Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.08.1923, Blaðsíða 4

Lögrétta - 24.08.1923, Blaðsíða 4
4 LÖGRJBTTA þcir stofiraðu til á stríðsármram. Nitti «er sárgramur yfir því, að Þjóðverjar skyldu iiafa verið kúg aðir til þess að skrifa undir þessa memingarlausu sa'muinga, og það því fremur, segir hann, sem allir frönsku samningamenn- imir hafi verið tmiklu snjallari fjárknálamenn en svo, að þeirn hafi eitt augnablik dottið í bug að trúa því, að Þýskaland væri fært um þessar greiðslur. Nitti álítur þess vegna, út frá þekkingu sinni á viðkomandi mönnum og málefn- um, að leiðtogar franskra hermála og stjórnmála, bafi einmitt reikn- að mteð því, að Þjóðverjum væri ómögule-gt að greiða þessar stríðs sJculdir og Frakkland gæti á þann hátt fen-gið átyllu til hemaðarinn- rásiar í hið a-fvopnaða Þýskaland og til þess að setjast í landshrata, sem Þjóðverjum er lífsskilyrði að halda.Með því að skllja þessihjer- uð frá móðurlandinu og sprengja þannig þýska ríkið, gætu Frakk- er náð takm-arki sínu. Þess vegna kallar Nitti alla skaða'hótapóli- tíkina „hin viðbjóðslegustu -.vik, sc-m dærni em til í nýju sögunni“. Ruhrtökuna telur hann að eins einn lið þedrrar stefnu Frakka, að eyðileggja samkepni Þjóðverja við sig, t. d. í járniðnaðinum. Síðan segir hann frá því, að frá því 1919 hafi verið ýtt imdir ítala til þess, að hafa sjerstaka stjórn- málafulltrúa í Bayem og ýmsum öðrum þýskum ríkjurn eins og þau væru ekki hluti af þýsku rík- isheildinni. Hann segir ennfrem- ur, að við undirbúning Versala- samninganna, hafi bæði Tardieu cg Foch greinilega krafist skiln- aðar Rínlandanna. Hann ctregur einnig fram franskt skjal, þegar frá 25. maí 1922, þar sem rætt er um töku Saarhjeraðanna, akilnað Eínaxlandanna frá Þýskalandi og franskt eftirlit í Ruhr. Þetta eru nú helstu drættimir í skoðunum Nitti og svipaðar skoð- anir hafa einnig komið fram ann- arsstaðar, eins og fýr er frá sagt. Hins vegar hafa hjer í blaðinu einnig birtst skýrslur og frásagnir um þetta sem skýra málin bæði frá sjónarmiði Frakka sjálfra og Þjóðverja, sem em helstu aðiljar málanna, eins og þau em nú kom- in. En allir þeir, semi vilja fylgj- ast með í utanríkismálum álfunn- ar nú, verða að gera sjer þessi mál ljós og er þó sennilega ekki sjeð fyrir endann á þeim ennþá o g óvíst hvað úr þeim verður. Bæði afstaða ensku stjórnarinnar og stjóraarskiftin í Þýskalandi geta haft þar áhrif á úrlausnina. Athugasemd. í blaðinu “Tíminn’’ 11. þ* m. stend ut grein, sem nefnist “Fullveldið heiðrað”. Jeg geri ekki ráð fyrir að klerkdómur landsins láti þessumpistli ómótmælt, en af þeim sökum, að á þessu getur orðið dráttur, vildi jeg mega biðja Morgunblaðið fyrir þessar fáu línur til andmæla greininni, og athugunar lesendum Tímans. Greinin er háð- og níðgrein nm hans eminenee kardinála Rossum, er hjer var gestur fyrir skemstu og var tekið eftir föngum sæmilega á allan hátt, eins og vera bar. Greinin flyt- br níð og spott um ýmsa þá menn, er að þessum viðtökum stóðu. Skiftir það litlu máli, út af fyrir sig, en í sambandi við ósæmd þá sem hinni katólsku kirkju og sendimanni henn- ar er sýndur með grein þessari, eT það þó allmikill níðauki blaðinu og ritstjórn þess til vansa. Jeg heíi, síð- an er jeg tók að athuga blaðamensku, nú fyrir 35 árum, veitt eftirtekt nokkra, flestu er jeg hefi lesið í erlendum blöðum og innlendum, og matið fyrir mjer það er flutt hafa blöðin. Hefi jeg sjeð margt og ekki alt gott, en grein þessi í Tímanum ber af öllu, er jeg befi sjeð, að fúl- menskulegum og glapsamlegum ri«t- hætti. — Sendimaður páfajstólsins og hinn ágætasti maður, er svívirtur í blaði, er fyrir ræður að nafni cand. theol., eftir að lúterskur klerkur hjeð an af landi, hefir verið sjerstaklega heiðraður af hinum helga föður í Róm.Væri þessi blaðsnepill að nokkru metinn utanlands, eða innan, mætti þetta til-tæki verða að miklum ótila, en hvað sem um það er, verður það til hinnar mestu háðungar utanlands, sem hjer í landi. Jeg vænti þess fast- lega, að klerkdómur landsins láti al- varlega til sín taka um þetta mál, sem er hið mesta hnevksli, sjerstak- lega vegna þess að guðfræðingur er ritstjóri Tímans, þó látið hafi af hökul og hempu. Greinin hefði verið afsakanlegri, hefði ritstjóri verið Jón as frá Hriflu, en þó síður vegna þess að hann er landskjörinn alþingismað- ur. pað er mjög ráðlegt öllum þeim, er eitthvað vilja hafa tál viðvörunar að lesa greinina þessa í Tímanum og þó ekki síst kjósendum þeim í Stranda sýslu, sem hafa látið sjer detta þau býsn í hug að kjósa Tryggva pórhalls son til alþingismanns. Ritað 14. ág. 1923. Árni frá Höfðahólum. -------o------- Eri. simfregnir Khöfn 20. ágúst. Frá ÞýsJcalandi. Frá Berlín er símað, að mót- spyma sje í Bayern móti Strese- manns-stjórninni. Vinnuteppa eykst í Þýskalandi. Ófriður t Marokkó. Frá Madrid er símað, að skærar bafi staðið í Marokkó og hafi spænskar hersveitir orðið að hörfa undan og látið margt manna. Ný ófriðarblika? Frá París er símað, að ítalir dragi saman lið og sje álitið ai þeim liðssamdrætti sje beint gegn Serbum. Frá bandamönnum. Frá París er símað, að Poincaré óski þess, að samvinna bandamanna geti haldist áfram. Enskur iðnaður. Frá London er símað, að enskur iðnaður sje talinn í bættu vegna sðfaranna í Ruhr. Bindindisfundur. Sautjánda alþjóðaþing bindindis- manna er byrjað í Kaupmannahöfn Þingmannafundur. Alþjóðafundi þingmanna er lok- ið í Kaupmannahöfn. Hann hafði m. a. til meðferðar hlutleysismál, viðreisnarstarfsemi og rjett minni- hluta þjóða og þjóðabrota í ýmsum ríkjum. Khöfn 21. ágúst. Iðnaður Þýskálands. Símað er frá Berlín að iðnaður I’ýskalands sje í voða vegna kola- verðsins. Órói í Grikklmdi. Frá Aþenn er símað, að stjóm- in hafi rofið verkamannafjelögin; allsherjarverkfall sje hafið og hætta á, að úr verði stjómarbylting. Bruni. 7 kýn bnenna inni. Aðfaranótt sunnudagsins vildi sá hörmulegi atburður til í Birtinga- holti í Árnessýslu, að kviknaði í f jósi og brann það til kaldra k< la og sjö kýr, sem í því voru. Eftir því sem frjetst hefir að austan, er talið víst, að eldurinn hafi komið upp á þann hátt, að heit aska hafi verið borin í fjósið, og eldur hafi leynst í henni. Hlaða var áföst við fjósið. Hana tókst að verja að mestu leyti eftir að eldsins varð vart, en þó brann eitthvað ofan af henni og einhver hluti ónýttist af heyinu, en þó ekki tilfinnanlega mikið. -----o----- Dagbóh. 19. ágúst. Magnús Sæbjörnsson læknir í Flat- ev á Breiðafirði hefir fengið lausn frá embætti frá 1. júlí þ. á. sökum heilsubilunar. pingvallafólkið. Mjög margt fólk fór hjeðan úr bænum í gær til ping- valla. En heldur mun það hafa verið óheppið með veðrið, því rigning var látlaust í gær, en margir staðir eru skemtilegri í rigningu en Þingvellir. Sólskin og hreinviðri gefa þeim gildi. „Berlín“, beitiskipið þýska, sem hjer var fyrir nokkru, og verið hefir uppi í Hvalfriði nú um tíma, kemur hingað í dag snemma. Stutt stendur það við í þetta skifti, aðeins til kvölds. Sagt er, að það eiga að verða fjölmenna miðdegisveitslu í skipinu í dag. Bifreiða uppboð. prettán bifreiðar á að bjóða upp hjer í bæ 3. sept- ember næst komandi til lúkingar cgreiddum bifreiðaskatti fyrir árið 1922. — Kaupfjelag Súgfirðinga hefir, sam- kvæmt auglýsingu í Lögbirtingablað- inu framselt bú sitt til gjaldþrota- skifta. Guðmundur Bergsson póstmeistari á Akureyri er nú alfluttur hingað og tekinn við starfi á pósthúsinu hjer í Reýkjavík. Níræðisafmæli á í dag ekkjufrú Áslaug Stephensen frá Yiðey. Hún hefir verið hjer í bænum yfir 20 ár og maður hennar, Magnús Stephan- sen, andaðist hjer, en lengi bjuggu þau stórbúi í Viðey, eins og margir hinna eldri Reykvíkinga kannast við. Börn þeirra eru: Ólafur prófastur í Bjamanesi, frú Kristín, kona Guð- mundar Böðvarssonar umboðssala, frú Sigríður heitin kona Jóns pórarins- sonar fræðslnmálastjóra, frk. Marta kenslukona við Barnaskólann og frk. Elín, sem -stendur hjer fyrir húsi móður sinnar. — Frú Áslaug Step- hensen er enn við bestu heilsu, les og saumar alla daga og ber aldurinn óvenjulega vel. Álftarungar tíu voru veiddir í sum- ar norður í Húnavatnssýslu fyrir bæjarstjórnina hjer og átti sá hópur að koma á Tjömina til skemtunar fyrir Reykvíkinga. peir vom settir i tvo kassa, 5 í hvorn, og sendir bingað með „Esju“ nú síðast. En þrír tróðust undir í kössunum og voru dauðir, er hingað kom, og sá fjórði dó skömmu eftir hingaðkom- una. Hinir sex vom settir í afgirta svæðið við Tjaraarendann, en sumir af þeim vom lasnir og illa til reika. Er það leitt, hve klaufalega hefir tekist til með flutninginn. Ýmslr Austfirðingar, sem hjer hafa dvalið nndanfarið fóm heimleiðis með „Esjn“ í gær, þar á meðal sýslú- mennimir Ari Araalds bæjarfógeti á Scyðisfirði og Magnús Gíslason á Eskifirði og kanpmennimir Stefán Auglýsing um farkennarastööur. Það kunDgjörist bjermeð, að farkennarar verða á komanda hausti hvergi skipaðir, nema í þeim fræðsluhjeruðum, sem hafa fullnægjandi skólahús, heldur verða þeir enn settir. Fræðslunefndir skulu hafa ’sent tiilögur um setningu í stöðurnar til fræðslumála- stjóra fyrir 15. sept. næstkomandi. í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 11. ágúst 1923. Sig. Eggerz. Sigf. M. Johnsen. Hvaða sápu á jeg að nota? Fedora sápan hefir til að bera alla þá eiginleika, sezn eiga að einkenna fyllilega milda og góða handsápu, og hin mýkjandi og sóttbreinsandi áhrif hennar hafa sann- ast að vera óbrigðult fegurðarmeðal fyrir' húðina, og vamar lýtnm, eina og blettnm. hmkktun og roða í húðinni. 1 stað þeasa veröur hððin við notkun Fedora-sápunnar hvít og mjúk, hin óþægilega tilfinning þees, að húðin skrælni, sem stundum kemur viff notkun annara sápntegnnda, kemur alls ekiri fram við notknn þessarar sépu. Aðalnmboðsmenn: E. KJARTANSSON & Co. Reykjavík. Sími 1266. tai Hjartans þakkir mínar og barna minna, til allra fjær og nær, sem veittu mjer hjálp og samúð í veikindum og við útför mannsins míns sál. Geirs ísleifssonar. Kanastöðum í júní 1923 Guðrún Tómasdóttir og börn. Th. Jómsson á Seyðisfirði og Jónas Gíslason á Búðum. 22. ágúst. Bruninn í Birtingaholti. í gær komu fullar fregnir að austan um bmnann í Birtingaholti. Bmnnu inni 8 stór- gripir en 3 kálfar, vetrungur og tvær kýr komust af, en önnur kýrin og einn kálfurinn dauðvona. — Auk fjóssins brann haughús, hlaðan og skemma og alt sem í þeim var að undanteknu heyinu; það bjargaðist að miklu leyti eins og sagt var hjer í blaðinu í gær. Vart varð við eldinn um miðnætti, og kviknaði í út frá heitri ösku. Húsin vom vátrygð, en lágt. En gripimir og allir munir óvátrygt. Er því tjónið af þessum brana mikið. Bátstapi. Á mánudaginn var fórst róðrarbátur frá Skálum á Langanesi með 4 mönnnm á. Voru þrír þeirra úr Vestmannaeyjum, en formaðurinn, Sigfús Jónsson, var frá Bakkafirði. Veðu rsteld. Frá Vestfjörðum var símað í gær, að þar hefði verið und- anfarna daga afbragðs tíð, brakandi þerrir, sólskin og hlýjur. Taugaveikin. Ætla má nú, að alveg sje tekið fyrir útbreiðslu taugaveik- innar hjer í bænum. Hafa engir sjúk- lingar bætst við síðan 7. þ. m. Flestum sjúklinguhum líður nú orðið sæmilega, og sumir em orðnir hitalausir. pó em þrír sjúklingar enn allþnngt haldnir og bafa altaf verið. Segir hjeraðslæknir, aS enginn bati sje á þeim enn. Meðal þeirra, sem hitalausir era orðnir er Jón Sigurðsson skrifstofustjóri, Hann hefir verið hitalaus í 4 daga. Um lausn frá embætti hefir sótt nú mjög nýlega Halldór G. Stefánsson SUðlíiS ÉIÍSU3fðf ö, Farimagsgade, 42, Khöfn, Umboðsmaður á íslandi. Snæbjörn Jönssoro stjórnarráðsritari, Rvík. læknir á Flateyri. Hefir ungur læknir verið settur í embættið, Lúðvík Norð- <!al, og er hann nýlega farinn vestur. Sveinbjörn Egilson ritstjóri Ægis varð sextugur í gær. Barst honum fjöldi beillaóskaskeyta víðs vegar að. 23. ágúst. Silungsveicfi í Elliðaánum er nú leigð eftir mánaðamótin, 3 stengur á dag, og kostar 5 kr. á dag fyrir stöng- ina frá 1.—15. sept. en 3 kr. eftir þann tíma til mánaðarmóta sept.-okt. Einar Jochumsson kvað í gærkvöld um leið og hann kom inn til Mrg.bl.: pó að oss þrengi kólga kífsins köldu landi á, oss þá huggar andi lífsins algasskunni frá. „Hadda-Padda“, leikrit Guðmundar Kamban, er kvikmyndað var hjer í sumar, að því er útimyndimar snertir, verður væntanlega tilbúið til sýningar í október. Er nú verið að taka inni- myndirnar í Kaupmannahöfn, í leik- skála er fjelagið Edda-Film hefir leigt til þess. Spá menn góðu fyrir mynd- irni og það sem tekið var hjer í sum- ar hefir nú verið framkallað, og það komið í ljós, að myndimar eru flestav ágætar. o----------

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.