Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.07.1923, Blaðsíða 1

Lögrétta - 03.07.1923, Blaðsíða 1
& m Stssírsta íslenska lands- blaðið- i Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. OGRJET Bæjarbbð Mopgunblaðið. Árg. kosta 10 kr. innanlands erl. kr. 12,50. Ritstióri: Þorst. Gíslason.. XVIII. árg. 35. tbl. Reykjavik, ÞriðjucEaginn 3. júli 1923. ísafoldarprentsmiSja h.f. jón Sigurösson. Stefjaflokkur, fluttur á aldarafmæli þjóðskörun gsins á íslendingadeginum í Winnipeg árið 1911. (pessi stefjaflokkur hefði gjarnan mátt endurfiytjast hjer; þótt af atvikuni hafi eigi orðið. En eigi þótti hlýða að d.vlja erindi þetta leugur, og kemur það því hjw á 25 ára stúdentsafmæli höfundarins): Fegursti gæfu-geisli fósturláðs; I alveldis af auga mildu hniginn, þegar hugur þjóðar lá í dái; 1 ti: þe,ss að endurlífga g'öfgan lýð, og þíða í brjóstum freðna frelsisivon 1 ttndir klaka kfigunar og bölva, t — en græða af nýju grafin manndóms-frae, er sprytti fram, og yrði máttkur meiður, sem lyfti greinum yfir höfðum heiais. Þetta var Jón Sigurðsson. Hetja fríð með æskubjarma á brá, með kappans hreysti-kjark í höfðingssvip, en yndisþokka í hverri líkhamshreyfing, og öldungs tign í hvítum silfurhárum. Með mælsku gull á málmi skærri tungu. En frelsis eldur óslökkvandi skein með glæstum ljóma fram að efstu árum frá svartra fránna sjóna mannvits-djúpi. Þannig var Jón Sigurðsson. . Frelsis vita á kúgun kvöldum ströndum kynti hann, og lyfti í margri sál leyndri von um landsins óska-mál. — Sem leysti móðu fram úr vetrar böndum: svo reis nú þjóðin bundin bróðurhöndum til baráttu við ofurmáttar stál. •— Þá vígði’ hann landsins vættum heilagt bál er „Víkjum eigi“ mælti’ hann snjalt, „en stöndum saman á rjettar vors fornhelgum feldi., Samtökin ein fá gert oss að göfugu veldi.“ — Því þannig kendi Jón Sigurðsson. Hcilög röcld frá hjartadjúpi þjóðar hans var logum þrungið frelsis-mál; — máttug rödd hins hreina hreysti-óðar, sem hverfur aldrei burt úr landsins sál; — rödd hinnar ávalt ungu manndóms-glóðar, sem alið hefir kvölum falið báj Úr heiðri von í þjpðar þyngstu raunum, og því mun hljóta sigurinn að launum. Þann stærsta vann Jón Sigurðsson. Því sína þjóð til sigurs fram hann leiddi, til sigurs yfir dönskum hr-oka-þrótt, sem vildi lengja íslands auðnu nótt, er aSgang breiðan hverjn böli greiddi og öldum saman drengskap lýSsins deyddi En djarft og hart var mál nú stundum. sótt. — En þó aS brysti hreysti og djörf-ung drót.t, þaS deyfði ei kappans hug, nje von hans evddi. Sigrandi hneig Jón SigurSsson. Andans kongur íslendinga- var’ hann aldarþriSjung, — snauSur þótt hann væri HerSar yfir samtíð sína bar hann svo sem 'jötun meðal dverga færi. Hvergi sjest í öllum okkar, sögum annars meira þrek nje viljafesta. Upp að landsins efstu og hinstu döguffl ætla’ jeg jafnan hann þann fyrsta og mesta. Eða kemur anuar Jón Sigurðsson? Kongur vor hann var og frelsishetja á veilli sannleiks; — þjóðar fyrirmynd sem kunni jafnt hinn deiga djarft að hvetja og draga úr ofurhugans sviftivind. — Spámaður hins mikla. morgunbjarma. sem mannvits röðull hefir yfir storð á hugmóðs-vængjum hundrað þúsund arma Það yar frelsisþráin varma, iem veitti honnm valdsins máttka orð. er eldi fyldi ótal barma. -— Frelsis-hugur, holdi klæddur liasn var; líkt og bál á fjalli, — bjarkar styrkur berki sleginn, kraftur fossins fegurð sveiptur. Þannig var hann þrunginn móði, þannig var hann hreysti gæddur, sál hans eilíft sannleiks-leiftur; Frelsarinn íslands fríði snjalli, framtíðar sem ruddi oss veginn signdan eigin sældar blóði Jón Sigurðsson. Hann var fæddur faðir sínum lýði, fæddur höfuð ættarlands síns niðjum; faddur til að frelsa í þungu stríði frónska þjóð úr strangdum nauða viðjum. — Og enginn gat sjer kosið betri bróður til bráutargöngu í hverjum einka-vanda. — Sannur mögur sinna frægstu landa. Sonur 'bestur göfgrar fósturmóður var aðeins einn: Jón Sigurðsson. Fjarri kærum fósturströndum, fjallkonunnar tignarsölum, lángt frá íslands dýrðar-dölum dvaldi hann í öðrum löndum. — Ytsti vörður ættlands vona ógnaði þaðan hermdar-völdum, kúgara vorra skjómi á skjöldum, skjöldur vorrar foldar sona. — Líkt og hugprútt ljón í böndum leiftrar heiftar frá sjer neistum undan makka ægi-reistum: þannig ægði íslands fjöndnm skin af augna skygðum hjálmi, skeyti af þrumuraddar málmi Jóns Sigurðssonar. '* Fyrirheits grund hann aðeins fjekk áð eygja frá ævi sinnar háum Nebós-tind, þegar hann eitt það eftir átti: að deyja. Nú blundar hann að barmi móður vafinn. — En enginn veit hver hlýtur helga stafinn, er ættlands ástar lanst hann skæra lind lifandi brjósta fram af helgu bergi. Skal sá. ef til vill, allan aldur grafinn? — Sá andans máttur finst nú hvergi. hvergi. sem forsetinn mikli framliðni bar. .Tón Sigurðsson- í undra-hylling lítum við hann látinn, og lærum; eins og bæn af móður vörum. að hann sje besti burinn vorrar þjóðar. — — Eilífa tíð hann yrði úr helju grátinn, ef óskinn mætti forlaganna kjörum rifta jafnt og þáttum orðs og óðar. — .— þó, andi Sigúrðssonar er ei látinn, en svífur yfir minninganna bárum sem nætursólin nyrst á Snælands ströndnm. Sá frelsisröðull runninn enn oss ljómar, o*g óláns njólu firrir fóstur’láð. Blikar ei morguns bjarmi nýr á fjöllum? -----því gkail nú aðeins þakkar-tárum grátinn þjóðar-sóminn liðinn fyrir árum iifandi signdnr sveig af bróðurhöndum. _____f bjartri fylling blandist lýða rómar: „Sem brenBandi runnur skal í hjörtum öllum geisla-mynd þín skína skært á hverri tíð, Jón Sigurðsson!“ — \ Þorsteinn Bjömsson. Uiðreisn Rússlands. Hjer í blaðinu hefir nokkrum sinnum áður verið sagt frá ástand. inu í Rússlandi, hörmungum hnng ursneyðarinnar og afleiðingum! hennar, og því starfi, sem unnið hafir verið þar til viðreisnar og hjálpar . fyrir erlent sam- j siiotaf j«. Það er Norðmaðnrinn i Friðþjófur Nansen (f. 1861), sem | veitt hefir þessu forstöðu og get-' iö sjer fyrir það mjög góðan orð-. stír, og var líka alkunnur maður áöur,, einkum fyrir rannsóknar- leiðangra sína um Grænland og Norðurhöf, og einnig fyrir stjórn- mála-afskifti sín, bæði heimafyrir! kringum 1905, og sem sendiherra, Norðmanna í London til 1908. -—j J nnars hefir hann einnig verið prófessor í hafrannsóknum við. Kristjaníu-héskóla. En 1920 var^ hann skipaður forstöðumaður fyr-1 ir heimflutning herfanga og 1921 yfirmaður allrar rússnedku hjálp- erstarfseminnar. Hann hefir feng- ið friðarverðlaun Nóbelsjóðsin- Dr. Nansen hefir undanfarið skrifað iangan greinaflokk í Berl. Tid. um Rússland og friðinn, og sagt þar frá reynslu sinni og skoðunum á rússneskum málum og afstöðu þeirra til ástandsins í heiminum alment nú. Yerður sagt hjer nokkuð frá niðurlagsathuga- semdum hans nm þessi mál. Hann segist vera sannfærður um, að það sje óhjákvæmiiega nauðsynlegt fyrir báða aðilja að heilbrigð og venjuleg samákifti sjeu tekin upp milli Rússlands og annara ríkja. En það væri hins vegar mjög óheppilegt, að þessi samskifti yrðu tekin upp á grumd- velíi rangra skoðana á rússnesku ástandi, í verslunar-, iðnaðar- e8a landbúnaðarmálum. Jeg hefi, seg- ir hann, dregið fram hinar óheppi- legu ráðstafanir ráðstjórnarinnar og mistök hennar á þann hátt. að það nndrar ef til vill þá. sem þekkja það. með hverjum áhuga'j ■jg góðvild jeg hefi fylgst með til- j raunum rússnesku stjórnarinnar j til þess að endurreisa hið oham- j ingjusama og hrjáða land. Og í Eússlandi sjálfu hefir mjer altaf cg alstaðar verið telúð með trausti cg innileik, sem haft hefir mikil áiirif á mig. Þetta hefir aðeins kvatt mig ennþá meira til þess að segja hreinskilnisl^ga og hispurs- laust skoðun mína á ástandinu, íj tratísti þess, að það væri bæði Rússlandi og Evrópu í heild sinni fyrir bestu. Hann segir ennfrem- ur að það, sem knúð hafi sig til þt-ss að taka við störfunum í Rúss- iandi, hafi ekki einungis verið það mannkærleiksverk, að geta stuðl- að að því að bjarga mörgum inilj- cnuin rftanna frá hræðilegum clauða, heldur einnig sú tilfinning, feem hann hafi haft um það skað- lega, ástand, sem það hefði é jafn- vægi Evrópu, að útilcxka Rússland frá samskiftum við önnur rfki. Hann sagðist því hafa tekið með ánægju því tækifæri, sem þetta starf hefði gefið sjer, til að kynn- ast ástandinu í Rússlandi á hlut- lausan hátt, með eigin augum. Og jeg get bætt því við, segir bann ennfremur, að kynni mín af russ- nesku þjóðinni hafa orðið til þess, að vekja samúð mína með þeirri þrautseigju, sem hún hefir sýnt i raúnum sínum, bæði fyrir og eft- ir byltinguna, og með þeim frum- lega, heilbrigða krafti og kjarki, sem hún hefir sýnt í viðleitni sinni til viðreisnar. Árangur rannsóiknanna á efna- legn lífi þjóðarinnar á ýmsum sviðum þess, virðist honum vera sá, að þjóðin hafi þjáðst af al- varlegum sjúkdómi, sem hún sje nú aðeins að rjetta við úr. Þjóð- f jelagslegt líf í Rússlandi var ekki heilbrigt fyrir 1914, og keisara- stjórnin var ekki heilbrigð stjóm. En styrjöldin gerði þetta almenna illa ástand ennþá verra og bylt- iugarnar 1917, styrjöldin við út- iönd og borgarastyrjaldirnar frá 1918—1921 var binn hættulegasti breytingatími, og þar á eftir kom tími endurreisnarinnar, sem taf- inn hefir verið og heftur af hung- ursneyðinni, sem dunið hefir yfir bin frjósömnstu svæði við Yolgu og Ukraine sunnanvert. Nansen segist vera sannfærður um það, alð það sje í þágu Ev- rópu og alls heimsins, að f!ýta fyrir þessari endurreisn. Rússar geta að vísu, segir hann, unnið að henni sjálfir og einir, með þrautseigju og sparsemi, en það tæki langan tíma og miMa erfið- ieika, ef erlendur iðnaður og versl un hlypi ekki undir baggann líka cg hefði jafnframt eðlileg ítök í þaið, hvernig málum þessum yrði fyrirkomið og stjórnað. Með að- stoð erlends auðmagns eða láns- trausts ætti að vera unt að bæta samgöngurnar, anka náma- og iðn- aðarfyrirtæki og koma á samvinnu starfsemi hjiá bændunum. Aðal- þröskuldinn á vegi þessum te’ur Nansen að sjálfsögðu ríkissknld- ii’nar gömlu, sem sovjetstjórnin hcfir ennþá ekki viljað viður- kennn. En hann vonar, að þar verði hægt að komast að samkomu lagi, svo að Rússlandi geti auðn- ast lánstranst ríkjanna líka. og ættu þá viðskifti einstakra manna cg fjelaga að geta tekist, þó stjórnmálasamskifti væru ekki komin á. En með því að auka fram leiðslumagn þjóðarinnar. anka menn einnig' greiðslumagn hennar aftur. Annars segir Nansen líka, að hinn þunglamalegi skriffinsku- gangur allra stjórnmálaathafna sovjet-skipulagsins eigi sinn mikla þátt í því að veikja traust manna útífrá á rússnesku stjóminni. En það er eklri nóg, segir hann, að hjálpa þjóðinni. eða því brot.i hennar, sem við náum til, aðeins til að halda í sjer lífinu, heldur má ekki sleppa af henni hendmni, fyr en hún hefir safnað svo kröft- um, að hún sje fær um að sjá nm

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (03.07.1923)
https://timarit.is/issue/170925

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (03.07.1923)

Aðgerðir: