Lögrétta - 25.06.1923, Blaðsíða 1
fill> «É
LOGRJETTA
Árg. kosta
10 kr. innanlands
erl. kr. 12,50.
Skrifst. og afgr. Austurstr. 5.
Bæjarblað IVIorguiiblaðið.
Ritstióri: Þorst. Gíslason.,
XVIII. ðpg. 33. tbl.
Reykjavík, Mánueiaginn 25. júní 1923.
ísafoldarprentsmiöja h.f.
Deilumál öagsins.
Peningamálin, skattarnir
og skuldirnar.
Prakkneskt hagfræðisrit, Re-
vue internationale de Sociologie,
flutti nýlega alþýðlega grein um
þessi mál, eftir B. Chauffard. Þó
hún sje skrifuð fyrir alþýðu á
Prakklandi, þá hefir hún svipað
gildi fyrir oss, því sömu vandræð-
in gera vart við sig hjer og runn-
in að nokkru leyti af sömu rót-
um. Sjerstaklega er það' eftirtekt-
arvert, að sparnaður er hjer tal-
ia eina leiðin út úr ógöngunum.
Það má og benda á, að höf. Ileggur
á móti beinu sköttunum, sem nú
hafa fengið mikinn andbyr ytra
og þótt reynast ilia, og einn—
ig þjóðnýting og ríkisverslun í
eftirfarandi ágripi er flestu slept.
sem tekur aðeins til Prakklands.
Fyrrum hafði almenningur lít-
ið af því að segja, að gildi pen-
inga breyttist, en nú er það kom-
ið á mestu ringulreið. Áður fyr
höfðu 100 franikar sama gildi og
20 dollarar, en nú fáum vjer að-
eins 6y2 doillar fyrir sömu upp-
hæð í vorum peningum. Hvemig
stendur á þessu. Jeg skal reýna að
skýraþað,svo hvertbarn geti skilið.
Á hverju ári flytur landið út
sínar vörur og flytur aftur inn
útlendar vörar. sem oss vanhag-
ar um. Ef verð1 útfluttu og að-
fluttu vörunnar stenst á, þá borg-
ar hver aðra. Engin skuld mynd-
ast, og heldur engin inneign, og
peningagildið stendur í stað. En
stundum er mismunur á verði að-
fiuttrar og útfluttrar vöru, og
hvernig er þá farið að jafna
hann? Pyrst og fremst með gulli
og gullgildum peningum. Sjeu
þrá- til, er borgað með þeim og
peningagildið breytist ekkert. En
skorti nú skildinginn, og eigi að
siðhir sje flutt meira. inn en út, —
með hverju er þá borgað? Með
pappír: bankaseðlum. Hvaða verð-
mæti liggur þá í slí'kum pappirs-
gögnurn, seðlum eða víxlum, út
af fyrir sig? Alls ebkert,' ekki
minsta vitund. Seðlarnir og víxl-
arnir eru ekki annað en blátt á-
fram viðurkennihg fyrir skuld.
Á þeim stendur að vísu. áð: þær
giidi ákveðna upphæð, en ekki
getur sú upphæð átt við gull, ef
það er eklti tfl, eins og vjer gerð-
um ráð fyrir. 'Þeir eru þá ekki
annað en ávísanir á vörur, sem
eru eina verðmætið, ef gullið
skortir, — vörur, sem eiga að
greiðast — síðar. Þegar land
borgar aðfluttar vörur með papp-
ír, borgar það með voninni í 6-
komnum vörum eða auðæfum, -—
voninni í því, að meira verði flutt
út en inn næstu árin. Það borgar
með „vonarpeningum“, og því
meira sem berst af þeim til út-
landa, þess minna verðúr traust-
ið á því að landið geti staðið í
skilum og uppfylt allar sínar
skuldbindingar. Eftir því, sem
! traustið minkar, fara menn að
| gefa minna fyrir þessa vonarpen-
| inga og peningagildið fellur. Sje
höflaust gefið út af pappírspen-
ingum, fer að lolcum svo, að
enginn vill eiga þá og gildi þeirra
verður lítið1 sem eklcert. Þannig
hofir farið fyrir Rússlandi, Aust-
orríki og Þýskalandi. Praikkland
er betur á vegi statt; en þó hafa
frönsku peningarnir fallið að mun
í gildi, og auðvitað vegda þfess
a? of mikið af víxlum og papp-
írspeningum hefir verið gefið út,
áu þess að framleiðsla landsins og
borgunargeta hafi vaxið að sama
skapi.
I ófriðnum neyddist Frakkland
til að kaupa miklu meira af út-
lendum vörum en það gat fram-
leitt. Það borgaði þær með papp-
ír og erlendum ríkislánum, að svo
miiklu leyti sem gulleign og inn-
lendar vörur hrukku ekki til. Nú
þurfa Prakkar aði borga skuldjra-
ar, og það verður ekki gert með
öðru en ir nlendum vamingi
sveita- eða iðnaðarvörum. Ekki |
bætti það úr sikák að prenta fleiri
seðla. Það gerir áðleins ilt verra.
Nú hefir það gengið svo, að öll
árin eftir ófriðinn hafa Praikkar
flutt meira til landsins en útflutt-
ingnum svaraði, og skuldir þeirra
við útlönd hafa sífelt vaxið. Að
minstu stafar þetta af því, að
Prakkar framleiði lítið. Alþýðan
er bæði starfsöm og sparsöm. —
Mestur hluti fjárins hefir gengið
til að bæta þau spell, er ófriður-
inn gerði, en auk þess eru vextir
og afborganir af öllum erlendu
skuldunum þungur baggi.
Þessa óheillastefnu, að eyða
meiru en aflað er, flytja meira
tii landsins en framleiðsla þess
nemur, verður að stöðva. Ann-
ars tekur gja.ldþrotið við. Þetta
hafa Englendingar gert. Þeirhafa
aukið skatta, lækkað laun, fækk-
að starfsmönnum, og tekið strang-
lega í taumana í öllum greinum.
En annars getur ekki verið nema
um einn veg að ræða út úr vand-1
ræðunum. Vjer verðum að fram- j
leiða alt hvað frekast má, og vjer,
r erðum að eyða svo litlu sem auð- j
ið er. TTm þetta, geta állir verið;
scjnmála. En hveraig á þá að j
koma. þessu í kring? Fólkið reyn-I
ir að vísu að afla sem mest það
getur, en margir vilja ekki spara
fyr en í fulia hnefana.
Fyrsta ráðið er að hækka skatta j
á öllum algengum eyðsluvörum.
Þetta leiðir til dýrtíðar, en því
verður að taka. Dýrtíð er óhjá-
kvæmileg í hverju landi, sem er
hlaðið skuldum, sem þarf að
auka. efni sín og borga skuldirn-
ar. Hún er jafnvel skilyrði fyrir;
því, að 'þjóðin geti rjett við. Hún
neyðir menn til þess að spara og
jafnvel líka til þess að afla sem
mests. Hvort sem vjer erum settir
hátt eðá lágt í þjóðfjelagsstig-
anum þurfum vjer að leggja á
oss miklar byrðar og leggja mik-
ið í sölumar en þetta gengur nú
é alt annan hátt. Bæði bændur
og verkamenn lifa nú betur en.
þeir gerðu fyrir ófriðinn. Þetta
væri bæði gott og gleðilegt, ef
Frakkland hefði efni á því, væri
ríkara en áður gerðist. En þ.ví ar
nú ver að svo er ek,ki því landið
er í raun og veru fátækt og
skuldum hlaðið, en þetta hefir
rerið dulið fyrir þjóðinni vegna
þess að sú stefna hefir ráðið að
taka sifeld lán í stað þess að auka
skattana. Menn hafa bjargað sjer
út. úr augnabliksvandræðunum
með því að leggja byrðáraar og
borgunarskylduna á framtíðina.
En einhverntíma hlýtur að koma
að skuldadögunum og þeir verða
ekki sældardagar. Yjer rnegum
því hika við að auka óbeinu
skattanna eftir því sem fjárhagur
landsins krefst og betra er að líða
nú strax nokkurn skort en hálfu
meiri síðar. Hinsvegar verður að
fara mjög gætilega í að auka
beina skatta, því bæði era þeir
nú háir og leiða fljótt til þess
að draga úr áhuga manna á að
afla eða verða jafnvel að eigna-
námi. Skattarnir þurfa að leggj-
ast nokkurn veginn jafnt á allar
vörur, sem notaðar eru, og þetta
næst best - með óbeinum sköttum
og almenna verðhækkunin á öllu
knjýr aftur fram aukinn sparnað
en það er óumflýjanlegt markmið.
Þá verður um fram alt að1 forð-
ast alla skatta og tollahringl á
framleiðslu og viðskiftum. Það
verður framleiðslu að tjóni en
verslanir reyna til að tryggja sig
með óhæfilega háu verði á vörun-
um. í fáum orðum: skattana verð-
ur að leggja á allar almennar
vörur, eri fyrst og fremst á aillan
óþarfa, sem ekki telst til lífs-
nanðsynja.
Sú var tíðin að þjóðin eða þing-
menn fyrir hennar hönd, krafðist
beinna skatta í nafni rjettvísinn-
ar og sanngirninnar. Nú er þetta
breytt og menn mótmæla nú óð-
fluga beinu sköttunum í nafni
rjettlætisins og krefjast óbeinna
skatta, enda hrökkva hinir skamt
til allra þarfa ríkisins, hversu sem
að er farið.
Hvað starfsmenn ríkisins snert-
ir, þá eru fæstir þeirra framleið-
endur. Þeim verður að fækka sem
frekast má. Það verður að losa
ríkið við öll þau störf og íræði,
sem einstaklingar geta rekið1. Að
leggja niður stöku embætti mnn-
ar engu. Alt starfsmannakerfið
þarf að endurskoða og öll störf
þarf að leggja niður, sem ekki
svara ágætlega kostriaði og ó-
mögulegt er án að vera. Ann-
aðhvort er að gera alla að starfs-
mönnum ríkisins eins og Bolsje-
vikar vilja eða hafa mjög fáa op-
iubera. starfsmenn eins og reynt er
til í Bandaríkjunum. Að koma
slíkri breytingu á er erfitt og ef
til vill er það ókleyft nema með1
alræðisvaldi eins og nú er í ítal-
íu eða með hreinni stjórnarbylt-
ingu. »
Þingfararbann.
Stjórn Landsbankans hefir ný-
loga sent bankastjórunum við úti
bú bankans brjef með þeirri til-
kynning, að hún geti ekki sætt
sig við, að samverkamenn hennar
cg starfsmenn verji kröftum sín-
um til verkefma, sem liggja utan
babkastarfseminnar og nefnir þar
sjerstaklega til þingmensku, sem
hafi í för með sjer margrri mán-
aða fjarveru frá bankastörfunum
og geti auk þess beinlínis eða
óbeinlínis liaft áhrif á fram-
kvæmdir og ákvarðanir hlutaðeig-
enda. í ástæðunum fyrir þessari
ákvörðun tekur hún frarn, að við-
skiftaástandið í landinu sje nú hið
ískyggilegasta og hafi það mjög
komið. niður á bönlkunum og haft
lamandi áhrif á starfsemi þeirra.
En hlutverk bankanna sje, að
reyna eftir mætti að ráða frarn
úr vandræðunum og stuðla að því,
£,ð atvinnulíf þjóðarinnar komist
á heilbrigðan grundvðll. Að þessu
verði bankamennirnir að vinna
með sameinuðum kröftum og
leggja þar fram álla starfskrafta
sína. Því að eins sje von um að
takast megi að byggja það upp,
sem komið sje í rústir.
Eins og kunnugt er, hafa tveir
af útibúastjórum Landsbankans
átt sæti á alþingi að undanfömu,
þeir Eirlkur Einarsson og Jón A.
Jónsson, og er það auðsætt, að
brjefinu er sjerstaklega beint til
þeirra. Með því er þeim af banka-
stjórninni bönnuð þingseta fram-
vegis ef þeir vilji halda stöðum
sínum við útibúin.
Heyrst hefir að Jón A. Jónsson
ætli að taka þann kostinn, að af-
sala sjer bankastjórastöðunni,
enda er hann í röð hinna nýtustu
þingmanna og væri eftirsjá að
honum frá þingstörfum. En um
Eirík Einarsson hefir ekki heyrst
enn, hvernig hann muni taka
þingfararbanninu.
Búast má við, að þeim, sem
fyrir verða, þyki bannið hart. En
sje með sanngirni litið á málið,
verður bankastjórninni þó varla
láð þetta, að ölium ástæðum at-
huguðum.
opnað 23. þ. m.
Uppi á Skólavörðuholtinu, þar
sem fjarsýnin er fegurst, stgndur
Listasafn Einars Jónssonar, eins og
stuðlabergs-orgel í einliviAja furðu
lega framtíðarikirkjm. Það stendur
þarna óbifanlegt. sem óhrekjandi
andmæli gegn öllu því sem næst
er: andmæli gegn illhýsinu, sem
skriðið hefir upp holtið' síðustu
og verstu árin, og nú stendur hik-
andi við þankastrik bæjarstjórn-
arinnar: rennuna, húslengd vestur
af safninu: andmæli gegn þefi
þeim, sem andar af sorpvallar-
gerðinni við Barónsstíginn; and-
mæli gegn landbroti og hálfrudd-
um hrjónum alt umhverfis. Girð-
ingin um safnið ber millibilsá-
standi menningrir vorrar vottinn,
að á alt er leitað, nema ókleifar
grindur og gaddavír; jafnvel
steiristeyptar tröppurnar að safn-
inu eru ekki óhultar, nema bak
\ið lokað hliðið. En irinan girð-
ingarinnar er gróðrarmagn í öllu,.
Smáttt' og smátt, börur fyrir bör-
ur, hefir frjómoldin færst að fót-
stallinum og túnhjallinn og garð-
flötin myndast. Nú er þar iðja-
grænt á þrjár hliðar, grasrótin
aðeins ólcomin við austurstafninn,
sem sýnilegt meriki þess, að efnin
berast hægt að, þótt nm síðir
komi.
Svo hægt og hljóðalaust hefir
þetta safn risið, að fæstir vita
hvernig, og ef til vill grunar enn
færri, að þarna er eitt af því, sem
þjóð vor mun hafa sjer til rjett-
lætingar á dómsdegi, og eitt af
þeim táknum, er sýna hvað hún
er í raun rjettri og hvað hún á
að verða. Og þó er alt, sem þarna
er innan garðs eins manns verik,
á alt upptök sín í huga og höndum.
Einars Jónssonar, hefir fengið iíki
og liti, sál og svip frá honum.
Þetta. er veröld út af fyrir sig,
frumleg og formauðug, og enginrt
almenningur! Einar Jónsson hefir
frá upphafi vega gengið sína götu,
verið1 sjálfum sjer lögmál. Hann
hefir hlýtt skaparaeðli sínu, ör-
uggur þess, að öllu mundi skila
heim um síðir. Og , er það ekki
merkilegt, að þessi einræni maður,
fátækur sonur minstu þjóðarinnar
cg fyrsti myndhöggvarinn hennar,
er dkki einusinni fimtugur þegar
hann situr einvaldur í ríki sínu
heima á ættjörðinni, í safninu, sem
geymir öll verk hans, hvert á
þeim stað og í því ljósi, sem hann
hefir sjálfur valið því, safninu,
sem jafnframt á að verða vinnu-
stöð’ hans um ókomin æfiár.
Einusinni talaði jeg um Einar
Jónsson við ungan, erlendan
mjTidasmið, auðugan vel, er þekti
hann og lofaði mjög, en bætti
því við, að hann gæti ekki skilið
hvernig fátækur maður, eins og
Einar ,væri, gæti verið mynd-
höggvari. Til þess þyrfti mikið
fje. Jeg' sagði Einari þetta. En
hann svara'ði: „Jeg skil enn síður
hvernig auðugir menn geta varið
myndhöggvarar ef þeim er ekki
gáfan gefin“. Mjer detta í hug
önnur orð Einars, þau er hann
sagði um þjóð slna. í einu ræðunni
sem hann mus hafa samið um dag-
ana, „að henni skuli enn verða
leyft að verða fremst í kapphlaup
inu, ef hún selur ekki sitt sólar-
fvlgi fyrir fánýt foldargæði“.
Einar Jónsson hefir aldrei selt
sitt sólarfylgi. Hann hefir ekki
skort drengskap til að leita Ijóss-
ins, hvað sem fánýtum foldar-
gæðum leið. Svipur hans var jafn
hreinn og heiður þegar verk hans
voru á víð og dreif í erlendum
skemmum og hann átti etkki 6-
brotinn stól að setjast í, eins og
hann er nú, þegar hann er sestur