Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.12.1923, Blaðsíða 4

Lögrétta - 03.12.1923, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA . í óvissu. Fulltrúar þeir, sem send- ii* hafa veriS til að sernja við for- Biann Rínarlanda-nefndarinnar, ’i’irard, gera það að tillögu sinni, að Rínarlöndin verði sjerstök heimastjórnarríki, innan Þýska- lainds, og undir þýskri yfirstjóm, ■e^ ráði sjálf fjármálum sínum og imianríkismálum. Kaupgj aldsdeilan norska. Símað er frá Kristjaníu, að veýkbannið hafi verið upphafið og safaningar komist á milli verka- mdnna og atvinnurekenda. bótanefndin hafi í einu hljóði samþykt, að skipa tvær sjerfræð- inganefndir til þess að reyna að gera fjárlög Þjóðverja þannig úr garði, að tekjuhallinn hverfi og til þess að reyna að ná aftur til þýskalands fje því, sem hefir ver- ið laumað úr landi. ítalir og Rússar. Símað er frá Róm, að Mussolini hafi góð orð nm að viðurkenna ráðstjórnina de jure, til þess að fá góð sjerleyfi hjá Rússum. Gengis j öfnunarlánið. Hið danska gengislán, að upp- liaíð 5 miljón sterl. pund, er trygt. Prófessor Jul. Lassen, fyrverandi Garðprófastur, verður j«<Saður á morgun (í dag). Khöfn, 28. nóv- Stjórnarmyndunin þýska. Símað er frá Rerlín, að mið- flofcksmaðurinn Stegerwald sje að gérS tilraunir til þess að mynda þingræðisstjóm með tilstyrk þýíjkra þjóðernissinna, miðflokks- infi og þýska og bayerska þjóð- rætjj^flokksins. Stresemann hefir fengið áskor- un .jim að verða utanríkisráð- heri'a nýju stjómarinnar Kommúnistaóeirðir. Kommúnistar reyndu í gær að koma á stað óspektum víðsvegar í Þýskalandi, en óspektir þessar voru. bældar niður jafnharðan. Með því að kommíinistum er nú bannaður allur fjelagsskapur í Þýskalandi, er hreyfingunni nú stjórnað frá miðstöðvum erlendis. Bretsku kosningarnar. Kosningahríðin enska heldur á- fram og magnast dag frá degi. Búst er við, að Stanley Baldwin fái öflugan hreinan meirihluta. Khöfn, 30. nóv. Miðjarðarhafssambandið. Símað er frá Rómaborg, að Primo de Rivera einveldisstjóri Spánar hafi, í samráði við Musso- lini forsætisráðherra Itala, gert sahining og myndað „latneskt“ samband. Eru jafnvel horfur á því, að lýðveldi Suður-Ameríku gangi út úr Alþjóðasambandinu. Rivera(?) hefir gert samning við Itali um að útvega loftför. Símað er frá París, að blaðið ,,Le Temps“ geri það að tillögu sinni að Frakkar og Bretar játist undir „latneska“ bandalagið. Stjórnarskifti í pýskalandi. Símað er frá Berlín, að foringi miðflokksins, Dr. Marx, hafi tekið að sjer að mynda ráðuneyti, og að honum muni takast það, ef miðflokkurinn ekki beinist gegn honum. Khöfn, 1. des. Nýja stjórnin í Þýskalandi. Símað er frá Berlín, að Marx hafi myndað borgaralega stjórn með stuðningi þýska þjóðernis- sinna, en jafnaðarmenn hafa snú- ist einbeittir á móti. Skaðabæturnar. Þjóðverjar krefjast þess, að vör- ur þær, sem fluttar hafa verið frá Ruhr til Frakklands, verði færðar þeim til tekna á skaðabótareikn- ipgnum. — Einnig neita þeir að borga kostnaðinn af hertökuRubr- ---x-- Dagbók. 27. nóv. Landsmálafundur var haldinn aust- ur við pjórsárbrú 21. þ. m. Boðuðu til hans ýmsir menn í Árness- og Rang- árvallasýslum. Enginn þingmaður sýsl- anna hafði verið mættur þar, nema Jörundur Brynjólfsson. Tillögur marg- ar voru samþyktar á fundinum, þar á meðal sú, að skorað væri á þing og stjórn að hlutast til um það, að lán þau, sem bændur hefðu stofnað á dýrtíðar- og kreppuárunum, yrðu látin standa afborgunarlaust í 10 ár, með 4% vöxtum. 28. nóv. Jarðarför sjera Jóns Thorstensen frá pingvöllum fór fram 26. f. m. frá dómkirkjunni, og sýnir það vin- sældirnar hjá fyrri sóknarbörnum hans, að margir bændur úr pingvalla- sveit og Grafningi komu hingað til þess að vera við jarðarförina. Báru þeir kistuna inn í kirkjpna og síðan frá kirkjunni og suður í kirkjugarð, en prestar báru hana út úr kirkj- unni. Húskveðju flutti sjera Hall- dór Jónsson á Reynivöllum, svili hins látna, en sjera Jóhann porkelsson flutti ræðu í kirkjunni- Bánarfregn. 13. þ. m. Ijetst Yal- gerður Jónsdóttir á Kúludalsá í Innra-Akraneshreppi. Dánarfregn. Síðastliðinn sunnudag andaðist á Spákellsstöðum í Laxár- aal í Dalasýslu, ekkjan Guðríður Jóns- dóttir, 92 ára gömul. Árið 1866 gftist hún bóndanum þar, Jóni Markús- syni. Bjuggu þau þar góðu búi um mörg ár, og hún síðar sem ekkja- Síðustu árin hefir hún verið þar hjá syni sínum, Guðbrandi Jónssyni. Guðríður sál. var greindar- og mynd- arkona, og vel virt af öllum, er hana þoktu. 2f. nóv. Svanur. Björgunarskipinu „Geir“ hefir tekist að ná „Svan“ út við Ólafsvík, og er kominn með hann hingað. En vörur allar, sem áttu að fera með „Svan“ suður, eru enn vestra. Var þar á meðal nokkuð af nýju keti, og má búast við, að farið sje að slá í það. Ragnheiður Einarsdóttir, systir þeirra sjerá Gísla Einarssonar í Staf- holti og Indriða Einarssonar, ljest í Stafholti hjá bróður sínum, 26. nóv. Hún var fædd 29. júlí 1836, og varð 87 ára gömul. Hún hafði verið gift skamma stund á yngri árunum, en varð ekki barna auðið. Ragnheið- ur sál. var fríðleikskona, og barþess sýnileg merkin til dauðadags. Hún var vaxin upp á endurreisnartíma landsins, frá 1830 til 1850, og dugn- aður hennar og starfsþrek var fyrir þeim sem hana þektu, lundarlag og einkenni frá góðri horfinni öld. Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í gær var símað frá Vestmannaeyjum, að atkvæðagreiðsla hefði farið fram um það, hvort þar skyldi vera bæjar- stjóri eða ekki. Voru 518 atkv. greidd með því, en 81 á móti. hjeraðsins. Símað er frá París, að skaða- 30. nóv. Kosningin á Akureyri. „Dagur ( ( fíytur 8. þ. m. langa grein um fall Magnúsar Kristjánssonar á Akur- eyri og er óskaplegt að heyra og sjá hvernig skepnan ber sig, og sýnir þetta best hve stoltir við Reykvík- ingar megum í rauninni vera af okk- ar Jónasi, þegar við berum hann seman við Jónas þeirra Akureyring- anna. Aðrir eins 'tíkarskrækir út af kosningaósigri hafa aldrei áður heyrst. 3. desbr. Úr Skagafirði er skrifað 22. fyrra œánaðar, að þar sje kafsnjór um alt og engir möguleikar að komast um jörðina nema á skíðum; sje því ger- samlega jarðlaust og allar skepnur á gjöf. Snjóljett er enn austur um sveitir, að því er maður segir, nýkominn að austan. Er nýfarið að taka lömb á gjöf. Bráðapest kvað hafa gert vart við sig austan fjalls í hausf; en þó hefir hún ekki orðið skæð. Landnám fslands 817—930; heitir brjefspjald, sem herra Samúel Egg- ertsson hefir gefið út. Eru á því sýndar leiðir þær, er helstu landnáms- mennirnir fóru frá Noregi og hingað til lands. Er kortið glögt til yfirlits. pað kostar aðeins 25 aura ef keypt er aðeins eitt. Höfundur brjefspjalds- ins getur þess, að ef til vill gefi hann síðar út fleiri svipuð spjöld um efni úr sögu íslands. ------o------ Frá Danmörku. 20. nóv. Brú yfir Litlabelti. Járnbrantarráðið er um þessar mundir að athuga áætlanir þær, sem fram hafa komið um brú yfir Litlabelti. Ráðið hefir komist að þeirri niðurstöðu að brú þessi sje f járhagslega gott fyrirtæki, og búist er við, að endanlegt frum- varp um brúarbygginguna verði bráðlega lagt fyrir ríkisþingið. í Sjávarflóð enn. Stórviðri á suðvestan, meira en nokkur hin fyrri, hefir verið í Danmörku undanfarna daga. Hef- ir ofviðri þetta valdið miklu tjóni og sjávarflóð orðið víðsveg- ar á Vesturströnd Jótlands. Marg- ir flóðgarðar voru orðnir mjög skemdir á Iaugardaginn og flæðir yfir akrana, svo að húsin eru í hættu. Sjerstaklega er mjög al- varlegt ástand í hjeraðinu um- hverfs Kolding. Á sunnudaginn brotnaði skarð í flóðgarðinn milli Næsö og Stadil. Eru öll flóðgarða- lönd nú undir sjó, og telst svo til, að það sjeu 2500 tunnur lands. Göturnar í Lemvig eru undir vatni. Frá Bovbjerg og Harboöre berast einnig frjettir um alvar- legar skemdir. Sjótjón hefir einn- ig orðið í ofviðrinu. Mótorskipið „Java“, eign Östasiatisk kom- pagne, hefir rekist á grunn við SJetterhage, á leið til Aarhus, með fullfermi af vörum frá Asíu. 4 björgunarskip frá Switzer eru að reyna að bjarga skipinu út. Samkvæmt síðustu vikuskýrslu pjóðbankans hefir málmtrygging bankans hækkað úr 46.9 upp í 49.4%. Gullforðinn var óbreyttur, 209.6 miljón krónur, en upphæð seðla í umferð hafði lækkað um 14.4 miljónir, niður í 439.9 miljón krónur. Rvík, 30. nóv. Gengis j öfnunarlánið. Þjóðbankinn danski tilkvnuíir, að lánið í Englandi til gengis- Káífsskintt órökuð, bert, vel spýtt og ógölluð kaupir háu verði Versíun Jes Zimsen. Hjer með tilkynnst vinum og vandamönnum, að fóstur- sonur minn elskulegur, Ingiberg Sigurgeirsson, andaðist á Franska spítalanum 2. desember. — Jarðarförin ákveðin síðar. Sigríður R. Pálsdóttir Nýlendugötu 7. jöfnunarsjóðsins geti nú talist fengið. Hefir sjóðurinn þá um- ráð yfir 2.7 miljónum sterl. pd. og 10 miljónum dollara. Vextirnir af þeim hluta lánsins, sem gengis- jöfnunarsjóður inn notar, verða 5%% af dollaraláninu, og af sterlings láninu 1% yfir banka- forvöxtum, þó ekki minni en 5%, og bætist þar við bankaprovision. Blöðin segja, að það sje Lundúna- útibú National City Bank í New- York, sem útvegað hefir dollara- lánið, en sterlingslánið er útvegað fyrir milligöngu Hambros Bank og fimm annara stórbanka enskra. Iiáninu er komið fyrir sem yfir- dráttarláni, sem stjórn gengisjöfn- unarsjóðsins getur notað eftir þörfum. Reedts-Thott barón látinn Tage Reedts-Thott barón andað- ist á þriðjudaginn var, 84 ára gamall. Hann var landþingsmaður 1886—1910, var utanríkisráðherra í stjórn Estrups frá 11892 til 1894 og varð síðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra þangað til 1897. Hann var eigandi ljensins Gaunö, nálægt Næstved, er hann tók við umráðum yfir 1862, og forráða- maður Herlufsholmsskóla og jarð- eigna hans frá 1887. Ahlefeldt-Laurvig látinn. Á fimtudagsmorguninn var and aðist G. W. Ahlefeldt-Lauvigen greifi í Eriksholm, 65 ára gamall. Árið 1887 fór hann að vinna við sendisveitarstörf, og var sendi- herr í Wien árin 1897 til 1908. Árið 1908—1909 var hann utan- rikisráðherra í ráðuneytum Neer- gaard og Holstein, og 1910—1913 í stjórn Klaus Berntsen. ---------------- Hagtáðindi. Dýrtíðin. Smásöluverð vöruteg- unda hefir, samkvæmt október- hefti „Hagtíðinda" breytst mjög lítið síðasta ársfjórðung. Allur fjöldi vörutegunda er skráður með sama verði eins og fyrir þremur mánuðum eða mjög líku. Sykur, garðávextir og aldini og kjöt hef- ir lækkað um 10—11%, en fiskur hækkað um 13%. Sje verðið borið saman við það sem var 1. okt. í fyrra gætir mest hækkunarinnar á sykri 22%, — það er eina vöru- tegundin, sem er hærri nú en þá, en síðan þá hafa garðávextir lækk- að um 16% og kjöt um 15%. — Síðan fyrir stríð hafa matvörur þær, .sem skýrslan tekur með, hækkað í verði um 162%, en síð- asta ár hefir lækkunin Ýerið 7% T apast hefir ljós hestur, merktur K á \instri bóg. Hver, sem kynni að verða var við hest þennan, er beð- inn að gera aðvart Kristni Jóns- syni, Eimskipafjelaginu, eða í síma 1370. £ Jón Jónsson, læknir, S Skólavörðustíg 19, Reykjavík. Tannaðgerðir og tannsmfði. Sími 1248. • Mig undirritaðan vantar af íjalli steingráan fola tveggja vetra, marýt stýft hægra biti framan, heilrifait vinstra. Sá, sem kynni að verða var við folann, er beðinn að gera undir- rituðum aðvart. Nesi, Seltjarnarnesi, 3. des. 1923. Gunnsteinn Einarsson. og síðasta ársfjórðung 3%. Toliar. Fyrra missiri yfirstand- andi árs, hafa tollar af vörum innfluttum hingað til Reykjarík- ur numið 1,013,376 kr. en voru í' fyrra á sama tíma 885,879 kr. þegar með er talið útflutnings- gjald. Vörutollurinn nemur mestu — er hann 333,047 kr. þá er vín- fanga og gosdrykkjatollur 208,12® lcr. Kaffi- og sykurtollur 189,441 kr. og tóbakstollurinn 176,874 kr.. Innflutningurinn hefir verið heltn- ingi meiri en á sama tíma í fyrra. litflutningstollurinn, sem er 1%- af andvirði útfluttrar vöru, hefir numið 73,878 kr., en var á sama tíma í fyrra 67,360 kr. Saltfisksútflutningur. Samkvæmt skýrslum yfirmatsmanna um út- flutning að verkuðum saltfiskí fyrir fyrstu þrjá ársfjórðunga yf- irstandandi árs, hefir útflutning- nrinn orðið alls 29,082,255 kg. — Mestur hefir útflutningurinn orð- ið í september, yfir 5 þús. smá- lestir, en minstur í júní, 1,795- smál. Útflutningurinn skiftist þannig niður á matsdæmi: Reykja- víkur 15,224 smálestir, Seyðis- fjarðar 5,161 smál., ísafjarðar- 3,897 smál., Vestmannaeyja 3,37S smál., og Akureyrarumdæmi 1,425 smálestir. Af iitflutningnum voru 14,131 smálestir af fyrra árs fiski,. 14,663 smál. af þessa árs fiski, en 288 smálestir af fyrra árs afla, en verkað á þessu ári. Islensk ....... endurreisn eftir Vilhj. Þ, Gíslason, er nýasta • íslenska fræðibókin.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.