Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.06.1923, Blaðsíða 4

Lögrétta - 25.06.1923, Blaðsíða 4
4 LOGRJ ETTA Thorvaldsens, og því hafi breyt- ingin hlotið að koma. En hvað sem <um þetlm er, þá var gips- steypan gerð af styttunni í þess- ari síðari mynd, og send frá Rómá borg til Dansig, og þaðan til Var- sjár, og þar biðu þúsundir óþolin- móðra manna eftir að sjá lista- verkið. Var það sýnt opinberle^fl 1829. Myndastyttan valkti óhemju at- hygl, umtal og — gremju. Það yoru, eins eg áður er drepið á, miklar frelsishreyfingar með þjóð inná á þessum árum. Hún hjelt í miklum heiðri öllu, sem, minti á fomt, en horfifr frelsi. Og þá er þjóðinni alt í einu fengin stytta aí kærustu þjóðhetjunni, í róm- verskum búningi, algerlega ólík þeim, sem hún átti að sýna. A styttimni sá þjóðiu hvorki líkams- byggingu hans eða andlitsfall, hvorki riddaralegt útlit hans nje hermannlegan svip — ekkert af öllu því, sem hafði töfrað — ek.ki aðeins hermennina á vígvellinum, baJdur líka kvenfólkið í veislusöl- ui)um. Menn skiftust þó í flokka eftir listaskoðunum og lífsstefn- um, og ýmist hæddu verk Thor- valdsens eða hófu það til skýj- aima. En nefndin, sem sá um verk- ið, stóð hjá, og tóík ekki þátt í bardaganum, heldur ljet fara að steypa minnismerkið í bronsi. En -eftir óeirðirnar 1830—31 kom skipun um það frá Rússlandi, að fljdja skyldi minnismerkið frá Tarsjá í Modlin-kastalann, því það væri ekki friðarbætandi. Þegar styttan kom til kastalans, var hún ekki einusinni sett niður undir berum himni, heldur var hún geymd óhreyfð í kössum þeim, er hún var flutt í. En árið 1840 fundu nokkrir undirforingjar þessa kassa í kjall- ara kastalans, og vissi enginn í fyrstu um innihald þeirra. For- inginn leýfði að þeir væru opn- aðir. og komu þá í ljós ýms stykki úr styttunni, sem á stóð ýmist „Poniatowski“ eða ,Thorvaldsen‘. Undirforingjamir fytlgdust e(kki betur með en það, að þeir álitu, að þama hefðu þeir fundið minnis merki eftir Thorvaldsen yfir síð- asta konung Pólverja, og settu það upp í kastalanum i þeirri von, að þeir fengju leyfi til að láta það standa þar hjá sjálfum Nikolaij keisara, sem þá var staddur í Modlin. En það brást. Keisarinn vissi meira en undirforingjarnir, og vildi ekki einusinni sjá listaverk- io. en skipaði að það skyldi tafar- laust mölvað og brætt upp. Þó tókst að fá þennan dauða- dóm afturkallaðan. Leyfði keisar- inn að minnismerkið væri flutt á búgarðinn Homel í Mobilew-bjer- flðinu. En þar var það sýnt af sjerstakri náð keisarans með fall- lyssum, sem hann hafði unnið í tyrkneska stríðinu 1829. Var þá minnismerki þess manns, sem átti að vera tákn frelsisbaráttu Pól- verja, orðið að rússnesku sigur- merki. En loks nú eftir heimsstyrj- cldina var það flutt til Varsjáar aftur og afhjúpað opinberlega fyrst í maí. -------o-----*—■ Erl. simfregnir Khöfn, 20. júní Eldgos. Frá Rómaborg er símað, að »idar hafa verið uppi í Etnu í Sikiley undanfarna daga og magny ist óðum. Hraunstraumar flóa úr mörgúm nýjum gígum og hafa farið yfir margar borgir, og fært þter í kaf. Fwumtíu þúsundir manna flýja í dauðans ofboði undan þessum skelfingum. Etna er stæffsta eidfjall Norð- urál'funnar, undir 40 km. í þver- mál við grunnflötinn og 3,313 (3,279)" metra hátt og liggur á austurströnd Sikileyjar. Efsti gíg- urinn — G-ran cratere — er um hálfur km. að þvermáli og mynd- aðist við gosið 1669, en mjög margir aðrir smágígar hafa mynd- ast í hlíðunum, mest að sunnan- verðu. Neðst í lilíðunum eða alt upp í 1,300 m. hæð er fjallið frjó- samt og þjettbýlt og búa þar um 300 þús. manns í undir 70 bæj- um og þorpum og er þar einkum stunduð vínyrkja. Þar fyrir ofan er skógabelti, neðst kastaníutrje, síðan eik og beyki og ldks barr- trje, en fyrir ofan 2.200 metra er mest allur gróður horfinn. Etna hefir gosið mjög oft, að jafnaði tíunda hvert ár, að því er talið er. Helstu gosin, sem sögur fara af eru um 396 og 122 fyrir Krists burð og síðan 1169 og 1669. Við þetta síðastnefnda gos eyddust 12 bæir að mestu af hraunflóð- inu. Á síðustu tímum hefir gosið þarna 1852, 1865, 1879, 1886 og loks 1908, þá varð einnig land- skjálftinn mikli, þegar borgin Messina hrundi og 60 þús. manna fórust. Ferðamannastraumur er mikíll um þessar slóðir og þá oft gengið á fjallið og er þá venjulega farið upp frá bænum Kataníu, sem liggur um 30 km. í suðaustur frá hæsta tindinum. Rannsóknarstöð er einnig hátt uppi í fjallinu, við Casa Etnae og skamt þar frá eru rústir frá rómversku keisaratím- unum. Segja sagnimar, að þar hafi grítíki spekingurinn Empedo- lcles, sem var uppi á fyrri helm- ingi 5. aldar fyrir Krist, haft nokkurs konar rannsóknarstöð og að síðustu varpað sjer í gíginn og farist þar. Amundsen hættir við norður- ferðina. Frá Kristjaníu er símað, að Amundsen sje hættur við að fljúga yfir norður heimskautið, með því að tilraunaflug þeirra fjelaga mistókst. — Flugvjelin ieyndist ofveilc. Hjálparsveitin, sem send var í móti honum til Spitzbergen, befir verið lcvödd heim. Khöfn 2l. júní. Eldgosið í Etnu. Frá Róm er símað, að eldgosið í Etnu sje enn að magnast. Fellur rastarbreiður • hraunstraumurinn frá fjallinu og fer 200 metra á klukkustund. Hann hefir þakið bið frjósamasta land í eynni og farið yfir 30.000 býli og hús. Bretar og Ruhrmálin. Frá París er símað, að bretska stjórnin hafi spurt stjórnir Belgíu og’ Frakklands, hvað þær ætluð- ust fyrir í Ruhrmálunum, og væntir hún svaranna í þessari viku. Gengi marksins hækkar. Símað er frá Berlín, að þýski ríkisbankinn hafi tilkynt, að hann ætlaði enn að stuðla að hæk: un á, gengi marksins, og hefir það orðið til þess, að gengi dallarsins hefir læklkað og er nú 101 000 mörk. (Var áðuv 117.000) Khöfn 23. júní Stórbruni í Svíþjóð. Söguinarverksmiðjurnar í Gefle í Svíþjóð brunnu síðastliðna nót-, helmsins stærstu sögunarverkam. (1 Gefle varð stórbruni 1869). Uppreisn í Litlu-Asíu. Frá París ér símað, að upp- reisn hafi orðið í Allsanden í> Ijitlu-Asíu og hafi uppreísnar- rnenn sigrast á stjórnaxherflokk- unum og haldi nú til Skútari. Etnu-gosið. Frá Róm er símað, að nú sje farið að draga úr Etnu-gosinu. 60 þúsundir manna hafa mist hús og heimili. -------o-------, Daghók. 21. júm Háskólinn. Rektor Magnificus fyrir næsta ár var kosinn 17. júní pró- fessor í Islandssögu dr. Páll Eggert Olason. Eimreiðin þríðja hefti XXIX árg. er nýkomin út. Aðalgreinin í -hienni er í þetta skifti „Norsk þjóðernis- barátta", eftir Arnór Sigurjónsson kennara, og segir hún frá málstreitu Norðmanna og aðdragandanum að henni. pá eru tvö kvæði eftir Jón S. Bergmann, grein eftir Kr. p. um „Kvíarnar á Húsafelli og aflraunir sjera Snorra“ með 2 myndum, Sakra- ment, saga eftir póri Bergsson o. fl. Togararnir. Allmörgum togurum hefir nú Verið lagt upp að hafnar- garðinum og eru þeir hættir veiðum í bráð. peir eru: Glaður, Gulltoppur, áustri, Geir, Baldur, Gylfi, Jón for- seti, Draupnir, Skúli fógeti og Njörður. Taugaveikin í Vestmannaeyjum. í gær bárust iþær fregnir frá eyjunum, að fyrstu sex sjúklingarnir færu af sðttvarnarhúsinu á morgun, og ef reiknað væri frá byrjunardegi veik- innar, hefði enginn sjúklingur bætst við síðasta hálfa mánuðinn. Serum (sóttvarnarlyf) hefir verið notað í stórum stíl, til þess að gera fólkið ómóttækilegra fyrir veikina, og er það á annað hundrað manns, sem það hefir notað. Ennfremur var getið um það, að búið væri að jarða stúlku þá, Elínu, sem getið var um hjer í blaðinu í viðtali við landlækni, og Ijetst af því, að hún tók að sjer hjúkrun í ákaflega bágstöddu húsi. En svo vel hafa Vestmaunaeyingar kunnað að meta fórnfýsi hennar og tjálp, að hún var jörðuð á bæjarin3 kostnað. Er það sjálfsagt í fyrs.a skifti hjer á landi, að ntnkomulausri og ónafnkunnri stúlku er sýndur þessi þakkar og virðingar vottur. En það ei' áreiðanlega ekki að ástæðulausu í þetta skiíti. Synodus hefst hjer í bænum 26. þ. r;'. Og eru prsetar að fjölmenna mjög til bæjarins. Sömuleiðis á lækna- fnndur að verða hjer um ménaða- roótin og eru allmargir læknar þegar komnir á hann, en sumir koma með ,;Goðafossi‘ ‘. 25 ára stúdentsafmæli eiga allmarg- ir embættismenn 30 þessa mánaðar og ætla þeir að mætast hjer þann dag og halda það h'átíðlegt. peir sem afmælið eiga eru: Magnús Jónsson prófessor, Guðmundur Hallgrímsson læknir, porkell porkellsson löggild- ingarstjóri, Halldór Hermannsson pró- fessor, Jón S. Hjaltalín hjeraðslæknir, Bjarni Jónsson bankastjóri, Ari Arn- alds bæjarfógeti, Sigfús Einarsson tónskáld. Sigurður Jónsson læknir í Færeyjum, Matthías Einars- son læknir, Matthías pórðarson forn- minjavörður, Bjarni p. Johnsen mála- færslumaður, Einar Jónsson sýslu- maður, porsteinn BjömsSon cand. theol., porvaldur Pálsson læknir og þvi gaum hve auðveldlega sterk og særandi eíni í sápnm, get komist inn í búðina nm svita- holnmar, og hve auðveldlega sýruefni þau, sem eru ávalt í vonduni sápum, leysa upp fituna í húðinni og geta skemt fallegan hörundslit og heilbrigt útlit. Þá munið þjer sannfærast um, hve nauðsynlegt þa® er, að vera mjög varkár í valinu, þegar þjer kjósið sáputegund. Fedoru-sápan tryggir yður, að þjer eig- ið ekkert á hættu er þjer notið hana^ vegna þess, hve hún er fyllilega hrein, laus við sterk efni, og vel vanda« til efna í hana — efna sem hin milda fitukenda froða, er svo mjög ber á hjá FEDORA- SÁPUNNI, eiga rót sina að rekja til, og eru sjerstakleg» hentug til að hreinsa svitaholurnar, auka starf húðarinnar og gera húðina mjúka eins og ílauel og fallega, höruudslitinn skír- an og hreinan, háls og hendur bvítt og mjúkt. Aðahanbotysmenn; R. K JAETÁ kjS S O N & C o. Reykjavík. ,Á..! Sími 1266. MORGENAVISEN 8ERGEIV ===== er et af Norges mest læste Blade og ec særlig i Bergen og paa den norske Vestkyst udbredt i alle Samfundslag MORGENAVISEN er' derfor det bedste Annonceblad for all« som önafcer Forbindelse med den norske Fifikeribedriftö Finnaier og det övrige norske Forretningsirv samt med Norge overhovedet. MORGENAVTSEN bör derfor læses af alle paa Island. — Aanonœr til ‘Morgenavisen’ modtages i ‘Morgenbladíd’s’ Bxpedition. Valdimar Steffensen læknir. Einn þeirra, sem sbúdéntsafmæli átti á sama tíma, er látinn, Tómas Skúlason. Afmæli þetta kvað eiga að verða hið veglegasta. Slysfarir. f fyrradag vildi það slys t)! suður við Pólana, að tvö börn náðn í sprengiefni hjá mönnum, sem voru við grjótvinnu og sprakk það framan í þau. Særðist annað mjög mikið á báðum augum, og hitt meidd- ist almikið minna. 22. júní Sjera Hoff talaði í gaarkvöld í Nýja Bíó og sýudi skuggamyndir frá Indlandi. Hann skýrði frá starfsemi danska trúboðsins þar eystra, skóla- hald þess þar og 'árangrinum af því. Töluvert breiðist kristin trú út í landinu, en kur er þar þó ekki lítill gegn Evrópumönnum og misjafnar skóðanir Iþar á yfirburðum Vestur- landamenningarinnar. Danska trúboð- ið hefir lengi starfað og mikið unnið þar eystra, og þeir, sem fyrir þvi standa í Danmörku verja til þess miklu fje. Margt. fróðlegt hefir sjera Hoff sagt, í ræðum siínum, bæði nú og áður, um lifnaðarhætti og menn- ing Indverja, og myndirnar, sem fylgt' bafa, eru mjög vandaðar og margar þeirra með náttúrlegum litUm. í fyrrakvöld var þeim hjónum, sjera Hoff og frú, boðið á eamkomu í húsi K. U. M., sem haldin yar til þess' að bjóða þau velkomin og töluðu þar sjera Sig. Á. Gíslason, dr. Jón bisk- j up Helgason, frk. Ólafía Jóhanns-1 dóttir og sjera Hoff og frú hans. pau hjónin verða hjer enn nokkrar viknr. 23. júní G-istihúsið Valhöll á pingvöllum; hefir nú verið opnað fyrir skömmu og er þar í sumar sami húsbóndinn ‘ eins og að undanförnu, A. Rosen- torg gestgjafi. pau sumur undanfar- ^ in, sem Rosenberg hefir látið gest-, um beina 'í tje á pingvöllum, hefir; það verið almannarómur, að Valhöll væri sá vistlegasti dvalarstaður, sem fólk ætti völ á, til þess að dvelja í sumarleyfi sínu, og eigi mun síður verða nú. Má tlelja líklegt að straum- urinn verði öllu meiri þangað í sumar en áður, ekki síst vegna þess, að far- gjöld til pingvalla hafa lækkað stór- i4nis ö, Fariniagsgade, 42, Khöfn, Umboðsmaður á íslandi. SnœbjSrn Jönsson stjórnarráðsritari, Ryík. un. frá því sem áður var. Má nú krmast til pingvalla f.yrir 5 krónnr og getur það ekki heitað dýrt. Menn hafa einnig oft rekið sig á það, að besta veður er stundum á pingvöll- ui þó hjer sje leiðinlegt veður, og er því ekki ólíklegt, að menn geri meira að því nú en áður, þegar bif- reiðagjöldin eru lækkuð, að skreppa sustur þangað um helgar til þess að njóta sumarblíðunnar á dýrmætasta blottinum á íslandi. 24, júní. Hjónaband. 20. þessa mánaðar vorn gefin saman í hjónaband af bæjar- fógetanum hjer, ungfrú Hulda Ste- fánsdóttir og Jón Pálmason bóndi á pingeyrum. Hjónin fórn sama dag norður að pingeyrum. Kvennanámsskeið var haldið austnr í Pljótshlíð um helgina var, stóð það vfir 15., 16. og 17. júní. Margt manna sótti námssbeiðið. Töluðu þar þrjár konur, Sigurborg Kristjánsdóttir frá Múla, Halldóra Bjarnadóttir og Anna Priðriksdóttir frá Bakka. Rætt var um hússtjórn, maðferð á mjólk og heimilisiðnað. —--------o------- Gullæði á Labrador. Við Big Broob River í Labra- dor hafa fundist gullnánrur eigi alls fyrir löngu. Ganga miklar trollasögur um, að gullsandurinn þarna sje svo anðugur, að úr hverjum teningsmeter fáist gull fyrir 7y2 dollar, og er það marg- falt meira en í bestu námunum í Klondyke. Gnllfrjettir þessar hafa orðið til þess, að um 20.000 manns ráðgera að flytja til Labrador á þessu vori, til þess að stunda gnll- gröft. T Quebee og Ontario hafa einnig fundist gullnámur, eh ekki eru þær sagðar nærri eins verð- mætar og námumar í Labrador.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.