Lögrétta - 25.05.1923, Síða 4
A
LÖGRJETTA
íerðirnar yfir Atlantshafið verði
farnar fyrir þeirra tilstilli. Fjelag
hefir verið stofnað í New-York
cg heitir það „American Eagle“
cg eru m. a. í stjórn þess fyrv.
undir-aðimráll Bradley A. Fiske
cg verkfræðingurinn Charles Bur-
rows. Allar áætlanir hafa verið
g'erðar, bæði um smíði skipanna
og rekstur. Ameríkumenn leggja
til alt fje, sem til fyrirtækisins
þarf, en Þjóðverjar hafa lagt til
liTgvitið. Er það þýskur prófess-
•or, Sdhiitte, forstjóri Lanz-loft-
Kbipasmíðastöðvarinnar, sem gert
íiefir alla uppdrætti og áætlanir
að skipunum. Þau verða reynd
jjegar á þessu ári, á leiðinni milli
New-York og Chigago. Ætlar fje-
lagið fyrst að halda uppi íoft-
siglingum á þeirri leið, áður en
ráðist verður í sjálft fyrirtækið:
Ibftsiglingarnar milli Þýskalands
og New-York.
Lofthelgirnir í þessum nýju loft
fíkipum verða ekki fyltir almennu
gasi, heldur með helium. Til pess
að draga úr sprengihættunni verð
ur ekki notaði bensín til aflvjel-
anna, hefdur hráolía. Rúmmál
ícftbelgjanna verður 4 milj. rúm-
fét, og verður í hverju loftskipi
pláss handa 100 farþegum; en
auk þess getur skipið flutt 30
smálestir af flutningi. Á viðbomu
á-öðvunum verða skipin tjóðruð
við afarhá mös^ur, en aldrei látin!
boma niður á jörðina; liggja þau;
við möstrin, eins og skip fyrir
■a'. keri, en farþjgarnir verða að;
fara upp í þau í lyftivjelum, sem
komið er fyrir í möstrunum. Far-
þ garúmin eru að ýmsu leyti ein-
tkennileg; alt er gert til þess, að
þyngja skipið ekki niður; innan-
«tokksmunir eru úr sem ljettust-
irm efnum, stólar og rúm úr reyr,
o s. frv. Meðalhraði skipanna á
ííf verða um 100 km. á klukku-
stund, og ferðin milli Þýskalands
óg New-York tekur tvo sólar-
hringa. Ef tilraunir þær, sem
gorðar verða með nýju skipin í
ár, takast vel, má gera ráð fyrir,
að reglubundnar farþegaferðir
yfir Atlantshaf hefjist á næsta
wori.
------o-----
Dánarminning.
Látinn er í Viðvík við Stykkis-
hólm, 20. apríl þ. á., Guðmundur
ólafsson, fyrrum bóndi í Jónsnesi
í Helgafellssveit. Hann var sonur
Ólafs Guðmundssonar, bónda á
Hamri í Borgarfirði, Ólafssonar
Snókdalíns hins ættfróða. Guð-
raundur sál. var yngstur af böm-
um Ólafs, sem voru þrjú. Elstur:
var .Jón Ólafsson, sem látinn er:
fyrir mörgum árum, og átti heima
lengst æfi sinnar i Hraunhreppi!
á Mýrum, og stundaði þar mikið
barnakenslu.
Annað systkini Guðmundar sál.
var Þorbjörg Ólafsdóttir, kona
J'hanns sál. Guðmundssonar, er
ilengi bjó í Ólafsey í. Skógar-
strandarhreppi, og látinn er fyrir
14 árum 9íðan. Börn Guðmundar
*ái. Ólafssonar, sem upp komust
ng enn eru á lífi eru þrjú. Fyrst
ólafur, til heimilis í Nesi við
Stykkishólm og stundar póstferðir |
þaðan. Annað Sveinbjörn bóndi,
í Viðvík. Þriðja Ingibjörg, gift
kona. á Eiðum í Miklaholtshreppi*
Guðmundur sál. var sjerstaklega
vandaður og ábyggilegur maður
ti! orða og verka, eins og öll þan
«vstkini.
j 5tönmannaskólinn.
Um síðustu mánaðamót útskrif-
j uðust 37 nemendur stýrimanna-
j skólans. Af þeim tóku 26 hið al-
menna stýrimánnapróf og eim-
vjelapróf fyrir skipstjóra og,
stýrimenn, og 11 tóku fiskiskip-
stjórapróf. 6 fjellu á almenna-
prófinu og 3 á fiskimannapróf-
ixm. Fremri talan við hvert nafn
er aðaleinkunn við alm. prófið,
en síðari talan, er aðaleinkunn við
vjelaprófið. Þeir sem próf stóðust
roru þessir:
1. Adolf Jóhanss., Eyrarb. .. 66 7
2. Ámi Sigurðss., Hafnarf. .. 110 12
3. Ásm. Sigurðss., Hafnf. .. 100 5
4. Gísli Bjarnas., Gullbrs. .. 94 8
5. Guðjón Pjeturss., Gullbrs. 63 7
6. Guðl. porsteinss., Vopnf. 54 5
7. Hannes Pálsson,*) Rvík 108 6
8. Haraldur Jónss., Rvík .. 80 10
9. Ing. Einarss., Selt jn. .. 98 9
10. Jón A. porvarðss., Seltjn. 60 10
11. Jón M. Porvaldss., Dýraf. 62 4
12. Jón Sigurðss., Snæfn. .. 85 4
13. Jón V. porsteinss., Rvík 74 5
14. Kolbeinn Fixmsson, Rvík 92 7
15. Kristján Bjarns., Bíldud. 96 7
16. Kristján Kristinss., Hafnf. 88 9
17. Magnús Ólafsson, Akran. 58 5
18. Magnús pórðarson, Ólaf sv. 81 8
19. Sifús Kolbeinss., Rvík .. 85 7
20. Sigurður Porsteins., Árn... 87 10
21. Skúli Guðlaugss.*) Árn... 6711
22. Sólberg Ág. Eiríkss., Rvík 53 7
23. Theódór Oddss., Eyjaf. .. 85 9
24. porb. Friðrikss.,V.-Skaftaf. 104 13
25. porst. F. Arndal, Hafnf. 92 11
26. pórður G. Hjörleifss., Rvík 107 14
Aðaleinkunn við fiskimanns-
próf:
1. Árni Ólafss., Árness. .. .. 64
2. Bened. Ögmundsson, Hafnf... 53
3. Einar Arason, Rvík......... 48
4. Elías Benediktss., Akran. .. 72
5. Gísli Gunnarsson, Gullbrs. .. 57
6. Guðm. I. Einarsson, Gullbrs. 42
7. Jón H. Sveinsson, Gullbrs. 57
8. Karl J. pórðarson, Seyðisf. 53
9. Pjetur Guðmundsson, Rvík .. 51
10. Stefán Benediktsson, Grindav. 57
11. porkell Halldórsson, Borgf js. 49
Við hið almenna stýrimanna-
próf er hæsta aðaleinkunn 112
stig. 110 stigum hefir enginn náð
fyr en nú.
--------o--------
Erl. símfregnir
Khöfn, 21. maí.
Bonar Law segir af sjer.
Frá London er símað, að Bon-
ar Law forsætisráðherra hafi
komið' heim aftur í gær, gaggnert
til þess að beiðast lausnar frá
stjórnarstörfum, sakir þess að
hann þjáist, af hálssjúkdómi, sem
taiið er að muni vera ólæknandi.
Konungur varð þegar við lausn-
arbeiðni hans, um leið og hann
lýsti yfir samhrygð þjóðarinnar.
Frakkar auka her sinn í Ruhr.
Hímað er frá París, að Frakk-
ar hafi aukið her sinni í Ruhr
um 20 þús. manns, til þess að
tryggja fullkomnari hagnýting
allra nytja landsins.
Rússar og Bandaríkin.
Ráðstjómin rússneska hefir
látið loka skrifstofum ræðismanns
Bandaríkjanma í Vladivostoek,
soikir þess að Bandaríkin neita
að viðurkenna mssnesku stjórn-
ina.
Frakkar gera upptæka peninga
fyrir Þjóðverjum.
Símað ier frá Berlín, að Frakk-
ar hafi í gær gert upptæka 6 Gefið þvi gaum
miljarða marka í útibúi þýska
ríkisbankans í Koblenz.
Rússar og Rúmenar.
Frá Búkarest er símað, að til-
raunum til verslunarsamninga
milli Rúmena og Rússa sje nú
slitið og enginn árangur orðið,
sakir þess að ráðstjórnin hafi
kráfist formlegrar viðurkenning-
ar af Rúmenum.
Alþjóðaráðstefna
hægfara jafnaðarmanná (2. Inter-
nationale) hófst lí Hamborg í dag.
Khöfn, 22. maí.
Nýtt stríð.
Osamkomulag Grikkja og
Tyrkja og hroki sá, sem þar er
á báða bóga, virðist hafa girt
fyrir alla möguleika til þess, að
ráðstefnunni í Lausanne geti tek-
ist að koma sáttum milli þessara
þjóða. Hafa Grikkir nú hótað því,
að fara með 150,000 manna her
til Konstantiínópel, en á Tyrki hef-
ir hótunin haft þau áhrif, að þeir
hafa sprengt brýrnar af ánni Mar-
itza, 0g telja Grikkir þetta byrj-
uii ófriðar af Tyrkja hálfu, að
því er símað er frá Aþenuborg.
Samsteypa
jafnaðarmannaflokkanna.
Simað er frá Hamborg, að með-
al annara umræðumála á jafnáðar-
mantniáþinginu, sje samsteypa
hinna ýmsu alþjóðasambanda
jafnaðarmanna.
Bonar Law skorinn.
f gær var gerður barkaskurður
á Bonar Law. Hefir fráför hans
vakið almennan söknuð, og blaða-
ummæli í tiHefni af fráför hans
eru einsdæmi í sögu ráðuneytis-
skifta.
Khöfn 23. maí.
Nýja stjórnin enska.
Stanley Baldwin fyrverandi fjár
roálaráðherra er orðinn forsætis-
ráðherra Bretlands eftir Bonar
Law, og hefir þannig verið tek-
inn fram yfir Curzon of Kedle-
ston. Er þetta merki þess, að það
sje fram komið fyrir kröfur í-
haldsmanná, að forsætisráðherr-
ann enski skuli vera þingmaður
í neðri málstofunni. Búist er við
því, að Robert Horne verði aftur
fjármálaráðherra. (Robert Horne
var f jármálaráðherra í stjórn
Lloyd George). Það þykir efamál,
hvort Curzon lávarður vill gegna
störfum undir forsæti Stanley
Ealdwin.
hv* auðveldlega aterk og særandi efni g
sápum, get komist inn í húðine um svita-
holumar, og hve auðveldlega sýruefni þav,,
sem eru ávalt í vondum sápum, leysa npp
fitnna í húðinni og geta skemt fallega®
hörundslit eg heilbrigt útlit. Þá muni*
þjer sannfærast um, hve nauðsynlegt þaV
er, að vera mjðg varkár í valinu, þegar
þjer kjósið sáputegund.
Fedora-sápan tryggir yður, að þjer eig-
ið ekkert í hættu er þjer notið hana,
vegna þees, hve hún er fyllilega hrein,
laus við flterk efni, og vel vandað til efna í hana — efna nb
hin milda fitukenda froða, er svo mjög ber á hjá FEDORA-
SÁPUNNI, eiga rót sína að rekja til, og eru sjerstaklegkx
hentug til að hreinsa svitaholumár, auka starf húðarinnar og
gera húðina mjúka eins og flanel og fallega, hörundslitinn skír-
an og hreinan, háls og hendur hvítt og mjúkt.
Aðalumboðsmenn:
R. KJARTANSSON & O o.
Reykjavík. Sími 1266.
99
Fram
€€
skilvinöur
eru þjóðkunnar á Islandi.
Meir en 600 bændur nota þær.
Eru mjög vandaðar að efni og
8míði, skilja vel, einfaldar og
því auðvelt að hreinsa, skilja
70 og 130 lítra á klukkustund.
Dahlia
strokkarnir
eru viðurkendir fyrir hve mikið smjör
næst með þeim. Þeir eru búnir til í
stærðum frá 5 og upp í 60 lítra.
Altaf fyrírliggjandi ásamt
>
varastykkjum hjá
Kristján O. Skagfjörð,
Dagbók.
23. maí.
Guðmundur Friðjónsson kom einn
dag til Hjálmars Lánissonar hins
skurðhaga, en Hjálmar býr á Gríms-
staðaholti hjer sunnan við bæinn, og
gekk með G. F. heim. pegar þeir
voru að leggja á stað, kvað G. F.:
Ráddu Hjálmar, stefnu’ og straum,
siefndu rjett frá landi;
tregstu ekki’ í byljaglaum
bragarsmið frá Sandi.
Og er þeir kvöddust, inni í bænum,
mælti G. F.:
Kvéð jeg þig með brosi’ og brag
og brýndu orða stáli.
Hafðu þökk fyrir hálfan dag.
Höndin fylgi máli.
Landsbankabúsinu nýja miðar vel
áfram. Hafa öll skilrúm verið sett í
tveim neðstu bæðum bússins, og
langt komið að slípa loft og veggi
þar. Neðsta hæðin verður öll einn
salur, þegar frá eru teknir gangarn-
ir til beggja enda, en uppi eru her-
bergi mörg; austast að sunnanverðu
þrjú herbergi, sitt fyrir hvern banka-
stjóra; þá herbergi bókara, og vest-
ast stór salur fyrir bókhaldið. Að
norðanverðu er m. a. fundarherbergi
bankastjóranna, skjalasafn o. fl.
Eldfastir skápar bankans, eða rjett-
ara sagt hurðir í þá, eru komnar
hingað, og verður farið að koma þeim
fvrir. Eru hurðirnar bin mestu bákn,
t. d. vegur ein þeirra nærri því 5
smálestir. Búist er við, að bankinn
geti flutt í nýja bústaðinn snemma í
hauat.
24. maí.
Dánarfregn. Á hvítasunnumorgun and
aðist að heimili sínu Geir ísleifsson
bóndi á Kanastöðum í Austur-Landeyj-
um, eftir langa legu og þunga í lungna-
. bólgu. Var hann maður á besta aldxn, í
bópi fremstu bænda í sveit sinni og
jeinkar vel látinn og vinsæll maður, „m
ölJum kunnugum er mikil eftirsjá að.
Taugaveiki mögnuð gengur í Yest-
mannaeyjum. Landlæknirinn fór þangað
með „Gullfoss" um daginn til að athuga
J sjúkdóminn og lætur illa yfir honum í
símskeyti, sem bann hefir sent stjórn-
: arráðinn.
í P.jófnaSur. í fyrrakvöld var stolið
peningakassanum af II. farrými á fs-
landi. Yoru í honum um 500 kr. Náðist
þjófurinn og meðgekk bann alt saman
og gat skilað peningunum aftur —
hafði engu af þeim eytt. Hann er hjeð-
ar: úr bænum.
j Togararnir, Ari, Mai og Baldur koimi
ÍDn af veiðum nýlega, allir með góðan
afla.
25. maí
Guðmundur Friðjónsson skáld fór
heimleiðis með fslandi í gærkvöldi.
Forsætisráðherra fór með íslandi
í gærkvöldi áleiðis til Hafnar.
Dálæti á kaupfjelögunum. I frjetta-
pistli „af Hjeraði“, sem birtur er í
„Austanfara“, stendur þessi lýsing:
„Hjer befir Jón Sigurðsson, bóndi
fiá Ytstafelli, ferðast um nýlega og
fJutt fyrirlestur í flestum eða öllum
sveitum hjeraðsins. Hann hefir, sem
vita má, sungið lof og dýrð samvinn-
unni, og setur bana mjög í samband
við stjórnmálin. Hann telur aðeins
tvo flokka bafa rjett á sjer, sam-
vinnumenn og andstæðuflokk þeirra,
samkeppnismenn. pá, sem ekki til
heyra þessum tveim flokkum, kallar
bann ómerkinga, sem engan rjett eigi
á sjer! Hann gyllir takmarkalausu
samábyrgðina í báða enda, segir ekk-
crt fjelag geta farið á hausinn og eng
cn fjelagsmann á hreppinn eða böf-
uðið. Hann segir, að „Pöntunarfje-
lag Fljófcsdalshjeraðs“ standi eins og
flak á skerinu, svo hin eru öll hólp-
in, og komast ekki að til að stranda.
Hann talar mjög um Björn Kristjáns-
son og hallmælir honum og ritling-
um hans, en fer sjálfur aljgeystur
og öfgafullur. Hann segir húsbónda
sinn — Sambandið — ekki pólitísk-
an og hafa ekki verið það. Hálf bros-
legt tal er það, og hvert skyldi er-
indið vera hingað, svona í og meðf
Um það veit búsbóndinn sjálfsagt
fcest' ‘.
Þ
*) voru aðeins 1 vetur í skólannm.