegum orðum um
þessa hlið málsins. Hann segir t. d.:
,.pað er órjettlátt að hafa svift
Norðurland skóla með 16 ölmusum
og öllum stólseignum og fleygt öllu
Inngt suðvestur að sjó og hafa
þannig fyrirmunað öllum, nema ein-
hverjum ofurhuga og feitum embætt-
ismönnum, að geta leitað sonum sín-
um nokkurrar mentunar. pað er ó-
rjettlátt og mjög skaðlegt nð gera
betur en vjer. Hví stofna Norö-
menn á þessum dögum hvern
lærðan skólann á eftir öðrum í
sveit? Þeir eiga við krappan fjár-
hag að str-íða, eigi síður en vjer.
Hvergi í siðuðum heimi er meiri
ástæða til þess en hjer að dreifa
skólum, af því að þar er hvergi
jafndýrt og erfitt að ferðast og
hjer. Þar má á stuttum tíma
þjóta í gufuvögnum landsendanna
á milli. Samt hrúga erlendar
menningarþjóðir ekki öllum
mentaskólum sínum í stórborg-
irnar.
Þaö er ekki furða, þótt vel gefn-
ir menn fyllist beiskjH, er þeir
sjá treggáfaða menn geta orðið
stúdenta, en sjálfum var þeim
siíkt, sökum tómrar pyngju, harð-
bannaö. Það er brýn skylda þings
cg þjóðar að ráða bót á þessu
.meini, leiðrjetta þetta ranglæti,
og það sem fyrst.
III.
Nú heyri jeg ýmsa segja: „En
það má bæta úr þessu á annan
hátt. Veita má efnilegum nem-
erdum mentaskólans í Reykjavík
miklu liærri námsstyrk en nú er
þeim veittur. Einnig má koma þar
i'pp heimavistum. Slíkar ráðstaf-
anir ættu að draga það úr dýr-
t.íð í Reykjavík, að óþarfi er,
hennar vegna, að rjúka nú til
og stofna mentaskóla á Norður-
landi“.
Jeg held þVí hinsvegar fram,
að litlar líkur sjeu til, að heima-
vistum verði bráðlega komið á í
Rvík, og að fyrir ýmissa hluta
sakir sje hentugra og hollara að
stofna mentaskóla norðanlands
eu að hækka námsstyrk syðra.
Jeg sný mjer fyrst^að heima-
vistunum. Það kostar vart minna
en hundruð þúsunda króna að
reisa heimavistarhús í Reykja-
vík. Hefir landið fremur efni á
því en að auka kenslukrafta á Ak-
ureyri, svo miklu sem slíkt er ó-
dýrara? Heimavistir verða og á-
valt miklú ódýrari á Akureyri en
í Reykjavík. Því dirfist enginn,
sem kunnugur er á báðum stöð-
um, að bera í mót.
TJndarlega fer þeim, er frem-
ur kjósa stórfelda hækkun á náms-
styrk mentaskólans en stofnnn
samskonar skóla nyrðra. Hvaða
vit er í því að binda allar æðri
mentastofnanir við Reykjavík, þar
sem lífið er dýrast á landinu
og þær verða því rikissjóði dýr-
astar og þeim erfiðast að fleyta
fram sjer og sínum, er á ein-
hvern hátt eru tengdir þeim? Hví
má ekki dreifa mentalífi voru?
Halda þeir, sem trúa á ágæti
samkepninnar í verslun og við-
skiftum, að hún sje einskis viröi
í andlegum efnum? Jeg hygg bæði
þjóð vorri og nemepdum hennar
auðinn og embættisfituna a,ð einka-
skilyrði þess, að geta mentað sonu
sína“. Fleira segir hann harðara en
þetta. Ná liefði hann að líkindum
nefnt aðsa fitu cu „embættis£itu“.
ungum, hollara að eigi tvo menta-
skóla með skaplegum nemenda-
íjölda heldur en einn troðfullan
eg of fullan. í menningarlöndum
heims er talið mikið mein að
því, að skólarnir sjeu of fjöl-
skipaðir. Uppeldilegra áhrifa gæt-
ir minna, þar sem margir eru
nemendur, heldur en þar sem
þeir eru fáir. Sambandi kennara
c-g nemenda verður yfirleitt því
ópersónulegra, því fleiri sem skól-
ann sækja, not þau, sem hver ein-
stakur nemandi hefir af kensl-
unni, sömuleiðis því minni. Lengst
hefir mjer fundist jeg eitt sinn
komast með lærisveina, þar sem
þeir voru sex saman í bekk. Svo
hefir sagt mjer gætinn kennari,
er fyrir skömniu hefir kynst skól-
um á Norðurlöndum,að bestir hafi
sjer þótt fásóttu skólarnir, þeir
komi nemendnm að mestu gagni.
Auk samkepninnar fylgja tveim-
ur mentaskólum ýms hlunnindi
og fríðindi. Það getur komið
inannyænlegustu nemendum skað-
samlega illa að eiga ekki nema
eins mentaskóla völ. Guðmundur
Haunesson ritar, meðal annars, um
þetta skólamál: „Aðalatriðið er þó
í mínum augum það, að heilbrigð
samkepni mundi verða milli
beggja skólanna, og bæta báða*).
Einveldi Reykjavíkurskóla er auk
þess atliugavert. Það hefir komið
fyrir, að jafnvel sæmilegir piltar
hafa komist í einhverja ónáð í
iionum og hröklast þaðan burt.
Þeir eiga þá engan kost á að
ná stúdentsprófi hjer á landi, en
ekki á allra færi að leita til út-
landa. Sjálfur hefi jeg lent í því
að eiga undir högg að sækja að
íá að halda áfram námi í skólan-
um hjer — og átti þaö eingöngu
að þakka festu og rjettsýni Magn.
heit. Stephensens landshöfðingja,
að jeg flæmdist ekki burtu“.
Ilann kveður þetta atvik og fleira,
cr í skólanum gerðist á námsár-
mn sínum, komið hafa sjer á þá
trú,að það „sje beinlínis hættulegt
að hafa einn einasta lærðan skóla
í landinu, hættulegt fyrir þrif og
framfarir skólans og geti komið
illa og órjettlátlega niður á ein-
stöku nemendum“ „lsafold“
1917, 29. tbl.). Nefna má dæmi
þess, að allir hafi ekki verið eins
hepnir og Guðmundur Hannesson,
sem átti slíkan hauk í horni sem
Magnús landshöfðingja. Á kenslu-
árum mínum í Mentask. sagði sig
úr homun piltur, að mínum dómi
einn hmna efnilegustu náms-
sveina, er jeg veitti þar tilsögn.
Það olli, að hann reiddist einum
kennaranum. Hana varð að leita
til útlanda til að ná þar stúdents-
prófi. Hann hefir nii, að sögn,
iokið þ\ú í Noregi. Frá þessu er
ckki hjer sagt til að rýra veg
Mentaskólans í Reykjavík — slíkt
getnr gerst í öllum skólum —
heldur til sönnunar máli Guðm.
Hannessonar, að komið geti það
i!la niöur á einstökum nemendum,
*) Laturbreyling gerð af G. H.