Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 24.05.1923, Síða 2

Lögrétta - 24.05.1923, Síða 2
Svo Mjóðandi skjal hefir verið sent út um land: Landskvennafundur sá, sem Kvenrjettindafjelag íslands boð- aði til 3. janúar 5 vetur, hefir fengið góðar undirtektir, og verð- ur haldinn hjer hjer í Reykjavík at öllu forfallalausu dagana 7. til 12. júní næstk. Ætlast er til, að þær konur, sem sjóleiðis kunna í'.ð fara, komi með e.s. „Esju“, sem á að koma 5.--6. júní n. k. til Reykjavíkur. Niður við skipið verða þá til staðar konur, til að taka á móti fundarkonum, og hera þær merki, til 'þess að gestirnir þekki þær og geti snúið sjer til þeirra, og verður þeim svo vísað . þangað, sem þær e-iga að húa. Ætlast er til þess, að fundar- konur gefi skýrslur á' fundinum um alþýðufræðsluna í þeirra fræðslnhjeruðum. Þar, sem fleiri konur eru frá sömu sveitum, geta þær tekið sig saman um, hver þeirra skuli hafa orð fyrir þeim og taka að sjer þau mál, sem þær kunna að vilja að rædd verði á fundinum. Sömuleiðis er óskað eftir skýrsl um um fjelagsskap kvenna, hvern þátt þær taka í sveita- og hjeraðs- málum, hvort konur eru í sveita- stjórnum, skólanefndum, sýslu- nefndum o. s. frv. Þann 6. júní, kl. 2 e. h., safn- ast allar fundarkonumar saman í Iðnskólanum, og fer þar fram al- menn kynning meðal allra fund- arkvenna. Þar verður þá einnig skýrt frá, hvar fundirnir verða haldnir og afhent endanleg dag- skrá, sem tekur fram, hvemig tímanum skuli skift milli fundar- halda, fyrirlestra og skemtana. Sömuleiðis verða framsögumenn ákveðnir í ýmsum málum o. fl., sem álitið er nauðsynlegt. Þessi mál verða rædd á fundin- um: 1. Uppeldismál og alþýðu- fræðsla. 2. Húsmæðra.skólar og húnaðarskólar kvenna, hagkvæm- .ari heimilisfærsla. 3. Landsspítala- raálið. 4. Bannmálið. 5. Fjelags- leg samvinna kvenna- 6. Kvenna- bygging í Reykjavík. 7. Þátttaka kvenna í almennum málum. 8. Næsti landsfundur kvenna. í sambandi við fundinn verður einnig sýning á ýmsúm áhöld- um sem ljetta heimilisstörfin. — Verður þar útlærð hússtjórnar- „kenslukona til aðstoðar við sýn- inguna. Rviík 8. nraí 1923. Fyrir hönd K. R. F. í. Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. ;------o------- litiihritiiiili í húsi Listvinafjelagsins. Eins og sjest hefir í blöðuntim, hefir Karólína Guðmundsdóttir haft sýningu á vefnaði í húsi Listvina- fjelagsins nú að undanförnu og var hún opin til kl. 7 að kvöldi 21. þ. m. Það er ýkjulaust að halda því fram, að þarna sje sýndur sá vefn aður, sem líklegur er til að mynda ný tímamót í þeim iðnaði hjer á landi. Svo vandað verk er þarna sýnt, og svo margt nýtt og fall- egt, að merkilegt má heita. Karólína Guðmundsdóttir hefir verið 2 ár erlendis, á vefnaðar- stofu í Khöfn, og lært þar til fullnustu þá list, að vefa fallega clúka og klæði. En þó mundi pað ekki hafa komið henni að gagni, ef hún hefði ekki sjálf haft þá hæfileika, er til þurfa, að velja fallegar gerðir á vefum sínum og samræmi í litasamsetningu. En það er einmitt þetta, sem einkenn- ir þau verk, er hún sýnir þarna. Hún hefir verið sjer víða úti um fyrirmyndir, bæði erlendis og inn- anlands, einkum með fornum st/íl, cg hefir tekist svo vel að ná þeim, að ágætlega má kallast. Það, sem hún sýnir þarna, er dyratjöld af ýmsum gerðum, gluggatjöld margskonar, hús- gagnafóður, borðdúkar, dreglar, peysusvuntur, legubekkskoddar og ýmislegt fleira. Og alt er þetta unnið á einum vetri, og er það ekki lítið verk, þegar þess er gætt, hve vel er frá öllu gengið. Ekki virðist annað sjálfsagðara, cn að menn noti sjer það, að geta fengið þennan innlenda, fallega vefnað, og kaupi hann þarna, í stað þess að fara í húðirnar og ikaupa þar með svipuðu eða hærra verði, t. d. dyra- og gluggatjöld, sem þó eru vitanlega margfalt endingarverri. Og það ætti að vera Islendingum .nokkurt metn- aðarmál að kaupa innlendan iðn- að, fremur en*jafngóðan eða verri erlendan, fyrir svipað verð. Svo er það meðál allra þjóða. Og ætt- um við ekki að verða eftirbátar í þeim metnaði, því hann er holl- ur. Og það virðist benda í rjetta átt, að mest af _því, sem á sýning- unni er, er þegar selt. Það er óhætt að eggja menn og konur á að sækja þessa sýn- ir.gu. Hún mun sannfæra menn um, að íslenskur vefnaður stend- ekki á baki erlendum, þegar til hans er vel vandað, og sá fer með verkið, sem góðum hæfileikum og smekk og kunnáttu hefir á að skipa. -------o------ Spunavjelar. Jón Gestsson bóndi í Villinga- holti í Flóa, þjóðhagasmiður cg mesti völundur, hefir í vetur er leið smíðað einar 3 spuna- vjelar. En þetta eru nú engar frjettir, útaf fyrir sig, munu menn segja, því það eru ýmsir fleiri sem farnir eru til þess, auk Alberts gamla, frá Stóruvöll- um, sem er sá fyrsti, er smíðaði þessar handspunavjelar hjer, og Bárðar hins Mývetnska, er mest hefir að þv!í unnið hin siðustu ár, og má meðal þeirra nefna Einar Sveinsson bónda á Leiru, mesta þjóðhagasmið, o. fl. Það merkilega við smíði Jóns í Villingaholti á spunavjelunum er það, að hann hefir, ásamt syni sínum Kristjáni, sem einnig er efni í þjóðhagasmið, gert mikils- verðar endurbætur á þessum vjel- um, að dómi þeirra manna, er vit hafa á þeim hlutum, og það sco gagn merkilegar umbætur, að vcrt er að veita þeim athygli, og þá eigi síst fyrir þá, er fást við þessar smíðar. — Spunavjelar Jóns eru ódýrari en norðlensku- vjelarnar. Jón kvartar um það, að hann og þá feðga vanti tilfinnanlega góð verikfæri, því hefði hann þau, mundi hann hafa gert enn meira að smiíðum ea nú á sjer stað. Og það er áreiðanlega víst, að með fullkomnari verkfærum mundu þeir feðgar leggja gjörva hönd á margt, er lýtur að smíði og endurbótum á vjelum og yerk- færum, miklu frekar en þeim nfi er hægt, sökum laklegra og lít- iíia smíðatóla. í vetur er leið, ljet Búnaðar- samband Suðurland. mann, sem er kunnugur spunavjelum, Sturlu Jónsson bónda á Fljótshólum, skoða þessar endurbættu hand- spunavjelar Jóns í Villingaholti, og hefir hann gefið sambandinu skýrslu um endurbæturnar. Fer hjer á eftir álit eða vottorð Sturlu á vjelunum: Eftir ósk Bánaðarsambands Suðurlands, hefi jeg undirritaður skoðað og reynt handspunavjel, er herra Jón Gestsson í Villinga- holti hefir smáðað í vetur. Alt útlit og frágangur vjelarinnar er að öllu betri en á öðrum sams konar vjelum er jeg hefi reynt, enda útaf brugðið á nokkrum stöðum, sem jeg tel til bóta. Utbúnaður á stóra hjólinu er traustari, hjólstólpinn stöðugri, sem orsakast af járnkrappa sem festur er við stólpann og niður í gólfið svo að. vjelin getur ekki ruggað til þegar spunnið er. Annað það, að hjólin sem vagn- inn gengur á eru tekin í hálft svo þau geta ekki farið útaf spor- inu, sem oft hefir viljað til á hinum vjelunum og tel jeg þetta stóra endurbót. Þriðja endurbótin er á snúru- stilli þeim, sem stemmir þráðinn í rjettri afstöðu við spóluteininn, þega.r snúðurinn rennur á þráð- inn og hann er undinn upp á spóluna. Fjórða endurb er það, að takki sá, sem „temprar" lengd hverrar færu — eftir því hve spinna á smátt — er á báðum hliðum á þessari vjel, sem ekki hefir tíðk- ast á öðrum vjelum. Sömuleiðis er hesputrjeð mikið vandaðra að öllum frágangi og um leið mikið sterkara, en þau hesputrje, sem notuð hafa verið með hinum vjelunum. Jeg álít herra Jón Gestsson eiga þakkir skilið fyrir sitt góða fyrir- tæki, þar sem hann er með þeim fyrstu hjer á Suðurlandi er hafa tekið að sjer þetta verk. Og jeg álít, að hvert einasta heimili á landinu þyrfti og ætti að geta haft aðgang að handspunavjel Ef það væri, þá mundi heimilis- iðnaðurinn íslenski vera betur á sig kominn en hann er nú, og þá mundu færri krónur fara út úr landinu fyrir útlendan fatn- að, skjóllítinn og endingarlítinn. 20. febrúar 1923. Sturla Jónsson, frá Fljótshólum. --------o-------- íslenskra botnvðrpunga. Það hefir lengi staðið til, að eigendur ísl. hotnvörpunga mynd- uðu með sjer fjelag, sem tæki að sjer vátrygging á skipunum. Þing ið veitti fyrir nokkrum árum styrk til þess að rannsókn færi fram á horfum þess máls. En svo komu ófriðarvandræðin, og fórst það þá fyrir. Þegar hotnvörpungunum fór að íjö'lga aftur, eftir lok ófriðarins, var málið tekið upp að nýju. í sumar, sem leið, fól Fjelag ísl. botnvörpuskipaeigenda hr. Cunn- ari Egilson, að leitast fyrir um endurtryggingu erlendis, og fjekk hann loforð um hana með þeim kjörum, að ekki þótti áhorfsmál, að koma bæri upp innlendu fje- iagi meðal eigenda ísl. botnvörp- unga, er tæki að sjer vátrygging skipanna. Fjelagið var stofnað í febrúar síðastl. og heitir Samti’ygging iís- lenskra botnvörpunga. 1 það eru þegar komin til tryggingar um 20 skip af nálægt 30. Endurtrygging er fengiu í Erglardi fvrir mun lægri iðgjöld en áður voru goldin. Fyrsta árið hefir fjelagið trygt sig fyrir allri áhættu, en ætlunin er, að það taki smátt og smátt meiri og meiri hlut í henni. Framkvæmdarstjóri fjelagsins er Gunnar Egilson, en í stjórnþess eru: Jón Ölafsson, form., Aug. Flygenring; Kjartan Thors; Magn ús Th. Blöndahl og Þorsteinn Þor- steinsson. I sambandi við stofnun þessa fjelags hefir Fjelag ísl. botnvörp- ungaeigenda sett á stofn skrif- stofu, og veitir Gunnar Egilson henni einnig forstöðu. Skrifstof- urnar eru í Hafnarstræti 15, og er þar því nú miðstöð þeirramál:, sem við koma útgerð íslenskra botnvörpunga. -------o------ Kennarnámsskelð Norræna fjelagsins „Norden“ í Danmörku, sem skýrt var frá hjer í blaðiuu 11. f. m., verður haft 17. júlí til 2. ágúst í sumar. Fyrir tilmælli stjórnar Norræna fjelagsins hjer veitir Eimskipa- fjelagið þeim kennurum, er hjeð- an fara á námsskeiðiS, far á 1. farrými fyrir fargjald 2. farrým- is. Umsóknir um þátttoku í náms- skeiðinu verða að vera komnar til f. rmanns Norræna fjelagsins fyjr miðjan næsta mánuð; æskilegast að þær komi sem fyrst, og að um- sækjendur tiltaki með hvaða ferð þeir óska helst að fara. Nú hafa sótt 10, en 20 komast að. • Matthías Þórðarson. ►-----o------ SMI liill. Iíinn 8. þ. m. hófst í Gautahorg stærsta sýningin, sem nokkru sinni hefir verlð haldin á Norð- urlöndum. Svíar ha'fa „yfirgengið sjálfa sig“, því að það voru einnig þeir, sem hjeldu þá sýninguna, sem mest hefir verið haldin á NorðurlÖndum fyrir þessa, nfl. „Baltisku sýninguna“ í Malmö, sumarið 1914. Gautaborgarsýningin er haldin til minningar um 300 ára afrnæli horgarinnar, er Gústaf Adolf stofnaði við ósa GauteKar og nú er önnur stærsta borg Svíþjóðar og aðaliheimkynni utanríkisversl- unar Svía og stærsta siglingaborg. A. sýningin að gefa gestum hug- mynd um, hvar Svíar standa í menningu, listum, iðnáði og versl- un, og er því almenn sýning. Og hefir stórkostlega verið vandað til hennar í öllum atriðum. Þar Verða sögulegar sýningar, lista- og listiðnaðarsýningar fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar (þó mun ísland ekki vera þar með talið þrátt fyrir sjálfistæðið) afurða- sýningar og iðhsýningar all'skonar. 1 samhandi við þessa almennu heildarsýningu verða sjersýning- ar og ýmiskonar þing haldin, sem hvert um sig standa styttri tíma en aðalsýningin. Verður fyrst bifreiðasýning í þessuun mánuði, í júní verður landbúnaðarþing, í júlí alþjóða flugvjela- og loft- skipasýning og í sama mánuði bæjarskipulagssýning, í ágúst verður sjerstök sænsk verslunar- sýning, „Svenska Mássan“ og í september garðyrkjusýning. Af alþjóðaþingum, sem haldin verða í Gautaborg, meðan á sýningunni stendur má nefna prentsmiðju- stjóraþingið og blaðamannaþingið og hefir íslendinguim verið boðin þátttaka í þeim. Ennfremur verða háldin nær 20 þing og fundir í Gautaborg meðan á sýningunni stendur, sum þeirra í beinu sam- bandi við sýninguna en sum ekki. Leikhús borgarinnar hafa undir- búið sjerstakár hátíðasýningar í tilefni af sýningunni. Aðstreymi gesta er svo mikið, að öll gistihús í borginni eru full og auk þess hefir forstöðu- nefndin komið fyrir gestum hjá fjölskyldum í borginni, eins og hægt hefir verið. En þetta hefir e'kki hrokkið til og varð nefndin því að láta reisa tvö ný gistiliús íyrir sýningargesti. Sjerstaklega hefir verið bugsað um byggingarfyrirkomulag og út- lit sýningarskála og samkomu- staða og yfirleitt alt útlit sýn- ir garsvæðisins. Eru þar háreistar hallir og tilkomumiklar og þykja lýsa ágætum fegurðarsmekk og listfengi. Er stíllinn mótaður af hinum forna byggingarstíl Grikkja en þó svo frábrugðinn, að ekki er um stælingu að ræða. Enn er ótalið, að í sambandi við sýninguna verður haldið ai- þjóða iþróttamót, í júná og júlí, sem talið er að muni slaga upp í Olympíuleikana, eftir bráða- bírgðaskýrslu þeirri að dæma, er íorstöðunefnd mótsins gaf út í síðasta mánuði. Frakkar höfðu í fyrstu tekið fálega í að senda menn á mótið, því þeir tö'ldu það mundi spil'la fyrir Olympiu- kikunum næstu, sem eins og kunnugt er verða haldnir í París að ári, en hafa nú breytt um, og ætla að senda sína bestu menn til Gauitahorgar. Danir senda fjölda manns og taka þátt í leik- fimi, útiíþróttum, knattspyrnu, sundi, hjólreiðum o. fl. Finnar eiu búnir að velja sína menn, og verða þtið einkum kastmenn og glímumenn. Estlendingar hafa beiðst þess að mega senda 120 manna flokk, og Þjóðverjar ætla að senda þátttakendur í flestum ílróttum. Pólverjar hafa til’kynt þátttöku, en ekki afráðið hve raarga þeir geti sent, vegna fjár- hagsörðugleika. Enn'fremur taka Austurríkismenn, Ungverjar, Ju- g’os'lavar, Tjekkóslóvakar, Belgar, Hollendingar og Norðmenn þátt í leikunum, og frá Ástralíu eru þátttakendurnir farnir af stað íl Gautaborgar. Englendingar og Sfcotar senda fjölda íþróttamanna á mótið, knattspymumenn, glímu- menn, þátttakendur í frjálsri iþrótt og ef til vill hjólreiðamenn, kappræðara, sundmenn og tennis- kappa. Má af þessn sjá, að! leik- mót þetta verður alheimsmót, sem litlu minni athygli verður veitt en Olympíulei'kunum. En senni-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.