Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.12.1923, Blaðsíða 4

Lögrétta - 13.12.1923, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Engin útgErðaruErslun í REykjauík býður betra verð á vörum sínum en h.f. SlippfjElagið í REykjauík. Vvin forsætisráðlierra sje fús til þess að láta af stjórn. Gert er ráð fyrir, að Asquith, eða ef til vill Macdonald (foringi verka- mannaflokksins) myndi þá nýju stjórnina. I nýlendum Breta hafa koiminjgaúrslitin valdið taiklum' vonbrigðum. Vörur frá eldri tímum hafa verið lækkaðar svo í verSi aí slíkt verð, á öllu sem til mótorbáta, kúttera og gufu- skipa þarf, er alveg óþekt áður hjer á landi, sama gildir einnig um allar nýkomnar vörur, og munum vjer til janúarmánaðarloka selja með þessu óheyrilega lága verði, til þess að allir, er við útgerð fást, þurfi ekki annað en að fara á þennan eina stað til að fá vörur sínar. 51ippfjdagi0 í Rsykjauík. Sími nr. 9, Mýrargötu. Símnefni: ’Slippen‘. veru eru viti sínu fjær, sem hafa glatað skynsemi sinni undir svipu- iiöggum hryililegs veruleikans, eru líka til menn, sem látast vera sturlaðir. Við vitum öll, að þegar -lys verða á götum og torgum, kemur jafnan í Ijós einhver hetja af sjerstakri tegund. Hún skilur ekkert í því, hvað komið hefir fyrir og lætur sig litlu skifta um slysið, en hróp hennar og bægsla- gangur dregur að sjer athyglina. Það er um að gera, að eftir henni verði tekið. Hana þyrstir í lýð- hylli og hún gerir sjer verslun úr óhamingju náungans. pessi tegund manna er ekki óalgeng innan listarinnar, en þó er hún tíðust á sviði skáldskap- arins. Þessum mönnum eru hlut- verk og takmörk listarinnar ger- samlega ókunnug eða verða þeim jafnvel að hlátursefni. Takmark þeirra er: lýðhylli og peninga- hagnaður. Þeir æpa upp, skelfa -samtímamennina og með því vinna þeir fyrir sjer og afla sjer frægð- ar. Þeir eru miklir skrítlugerðar- menn og eru í því efni stundum listamenn. Þeir lýsa einhverjum einstæðum atburði, sem er sjer- kennilegur vegna þess að hann er heimskulegur, bregða upp af honum litmynd, sem er ef til vill heiskari en sjálfur veruleikinn og segja við lesarann: Sjáið þið þetta! Ilvílík skelfing! Lesarinn starir á það og verður enn sturlaðri en áður. — -Jeg þekki ekki fáa rithöfunda, sem gera sjer hræðslu ag æsingu lesaranna að atvinnuvegi, og að su atvinna reynist þeim sjerlega arðvænleg. Binkum sýna þeir mikla fimi í lýsingunum á ilsku mannanna, þorparaskap ,og ves- ælmensku. Þeir búa til sennilegar fantamyndir og vekja oft undrun með litríkri frásögn og skarpri athugun. Þeir gera það mjög sennilegt, að þeir flytji stórkost- legt efni í þessum sögum. En með öfgum þeirra í því, að gera ein- staka og sjaldgæfa atburði þýð- ingarmikla, auka þeir ruglinginn og óreiðuna í lífinu. En þeir virð- ast ekki vilja hafa neina glögga meðvitund um þá uppsprettu, sem sorgin og neyðin streymir frá í þungum elfum, og blindar menn- ina, sviftir þá skynsemi, deyðir hugrekki sálar þeirra, vonir þeirra um hetra líf — alt það, sem þeir lifa á. . En vorra tíma menn þurfa sjer- siaklega sálarlega hressingu tíl styrktar öllum ahdlegum kröft- um, til þess að fá vald yfir öll- um tryllingi tilverunnar. Maður- inn verður að losna við hræðsluna við tilveruna og til þess getur skáldskapurinn orðið honum mikil hjálp. Lítum á: Er ekki alt lífið á jörðinni einn söngur — sunginn af öllu mannkyninu? Þessi söngur ef: bæn um hamingju. Öll jörðin er umlukt af hljómum hans — af eilífu tónabrimi vinnunnar og sköpunarinnar. prátt fyrir öll merki, held jeg því fram að tala hamingjusamra manna fari hækkandi, en ennþá örara fjölgar þeim mönnum, sem þyrstir í hamingju. Meðal þjóð- anna vex með auknum hraða óbeit á fátækt og óhreinlæti. — Hugtakið: „Stolt fátæktarinnar' ‘ e.r að hverfa. Mennirnir hætta smám saman að þykjast af nægju- semi og neyð. Ennfremur hverfa meinlætakröfur kirknana. Mönn- imum fer að verða ljóst, það gagn og sú gleði, sem þekkingin veitir — mennirnir óska hamingjunnar. En þar sem mannleg gleði er óhugsanleg án menningar, þá er hamingjuþorsti mannanna í æðra skilningi þorsti í menningu. Hæst og innilegust í lausnarsöng mannkynsins um hamingjnna er — skáldsins raust. Og einmitt nií, á vorum dögum, er það nauðsyn- legt, að þessi raust heyrist mest og veki hjá mönnum viljann til að verða hamingjusamir, og það er í raun og sannleika það sama og vekja viljann til fagurs mann- legs lífs. Mennirnir lifa engan veginn á jörðinni til þess að hlusta á armæðuljóð og skuggalegar sögur um syndir lífsins, glæpamenn og óhamingju. — — Jeg byggi þetta á bjargfastri vissu, fenginni af fr.llri reynslu lífs míns, að veru- leikinn er ávöxtur af vilja og skynsemi mannsins, og sólskins- blettir lífsins ávextir hins skap- andi ímyndunarafls, raunvera hug- arflugsins. Mennimir eru sjálfir sök í því að þeir kveljast og líða. -------x------ Erl. símfregnir Khöfn 7. des. Ensku kosningarnar. Frá London er símað að kosn- ingarnar í Englandi hafi verið mjög vel sóttar. Churchill og Bur- ton verknaðarmálaráðherra hafa fallið fyrir verkamannaflokks- frambjóðendum. íhaldsmenn hafa unnið 3 sæti, en tapað '44, frjáls- lýndi flokkurinn unnið 31, en tapað 12, verkamannaflokkurinn unnið 30, en tapað 8. En vantar atkvæðatölur úr mörgum sveita- kjördæmum og frá Skotlandi. Þýska þingið. Frá Berlín er símað, að ekki hafi enn í dag tekist að koma í gegn lögunum um valdaaukningu stjómarinnar og sje úrslitum málsins frestað. Frá Bandaríkjunum. Frá Washington er símað, að Coolidges forseti hafi í fyrsta ávarpi sínu til þingsins minst Hardings forseta með lofi og lýst sig andvígan því að Bandaríkin yrðu afskiftamikil út á við. Khöfn, 9. des. Ensku kosningamar. Símað er frá London, að endan- leg úrslit kosninganna í Bret- landi muni hafa orðið þau, að i kosnir hafi verið: 260 íhaldsmenn (áður 346), 191 verkamenn (áður 147), 159 frjálslyndir (áður 115), 5 utan flokka (áður 7). Óvíst er enn hverjir taka við stjórn- Komið hefir til mála að frjálslyndi flokkurinn myndi stjórn með stuðningi íhaldsmanna, en af hálfu verkamannaflokksins er því lýst yfir, að hann vilji enga samvinnu hafa við frjáls- lynda flokkinn. Ef til vill verður óbjákvæmilegt að láta nýjar kosn- ingar fara fram. Frá Þýskalandi. Símað er frá Berlín, að heim- ildarlögin hafi nú verið samþykt og þingfundum frestað um óá- kveðinn tíma. t Vatnsflóð í Róm. Símað er frá Róm, að Tiberfljót flói yfir bakkana og sá hluti borgarinnar, sem er fyrir neðan Pjeturskirkjuna, sje undir vatni. Járnbrautarsamgöngur við Róm hafa stöðvast. Uppreisn í Mexico. Frá New-Ýork er símað, að níu ríki í Mexikó hafi gert uppreisn gegn Abregau forseta. Hófst upp- reisnin í Veracruz á fimtudaginn, undir forustu Gaudalupe Saches. Khöfn 11. des. Ensku kosningamar. Símað er frá London, að Bald- Kosningar í Þýskalandi. Símað er frá Berlín, að kosn- ingaundirbúningur sje hafinn í Þýskalandi. Er gert ráð fyrir kosningum í febrúar eða mars. Stresemann er að nálgast meira íhaldsmenn. Óeirðir í Aþenu. Símað er frá Aþenu, að kon- ungssinnar og lýðveldissinnar hafi skotist á skammbyssuskot- um á götum borgarinnar. Khöfn, 11. des. Enska þingið. Frá London er símað, að Bald- win verði við stjórn þangað til frjálslyndi flokkurinn og verka- mannaflokkurinn i þinginu neyði hann til þess að biðjast lausnar. Frakkar æskja eftir samvinnu við hverja enska stjórn, sem vera vill. Þýsku fjármálin. Frá Berlín er símað, að hugsan- legt sje, að komið verði á alþjóða- eftirliti með fjármálum Þýska- lahds. Stjórnin hlýtur að gera eitt af tvennu, að heimta sarnan fje heima fyrir, eða taka alþjóðlegt lán. Nýr verslunarsamningur er gerður milli pýskalands og Banda- ríkjanna. Finnland. Frá Helsingfors er símað, að stjórnarskifti standi til í Finn- landi. -------x------- Dagbók. 9. desember. Hermann Jónasson. Hermann kvölum hefir keypt heimur, kvittun þína, nú er honum loksins leyft að lifa drauma sína. Várkaldur. Alþingi. Konungur hefir 3, desbr. gefið út tilskipun um það, að Alþingi sbuli koma saman 15. febrúar n. k. Fjehirðisstarfið við Landsbankann hjer, er auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til janúarmánað- arloka 1924. Fjármálaráðherra veitir starfið. ísfisksmarkaðurinn. Nýlega hafa selt í Englandi, Skúli fógeti fyrir 804 sterlingspund, Austri fyrir 680 og Maí fyrir 851. 10. desember. Skýrsla um heilsukælið á Vífils- stöðum fyrir árið 1922, er nýlega komin út, eftir Sigurð Magnússon lækni. Er fylgirit með henni: Saga berklaveikinnar á lslandi“, fróðleg grein og merkileg. Er þar safnað saman því helsta, sem menn vita um sögu berklaveikinnar frá því fyrsta, og nokkur gögn eru fyrir. Ferðaminningar Sveinbjarnar Egil- son, III. hefti, eru nú nýútkomnar. Nær þetta hefti yfir þriðja sjóferða- ár höf., og veru hans á dönskum skipum, og með því endar fyrsti kafli siglinga hans. Hefti þetta mun vera jafn skemtilegt og hin fyrri, og er þar sagt jafn fjörlega frá ýms- um æfintýrum höf. og í hinum heft- unum. Hafa þau eignast marga les- endur, og mun þeim áreiðanlega ekki fækka með þessu hefti. pýskur togari sökk undan Krísu- víkurbergi kl. 6 á laugardaginn var. Áður hafði hann rekist á grynningar nálægt Porlákshöfn, en losnaði af þeim og var á leið til Reykjavíkur. Skipverjar, sem voru 12, komust í bátana, og voru í þeim sólarhring, en komust í land mjög þrekaðir á Reykja nesi og náðu heirn til vitavarðarins- þar. Togararnir. Nýlega hafa selt afla sinn í Englandi Jón forseti fyrir 760 sterl. pd. og Baldur fjvir 900. 12. des. Norðan- og vestanpóstur átti að vera kominn hingað í fyrradag, en er ókominn enn. Til Borgarness kom hann 8. þ. m.. Ástæðan til þess, að hann liggur enn í Börgarnesi, er- sú, að Suðurland er bilað, en það fij’tur póstinn á milli. petta er að flestu leyti afar bagalegt, ekki síst þegar um jólapóstinn er að ræða.. Hefir pósthúsið verið spurt að því,. hvort það ætlaði ekki að láta ná í póstinn, áður en Suðurlandið fer eða. á að fara, en það er ekki fvr en þann 14., og svaraði það því, að ekkert skip nógu stórt sje fáaniegt,. en pósturinn fáist ekki vátrygður, sæki vjelbátar hann. Er það býsna neyðarlegt, að póstur skuli þurfa að liggja í Borgarnesi í viku, þótt eitt skip fatlist. Óstillingartíð mikil er sögð ó Norð- urlandi þessa dagana. Yar símað frá; Akureyri í gær, að þar væri annan daginn hláka, en hinn frost. Snjór er- ekki ýkjamikill norður þar nú. Ólafur Proppé konsúll er nýlega farinn til Englands, Spánar og íta- líu, með gufuskipinu Thormod Bakke- vig. 13. des. Hrossaútflutningurinn. — Fyrir stuttu fór hjeðan skip frá heildversl- un G-arðars Gíslasonar, með hesta tilí Englands. Fjekk verslunin skeyti um það í gær, að skipið væri komið til Hull, og ferðin liefði gengið ákjós- anlega, og vel hefði farið um hestana. alla leiðina. Anna Pjeturs, dóttir Helga Pjeturs, hefir tekið próf inn í „Musik-Konser- vatoríið“ í Kaupmannahöfn, og varð nr 1 af 39, sem gengu inn. Skýrsla um ungmennaskólann á Núpi í Hýrafirði 1922—1923: Dýrtíð og óáran virðist ekki geta lamað þennan skóla, og vorhretin vestfirsku, vinna ekki á gróðrinum í „Skrúði“,. blóma- og trjálundinum fagra, sem; sjera Sigtryggur hefir grætt þar upp. úr melnum. í fyrra vóru nemendur skólans lið- ugir þrjátíu. Skólabragurinn og heim- ilishættir með sama sniðinu og áður.. Áfengi og tóbak er rækt gert og; kaffi að mestu. „Alt þetta af frjáls- um vilja nemendanna sjálfra“. Mötu- neyti er sameiginlegt fyrir nemendur- og kennara. Kostnaður varð síðast— liðinn vetur 1.45 kr. á dag fyrir karl- mann og kr. 1.09 fyrir kvenmann petta er undarlega ódýrt v saman- burði við annarsstaðar. Sveltir hafa» nemendur þó ekki verið, því að pilt- arnir þyngdust á skólatímanum ara 4.6 kg., en stúlkurnar um 3.3 kg. — að meðaltali. ---:----0-------- Frá Danmörku. 12. des. Verslunarfloti Dana var 1. jan.. 1923 1905 skip, og er þar meb talin skip yfir 20 tonn brútto. Tonnatalan var nettó 656,200, en brutto 1,054,600. Um 74,7% af þessu eru gufuskip, en þau eru aðeins einn þriðji hluti að tölu. Um fjórir fimtu hlutar gufuskip- anna, samtals 615,80 tonn brutto, eru í langferðasiglingum, og þar að auki 67 vjelskip 129,224 brutto. Harald Goldsehmidt, prófessor vð landbúnaðarháskólann, ljetstá. sunnudaginn eftir skyndilegan; sjúkdóm. Hann ver 66 ára.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.