Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.12.1923, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.12.1923, Blaðsíða 2
2 LÖG RJETTA Sjóður þessi er ávaxtaður í að- aldeild „Söfmmarsjóðs Islands“. Honum stjórnar forstöðunefnd Kvennaskólans, undir yfirumsjón Stjórnarráðs íslands, og árlega skal birta reikninga sjóðsins í Stjórnartíðindunum. J>rjú undanfarin ár hefir verið útblutað 800 kr. hvert árið til ■efnilegra námsmeyja við skólann, sem að öðru leyti hafa uppfylt þau skilyrði, er skipulagsskrá sjóðsins setur. Má þannig með sanni segja að þau hjónin hafi lífs og liðin breytt við Kvennaskólann eins og góðir foreldrar breyta við börn sín, og því má heimfæra upp á þau hið sígildandi spakmæli úr Hávamál- um: Deyr f je, deyja frændur, deyr sjálfur it sama; en orðstír deyr aldrigi, hveim sjer góðan g'ctur. Ingibjörg H. Bjarnason. þá óskafold, sem fegurst er, því fært mun aftur sama haf. Og hjartafriðinn færði mjer hin fyrsta nótt, sem efinn svaf. t Anöré Courmont. Nýlega komið símskeyti segir að ræðismaður Frakka hjer, A. Courmont, hafi andast í París 11. þsssa mánaðar. Hann fór hjeðan í októbermánuði í haust til Frakk- lands. Ekkert er getið um hvert banameinið hafi verið. André Courmont átti hjer marga vini og kunningja og hafði dvalið lengi hjer í bænum, var fyrst kennari í frönsku hjer við há- skólann, en síðan franskur ræðis- raaður. fslensku talaði hann eins og innfæddur maður og var vel •að sjer í íslenskum bókmentum. I öögun. 00 bók, í vökulok, er ljósið slökt ■og leggur föli áagsins spor; í liðna tímans sæ er sökt hans söng og stríði, — en „faðir vor“ er þulið hljótt við húmið dökt, uns heimi dvínar vökuþor. Svo ríkir nótt, en sefur sveit við sortans barm, en til er það að stöku náttbæn hljóð og heit í himináttir brýst á stað. Sá leysi úr, sem lausn þess veit: á lífið nokkra miskunn að? pögn. — Bíðum hægan, vonin veit hvar veröld ljómar kærleiks glæst, þótt mörg sje röst og löng sje leit að landi því, sem blánar fjærst; ■en gætu allir eygt þá sveit, þá óðar mundi á vígin sæst. Sú bygð er guðs, þótt göfgi hans menn gjarnan efi, þá er víst, að sjerhver tegund „syndugs manns“ án sundurdráttar þar er hýst. Að sjálfu hjarta sólgjafans mun sorgarbarní hverju þrýst. Um flókin próf og drýldinn dóm, þeir drottni helga ræðu og sálm, hann blessi dygga, en reiðum róm hann reki breyska í vos og hálm. í nótt jeg heyrt hef annan óm, hfcf æðstan fundið kærleiks málm. Sá mikli valdur lífs og ljóss að líkn og mildi’ er öllum jafn, og hverju sýli syndar-óss hinn sama ætlar skut og stafn. Hann les ei vottorð hnjóðs nje hróss, og hirðir ei um flokk nje nafn. Nú dagar. — Gruð jeg þakka þjer | að þessi nótt í landsýn gaf Kveldglæður. Sex sögur eft- ir Guðmund Friðjónsson. Reykjavík. Bókaversl. Sig. Kristjánssonar. Höf. getur þess í formála fvrir bókinni, að þó ekki muni verða álitið, að hann ,,nemi ný iönd i þessum sögum“, þá láti hann.þær fara frá sjer án þess að beiðast afsökunar á því, að enn komi smá- sagnabók“ frá honum. Guðmundur Friðjónsson mun nú vita það, að svo mikið rithöfundar sjálfræði hefir hann unnið sjer, að hann þarf ekki að biðja neinn- ar „afsökunar* ‘ á því, þó hann sendi bók á markaðinn, sem ber að ein- Lverju levti blæ af fyrribókumhans. En hitt er annað mál, að enginn lesandi „Kveldglæða“ mun slá á móti þeim varnagla höf., að hann „nemi ekki ný lönd“ í þessari bók. Er gott að hann viðurkennir það sjálfur, og hefir djörfung til að segja það, því sannleikurinn er sá. að hann hefir ekki fært út landnám sitt í þessum smásögum. Grundvöllurinn, sem liann reisirþær á, er hinn sami og í fyrrisögumhans, cfnið hið sama, kostirnir þeir sömu og gallarnir þeirsömu. Hann„kemur til dyranna, eins og hann er klædd ur“ — eys úr þeim brunninum, sein er bonum næ.stur og hann þekkir best. í þessu er fólginn riihöfundarstyrkur hans, en um leið veikleiki. Styrkurinn liggur í því, að höf hefir lagt sig allan fram til að einbeita athygli sinni að sama sviði lífsins, að sömu persónunum og lýsa þeim. En veik leikinn birtist í þeirri takmörkun, sem felst í því, að draga upp sömu myndirnar ár eftir ár, lítið eða ekkert breyttar. Allar þessar nýju sögur Guðm. snúast að meira eða minna leyti um sveitamenningu og bæjamenn- ingu — eins og jafnan áður. Og þeir, sem lesið hafa fyrri sögur hans, vita, að hann skrifar þær til að syngja gömlu sveitamenning- unni lofsöng, en vara við hinni, og jafnvel fordæma hana. „Bóndinn á Bjarmalandi“, Arni ferjumaður, sem er ofurliði borinn af innrás nýs tíma í sveitina, Jón í „Vetur- nætur“, blindur og gamall, í bar>- áttu við mentaðan dótturson sinn og unga fólkið, sem honum fylgir, fíest ummæli pormóðs í „Andvaka öldungsins", allur hugsanaferill Svanfríðar í „Jónsmessunótt“, útreiðar bæjarfólksins og hjálpar- starfs^pii æskumanna sveitarinnar í „Sunnudagur“ — alt ber þetta að sama brunni. Alt er þetta ann- arsvegar ádeila á það menningar- far, sem bæirnir bjóða og berst frá þeim, en hins vegar hrós um það líi, sem lifað er í sveitunum. Svo langt gengur höf stundnm í þessu efni, að liann „karrikerer“ bæjar- mennina og menningu þeirra, t. d. Alfons í „Sunnudagur“. Honum virðist jafnvel vera hálfilla við brúna á ánni, sem Arni ferjaði vf- ir, af því að hún er ný, hefir ekki verið á ánni öldum saman, er borin til sveitarinnar af straum, sem kemur utan að. Sjálfsagt vakir það fyrir höf„ að stækka myndirnar báðum meg- in, svo þær verði ógleymanlegri, að draga upp sem skarpastar lín- ur. En þá er skamt út í öfgarnar. Það er t. d. ekkert algilt dæmi um siðferðilegan þroska bæjar- manns, að höf. lætur Alfons sæl- gætissala sprengja hestinn sinn og íbúa kaupstaðarins kjósa hann svo í bæjarstjórn rjett á eftir. Ein sagan í þessari bók, And- vaka öldungsins“, er sjerstök, og ber annan svip en flestar sögur Guðm. Friðjónssonar aðrar. Ef hún hefði ekki mint á „Síðasta íullið“ í „Fornum ástum“. þá hefði hún verið ný hjer og skorið úr í öllum smásagnabálki höf. í henni lyftir hann sjer yfir og út fyrir þá umgerð, sem venjulega iykur um sögur hans, þar sem hann lætur Þormóð karlinn gera upp lífsreikning sinn við sjálfan Jehova. En þrátt fyrir það, að maður finnur, að höf. hefir ekki rutt sjer til rúms í nýju landnámi, þá er altaf gaman að lesa sögur hans vegna orðauðginnar og stílsins. Hann er þar oftast meistari. En þ(' getur út af því brugðið. Hon- um hættir t. d. enn við að nota ol oft sömu hugsun eða samlíkingu j-fir sarna hlutinn og breyta aðeins um o.rð. Um ána hjá Bjarmalandi segir hann: „Áin líktist tröllkonu, sem liggur upp í loft, skessu, sem teygir úr sjer í svefni, stórkvendi. sem liggur í dái eftir holskurð“. Einhver ein þessara samlíkinga. hcfði nægt. Og sumstaðar missir hann marksins, t. d. í spurningu Gríms: „Ertu nú viss um sæluvist þar fyrir handan kirkjuklukkurn- ar‘ ‘ 1 Fyrst og fremst mundi nú enginn annar en Guðmundur sjálf- ur spyrja svona. Auk þess er eng- in festa, enginn veruleiki í spurn- ingunni: „Fyrir handan kirkju- kiukkurnar“ er alt og ekkert. 1 spurningunni er því í raun og veru ekkert vit. En þó þetta sje tilfært, er það þó að öllum jafn- aði, að höf meitlar hugsunina fast og snildarlega í málm málsins. Það gerir hann að vísu ekki best í sögum sínum — heldur í Ijóðum. J. B. Vorgyðjan kemur“ (sami), „Tí-tí“ j ,Stgr. Thorsteinsson). Þetta safn, sem lr.-r Iiefir veiið ) ’sagt frá, er af einAi.gslögnia. En auk þess hefir komið ut safn af karla kórslögum eftir Árna Thorsteinson. . í sama broti og einsöngslögin. Þessi sönglagahefti eru mjög vel . valin tækifærisgjöf handa söng- elsku fólki. I í læknir á Hofsós. Sönglög. Eftir Árna Thorsteinson \ Fyrir jólin 1921 kom út 1. hefti af sönglagasafni eftir Árna Thor- steinson. 2.—3. hefti kom út fyrir ' uðastliðin jól, og nú er 4. og síðasta hefti þessa safns nýkomið út. í því eru lög við þessi kvæði: „Kveldriður á galdraöldinni,“ eftir Grím Thomsen, .Kvöldklukkan/ ‘ jeítir Stgr. Thorsteinsson og „Fall- in er frá fegursta rósin í dalnum/ ‘ cftir Guðmund Guðmundsson. Jleft- inu fvlgir titilblað, sem á við alt cafnið. Safnið er nú einnig til sölu inn- heft. í eina heild. í því eru lög við 13 kvæöi. í fyrsta heftinu voru þessi ](ig: „Áfram“ (II. Hafstein), „Söng- nr víkinganna11 (Gísli Brvnjúlfs- son), „Inggjaldur í skinníeldi“ tgömul vísa), „Fögur sem forðum“ (Guðm. Guðmundsson). í öðru og þriðja hefti voru þessi lög: „Vala- gilsá“ (H. Hafstein), „KirkjuhvoU" (Guðm. Guðmundsson), ,.Iiósin“ (sami), „Friður á jörðu“ (sami), Ilann ljetst í gær úr lieilahimnu- bólgu. Var hann fluttur fyrir fáum dögum frá heimili sínu í Hofsósi yf- ir á Sauðárkrók, en hafðilegiðheima íun vikutíma áður, þungt haldinn. Magnús var fæddur 1874 hjer í Reykjavík, í svo nefndum Arabæ, og ólst hann hjer upp. í Latínuskól- ann gekk liann ungur og útskrifað ist þaðan 1894. Ivandídat varö hann 1898. Sama ár var hann settur lækn- ir í Skagafirði, sem þá var allur eitt hjerað. En með stofnun Hofsóss- hjeraðs árið 1900 var honurn veitt það, og hefir liann haft það læknis- hjerað síðan bg þjónað því full 23 ár. 1902 kvongaðist hann Rannveigu dóttur Tómasar Hallgrímssonar prests að Völliun í SvarfaSardal. Lifir hún mann sinn asámt 7 börn- um, flestum kornungum. Magnús læknir var hinn vinsæl- asti í hjeraöi sínu, og þótti góður læknir og heppinn. IlafSi hann eink- um frábært lag á því að lækna tauga veiklaöa sjúldinga og’telja kjark í þá. Samviskusamur var hann með afbrigðum. Er hjeraðið víðlent og örðugt yfirferðar að vetrarlagi, þar sem eru Fljótaferðir. En Magnús læknir var manna duglegastur í j.eim svaSilförum og ljet veður al- drei liamla sjer frá að vitja sjúk- lings, ef fært þótti, þó lengri veg væri að fara en dagleið. En vafalít- ið, að sumar þær ferðir hafa orðið til þess, að stytta æfi lians. Tveir sterkir þættir voru í eðli Magnúsar læknis, og báðir góðir. Annar var mannkostir lians. Forn- menn mundu hafa lýst honum með þeim orðum, að hann væri drengur góður. Og sá þátturinn naut sín vel í læknisstarfinu.. En einkum ]..om hann í ljós í fari hans gagnvart kunningjum og vinum, og þó sjer- staklega beimilinu. Heimilisfaðir var bann svo góður, að á betra verð- ur ekki kosið. Þar sáust mannkostir lians greinilegast, og á heimilinu sást þaö fyrst og fremst, að þar o, |<k góður maður um inni sitt. Hinn var listelska bans. Sönglist cg bljómlist áttu í honum þann dýrk anda, að fá umræðuefni voru hon- um tamari. Harmaði liann þaS oft, í ð vera ekki í listauðugra umhverfi cn útkjálkasveit á íslandi. Hann var á ferð lijcr í Reykjavík venjulégast annaðhwirt ár. Og 'btstu stundir hans hjer á æskustöðv- 'unuin voru þær, ef hanii gat blustað þar á hljómleika eða söng. Báðir þessir kostir Magnúsar lækn is Jóhannssonar ollu því, aö hann eigriaðist marga vini. Og mun bæði þeim og öðrum þykja sviplegt frá- fall bans. Af utanför til Sviþjódar og Noregs Eftir dr. Jón Helgason biskup III. Miðvikudag 19. sept. kl. 9 árd. var þetta fyrsta trúmálaþing fyr- ir Norðurlönd sett í hátíðasal há- skólans. Byrjaði það á því, að sunginn var sálmur. Því næst tók háskólarektor Thyren til máls og bauð fyrir hönd háskólans fund- armenn alla velkomna. Yar það snjöll ræða. Þá gekk fram for- seti þingsins Pfannenstill dóm- prófastur og sagði þingið sett, las upl» dagskrá, og flutti síðan sjálf- ur fyrsta erindið sögulegs og trú- fræðilegs efnis: ,,Hin kristilega kenning nm mannlega fullkomnun eins og benni er lýst í „sexdaga- verkinu“ hjá Andrjesi erkibiskupi Súnasyni“. Var þar af miklum lærdóm talað, ef til vill fullmikl- um fvrir okkur, sem ekki vorum þ.ví vanir að hlýða á sprenglærða í'yrirlestra á sænsku. Að minsta kosti var það sem kæmi maður í annan heim. er Valdimar biskup Animundsen frá Haderslev tók til máls á eftir og flutti ágætt er- indi nm ..þýðing siðbótarinnar 1 fyrir hina trúarlegu þróun í heim- inum“. Báðir ]??ssir fyrirlestrar voru „almenns efnis“ og slíka fyrirlestra skyldi flytja alla þrjá dagana fyrri hluta dags kl. 9—12. En síðari hlnta dags kl. 2—4 skyldu flutt erindi sjerstaklegs efnis, og umræður fara fram á eftir kl. 4—5. En þar sem þá voru flutt erindi í þrem deildum i senn. mistu menn í hvert skifti af tveimur erindum. Áttum við því einatt mjög úr vöndu að ráða um það hvrert af þrem erindum, sem í boði voru á sama tíma ætti að meta mest, og var það val því erf- icar, sem oft töluðu á sama tíina raenn, sem maður hefði helst vilj- að heyra alla. Þetta verð jeg líka ,að telja gallann á þessu trúmála- þingi. Svo mikið sem þar var á boðstóhim, hefði ekki veitt af, að þingið hefði staðið minsta kosti i i 6 daga. Jeg gat því að vísu hlýtt á þau erindi, er flutt voru árdegis. alls átta, en af hinum er- indnnum, 18 að tölu, fjekk jeg að- eins hlýtt á fimm. Jeg skal nú ekki þreyta lesendnr blaðsins á að telja upp öll erindin, sem flutt voru á þinginu, hvorki þau s.em jeg heyrði, nje þan sem jeg ekki hevrði. Mörg þeirra voru svo .sjer- staklegs efnis og eðlis, að allur þerri lesendanna vræri jafnnær eft- ir þá upptalningu. Af þeim ræðu- •ir.önnum, sem mjer fanst mest til mn, skal fyrstan telja danska prestinn dr. Krarup frá Sórey, enda fanst mjer erindi hans um hina ..kristilegu skoðun á guði“ langmerkasta erindið er á fundin- um var flutt, því næst Ammund- sen biskup, (sem áður er getið), Stave dómprófast í Uppsölum ■ „gamla testamentis-rannsóknirn- <or eins og þær horfa við nú á dögum“) og Lyder Brun frá Kristjaníu („nýjar leiðir til að rannsaka guðspallaheimildirnar' ‘). þá var einnig mjög ánægjulegt að hlusta á sænska prófessorinn G. Aulén, ungan og eldfjörugan mann. flytja erindi um „trú og raystik". í umræðunum, sem fóru fram á eftir, leiddu þeir sarnan hcs’ta sína Einar Billing biskup og Aslén og var erfitt að gera upp

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.