Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 18.01.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 18.01.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA á þessum stöðum byggix1 fólkið á að vjer bregðumst því eigi. Tímarnir eru erfiðir nú, og lág gengið legst þungt á oss, eins og aðra, og verðum vjer því nú, frem- ur en nokkrti sinni áður, allir að gjöra vort ítrasta til þess að sigla skútunni vorri gegnum storm’nn og koma henni í örugga höfn. Stjett yðar er aðeins ung enn- þá; en þjer eruð skylduræknir og standið þeim bestu á sporði, og er það af því að sjómannaeðiið býr í yður frá elstu tímum. Kæru vinir! Fjelag yðar minn- ist yðar á þessum afmælisdegi sínum og færir yður þakkir fyrir þeSsi 10 ár, sem nú eru liðin. En Jþað eru ekki einimgis vjer sem Sumst yðar. Fjelag vort er aátengt landi og lýð, að öll n stendur hjer á bak við og sameinast oss í því að færa yður þakkir sínar fyrir starf yðar & þessum liðnu 10 árum. Reykjavík, 17. janúar 1924. Emil Nielsen. Hjer í blaðinu hefir verið sagt allnákvæmlega frá úrslitum ensku kosninganna og horfunum á stjóra armyndun Mac Donalds. pað «r sagt, að miðstjórn flokks hans hafi unnið mjög ósleitilega að undirbúningi stjórnarmyndunar- idnar og sagt að Mac Donald hafi ráðuneytið fullskipað, þegar á þurfi að halda. Ýmsum getum hefir verið að því leitt hvernig stjórnin yrði skipuð. Talið er lík- legt, að Mac Donald muni sjálf- ur ætla að verða utanríkisráð- herra.. Haldane lávarður er lil- nefndur sem lord-kanslari og Philip Snowden og Sidney Webbs er einnig talið líklegt að cerða mxrni í ráðaneytinu, Einna nxest.a athygli hefir það þó vakið, að fullyrt er að Mac Donald muni einnig ætla að hafa kvenfólk í ráðuneyti sínu, og eru tilnefndar Miss Margaret Bondfield sem inn- anríkisráðherra, og Miss Susan Lawrence sem ráðherra heilbrigð- ísmála- Ekki gerir verkamaimaflokkur- inn þó sjálfur ráð fyrir því að sitja lengi að voldum óhreifður. J>ví í maí er gert ráð fyrir nýjum kosningum, ef þessi nýja stjóm situr þá svo lengi, en málunum verður ekki komið fyrir á un- hvem annan veg með samkomu- lagi. pessum möguleikum fyiúr mynd un verkamannastjórnar hefir að sjálfsögðu vex-ið tekið all-misjafn- lega, þótt flestir viðurkenni hins- vegar, að flokkurinn sje fullkom- lega til þess fær að mannvali að taka að sjer stjórn, ef hann hafi tii þess nægan stuðning á venju- legum þingræðislegum grandvelli. Og á annan hátt er ekki um það að tala, að flokkurinn taki við stjórn eða sitji við hana, svo að því leyti raskar þetta ekkert regl- um þeim eða grundvelli sem tíð- kanlegur hefir verið í ensku stjórnmálalífi hingað til. pó jafn- aðarmannaflokkurinn hafi að ýmsu leyti verið andstæður því þjóðfjelagsfyrirkomnlagi, sem nú er, tekur hann samt nú við stjórn- inni og framkvæmir hana alveg á grandvelli þessa sama þjóðfjelags- skipulags. Ymsir merkir Englendingar hafa þegar orðið til þess að láta eitt- hvað meira eða minna í ljósi skoð- anir sínar á þessum stjórnarskift- um. M. a. liefir einhver hinn helsti maður í kaupsýslu- og viðskifta- lífinu, Inchape lávarður vikið að þessu í ræðu. par segir hann m. a. a£ þó hann sje ekki sammála síefnuskrá verkamannaflokksins viðurkenni hann þó, að flokkm•- ixxn kæmist nú til valda á venju- legan þingræðisbundinn hátt og teldi hann því enga ástæðu til að bera kvíðboga fyrir slíkri vérkamannastjóm. par að auki skyldu meun minnast þess, sagði hann, að þegar öllu væri á botn- ,inn hvolft ætti engum að vera það meira áhugamál en einmitt allri alþýðu manna að efnahagur landsins sje góður og stofnanir þess og atvinnxirekstur tryggur. Lloyd G-eorge hefir einnig skrif- að langa grein um myndun verka- iuannastjórnarinnar. Hann byrjar á að láta í ljós undrun sína vfir þri, að Baldwin svona sama sem öllum að óvörum kasti sjer og flokki sínum út í tvísýnu kosn- ingabaráttunnár, þar sem hann gat nú setið óáreittur við stjórnina í 4 ár, og íhaldsflokknum hafi sann- arlega verið nýnæmi að því, þar sem hann hefði ekki setið að völd- um í 17 ár. Síðan talar hann um- vei’ndartolla stefnuna og hversu hún og fylgi hennar hafi ávalt rej'nst veikt og svikult þegar á átti að herða, þó byrlega bljesi í upphafi. Bendir hann þar bæði á reynsluna úr verndartolla-bar- áttu Randolph Churchill lávarðar og Mr. .Toseph Chamberlain. Eng- land hefir altaf verið hið eina sanna fríverslunarland í heimi, segir hann, og það hefir borgað sig vel. pað hefir verið nauð- svnlegt fyrir verslun þess og við- skifti og einmitt á fríversluninni hafa þau blómgast best. pví næst talar haim um mögu- leika fyrir sambandi milli and- stöðuflokkanna gömlu, íhalds- manna- og frjálslyndra manna. — Segir hann að hugsunin um slíkt samband hafi ávalt verið mönnum ógeðfeld, og kjósendur landsins hafi í, raun og veru alveg hafnað henni með kosningunum 1922. •— pegar um slíka samvinnu hafi verið að ræða, hafi hún verið sprottin af knýjandi nauðsyn. Og allir flokkar hafi haft horn í síðu slíkrar samvinnu og sú tilraun muni ekki verða gerð aftur. pví íhaldsnxennirnir muni vilja minn- ast þess, hvernig afl þeirra í sam- vnnunni hafi verið notað til þess, að koma fram breytingum í frjáls- lynda átt, sem þeir fyrirlitu í raun og veru. Hinsvegar munu frjáls- lyndu mennirnir minnast þess, hve íhaldsflokkurinn var fljótur til að varpa þeim fyrir borð, undir eins og hann þóttist hafa bolmagn til þess. Einnig hefir þó áður verið bent á hjer í blaðiini um- mæli annara áhrifamanna í ensku stjórnmálalífi, svo sem. Rother- mere lávai-ðar, sem fara í öfaga átt og einmitt mæla með samvinnu milli gömlu flokkanna. En reynsl- an frá ófriðarárunum, og þá eink- um samvinnuslitin á Carlton-club- fundinum, hafa sett ilt blóð í ýmsa, og þá ekki síst einmitt Ll. George. petta vantraust gömlu flokk- anna hvors á öðrum er megin- mein stjórnmálaástandsins nú, segir L. George ennfremur. En til i allrar hamingju hefir verkamanna- flokkurinn ekki meirihluta, svo að hann getur á engan hátt fram- annars samkvæmt stefnu sinni á undanförnum ámm, væri skyld- astur til að reyna að gera, þó ekki vrei bót að því, frá sjónar- miði L. George. Auðvitað gæti flokkurinn komið á einhverjum endurbótum í ýmsurn málum. En það getur ekki verið í öðrnm anda en þeim, sem frjálslyndi flokk- urinn sjálfur mundi vilja vera láta, því verkamannaflokkurinn er máttlaus til allra famkvæmda, nema með stuðningi, eða að minsta kosti afskiftaleysi þess flokks. Samt telur Lloyd George það sjálfsagt og samkvæmt öllum þingræðisvenjum, að verkamanna- flokkurinn táki við stjórninni næst, hvað sem á eftir fer. pví hitt telur hann óhugsandi að íhalds- menn haldi áfram að fara raeð stjórnina, þar sem 8 milj. og 800 þús. kjósendur af 14 milj. og 200 þús. hafi nú greitt atkvæði á móti flokknum. Að síðustu bendir L. G. á það, að eini flokkurinn, sem í raun og veru hafi vaxið við síðustu kösn- ingar, sje frjálslyndi flokkurtnn. Atkvæðamagn hans hafi vaxið nm 800 þús., og sje það að þakka samvinnunni milli flokkabrotanna gömlu. Annars fer það nú að frjettast nákvæmlega upp úr þessu, hvern- :g þessum merkilegu málum verð- ur ráðið til lykta, þar sem bretska þingið fer að taka þau til með- ferðar einmitt þessa dagana. -x Kvöldið 14. þ. m. andaðist á pórshöfn sjera Jón Halldórsson áður prestur og prófastur á Sauða- nesi, 74 ára gamall. Hann var sonur Halldórs pró- fasts Jónssonar á Hofi í Vopna- firði, fæddur 1. nóv. 1849 í Glaum- bæ, útskrifaðist úr Reykjavíkur- skóla 1870 og af prestaskólanum 1874, og vígðist hann 30. ágxist það ár aðstoðarprestur til föður síns, en Halldór prófastur andað- ist sumarið 1881. Var sjera Tón eftir það nokkur ár á Vopnafirði, en fjekk svo veitingu fyrir Skeggjastaðaprestakalli, og 1905 fjekk hann Sauðanes. pví presta- kalli þjónaði hann þangað til hann fjekk lausn frá prestskap, fyrir nokkrum árum, og var hann um eitt skeið prófastur í Norður- pingeyjarsýslu. Hann var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Oktavía dóttir C. J. Grönvolds verslunarstjóra á Vopnafirði, en hún andaðist 1886. Næsta konan var Ragnheiðnr Dan- íelsdóttir frá Hólmurn í Reyðar- firði, dáin 1894, en þriðja konan Soffía systir hennar, dáin 3897. Sjera Jón Halldórsson var vin- sæll maður og vel metinn af sókn- arbörnum sínum og öllum, sem kynni höfðu af honum, en af al- mennum málum utan hjeraðs síns hafði hann lítil afskifti. --------o-------- 25 ára leikafmæli frú Guörúnar Inðriðaðóttur 1899-1924. Frú Guðrún Indriðadóttir. í dag era liðin 25 ár síðan er frú Guðrún Indriðadóttir kom fyrsta skiftið' á leiksvið frammi fyrir almenningi. Mjer eru nokkuð minnisstæðir þessir dagar fyrir 25 árum. Jeg var þá leiðbeinari Leikfjelagsins, varði til þess þeim afgangstíma, sem jeg hafði frá störfum mínum við Isafold. peir, sem við leik fengust í Reykjavík, söfnuðu ekki beinlínis auð — ekki fremur þá en síðar. Leiðbeinari og helstu leikendur fengu fimm krónur fyrir leik- kvöldið, og líkurnar voru heldur litlar fyrir því, að oftar yrði unt. að sýna nokkurn leik en 5 sinn- um. Jeg get þessa í því skyni að gera mönnum skiljanlegt, að fyrir heldur litlu var að gangast fyrir þá, er ætluðu sjer að ganga inn í þennan hóp. Nú stóð svo á, að Leikfjelagið hafði afráðið að fara, að fást við amerískan leik, sem heitir „Esmér- alda“. pað var í leikendahraki, þá eins og oftar. Sjerstaklega vantáði í hlutverk ungrar stúlku. Einhver hafði þá orð á því, að barnung stúlka, fögur og af bestu ættum, hefði leilrið í einhverjum smáleik um í Goodtemplara-reglunni, og hefði farist það prýðilega. Unga stúlkan var Guðrún Tndriðadótt- ir. pað þótti í meira lagi álitlegt, ef unt væri að fá þessa stúlku, og jeg var sendur í bónorðsförina. petta bónorð sóttist nokkuð erfið- lega. Mjer stendur það fyrirminni. að þegar ungfrúin að lokum batt enda á málið heima hjá mjer og lofaði að verða við tilmælum Leik' fjelagsins, þá grjet hún. petta varð glæsiTegur sigur fyr- ir hina ungu leikkonu. Allir luku upp sama munni um það, að þetta væri óvenjuleg leikbyrjun. Blóm- um rigndi yfir hana á leiksviðinu, Og þegar jeg spurði hana daginn eftir, hvort hún sæi nú eftir því að hafa lagt í þetta, þá kannaðist hún við það, að það gerði hún ekki. Okkur fanst stundum blöðin vera fremur gætin í lofsyrðum sínum um starf Leikfjelagsins. En þau vora ekki í neinum vafa um þessa ungu stúlku. Lesendur Morgunbl. kunna að hafa gaman af að sjá, hvað þau sögðu. Jeg set hjer fyrir neðan uxnmæli þeirra. Pjóðólfur sagði 20. jan. 1899: .... „Einkura er 3. þáttur leiks þessa prýðilega leikinn, og skara þar einkum fram úr frú Stefanía ’Guðmundsdóttir, sem oft endra- mær, og eigi síður ungfrú Guðrún Tndriðadóttir, er eigi hefir leikið fyr opinberlega. Getur eigi hjá því farið, eftir þessari byrjun, að þar sje efni í ágætan leikanda, ,sem hún er, því að hún hafði erf- itt og vandasamt hlutverk, er bún leysti afbragðs vel af hendi. Yoru þar ýmsir, er eigi þóttust hafa sjeð betur leikið erlendis en 3. þátttir var leikinn yfirleitt, því að hinir leikendurnir ljeku þar einnig mjög vel“......... pessi voru ummæli fsafoldar 21. jan. 1899: .... „Esineröldu sjálfa leikur kornung stúlka (frk. Guðrún Ir.d- riðadóttir), er ekki hefir stigið fæti fyr á leiksvið, og tekst sýnu betur en hjer eigum vjer að ver.j- ast af byrjendum; kann vel, leik- ur fjörlega og greinilega, Og feimnislaust. (Björn Jónsson rit- aði sjálfur ritdóminn). Ýið vitum það allir Reykvík- ii>gar, að ekki hefir framhaldið á leikstarfsemi frúarinnar staðið á baki byrjuninni. Hún hefir engum vonum brugðist. Míkill er sá sægur af hlutverk- uro, sem hún liefir int af hendi á þessum 25 árum. pau munu vera 60 til 70, eftir því, seni jeg hefi næst komist. Jeg minni aðeins á nokkur þeirra: i Esmeralda í „Esmeröldu". Guð- rún og Heiðbláin í „Nýársnótt- Glory Quayle í „-Tohn Mt,orm“. Lavender í ,,Lavender“ éftir Pinero. Signa í „Gjaldþroti“ eftir Björnson. Rakel í ,Um megn‘ eftir Björnson. Berseba í ,Hrafxia- b jar gar m ær inn i‘ eftir Wilden- brach. Ovidia í „Augurn ástannn- ar“ eftir Bojer. Vita í ,Hjálpinni‘ eftir Rosenberg. Brúðurin í ,Brúð- kaupskvöldinu' eftir Peter Nan- sen. Margrjet í ,Apanum‘ eftir frú Heiberg. Alvilda í ,Yerkfall- inu‘ eftir Edgar Höjer. Amelia í .Litla hermanninum1. Lára í ,Æf- intýri á gönguför. Hrafnhildur í ,HÖddu Pöddu‘ eftir Kamban. Úífhildur í .Skuggum* eftir P;íl Steingríansson. Katia í ,Sinnaskift- um‘ eftir Stepniak. Helga í ,Stúlk- unni frá Tungu' eftir Indriða Ein- arssonAngelque í ,ímyndunarveik- inni‘ eftir Moliére. Hanna litla í .Himnaför Hönnu litlu' eftir Hauptman. Katie í ,Heidelberg‘. sem hánrleikur í kvöld. l^etta eru alt ungar stúlkur. líújö hefir líka leikið fullþrosk- aðar konur, og sum þau hlutverk

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.